Séð og heyrt 36. tbl. 2016

Page 1

Nr. 36 6. okt. 2016 Verð 1.595 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

Guðrún Lilja er fimleikamamma

SAUMAÐI EM-KJÓL

Fjölnir og Þóra

ÚTI ER ÆVINTÝRI

– FOLINN AFTUR EINN

Vigdís og Ármann sæl saman

SKELLTU SÉR Í LEIKHÚS

9 771025 956009

Arna María er frumkvöðull

Hans Kristján Árnason

SNERI AFTUR Á STÖÐ 2

OPNAR LAKTÓSALAUST KAFFIHÚS Þorsteinn og Davíð sameinaðir á ný

MÆTTU Í SÖMU VEISLU


Hans Kristján Árnason (69) mætti í 30 ára afmæli Stöðvar 2 og Bylgj

STÖÐ 2 VAR BYLTING

FLOTT SAMAN:

Hans Kristján og stjúpdóttir hans, leikkonan Dóra Lena Christians, skemmtu sér vel í afmælinu.

FRÁBÆR SKEMMTIATRIÐI:

Jón Jónsson sá til þess að allir voru í stuði eins og honum einum er lagið.

SPEKINGAR SPJALLA:

Fréttamennirnir Logi Bergmann Eiðsson og Gissur Páll Sigurðsson ræddu um heima og geima saman.

Afmæli Stöðvar 2 og Bylgjunnar var haldið með pompi og prakt í Iðnó. Þangað voru helstu stjörnur fyrirtækisins mættar og 30 ára afmælinu vel fagnað. Hans Kristján Árnason, stofnandi Stöðvar 2, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hafði gaman af því að hitta gamla samstarfsfélaga.

S

GLÆSILEGAR:

Dagskrárgerðarkonan Sigrún Ósk, Arndís Huld og matgæðingurinn Eva Laufey voru glæsilegar eins og alltaf og geisluðu af fegurð.

temningin var bara fín Það var haldið upp á þetta aðeins fyrr en raunverulegt afmæli Bylgjunnar og Stöðvar 2 er, 9. október. Þetta afmæli var samt haldið á sama tíma og afmæli RÚV, það er skemmtileg tilviljun,“ segir Hans Kristján. „Bylgjan var stofnuð í ágúst eða septemberbyrjun en Stöð 2 þarna aðeins á eftir, eða í október, það var því fínt að halda þetta á milli afmæla. Þarna var fólk sem byrjaði fyrir þrjátíu árum og er enn að starfa hjá fyrirtækinu. Það var mjög gaman að hitta fólk sem byrjaði þarna á sama tíma og ég,“ segir Hans sem var einn af þeim eldri í hópnum. „Ætli ég og Gissur Sigurðarson höfum ekki verið elstir þarna en það voru um 5-6 einstaklingar þarna sem byrjuðu fyrir 30 árum.“

Innlent efni er lykillinn

Hans Kristján fór í ótrúlegt verkefni fyrir 30 árum þegar hann stofnaði

Stöð 2 og það má með sanni segja að þetta verkefni hans hafi heppnast vel og gott betur en það. „Tímarnir í fjölmiðlum hafa breyst alveg gríðarlega og þá sérstaklega með komu Stöðvar 2, það var auðvitað bylting. Í staðinn fyrir að vera með eina ríkisstöð sem sendi út á kvöldin, sex daga vikunnar og var lokuð í júlí var komin sjónvarpsstöð sem var í gangi á hverjum degi og allan sólarhringin, það var bylting,“ segir Hans sem veit upp á hár hvað það er sem mun halda Stöð 2 og öðrum sjónvarpsstöðvum gangandi í framtíðinni nú þegar streymisveitur eins og Netflix hafa mætt eins og stormsveipur á markaðinn. „Innlenda efnið er það sem kemur til með að halda lífi í sjónvarpsstöðvunum hér heima. Ef þær sinna innlenda efninu vel þá mun þeim ganga vel en ef ekki þá eru þær dauðadæmdar.“


Bylgjunnar:

G

SÆT SAMAN:

Fréttamaðurinn Ásgeir Erlendsson og sambýliskona hans, Sara Rakel Hinriksdóttir, mættu í sínu fínasta pússi og með bros á vör.

FLOTT FEÐGIN:

Ingunn Kristjánsdóttir mætti með pabba sínum, sjónvarpsmanninum Kristjáni Má Unnarssyni, og þau voru svo sannarlega glæsileg.

I-

til ru í onum

HÖRKUSTEMNING:

Það var ekki bara gaman inni í Iðnó heldur var hörkustemning fyrir utan líka eins og Telma Tómasson og Rúnar Róberts komust að.

FLOTT SAMAN:

Tæknitröllið Þráinn Steinsson og eiginkona hans, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, skemmtu sér konunglega.

GAMAN SAMAN:

GÓÐAR VINKONUR:

Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir og vinkona hennar voru í banastuði í afmælinu.

ALVÖRUGÆJAR:

Útvarpsmennirnir og stórvinirnir Gulli Helga og Heimir Már eru vanir að heilsa hlustendum Bylgjunnar snemma á morgnana en þeir náðu þó að sýna alla sína bestu takta um kvöldið.

GÓÐIR FÉLAGAR:

Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason og Andri Ólafsson úr Íslandi í dag settu upp sparibrosið í tilefni dagsins.

ÞRUSU ÞRENNING:

Það er erfiðara að finna flottara tríó en þetta en þeir Rúnar Róberts á Bylgjunni, Logi Bergmann og Ívar Guðmundsson útvarpsmaður létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

DÚNDUR STEMNING:

Það skemmtu sér allir vel í afmælinu og enginn sem fór heim í fýlu.

Margrét Rósa Einarsdóttir, sem stjórnar öllu í Iðnó, stillti sér upp með fréttamanninum Heimi Má Péturssyni en þau voru ánægð með kvöldið.


„DOTTLU-HEIMSPEKI“

A

llt er út af ,,dottlu“ – segir vinkona mín reglulega. Heimspeki sem í hennar huga útskýrir allt sem þarf að segja um mannlega hegðun og viðbrögð mannskepnunnar við ýmsum uppákomum.

Heyrst hefur

Það skýrir hvers vegna hegðun einhvers getur verið erfið – vegna þess að eitthvað gerðist einu sinni sem hefur mikil áhrif á líf hans í dag. Þetta „dottlu“ getur verið svo margt – það getur verið slæm barnæska, leiðinlegt hjónaband, einelti eða hvað eina það sem hefur mótandi áhrif á líf okkar og gerir það að verkum að við tökum rangar og skrýtnar ákvarðanir eða réttar í sumum tilfellum. Fyrir þá sem ekki kveikja þá er orðið dottlu auðvitað stytting á dálitlu en það orð nær ekki nógu vel utan um heimspeki dottlu. Þegar samstarfsmenn eða aðrir þeir sem á vegi okkar verða hreyta í okkur einhverjum ónotum eða eru ókurteisir þá er það ekki endilega við sem vekjum viðbrögðin heldur eitthvað annað sem veldur. Dottlu-heimspekin er í mínum huga algilt verkfæri sem má nýta til að skilja hvað sem er, jafnvel hegðun flokksforingja og heilu stjórnmálaflokkanna ef því er að skipta. Ég hvet lesendur Séð og Heyrt til að hafa „þetta er allt út af dottlu“ í huga áður en þeir leggja dóm á menn og málefni. Það gerir einfaldlega lífið skemmtilegra – eins og Séð og Heyrt gerir í viku hverri og jafnvel á hverjum degi. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

EINU SINNI VAR:

Fjölnir Þorgeirsson og þokkasdísin Þóra Steina á meðan allt lék í lyndi, nú fara þau hvort í sína áttina og eru sátt við þá ákvörðun en saman eiga þau ungan son.

BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabær, s. 515 5500 Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Dreifingarstjóri: Halldór Rúnarsson Ritstjóri: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir asta@birtingur.is Blaðamenn: Garðar B Sigurjónsson gardarb@birtingur.is, Sjöfn Þórðardóttir sjofn@birtingur.is og Ragna Gestsdóttir ragna@birtingur.is Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson netf.: auglysingar@birtingur.is Umbrot: Linda Guðlaugsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir og Carína Guðmundsdóttir Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir

ERFISME HV R M

KI

mhverfisvottuð prentsmiðja

U

Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is

141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1025-9562

... að Martin Wheeler, sem samdi tónlist við kvikmynd Sólveigar Anspach, hafi kíkt á djammið um helgina og blandað geði við Íslendinga á barnum.

Fjölnir Þorge

Ég gerði þessa skilgreiningu hennar að minni fyrir þó nokkru og hef útskýrt ýmislegt með henni. „Þetta er allt út af dottlu,“ á við um svo margt.

FRÉTTASKOT sími: 515 5683

... að Sara Lind Teitsdóttir, dóttir Teits Örlygssonar, goðsagnar í körfuboltanum, og Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, séu nýjasta parið á götunni í dag.


Antonía rúllaði upp lagi með Britney. Hápunkturinn var líklega Let It Go-fjöldasöngur.

... að Margrét Erla Maack hafi stýrt karókí á Bazaar Oddsson með stórskemmtilegum hætti síðastliðið fimmtudagskvöld. Rapparinn Ágúst Bent gladdi gesti þegar hann söng Mambo No.5 af mikilli innlifun og söngkonan Þórunn

... að Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi kærasti Ágústu Evu Erlendsdóttur, og Sóllilja Baltasarsdóttir hafi brunað á splunkunýrri Teslu á bílaplanið við Hagkaup í Garðabæ og farið beint á salatbarinn.

... að sama dag og forseti Íslands flutti formlega inn á Bessastaði hafi hann verið með móttöku fyrir konur úr Háskóla Íslands.

Þau hjónin þóttu einstaklega alúðleg heim að sækja og athygli vakti að börnin voru úti að leika sér þegar gestir renndu í hlað, heimilislegur og fjölskylduvænn bragur á Bessastöðum.

Þorgeirsson (45) og Þóra Steina Jónsdóttir ( 26) eru ekki lengur par:

SKILINN – AFTUR Uppáhaldsvinur Séð og Heyrt, Fjölnir Þorgeirsson, er á lausu. Fréttir af ástarlífi hans hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla síðan Séð og Heyrt kom fyrst út fyrir tuttugu árum síðan. Fjölnir hefur verið eftirlæti fjölmiðla allt frá því hann hóf samband við Mel B., fyrrum meðlim Spice Girls sem er án efa vinsælasta kvennahljómsveit síðustu áratuga. Fjölnir hefur ekki verið feiminn við að staðfesta ný sambönd né hætta í þeim. Hann hóf sambúð með Þóru Steinu Jónsdóttur fyrir nokkrum árum síðan og saman eiga þau ungan son en nú er allt búið og parið heldur hvort sína leiðina.

A

tt bú“ Fjölnir Þorgeirsson, hestamaður og lífskúnstner, og Þóra Steina Jónsdóttir, fyrrum sambýliskona hans, fara nú hvort sína leiðina. Þau hafa verið saman í nokkur ár og eiga nokkurra mánaða gamlan son. Þau voru sameinuð í gleðinni um tíma en nú hefur dregið fyrir sólu og parið ákveðið að fara hvort sína leið. Fjölnir er þessa dagana að leita eftir leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu en hann á nokkur börn fyrir úr fyrri samböndum og þarf því húsnæði sem rúmar öll börnin hans.

Fjölnir Þorgeirsson hefur verið fastakúnni Séð og Heyrt frá fyrstu tíð og hafa ástamál hans iðulega verið meginumfjöllunarefni. Hann spilar núna solo en ekki ómerkari konur en Linda Pétursdóttir, fyrrum ungfrú heimur, og þokkadísin Marín Manda hafa verið kenndar við hann. Nú er svo komið að þessi eftirsóknarverði foli er aftur á lausu og því verður spennandi að fylgjast með því hvenær eða hvort hann gengur aftur út.

Ágústa Eva (34) og Aron Pálmarsson (26) eru alvörustjörnupar:

STAÐFESTU SAMBANDIÐ Á FACEBOOK F acebook ræður Ágústa Eva og Aron Pálmarsson hafa vakið mikla athygli en stjörnuparið byrjaði saman fyrir nokkru. Nú hefur samband þeirra loksins fengið opinbera viðurkenningu á Facebook sem er stórt skref á tímum samfélagsmiðla. Ágústa Eva var áður með Jóni Viðari, stofnanda Mjölnis, en hann er nú í sambandi við Sóllilju Baltasarsdóttur. Ágústa er ljón og hefur búið í Hveragerði. Aron Pálmarsson er krabbi og býr í Ungverjalandi þar sem hann er atvinnumaður í handbolta. Óvíst er hvort eða hvar parið muni búa saman en fréttir herma að Aron búi við miklar vellystingar í Ungverjalandi.


Ármann Jakobsson (46) fór á frumsýningu: VIRÐULEIKI:

Ármann Jakobsson rithöfundur og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, voru í góðum félagsskap hvort með öðru á frumsýningunni.

BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA Ármann Jakobsson rithöfundur var í góðum félagsskap Vigdísar Finnbogadóttur en þau skelltu sér saman á frumsýningu á verkinu Horft frá brúnni en það er eftir Arthur Miller sem var eitt virtasta leikskáld Bandaríkjannna á 20. öld. Arthur Miller er ekki bara þekktur fyrir leikverk sín heldur voru hann og þokkagyðjan Marilyn Monroe í skammvinnu hjónabandi en það vakti heilmikla athygli á sínum tíma. Ármann og Vigdís eru miklir áhugamenn um leikhús og voru með samdóma álit á útkomunni.

F

ramúrskarandi „Þetta er besta verk sem ég hef séð í langan tíma í Þjóðleikhúsinu og ég kunni mjög vel við verkið. Sessunautur minn, Vigdís Finnbogadóttir, var á sama máli.

Okkar upplifun var því mjög góð,“ sagði Ármann glaður í bragði en hann og Vigdís eru miklir áhugamenn um gott leikhús og láta sig sjaldan vanta á frumsýningu.

GEISLANDI:

Hjónin Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri ljómuðu í leikhúsinu og hlökkuðu til að berja verkið augum.

LÁTBRAGÐ:

ÁSTFANGIN:

Rúnar Freyr Gíslason leikari mætti á frumsýningu með ástinni sinni, Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur.

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri með þeim feðgum Robert C. Barber og Alexander Barber sem mættu í leikhús afar spenntir að horfa á sjónleik án orða þar sem þeir bjuggust ekki við að skilja mikið í íslenskunni.


ÆSKULJÓMINN:

Mæðgurnar Sandra og Inga Dóra ljómuðu á frumsýningunni.

FLOTT:

Ingvar Sigurðsson leikari, Ragnar Guðmundsson og Harpa Einarsdóttir skemmtu sér vel í leikhúsinu.

GLÆSILEIKI:

Bryndís Jónsdóttir, eiginkona Hilmis Snæs Guðnasonar leikara sem fer með eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar, mætti ásamt dóttur þeirra, Viktoríu Ísold, og kærasta hennar á frumsýninguna og geisluðu þau af glæsileika.

SKVÍSUR:

Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, og Áslaug Magnúsdóttir athafnakona voru alsælar í leikhúsinu.

HRESSAR:

Þessar tvær voru hressar í leikhúsinu og biðu spenntar eftir að njóta verksins, Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, og Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.

SMARTAR:

Kolbrún Bergþórsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðstoðarleikstjóri verksins, voru kampakátar í tilefni sýningarinnar.

SÆLLEG:

PRÚÐBÚIN:

Hjónin Marta Nordal leikkona og Kristján Garðarsson arkitekt voru ánægð með sýninguna.

BLÓMSTRANDI:

Kalli og Ester skelltu sér í leikhúsið með blómstrandi kærustu sonarins, Vilborgu Sigurþórsdóttur, sem á von á sér á næstunni.

Tommi og Tóta búningahönnuður mættu sælleg og glöð á frumsýninguna.

MYNDARLEG:

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri í góðum félagsskap með þeim Melkorku Teklu Ólafsdóttur og Kristjáni Þórði Hrafnssyni.


Maríanna Friðjónsdóttir (62) man tímanna tvenna:

LIFANDI GOÐSAGNIR:

FRUMKVÖÐLAR:

Bjarni Fel og Ómar Ragnarsson litu inn í afmæli RÚV. Andlit og raddir þeirra eiga stóran sess í lífi þjóðarinnar og eru þeir órjúfanlegur hluti af sögu Sjónvarpsins.

Maríanna Friðjónsdóttir og Eiður Guðnason byrjuðu bæði kornung að vinna við Sjónvarpið. Maraíanna er enn að starfa við fjölmiðlun enda kallar hún sjálfa sig fjölmiðlara. Þau eru í hópi sem kallar sig Svarthvíta gengið en 100 meðlimir þess hóps mættu í Efstaleitið og héldu áfram að skemmta sér eftir að dagskránni lauk þar.

STRÓRKOSTLEG GESTASTOFA Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum sjónvarpsáhorfenda að RÚV fagnar hálfraraldar afmæli sjónvarpsútsendinga á Íslandi um þessar mundir. Afmælisdagskráin er fjölbreytt og mikið í lagt. Afmælinu er bæði fagnað á skjám landsmanna og með veglegri dagskrá í höfuðstöðvum RÚV í Efstaleiti. Fjölmargir gamlir og nýir RÚV-arar lögðu leið sína í Efstaleitið og voru viðstaddir opnun Gestastofu en í henni er farið yfir sögu Sjónvarpsins. Maríanna Friðjónsdóttir hóf ung störf í Sjónvarpinu og hefur starfað við fag sitt alla tíð síðan, hún kom í Efstaleitinu og fagnaði með vinum og félögum.

F

rábært Sýningin er alveg stórkostleg. Björn G Björnsson er einn af frumkvöðlum í uppsetningu á svona sýningum, hann vann þetta mjög vel á allan hátt. Ég er virkilega ánægð með sýninguna, hún er fjölbreytt og maður rifar upp margar góðar minningar,” segir Maríanna Friðjónsdóttir sem er stödd hér á landi en hún er annars búsett í Danmörku. ,,Ég var ekki nema 16 ára þegar að ég byrjaði í Sjónvarpinu, ég var þar í 16 ár og fór svo yfir á Stöð 2. Þannig að ég hef fylgt þróun íslensks sjónvarps frá fyrstu tíð. Ég er enn að, hef sem sagt ekkert stoppað í svarthvíta samhenginu, ég kenni samfélagsmiðlun og hef

gert frá árinu 2008. Ég kalla mig fjölmiðlara. Aðspurð hvað henni fyndist um afmælishátíðna segir Maríanna: ,,Ég er í heildina ánægð með hvernig til hefur tekist en hefði viljað sjá meira gert úr þætti tæknifólksins. Það hefur í gegnum tíðina unnið hvert kraftaverkið á fætur öðru við gerð efnis fyrir Sjónvarpið, sem er yfirleitt fjárvana. Tæknifólkið okkar er faglegt og leggur gríðarlega mikið á sig til að framleiða gott sjónvarpsefni. Þessi her hefur unnið þögull og því finnst mér að það mætti minnast meira á hlut hans,” segir Maríanna sem fylgist enn grannt með þróun sjónvarps á Íslandi og erlendis og er dugleg að miðla þekkingu og reynslu sinni áfram.

ÚTVARPSSTJÓRINN:

Magnús Geir Þórðarson og nýbökuð eiginkona hans, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, voru í hátíðarskapi.

HRESSAR OG KÁTAR:

Ólöf Rún Skúladóttir og Ásglaug Dóra Eyjólfsdóttir störfuðu báðar á fréttastofu RÚV, á milli þeirra er ofurskriftan Margrét Grétarsdóttir sem starfði lengi við gerð Spaugstofunnar.


EITT SINN RÚV, ÁVALLT RÚV:

Listamaðurinn Laddi, Karl Sigtryggsson dagskrárgerðarmaður og Gunnar Baldursson leikmyndahönnuður eru sannir sjónvarpsgaldramenn og eiga stóran þátt í því sem íslensk þjóð hefur séð á skjánum síðustu áratugi.

FRÉTTAHAUKUR OG FRÚ:

Ólafur Sigurðsson starfaði lengi sem fréttamaður á RÚV. Hann var alltaf mjög herralegur til fara og skartaði iðulega litríkum bindum. Eiginkona hans, Albína Thordarson arkitekt, mætti með eiginmanninum í veisluna.

FJALLMYNDARLEGUR: Bogi Ágústsson fréttamaður er með eindæmum vinsæll, hann var í góðum félagsskap með fjallkonunni fríðu.

ÞULAN:

Sigríður Ragna Sigurðardóttir var ein af fyrstu þulum sjónvarpsins, hún varð landsfræg á einni nóttu og allir töldu sig þekkja hana.

STÓRVELDI Í ÍSLENSKU SJÓNVARPI:

Ómar Ragnarsson er án efa sá sjónvarpsmaður sem hefur brugðið sér í flest hlutverk á skjánum. Hann hefur komið fram sem skemmtikraftur, fréttamaður, kynnir og þáttastjórnandi í fjölmörgum vinsælum sjónvarpsþáttum og er afkastamikill dagskrárgerðarmaður. Eiginkona hans, Helga Jóhannsdóttir og dóttir hans Lára skemmtu sér vel með þeim gamla í veislunni.

DAGSKRÁRSTJÓRINN:

Sigurður Valgeirsson leit inn á gamla vinnustaðinn en hann var bæði á skjánum og bak við hann sem dagskrárstjóri.

SÝNINGARSTJÓRINN:

Björn G. Björnsson setti upp glæsilega sýningu í Gestastofu RÚV en þar eru munir sem tengjast Sjónvarpinu með einum eða öðrum hætti til sýnis. Sýning er mjög fjölbreytt og margt sem vekur upp góðar minningar meðal þjóðarinnar.

FJÖLHÆF:

Vera Illugadóttir er ekki bara fréttamaður, hún brá sér líka í hlutverk þjónustustúlku og bauð gestum afmælisins upp á ljúfar veitingar.

STOLT Í STIGANUM:

Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona mætti galvösk í veisluna.

Framhald á næstu opnu


Framhald af síðustu opnu

EKKI BARA SVARTHVÍTT:

Lára Ómarsdóttir fréttamaður er fæddur RÚVari, hér stillir hún sér upp við pappa-Boga í fréttasetti sem er til sýnis í Gestastofunni.

RIFJA UPP GAMLA TÍMA:

Eiður Guðnason, fyrrum fréttamaður, og Rúnar Gunnarsson, fyrrum dagsrkárstjóri og kvikmyndatökumaður, rifjuðu upp gamla tíma.

HVAR ER KRUMMI:

Rannveig Jóhannsdóttir var fyrsti umsjónarmaður Stundarinnar okkar sem hefur veirð á dagskrá Sjónvarpsins frá stofnun þess. Henni til aðstoðar var brúðan Krummi sem þótti nokkuð skemmtilegur. En þau eru iðulega nefnd samstímis sem Rannveig og Krummi.

FORSETINN MÆTTI: FEÐGIN Á FERÐ:

Hildur Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá RÚV, bauð pabba sínum í afmælið en Hörður Vilhjálmsson, faðir hennar, starfaði sem fjármálastjóri stofunarinnar.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnaði Gestastofuna og minntist Stundarinnar okkar og ævintýra fjölskyldunnar í Húsinu á sléttunni í ræðu sinni. Hann var í góðum félagsskap Illugua Gunnarssonar menntamálaráðherra.

GLATT Á HJALLA

Landsmönnum var boðið í veglega afmælisveislu RÚV. Dagskráin var fjölbreytt, boðið var upp á vöfflur og kaffi sem runnu ljúflega niður í haustkuldanum. Allri starfsmenn RÚV tóku þátt í veislunni og sýndu áhugasömum gestum hvern krók og kima.

STÚTFULLT Í EFSTALEITI:

Líf og fjör í Efstaleiti, landsmenn greinilega ánægðir með afmælisveisluna.

STUNDIN OKKAR VINSÆL:

Sigyn Blöndal, nýr umsjónamaður Stundarinnar okkar, gaf eiginhandaáritanir til æstra aðdáenda.


Fylgdu okkur á facebook – Lindex Iceland

The Balloon Sweater Peysa,

5755,-


FANG FRÍÐRA FLJÓÐA: FYRIRMYNDIR KVENNA:

Hrönn Marinósdóttir stýrir RIFF með glæsibrag, en RIFF varð til sem hluti af litlu skólaverkefni hjá henni. Í ræðu sinni fjallaði Hrönn um hvernig kvikmyndir geta breytt heiminum en þema hátíðarinnar í ár er friður. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði hátíðina með ræðu þar sem hún talaði meðal annars um fyrirmyndir sínar í lífinu, þar á meðal ömmu sína og Frú Vigdísi Finnbogadóttur, og Eva Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Ragnheiðar.

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og Stuðmaður, var umvafinn fríðu kvenfólki, eiginkonu hans Birnu Rún Gísladóttur viðskiptafræðingi, Áslaugu Magnúsdóttur athafnakonu og Áslaugu Pálsdóttur almannatengli.

RAUÐKLÆDDA MÆR: Grace Achieng vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Ófærð, þáttaröð Baltasar Kormáks. Hún ann Íslandi og kærastanum.

FLOTT:

Clara Lemaire Anspach, dóttir Sólveigar, leikstjóra Sundáhrifanna, var heiðursgestur sýningarinnar. Hún flutti stutta tölu og sagði að móðir sín hefði alltaf neitað að tala um myndirnar sínar áður en þær væru sýndar svo hún hélt í hefðina. Hér er hún ásamt Ágústi Bjarnasyni sem leikur aukahlutverk í myndinni.

