Dýrin í Hálsaskogi -Leikfélag Keflavíkur

Page 1

eftir TorbjOrn Egner

Haust 2017


Ágæti leikhúsgestur Vertu velkominn í Hálsaskóg eða öllu heldur Frumleikhúsið. Í gegnum tíðina hefur Leikfélag Keflavíkur verið duglegt við að leyfa ungum leikurum að stíga á svið til að upplifa leikhúsdrauminn, en einnig boðið þeim uppá sýningar til að njóta. Barnasýningar hafa í gegnum tíðina verið mjög vinsælar hjá Leikfélagi Keflavíkur og því ekki að reyna við eitt vinsælasta barnaleikrit allra tíma á Íslandi, Dýrin í Hálsaskógi. Undanfarnar átta vikur hefur leikhópurinn og aðstandendur sýningarinnar unnið að því að gera þessa sýningu að því sem þú færð að bera augum hér í dag. Að setja saman sýningu sem þessa, krefst mikils vinnuframlags frá öllum sem að sýningunni koma. Án ljósa, hljóðs, leikmyndar og búninga kæmust sýningar sem þessi ekki í hálfkvisti við það sem þær eru. Þegar öllu er á botninn hvolft er það þó leikurinn sem skiptir höfuðmáli og vonum við að áhorfendur smitist af þeirri gleði sem leikarar sýningarinnar hafa fram að færa. Leikfélag Keflavíkur getur stært sig af því að vera eitt af öflugustu áhugaleikfélögum á Íslandi og ekki skemmir aðstaðan fyrir sem okkur stendur hér til boða. Í þessari uppsetningu er saman kominn hópur hæfileikaríkra einstaklinga sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Hópurinn er sterkur hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna og á leikstjórinn þakkir skildar fyrir framúrskarandi vinnu og þolinmæði við þessa uppsetningu. Um leið og við þökkum Gunnari Helgasyni fyrir ánægjulegt samstarf þá óskum við þess að leikhúsgestir skemmti sér vel og breiði út fagnaðarerindið Góða skemmtun. Stjórn Leikfélags Keflavíkur

STJÓRN L.K 2017-2018 Formaður: Davíð Örn Óskarsson Varaformaður: Brynja Ýr Júlíusdóttir Gjaldkeri: Halla Karen Guðjónsdóttir Ritari: Yngvi Geirsson Meðstjórnandi: Arnar Helgason Varamenn: Guðlaugur Ómar Guðmundsson & Þórhallur Arnar Vilbergsson


Að leika leikrit er góð skemmtun. Börn byrja mjög snemma á því að bregða sér í hlutverkaleiki og fara svo að nota brúður, bangsa og bíla til að segja heilu sögurnar. Það er nákvæmlega það sem við ákváðum að gera. Þessir miklu snillingar í Leikfélagi Keflavíkur ákváðu að finna barnið í sér og setja upp barnasýningu og þess vegna var hringt í mig, barnslegasta leikstjórann á landinu. Það er nefnilega meira en að segja að það að finna barnið í sér, kasta öllum grímum hversdagsins af sér, mæta beint úr vinnu (í Bónus, Byko eða bílaleigunni) og vinna fram á kvöld. Dugnaðurinn og einlægnin í þessum hópi á sér fáa líka og því er ég eiginlega handviss um að þú, áhorfandi góður eigir eftir að skemmta þér vel. Ég veit að ég hlæ sjálfur – og græt – á hverri einustu æfingu á Dýrunum í Hálsaskógi. Góða skemmtun. Gunnar Helgason


