ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 226

228 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Norðlenska matborðið ehf. www.nordlenska.is / www.godi.is

N

orðlenska matborðið ehf. sem þekkt er undir nafninu Norðlenska var stofnað 1. júlí 2000 með sameiningu sláturhúsa og afurðastöðva á Akureyri og Húsavík. Norðlenska er eitt stærsta og öflugasta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins. Höfuðstöðvar félagsins eru við Grímseyjargötu á Akureyri.

Rúmlega 100 ára saga slátrunar og kjötvinnslu

Unnið við úrbeiningu á Akureyri. Unnið er við úrbeiningarlínu frá Marel, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi.

Upphaf Norðlenska má rekja allt til ársins 1907 þegar slátrun sauðfjár hófst á vegum KEA og vinnsla á kjötvörum í kjötbúð félagsins árið 1910. Slátrunarstarfsemi KEA hófst árið 1907 í nýbyggðu sláturhúsi félagsins á Akureyri. Var hægt að slátra þar 400 fjár á dag. Árið 1911 var byggt við sláturhúsið og enn var það aukið 1913. Byggð voru sláturhús á Dalvík, Ólafsfirði og Grenivík nokkrum árum síðar. Eftir umbætur var hægt að slátra á Akureyri um 1.000 fjár á dag. Reist var nýtt sláturhús á Oddeyrartanga árið 1928. Þar var hægt að slátra um 1.400 fjár á dag og var þá talið vera fullkomnasta sláturhús hér á landi. Um sama leyti var keypt frystihús sem stóð á sömu lóð og sláturhúsið og voru kaupin gerð í þeim tilgangi að frysta kjöt til útflutnings og koma með því þessari vöru félagsmanna í hærra verð. Þegar kjötbúðin var flutt í nýtt og stærra húsnæði árið 1935 var hafin pylsugerð í sambandi við kjötbúðina og vinnsla á fleiri kjötvörum. Byggð var stór kjötiðnaðarstöð á Oddeyrartanga og hún tekin í notkun seint á árinu 1966 og var þá fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar hér á landi.

Sameining sláturhúsa og kjötvinnslu Á árinu 1998 hófu stjórnendur Kaupfélags Eyfirðinga vinnu við stærstu skipulagsbreytingu á rekstrarformi félagsins frá því að félaginu var breytt úr pöntunarfélagi í samvinnufélag árið 1906. Inntak breytinganna var að færa rekstur félagsins í nokkur hlutafélög þannig að skarpari áherslur og þungi náist í rekstri þeirra. Einnig til þess að skapa möguleika til vaxtar þeirra með samruna við önnur félög og tilkomu nýs hlutafjár inn í reksturinn. Unnið var að þessu í samræmi við svohljóðandi samþykkt stjórnar KEA:

Starfsstöð Norðlenska á Húsavík. Í húsinu er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla ásamt miklu frystirými.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.