ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 188

190 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

verslunin einar ólafsson ehf.

V

erslunin Einar Ólafsson var stofnuð árið 1934 og hefur starfað á Akranesi allar götur síðan. Verslunin er að meginstofni til matvöruverslun en býður auk þess upp á nokkurt vöruúrval almennra heimilisvara. Stofnandi verslunarinnar var Einar Ólafsson og nafn hennar við hann kennt. Hann lést árið 1957. Eiginkona hans var Guðrún Ásmundsdóttir en hún lést árið 1998 og hafði starfað að miklu leyti við verslunina allt frá árinu 1937 er hún og Einar gengu í hjónaband. Sonur þeirra Einar Jón Ólafsson hefur síðan staðið fyrir rekstrinum frá árinu 1957 ásamt eiginkonu sinni, Ernu Guðnadóttur. Þá hafa synir þeirra Einar Gunnar Einarsson og Guðni Kristinn Einarsson sem báðir eru viðskiptafræðingar tekið virkan þátt í rekstrinum. Verslunin hefur þannig verið fjölskyldufyrirtæki í þau 78 ár sem hún hefur starfað á Akranesi. Verslunin er nú rekin í eigin húsnæði og eru um 1.000 fermetrar nýttir undir starfsemi hennar. Árið 1946 var tekið í notkun fyrir verslunina nýbyggt húsnæði við Skagabraut um það bil 90 fermetrar en hefur síðan verið stækkað smátt og smátt og er nú af áðurnefndri stærð. Eðli málsins samkvæmt hefur sala til heimila á Akranesi verið stærsti þátturinn í rekstrinum í gegnum árin. Hin síðari ár hefur sala til fyrirtækja og stofnana orðið sífellt stærri þáttur með breyttum þjóðfélagsháttum þar sem rekstur mötuneyta meðal annars á vinnustöðum, í skólum og víðar er nú orðinn almennur. Þá hefur sala á kosti til skipa einnig orðið verulega umfangsmikill í rekstrinum. Verslunin er rekin með kjörbúðasniði og er meðal annars með sérstaka kjötdeild þar sem fram fer nokkur kjötvinnsla. Margvísleg

Fyrsta verslunarhúsnæði VEÓ.

Núverandi verslunarhúsnæði VEÓ.

Erna Guðnadóttir og Einar Jón Ólafsson.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.