Thorbjorn Egner Norski listamaðurinn Thorbjörn Egner fæddist í Osló 12. desember árið 1912 og lést á aðfangadag árið 1990. Hann var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn. Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í rúmlega hálfa öld, eða allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Allt frá barnæsku lifði Egner í heimi sagna, myndlistar, tónlistar og leiklistar, eða eins og hann sagði sjálfur: „Að yrkja ljóð og vísur og leika tónlist og teikna og mála og setja upp leikrit er það sem ég hef haft mest gaman af allt frá því að ég man eftir mér, ég hef kannski alltaf verið nokkurs konar „klifurmús“.“ Egner ólst upp í Osló, en foreldrar hans ráku litla nýlenduvöruverslun á fyrstu hæð í húsinu þar sem fjölskyldan bjó. Í bakgarðinum var hesthús, heyloft og vagnskýli og þar gátu börnin sýnt leiksýningar og spilað í hljómsveit. Á sumrin dvaldi Egner á bóndabæ hjá skyldfólki sínu og í mörgum verkum sínum styðst hann við minningar frá æskuárunum í Osló og í sveitinni. Egner lærði teiknun og hönnun og vann fyrst í stað við að teikna og mála. Hann myndskreytti bækur fyrir börn og fullorðna, og þótti góður grafíklistamaður. Hann vakti þó fyrst verulega athygli með þátttöku sinni í barnatímum í útvarpi á fimmta og sjötta áratugnum. Hann samdi sögur, vísur, tónlist og leikrit fyrir útvarp, og söng sjálfur lög og las sögur. Hann eignaðist brátt stóran hóp aðdáenda, og mikið af því efni sem hann vann fyrir útvarp varð honum síðar innblástur fyrir bækur og leikrit. Thorbjörn Egner hóf að senda frá sér barnabækur árið 1940. Hann myndskreytti sjálfur bækur sínar og þóttu teikningar hans sérlega skemmtilegar. Segja má að hann hafi slegið í gegn sem höfundur með Karíusi og Baktusi, sem kom út á bók árið 1949 en hafði áður verið flutt í útvarpi. Dýrin í Hálsaskógi (Klatremus og de andre dyrene i Hakkebakkeskogen) fylgdi í kjölfarið á bók árið 1953 og Kardemommubærinn (Folk og røvere i Kardemomme by) árið 1955. Þessi þrjú verk, sem síðar urðu leikrit, eru vinsælustu verk Egners, en hann sendi einnig frá sér fjölda annarra bóka.

Kardemommubærinn var frumsýndur á leiksviði í Noregi árið 1956 en það var á Íslandi sem Dýrin í Hálsaskógi voru fyrst frumsýnd á leiksviði, hér í Þjóðleikhúsinu þann 16. nóvember árið 1962. Tveimur vikum seinna var verkið svo frumsýnt í Kaupmannahöfn. Verkið hafði áður verið sýnt sem brúðusýning í Oslo Nye Teater haustið 1959. Karíus og Baktus var fyrst flutt sem útvarpsleikrit árið 1946. Leikrit Egners eru sett upp reglulega í Noregi og víðar á Norðurlöndum, og hafa verið leikin víða um heim. Egner hannaði leikmyndir og búninga við fyrstu uppsetningar á verkum sínum, og leikstýrði nokkrum uppfærslum á eigin verkum. Brúðukvikmyndir Ivo Caprinos frá árinu 1955 sem voru byggðar á Karíusi og Baktusi og Dýrunum í Hálsaskógi nutu mikillar hylli og gerð var kvikmynd byggð á Kardemommubænum árið 1988.


Hérar

Eru nagdýr af ættkvíslinni Lepus og af ættinni Leporidae, þeirri sömu og kanínur. Búsvæði héra er í Afríku, Evrópu, Norður-Ameríku og Japanska eyjaklasanum. Ólíkt mörgum nagdýrum grafa þeir sig ekki niður og fæða ekki afkvæmin í holum og ólíkt kanínum eru þeir ekki haldnir sem húsdýr. Hraðskreiðustu hérar geta hlaupið á 50-64 km. hraða.

