ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 159

Verslun og þjónusta | 161

F

netheimur www.netheimur.is

orsendan fyrir farsælum framgangi í fyrirtækjarekstri er að allar boðleiðir samskipta séu einfaldar, skýrar og skjótar. Tæknifyrirtækið Netheimur sérhæfir sig í alhliða ráðgjöf og úrræðum á sviði stafrænnar gagnamiðlunar ásamt uppsetningum á skotheldum lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins. Aðsetur starfseminnar er í rúmgóðu húsnæði að Sóltúni 26 og eru þar í dag 10 fastráðnir starfsmenn.

Upphaf og framgangur starfseminnar Stofnendur og núverandi eigendur Netheims eru þeir Ellert Kristján Stefánsson og Guðmundur Ingi Hjartarson. Leiðir þeirra lágu fyrst saman árið 1995 þegar Ellert hóf störf hjá Gagnabanka Íslands sem þá var staðsettur að Síðumúla 3-5. Starfsemin fólst í alhliða fyrirtækjaþjónustu t.d. með uppsetningu netþjóna og póstkerfa. Með aukinni eftirspurn eftir þjónustunni þótti hagkvæmast að fyrirtækið hannaði sitt eigið póstkerfi og hefði þannig alla þætti á einni hendi. Úr varð að fest voru kaup á netveitunni xnet.is sem þá hafði á árunum 1996-97 farið af stað með merkt brautryðjendastarf í útvarpsútsendingum á netinu ásamt birtingu netmiðla. Öll þessi starfsemi var í eigu rekstrarfélags sem hét Goðheimar ehf. og því lá beinast við hjá nýjum eigendum að stofna nýtt fyrirtæki undir nafninu Netheimur en starfsemi þess hófst árið 1998. Árið 2001 var rekstri Gagnabanka Íslands hætt og færðist þá öll fyrirtækjaþjónusta undir einn hatt Netheims en fyrirtækið hafði þá víkkað starfsemina enn frekar.

Fjölþætt fyrirtækjaþjónusta Í dag einbeitir Netheimur sér eingöngu að þjónustu sem varðar tæknimál fyrirtækja og brýn úrlausnarefni þeirra. Boðið er upp á staðlaðar eða sérsniðnar heildarlausnir í rekstri og uppsetningu tölvukerfa ásamt hýsingu þeirra. Sérfræðiráðgjöf sem tengist fjarskiptakerfum, netkerfum og þráðlausum lausnum. Þjónustumöguleikarnir eru í raun óþrjótandi en þeir tengjast alls kyns gagnaflutningum, símkerfum, upplýsingavinnslu, tölvupósti, heimasíðum, öryggislausnum og afritunartöku. Fyrirtæki geta í raun kosið sér hvort allt sé í hýsingu eða aðeins afmarkaðir hlutar eins og afrit gagna, tölvupóstur eða vefsíður. Þrátt fyrir stutta vegferð hefur Netheimur náð töluverðum áfangasigrum með starfsemi sinni og öðlast ýmsar viðurkenningar fyrir ferskar nýjungar í fyrirtækjarekstri.

Starfsmenn Netheims.

Afritunartaka.is Hér er komin skotheld baktrygging fyrir varðveislu allra mögulegra gagna hjá fyrirtækjum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að einfaldur hugbúnaður er settur upp á vinnustöðvar eða netþjóna. Þaðan eru daglega dulkóðuð afrit af gögnum sem síðan hýsast í miðlægum gagnaþjóni hjá Netheimi. Með sérstökum aðgangslykli er hægt að endurheimta allar skrár t.d. ef kerfi hrynja.

Sophos-veiruvarnir: Alveg frá árinu 1999 hefur Netheimur átt í traustu samstarfi við breska stórfyrirtækið Sophos sem sérhæfir sig í þróun á fjölbreyttum öryggishugbúnaði og veiruvörnum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Nærtækt dæmi um umsvifamikinn notanda á slíkum búnaði hér á landi er Háskóli Íslands. Netheimur býður upp á ótal lausnir og möguleika frá Sophos en allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.netheimur.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.