FROSTI:

Einn af aðalleikurum myndarinnar Frosti Runólfsson, sem leikur Frosta í myndinni, og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti.

, N I F I R H Á SUANNASDÖNGUR SÓLVEIGAR

Ágúst Bjarnason (37) varð fyrir sundáhrifum á RIFF:

SV

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF er nú haldin í þrettánda sinn og var kvikmyndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach opnunarmynd hátíðarinnar. Sólveig háði baráttu við krabbamein á meðan á tökum myndarinnar stóð en hún lést í ágúst 2015. Sólveig lét þó veikindin ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut SACD-verðlaunin fyrir bestu myndina á frönsku í Director’s Fortnight-dagskránni.

H

reifst með „Myndin ætti að vera skemmtileg fyrir Íslendinga þar sem það tekst vel að gera grín að séríslenskum aðstæðum. Sólveig gerir þetta á frumlegan hátt og var mikið hlegið í salnum,“ segir Ágúst. En myndin var sýnd fyrir fullu húsi gesta í Háskólabíói, bæði aðstandendum myndarinnar, vinum og velunnurum RIFF og Sólveigar.

Myndin fjallar um Samir sem kynnist og verður yfir sig ástfanginn af sundkennaranum Agathe. Hann eltir hana alla leið til Íslands á ráðstefnu sundkennara þar sem

Didda Jónsdóttir, Frosti Runólfsson og fleiri persónur blandast í leikinn. Ferðin hefur í för með sér kostulegar afleiðingar fyrir þau bæði. Svo illa fer að Samir verður fyrir rafstraumi, missir minnið og man hvorki eftir Agathe né ástinni sem hann ber til hennar – eða hvað? „Ég var mjög hrifinn af myndinni og hló mikið að týpunum í henni. Sundáhrifin hafa virkað því ég hló svo mikið. Húmorinn er frumlegur og eftirminnilegar týpur, eins og til dæmis Didda og Frosti. Myndin spilar á hjartastrengina og er greinilega gerð af ástúð og virðingu fyrir viðfangsefninu,“ segir Ágúst.


NR,

F:

A

FORSETARITARINN OG FRÚ:

Örnólfur Thorsson og eiginkona hans, Margrét Þóra Gunnarsdóttir tónlistarkennari, biðu spennt eftir að sjá hvaða áhrif Sundáhrifin hefðu.

FULLT FANG:

Otto Tynes, markaðsstjóri RIFF, hafði í mörg horn að líta áður en kom að frumsýningu.

REFFILEG:

Listmálarinn Baltasar Samper mætti ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu. Þau heilsuðu upp á Bryndísi Schram í anddyri Háskólabíós.

FAGMENN AÐ STÖRFUM:

Margir einstaklingar sjá til þess að stórviðburður eins og RIFF gangi smurður. Þær Gyða Lóa Ólafsdóttir og Izzy Parkin sáu um að allir sem mættu væru með miða.

FRANSKUR GESTUR:

Leikarinn og leikhússtjórinn Brontis Jodorowsky hélt „masterclass“ á RIFF og mætti að sjálfsögðu á opnunarmyndina. Hér er hann ásamt Vilborgu Halldórsdóttur leikkonu.

FLUTT SAMAN:

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Sigríður Hjálmarsdóttir, dóttir séra Hjálmars Jónssonar, eru glæsilegt par og dugleg að sækja menningarviðburði saman.

FÍNAR FREYJUR:

Helga Steffensen leikbrúðuhönnuður og Guðný Árdal, eiginkona Gísla Alfreðssonar, fyrrum þjóðleikhússtjóra, biðu spenntar eftir sýningunni.

RÆÐA TÓNLISTINA:

Vinirnir Ólafur Arnalds tónlistarmaður og Rakel Mjöll Leifsdóttir söngkona eru bæði að gera góða hluti í tónlistarheiminum.

FLOTT FLJÓÐ:

Systurnar Signý, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, og Sesselja Pálsdóttir rithöfundur mættu í litríkum úlpum enda Kári farinn að blása allhressilega.

RUGLFLOTTAR REYKJAVÍKURDÆTUR: RITHÖFUNDUR Á RIFF:

Vinkonurnar Kristín Júlíusdóttir og Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur.

Sylvía Dögg (Lovetank) Halldórsdóttir myndlistarkona, Kristín Þórhalla Þórisdóttir (Kidda Rokk), Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona og vinkonur þeirra mættu litríkar og töff.


Gunnþór Sigurðsson (55) bauð í útgáfupartí:

FIMM FRÆKIN:

Fimmmenningarnir voru ánægðir með nýju plötuna og viðtökurnar. Egill Viðarsson gítarleikari, Gunnþór Sigurðsson bassaleikari, Elínborg Halldórsdóttir söngkona, Árni Daníel Júlíusson hljómborð og Guðjón Guðjónsson trommari.

NÆSTA KYNSLÓÐ:

Sonur Ellýjar, Þórarinn Jökull, kom og fagnaði með móður sinni og strákunum.

ELLÝ MEÐ ELLÝ: Ellý heldur hér á fyrstu plötu Q4U, sem var endurútgefin í Ameríku. Einnig hafa verið gefnir út safndiskar víða, meðal annars í Brasilíu.

Q4U Í FLOKKI ÞEIRRA BESTU Hljómsveitin Q4U vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sem pönkhljómsveit í byrjun níunda áratugarins. Q4U kom meðal annars fram í myndinni Rokk í Reykjavík og vakti mikla athygli fyrir tónlist sína og framkomu. Hljómsveitin hefur komið saman af og til síðan og gaf nýverið út þriðju plötu sína, Qþrjú.

U

pphafið „Q4U byrjaði sem pönkgrúppa en er það ekki lengur,“ segir Gunnþór. „Erlendis er hljómsveitin kölluð „goth“ eða „darkwawe“. Pönkið var upphafið.“ Undanfarin ár hefur Q4U fengið sífellt meiri athygli erlendis og hafa

safnplötur með efni hennar meðal annars verið gefnar út í Brasilíu og Bandaríkjunum. Q4U var talin í hópi 100 bestu hljómsveita heims á sviði darkwave- og goth-tónlistar í nýlegu uppgjöri á þessu sviði. „Á plötunni er nýtt efni og síðan þrjú lög af tónleikum sem við héldum

í Hörpu 28. febrúar 2013 en þeir voru haldnir til styrktar Ingólfi Júlíussyni, gítarleikara sveitarinnar, og fjölskyldu hans. Ingólfur spilaði þar með okkur í síðasta sinn lagið Creeps og þakið gjörsamlega fauk af Hörpu. Ingólfur, vinur okkar, lést í apríl 2013 og er nýja platan tileinkuð honum. Ingólfur var bróðir Árna Daníels og Egill, frændi Ingólfs, tók við sem gítarleikari Q4U,“ segir Gunnþór. „Útgáfutónleikar eru síðan á Húrra laugardagskvöldið 8. október næstkomandi kl. 21 og má finna allar upplýsingar á Facebooksíðu sveitarinnar.“

FRIKKI FYLGIST MEÐ Q4U:

HÆFILEIKAÞRENNA: Þessar þrjár konur krydda lífið, hver á sinn hátt, hæfileikaríkar og heillandi. Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og pistlahöfundur, Ellý og Íris Hera Norðfjörð, eigandi Kryddleginna hjartna.

AÐDÁENDUR:

Mike Pollock og Guðrún Sveinbjörnsdóttir létu sig ekki vanta. Bróðir Mike, gítarleikarinn Danny Pollock er fyrrum gítarleikari Q4U og spilaði á fyrstu plötu hennar, Q1.

Friðrik Indriðason, bróðir stjörnurithöfundarins Arnaldar Indriðasonar, kíkti að sjálfsögðu á Gunnþór, félaga sinn. Friðrik er fyrrum blaðamaður á Tímanum og er jafngóður penni og bróðir hans. Friðrik hefur fylgst vel með sveitinni frá fyrstu dögum hennar og verið einlægur aðdáandi hennar eins og sjá má af skrifum hans um sveitina.


Þorsteinn Pálsson (68) leit við í veislu:

I T P I K S M A S Ð Ó G

GLATT Á HJALLA:

Þorsteinn Pálsson skemmti sér greinilega vel í móttökunni og fór vel á með honum og Sue Cobb, eiginkonu fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Valgerði Valsdóttur.

Það var glatt á hjalla í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans á Laufásvegi þegar Partnership- verðlaunin 2016 voru veitt. Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Charles E. Cobb, stofnaði til verðlaunanna árið 1990 í þeim tilgangi að heiðra bandaríska ríkisborgara sem hafa lagt sig fram við að styrkja tengsl ríkjanna. Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, leit við í sendiherrabústaðinn.

VIRÐULEGIR:

Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Jón Trausti Sæmundsson, siðameistari sendiráðsins, tóku vel á móti gestunum.

MÆTTI LÍKA:

Davíð Oddsson lét góða veislu ekki fram hjá sér fara, hann ræddi við Charles Cobb og Ingimund Sigfússon, fyrrum sendiherra. Með þeim er Pétur Bjarnason listamaður sem hannaði verðlaunagripinn sem var afhentur við þetta tækifæri.

VEL AÐ ÞESSU KOMINN:

Timothy H. Spanos þakkaði kærlega fyrir viðurkenninguna.

ÁTTU GOTT SPJALL:

Charles Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Steinn Logi Björnsson höfðu margt að ræða.

G

leðilegt „Það er ánægjulegt að hitta Cobb-hjónin en þau hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og velvilja og ekki síst með þessari heiðursviðurkenningu. Þau hafa alltaf lagt sig fram við að efla tengsl þjóðanna. Sá sem fékk verðlaunin í ár er Timothy H.

Spanos og hann er vel að þeim kominn. Hann hefur verið ötull við að styrkja fjármálatengsl ríkjanna. Þetta var hin fínasta móttaka,“ sagði Þorsteinn Pálsson sem hugar að málefnum Viðreisnar þessa daganna.


GALLABUXNASTÍLL STJARNANNA 2016 Stjörnurnar leggja oftar en ekki línurnar í gallabuxnatískunni hverju sinni. Gaman er að sjá hvernig persónuleiki þeirra skín í gegn þegar þær eru búnar að dressa sig upp.

JENNIFER LOPEZ (47)

SJÓÐHEITAR OG NÍÐÞRÖNGAR J.Lo ber þessar vel, níðþröngar, bláar gallabuxur, og vöxturinn fyllir vel út í sniðið. Rúskinnsjakkinn með köðlum og töffaralegu sólgleraugun gera hana sjóðheita. J.Lo er ávallt með trendið á hreinu þegar kemur að gallabuxnavali.

Eva Longoria (41)

SEXÍ OG HEIT Perulaga vöxturinn sómir sér vel í þessum flottu, þröngu og rifnu gallabuxum og bleiku hælarnir setja punktinn yfir i-ið. Eva er heit í þessum gallabuxum og hvíta skyrtan tónar vel við.

Sarah Jessica Parker (51)

HIPP OG KÚL Sarah Jessica er hér í skemmtilegri samsetningu: gallabuxum, sem eru aðeins tættar við nára og á lærum og með uppbrettar skálmarnar, hermannaskyrtu í stíl og skóm með lágum hælum. Svolítill hippastíll á skvísunni í þetta skiptið og þægindin umfram útlitið.


Angelina Jolie (41)

EINFALDLEIKINN VERÐUR GLÆSILEIKI Jolie geislar í dressinu sínu, svartri þröngri skyrtu við himinbláu gallabuxurnar sínar sem eru jafnar alla leið niður, eða ,,regular“ eins sagt er. Útgeislun hennar og fylgihlutir gera gallabuxurnar enn flottari fyrir vikið. Til að tryggja glæsileikann er hún með rétta veskið, Yves Saint Laurent, á öxl.

Eva Mendes (42)

AFSLÖPPUÐ OG SMART Eva Mendes lítur alltaf vel út og það virðist allt klæða hana. Hér er hún þægilega klædd í víðar og lausar gallabuxur, rifnar við hné og með uppbrettar skálmar. Smart og afslappað útlit.

Victoria Beckham (42)

TÖFF OG ELEGANT Victoria er ávallt elegant og töff, alveg sama í hvað hún fer. Hér leggur hún línurnar fyrir haustið, svartar þröngar gallabuxur, þröngar um ökkla og pinnahæla í stíl. Tilbúin í kokteilboðið í gallabuxum.


Ó ÞÚ:

Enginn elskar eins og þú segir í laginu og hjónin Bjarni Ákason og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir ljóma af ást og hamingju.

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir (46) hugljúf í Hörpu:

HUGLJÚFIR TÓNLISTARMOLAR HLJÓMSVEITARINNAR MANNAKORNS

Hljómsveitin Mannakorn var stofnuð 1975 og kemur nafn sveitarinnar úr Biblíunni og þýðir brauð af himnum. Það má svo sannarlega segja að lög Mannakorns hafi í gegnum tíðina nært okkur eins og brauð, enda hafa lög hljómsveitarinnar verið þvílík fæða fyrir íslenskt tónlistarlíf og tónlistaraðdáendur. Perlur Mannakorns þekkja flestir Íslendingar en hljómsveitin hélt nýlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu við góðar undirtektir.