UNGLINGAÞJÁLFUN

SUPERFORM

Unglingaþjálfun í Sporthúsinu er fyrir alla hressa krakka í 7.-10. bekk. Fjórir tímar í viku og þá má mæta í þá alla. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:30. Hægt að nýta hvatastyrki Reykjanesbæjar. Allar nánari upplýsingar á www.sporthusid.is


Elgir

Refir

Eru stór hjartardýr sem lifa í skógum um allt norðurhvelið, frá Noregi til Kanada. Elgurinn er stærsta hjartardýrið og er einkennisdýr í mörgum norðlægum héruðum í Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Þeir lifa einkum á laufi birkis og víðis, smágreinum, könglum og trjáberki en geta ekki bitið gras eða mosa á jörðu niðri vegna þess hve þeir eru hálsstuttir.

Eru lítil og meðalstór rándýr af hundaætt. Til eru um 27 tegundir refa. Refir lifa í flestum heimsálfum en algengastir þeirra eru rauðrefir. Refir eru þekktir úr þjóðsögum margra þjóða um allan heim. Nöfn á refum eru ólík nöfnum flestra annarra hunddýra. Karldýrin eru oftast nefnd steggur eða högni en einnig kemur fyrir að þeir séu nefndir refur. Kvendýrin eru nefnd læða eða bleiða en einnig kemur fyrir að þær séu nefndar tófur. Afkvæmi refa kallast yrðlingar.


Leikarar & persónur: Aðalbjörg Ósk Stefánsdóttir Músabarn Almar Örn Arnarson Pétur íkorni Arnar Ingi Tryggvason Bangsapabbi Ásdís Lilja F. Guðjónsdóttir Músabarn Bergrún Björk Róberts- og Önnudóttir Hérabarn Betsý Ásta Stefánsdóttir Hérabarn Birgitta Ýr Jónsdóttir Amma mús Brynja Ýr Júlíusdóttir Bangsamamma Elmar Aron Hannah Elgur og maður Esther Júlía Gustavsdóttir Bangsi litli Eyþór Ingi Brynjarsson Hundur og hérabarn Guðlaugur Ómar Guðmundsson Mikki refur Halla Karen Guðjónsdóttir Marteinn skógarmús Hulda Björk Stefánsdóttir Hérastubbur bakari Ísak Helgi Jensson Hérabarn Jón Arnar Birgisson Tumi íkorni María Rán Ágústsdóttir Lísa íkorni Melkorka Mjöll Sindradóttir Krákupétur Orri Guðjónsson Bakaradrengur Perla Sóley Arinbjarnardóttir Húsamús og íkornamamma Sesselja Ósk Stefánsdóttir Hérabarn Sigurður Smári Hansson Lilli klifurmús Tara Sól Sveinbjörnsdóttir Patti broddgöltur og kona Valur Axel Axelsson Ugla og hérabarn


Mýs Eru heiti á ýmsum tegundum lítilla nagdýra af músaætt. Þekktasta músategundin er húsamús sem býr í sambýli við menn um allan heim. Mýs eru yfirleitt taldar meindýr, þótt þær séu einnig vinsæl gæludýr og mikið notaðar sem tilraunadýr við vísindarannsóknir.


Bjarndýr

Eru ætt rándýra. Einkenni bjarndýra er að þau eru sterk og éta næstum hvað sem er. Þó eru undantekningar, svo sem ísbjörninn sem nærist aðallega á selum og pandan sem nærist að mestu á bambus.

Íkornar

Eru vanalega lítil dýr allt frá afrískum dvergíkorna sem er 7-10 sm að lengd og aðeins 10 g yfir í múrmeldýr í Alpafjöllum sem verður 53-73 sm og 5 - 8 kg. Þeir eru vanalega mjóslegnir með loðið skott og stór augu og feldur þeirra er oftast mjúkur með silkiáferð. Íkornar hafa gott jafnvægis- skyn sem kemur sér vel þegar klifrað er í trjám.


