Landsmót skáta 2014

Page 1

- Í T A K T V I Ð T Í M A NN

Svartur

K0

Gulur

PMS 123

Grænn

PMS 355

Orange

PMS 158

Það mæta allir skátar á landsmót skáta ! 1

Ítarlegar upplýsingar er að finna á heimasíðu Landsmóts skáta 2014: www.skatamot.is


Heimsóknardagur Landsmót skáta er tvímælalaust einhver mesta upplifun sem skáti á kost á að taka þátt í á skátaferli sínum. Mótin eru fjölmenn og að Hömrum mun rísa öflugt bæjarfélag með 4.000-5.000 íbúum sem mun heldur betur setja svip sinn á bæjarlíf Akureyrar. Mótið stendur í viku, frá sunnudegi til sunnudags. Hápunktur mótsins er laugardagurinn 26. júlí, en þá verður sérstök hátíðardagskrá sem endar með glæsilegri kvöldvöku – nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

Landsmót skáta eru haldin reglulega og verður 28. landsmótið haldið í sumar dagana 20.-27. júlí. Það fer fram í útilífs- og umhverfismiðstöð skáta að Hömrum við Akureyri. Mótið er fyrst og fremst fyrir hinn hefðbundna skátaaldur en eldri skátar, björgunarsveitafólk og fjölskyldur skátanna eru einnig hjartanlega velkomin. Allir skátar, stelpur og strákar, reyndir og sjóaðir, hvaðanæva af landinu mæta og taka þátt í landsmótinu – það er ekki spurning! Á landsmóti skáta eru engir varamannabekkir, þar eru allir virkir þátttakendur í ævintýrinu. Landsmót skáta eru ávallt með alþjóðlegu ívafi því erlendir skátar fjölmenna gjarnan á mótin og að þessu sinni munu nokkur hundruð erlendir skátar frá um 25 þjóðlöndum taka þátt í mótinu, ýmist sem almennir þátttakendur eða starfsmenn. Landsmót skáta er því eftirsóknarvert fyrir íslenska skáta til þess að fá tækifæri til að upplifa í raun hið alþjóð­ lega samfélag sem skátahreyfingin er. Auðvitað setja allir skátar stefnuna á landsmótið nú í sumar og er hér með skorað á foreldra og forráðamenn skátanna að veita börnunum þetta tækifæri – við þurfum ekki að ræða það!

Dagskrá og daglegt líf Dagskrá mótsins verður allt í senn, fjölbreytt, vönduð, spenn­ andi og gefandi. Hún krefst virkrar þátttöku skátanna og veitir þeim vettvang til að nýta sköpunargleði sína, kraft og útsjónarsemi. Yfir daginn starfa þátttakendur í skátaflokkunum sínum við fjölbreytt viðfangsefni. Þessi viðfangsefni velja flokkarnir sér sjálfir að nokkru leyti fyrir mótið. Hluti dagskrárinnar fer fram á mótssvæðinu sjálfu og að sjálfsögðu nýtum við fallega náttúruna í kringum Hamra auk þess sem allir þátttakendur fara í Akureyrarferð. Á hverjum morgni er blásið til fótaferðar kl. 08:00. Þá drífa skátarnir sig á fætur, sinna hefðbundnum morgunverkum og snæða morgunverð. Fram að hádegi geta skátaflokkarnir ýmist unnið í tjaldbúðinni eða farið í opna dagskrárpósta. Hádegisverð snæða flokkarnir í tjaldbúðinni eða hafa með sér nesti ef þeir eru í ævintýraferð í nágrenni mótssvæðis­ins. Við hvetjum skátafélögin til þess að gefa flokkunum tækifæri til þess að elda fyrir sig sjálfir með stuðning foringja þar sem við á. Sum skátafélög hafa þann háttinn á að stærri máltíðir eru sameiginlegar á vegum með aðstoð fullorðinna félaga sinna eða foreldra.

