Íbúinn 26. mars 2020

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

Aðstoð í boði Samfélagið tekst á við faraldurinn sem nú geysar af samhug og samkennd í þeim anda sem fram kemur á daglegum upplýsingafundum þríeykisins sem er í fararbroddi. Hópur einstaklinga í Borgarnesi hefur boðið fram aðstoð sína við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Listi yfir nöfn þeirra og símanúmer er hér til hliðar. Hópurinn hefur sent frá sér svohljóðandi texta: „Kæru grannar. Stöndum saman og hjálpumst að á meðan Covid 19 stendur yfir. Við settum saman lista af fólki sem er tilbúið að aðstoða eldra fólk og þá samborgara okkar sem ekki treysta sér í búðina eða annað sem fólk veigrar sér við nú á þessum skrítnu tímum. Hringdu í eitthvert okkar og við munum aðstoða þig. Með samkennd og kærleik frá okkur til ykkar. PS: klipptu þennan lista út og geymdu hann.“

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

10. tbl. 15. árgangur

26. mars 2020

Nafn Sími Ásthildur Magnúsdóttir ....................................... 686 5667 Bjarney Bjarnadóttir ............................................ 779 1090 Daði Georgsson ................................................... 660 1981 Dagný Pétursdóttir .............................................. 694 4950 Elín Matthildur Kristjánsdóttir ............................ 862 9972 Eva Björgvinsdóttir ............................................. 864 3647 Guðbjörg Guðjónsdóttir ...................................... 861 6948 Guðbjörg Sigurðardóttir ...................................... 846 4334 Guðlaug Gunnarsdóttir ........................................ 863 5817 Guðmunda Ólöf Jónasdóttir ................................ 896 4722 Guðrún Daníelsdóttir........................................... 892 8934 Guðrún Helga Árnadóttir .................................... 774 7801 Guðrún Kristjánsdóttir ........................................ 892 4900 Gunnhildur Vala Valsdóttir .................................. 864 2023 Hanna S. Kjartansdóttir ....................................... 868 7204 Haukur Erlingsson .............................................. 869 7706 Heiðdís Rós Svavarsdóttir ................................... 868 0517 Hólmfríður Eysteinsdóttir ................................... 695 9181 Hulda Waage ....................................................... 821 3199 Inga Berta Bergsdóttir ......................................... 691 3018 Ingunn Alexandersdóttir ...................................... 844 6677 Jóhanna María Þorvaldsdóttir ............................. 693 0964 Júlíana Karlsdóttir ............................................... 865 9345 Kristrún Jóna Jónsdóttir ...................................... 891 7586 María Erla Geirsdóttir ......................................... 868 3388 Rakel Sigurgeirsdóttir ......................................... 698 0076 Sigurbjörg Kristmundsdóttir ............................... 869 1250 Sigurbjörg Tinna Gunnarsdóttir .......................... 694 1320 Sigurður Halldórsson .......................................... 867 3870 Vala Jóhannsdóttir ............................................... 566 6412


Viðburðadagatal Vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu hefur velflestum viðburðum verið frestað eða aflýst. Hér eru upplýsingar um breytingar á þjónustu hjá nokkrum fyrirtækjum á svæðinu

BARNAHORNIÐ

Punktur í punkt

Nettó verslun í Borgarnesi kl. 9-10 á morgnana, fyrir hefðbundinn opnunartíma er verslunin opin fyrir eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma B59 Hótel Veitingastaðurinn er opinn kl. 18-20 alla daga. Boðið er upp á „Take away“ í hádeginu og á kvöldin. Frí heimsending. Kræsingar Bjóða upp á heimsendingu á kjöt- og fiskvörum í Borgarnesi, lágmarkspöntun er almennt 1 kg af hverri vöru. Einnig er hægt að panta og sækja til fyrirtækisins. Geirabakarí sendir heim endurgjaldslaust í Borgarnes og nágrenni ef pantað er fyrir kr. 3.000 eða meira.

UPPLÝSINGAR FRÁ BORGARBYGGÐ VEGNA COVID-19 Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að fylgjast vel með heimasíðu sveitarfélagsins. Nýjustu upplýsingar og fréttir eru settar inn um leið og þær berast. Á heimasíðunni má einnig finna greinagóða upplýsingasíðu um COVID-19.

www.borgarbyggd.is


SKIPULAGSAUGLÝSING HJÁ BORGARBYGGÐ

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 194. fundi sínum þann 13.02.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Kárastaðir í Borgarbyggð – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Kárastaða úr landbúnaðarlandi í athafnarsvæði. Breytingin mun taka til 2,2 ha svæðis, þannig að athafnarsvæði (A2) stækkar sem því nemur. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að stækka athafnarsvæðið í samræmi við þarfir innan svæðisins. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturlandsvegi og um heimreið að gamla bænum á Kárastöðum sem nefnist Kárastaðaland. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Skriflegum athugasemdum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en föstudaginn 8. maí n.k. tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26. mars til 8. maí 2020 og á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar getur kynnt tillöguna þeim sem þess óska sérstaklega. Hægt er að senda tölvupóst á skipulag@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433 7100.


COVID-19

SKYNSAMLEG NOTKUN ALMENNINGS Á EINNOTA HÖNSKUM OG GRÍMUM HVENÆR EIGUM VIÐ AÐ NOTA GRÍMUR OG HVERNIG ERU ÞÆR NOTAÐAR? • Heilbrigðir ættu aðeins að nota grímur ef þeir sinna umönnun fólks sem er hugsanlega með COVID-19 sýkingu. • Notaðu grímu ef þú ert með flensueinkenni, hóstar eða hnerrar og aðrir eru nærri. • Grímur eru aðeins gagnlegar ef regluleg handhreinsun er stunduð líka, með sápu og vatni eða sprittun. • Ef þú notar grímu skaltu gæta vel að því að setja á þig grímuna, taka hana af þér og henda með réttum hætti.

HVENÆR EIGUM VIÐ AÐ NOTA HANSKA OG HVERNIG ERU ÞEIR NOTAÐIR? • Þvoum hendur og þurrkum vel með hreinum klút áður en matvæli eru snert og /eða matar er neytt, alltaf eftir salernisferðir, þegar hendur mengast og í lok vaktar. • Ef við komumst ekki í handlaug til að þvo hendur er ráðlagt að nota handspritt í stað handþvottar. • Líta ætti á alla hanska sem óhreina. Hætt er við að handhreinsun verði útundan og gleymist að skipta um hanska milli verka, ef þeir eru notaðir að staðaldri. • Hanska á að nota við óhrein verk, s.s. þrif. Einnig ef matvæli sem aðrir neyta, án skolunar eða eldunar, eru handleikin með berum höndum. Ekki fara á milli verka án þess að skipta um hanska. Hendur á að hreinsa fyrir og eftir hanskanotkun. • Ef hanskar (t.d. plasthanskar) eru notaðir þar sem afgreidd eru matvæli tilbúin til neyslu t.d. í bakaríum og á veitingastöðum, þarf að fara í hreina hanska fyrir hverja afgreiðslu og henda þeim gömlu. • Ef annað afgreiðslufólk vill nota hanska þá mætti nota plasthanska, vinilhanska eða nitrilhanska. Latex hanskar eru óæskilegir vegna hættu á ofnæmi hjá viðskiptavinum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.