Íbúinn 13. febrúar

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

4. tbl. 15. árgangur

13. febrúar 2020

Söfnun fyrir lyftu í þjónustubíl

Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu og Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra við undirritunina.

Snorrastofa sér um rannsóknir á ritmenningu

Snorrastofu í Reykholti hefur verið falin dagleg umsýsla með verkefninu Ritmenning íslenskra miðalda (RÍM). Stofnskrá þess var undirrituð í Reykholti í ágúst 2019 en ríkisstjórn Íslands stofnaði til RÍM í tilefni af því að liðin voru 75 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Síðasta laugardag skrifuðu þau Lilja D. Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra, og Bergur Þorgeirsson undir viðauka við rekstrarsamning Snorrastofu og ríkisins, sem gildir næstu fimm árin. Fór athöfnin fram í Snorrastofu í Reykholti. Meginmarkið RÍM-verkefnisins er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi

þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Rannsóknirnar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði. Reiknað er með að 35 milljónum kr. verði árlega veitt til verkefnisins í fimm ár frá og með árinu 2020. Yfirstjórn verkefnisins er hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem auglýsir innan skamms eftir umsóknum um styrki. Þegar umsóknir hafa borist skipar ráðuneytið úthlutunarnefnd. Hún gerir tillögur til ráðherra mennta- og menningarmála sem úthlutar styrkjum að höfðu samráði við forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

Hafin er söfnun fyrir lyftu í þjónustubíl fatlaðra sem starfræktur er í Borgarbyggð. Kvenfélag Borgarness er bakhjarl söfnunarinnar. „Ég hef keyrt bæði að sumri sem og vetri til og þá fann ég vel hvað munar um að hafa ekki lyftu. Það getur t.d. snjóað inn í bílinn og á rampinn sem við það verður oft sleipur og þar af leiðandi hættulegur. Auk þess væri öruggara að hafa lyftu, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Bílinn er frekar hár og því getur verið erfitt að komast upp í hann með góðu móti og tekið á í sumum aðstæðum. Lyfta myndi sannarlega létta öllum lífið,“ segir Snjólaug Soffía Óskarsdóttir sem er ein þeirra sem starfar á þjónustubílnum. Lyftan sem er á myndinni kostar um 850 þúsund krónur íkomin og er til á lager hérlendis. Söfnunarreikningurinn er 0326-26-3121 kt. 700169-4809.


mi 12/2-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist fi 13/2-10:00 Safnahús Borgarfjarðar; Myndamorgunn fi 13/2-17:00 Hátíðarsal Brákarhlíðar; Alzheimerkaffi. Gestur: Eliza Reid fi 13/2-19:30 Safnahús Borgarfjarðar; Sigurður Már Einarsson flytur erindi um lífríki borgfirsku ánna fi 13/2-20:15 Laugardalshöll; Bikarundanúrslit: Skallagrímur-Haukar fö 14/2-16:00 Brákarhlíð; 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Borgarfjarðar la 15/2-19:30 Hjálmaklettur; Þorrablót Körfuknattleiksdeildar Skallagríms má 17/2-19:15 Snæfell-Skallagrímur - mfl karla mi 19/2-19:15 Valur-Skallagrímur mfl kvenna mi 19/2-20:00 Snorrastofa; Kvæðamannafélagið Snorri heldur opinn fund og æfingu þriðja miðvikudag í hverjum vetrarmánuði fi 20/2-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Vestri - mfl karla fi 20/2-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi su 23/2-16:00 Haukar-Skallagrímur mfl kvenna su 23/2-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Selfoss - mfl karla mi 26/2-19:15 Grindavik-Skallagrímur - mfl kvenna fi 27/2-19:15 Selfoss-Skallagrímur mfl karla má 2/3-18:00 Borgarnes; Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst má 2/3-20:00 Snorrastofa; Námskeið: Sturla Þórðarson og Sturlunga. Kveðskapur í íslendingasögu Sturlu þr 3/3-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Frumsýning á söngleikjunum„Litla Ljót“ og„Ávaxtakarfan“ mi 4/3-18:00 Tónlistarskóli Borgarfjarðar; Önnur sýning:„Litla Ljót“ og„Ávaxtakarfan“ mi 4/3-19:15 Íþróttamiðstöðin; Skallagrímur-Snæfell - mfl kvenna fi 5/3-20:00 Snorrastofa; Prjóna-bókakaffi Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ Finnur þú 10 villur?

Umsjón: Hanna Ágústa

Svör: (að ofan og niður) - skuggamynd fisks - loftbólur - loftbólur - kórall - fálmari kolkrabbans - munnsvipur rauða fisksins stærð kórals - bíll - kórall í vinstra horni - kóralarmar fremst

Viðburðadagatal

Leikhúsferð Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni

Sex í sveit Leikhúsferð í Borgarleikhúsið föstud. 6. mars kl. 20:00 Farið frá Borgarbraut 65 a, kl. 18.00 Verð aðgöngumiða fyrir félagsmann kr. 5.000 Verð aðgöngumiða fyrir utanfélagsmann kr. 5.750 FEBBN greiðir rútuferðina. Panta þarf miða hjá skemmtinefnd í síðasta lagi miðvikudaginn 19. febrúar. Símar skemmtinefndar: 893-1151, 892-4110 og 896-4722. Sækja þarf miðana og greiða þá fimmtudaginn 27. febrúar í félagsstarfið milli kl. 14:00 og 15:00. Skemmtinefnd FEBBN


Námskeið til aukinna ökuréttinda Meiraprófsnámskeið til allra réttindaflokka verður haldið í Borgarnesi og hefst 2. mars n.k. kl. 18.00 Námstími er á kvöldin og laugardögum Nánari upplýsingar veitir Svavar í síma 822 4502


SKIPULAGSAUGLÝSING HJÁ BORGARBYGGÐ Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 193. fundi sínum þann 10.01. 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu, skv. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010: Engjaás í Munaðarnesi í Borgarbyggð – lýsing á tillögu að deiliskipulagi. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar er innan frístundasvæðis F61, í landi Munaðarness. Í tillögu er gert ráð fyrir tveimur frístundahúsalóðum. Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 16. mars 2020. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 14. febrúar til 16. mars 2020 og á www.borgarbyggd.is.

Sigurður Már Einarsson Laxastofnar í Borgarfirði Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19.30 flytur Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur fyrirlestur í Safnahúsi. Þar fjallar hann um veiðinýtingu, líffræði og framtíð laxastofna í Borgarfirði. Sigurður er fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun með starfsstöð á Hvanneyri. Hann býr að langri reynslu af rannsóknum á lífríki borgfirsku ánna og verður fróðlegt að heyra erindi hans. Allir velkomnir Fyrirlesturinn er á fagsviði Náttúrugripasafns Borgarfjarðar. Hann er á efri hæð Safnahúss, gengið inn um aðalinngang. Framsagan tekur um klukkutíma, svo verður spjallað og heitt á könnunni. Allir velkomnir. Vakin er athygli á að sama dag kl. 10.00 er Myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafnsins skv. fyrri auglýsingu.

EEE

Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi, 433 7200 Verði breytingar á dagskrá verður það kynnt á www.safnahus.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.