ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 117

Verslun og þjónusta | 119

Starfsfólk Eirvíkur í eldhúsi frá Bulthaup.

Í dag býður Eirvík einnig upp á mikið úrval af rekstrarvöru fyrir heimilistæki sem seld eru í versluninni. Þvottaefni fyrir þvottavélar, ýmiskonar hreinsiefni, kaffiskot og kaffibaunir o.s.frv. Þessi þáttur í starfsemi fyrirtækisins fer ört vaxandi. Þá hefur félagið lagt áherslu á að vernda sögu Miele heimilistækjanna á Íslandi með því að koma upp nokkru safni af gömlum heimilistækjum. Þar má t.d. nefna handsnúinn smjörstrokk frá Miele frá árinu 1900 sem kom frá Vestfjörðum, rjómaskilvindu frá Miele frá árinu 1924 sem kom frá Vestmannaeyjum og Miele þvottavél frá verslun við Aðalstræti í Reykjavík frá árinu 1930 svo eitthvað sé nefnt. Markmið Eirvíkur er að vera sérverslun með vandaða vöru sem státar af starsfólki með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu. Starfsmenn Eirvíkur er 12-14 manns. Aðsetur fyrirtækisins er að Suðurlandsbraut 20 í Reykjavík.

Jura kaffivélar og Miele eldhústæki.

Eldhús frá Eirvík með eldhústækjum frá Miele. Háfar sem eru líka ljós eru frá Elica. Gömlu heimilistækin og mótorhjólið fyrir ofan eru frá Miele.

Hvít eldhústæki frá Miele í innréttingu frá Eirvík.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.