ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 167

Verslun og þjónusta | 169

Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Einstakt úrval

GIRA

Lýsinga- og rafbúnaður er sérlega mikilvægur hlekkur í heildarútliti allra íbúða og fullkomnar gjarnan fallega innanhússhönnun. Að þessu leyti er S. Guðjónsson í fremstu röð hér á landi og flytur inn vörumerki frá um 50 viðurkenndum framleiðsluaðilum víðsvegar um heiminn, eins og GIRA, Bticino, Brand-Rex, Modular, Kreon, Concord og We-Ef. Öll þessi nöfn hafa skapað sér mikið og farsælt orðspor með hugvitssamlegum samruna gæða, endingar og hönnunar. Sérstök áhersla er lögð á að bjóða óbrigðular heildarlausnir og því er S. Guðjónsson ávallt með „alla þræði á einni hendi“ eða alla flóru rafbúnaðar allt frá smæstu vírum upp í heilu hússtjórnarkerfin ásamt nauðsynlegum stoðvörum. Stór hluti þjónustunnar snýst einnig um að útvega stærri stofnunum og fyrirtækjum sérhæfðan ljósabúnað eins og flúrlampa, halogenljós og gasperulampa. Á meðal þekktra mannvirkja sem lýst er upp með vörum frá S. Guðjónssyni eru Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Íslensk erfðagreining, Tónlistarhúsið Harpa og Listasafn Reykjavíkur ásamt Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og er þá fátt eitt nefnt.

Árið 1993 hóf S. Guðjónsson skipuleg viðskipti með hið annálaða þýska vörumerki GIRA. Undir þeirra fororði hafa verið þróuð sérlega hugvitssamleg hússtjórnarkerfi. Þau miða t.d. að því að hita- og birtustigi ásamt flatskjá og hljómsflutningstækjum heimilisins sé stýrt í gegnum miðlægar fjarstýringar og snertiskjái sem geta tengst inn í afmörkuð rými heimilismeðlima. GIRA vörum hefur verið tekið fagnandi hér á landi og erum við eitt söluhæsta Evrópulandið með þeirra vörur. Af þeim sökum er sérlega vel hlúð að íslenska markaðnum og því innihalda meðfylgjandi bæklingar allar nauðsynlegar tækniupplýsingar á íslensku.

Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.sg.is.

Hússtjórnarkerfi frá GIRA.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.