2


Að loknum hádegisverði fara flokkarnir á það skipulagða dagskrártorg sem þeim hefur verið úthlutað þann daginn. Torgin eru þrjú talsins, Fortíð, Nútíð og Framtíð en auk mun hver flokkur taka þátt í einum útivistardegi og verja einum degi á Akureyri.Flokkadagskrá lýkur kl. 17:00 og þá taka við fjölþætt viðfangsefni þar sem af nógu er að taka. Auðvitað þarf að undirbúa kvöldverðinn sem verður kraftmikil og seðjandi máltíð sem byggir á kjöti, fiski, pasta eða öðru því sem börn og unglingar þekkja vel til. Þeir sem ekki þurfa að sinna undirbúningi kvöldverðar geta tekið þátt í opnum dagskrárpóstum, eytt tíma með nýjum vinum eða bara slappað af í tjaldbúðinni og skrifað eitt eða tvö kort heim. Stundum þarf að sinna ýmsum verkefnum vegna undirbúnings kvölddagskrár s.s. að undirbúa skemmtiatriði eða söng en mörg kvöldin enda með hinum einstöku skátavarðeldum. Að loknu heitu kakói og kexi að skátasið er komið að kyrrðartíma en algjör kyrrð á að ríkja í tjaldbúðinni frá kl. 24:00. Það bregst yfirleitt ekki að svefninn sígur fljótt á eftir viðburðaríkan dag. Gæsla er í tjaldbúð­unum á nóttunni til að gæta þess að allir fái notið góðrar hvíldar.

Ný borg við Eyjafjörð! Landsmót skáta mun verða næst stærsti byggðakjarni á Norðurlandi á meðan á því stendur. Þetta verður myndarlegt bæjar­félag sem mun að sjálfsögðu bjóða íbúum sínum upp á margvís­ lega þjónustu. Póstþjónusta verður í boði þar sem mótsgestir geta sent bréf heim og fengið á það sérstakan póststimpil mótsins. Mótsblaðið mun koma út daglega meðan á mótinu stendur og flytja fréttir af mótinu og jafnframt mun verða sérstök útvarpsstöð á vegum mótsins sem mun útvarpa fréttum, tónlist og skemmtiefni. Heimasíða mótsins mun svo flytja daglegar fréttir og myndir af mótinu sem og beinar útsendingar svo vinir og ættingjar heima geti fylgst aðeins með. Verslun verður opin alla mótsdagana þar sem kaupa má minjagripi, matvæli, hreinlætisvörur, útilífsvörur og helstu nauðsynjar. Kaffihús verður opið á kvöldin fyrir þá eldri þar sem hægt verður að tylla sér niður yfir kaffi eða kakóbolla og meðlæti. Það er mikið líf og fjör á mótsstað en einnig gefst þar tækifæri til að sækja frið og andlega íhugun í kyrrðartjaldi (kirkju) mótsins. Stutt er í miðbæ Akureyrar og verða strætóferðir á milli.

Mamma og pabbi mæta á landsmót! Á mótinu eru starfræktar sérstakar tjaldbúðir þar sem eldri skátar, fjölskyldur skátanna og vandamenn geta sett niður tjaldið sitt, tjaldvagn eða fellihýsi og tekið þátt í landsmótsævintýrinu. Nokkur dagskrá er í boði í fjölskyldubúðum fyrir alla aldurshópa og því ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Ekki þarf að tilkynna þátttöku í fjölskyldubúðum. Hægt er að dvelja í fjölskyldubúðum eins lengi og gestir óska þess. Þátttakendur í fjöl­ skyldubúðum annast sjálfir um matinn fyrir sig en mögulegt verður að kaupa hráefni í verslun mótsins s.s. brauð, álegg, mjólk, gos, morgunmat, pylsur, samlokur og grillkjöt. Einnig er stutt í verslanir á Akureyri. Þátttökugjald í fjölskyldubúðum er kr. 3.200,- sem er stofngjald fyrir hvern einstakling 10 ára og eldri (fæddir 2004 og fyrr) fyrir fyrstu nótt óháð því hversu lengi dvalið er. Að auki greiða tjaldgestir gistigjald Hamra ( frítt fyrir yngri en 10 ára).

3


Öryggið ofar öllu! Á mótinu verður starfrækt sjúkragæsla í umsjón reyndra björgunarsveitaaðila í samvinnu við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Þar verður læknir ávallt á vakt auk þaulæfðra björgunarsveitamanna með þjálfun í fyrstu hjálp. Sjúkragæslan sinnir öllum minniháttar pústrum en alvarlegri meiðsl, sem eru afar fátíð, eru meðhöndluð umsvifalaust á sjúkrahúsinu á Akureyri. Mikið er lagt upp úr öryggismálum á mótinu. Dagskráin er vel yfirfarin með öryggi skáta í huga og sérstakar reglur gilda t.d. um vatnadagskrá. Mótsstjórn nýtur einnig fulltingis reyndra skáta og björgunarsveitafólks við að halda stjórn á ýmsum þáttum s.s. við umferðargæslu og almenna

Heilbrigð víma kemur að innan!

gæslu á svæðinu.

