ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 219

Landbúnaður og matvælaframleiðsla | 221

Í framleiðsludeild Kjöríss.

Í framleiðsludeild Kjöríss.

Í upphafi voru vörutegundir liðlega tíu en nú árið 2012 eru vörutegundir Kjöríss í kringum tvö hundruð. Má þar helst nefna Mjúkís, Fjörís, Hlunka, Lúxusíspinna, Pakkaís, Flaugar, sérskreyttar ístertur, kúluís, ísblöndu fyrir ísvélar, íssósur og ísdýfu. Kjörís dreifir framleiðslu sinni um allt land og hefur til þess tólf frystibíla. Tveir sölumenn eru staðsettir á Akureyri og sjá þeir um Norður- og Austurland. Umboðsmenn eru í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Kjörís hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að framleiða gæðavöru sem stenst fyllilega samanburð við það besta í öðrum löndum. Kjörís var eitt fyrsta matvælafyrirtækið á Íslandi sem tók upp innra gæðaeftirlitskerfið GÁMES árið 1995. Kjörís leggur mikla áherslu á stöðuga vöruþróun og er kappkostað að koma með spennandi nýjungar á hverju ári. Í lok árs 2010 var Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjöríss valinn „Maður ársins“ í íslensku viðskiptalífi af tímaritinu Frjálsri verslun. Það er markmið Kjöríss að halda áfram að bjóða Íslendingum upp á gæðavöru á gleðistundum.

Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri.

Ísinn á leið í verslanir.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.