Aðalbjörg Ósk

Almar Örn

Arnar Ingi

Ásdís Lilja


Bergrún Björk

Betsý Ásta

Birgitta Ýr

Brynja Ýr

Elmar Aron

Esther Júlía

Eyþór Ingi

Guðlaugur Ómar

Halla Karen

Hulda Björk

María Rán

Melkorka Mjöll

Orri

Ísak Helgi

Jón Arnar

Perla Sóley

Sesselja Ósk

Sigurður Smári

Tara Sól

Valur Axel


Broddgeltir Krákur og hrafnar Tilheyra ætt hröfnunga sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru krákur og hrafnar.

Eru spendýr sem einkennast af broddum á baki og telst til ættarinnar Erinaceinae. Til eru sautján tegundir af broddgöltum af fimm ættkvíslum sem fyrirfinnast í hluta Evrópu, Asíu, Afríku og á Nýja Sjálandi. Villtir broddgeltir finnast hvorki í Ástralíu né Norður- og Suður-Ameríku. Líkt og mörg spendýr, lifa broddgeltir á skordýraáti á næturna.

Uglur Eru ættbálkur ránfugla sem telur um 222 tegundir. Uglur eru yfirleitt einfarar og næturdýr sem lifa á skordýrum, litlum spendýrum og öðrum fuglum þótt sumar tegundir séu sérhæfðar í að veiða fisk.


Á bakvið tjöldin Höfundur:

Thorbjorn Egner

Þýðandi:

Hulda Valtýsdóttir

Styrktaraðilar

Þýðandi söngtexta: Kristján frá Djúpalæk Leikstjóri:

Gunnar Helgason

Tónlistarstjóri:

Sigurður Smári Hansson

Píanóundirleikur:

Guðmundur Hermannsson

Söngstjóri:

Halla Karen Guðjónsdóttir

Leikmyndahönnun:

Davíð Örn Óskarsson

Sviðsvinna: Arnar Helgason, Davíð Örn Óskarsson, Sigurður Smári Hansson Brúðugerð : Jón Bjarni Ísaksson og Ásdís Erla Guðjónsdóttir Búningahönnun: Ásdís Erla Guðjónsdóttir, Hildur Harðardóttir Búningaaðstoð: Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sara Dögg Gylfadóttir Ljósahönnun :

Þórhallur Arnar Vilbergsson

Tæknimenn: Arnar Helgason, Þórhallur Arnar Vilbergsson Leikmunir: Arnar Helgason Davíð Örn Óskarsson Ásdís Erla Guðjónsdóttir Hópurinn. Tannsmiður:

Bjarni Jónsson

Hár og förðun: Sólborg Guðbrandsdóttir Sigríður Guðbrandsdóttir Hópurinn Myndir í leikskrá:

Davíð Örn Óskarsson

Hönnun og umbrot: Grafíksmíði

svooogott


f a r i d n y M ĂŚfingum


Takk fyrir komuna og endilega syngdu með!

Sérstakar þakkir: Menningarráð Reykjanesbæjar Reykjanesbær Rauði krossinn Guðjón B. Baldvinsson Jóhanna Lilja Guðjónsdóttir Fjölskyldur og aðstandendur þátttakenda


SNJALLÖRYGGISAPPIÐ ER NÝ LAUSN FYRIR HEIMILI - öryggiskerfi sem þú hefur í hendi þér. Þú getur stýrt Snjallörygginu þínu hvar og hvenær sem er og búið til þínar eigin snjallreglur. Með Snjallöryggisappinu getur þú:

Gert öryggiskerfið virkt og óvirkt

Fylgst með hvort hurðir séu opnar

Fylgst með hitastigi

Opnað fyrir myndavélar og upptökur

Fylgst með reykskynjara

Fengið tilkynningu um vatnsleka

Stjórnað lýsingu með snjallperum

ÞÚ STJÓRNAR VIÐ VÖKTUM SNJALLÖRYGGI Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400 – Nánar á oryggi.is

Stjórnað raftækjum


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.