Landsmót skáta er lengsta, stærsta og fjölmennasta útisam-

Eldvarnareftirlit er eins öflugt og kostur er þó gist sé í tjöldum og elda

koma ungs fólks sem haldin er hér á landi. Íslenska skátahreyf-

má bara kveikja í þar til gerðum eldstæðum. Öll félög hafa með sér

ingin hefur frá upphafi lagt grunn að heilbrigðum lífsvenjum barna og

slökkvitæki og annan búnað til varnar bruna á sínu svæði og af hálfu

ungmenna. Markmið skátahreyfingarinnar er að þroska börn og ungt

mótsstjórnar eru sett upp stærri tæki víðs vegar á mótsstaðnum.

fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Skátunum er heimilt að ganga með vasahnífa og skátahnífa í belti og nota við skátastörf sín á mótinu en allir leikir með hnífana eru hins

Skátastarf er heilbrigð skemmtun og neysla áfengis eða annarra vímu­

vegar bannaðir og er hart gengið eftir því af foringjum og starfsfólki

efna á enga samleið með því. Landsmót skáta eru því að sjálfsögðu

mótsins.

vímulaus hátíð. Ungir sem aldnir koma skátar áhyggjulausir saman í náttúrunni, njóta fegurðar hennar og lífsins í samfélagi sem þekkir ekk­ ert kynslóðabil og eina víman sem þar má sjá á fólki er sú sem kemur með gleðinni og lífsfjörinu innan frá. Þetta er fólk í fjölskyldubúðum sérstaklega beðið um að virða svo og reglur mótsins um reykingar.

Alþjóðlegt samfélag

Tryggingar Foreldrar eru hvattir til að sjá til þess að barn þeirra sé vel tryggt sem og útbúnaður þess og passa þarf að allur útbúnaður sé vel merktur. Mótið tryggir ekki mótsgesti gagnvart skakka­föllum á mótinu og er ekki ábyrgt fyrir skemmdum, stuldi eða hvarfi eigna skátanna, þó reynt sé að fyrirbyggja að slíkt gerist.

Eitt af meginmarkmiðum Bandalags íslenskra skáta er að gefa skátum kost á þátttöku í alþjóðlegu starfi enda erum við hluti af alheimsbræðralagi skáta. Landfræðilegar aðstæður draga úr möguleika íslenskra skáta til heimsókna og persónulegra kynna við skátasystkin sín erlendis en eitt af því sem gerir Landsmót skáta frábrugðið öðrum innlendum skátamótum er hið alþjóðlega samfélag sem skapast á mótinu. Þegar er fyrirsjáanlegt að tugir erlendra skáta muni verða í starfsliði mótsins og fjöldi erlendra þátttakenda er ávallt mikill. Dagskrá og tjaldbúð eru þannig byggð upp að þátttakendur blandast mikið og eiga mikið samneyti. „Þetta er alveg eins og að fara til útlanda” sagði ungur skáti á síðasta landsmóti, „maður er alltaf að heyra útlensku talaða eða sungna – alveg mergjað”. Andrúmsloftið verður því alþjóðlegt og ungir skátar fá þarna tækifæri til að kynnast því í reynd að skátahreyfingin þekkir engin landamæri og mismunandi tungumál, menning eða trúarskoðun er enginn þröskuldur í samskiptum.

4


Þema mótsins og mótsmerki Þema Landsmóts skáta 2014 er „í takt við tímann”. Flakkað er um tíma og rúm og tekur dagskráin miða af þemanum. Fortíð-nútíðframtíð eru undirþemun. Þemað bíður upp á margt þegar kemur að dagskrá sem og í allri umgjörð mótsins. Mótsmerkið var hannað Birgi Ómarssyni og sýnir með skemmtilegum hætti tjaldið, sólina og grasið græna sem einkenna Landsmót skáta.

Hrein og bein! Í 4.000-5.000 manna bæjarfélagi þarf að hugsa fyrir marg­ víslegri þjónustu og þar eru hreinlætismálin ekki undanskilin. Hamrar eru vel útbúnir með alla nauðsynlega hreinlætisaðstöðu og vatnssalerni. Aðstöðunni er dreift um mótssvæðið þannig að stutt er fyrir alla að fara þegar kallið kemur og öflugt gengi eldri skáta sér um að halda öllu hreinu og snyrtilegu! Þvottastæði með rennandi vatni eru á víð og dreif um svæðið þar sem skátarnir geta þrifið sig. Nokkrar sturtur verða á svæðinu fyrir skátana en einnig fara allir í sundlaugina á

- Í TAKT VIÐ TÍMANN

Akureyri í bæjarferðinni. Skátafélögin leggja metnað sinn í að gæta fyllsta hreinlætis við matseld og geymslu matvæla og verður haft eftirlit með því af hálfu mótsins. Taka verður samt tillit til þess að um útilegu er að ræða þó reynt sé að gæta fyllsta hreinlætis og þess gætt m.a. að skátarnir þrífi vel matar­

