ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 237

umhverfismál | 239 og vatnsagi, sem myndast hafa við eldsumbrot á sögulegum tíma, skapa síbreytilegt nútímalandslag við jökuljaðarinn. Samspil þessara sömu afla á ísöld hafa mótað fjölbreytilegar móbergsmyndanir þjóðgarðsins sem eru einstakar á heimsvísu. Erfitt er að gera náttúru svo stórbrotins þjóðgarðs sem Vatnajökulsþjóðgarður er nokkur tæmandi skil í stuttu máli. Til þess að gefa fólki hugmynd um dýrmætar gersemar hans er ein leið að nefna nokkra þekkta staði innan hans: Jökulsárgljúfur, Hljóðaklettar, Hólmatungur, Dettifoss, Herðubreiðarlindir, Herðubreið, Askja, Víti, Hvannalindir, Kverkfjöll, Snæfell, Eyjabakkar, Lónsöræfi (í umsjá garðsins), Hoffellsdalur, Breiðamerkurlón, Öræfajökull, Hvannadalshnjúkur, Skaftafell, Hljóðaklettar. Ljósmyndir á opnu: RagnarThSig Morsárdalur, Lakagígar, Langisjór, Eldgjá, Jökulheimar, Heljargjá, Vonarskarð, Tungnafellsjökull, Nýidalur, Trölladyngja. Í afar stórum dráttum má segja að landslag norðan jökuls einkennist af eldbrunninni hásléttu sem rofin er af tveimur stórum jökulám, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum. Í norðaustri nýta hreindýr og heiðargæsir gróin heiðalönd og votlendi umhverfis Snæfell. Í suðaustri og suðri fellur fjöldi skriðjökla niður á láglendið milli hárra fjalla. Í skjóli þeirra vex kjarr og ríkulegur blómgróður en fram undan svartir sandar. Í vestri einkennist landið af löngum eldsprungum og móbergshryggjum, víðáttumiklum vikursöndum og mosaklæddum nútímahraunum. Þar hafa á síðustu þúsund árum orðið mestu eldsumbrot sögunnar, Eldgjárgosið um 934 og Skaftáreldar 1783–1784.

Stjórnun og rekstur Til að tryggja aðkomu heimamanna, og vegna stærðar þjóðgarðsins og erfiðra samgangna með jökul í miðju og stórar óbrúaðar jökulár til allra átta, var ákveðið að skipta honum í fjögur rekstrarsvæði sem kennd eru við höfuðáttirnar. Á hverju rekstrarsvæði starfar þjóðgarðs­ vörður ásamt einum eða tveimur aðstoðarmönnum. Aðsetur þeirra eru í Ásbyrgi á norðursvæði, á Skriðuklaustri á austursvæði, í Skaftafelli á suðursvæði og á Kirkjubæjarklaustri á vestursvæði. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins og bókari hafa aðsetur í Reykjavík. Þjóðgarðsvörðum til ráðgjafar eru sex manna svæðisráð sem skipuð eru þremur fulltrúum sveitarfélaga á viðkomandi rekstrarsvæði, einum fulltrúa útivistarsamtaka af svæðinu, einum fulltrúa náttúruverndarsamtaka og einum fulltrúa ferðamálasamtaka. Formenn svæðisráðanna, ásamt tveimur fulltrúum umhverfisráðuneytis, formanni og varaformanni, og einum fulltrúa náttúruverndarsamtaka á landsvísu, skipa stjórn þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins frá stofnun hans er Þórður H. Ólafsson. Helsta stjórntæki Vatnajökulsþjóðgarðs er stjórnunar- og verndaráætlun sem samþykkt var af umhverfisráðherra árið 2011. Í henni eru sett fram leiðarljós og starfsmarkmið garðsins og skilgreindar helstu framkvæmdir sem ráðast þarf í í nánustu framtíð til að tryggja náttúruvernd, aðgengi að garðinum, rannsóknir og fræðslu og atvinnustarfsemi í sátt við náttúruverndarsjónarmið. Í stjórnunar- og verndaráætlun eru líka skilgreindir innviðir þjóðgarðsins, vega- og stígakerfi ásamt fyrirhuguðum þjónustusvæðum. Þjónustusvæði geta eftir atvikum verið gestastofur, landvörslustöðvar, gestaskjól (ómannaðar upplýsingastöðvar), tjaldsvæði, áningarstaðir og salerni. Þrjár gestastofur eru þegar starfræktar í þjóðgarðinum, Gljúfrastofa í Ásbyrgi, Snæfellsstofa á Skriðuklaustri og Skaftafellsstofa í Skaftafelli. Þrjár gestastofur til viðbótar eru fyrirhugaðar á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit og á Höfn í Hornafirði. Landvörslustöðvar eru m.a. í Ásbyrgi, Herðubreiðarlindum, Öskju, Hvannalindum, við Snæfell, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, í Lóni, Skaftafelli, Blágiljum við Lakagíga, Hólaskjóli á Fjallabaksleið og Nýjadal á Sprengisandi.

Framtíð þjóðgarðsins Skipulagning og rekstur stærsta þjóðgarðs í Vestur-Evrópu er viða­ mikið verkefni. Þegar lög um þjóðgarðinn voru samþykkt árið 2007, lá fyrir metnaðarfull áætlun um uppbygginu hans á næstu árum. Miklar breytingar á fjármálum ríkisins í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008, hafa hins vegar leitt til þess að hægja hefur þurft á uppbyggingu og styrkingu innviða þjóðgarðsins. Vatnajökulsþjóðgarður er hins vegar langtímaverkefni og framtíðarsýnin er enn sú, að hann verði í náinni framtíð í hópi merkustu og þekktustu þjóðgarða heimsins. Útlínukort af Vatnajökulsþjóðgarði í árslok 2012. Þjóðgarðurinn er alls um 13.200 km2, þar af er Vatnajökull um 8.400 km2.

VATNAJÖKULL


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.