íbúinn 21. apríl

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

6. tbl. 16. árgangur

21. apríl 2021

Steiktur þorskhnakki Með sveppa risotto og beurre blanc

Í tilefni sumarkomu bjóðum við glæsilegan þriggja rétta matseðil sem njóta má á staðnum eða taka með heim

Grillaðar lambarifjur Með bökuðu blómkáli, grænmeti, epli, möndlum og jógúrt mintusósu Frönsk súkkulaðikaka Með saltkaramellu sósu Kr. 4900

Föstudag - 23.apríl Laugardag - 24.apríl Sunnudag - 25.apríl Sími: 555-1400

Rótarýklúbbur Borgarness safnar til kaupa á stafrænum þjálfunarbúnaði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Enn er tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki að taka þátt í söfnunarátaki Rótarýklúbbs Borgarness til kaupa á stafrænum þjálfunarbúnaði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Söfnunarreikningur er í Arion banka: 0354-03-400624 kt. 530586-2009.

Tökum myndarlega á en söfnuninni lýkur innan skamms.


BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Lárétt 3 - Tré sem teygir rætur sínar í gegnum allan heiminn 5 - Ættfaðir ása 6 - Mestu óvinir goðanna 8 - Þriðji sumarmánuður norræna tímatalsins 9 - Rit eftir Snorra Sturluson 10 - Sumardagurinn fyrsti er alltaf á ____ 11 - Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur ___ í gamla norræna tímatalinu 12 - Heimsendir í norrænni goðafræði

Lóðrétt 1 - Goðin skiptast í tvær fylkingar, æsi og ___ 2 - Annað nafn fyrir Jörmungandur 4 - Frumrýmið fyrir tilurð heimsins í norrænni Goðafræði 7 - Dóttir þrumuguðsins Þórs og gyðjunnar Sifjar

Sóknaráætlun styður viðburði

Sóknaráætlun Vesturlands hefur ákveðið að styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi nú árið 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrirvara í fyrra og skipti miklu máli fyrir viðburðahald á Vesturlandi sumarið 2020, segir í tilkynningu frá Sóknaráætluninni. Hér er einungis um að ræða samstarf um litla viðburði sem eiga sér stað einu sinni, eða það sem einnig er kallað pop up viðburði. Viðburðirnir skulu fara fram á Vesturlandi á tímabilinu 15. apr. – 15. nóv. 2021 Allir samstarfssamningar fela í sér að MSV kynnir viðkomandi viðburð með

því að setja viðburðinn inn í viðburðadagatal Vesturlands og deila auglýsingum og facebook viðburði á samfélagsmiðlum. Auk þess er möguleiki fyrir framkvæmdaaðila viðburðarins að óska eftir fjárframlagi til viðburðahaldsins í samstarfssamningnum. Fjárframlagið getur verið á bilinu 25 – 100 þúsund krónur fyrir hvern viðburð. Hver aðili getur sótt um samstarf um fleiri en einn viðburð á ári en aldrei eru gerðir samningar við sama aðila um hærri fjárupphæð en 500 þúsund krónur á ári. Hvort sem aðili starfar í skapandi greinum, ferðaþjónustu eða vill bara leggja sitt að mörkum inn í viðburðadagskrána á Vesturlandi, þá getur hann

fyllt út beiðni um samstarf, þar sem gerð er grein fyrir þeim viðburði sem viðkomandi vill standa fyrir. Stýrihópur SSV/ MSV um viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021 mun fjalla um öll verkefni sem óskað er eftir samstarfi um og gera tillögu að samstarfssamningi vegna þeirra viðburða sem falla að þessu verkefni. „Við trúum því að nú fari að létta „kóvinu“ en vegna Covid19 hefur kreppt verulega að bæði hjá aðilum sem starfa í menningu og listum og einnig hjá ferðaþjónustuaðilum,“ segir í tilkynningu. Verkefninu er ætlað að styðja bæði við skapandi greinar og listafólk á Vesturlandi en einnig að efla menningarstarf og listviðburði til að laða fólk að landshlutanum.


