Íbúinn 26. mars 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

5. tbl. 16. árgangur

11. mars 2021

Lífræn slátrun í Brákarey

Sláturhús Vesturlands er í fullum rekstri í Brákarey og þar er nú slátrað stórgripum flesta fimmtudaga. Einnig var slátrað sauðfé í síðustu viku og verður fé slátrað aftur eftir páska. „Rekstrarfélagið Sláturhús Vesturlands sem nú starfar er í húsnæði sem er í eigu einkaaðila. Þar er rekstur í fullum gangi,“ segir Eiríkur Blöndal stjórnarformaður í samtali við Íbúann. Brákarey hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu vegna lokunar gömlu sláturhúsbygginganna sem á árum áður hýstu sauðfjársláturhús. Sú lokun á ekki við starfsemi Sláturhúss Vesturlands. „Sláturhúsið er fyrst og fremst þjónustusláturhús, en framleiðir einnig fyrir samstarfsaðila, þá sérstaklega í veitingageiranum. Vaxandi fjöldi bænda hefur líka nú í vetur komið með, eða hafa í hyggju að koma með nautgripi sem þeir láta vinna í hæfilegar einingar fyrir sitt fólk – nær og fjær,“ segir Eiríkur. Á vefsíðu sláturhússins, www.slaturhus.is og á Facebook er hægt að lesa um sláturdaga og kynna sér þær vörur sem eru í boði. „Margir gleðjast yfir að geta fengið vörur úr héraði, ekki síst nautakjöt sem er víða, eftir að innflutningur jókst verulega - af

Lífræn vottun Sláturhúss Vesturlands í Brákarey Borgarnesi í lok síðasta árs. Guðjón Kristjánsson rekstrarstjóri, Helgi Rafn Gunnarsson frá Biobú og Anna Dröfn sem annast gæðaeftirlit og dagleg samskipti sláturhússins.

nokkuð óljósum uppruna. Nýlega fékk fyrirtækið vottun til að vinna lífrænar afurðir og segir Eiríkur það kærkomna viðbót við þá starfsemi sem þegar sé fyrir hendi. „Neytendur sækja í að vita meira um matinn og veitingastaðir vilja gjarnan geta boðið upp á mat úr héraði. Neytendur vilja heyra hvernig maturinn verður til og hvernig samfélagið tengist matvælaframleiðslunni. Það þarf heldur ekki miklar reiknikúnstir eða mokstur ofan í skurði til að sannfærast um að

matur sem þarf ekki að ferðast mjög mikið á sinni leið hlýtur að hafa heldur minna kolefnisspor. Nú er því svo komið að menn hafa aftur trú á úrvinnslu afurða í Borgarnesi, enda má segja að það sé hefð fyrir henni þar. Krafa allra samfélaga er að þau verði meira sjálfbær og það á ekki síst við um mat,“ segir Eiríkur og bendir á að lítið sláturhús sé upplagður vettvangur ýmiss konar þróunarvinnu. Á vegum sláturhússins er m.a. verið að láta súta gærur og leður til að markaðsfæra hérlendis og erlendis.


BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Ný verk Sýning á verkum Sigríðar Ásgeirsdóttur 29.03. - 7.5. 2021 Mánudagurinn 29. mars er upphafsdagur nýrrar sýningar sem nefnist Ný verk Þar má sjá verk eftir listakonuna Sigríði Ásgeirsdóttur sem á sterk tengsl við Borgarfjörð og heldur nú sína fyrstu einkasýningu á heimaslóð.

Sýningin er í Hallsteinssal. Ekki verður um formlega opnun að ræða vegna aðstæðna en stefnt er að því að auglýsa viðveru listamannsins síðar. Verið velkomin

Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er 13.00-18.00 virka daga. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum.

Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is


0HQQLQJDUVMÚ©XU %RUJDUE\JJ©DU DXJOäVLU HIWLU XPVÚNQXP 7LOJDQJXU VMÚ©VLQV HU D© HIOD PHQQLQJX Õ %RUJDUE\JJ© RJ HU VÑUVWÜN U NW OÜJ© YL© JUDVUÚW Õ PHQQLQJDUOÕIL /ÜJ© HU ÊKHUVOD Ê D© VW\UNMD HLQVWDNOLQJD RJ IÑODJDVDPWÜN Õ %RUJDUE\JJ© 8PVÚNQLQQL ¤DUI D© I\OJMD VXQGXUOL©X© NRVWQD©DUÊ WOXQ I\ULU YHUNHIQL© ÊVDPW JUHLQDUJHU© 6W\UN¤HJDU VÕ©DVWD ÊUV HUX PLQQWLU Ê D© VNLOD LQQ VNäUVOX XP IUDPJDQJ RJ ORN YHUNHIQLV I\ULU Q VWX VW\UNYHLWLQJX 6NäUVOXVNLO HUX VNLO\U©L I\ULU VW\UNYHLWLQJX WLO QäUUD YHUNHIQD 6PV NMHQGXU FSV IWBUUJS WLO D© N\QQD VÑU UHJOXU VMÚ©VLQV Ê©XU HQ XPVÚNQ HU OÜJ© LQQ 6ÚWW HU XP UDIU QW Õ JHJQXP ¤MÚQXVWXJÊWWLQD LQQ Ê ERUJDUE\JJG LV 8PVÚNQDUIUHVWXU HU WLO BQSÓM OL 1ÊQDUL XSSOäVLQJDU YHLWLU 0DUÕD 1HYHV PDULD QHYHV#ERUJDUE\JJG LV H©D Õ VÕPD


Vallarstjóri ársins Jóhannes Ár manns son vallarstjóri á Golfvelli Golfklúbbs Borgarness (GB) á Hamri var kjörinn vallarstjóri ársins á árlegri ráðstefnu Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) á Íslandi nú í marsmánuði. Hamarsvöllur er glæsilegur golfvöllur og jafnframt aðgengilegt og ákjósanlegt útivistarsvæði. Í frétt frá GB segir að þetta sé frábær viðurkenning fyrir þau góðu störf sem Jóhannes hefur unnið á Hamarsvelli og að Jóhannes hafi komið Hamarsvelli á stað með bestu völlum á Íslandi.

Stóra upplestrarkeppnin Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk lauk formlega á Vesturlandi þann 18. mars sl. með upplestrarhátíð í Laugargerðisskóla. Þar komu saman, auk heimamanna, fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla og Heiðarskóla en hver skóli valdi tvo til þrjá fulltrúa til þátttöku. Að þessu sinni voru lesnir kaflar úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi

Sævarsdóttur og ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Auk þess fluttu þátttakendur ljóð að eigin vali. Fyrstu þrjú sætin hrepptu þau Aldís Tara Ísaksdóttir Heiðarskóla, Þorsteinn Logi Þórðarson Grunnskólanum í Borgarnesi og Steinunn Bjarnveig Eiríksdóttir Blöndal Grunnskóla Borgarfjarðar. Að vanda reyndist ekki auðvelt að velja sigurvegarana þar sem allir keppendur stóðu sig með miklum ágætum segir í frétt.

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.