Íbúinn 5. mars 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

7. tbl. 15. árgangur

5. mars 2020

Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir gamanleikinn: gamanleikinn

BÓT OG BETRUN

Eftir Michael Cooney - Hörður Sigurðarson þýddi - Leikstjóri Ármann Guðmundsson

Frumsýning Lyngbrekku sunnud. 8. mars 2020 kl. 20:30

2. sýning fimmtudaginn 12. mars kl. 20:30 3. sýning föstudaginn 13. mars kl. 20:30 4. sýning sunnudaginn 15. mars kl. 20:30 Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com Miðaverð kr. 3.000 - Aldraðir og öryrkjar kr. 2.500 - Yngri en 12 ára kr. 1.500 Veitingasala á sýningum - Posi á staðnum


fi 5/3-10:30 Safnahús Borgarfjarðar; Fyrirlestur Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur um heilsu og næringu ungbarna fi 5/3-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi fi 5/3-20:00 Landnámssetur; Stuttmyndin: Dagur í lífi Palla Egils fö 6/3-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Söngleikirnir„Litla ljót“ og„Ávaxtakarfan“ síðasta sýning fö 6/3-18:00 Borgarbraut 65a; Leikhúsferð FEBBN la 7/3-9:00 Faxaborg; Fyrsta mótið í KB mótaröð Borgfirðings la 7/3-10:30 B59 Hótel; Súpufundur Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sérstakur gestur fundarins. Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð ræðir sveitarstjórnarmálin. la 7/3-20:00 Brúarás; Góugleði su 8/3-13:00 Borgarnes; Æfingabúðir í blaki su 8/3-20:30 Lyngbrekka; Bót og betrun - frumsýning má 9/3-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Hamar - mfl karla þr 10/3-17:00 Olís Borgarnesi; Aðalfudnur Grímshúsfélagsins mi 11/3-19:15 KR-Skallagrímur - mfl kvenna fi 12/3-10:00 Safnahús Borgarfjarðar; Myndamorgunn fi 12/3-19:15 Höttur-Skallagrímur mfl karla fi 12/3-19:30 Safnahús Borgarfjarðar; Aldís Arnardóttir listfræðingur flytur fyrirlestur um Ásgerði Búadóttur, líf og listferil. fi 12/3-20:30 Lyngbrekka; Bót og betrun fö 13/3-19:00 Faxaborg; Slaktaumatölt Vesturlandsdeildarinnar fö 13/3-20:30 Lyngbrekka; Bót og betrun la 14/3 Hjálmaklettur; Fyrirtækjakynning Rótarýklúbbs Borgarness su 15/3-14:00 Skátahúsið Skalló; Aðalfundur Skátafélags Borgarness Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ Finnur þú 10 villur?

Umsjón: Hanna Ágústa Svör: (að ofan og niður) - skuggamynd fisks - loftbólur - loftbólur Svör: (að ofan og niður) fugl - veggur - fugl - bygging í - kórall - fálmari munnsvipur fisksins bakgrunni - hár ákolkrabbans konu - grein- hægra meginrauða - veggur undir glugga - fatasnúra stærð kórals - bíll - kórall í vinstra horni - kóralarmar fremst

Viðburðadagatal

Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins og Lilja Björg Ágústsdóttir starfandi sveitarstjóri skrifa undir viðauka við sorphirðusamning. Mynd: Kristján Gíslason

Breyting á sorphirðu í Borgarbyggð Fyrirhugað er að breytingar verði á sorphirðu í Borgarbyggð um næstu mánaðamót. Þá hefst söfnun á lífrænum úrgangi frá öllum heimilum í sveitarfélaginu. Lífrænn úrgangur verður tekinn mánaðarlega yfir veturinn en á tveggja vikna fresti yfir sumarið. Gráa tunnan verður tæmd einu sinni í mánuði en hefur verið tæmd á þriggja vikna fresti. Það er Íslenska Gámafélagið sem mun sjá um söfnun lífræns úrgangs í Borgarbyggð. Á fundi byggðaráðs

Borgarbyggðar þann 27. febrúar sl. skrifuðu Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins og Lilja Björg Ágústsdóttir starfandi sveitarstjóri undir viðauka við sorphirðusamning við Íslenska Gámafélagið í samræmi við þetta. Verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 12. mars næstkomandi. Lífræni úrgangurinn verður fluttur á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins, þar sem hann verður jarðgerður og úr honum framleidd molta.