ELSKA ÞIG:

Söngkonan hugljúfa Ellen Kristjánsdóttir hefur sungið með Mannakorni í nokkur ár.

Á RAUÐU LJÓSI:

Magnús Eiríksson er aða llaga -textahöfundur hljómsveita og rinnar, hann spilar einnig á gíta r og syngur. Það blikka engin rauð ljós þegar Maggi byrjar að semja og spila.

ÓRALANGT Í BURTU:

Tónlistarhæfileikarnir fóru ekki langt því feðgarnir Magnús Eiríksson og Stefán Már Magnússon eru báðir að gera það gott í tónlistinni.

N

GAMLI GÓÐI VINUR: Söngvarinn Pálmi Gunnarsson á hug og hjörtu landsmanna og er gamall og góður vinur okkar í gegnum tónlistina.

ostalgía „Þetta voru mjög flottir tónleikar, rosalega fínir og skemmtilegir,“ segir Eva Dögg, en þetta voru fyrstu tónleikar hennar með Mannakorni. „Þeir eiga marga gamla og góða slagara, sem ég tengdi við og það kom ákveðin nostalgía yfir mann því ég er alin upp við mörg af þeirra lögum.“ Mörg af lögum Mannakorns eru róleg og hugljúf og hafa greinilega róandi áhrif á þá sem að á þau hlýða. „Það voru nokkrir í salnum sem sofnuðu,“ segir Eva. Mannakorn hefur á 40 ára ferli gefið út fjölda laga og að sögn Evu Daggar hefðu þeir því getað verið með tónleika mörg kvöld í röð. „Ég hefði viljað heyra fleiri gömul og góð lög og saknaði þess að heyra ekki Braggablús. Ég á nokkur uppáhaldslög með þeim, eins og til dæmis Einhvers staðar einhvern tíma aftur og Reyndu aftur.“ Eva Dögg er dugleg að sækja tónleika og var sem dæmi má nefna á tónleikum ELO í New York fyrir stuttu, þar stóðu tónleikagestir allan tímann, sungu með og dönsuðu. Íslendingar hafa löngum þótt ragir við að standa upp og dansa og taka þátt í tónleikum. „Það hefði mátt vera meira fútt í mannskapnum á tónleikunum hér heima,“ segir Eva.

LÍNUDANS:

Lífið er línudans og Guðmundur Hallvarðsson og Hólmfríður María Óladóttir stíga lífsdansinn saman. Dóttir þeirra, Guðný María, og tengdadóttir, Sigurrós Pétursdóttir, fóru með á tónleikanna.

SAMFERÐA:

Hljómsveitin Mannakorn hefur verið ástsæl sveit í fjölda ára og lagaperlur þeirra þekkja flestir. Gunnlaugur Briem, Pálmi Gunnarsson, Eyþór Gunnarsson, Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir.


Kristín Sigurjónsdóttir (58) er Stonsari:

SLEIKIR STONES Í ELDBORG Það var einvalalið söngvara og tónlistarmanna sem bauð upp á helstu lög hljómsveitarinnar Rolling Stones í Eldborgarsal Hörpu nýlega. Sveitin var stofnuð í London 1962 og hefur starfað óslitið síðan, í 54 ár, við miklar vinsældir. Safnplata þeirra, Forty licks, kom út 2002 og inniheldur 40 af þeirra þekktustu lögum og voru flest þeirra tekin þetta kvöld við góðar undirtektir tónleikagesta.

R

okk og ról Ljósmyndarinn Kristín Sigurjónsdóttir sem búsett er á Siglufirði var með tónlistarmönnum allan daginn og myndaði síðan tónleikana um kvöldið, meðan hún naut tónlistarinnar með systrum sínum. Kærasti Kristínar er Gunnar Smári Egilsson hljóðmaður. „Ég var náttúrlega með þeim allan daginn og var því á mjög löngum tónleikum,“ segir Kristín og hlær. „Það var rosalega gaman að fara um kvöldið, mér fannst heilmikið stuð og fólk ánægt með tónleikana.“

JUMPIN JACK FLASH:

„Ég er mikill Stones-aðdáandi og þekkti allflest lögin, það var eitt sem að bara rifjaðist upp fyrir manni,“ segir Kristín. Söngvararnir Stefán Jakobsson, Pétur Ben, Þór Breiðfjörð, Agnes Björt Andradóttir og Egill Ólafsson sáu um að syngja lög Rolling Stones. „Söngkonan unga kom ofboðslega á óvart og fólk talaði um það á eftir,“ segir Kristín. „Egill Ólafsson var líka ótrúlega flottur. Tónleikarnir voru líka fluttir í Hofi Akureyri og fór Kristín einnig á þá. „Það var líka rosalega gaman á Akureyri og stemning hjá fólki þar. Forty licks tókst virkilega vel upp.“

Pétur Ben og Þór Breiðfjörð fóru létt með að nota allt sviðið um leið og þeir sungu, enda fantaflottir söngvarar.

START ME UP:

Það verður ekkert af tónleikum án góðs undirbúning og hér ráða þeir Tómas Tómasson, tónleikahaldari og gítarleikari, og Gunnar Smári Egilsson ráðum sínum.

PAINT IT BLACK:

Söngvarinn Stefán Jakobsson mætir oftast á svið svartklæddur og dökkur yfirlitum, en það sama verður ekki sagt um sönginn, sem er litríkur, enda Stefán frábær söngvari og getur bókstaflega sungið allt.

WILD HORSES: LETS SPEND THE NIGHT TOGETHER:

I CAN´T GET NO SATISFACTION:

Tónleikagestir fengu samt fylli sína af rokki og góðri tónlist í Hörpu og gæsahúð þegar söngvararnir trommuðu allir af miklum móð í laginu Paint it Black.

Jafnvel villtir hestar hefðu ekki getað dregið söngkonuna Agnesi Björt Andradóttur af sviðinu, slíkur var sviðssjarmi hennar og söngur, en hún er að stíga sín fyrstu skref í bransanum.

Tónleikagestir byrja að streyma í salinn, tilbúnir að eyða kvöldinu með lögum Rolling Stones.

UNDER MY THUMP:

Egill Ólafsson hafði alla gjörsamlega undir þumli sér þegar hann steig á svið enda margreyndur í bransanum og toppsöngvari.


Guðrún Lilja Guðmundsdóttir (54) fimleikamamma tilbúin í kjólnum á EM 2016: HANDSTAÐA: Guðrún Lilja Guðmundsdóttir ánægð með verkið.

FLIKKFLAKK:

Fimleikamömmurnar Anna Kristbjörg Eyfjörð, Guðrún Lilja og Brynja Ástvaldsdóttir tilbúnar á EM 2016 í Slóveníu í flottustu stuðningsmannakjólunum.

STUÐNINGSMENN NÚMER EITT – FIMLEIKAMÖMMURNAR Undirbúningur fyrir Evrópumótið í hópfimleikum, sem haldið verður í Slóveníu í október, er nú á lokastigi hjá íslensku landsliðunum en það er ekki bara lokaundirbúningur hjá fimleikastjörnunum. Stuðningsmenn liðanna eru einnig að ljúka sínum undirbúningi og nokkrar fimleikamömmur hafa tekið sig saman og eru að leggja lokahönd á stuðningsmannadressin, stórglæsilega kjóla sem skarta sínu fegursta. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir hefur leitt hópinn og kom þessu skemmtilega verkefni af stað.

M

eð reisn Guðrún Lilja hefur undanfarin ár verið að hanna og sauma búninga og kjóla fyrir vorsýningar í fimleikunum og haft gaman af enda eitt af aðaláhugamálum hennar. „Mig langaði til að gera eitthvað enn meira og sýna landsliðunum stuðning í verki og fara alla leið og ákvað að reyna að fá fleiri foreldra til liðs við mig að hanna og sauma stuðningsmannabúninga eða dress. Í fyrstu vorum við þrjár en svo smám saman jókst áhuginn og nú erum við orðnar nokkuð margar fimleikamömmur sem ætlum að fara alla leið og mæta í kjólunum sem við erum búnar að hanna og sauma sérstaklega fyrir EM 2016,“ segir Guðrún Lilja og er mjög spennt fyrir förinni.

Glitrandi pallíettur og kögur

„Ég fór á flug og hannaði snið og útlit kjóla þar sem pallíettur og kögur voru í aðalhlutverki og lagði fram fyrir hópinn og viti menn það var samþykkt.“ Saumahópurinn hefur hist þrisvar sinnum og unnið að verkefninu. „Hugmyndin að þessum kjólum kemur frá fimleikaþemanu, glæsileikanum, reisninni og fagmennsku fram í fingurgóma.“ Glæsileikinn er ávallt í fyrirrúmi þegar fimleikastjörnurnar mæta á mót, í fagurlega skreyttum fimleikabolum, með hárgreiðsluna í stíl og líkamsburðurinn er eftir því. Ávallt er mikil reisn yfir

HELJARSTÖKK:

Guðrún Lilja glæsileg og tilbúin að fara alla leið sem stuðningsmaður dóttur sinnar númer eitt.

fimleikastjörnunum og mikið lagt í að hafa heildarmyndina sem virðulegasta. Þannig vilja fimleikamömmurnar líka vera á pöllunum þegar þær styðja börn sín.

Öflugt bakland skiptir öllu

Guðrún Lilja á eineggja tvíburadætur sem æfa fimleika með íþróttafélaginu Fjölni og leggur mikla áherslu á að styðja þær alla leið. „Stuðningur foreldra og þátttaka þeirra í öllu því sem börn þeirra taka sér fyrir hendur skiptir miklu máli fyrir árangur barna og líðan þeirra. Velferð þeirra er best tryggð með góðu samstarfi foreldra við íþróttafélögin, skóla, félagsmiðstöðvar eða hvaðeina sem þau taka sér fyrir hendur.“ Guðrún Lilja hefur ávallt ARABASTÖKK: stutt dætur sínar í fimleikunum og Fimleikamömmurnar gert það af miklum áhuga.

Mæta í kjólunum á pallanna

,,Við mömmurnar erum orðnar rosalega spenntar og bíðum eftir að mæta í kjólunum til Slóveníu. Við ætlum pottþétt að vera í kjólunum á pöllunum en erum að spá í hvort við verðum í þeim á leiðinni,“ segir Guðrún Lilja og brosir breitt. Guðrún Lilja og stöllur hennar, Anna Kristbjörg og Brynja, eru tilbúnar með töskurnar á hliðarlínunni og ætla að vera stuðningsmenn númer eitt á pöllunum í Slóveníu. Þær munu skarta sínu fegursta í EM 2016-kjólnum og sýna í verki að Íslendingar kunna að styðja sitt fólk.

ætla að stökkva í kjólunum á pallanna.


haustÚtsaLa

50% afsláttur af völdum vörum

Legugreining Rúmgott Komdu og fáðu fría legugreiningu og faglega ráðgjöf við val á þínu rúmi

Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus) - Sími 544 2121 - www.rumgott.is


Arna María Hálfdánardóttir (29) opnar laktósafría ísbúð og kaffihús:

LAKTÓSAFRÍTT

KAFFIHÚS OG ÍSBÚÐ – NÝTT Á ÍSLANDI

LJÚFFENGT OG FREISTANDI:

Splúnkunýr og freistandi gelato-kúluísinn frá Örnu nýtur sín til fulls.

SPENNT OG STOLT:

ÍSBROS:

Arna María er bæði spennt og stolt af laktósafríu ísbúðinni og kaffihúsinu sem verður opnað í bráð.

Arna María hér með nýjustu afurð Mjólkurvinnslunar Örnu gelato-kúluísinn sem bragðast ómótstæðilega vel í húsakynnum nýja staðarins.

Arna María er Ísfirðingur og mun annast rekstur á nýju kaffihúsi sem verður opnað fljótlega á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og er í eigu Jóns von Tetzchner. Staðurinn verður bæði ísbúð og kaffihús og verður allt vöruval í boði laktósafrítt og er staðurinn fyrstur sinnar tegundar á Íslandi. Ætlunin er að reyna að hafa sambærilegt framboð og er að finna á öðrum kaffihúsum og ísbúðum en þó mun þess vera gætt að ekkert innihaldi laktósa. Ísinn og aðrar mjólkurvörur koma frá Mjólkurvinnslunni Örnu í Bolungarvík.

