Lífsgæði og sjálfbærari byggingar

Page 1

SUÐURLANDSBRAUT-VESTURGATA apríl 2013


Skýrsla þessi er hluti af stærra verkefni um vistvænt skipulag.

Titill

Betri borgarbragur

Undirtitill

Suðurlandsbraut - Vesturgata

Útgáfuár

2013

Höfundur

Björn Marteinsson (ritstj), Helgi B. Thóroddsen,

Anna Sóley Þorsteinsdóttir og Helga Bragadóttir

Tungumál Íslenska Lykilorð

Skipulag, göturými, borgarþróun, byggðarmynstur, sjálfbærni

Keywords

urban planning, street space, urban development, urban patterns, sustainability

ISBN

978-9935-463-10-4

Ljósmyndir

Betri borgarbragur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Google Earth

Teikningar

Betri borgarbragur

Forsíða

Betri borgarbragur

Útgefandi

Betri borgarbragur

Heimilt er að gera útdrátt sé heimildar getið: Helgi B. Thóroddsen, Anna Sóley Þorsteinsdóttir og Helga Bragadóttir (2013). Suðurlandsbraut – Vesturgata, Reykjavík: Betri borgarbragur, Kanon arkitektar


EFNISYFIRLIT ÚTDRÁTTUR 4 SUMMARY 5 INNGANGUR 7 ÞRÓUN OG SAGA SKIPULAGSÁÆTLANIR OG AÐALSKIPULAG

8 22

ÞÉTTLEIKI 26 STARFSEMI/ LANDNOTKUN

32

GÖTURÝMI 40 SAMANBURÐUR GÖTURÝMA

60

BÍLAUMFERÐ 66 UMFERÐ GANGANDI OG HJÓLANDI

72

TIL UMHUGSUNAR

74

TIL UMHUGSUNAR

76

HEIMILDIR 80


ÚTDRÁTTUR SUÐURLANDSBRAUT – VESTURGATA

Suðurlandsbraut–Laugavegur–Bankastræti–Austurstræti– Aðalstræti-Vesturgata. Leiðin liggur austur-vestur eins og Miklabraut og er um 6 km löng. Upphaf leiðarinnar er við mislæg gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar sem gatan tengist ekki lengur. Leiðin liggur síðan til vesturs í gegnum borgina endilanga og endar út við sjó við Ánanaust. Fyrra viðfangsefni Betri borgarbrags, Miklabraut-Hringbraut, er ein helsta umferðaræð borgarinnar en SuðurlandsbrautVesturgata er fjölþættari leið. Hún er forveri Miklubrautar sem aðal umferðar- og aðkomuleið Reykjavíkur. Leiðin Suðurlandsbraut-Vesturgata er söguleg ferð í gegnum margbreytilegt umhverfi borgarinnar með mismunandi starfsemi og byggðarmynstri. Efnistök eru með svipuðu sniði og í Miklubrautarskýrslunni, en vegna mismunandi eðli leiðanna er einstaka þáttum sleppt og aðrir nýir koma í staðinn. Vinnuhópurinn Betri borgarbragur hefur leitast við að skoða leiðina frá ýmsum sjónarhornum. Saga götunnar, þróun hennar og hlutverk. Upplýsingarnar eru settar fram á auðskiljanlegan hátt með teikningum, myndum og texta. Þetta er einnig gert til að fá góða yfirsýn yfir viðfangsefnið, það sem betur má fara og að auðveldara verði að skoða framtíðarmöguleika við leiðina. 4


SUMMARY SUÐURLANDSBRAUT – VESTURGATA

This 6 km axis, which lies from east to the west through the city of Reykjavik, consists of these roads: Suðurlandsbraut–Laugavegur–Bankastræti–Austurstræti– Aðalstræti-Vesturgata. It starts by a two level interchanges where Miklabraut and Sæbraut meet but Suðurlandsbraut was disconnected from this intersection many years ago. Betri borgarbragur has also done a similar research project for Miklabraut - Hringbraut, which is one of the heaviest traffic roads in the city. The roads we are analyzing in this project have different characteristics, purpose and appearance. This axis ties together the oldest part of Reykjavík to newer neighbourhoods. The working methods applied are similar to the Miklabraut Hringbraut report, but because of the different nature of the subject, some aspects of the research are different. The aim of this project is to analyze these roads, which make the way through the city from the eastern part through the downtown area and to the sea, from many different perspectives. At the same time look at the history of these roads, their purpose and future possibilities.

