Íbúinn 20. maí 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

13. tbl. 15. árgangur

20. maí 2020

Eldur í illfæru Grábrókarhrauni Um hundrað manns börðust í hartnær tólf tíma við mikinn gróðureld sem geysaði í Grábrókarhrauni í Norðurárdal á mánudagskvöldið. Sigurður Leopoldsson í Hraunbæ varð fyrstur var við eldinn og tilkynnti Bjarna Þorsteinssyni slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um hann. Upptökin virðast hafa verið við Gæsahólma skammt neðan Paradísarlautar. Bjarni segir nánast all sitt lið frá Slökkviliði Borgarbyggðar hafa komið að slökkvistörfum ásamt mannskap og tækjum bæði frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og

Slökkviliði Suðurnesja. Einnig var mannskapur og tæki frá Björgunarsveitunum Heiðari,

Ok og Brák og bændum. Bjarni telur sígarettuglóð líklegustu eldsupptökin.

Hér er hluti slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna að bera búnað í grófu og illfæru apalhrauninu frá svæði þar sem búið er að slökkva eldinn að öðru svæði þar sem enn logar. Myndir: Olgeir Helgi


mi 20/5-20:00 Kvöldmolar, lokaþáttur í beinni útsendingu á vefnum. Lokaþáttur kvöldmola verður í beinni á http:// kvikborg.is Skemmtilegir gestir og hljómsveitin Bland heldur uppi stuðinu la 30/5-20:00 Vogur sveitasetur Fellsströnd; Söngstirnin knáu, þau Már og Íva ætla að standa fyrir hvítasunnugleði. Boðið verður upp á léttan matseðil og gleði. Frítt inn! fi 11/6-13:00 Safnahús Borgarfjarðar; Sýningin 353 andlit verður opin í allt sumar. Mannlíf í Borgarnesi á fyrri hluta níunda áratugarins séð með augum Helga Bjarnasonar frá Laugalandi, fréttaritara og blaðamanns. Sýningin verður opnuð í kyrrþey. fö 19/6-16:00 Borgarnes; Landsmóti UMFÍ 50+ sem til stóð að halda í Borgarnesi hefur verið frestað til næsta árs.

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Hver línuþrenninganna (1-5) er í röngum litum? Vísbending: Tveir litir

Viðburðadagatal


SKIPULAGSAUGLÝSING HJÁ BORGARBYGGÐ Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 197. fundi sínum þann 08.04.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 31 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Mörk skipulagsreita breytast í Í5, sem minnkar vestan kirkjugarðs og breytist í opið svæði. Reitir Í4 og Þ1 stækka. Reitur M1 minnkar sem nemur lóð Borgarbrautar 63. Reitur O1 stækkar, sem nemur viðbót við landfyllingu. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 198. fundi sínum þann 14.05.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Borgarvogur í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi Svæðið er í raun nær fullbyggt, gert er ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið og nýjum stígum í tengslum við núverandi stígakerfi. Hlutar þeirra verða á fyllingum norðvestan við íþróttahús. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit austan við íþróttahús og við íþróttavöll. Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi Svæðið er að mestu leyti byggt (1963-1982). Að auki er lóð fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu og kirkjugarður Borgarness. Í gildi er deiliskipulag frá 2006 fyrir lóðirnar Borgarbraut 65 og 65A og deiliskipulag frá árinu 2007 fyrir fjölbýlishús að Kveldúlfsgötu 29. Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðamörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega enduruppbyggingu. Skriflegum athugasemdum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 6. júlí n.k. Tillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 22. maí til 6. júlí 2020 og á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar getur kynnt tillögur þeim sem þess óska sérstaklega. Hægt er að senda tölvupóst á skipulag@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433 7100.


Frístundastyrkur Borgarbyggðar hækkar Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti tillögu fræðslunefndar um hækkun frístundastyrks á fundi 14. maí sl. sem hluta af aðgerðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 og verður hann í heildina kr. 40.000 framvegis á ári. Með hækkun frístundastyrksins vill sveitarstjórn Borgarbyggðar koma til móts

við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu og undirstrika um leið mikilvægi skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs sem hluta af daglegu lífi barna og ungmenna í heilsueflandi samfélagi. Frístundastyrkurinn er fyrir börn á aldrinum 6 - 18 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð og er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá félögum innan

Borgarbyggðar sem og í öðrum sveitarfélögum. Þeir foreldrar sem hafa nú þegar nýtt hluta af frístundastyrknum fyrir árið 2020 eiga þá inni mismuninn að kr. 40.000. Nánari upplýsingar um frístundastyrkinn má finna á heimasíðu Borgarbyggðar.

Hvalfjarðarsveit semur við Skógrækarfélagið Hvalfjarðarsveit hefur gert fimm ára samstarfssamning við Skógræktarfélag Skilmannahrepps. Í honum felst árlegur styrkur að fjárhæð kr. 300.000.þannig að Skógræktarfélagið geti á sem bestan hátt sinnt umhirðu, viðhaldi og framkvæmdum við skóginn sem er í forsjá félagsins í Álfholtsskógi og við Melahverfi. Á móti veitir Skógræktarfélagið íbúum sveitarfélagsins og Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar aðgang að skóginum til útivistar,

útikennslu og almennrar heilsubótar auk þess sem aukið samstarf verður um viðburði í skóginum, t.a.m. í tengslum við Hvalfjarðardaga sem haldnir eru árlega. Hvalfjarðarsveit og Skógræktarfélag Skilmannahrepps eru sammála um mikilvægi Álfholtsskógar sem útivistarsvæðis fyrir íbúa sveitarfélagsins og að þar verði starfræktur „opinn skógur“ sem er samstarfsverkefni skógræktarfélaga og styrktaraðila.

Áhersla er einnig lögð á að skógurinn sé eftirsóknarverður til útivistar með góðum gönguleiðum, áningarstöðum og aðgengilegu fræðsluefni um lífríki, plöntur og náttúru skógarins. Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru hvattir til að vera duglegir að heimsækja Álfholtsskóg og njóta þar alls þess sem skógurinn hefur upp á að bjóða. Frá þessu segir á vef Hvalfjarðarsveitar.

Eru útgáfumálin að kaffæra þig?

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.