Í

s og mjólk Arna hefur starfað hjá Mjólkurvinnslunni Örnu frá byrjun en fyrir stuttu fagnaði fyrirtækið þriggja ára starfsafmæli sínu. ,,Ég hef bæði verið í sumarstörfum og unnið samhliða skóla og hef ég verið í hinum og þessum verkefnum en þó einna helst tekið þátt í markaðsstörfum fyrirtækisins, sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt,“ segir Arna glaðvær. Gaman er að segja frá því að fyrirtækið heitir í höfuðið á Örnu. ,,Ég er ekkert lítið stolt af því. Arna er ótrúlega flott og stækkandi fyrirtæki og vörurnar hafa án efa verið kærkomin viðbót í mjólkurvöruflóruna á Íslandi og þá sérstaklega fyrir þá sem eru með mjólkuróþol. Ég verð seint talin hlutlaus þegar kemur að Örnu en mjólkurvörurnar hans pabba eru með þeim betri sem ég veit um og ég get fullyrt að ísinn er dásamlegur,“ segir Arna María stolt á svip.

Hugmyndin af laktósafríum ís

,,Jón von Tetzchner er stór hluthafi í Örnu, framleiðslunni hans pabba og hugmyndin að laktósafríu kaffihúsi og ísbúð kviknaði út frá pælingum um það hvernig væri mögulegt að koma laktósafríum ís í sölu. Tilraunir til þess að koma ísnum í þær ísbúðir sem nú þegar eru á markaðnum, sem margar eru samningsbundnar við stærri aðilana höfðu gengið erfiðlega og bara ekki. Út frá því kviknaði hugmynd um að opna laktósafría ísbúð,“ segir Arna María brosandi. En Arna hefur framleitt laktósafría ísblöndu fyrir ísvélar og hefur hún fengist í sjoppunni Hamraborg á Ísafirði. ,,Við erum þó að fikra okkur inn á nýjar slóðir í ísgerðinni með því að framleiða laktósafrían gelato-ís og fyrstu tilraunir hafa tekist með eindæmum vel. Framhaldið verður skemmtilegt,“ segir Arna María.

Þar sem hjartað slær

Áhugavert er að sjá hve frumkvöðlaverkefnin blómstra á Nesinu. En Jón er frá Seltjarnarnesi og þegar hann var í þeirri stöðu að fjárfesta, lá það beinast við að fókusa á Ísland og þá sérstaklega Seltjarnarnes. ,,Hann á mikið af ættingjum hér og fjölskyldan hans eyðir miklum tíma hérna líka. Fyrir þremur árum voru skrifstofurými til sölu á Eiðistorgi og torgið sjálft hefur upp á svo margt að bjóða, því þótti honum það vera dýrmæt fjárfesting. Ef hann gæti fengið fleira fólk hingað, þá myndi það auka lífið á torginu og úr varð að hann stofnaði Innovation House, sem kom með 100 manns, 20 nýsköpunarfyrirtæki sem leigja skrifstofuhúsnæði þar og hans eigið fyrirtæki, Vivaldi Technology sem er starfrækt á torginu,“ segir Arna María. ,,Ein af öðrum fjárfestingum hans var í Mjólkurvinnslunni Örnu og þegar tækifæri gafst á að eignast húsnæðið hérna á horninu, ákváðu Jón og pabbi að hrinda hugmyndinni um laktósafría ísbúð í framkvæmd og úr varð sem fyrr sagði. Fyrir allar fjölskyldur þar sem mjólkuróþol er til staðar, þó svo að það sé bara einn einstaklingur innan fjölskyldunnar, þá er þetta leið fyrir þær til þess að njóta þess saman

að fá sér laktósafrían ís og annað sem verður í boði. Helsta markmið Jóns er alltaf að gefa til baka í sinn heimabæ og við vonum að þetta verði ein leið til þess að við getum gert það. Einnig er frábært að koma með Örnu vörurnar í nágrennið, sem þó eru nú þegar fáanlegar í Hagkaup á Eiðistorgi,“ segir Arna María hreykin.

Glæsileg opnun framundan á Eiðistorginu

,,Við erum í standsetningu og undirbúningi þessa dagana og stefnum að því að opna um leið og allt er klárt, við gerum ráð fyrir að það verði á næstu vikum. Það er margt sem þarf að huga að og því mikil vinna í gangi, öll skemmtileg enda er þetta ótrúlega spennandi verkefni að takast á við. Ég er mjög spennt fyrir opnuninni, sem og við öll sem að þessu komum og vonandi verða viðtökurnar góðar og nóg að gera,“ segir Arna María en draumurinn er auðvitað að geta opnað fleiri sambærilega staði í framtíðinni. Arna María er sannfærð um að það verði markaður fyrir það og það verði bara að koma í ljós hvað verður. ,,Við tökum bara eitt skref í einu.“


NÝTT ÞYNGDARSTJÓRNUNAREFNI GlucoSlim inniheldur glucomannantrefjar sem stuðla að þyngdartapi, sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði.

RANNSÓKNIR STAÐFESTA VIRKNINA

Matvælastofnun Evrópu samþykkir glucomannantrefjar sem þyngdarstjórnunarefni og hafa rannsóknir sýnt fram á að þessar trefjar geta stuðlað að þyngdartapi.

Trefjarnar taka pláss í maganum og framkalla þannig seddutilfinningu svo að fólk borðar minna. Þær hægja á tæmingu úr maga og stuðla því einnig að því að lengri tími líður áður en við verðum aftur svöng.

Sölustaðir: Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.


Guðbjörg Hermannsdóttir (36) er formaður Kynjakatta:

KLÓ ER FALLEG ÞÍN:

Anna María Moestrup leggur lokahönd á að snyrta sinn kött.

KATTAKONUR:

Guðbjörg og vinkona hennar, Kristín Holm, eru alveg komnar á kaf í kettina. Guðbjörg er formaður kynjakatta og á 10 ketti, Kristín er ritari félagsins og á sjö ketti. Í sumar fóru þær saman til Spánar og sóttu eina læðu þangað til að fá nýtt blóð í ræktunina hér á landi. Kettir þeirra unnu til verðlauna á sýningunni.

PERSAÞRENNA:

Dagrún Matthíasdóttir sem er með Gullaldarræktun er eigandi þessara fallegu persakatta.

ÞUNGBRÝNN:

KYNJAKETTIR

KÁTIR Í HÖLLINNI

Þessi kisi býður spenntur og pínu þungbrýndur virðist vera eftir að verðlaun verði tilkynnt.

TVEIR FLOTTIR SAMAN:

Ólafur Njálsson í Nátthagaræktun mætti í þessari gullfallegu lopapeysu og kötturinn hans er ekki síðri, enda feldurinn allsérstakur.

Spynxkettlingurinn er frá Corner house-ræktun sem er í eigu Stefáns Bachmann. Hér hlýjar hann sér og eiganda sínum.

Kynjakettir, félag kattaræktanda á Íslandi hélt haustsýningu sína nýlega og fór sýningin fram í Reiðhöllinni í Grindavík. Kettirnir kepptu til verðlauna og var fjöldi katta skráður til leiks. Auk íslenska dómarans Marteins Tausen mættu líka erlendir dómarar til að dæma og var mikil stemning, stuð og mjálm í höllinni.

M

jáhhhh „Þetta gekk bara allt glimrandi vel og það var vel mætt af fólki, bæði til að sýna kettina sína og vinna til verðlauna og eins gestir sem komu til að skoða,” segir Guðbjörg Hermannsdóttir, formaður Kynjakatta. Sýningin fór að þessu sinni fram í Grindavík í Reiðhöllinni þar. „Við lendum því miður í því á hverju ári að þurfa að leita logandi ljósi að húsnæði í Reykjavík fyrir sýningarnar okkar, einhverju sem kostar ekki hálfan handlegg,“ segir Guðbjörg. „Að þessu sinni fengum við reiðhöllina hér í Grindavík hjá Hestamannafélaginu Brimfaxa og Brimfaxakonur voru með kaffisölu sem gekk glimrandi vel. Til að

halda svona sýningu þarf að leggja mikla vinnu í allt. Stjórn, félagsmenn og nefndirnar slá sko ekki slöku við þegar að sýningu kemur og leggjast allir á eitt og fyrir hönd Kynjakatta kann ég öllu þessu fólki bestu þakkir fyrir,“ segir Guðbjörg sem er sjálf mikil kattakona. „Þetta gekk æðislega vel og nú eru eflaust allir að ná sér niður eftir erilsama helgi,“ segir Guðbjörg. Það er öllum velkomið að ganga í félagið og má finna upplýsingar á kynjakettir.is.

HLÝIR SAMAN:

HLAÐNIR VERÐLAUNUM:

Þessir kettir fóru ekki með auðar loppur heim en þeir unnu greinilega til fjölda verðlauna.

SKREYTT Í ANDA HREKKJAVÖKU:

Þemað í ár var Hrekkjavaka og tóku margir vel í þemað og skreyttu búrin sín. Kettirnir voru þó ekki skreyttir en nógu fagrir fyrir.



Þuríður Björg Björgvinsdóttir (18) og Kristín Valdís Örnólfsdóttir (18) klæða sig vel fyrir haustið:

HAUSTTÍSKAN HITTIR

BEINT Í MARK Skautastelpurnar Kristín Valdís og Þuríður Björg úr Skautafélagi Reykjavíkur eru svo sannarlega með hausttískuna á hreinu. Stelpurnar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í flottustu fötunum fyrir haustið.

SÆTUR SAMFESTINGUR:

Myndi: BB

Þuríður Björg, eða Dídí eins og hún er jafnan kölluð, lítur frábærlega út í þessum græna samfesting frá Júník.

T

íska Það er ljóst að haustið er komið. Göturnar eru byrjaðar að fyllast af appelsínugulum og rauðum laufblöðum og það kólnar hratt í veðri. Það er þó ekki bara myrkur og kuldi sem fylgir haustinu því hausttískan í ár er einstaklega flott. Skautadrottningarnar Þuríður Björg

og Kristín Valdís stilltu sér upp í því heitasta frá Júník og 66° Norður og það er nokkuð ljóst að skvísur Íslands þurfa ekki að örvænta þegar það kemur að fataúrvali hér á landi. Bára Jónsdóttir, sem gengur iðulega undir nafninu Bára beauty, sá um að farða stelpurnar af sinni alkunnu snilld.

SMART:

Þessar flíkur má nálgast í Júník og það er alveg á hreinu að þessi samsetning á fötum á vel við í haust.


ÆÐISLEGUR KJÓLL:

Þrátt fyrir að það sé komið haust þýðir það ekki að maður megi ekki skella sér í fínu fötin. Þessi glæsilegi kjóll úr Júník klæðir Kristínu Valdísi einstaklega vel.

KALT EN SAMT KÚL:

Föt sem halda á manni hita geta líka verið töff eins og þessar flíkur úr 66° Norður sýna.

FLOTTUR JAKKI:

Þennan glæsilega jakka, ásamt hinum fötunum, má finna í Júník en það verður að segjast eins og er að hann er ótrúlega töff.


Unnur Eir Björnsdóttir gullsmiður (36) og Lovísa Halldórsdóttir Olesen eru hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár: BLEIKA SLAUFAN:

Viðhafnarútgáfan í dag, íðilfagurt silfurhálsmen sem skartar Bleiku slaufunni.

STUÐNINGSNETIÐ

DÝRMÆTT

GLEÐI:

Nadia, Lovísa, Unnur Eir, Ólafía Þurý og Sigurlaug Gissurardóttir voru afar glaðar í tilefni Bleika boðsins og brostu sínu blíðasta.

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Lovísu Halldórsdóttur Olesen og Unni Eir Björnsdóttur gullsmiðum. Þeim Nadiu Banine og Karólínu Porter var afhent viðhafnarútgáfa Bleiku slaufunnar í skartgripaversluninni Meba. Slaufan táknar stuðningsnetið sem er mikilvægt þeim konum sem greinast með krabbamein og spilar þar stórt hlutverk, eins og fjölskyldan og samfélagið.

Á

st og stuðningur Á laugardaginn efndi Meba til Bleika boðsins þar sem viðhafnarútgáfan var afhent þeim Nadiu Banine og Karólínu Porter við hátíðlega stund en Karólína var því miður forfölluð og tók Nadia, vinkona hennar, við hennar meni. „Var það vel við hæfi því þær prýða mynd viðhafnarslaufunnar. Þær eru vinkonur og hafa verið stuðningsnet hvor annarrar í baráttu sinni,“ segja þær Unnur Eir og Lovísa. Boðið gekk virkilega vel og fólk ánægt. Þakklæti og ást var sá andi sem gestirnir upplifðu við þessa fallegu stund og var gleðin í fyrirrúmi. Viðbrögð fólks við Bleiku slaufinni í ár eru mjög góð og fólk jákvætt. En viðhafnarútgáfan er hálsmen úr silfri og selt í takmörkuðu upplagi hjá flestum gullsmiðum og söluaðilum um land allt.

