ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 245

umhverfismál | 247

fyrir brotajárn opinni og reynt eftir mætti að finna kaupendur að fyrirtækinu, sem þá var stýrt af þrotabússtjóra. Á meðan þetta ferli stóð sem hæst ákvað Haraldur Ólason að freista þess að taka við starfseminni upp á eigin spýtur. Eftir þriggja ára þjark við lánastofnanir um tilverurétt fyrirtækisins kom að því í febrúar 1993 að Haraldur keypti hráefnishluta verksmiðjunnar af Búnaðarbankanum. Til gamans smá geta þess að við endurgangsetningu þurfti að vinna á 35.000 tonna haugi af uppsöfnuðu hráefni. Árið 1998 var stálbræðsluhlutinn keyptur upp, tækjabúnaðurinn seldur úr landi og mannvirkin sprengd niður. Eftir sat málmendurvinnslan sem rekin hefur verið með miklum myndarbrag upp frá því.

Tækjakosturinn Við endurreisn starfseminnar var tækjakosturinn að stærstum hluta endurnýjaður. Á svæðinu var til staðar öflug 1.250 hestafla „hakkavél“ sem bæði mylur og flokkar hráefnið. Vélin er mjög hraðvirk og afgreiðir um 40 bifreiðar á klukkutíma og flokkar jafnharðan. Síðar bættist önnur vél við sem er sérsniðin til móttöku á gúmmíi, timbri og plasti. Árið 2005 var sett upp brotjárnsklippa, sú stærsta hér á landi, afkastagetan er um 20 tonn á klukkutíma og er hún fær um vinna á, klippa niður og vöðla saman hvaða efni sem er. Þar gildir einu hvort um er að ræða þykkasta tankastál eða steypustyrktarjárn.

Endurvinnsla góðmálma Hráefnisbirgjar Furu eru allt frá einstaklingum upp í stórfyrirtæki á borð við Sorpu ásamt ýmsum sveitarfélögum. Stærstur hluti efna er fluttur í gámum inn á svæði Furu. Þar er byrjað á því að vigta, skrá og flokka niður í efnistegundir. Fyrrnefndar niðurbrots- og hakkavélar sjá síðan um að breyta öllum endurvinnanlegum góðmálmum í ákveðinn salla sem síðan er fluttur út, einkum til Bretlands og Spánar, til frekari vinnslu. Þar nýtist efnið á nýjan leik t.d. í bifreiðar, byggingaefni og steypustál. Á hverju ári vinnur Fura úr um tæplega 30.000 tonnum af hráefni sem kemur að mestu frá ónýtum bílum, úreltum bátum og gömlum heimilistækjum ásamt ónýtum rafgeymum. Meðal helstu nýjunga er endurnýting á hreinum kopar sem til fellur frá rafmagnsvírum. Að öðru leyti er um að ræða góðmálma á borð við ryðfrítt stál í ýmsum tegundum og ál í ýmsum undirflokkum. Í hverjum mánuði gefur Fura út verðskrá þar sem fram kemur skilagjald á hverri efnistegund fyrir sig.

Myndatexti.

Þjónusta um land allt Fyrir núverandi og væntanlega viðskiptavini Furu dugir eitt símtal til að koma varanlegu skipulagi á hreinsun brotajárns og gildir einu hvar á landinu menn eru staðsettir. Í hreinsunarátaksverkefnum er hægt að fá senda færanlega pressu hvert á land sem er. Slíkt fyrirkomulag tryggir að gámaplássið nýtist mun betur og flutningurinn verður hagkvæmari. Tekið skal fram að allir gámar eru fluttir burt jafnharðan og þeir fyllast. Á undanförnum árum hafa, í þessu skyni, verið farnar reglulegar ferðir, nokkrum sinnum á ári, út á land til söfnunar á brotajárni. Þegar þetta er ritað er Fura að kanna möguleika á uppsetningu svæðisstöðva víða um land en hlutverk þeirra yrði að umhlaða brotajárni í gámabíla. Allar nánari upplýisngar um starfsemina má nálgast á heimasíðu Furu: www.fura.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.