Íbúinn 14. maí 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

12. tbl. 15. árgangur

14. maí 2020

Sauðburður er í fullum gangi þessa dagana og lömbin eru sviphrein og falleg þó þau séu nýlega mörkuð.

Mynd: Olgeir Helgi

Tónlistarskólanum færðar gjafir Hljómlistarfélag Borgarfjarðar gaf Tónlistarskóla Borgarfjarðar veglega gjöf nú á þriðjudaginn. Gjöfin er hugsuð til að efla unga og efnilega tónlistarmenn í Borgarbyggð og vekja hjá þeim enn meiri áhuga og auka ánægju í sínu námi. Einnig er um að ræða búnað sem getur komið sér vel við að koma starfi skólans á framfæri, jafnt til foreldra, nemenda og almennings, eftir því sem við á. Um er að ræða hljóð- og myndbandsupptökuvél sem einnig er hægt að nota til að streyma viðburðum og sneriltrommu ásamt stól og standi.

Þá gaf Tónlistarfélag Borgarfjarðar skólanum peningaupphæð til hljóðfærakaupa eftir áramótin þegar félagið hætti

formlega starfsemi. Það má með sanni segja að samfélagið sýni tónlistarskólanum stuðning og hvatningu.

Fulltrúar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar og Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þau Soffía Björg Óðinsdóttir, Ólafur Flosason, Sigurþór Kristjánsson, Þóra Sif Svansdóttir, Daði Georgsson, Gunnar Ringsted, Birna Þorsteinsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir. Mynd: Olgeir Helgi


Helgarnar eru til að leika sér Þórdís Sif Sigurðardóttir tók við sem nýr sveitarstjóri Borgarbyggðar nú í lok mars. Hún er flutt í gamla bæinn í Borgarnesi ásamt tveimur börnum sínum, níu ára dreng og tólf ára stúlku. „Við erum öll að fóta okkur í nýjum skóla eða vinnu og í nýju umhverfi, sem er krefjandi en skemmtilegt.“ Foreldrar Þórdísar eru Guðríður Þorvaldsdóttir sem starfaði sem dagmamma og í vefnaðarvörudeild KB og Sigurður Jóhann Geirsson rafvirkjameistari. Þórdís er því uppalin í Borgarnesi og byrjaði æfina á Þórólfsgötu en varð svo nýbúi með fjölskyldunni í Mávakletti. „Ég bjó í Borgarnesi þar til ég kláraði 10. bekk. Ég æfði badminton og frjálsar, ásamt fleiri íþróttum og talaði oft um íþróttahúsið sem mitt annað heimili. Ég vann nokkur sumur í Skallagrímsgarði sem á því svolítinn part í mínu hjarta. Sextán ára flyt ég til Reykjavíkur til að fara í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, en kem fyrstu sumrin eftir flutninga og vinn í kjötvinnslu KB, sem er svona okkar

Þórdís er mikil útivistarmanneskja.

fiskvinnsla. Eftir að ég klára stúdentsprófið tek ég smá tíma í styttra nám og á vinnumarkaði en kem svo aftur heim. Ég fer þá í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst og bý því í Norðurárdalnum árin 2001-2004. Að námi loknu fer ég að vinna hjá KPMG og kenni samhliða því á Bifröst. Á árunum 2010-2011 klára ég síðan master í lögfræði við Háskólann í Reykjavík samhliða vinnu. Árið 2013 leysi ég svo af sem sviðsstjóri lögfræðisviðsins við Háskólann á Bifröst í nokkra mánuði og flyt þá aftur í Borgarfjörðinn. Þá var ég komin með tvö börn og það var yndislegt að búa í svo stórbrotnu landslagi í góðu samfélagi á Bifröst.“ Þórdís hugsaði ekki með sér þegar hún var að alast upp að hún ætti eftir að verða sveitarstjóri í