Góðar vinkonur og gullsmiðir

Unnur Eir og Lovísa unnu samkeppnina í ár og þeirra slaufa var valin. ,,Félag íslenskra gullsmiða og

Krabbameinsfélagið halda samkeppni árlega með vali á Bleiku slaufunni. Við tókum þátt og okkar hugmynd var valin að þessu sinni. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að við fórum í þetta saman, hins vegar erum við góðar vinkonur og vinnum vel saman. Ekki skemmir fyrir að við erum ánægðar með hugmyndir hvor annarrar,“ segja Unnur Eir og Lovísa glaðar í bragði.

ÞAKKLÆTI:

Nadia Banine tekur við viðhafnarútgáfunni af silfurslaufunni fyrir sína hönd og Karólínu Porter sem var forfölluð, hjá þeim Lovísu og Unni Eir ásamt Ólafíu Þurý Kristinsdóttur, dóttur Unnar Eirar.

Innblásturinn

Þegar kom að hönnuninni fóru vinkonurnar á flug og sóttu sér innblástur í nándina. „Okkur langaði að einblína á þann sem stendur manni næst þegar erfiðleikar steðja að. Það er svo mikilvægt að eiga góða að, að eiga gott stuðningsnet. Bleika slaufan 2016 táknar stuðningsnetið, eins og áður sagði, og er mikilvægast þeim konum sem greinast með krabbamein.“

FAGURKERAR:

Lovísa og Unnur Eir að störfum, verið að smíða Bleiku slaufuna og metnaðurinn er í fyrirrúmi.

FÁGAÐAR:

GLITRANDI:

Þær systur, Erla Magnúsdóttir og Þuríður Magnúsdóttir, brostu sínu blíðasta í tilefni dagsins.

GLIMRANDI:

Lovísa, Unnur Eir og Ólafía Þurý voru til í glens og grín með gestunum og alsælar með Bleika boðið.

Dóttir Unnar Eirar, Ólafía Þurý, ásamt Sigurlaugu Gissurardóttur, sem starfar hjá Krabbameinsfélaginu, og Lovísa glöddust saman.


2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225‑229. Panodil® Zapp filmuhúðaðar töflur. Inniheldur 500 mg af parasetamóli. Ábendingar: Vægir verkir. Hitalækkandi. Skammtar: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (40 kg): 1 g 3‑4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring. Í sumum tilvikum geta 500 mg 3‑4 sinnum á sólarhring verið nægileg. Frábendingar: Verulega skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Ef þú tekur annað lyf samtímis sem einnig inniheldur parasetamól er hætta á ofskömmtun. Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið lífshættulegum eiturverkunum. Ef grunur er um ofskömmtun skal tafarlaust leita læknis. Leitið ráða hjá lækninum áður en Panodil Zapp er notað, ef þú ert með háan hita, einkenni um sýkingu (t.d. hálsbólgu) eða ef verkirnir vara lengur en í 3 daga, ef þú ert með skerta lifrar‑ eða nýrnastarfsemi, næringarástand þitt er slæmt, t.d. vegna áfengismisnotkunar, lystarleysis eða vannæringar. Þú þarft hugsanlega að taka minni skammta þar sem lifrin gæti annars orðið fyrir skemmdum. Ef þú tekur mörg mismunandi verkjastillandi lyf samtímis í langan tíma getur þú fengið nýrnaskemmdir og hætta verið á nýrnabilun. Ef þú tekur Panodil Zapp við höfuðverk í langan tíma getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækni ef þú færð tíð eða dagleg höfuðverkjaköst. Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Panodil Zapp þegar teknar eru blóð‑ eða þvagprufur. Það getur skipt máli varðandi rannsóknaniðurstöðurnar. Almennt getur venjubundin notkun verkjalyfja, sérstaklega ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum, leitt til viðvarandi nýrnaskemmda og hættu á nýrnabilun (nýrnakvilla af völdum verkjalyfja). Panodil Zapp inniheldur 173 mg af natríum (7,5 mmól) í hverri töflu. Taka skal tillit til þess hjá sjúklingum sem eru á natríum‑ eða saltskertu fæði. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Panodil-Zapp-Red button_A4-ICE.indd 1

23/02/16 09:21


Bikiní 2016 Þar sem sumarið er að enda og haustið að skella á er tímabært að rifja upp bikiní ársins 2016. Stjörnurnar klæddust meðal annars þessum herlegheitum og slógu misvel í gegn. HEITASTI RASSINN.

EFNISMINNSTA BIKINÍIÐ.

FLOTTASTA BRÚNKAN Í ÁR.

Irina Shayk (30): Irina valdi sér aðeins of lítið bikiní og spókaði sig á Porto Cervo-ströndinni á Ítalíu. Irina var kærasta Ronaldos.

Amy Childs (26): Amy leikur í sjónvarpsþáttunum The Only Way Is Essex og naut lífsins í sumar á Ibiza. Hún er næstum því appelsínugul en getum við nokkuð búist við öðru af Essex-stjörnunni?

Kylie Jenner (19): Skrapp til Tyrklands og skartaði þessum glæsilega efnislitla sundbol, eldrauðum og ögrandi. Hún er yngsta systir Kim Kardashian.


6

MÖMMULEGASTA BIKINÍIÐ.

HEITASTI LÍKAMINN.

Jennifer Aniston (47): Jennifer fór ásamt ástinni sinni, Justin Theroux, til Bahamaeyja þar sem þau geisluðu af gleði á ströndinni. Hún var í bikiníi, samsettu úr tveimur hlutum, svörtum brjóstahaldara og bláum bikiníbuxum. Spurning hvort þetta hafi verið óléttubikiníið í ár.

FLOTTUSTU MAGAVÖÐVARNIR.

Britney Spears (34): Britney fór með fjölskyldu sinni til Hawaii og var í þessu flotta ferskjulitaða bikiníi. Hún tók sig vel út á ströndinni og var bæði stinn og flott.

Heidi Klum (42): Naut lífsins í Karíbahafinu með kærastanum sínum og þau dúlluðu sér á ströndinni á St. Barts. Heidi var í ögrandi bikiníi þar sem allar útlínur líkamans nutu sín.


SÚ FRÆGASTA:

FRÆGAR SJÁLFUR Það er varla hægt að ganga niður Laugarveginn án þess að sjá að minnsta kosti sjö einstaklinga taka svokallaða sjálfu. Sjálfan nýtur gríðarlegra vinsælda og magnið af þannig myndum inni á samskiptamiðlum er gríðarlegt. Það eru þó ekki bara Jón og Gunna niðri í bæ sem taka af sér sjálfur því fína og fræga fólkið er duglegt að taka af sér myndir og birta á sínum síðum. Hér má sjá nokkrar góðar sjálfur frá nokkrum af frægustu einstaklingum heims.

Hér má sjá eina frægustu sjálfu heims en þessa mynd tók stórleikarinn Bradley Cooper á Óskarsverðlaununum. Bradley tók myndina á síma Ellen DeGeneres, sem var kynnir á hátíðinni, og þarna má meðal annars sjá þau tvö, leikkonuna Jennifer Lawrence, leikarana Jared Leto, Brad Pitt, Channing Tatum og Kevin Spacey. Leikkonurnar Meryl Streep, Angelina Jolie og Lupita Nyong´O fá að vera með en sá sem vakti hvað mesta athygli var bróðir Lupitu, Peter Nyong´O en áður en þessi mynd var tekin vissi alheimurinn ekki hver hann var. Ellen tísti myndinni sem er sú mynd sem hefur verið deilt hvað mest á Twitter.

SPEGLASJÁLFAN:

og Söngkonan Miley Cyrus er dugleg að birta sjálfur af sér sjaldnast er hún í efnismiklum fötum. Hún hefur náð að fullkomna speglasjálfuna vinsælu.

SJÁLFUDROTTNINGIN:

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er sjálfudrottningin. Það er engin fræg manneskja sem kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana þegar kemur að því að taka góða sjálfu, enda er hún búin að fullkomna tæknina.


ÞRUSU ÞRENNING:

Leikarinn Bill Nye tók þessa rándýru sjálfu af sér og forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Vísindamaðurinn Neil deGrasse Taylor fékk einnig að vera með.

SIMMASJÁLFA:

Davíð Gunnlaugsson, fyrrum Það má segja að Sigmundur þessa ur tískufrumöður en hann tók gerð hálf sé , erra forsætisráðh . árum m örgu sjálfu af sér fyrir fjölm

GLAMÚRSJÁLFA:

KANÓNUR:

Partípinninn og hótelerfingin n Paris Hilton er mikið að vinna með speglasjálfurnar en það virðist fylgja þeim sjálfum að fyrirsætan er sjal dnast mikið klædd.

Þær verða ekki miklu harðari en þessi sjálfa. Stórleikarinn Samuel L. Jackson tekur eina sjálfu af sér og leikstjóranum Quentin Tarantino.

ENGINN SÍMI TAKK:

Leikarinn Benedict Cumberbatch ákvað að fara „back to basic“ á þessari sjálfu og sleppa því að nota síma. Bara alvörumyndavél fyrir okkar mann takk fyrir.

KRÚTTLEGT HULSTUR:

Gamanleikarinn Adam Sandler hlóð í þessa sjálfu en athygli vakti krúttlegt hulstur sem var utan um símann.

SJÁLFA FYRIR ALLA: BROSA:

Söngkonan Katy Perry veit hvar sín besta hlið er og nýtir símann óspart til að ná hinni fullkomnu sjálfu.

BOLAMYND:

Bolamyndirnar verða ekki miklu betri en þessi. Sjálfa með páfanum verður seint toppuð.

MEÐ AÐDÁENDUM:

Leikarinn Aaron Paul á marga dygga aðdáendur og hann er duglegur að taka sjálfur af sér með þeim.

Þessi mynd af forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton og æstum aðdáendahópi hennar hefur vakið mikla athygli. Nánast hver einn og einasti þarna inni vildi fá sjálfu af sér með Hillary og fengu því aðeins að sjá stjörnuna sína í gegnum símann.


stjörnukrossgáta SKADDA

SMÁBÝLI

KÆLA

VIÐMÓT

DRÁTTARBEISLI

PRETTA

RÆKTAÐ LAND

TÍMABIL

ÞRÁSTAGAST

ÁSAKAÐI

Í RÖÐ

TÍMABIL

KJÖKUR

PLATA HOPP FRÍA EKKERT FÍFLAST

KLÆÐI NEÐAN VIÐ KÚNST FYRIRVAF

ÆFA DJAMM

VÖRUMERKI

ERTA

BRAGUR RÁS

SLÍTA

SLÆMA

TVEIR EINS KOMAST

Í RÖÐ GARGA

TRÉ TRÚARLEIÐTOGI SAMÞYKKI

SMÁSTEINN

MÁNUÐUR

FRÁRENNSLI

TÖF

MJÖG

REYNDAR

STYRKJA SKÍTUR

SKJÓTUR

YFIRLIÐ

HEIMKYNNI

UMRÓT

LEYSIR

HINDRA

BÓKSTAFUR

MÆLIEINING Í RÖÐ TVEIR EINS

SÝKING

VIÐUR SVELGUR

Í RÖÐ

SJÁ UM

LÆRIR

STARF

DRUNUR

MUNNI

SJÓN

SKÓLI

SÝRA

ÓGREIDDUR

STRIT ERLENDIS

LIÐUGUR SKÍÐAÍÞRÓTT

LOKKA

HARMA

EYRIR

ÞUNN KAKA

ARR

FLJÓTFÆRNI BLÆR

DVALDIST ÓHREININDI

TVEIR EINS

JARÐBIK KJÁNI

FÆÐI

TÍÐINDI FUGL GEIGUR

ÓSKIPULAG

STREITA SKAÐA

SIGTUN NIÐUR

SKRÁ

TÚN

KROPP

EYÐAST

LOGA

LOFTTEGUND

ÞÉTT

FITA

FLAN SKOPAST LISTAMAÐUR

TVEIR EINS UTAN

IÐN

HNETA

ERLENDIS TVÍSTRA

LOFORÐ

ÁTT

SÖNGLA

GLETTAST

GAMALL

FRÁ

HANGA

TÁLBEITA

MUNNVATN

ORLOF

FYRIRGANGUR

GRÚA

LOFTTEGUND

BIRTA

KERALDI

ORÐTAK

FAÐMUR DÝRKA

HRINGJA

TUGUR


bíó

GÆLUDÝR

GLEÐIGJAFAR Í BÍÓ

101 DALMATIONS (1996): Samstaða dýranna

Glenn Close leikur Cruellu De Vil sem rænir dalmatíuhundum pars en hún vill feld hundanna til að gera sér kápu. Dýrin standa saman til að koma í veg fyrir illskuleg áform Cruellu. IMDB: 5,6.

Gæludýr gæða líf eigenda sinna gleði og skilja eftir loppuför í hjörtum þeirra og stundum einnig á húsgögnum og heimilisgólfum. Gæludýr eru einfaldlega hluti af fjölskyldunni og því er ekkert skrýtið að þau, stór sem smá, hafi komið við sögu í kvikmyndum. Hér kíkjum við á nokkrar þeirra.

