ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 124

126 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

g.tómasson ehf. / hvellur www.hvellur.is

H

vellur býður upp á fjölþætta þjónustu sem á það sammerkt að tengjast þeirri veigamiklu uppfinningu hjólinu á einn eða annan hátt. Stærsti vöruliðurinn í versluninni eru reiðhjól í ýmsum tegunda- og stærðarflokkum sem henta vel breytilegum þörfum fólks á öllum aldursskeiðum. Þar á eftir koma sláttuvélar og vélaorf í nokkrum tegundum ásamt t.d. forvitnilegum barnavörum og þroskaleikföngum af ýmsum toga. Hvellur hefur einnig til margra ára verið umfangsmesti innflutningsaðilinn hér á landi á snjókeðjum fyrir allar stærðir hjólbarða undir flest farartæki ásamt tengdri varahluta- og viðgerðaþjónustu. Hjarta verslunarinnar er einhver stærsti varahlutalager reiðhjóla á öllu landinu en þar er óhætt að segja að fagmennska, þekking og reynsla starfsmanna fái að njóta sín út í ystu æsar.

Upphaf og framgangur starfseminnar Starfsemi Hvells rekur rætur sínar alla leið norður á Grenivík í Eyjafirði og var stofnað þar um miðbik níunda áratugarins sem verktakafyrirtæki í eigu frændanna Ásgeirs Kristinssonar og Óskars Valdimarssonar. Árið 1988 skildu leiðir þeirra en þá flutti Óskar til Reykjavíkur og tók nafnið með sér inn í nýjan rekstur sem fólst í sölu á snjókeðjum og þjónustu þar að lútandi. Slík viðskipti geta verið mjög ótrygg sökum mismunandi tíðarfars og til að tryggja stoðir fyrirtækisins enn betur bættust garðsláttuvélar og reiðhjól við þegar frá leið. Þrátt fyrir að vægi snjókeðja hafi minnkað í seinni tíð vegna aukinnar notkunar vetrar- og nagladekkja, þá er hlutur þeirra enn mjög ríkulegur í starfseminni en þjónustan þó orðin sérhæfðari. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið verið með aðsetur á ýmsum stöðum, en hefur frá því í október 2007 verið með sína verslun, varahlutalager og verkstæði að Smiðjuvegi 30 í Kópavogi. Núverandi framkvæmdastjóri Hvells er Guðmundur Tómasson en frá upphafi ársins 2004 hefur starfsemin verið rekin af einkahlutafélaginu G. Tómasson ehf. sem er í eigu Guðmundar og fjölskyldu hans.

Reiðhjól Hvellur státar af því að vera einn helsti brautryðjandinn í sölu fjallahjóla á aðgengilegu verði sem taka mið af ólíkum þörfum viðskiptavina. Sumir sækjast eftir reiðhjólum sem daglegu farartæki, aðrir vilja eingöngu notfæra sér þau sem þægilega afþreyingu á frídögum á meðan enn aðrir nýta sér þennan kost sem krefjandi brennslu- og styrkingartæki eða sem jaðaríþróttatæki utan vega. Helstu breytur sem skilja á milli afbrigða snúast því helst um þægindi, endingu, lit, áferð, efnisval og styrkleika þar sem t.d. grófleiki dekkja, dempun ásamt bremsu- og gírbúnaði skiptir mestu máli. Þá geta stell eða grindur verið breytileg að lögun, stærð og lit, auk þess sem hnakkar eru fyrirliggjandi í mismunandi áferðum og stífleikum. Helstu vörumerki í reiðhjólum sem Hvellur býður upp á eru Icefox frá Taiwan, Fuji og SE frá Bandaríkjunum, Puky og Ked frá Þýskalandi ásamt hinu sívinsæla merki ­Kildemoes frá Danmörku, en undir það heyrir í dag bæði hið norska DBS og hið sænska Crecent. Í versluninni er jafnframt boðið upp á ýmis forvitnileg afbrigði eins og sérstök „Liggihjól“ þar sem knapinn liggur í stað þess að sitja og einnig eru fyrirliggjandi hin sígildu þriggja dekkja „Kristjaníu hjól“ með kassaboxi að framanverðu, en þau eiga rætur sínar að rekja til samnefnds fríríkis skammt frá miðborg Kaupmannahafnar. Helstu vörumerki í snjókeðjum hjá Hvelli eru OFA, Tellefsdal, SCC, Rud og Erlau. Allar nánari upplýsingar um fjölbreytt vöruúrval Hvells má nálgast inni á heimasíðunni www.hvellur.is.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.