Íbúinn 25. febrúar 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

Fossinn Glanni í Norðurá.

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

3. tbl. 16. árgangur

25. febrúar 2021

Ljósmynd: Markaðsstofa Vesturlands/Kristín Jónsdóttir

Verkefni sem grasrótin vill „Þetta er stefnumótun og áhersluverkefni sem við munum nýta til að vinna að framþróun ferðamála á Vesturlandi næstu þrjú árin,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir fagstjóri áfangastaða hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í samtali við Íbúann. Áfangastaðaáætlun Vesturlands (ÁSÁ. Vest) árin 2021-2023 er nýkomin út. Áætlunin er gerð að frumkvæði stjórnvalda en unnin af stoðþjónustu ferðamála á Vesturlandi, í samstarfi við sveitarfélög, heimafólk og hagaðila á hverjum stað. „Markaðsstofa Vesturlands notar ÁSÁ.Vest. til að byggja undir samstarfsvettvang hag-

aðila og stoðþjónustu ferðamála á Vesturlandi til að stilla saman strengi og nýta sem leiðarljós í vinnu við framþróun og gæðastarf. Þarna eru talin upp áhersluverkefnin sem við viljum vinna að – því eiga hagaðilar auðvelt með að sjá hvaða verkefni henta þeirra starfsemi og vöruþróun og geta meldað sig inn í vinnuna með okkur – því við vinnum bara að þeim verkefnum sem grasrótin kallar eftir og vill taka þátt í að vinna,“ segir Margrét. Markmiðið með áfangastaðaáætlun er að móta sameiginlega sýn og samræmdar áherslur varðandi stýringu, skipulag og stefnu um þróun ferðamála

og uppbyggingu innviða á tilgreindu svæði. Í vinnu við áfangastaðaáætlun er lögð áhersla á að ná góðri yfirsýn yfir stöðu mála á hverju svæði. Til dæmis hvað varðar legu lands og byggðamunstur, sérstöðu og sérkenni þess, menningu, innviðauppbyggingu og þróun ferðamála. Með því er hægt að vinna markvisst að aukinni samvinnu með áherslu á sérstöðu landshlutans og eflingu allra svæða. Áætlunin stuðlar þannig að jákvæðum framgangi ferðamála, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun en er einnig góður grunnur að aukinni samkennd, samráði og samstarfi.


Umsjón: Hanna Ágústa

BARNAHORNIÐ

Getur þú hjálpað Óla að finna pallettuna sína?

Skiptar skoðanir um friðlýsingu

Það eru skiptar skoðanir um áformaða friðlýsingu Borgarvogar á nokkrum umræðuþráðum á Borgarnessíðunni á Fjasbók (Facebook). Í kynningu Umhverfisstofnunar, landeigenda og Borgarbyggðar segir m.a. að vogurinn geymi fallega víðáttumikla leiru sem flokkuð er sem gulþörungaleira, sú stærsta af þessari vistgerð hér á landi svo vitað sé. Þar segir jafnframt að náttúruperlan Borgarvogur sé eitt af mikilvægari fuglasvæðum Vesturlands. Borgarvogur er á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði og er svæði nr. 239.

á núverandi náttúruminjaskrá. Fuglalíf á svæðinu er ríkt og dreift. Vogurinn er bæði mikilvægur vegna lífríkis í voginum sjálfum og mikilvægur fyrir fugla sem nýta Borgarvog og fleiri svæði í nágrenninu. Yfir 20 fuglategundir hafa fundist á svæðinu. Borgarvogur hefur því bæði mikið staðbundið verndargildi og mikið verndargildi sem hluti af stærra svæði, þ.e. mikilvægu fuglasvæði. Votlendi, leirur og fitjar njóta einnig sérstakrar verndar. Rannsókna– og fræðslugildi svæðisins sé jafnframt hátt og vogurinn henti vel til fuglaskoðunar.

Drepið á dælunum Drepið var á dælum Veitna í vatnsveitu Borgarbyggðar í Grábrókarhrauni í kjölfar jarðskjálftans í gærmorgun. Í tilkynningu frá Veitum segir m.a. um ástæðu þess: „Vegna jarðskjálftanna höfum við slökkt á dælum vatnsveitu í Grábrók. Vatnsbólið þar er viðkvæmt fyrir skjálftum en vatnið getur gruggast við þá. Við viljum koma í veg fyrir að það berist inn á kerfið.“ Jafnframt kom fram að notendur á leið frá vatnsbólinu og niður undir Borgarnes gætu fundið fyrir lægri þrýstingi og jafnvel orðið vatnslausir.


Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs

STOFNFUNDUR á Hótel B59 Borgarnesi mánudaginn 1. mars kl. 20.00 Allt áhugafólk um ferðalög á Íslandi velkomið

Krabbameinsskoðun Brjóstakrabbameinsskoðun verður í Borgarnesi 1.- 9. mars nk. Tímapantanir í síma 513 6700 milli kl. 8.30 og 12.00 alla virka daga. Upplýsingar einnig inni á www.heilsugaeslan.is Með kveðju, Starfsfólk HVE Borgarnesi


Stöðvun starfsemi í Sláturhúsi spillir afþreyingu fjölda fólks Fjöldi fólks hefur stundað afþreyingu með ýmsum hætti í þeirri fjölbreyttu starfsemi sem hægt hefur verið að bjóða upp á í ódýru leiguhúsnæði í Sláturhúsinu í Brákarey í Borgarnesi. Öll starfsemi í húsunum var stöðvuð fyrirvaralítið á dögunum í kjölfar úttektar eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa á húsnæðinu sem leiddi í ljós alvarlegar brotalamir hvað öryggi varðar. Fjölmargir einstaklingar hafa lagt af mörkum gríðarlega vinnu við uppbyggingu á starfsemi í húsunum auk þess sem einstaklingar og félagasamtök hafa lagt út í töluverðar fjárfestingar. Íbúinn heyrði hljóðið í forsvarsmönnum nokkurra félaga sem hafa byggt upp aðstöðu fyrir félagsmenn sína í Sláturhúsinu. Í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar eru um tvöhundruð félagar og margir af þeim virkir í starfi klúbbsins segir Skúli Ingvarsson formaður. Um fimmtíu manns mættu reglubundið til Skotfélags Vesturlands í viku hverri áður en Covid setti strik í reikninginn. „Til okkar var að koma hópur sem er kannski ekki að fara neitt annað að sækja sér afþreyingu,“ segir Þórður Sigurðsson formaður Skotfélagsins. „Við bíðum bara eftir því hvað sveitarfélagið ætlar að gera. Hvaða útspil verður næst, hvort þeir rífa þetta eða hvað,“ segir hann um stöðuna. „Réttarstaða okkar er veik – við fengum að fara þarna inn með þeim formerkjum að það væri ekki tryggt með húsið. Okkur finnst grátlegt hvernig sveitarfélagið hefur leyft sér að láta þetta grotna

niður,“ segir Þórður og bendir á að Fornbílafélag Borgarfjarðar hafi tekið sinn hluta húsnæðisins í gegn að utan. „Við buðumst til að laga þakið þegar það kom í ljós á sínum tíma að það væri farið að leka gegn því að sveitarfélagið myndi kaupa járnið,“ segir Þórður en viðbrögð sveitarfélagsins hafi ekki verið jákvæð við því. „Við í körfunni höfum verið að reka nytjamarkað í þessu húsnæði í tæpan áratug,“ segir Skúli Guðmundsson fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Sú starfsemi liggur núna alveg niðri sökum húsnæðisskorts,“ segir Skúli. Hann segir deildina vonast til að komast einhversstaðar inn með þessa starfsemi en tækifærin séu fá og reksturinn beri ekki hátt leiguverð ef húsnæði sé á annað borð til staðar. „Aðstoð eða samskipti Borgarbyggðar hafa verið lítil sem engin, en vonast er eftir einhverjum svörum á komandi byggðarráðsfundi og eftir samtal við UMSB er okkur ljóst að þar er vilji en engin tækifæri, amk. eins og er. Svo að við biðlum til íbúa á svæðinu eftir aðstoð og ábendingum um húsnæði. Rekstur deildarinnar varð fyrir nægilega miklu höggi sökum heimsfaraldursins og afleiðinga hans, t.d. áhorfendabanns. Nytjamarkaðurinn er langstærsta einstaka fjáröflun deildarinnar og þessi lokun var óvelkomin viðbót í rekstrarlegt mótlæti þessa starfsárs í körfuknattleiksdeildinni,“ segir Skúli. „Þeir sem hafa nýtt aðstöðu okkar í „Eyjunni“ er blandaður

hópur félaga Golfklúbbs Borgarness (GB), eldri borgara og gesta,“ segir Ingvi Jens Árnason formaður GB. „Eldri borgarar hafa verið í samstarfi við okkur um aðstöðuna og hafa lagt til fé til uppbyggingarinnar, bæði persónulega og úr félagssjóði sínum,“ segir hann. Starfið hafi verið mest yfir vetrarmánuðina og skipulagðir tímar í aðstöðunni fjóra daga í viku. Eldri borgarar hafi verið með púttmót tvisvar í viku og GB eitt í viku. Meðalmæting á hvert mót hafi verið um 30 manns áður en Covid kom til. Þá hafi verið skipulagðar æfingar undir handleiðslu kennara tvisvar í viku fyrir ungmenni undir sextán ára og um fimmtán manns tekið þátt hverju sinni. Einnig hafi verið opnir tímar fyrir karla og konur þar sem félagar mæta og æfa sveiflu og pútt og golfhermir þar sem 2 - 4 kylfingar geta leikið golf saman á þekktum golfvöllum í sýndarveruleika. „Það eru þrjár til fjórar grúppur sem eru með fasta tíma í viku yfir vetrarmánuðina. Aðsóknin er mest frá áramótum og fram á vor. Þá hafa aðrir hópar, bæði fjölskyldur, vinahópar og starfsmannahópar verið að leigja aðstöðuna. Af þessu höfum við haft tekjur,“ segir Ingvi. „Við sendum bréf til Borgarbyggðar um málið og óskuðum eftir nánari skýringum og hvort ekki væri hægt að fara í aðgerðir til að tryggja öryggi í rýminu.“ segir Ingvi. „Við teljum að boðuð aðgerð Borgarbyggðar: „Úttekt á húsakosti Eyjunnar og aðgerðir til nauðsynlegra úrbóta verði kostnaðarmetnar,“ sé skref í rétta átt.“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.