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta sími 437 2360


ÍBÚINN

fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320, 342 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360

Heilsa og næring ungbarna Ebba Guðný Guðmundsdóttir Fimmtudaginn 5. mars kl. 10.30 - Héraðsbókasafn Borgarfjarðar Ebba Guðný Guðmundsdóttir, bókaútgefandi, heilsukokkur, fyrirlesari og umsjónarmaður þáttanna Eldað með Ebbu heldur fræðsluerindi um heilsu og næringu ungbarna. Þar fer hún yfir mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga þegar byrjað er að gefa litlu barni að borða og öll fjölskyldan mun njóta góðs af. Allir velkomnir

Fræðsluerindið verður í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Ókeypis aðgangur.

Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Hópurinn sem tekur þátt í söngleikjum Tónlistarskóla Borgarfjarðar nú í mars.

Mynd: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir

Söngleikjasýning í Tónlistarskólanum Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir atriði úr Litlu Ljót og Ávaxtakörfunni núna í byrjun mars. Sýningarnar eru í sal skólans og verður síðasta sýningin á morgun föstudaginn 6. mars kl. 18:00. Þessir tveir söngleikir eiga

það sammerkt að fjalla um einelti og að skilja útundan. En allt fer vel ef við vinnum saman sýnum náungakærleika. ´ Alls taka 18 nemendur þátt í sýningunni sem eru á aldrinum 5-12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri er

tónlistarstjóri sýningarnar og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikstjóri. Birna Þorsteinsdóttir leikur með á píanó. Miðapantanir í síma 864 2539 eða á netfangið tonlistarskoli@ borgarbyggd.is – ekki posi á staðnum.

Dagur í lífi Palla Egils

Í kvöld kl. 20.00 gefst tækifæri til að sjá stuttmyndina Dagur í lífi Palla Egils á Sögulofti Landnámsetursins. Sýningin er öðrum þræði fjáröflun fyrir stelpurnar í Meistaraflokki Skallagríms. Það er bróðurdóttir Palla, Gunnhildur Lind Hansdóttir sem tók myndina upp og klippti sem skólaverkefni. „Hugmyndin kom í ljósmyndanáminu mínu í Tækniskólanum. Við áttum að gera myndbandsverkefni

og sýna eitthvað frá upphafi til enda. Fyrsta sem mér datt í hug af einhverjum ástæðum var að elta Palla frænda einn dag með myndavél og klippa efnið saman,“ segir hún í samtali við Íbúann. Gunnhildur elti Palla frænda sinn í einn dag snemma árs 2018, frá kl. 6.30 um morguninn og fram á kvöld. Hún segir að það hafi aldrei verið ætlunin að sýna myndina sérstaklega þar sem hún hafi litið á hana sem skólaverkefni. „Við nemendurnir sýndum auðvitað okkar verk í kennslustund. Það var svo haft samband við mig frá forsvarsfólki Borgarnes Film Freaks kvikmyndahátíðinni og vildu fá að sýna svona „local“

mynd á kvikmyndahátíðinni. Það kom skemmtilega á óvart og ég samþykkti það, svo hún var „frumsýnd“ ef út í það er farið á Borgarnes Film Freaks í janúar 2019, og viðtökurnar fóru alveg fram úr væntingum,“ segir Gunnhildur. Það var ekkert mál að fá kvikmyndastjörnuna til að samþykkja. „Palli er bróðir pabba og hann Palli hefur alltaf verið til staðar frá því ég man eftir mér. Okkur líður vel í kringum hvort annað svo þetta var bara eins og hver annar dagur. Ef eitthvað, þá held ég að honum hafi þótt athyglin skemmtileg, að láta elta sig með myndavél, og þótti gaman að útskýra mig þennan dag þar sem ég var eins og skugginn hans.“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.