Mynd: Bjargey Anna Guðbrandsdóttir

Borgarbyggð. „Það er svolítið skrítið hvernig lífið hefur einhvern veginn leitt mig áfram. Á Bifröst var unnið mikið í allskonar raunhæfum verkefnum í hópum þar sem við kynntumst mikið hóp- og teymisvinnu. Í náminu eru líka áfangar á ólíkum sviðum sem koma að stjórnsýslu og stjórnun stofnana eða fyrirtækja. Námið var góður undirbúningur en líka sú reynsla sem ég öðlaðist sem bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Sem bæjarritari vann ég náið með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum. Ég var starfandi bæjarstjóri í nokkra mánuði, þegar bæjarstjóraskipti stóðu yfir og er sú reynsla dýrmæt,“ segir hún. Þórdís tekur við starfi sveitarstjóra í miðjum heimsfaraldri og segir það hafa verið mjög skrítið að hafa ekki alla starfsmenn á svæðinu vegna veirunnar þar sem þeim hafi verið skipt niður í hópa í samræmi við viðbragðsáætlun. Hún hafi ætlað að funda með öllum stofnunum og hitta starfsmenn en það þurfi að bíða haustsins. „Það sem hefur líka verið mjög skrítið er að hafa ekki getað kíkt í heimsókn til fjölskyldunnar sem býr á svæðinu og ekki getað komið krökkunum almennilega í samband við nýja vini og félaga.“ En það hafi í raun ekki mikið komið á óvart. „Það var samt frábært að fá staðfest hversu gott starfsfólk starfar hjá sveitarfélaginu og hversu vel þau hafa náð að aðlaga starfsemi sína að breyttum aðstæðum,“ segir hún. Það er þó erfitt að vita ekki hvernig tekjur sveitarfélagsins


Mynd: Magnús B. Jóhannsson

sjósundsfólk og útivistarfólk sem hvetur til lýðheilsu. Allt þetta fólk og allir íbúar eru gríðarlega mikilvægir fyrir samfélagið okkar og vil ég hvetja alla til að taka þátt í samfélaginu okkar og láta ekki sitt eftir liggja.“ Þórdís segist hafa mjög gaman af alls konar hreyfingu

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Við hvaða staf fer örin út af kortinu? Vísbending: Litur = Átt

Hér er Þórdís í Daníelslundi, einni af perlum héraðsins.

muni þróast. „Því miður hefur aukið atvinnuleysi áhrif á helstu tekjustofna sveitarfélagsins, útsvar og jöfnunarsjóð. Borgarbyggð tók þá stefnu að vinna aðgerðir til viðspyrnu fyrir atvinnulífið í nokkrum skrefum og fara ekki óvarlega í rekstri sveitarfélagsins. Við viljum greina þörfina vel áður en lagt er út í aðgerðir sem nýtast jafnvel ekki þeim aðilum sem eru í mestri þörf. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og fyrirtæki og vinnum m.a. út frá upplýsingum sem þar koma fram. Búast má við að aðgerðaráætlun Borgarbyggðar verði sett fram í mörgum skrefum. Ég trúi því svo að atvinnulíf fari að dafna og ég vona að við náum að nýta þau tækifæri sem eru til staðar í uppbyggingu í sveitarfélaginu á komandi árum.“ Þórdís nefnir sérstaklega að henni þyki samtal og samstaða íbúa sveitarfélagsins hafa gengið ótrúlega vel. „Það er eitthvað sem mig langar að við höldum í. Höldum áfram að standa saman og gera Borgarbyggð enn betri til að búa í. Þetta flotta fólk sem litar bæinn lífi eins og Gunnhildur, Eygló, aðilar í kvikmyndafélaginu,

og útiveru. „Ég lærði það fyrir vestan að helgarnar eru til að leika sér og njóta útiverunnar en ekki til að skúra og baka kökur. Það er gaman að nýta þá náttúru sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða og hlakka ég til að hjóla, hlaupa, ganga og synda út um allt sveitarfélag. Baulan og Skessuhorn eru á listanum yfir markmið sumarsins. Ég hef stundað fjallahjól undanfarin ár og finnst mér það gríðarlega skemmtilegt, en auk þess stefni ég á þríþraut í sumar og er sjósundið partur af því plani,“ segir hún og bætir við: „Annars er aðaláhugamál fjölskyldunnar að fara inn í Einkunnir og nýta það flotta útivistarsvæði, hita sykurpúða og brauð og njóta snarksins í eldinum í faðmi trjánna.“ Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún vilji koma á framfæri við lesendur Íbúans svarar hún: „Borgarnes er happyness!“


FETUM STíGINN SAMAN!

REIÐMAÐURINN

Reiðmaðurinn er alhliða reiðnám fyrir hinn almenna reiðmann sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Verkefnisstjóri Reiðmannsins Hinrik Þór Sigurðsson hinrik@lbhi.is | 843 5377

REIÐMAÐURINN 2020-2022

Hestamiðstöðin Miðfossar í Borgarfirði Reiðkennari verður Haukur Bjarnason

endurmenntun.lbhi.is • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000

Léttu þér lífið Við prentum skýrslurnar fyrir þig og sendum hvert á land sem er

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.