Aðgerðir vegna Covid 19 í Borgarbyggð Þessar aðgerðir eru í gildi frá og með 15. apríl sl. vegna Covid-19, en þá var dregið úr samkomutakmörkunum frá því sem verið hafði. Áætlað er að þessar aðgerðir gildi til og með 6. maí nk. en það er mikilvægt að fylgjast með tilkynningum frá yfirvöldum ef breytingar verða. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast nú við 20 einstaklinga, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Almenn nálægðarmörk eru tveir metrar. Hér eru þær reglur sem eiga við í Borgarbyggð. Skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskóla Skólastarf í grunn- og tónlistarskólanum verður áfram með breyttu sniði. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum. Skólastarf í leikskóla verður með hefðbundnu sniði. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum. Starfsemin verður með hefðbundnu sniði í frístund og Félagsmiðstöðinni Óðali. Íþróttamiðstöðvar Íþróttamiðstöðvar opna með breyttu sniði en einungis er leyfður helmingur af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Líkamsræktarstöðin opnar á ný að uppfylltum ítarlegum

skilyrðum. Eingöngu er heimilt að hafa opið fyrir hóptíma á fyrirfram ákveðnum tímum sem eru í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðva. Þjálfarar eru beðnir um að hafa samband í síma 433-7140. Hver tími er að hámarki 60 mínútur og viðvera hvers iðkanda í húsi er aldrei lengri en 90 mínútur. Starfsemi Öldunnar verður með hefðbundnu sniði og sama gildir um félagsstarf aldraðra en þar verður gætt að fjöldatakmörkunum sem miðast við 20 einstaklinga í senn. Starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar verður með hefðbundnu sniði en þar verður einnig gætt að fjöldatakmörkunum. Ráðhúsið Ráðhús Borgarbyggðar verður áfram lokað. Öll viðtöl fara fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað nema í undantekningartilfellum. Íbúar eru beðnir um að pantað viðtal í síma 433-7100. Á vefsíðu Borgarbyggðar eru nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins. Minnt er á að símatími byggingarfulltrúa er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:30 – 11:30. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bygg@borgarbyggd. is Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugasta vörnin við veirunni er að huga að

einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig. Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur þá um næstu skref. Í tilkynningu frá Borgarbyggð eru íbúar beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem skert þjónusta kann að valda, en þar kemur fram að reynt er að halda uppi eins háu þjónustustigi og hægt er.

Frestur til að sækja um styrk til fasteignaskatts að renna út Félög og félagasamtök geta sótt um styrk til Borgarbyggðar til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2021 en umsóknarfrestur rennur út 1. maí nk. Umsóknum er skilað í gegnum heimasíðu Borgarbyggðar eða til sviðsstjóra fjármálasviðs. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.


Ekur vörum heim að dyrum daglega úr Reykjavík Eggert E Ólafsson hefur nú í rúmt ár rekið flutningaþjónustu sem hann kallar Borgarnes skutluna. Hann fer daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness, auk þess að fara á Hvanneyri og í uppsveitir Borgarfjarðar. „Ég held að það sé það sem menn sækjast eftir, ég sæki vöruna og kem henni í hendur viðtakenda samdægurs.“ Eggert er með tvo bíla í rekstri og notar þann sem hentar hverju sinni. „Ég er svolítið bundinn af þyngdinni, þetta eru bara venjulegir sendibílar og ég geri út á það. Þannig að ég er mest í minni sendingum. Húsgögnum, rúmum, ísskápum, þvottavélum

Eggert E Ólafsson við annan af bílum sínum.

Mynd: Olgeir Helgi

o.s.frv. Það hefur verið svolítið um það á þessum covid tímum að menn eru að gera og græja heima hjá sér og skipta út ýmsu dóti.“ Hann segir að fyrirtækin í Borgarnesi séu stærsti

viðskiptahópurinn en einstaklingunum sé alltaf að fjölga og bændurnir í uppsveitunum séu að koma sterkir inn líka. „Þetta hefur farið vaxandi með hverjum mánuðinum sem líður,“ segir Eggert.

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.