ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 217

Landbúnaður og matvælaframleiðsla | 219

Kjarnavörur hf. er leiðandi í framleiðslu á smjörlíki, viðbiti og steikingarfeiti ásamt því að framleiða sultur, ávaxtagrauta, majónes, sósur og dressingar. Enn fremur eru sérframleiddar vörur fyrir önnur fyrir­ tæki stór hluti af starfseminni. Helstu vörur sem fyrirtækið framleiðir fyrir neytendamarkað eru: Smjörlíki, viðbit, ávaxtagrautar, sultur, djúpsteikingarfeiti, sósur og dressingar. Helstu vörur sem framleiddar eru fyrir bakarí, veitingahús, stóreldhús og ýmiss framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði eru: Hrærismjörlíki, rúllusmjörlíki, steikingarfeiti, hjúpsúkkulaði, sultur, ávaxtagrautar, majónes, sósur og dressingar. Kjarnavörur hf. selja einnig innflutt hráefni s.s. repjuolíu, eggjarauður, salt og sykur til annarra framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði. Stjórn Kjarnavara hf. skipa þeir Guðjón Rúnarsson, Ásmundur Ingvarsson, Mogens Nielsen og Erling Beyer.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.