LOOK WHO´S TALKING NOW (1993): Dýrin tala

GREMLINS (1984, 1990): Krútt verður skrímsli

Í fyrstu tveimur myndunum töluðu ungabörnin sín á milli, í þeirri þriðju eru gæludýr búin að bætast við fjölskylduna og þau tala saman sín á milli. John Travolta og Kirstie Alley eru í hlutverkum foreldranna. IMDB: 4,2.

Táningsstrákur eignast nýtt og krúttlegt gæludýr. Því fylgja þrjár mikilvægar reglur: 1. Ekki láta það komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta það blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa því að borða eftir miðnætti. Eins og táningum er tamt gleymir hann að fara eftir reglunum og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrímsla. Myndirnar urðu tvær og mun sú þriðja vera í vinnslu. IMDB: 7,2 og 6,3.

BEETHOVEN (1992, 1993, 2008, 2011, 2014): Risastór viðbót við fjölskylduna

Risastór og slefandi Sankti Bernharðs hundur verður einn af meðlimum vinalegrar fjölskyldu en dýralæknirinn vill að hann verði drepinn. Framhaldsmyndirnr urðu fjórar. IMDB: 5,5;4,7;4,6;4,6;4,7

MARLEY AND ME (2008, 2011): Hundur sem enginn ræður við

Sannsöguleg mynd um barnlaus hjón sem ákveða að fá sér hund til að sjá hvort þau eru hæf til að ala upp barn. Hundurinn Marley verður fyrir valinu en fljótlega kemur í ljós að hann er algerlega stjórnlaus og óalandi. Eftir því sem hann verður eldri færir hann hjónunum ný verkefni á hverjum degi en þegar þau eiga loks von á barni standa þau frammi fyrir spurningunni: Geta þau alið upp barn ásamt því að hafa stjórn á Marley? Seinni myndin er forsaga þeirrar fyrri. IMDB: 7,1 og 3,6.

BABE (1995, 1998): Svín smalar fé

Grísinn horfir á móður sína hljóta sömu örlög og flest svín gera, hverfa með vörubíl til slátrunar. Örlögin haga því svo til að Babe hittir bóndann Hoggett á markaði í sveitinni. Hoggett tekur Babe með sér heim og colliehundurinn á bænum tekur Babe í fóstur. Babe er staðráðinn í að hljóta ekki sömu örlög og móðir sín og tekur þátt í keppni smalahunda í héraðinu. Þar kemur í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Í seinni myndinni er bóndinn orðinn veikur og Babe leggur því land undir fót og ferðast til stórborgarinnar til að bjarga bóndabænum. IMDB: 6,8 og 5,8.

FRIENDS: Api verður kvikmyndastjarna

Apinn Marcel sem Ross vinur okkar í Friends sjónvarpsþáttunum átti verður að fá að vera með. Ross átti apann sem gæludýr í fyrstu seríu þáttanna og var minnst á hann í seinni þáttaröðunum. Þegar Marcel varð eldri ákvað Ross að gefa hann í dýragarð, síðar var brotist þar inn og Marcel rænt ásamt fleiri dýrum. Ekkert amaði hins vegar að honum og komst Ross að því seinna að Marcel var orðinn kvikmyndastjarna. Og í einum þáttanna heimsækir Ross Marcel á tökustað og þeir verja síðasta degi þeirra saman.


Lausn 1) Það vantar miða á eina krukkuna í hillunni neðst til hægri. 2) Það vantar hálsmen konunnar sem er hægra megin. 3) Það vantar neðstu línuna á verðtöfluna. 4) Dökkhærða konan er komin með blá augu. 5) Það vantar köflóttu ermina hjá manninum hægra megin. 6) Það vantar miða á krukku í efstu hillunni. 7) Það vantar hluta af blómunum neðst vinstra megin. 8) Það vantar höndina sem hvílir á mjöðm konunnar hægra megin. 9) Gólfið vinstra megin er komið með nýjan lit. 10) Það vantar úrið á handlegg konunnar sem er hægra megin.

Hvað finnur þú margar?

VILLUR

10 Vinahjónin Rakel Eva Sævarsdóttir, Friðrik Ársælsson, Martina V. Nardini og Jón Helgi Erlendsson eiga Borðið við Ægissíðu 123 í Reykjavík og fjölluðum við um staðinn í síðasta tölublaði. Borðið er allt í senn sælkerabúð, „take-away-staður“, veitingastaður og einstaklega aðlaðandi hverfisbúð í hjarta Vesturbæjar. Nú bregðum við á leik og höfum breytt neðri myndinni frá þeirri efri. Finnur þú 10 atriði sem eru öðruvísi? Lausnina má finna hér neðst á síðunni.

FINNUR ÞÚ 10 VILLUR Á MILLI MYNDANNA


NM77364

s

ru samve

ENNEMM / SÍA /

r a k í Sólr tundir


móment

lEiftur liðins tíma

Garðar B. Sigurjónsson

HELVÍTIS HERJÓLFUR Ég eyddi síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Draumadísin mín er úr Eyjum og nýútskrifuð sem hárgreiðslukona og því var útskriftin að sjálfsögðu haldin þar. Helgin var hin mesta skemmtun og útskriftarveislan var einstaklega vel heppnuð. Foreldrar mínir mættu og hittu tengdafjölskyldu mína í fyrsta skipti þannig að þá er það frá. Sunnudagurinn eftir útskriftarveisluna var erfiður. Við vorum mætt fyrir hádegi í salinn þar sem veislan fór fram kvöldið áður og byrjuð að þrífa. Við vorum þunn. Þegar þrifunum lauk var komið að því að slaka á þangað til Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar klukkan korter í sjö – eða það héldum við allavega. Skjótt skipast veður, sagði einhver einhvern tímann og þessi einhver hafði svo sannarlega rétt fyrir sér því nú var að koma stormur og viðbjóðsveður. Síðasta ferðin heim var klukkan fjögur og nú þurfti að hafa hraðar hendur til að breyta miðunum og koma bílnum með til baka. Það tókst og þá var komið að ferðinni heim með Herjólfi.

SKÍMÓ

LÍTUR TIL BAKA

Strákarnir í hljómsveitinni Skítamórall eru nú sameinaðir á ný og farnir að troða upp. Hljómsveitin var stofnuð 1989 og núverandi meðlimir hafa skipað sveitina síðan 1997 með hléum. Skímóstrákarnir opna myndaalbúmið fyrir okkur.

Þegar ég var búinn að leggja bílnum niðri settist ég inn í bíósalinn í Herjólfi með kaffibolla og sódavatn. Þarna sat ég í myrkrinu og vonaðist eftir því að ferðin heim yrði þægileg. Svo var ekki. Það leið ekki á löngu þangað til kaldur svitinn byrjaði að leka og maginn fór á fullt. Dísin mín bauð mér æludall en ég afþakkaði. Þar sem ég sat þarna í svitabaði, þunnur og horfði á Friends hugsaði ég hversu þakklátur ég væri fyrir Landeyjahöfn. Á meðan ég barðist við það að halda ælunni niðri hugsaði ég um það hversu þakklátur ég væri fyrir að ferðin væri aðeins hálftími. Ég byrjaði þó ósjálfrátt að hugsa um það hversu skelfilegt það hefði verið ef Herjófur hefði þurft að sigla til Þorlákshafnar. Þá varð mér enn meira bumbult. Þegar ég lagðist á koddann í gær byrjuðum ég og dísin mín að ræða næstu ferð til Vestmannaeyja. Sú ferð yrði slökunarferð, ekkert partí sem þyrfti að skipuleggja og halda og ekkert vesen. Bara við tvö í rólegheitunum. Ég var farinn að hlakka til næstu ferðar, enda líður mér vel í Eyjum, og þá kom setningin sem fékk magann á mér til að fara í hnút. „Þú veist það samt, ástin mín, að Herjólfur siglir eiginlega bara til Þorlákshafnar á veturna ...“

HEBBI TVEGGJA ÁRA: Herbert Viðarsson bassaleikari hefur alltaf komið til dyranna eins og hann er klæddur.

TÍU ÁRA Í TUNGNARÉTTUM:

Arngrímur Fannar Haraldsson, Addi Fannar, gítarleikari.

TÍU ÁRA Á POLLAMÓTI Í REYKJAVÍK:

Gunnar Ólason, söngvari og gítarleikari, þriðji frá vinstri í efri röð.

ÚTILEGA Í ÞJÓRSÁRDAL: Hanni, sjö ára, að leika sér í fótbolta.

FIMM ÁRA Í FÍLING:

Jóhann Bachmann Ólafsson, Hanni, trommari sem gutti á Selfossi.


ÞRIGGJA ÁRA MEÐ PABBA:

SKÍMÓ 2014:

Ljósmynd Gassi Ólafsson.

FYRSTI GÍTARINN:

Addi Fannar, 15 ára, í hringferð um landið nýbúinn að eignast fyrsta gítarinn sinn.

Einar Ágúst Víðisson, söngvari og slagverksleikari, 3 ára, með Víði Má Péturssyni, föður sínum, í Laxá í Aðaldal.

NEKT:

Strákarnir fóru úr fyrir Séð og Heyrt 1999.

LOK TÍUNDA ÁRATUGARINS:

Skítamórall 1999.

SNEMMA BYRJAR TÓNLISTARÁHUGINN:

„PROM-BALL“ Í KANADA:

Gunnar Þór með brennandi tónlistaráhuga á miðjum áttunda áratugnum.

Hebbi skiptinemi á leiðinni á promball í Montréal ásamt Mathieu 1993.

ÞAÐ VAR GULL:

Gullplötu fagnað á Astró 1998, hljómsveitin fékk afhenta gullsleggju.

PÚLARI:

Gunnar Þór Jónsson gítarleikari var orðinn ljónharður Liverpool-maður fjögurra ára.

TREÐUR UPP:

Einar Ágúst á unglingsárum heima í Neskaupstað.

FIMMTÁN ÁRA:

Hanni og Gunnar Óla á hljómsveitaræfingu á Selfossi með Poppins flýgur.


SAGA LJÓTU SKÓNNA Á TÍSKUPÖLLUNUM CHRISTOPHER KANE, VOR 2017:

Crocs komnir í marmaralúkk og skreyttir með steinum.

PRADA, VOR 2014:

Prada ákvað að vera ekki eftirbátur annarra hönnuða og kom með sína sandalaútgáfu. Steinarnir eru stórir og flottir en skórnir eru það ekki.

Ljótir skór eiga nú upp á pallborðið á tískupöllunum á sýningum helstu tískurisanna og sá síðasti til að sýna skó í því trendi er Christopher Kane en hann „pimpaði“ Crocsskóna, sem mörgum finnst alveg afspyrnuljótir, upp fyrir sýningu sína á vortískunni 2017 á tískuvikunni í London nýlega.

O MARKUS LUPFER, VOR 2015:

Hvað er hægt að segja? Áttu ekki allir svona einu sinni, nostalgían allavega kitlaði okkur verulega. Lupfer setti þá í hælaútgáfu með steinum.

j bara Það viðurkenna örugglega allir (í hljóði) að Crocs eru með þægilegustu skóm sem til eru en maður fer ekki í þeim út fyrir hússins dyr nema rétt til að hlaupa út með ruslið (mjög hratt!). Í útgáfu Kane er búið að gefa skónum glamúrútlit og skreyta þá með steinum, skórnir teljast þó líklega enn þá ljótir en bara á fallegri hátt. Fegurð ljótra skóa felst helst í því að það að klæðast þeim felur í sér ákveðna afstöðu: „Mér er „fokk“ sama í hverju ég er.“ Skór Kane eru þó alls ekki fyrstu ljótu skórnir sem rölt hafa um tískupallanna en hér má líta nokkra slíka.


MARC JACOBS, VOR 2015:

Sama hugmynd og þægilegu sandalar Dr. Scholls nema hér er flauelsútgáfa. Þessir virðast sækja hugmyndina til hippatímans líka.

CHARLOTTE RONSON, VOR 2015:

CELINE, VOR 2013:

Ljótu skórnir sem störtuðu trendinu. Hönnuðurinn Phoebe Philo sýndi þessa sandala sem sækja stílinn til Birkenstocksandalanna. Fóðraðir og örugglega mjúkir og þægilegir en ekki svo fallegir.

PREEN, VOR 2017:

Hönnuðurinn Thornton Bregazzi tók ljótu skóna alla leið í samstarfi við UGG og smellti í fjórar týpur af sandölum, bæði há- og lágbotna, svarta og hvíta og kórónaði lúkkið með slaufu.

Hér er allt eins einfalt og hægt er en engu að síður forljótt.

J. CREW, VOR 2016:

Dr. Scholls ákvað að vera með í „ljótir skór-trendinu“ og fór í samstarf við J. Crew og útkoman var þessir hvítu sandalar sem virðast bara ansi þægilegir.

MARC JACOBS, VOR 2014:

Jacobs setti sandala í goth-stíl með gúmmísóla og kjól í stíl.