Þorpið að Hömrum Mótsstaðurinn, Útilífsmiðstöð skáta að Hömrum við Akureyri, er í reynd opinbert tjaldsvæði Akureyrarbæjar og því í eigu bæjarins en reksturinn og uppbyggingin er í höndum skáta­

áhöldin sín að lokinni hverri máltíð.

félagsins Klakks á Akureyri samkvæmt sérstökum samningi

Klæðnaður

unnt að halda stórmót líkt og landsmót skáta og hefur staðurinn þegar

Við búum á Íslandi og á vikumóti er nokkuð víst að við fáum

mikillar fyrirmyndar. Það hentar landsmótum okkar vel sem og öðrum

að sjá ýmis tilbrigði íslenskrar veðráttu. Þátttakendur gista í

fjölmennum samkomum með nauðsynlegum tjaldflötum, hreinlætis­

tjöldum og eru undir berum himni við dagskrá allan daginn. Því þarf að

aðstöðu og margvíslegri afþreyingu.

þar um. Staðurinn er skipulagður með það fyrir augum að þar sé sannað sig. Mikil vinna hefur farið í uppbygginguna og er svæðið til

huga vel að klæðnaði sem hentar mismunandi aðstæðum. Nálægð Hamra við Akureyrarbæ gerir það líka að verkum að hluti Skátafélögin munu gefa út útbúnaðarlista áður en farið er af stað.

dagskrárinnar fer fram í og við bæinn þannig að bæjarbúar verða vel

Helstu atriðin á slíkum lista eru: hlý föt, regngalli, léttur klæðnaður ef

meðvitaðir um að landsmótið fer fram þessa viku og gamlir skátar úr

sólin gerir vart við sig, gönguskór, stígvél, léttir skór og nægur nærfatn­

bænum eru duglegir að sækja mótið heim. Nánari upplýsingar um

aður til skiptanna.

útilífsmiðstöðina á Hömrum er að finna á www.hamrar.is.

Foringjarnir fylgjast með því að skátarnir klæði sig eftir veðráttu hverju sinni. Ef mjög blautt veður verður á mótstímanum verða gerðar ráðstafanir til að hægt sé að þurrka fatnað og svefnpoka sem blotnað hafa mikið.

5


Bandalag íslenskra skáta – janúar 2014 – Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson

Innifalið í mótsgjaldinu er fullt fæði allan tímann, dagskrá, ofið mótsmerki, mótsbók, einkenni mótsins, mótsblað og allur undirbúningur og aðbúnaður á mótsstað. Mótsgjaldið má greiða í þrennu lagi. Fyrst er staðfestingargjaldið kr. 10.000,- og rest er hægt að skipta niður á hvern mánuð fram í maí 2014.

Skipulag tjaldbúða

Skráning skátans á landsmótið fer fra má heimasíðunni: www.skatamot.is

Mótssvæðið mun skiptast í fjögur þorp: Sumar og Vetur þar sem almennir þátttakendur munu dvelja, Haust verður þorp fjölskyldubúða og Vor verður þorp starfsmanna mótsins. Verslanir, þjónusta og uppá­ komur verða í miðbæ og á hátíðarsvæði mótsins. Þau skátafélög sem útfæra þemað best í tjaldbúð sinni munu verða verðlaunuð. Jafnframt eru skátafélögin hvött til að mæta til landsmóts skáta 2014 í takt við þá árstíð sem einkennir þeirra tjaldbúð.

Mótsgjald Þátttökugjald Landsmóts skáta 2014 er kr. 54.000,-. Tekið skal

Vasapeningar

fram að þetta er sjálft mótsgjaldið en til viðbótar kemur ferðakostnaður

Skátarnir þurfa að hafa einhverja vasapeninga með sér. Þau

fram og til baka auk sameiginlegs kostnaðar hvers skátafélags. Þessi

fara í bæjarferð til Akureyrar og jafnframt er verslun opin á mótinu sem

viðbótarupphæð er mismunandi eftir því hvaðan skátarnir koma og

selur m.a. hreinlætisvörur, matvæli og sælgæti. Þá er talsvert útbúið af

hversu mikið er lagt í sameiginlegan búnað félaganna. Flest skáta-

minjagripum merktum mótinu og verða þeir jafnframt til sölu í verslun-

félögin leitast við að standa fyrir einhverjum fjáröflunum til að mæta

inni. Er nær dregur mun verða kynnt hvaða minjagripir verða í boði og

þessum kostnaði.

hvað þeir kosta.

6


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.