ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 127

Verslun og þjónusta | 129

Í

Sælgætisgerðin góa-linda www.goa.is

slensk sælgætisframleiðsla er einn af hornsteinum íslensks iðnaðar. Eitt öflugasta fyrirtækið í þessa veru, Sælgætisgerðin Góa-Linda, er í dag næststærsti sælgætisframleiðandi landsins. Fyrirtækið var opinberlega stofnað þann 1. janúar 1968 af Karli Ágústssyni og Helga Vilhjálmssyni, en sá síðarnefndi sinnir enn framkvæmdastjórn fyrirtækisins af mikilli röggsemi.

Sagan Til að byrja með fór starfsemin fram í 120 fm leiguhúsnæði að Súðarvogi 18. Þar var sett upp ein karamelluvél til þess að byrja með en brátt jókst umfang rekstrarins. Árið 1970 var flutt niður á Grandaveg 33 en þar hófst árið 1973 framleiðsla á Hraun-súkkulaðinu sem upp frá því hefur skipað veglegan sess sem vinsælasta framleiðsluafurð fyrirtækisins. Í kjölfar þess fylgdi síðan framleiðsla á annari kunnuglegri vöru, kókossúkkulaðinu Æði. Frá Granda var síðan flutt árið 1975 yfir í eigin nýbyggingu að Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði. Þar fór starfsemin fram til ársins 1986 en á sama tíma var iðnaðarhverfi Hraunanna norðan við sömu götu í hraðri uppbyggingu. Þar fékk Góa inni með aðsetur í 1.200 fm húsnæði að Bæjarhrauni 24. Þrátt fyrir stórt umráðasvæði, kom brátt sú stund að starfsemin sprengdi allt utan af sér, enda jókst umfangið árið 1993, þegar sælgætisgerðin Linda á Akureyri var sameinuð rekstrinum en fyrirtækið hefur eftir það verið nefnt Sælgætisgerðin Góa-Linda. Önnur sameining átti sér síðan stað árið 2002 þegar rekstur lakkrísgerðarinnar Driftar var keyptur í heild sinni en með því bættist t.d. ­Appollo og Krumma lakkrís inn í vöruflóruna. Núverandi aðsetur Góu-Lindu er í 7.000 fm rúmgóðu húsnæði að Garðahrauni 2 í Garðabæ en þangað fluttist starfsemin árið 2005.

Framleiðslan Sælgætisframleiðsla Góu-Lindu hefur á seinni árum hefur verið í stöðugri framþróun og sífellt leitað leiða við að auka fjölbreytni í vöruflórunni. Í kjölfar breyttra neysluhátta hafa svonefndir Hraunbitar og Æðibitar í kössum sífellt sótt í sig veðrið á meðal neytenda. Á sama hátt hefur líka verið sótt stíft inn á markað fyrir smágert „bland í poka“ sælgæti sem bæði er framleitt í verksmiðjunni og innflutt frá fjöldamörgum löndum. Af rótgrónum súkkulaðitegundum framleiðslulínunnar eru helst nefndar Toffí, Prins, Flórída og Brak, að ógleymdum dökkum og ljósum Californía-rúsínum og hinum sígildu súkku­ laðikúlum. Með samrunanum við Lindu bættust við t.d. Lindubuff og Conga ásamt hinu ástsæla Lindusúkkulaði. Síðan 1995 hefur fyrirtækið sífellt lagt meiri rækt við framleiðslu á páskaeggjum og aukið töluvert á markaðshlutdeild sína að því leyti. Nánari upplýsingar um fjölbreytta vörulínu Góu-Lindu má nálgast inni á heimasíðunni www.goa.is

Starfsfólk og meðaltalsvelta Hjá Góu-Lindu starfa að jafnaði um 50 manns og hafa sumir þeirra verið hjá fyrirtækinu í yfir 30 ár. Meðaltalsvelta á ársgrundvelli er um 800 milljónir.

Helgi Vilhjálmsson forstjóri.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.