ALEXANDER WANG, VOR 2017:

Leðursandalar með plastökklabandi, þarf að segja meira?

DIOR HAUTE COUTURE, VOR 2014:

Dior sér til þess að vorið er komið með blóm í haga, á skónum þínum.


HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ AÐ VERA KVENMAÐUR?

„Ég skammast mín ekki fyrir að klæðast eins og kona, þar sem að mér finnst ekkert skammarlegt við að vera kona.“ –Iggy Pop

Konur eru yndislegar, úrræðagóðar, elskulegar, málglaðar og erfiðar allt í senn. Þetta vita frægu karlmennirnir alveg eins og við hin. Sumir þeirra hafa átt óborganlegar setningar um konur.

„Það er gríðarlega erfitt verkefni að vera kona, þar sem að stærstur hluti þess felst í að eiga við karlmenn.“ –Joseph Conrad

„Ég kann vel við gáfaðar konur. Þegar þið farið út saman þá á þetta ekki að verða að störukeppni.“ –Frank Sinatra

„Það er aðeins þrennt sem er hægt að gera við konu. Þú getur elskað hana, þjáðst fyrir hana eða gert hana að skáldsögu.“ –Henry Miller

„Karlmaður stjórnar ekki eigin örlögum. Konurnar í lífi hans gera það fyrir hann.“ –Groucho Marx

„Mér líkar við karlmenn sem eiga framtíð og konur sem eiga fortíð.“ – Oscar Wilde


Lendir þú í biðröð í haust?

U T P I K S AG! ÍD Toyo harðskeljadekkin eru ekki nagladekk og mega fara undir bílinn strax! Eitt er öruggt; veturinn kemur og þegar hann kemur gerist það með hvelli. Flestir hafa nóg annað við tímann að gera en að standa í biðröðum. Notkun á Toyo harðskeljadekkjum er ekki bundin við ákveðnar dagsetningar og þau mega því fara undir bílinn strax. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

590 2045 | BENNI.IS

Toyo harðskeljadekkin hafa fyrir löngu sannað sig við íslenskar aðstæður. Þau eru einstaklega gripsterk, hljóðlát og umhverfisvæn.

Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045

Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110

Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210

Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600

Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333


heyrt og hlegið Þegar læknirinn kom bað hann hershöfðingjann að taka niður um sig buxurnar, sem hann og gerði. Hann byrjaði að mæla, setti málbandið á kónginn á hershöfðingjanum og byrjaði að vinna sig aftur. Guð minn góður, æpti hann allt í einu, hvar eru eistun á þér? Í Víetnam, svarar sá gamli. Í Pentagon föttuðu menn allt í einu að þeir voru með allt of marga hershöfðingja og fóru að bjóða þeim elstu að fara snemma á eftirlaun. Vegna dræmra undirtekta höfðingjanna var lofað að greiða þeim sem hættu strax full eftirlaun og að auki hundrað þúsund fyrir hvern sentimetra sem hægt væri að mæla í beinni línu eftir líkama þeirra milli einhverra líkamshluta, sem þeir sjálfir máttu velja. Einn samþykkti strax, gamall flughermaður. Hann bað um að hann yrði mældur milli táa og ennis. Mælingin var 1,85 m og hann labbaði út með ávísun upp á 18,5 milljónir. Einn í viðbót greip tækifærið þegar hann sá þetta og bað um að hann yrði mældur milli táa og fingra, með hendurnar upp í loft. Sá mældist 2,30 m og labbaði út með 23 milljónir. Þá kom þriðji hershöfðinginn sem ákvað að taka boðinu og sagði að hann vildi láta mæla milli kóngs og eistna. Mælingamaðurinn var nú hissa á þessu: Ertu viss um þetta? sagði hann og benti honum á hversu mikið hinir hefðu fengið greitt og hvort hann vildi ekki reyna að fá svolítið meira út úr þessu. En sá gamli var þrjóskur og heimtaði að þetta yrði gert. Allt í lagi, sagði mælingamaðurinn, en ég vil þá að það komi hérna læknir og framkvæmi mælinguna.

Tvær ljóskur eru að ræða málin. Þá segir önnur: Ég tók þungunarpróf í dag. Ok, segir hin, voru spurningarnar erfiðar?

stórar hendur. Ekki finnst mér það nú þegar ég pissa, svaraði hann. Yfirmaður minn sendi mér skilaboð: Sendu mér einn af fyndnu bröndurunum þínum. Ég svaraði til baka: Ég er að vinna, ég sendi þér einn á eftir. Yfirmaðurinn svaraði aftur: Þessi var frábær. Sendu mér annan brandara. 112: Góðan dag, get ég aðstoðað? Ljóskan: Ég fann gamla konu meðvitundarlausa á Skarphéðinsgötu. 112: Ööö, geturðu stafað það fyrir mig? Ljóskan: Hmmm, ess, ká, krapp ... Æ, fokk itt, ég dreg bara kerlinguna niður á Hlemm!! Maður nokkur sem bjó úti á landi og þótti með afbrigðum stórhentur kom einu sinni sem oftar í Kaupfélagið til að kaupa bensín á bílinn. Þegar hann tók upp veskið til að greiða fyrir bensínið, gat afgreiðslustúlkan ekki orða bundist og sagði: Mikið óskaplega ertu með

Skoðið úrvalið á

ok ka rba ka ri.i s

FLOTTU

AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR

Einnig úrval af pappadiskum, glösum og servéttum Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari

Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Norðmaður og Íslendingur. Íslendingurinn var að borða brauð með ávaxtasultu og Norðmaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Norðmaðurinn að Íslendingnum og spurði: Borðar þú skorpurnar á brauðinu? Íslendingurinn: Já, auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu? Norðmaðurinn: Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum

til brauð úr þeim og sendum til Íslands. Eftir dálitla stund kom Norðmaðurinn aftur og spurði: Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt? Íslendingurinn: Auðvitað hendum við því í ruslið. Norðmaðurinn: Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands. Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði: Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá? Norðmaðurinn: Auðvitað hendum við þeim í ruslið. Íslendingurinn: Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og sendum til Noregs.

Sudoku Svona ræður þú þrautirnar Á þess­ari síðu eru 9x9 SUDOKU-þraut­ir með tölu­stöf­um. Not­aðu töl­urn­ar 1-9. Sami tölu­staf­ur­inn má að­eins koma fyr­ir einu sinni í hverj­um kassa, hverri röð og hverj­um dálki.


Sedogheyrt.is

VINSÆLUSTU FRÉTTIR VIKUNNAR Vefsíðan sedogheyrt.is heldur þér upplýstum um allt það skemmtilegasta sem er í gangi í mannlífinu á hverjum tíma. Hér eru vinsælustu fréttir síðustu viku.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

IRIS ALAMO SVAF ILLA SVO HÚN SETTI UPP MYNDAVÉL! – MYNDBAND

Iris J Alamo segir frá því á Facebook að hún hafi sífellt verið að vakna á nóttunni. Hún reyndi allt til að bæta svefninn en var svo ráðlagt að stilla upp myndavél í svefnherberginu.

ÞARNA BÝR BÓNUSFÓLKIÐ

Það vakti mikla athygli hér á landi þegar tilkynnt var um bónusgreiðslur sem stjórnarmenn eignarhaldsfélags Kaupþings og LBI, gamla Landsbankans, eiga von á.

MAÐUR LOSNAR ALDREI VIÐ BÖRNIN SÍN – ALDREI

Leiðari ritstjóra er vinsæll.

ÁGÚSTA EVA OG ARON PÁLMARSSON OPINBERA SAMBANDIÐ!

Ágústa Eva og Aron Pálmarsson hafa vakið mikla athygli en stjörnuparið byrjaði að vera saman fyrir nokkru. Nú hefur samband þeirra loksins fengið opinbera viðurkenningu á Facebook sem er stórt skref á tímum samfélagsmiðla.

GUÐNI TH., KRISTÓ ACOX, BAUGSKONUR, ANDRI ÞYRLUFLUGMAÐUR, ÁSDÍS RÁN

Það er alltaf gaman þegar nýjasta tölublað Séð og Heyrt kemur út.

RANNSÓKN – SKÖLLÓTTIR KARLMENN KYNÞOKKAFYLLRI!

Í þættinum The Rhode Show voru niðurstöður nýrrar rannsóknar kynntar fyrir áhorfendum. Vísindamenn skoðuðu hvaða áhrif skalli hefur á ímynd karlmanna og komust að áhugaverðri niðurstöðu.

ÁSTMENN ÁSTU - METSÖLUBÓK

Ritsjóri Séð og Heyrt á tvo leiðara á topp 10.

ÁSLAUG VANN FYRIR BAUG - NÝTT LÍF - FORSÍÐUVIÐTAL

Sönn kjarnakona, Áslaug Magnúsdóttir, prýðir forsíðu Nýs lífs að þessu sinni. Hún er veraldarvön og alvöruheimskona, Áslaug er nýflutt heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem að hún hefur komið víða við.

VANLÍÐANIN REYNDIST VERA STÚLKUBARN

Fagurkerann Þórunni Högna tengja flestir við falleg heimili, tísku og förðun, enda hefur atvinna hennar og áhugi legið á því sviði síðan hún var unglingur.

BYGGINGAKRANI SKALL NIÐUR HJÁ BÆJARINS BESTU! – MYNDIR

Ung kona var stödd í miðbæ Reykjavíkur þegar byggingakrani féll skyndilega niður á hliðina.


SOS

spurt og svarað

LÆRIR ÍTÖLSKU Á MILLI 5 OG 7 Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann þekkir góða leiksýningu þegar hann sér hana en er enn sneggri að pikka upp þær slæmu. Hann svarar spurningum vikunnar.

MÉR FINNST GAMAN AÐ … njóta góðrar listar, af hvaða tagi sem er, lesa góðar bækur (mest sagnfræði og ævisögur nú orðið), borða góðan mat og spjalla við vel upplýst og skemmtilegt fólk.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Þorsteinn Ö. Stephensen. HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Engin fjarstýring.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Er ekki viss um að ég hefði neitt gott af því að vera með einhvern slíkan kraft.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Líkami Jesú Krists í altarissakramenti Heilagrar kirkju.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Klaufalegur.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Hann er tilbúinn en ég ætla ekki að láta stela honum frá mér.

STURTA EÐA BAÐ? Bað.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Grafinn. HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Sinnep og steiktan lauk. FACEBOOK EÐA TWITTER? Fésbók. HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Rakarinn minn heitir Hlynur Freyr Stefánsson og rekur hársnyrtistofuna Grand, vestast á Grandavegi. HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Um þessar mundir er ég helst að læra ítölsku á þessum tíma. HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Samankuðlaða pappírsservíettu. BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hvorugt.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Ég hef lengst af keyrt Toyotu og hugsa ég haldi mig við hana það sem eftir er. FYRSTA STARFIÐ? Leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins var fyrsta fasta starf mitt. FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER ... Kristskirkja í Landakoti. LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Hef enga sérstaka skoðun á því. FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Það er ekki margt fegurra á Íslandi en fjallasýnin úr Meðallandinu á björtum góðviðrisdegi, jafnt að sumri sem vetri.

KJÖT EÐA FISKUR? Fiskur.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Er með góða söngrödd, djúpan bassa. Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Náttbuxum og síðermabol. HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Foreldrar mínir voru mjög lítið í því að segja sögur af börnum sínum. HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Amour (Ást) eftir Austurríkismanninn Michael Haneke, eitt stórbrotnasta kvikmyndaskáld samtímans. ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Eflaust fleiri en eina, en sú sem ég hef fyrir líkamsræktarstöðvum og tækjasölum er slæm.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að taka þátt í ónefndu tólfspora-starfi. FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Ostrur. HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Það var eflaust svo neyðarlegt að ég er löngu búinn að sökkva því niður í djúp gleymskunnar. KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Er B-maður og fer því oftast frekar seint á fætur. ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair. LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Á. ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Stríð þessara ríkja er einn stærsti harmleikur okkar tíma með flóknar rætur langt aftur í sögunni og ég er afar feginn því að þurfa ekki að meta hvort hefur skárri málstað. DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Netið. HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Mamma situr á rúmstokknum hjá mér, kennir mér Faðirvorið og syngur mig í svefn.


www.krokur.net

522 4600 Taktu Krók á leiðarenda Krókur er sérhæft fyrirtæki í flutningum og björgun ökutækja. Ef bíllinn þinn bilar er mikilvægt að fá fagmenn til að flytja bílinn á réttan og öruggan hátt. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • Björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði

á þinni leið Suðurhraun 3, 210 Garðabær


Í GÓÐRA VINA HÓP á Sigló

Láttu fara vel um þig og þína á Sigló Hótel. Góður matur og drykkir, notalegt andrúmsloft, heitur pottur og gufa ásamt allskonar afþreyingu, passar hverjum vinahóp.

Snorragötu 3b • 580 Siglufirði • Sími 461-7730 • siglohotel@siglohotel.is • www.siglohotel.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.