5


Betri borgarbragur- rannsóknarverkefni

Menn hafa byggt sér skýli í einhverri mynd í einhverja tugi árþúsunda, og á norðlægum

Að verkefninu hefur, auk verkefnisstjórnar, komið fjöldi aðila og skulu þeir helstu nafngreindir:

slóðum hefur húsaskjól verið ein af grunnþörfum manna. Allan þennan tíma hafa

Anna Sóley Þorsteinsdóttir, arkitekt, Kanon arkitektar

byggingarmenn þurft að finna lausn á því hvernig heppilegast og hagkvæmast væri að ná

Bjarni Reynarsson, land- og skipulagsfræðingur , Landráð

góðum árangri með þeim efnum sem buðust hverju sinni. Með vaxandi þéttbýlismyndun

Brynhildur Davíðsdóttir dósent HÍ í Umhverfis- og auðlindafræðum, umsjónarmaður framhaldsnáms

hefur flækjustig aukist og nú þarf ekki einungis að hugsa fyrir húsaskjóli einu saman heldur hefur nábýli og feykihröð þörf fyrir aukin samskipti og flutninga sett nýjar kröfur á hið byggða

Gunnar Örn Sigurðsson, arkitekt, ASK arkitektar

umhverfi. Kröfur til umhverfisins hafa stöðugt aukist og nú er í vaxandi mæli gerð krafa um að

Helga Bragadóttir, arkitekt, Kanon arkitektar

stefnt skuli í átt að sjálfbærari þróun í byggingariðnaði sem öðrum starfssviðum í þjóðfélaginu.

Helgi Þór Ingason, Háskólanum í Reykjavík

Verðmæti sem liggja í hinu byggða umhverfi eru feykimikil, byggt er til langs tíma og því

Ólafur Tr. Mathíesen, arkitekt, Gláma-Kím arkitektar

nauðsynlegt að fjárfestingin nýtist ókomnum kynslóðum með lágmarksálagi á umhverfi.

Ragnhildur Kristjánsdóttir, arkitekt, Teiknistofan Tröð

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, Hagfræðistofnun

Vorið 2009 tóku fulltrúar sjö aðila höndum saman um að skilgreina rannsóknarverkefni

Sverrir Ásgeirsson, Hús og skipulag

sem fjalla skyldi um hið byggða umhverfi, með áherslu á hvernig gera mætti þéttbýli

Þórður Steingrímsson, arkitekt, Kanon arkitektar

umhverfisvænna og sjálfbærara heldur en verið hefur. Þar sem verkefnasviðið er mjög

Þorsteinn Helgason, arkitekt, ASK arkitektar

umfangsmikið og snertir mjög ólík starfssvið og hagsmuni þá var ákveðið að verkefnisstjórn

Þorsteinn Hermannsson, verkfræðingur, Mannvit

skyldi vera skipuð einum aðila frá hverjum þátttakanda, en með öflugu tenglaneti yrðu aðrir

Vilborg Guðjónsdóttir, arkitekt ASK, arkitektar

áhugaaðilar tengdir verkefninu. Verkefnið hlaut þriggja ára Öndvegisstyrk Tækniþróunarsjóðs Rannís árin 2009-2012 og árið 2010 styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Í verkefninu var talað við fjölda aðila; hönnuði, stjórnmálamenn, embættismenn hjá ríki og

Verkefnisstjórn skipuðu eftirtaldir aðilar;

sveitarfélögum auk háskólafólks, sem ekki verða nafngreindir fjöldans vegna.

Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og dósent

Verkefnisstjórn kann þátttakendum í verkefninu og viðmælendum bestu þakkir fyrir þeirra

við Háskóla Íslands-Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, verkefnisstjóri

liðsinni, og rannsóknasjóðunum báðum fyrir fjármögnunina- án ykkar þátttöku hefði

Hans-Olav Andersen, arkitekt, Teiknistofan Tröð

þessi úttekt ekki orðið að veruleika. Verkefnið hefur verið kynnt fjölda aðila á fundum og

Harpa Stefánsdóttir, arkitekt, Akitektúra

ráðstefnum, og einnig skrifaður fjöldi erinda sem birst hafa innanlands og erlendis.

Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt, Hús og skipulag

Árangur verkefnisins er birtur í yfirlitsskýrslunni „Betri borgarbragur“ og að auki í mörgum

Helgi B. Thóroddsen, arkitekt, Kanon arkitektar

skýrslum um ólíka málaflokka sem snerta verkefnissviðið.

Páll Gunnlaugsson, arkitekt, ASK arkitektar

Sigbjörn Kjartansson, arkitekt, Gláma-Kím arkitektar


INNGANGUR Í mars 2011 kom út á vegum Betri borgarbrags skýrsla um MiklubrautHringbraut sem lýsti götunni frá ýmsum sjónarhornum. Nú er röðin komin að annarri meginleið um borgina, Suðurlandsbraut–Laugavegur– Bankastræti–Austurstræti–Aðalstræti-Vesturgata. Þessi leið liggur austurvestur eins og Miklabraut og er um 6 km löng. Upphaf leiðarinnar er við mislæg gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar sem gatan tengist ekki lengur. Fyrsti hluti leiðarinnar er aðkoma að barnaheimilinu Steinahlíð. Leiðin liggur síðan í gegnum borgina endilanga og endar út við sjó við Ánanaust. Fyrra viðfangsefni Betri borgarbrags, Miklabraut-Hringbraut, er helsta umferðaræð borgarinnar en Suðurlandsbraut-Vesturgata er fjölþættari leið. Hún er forveri Miklubrautar sem aðal umferðar- og aðkomuleið Reykjavíkur úr austurátt. Suðurlandsbraut-Vesturgata er söguleg ferð í gegnum borgina, margbreytilegt umhverfi með mismunandi starfsemi og eðli. Efnistök eru með svipuðu sniði og í Miklubrautarskýrslunni, en vegna mismunandi eðli leiðanna er einstaka þáttum sleppt og aðrir nýir koma í staðinn.

Reykjavík 1904 Lækjargata, Lækjartorg og Austurstræti

Vinnuhópurinn Betri borgarbragur hefur leitast við að skoða leiðina frá ýmsum sjónarhornum. Saga götunnar, þróun hennar og hlutverk. Markmiðið er að greina, sýna og setja upplýsingarnar fram á auðskiljanlegan hátt. Þetta er einnig gert til að fá góða yfirsýn yfir það sem betur má fara og að með þessari samantekt verði auðveldara að skoða framtíðarmöguleika við götuna. 7


ÞRÓUN OG SAGA Árið 1703 voru lögbýlin sem leiðin lá um: Bústaðir, Kleppur, Laugarnes, Rauðará, Arnarhóll, Reykjavík og Hlíðarhús. Leiðin lá um göturnar í Kvosinni, Aðalstræti og Austurstræti, elsta byggðarkjarna Reykjavíkur. Kvosin varð strax í upphafi þéttbýlisins sjálfsagður miðpunktur alls mannlífs. Lega Vesturgötu til vesturs og Laugavegar til austurs tengist gömlum leiðum til og frá bænum. Vesturgata tengdi byggðarkjarna Reykjavíkur vesturhluta Seltjarnarness og Laugavegurinn var leiðin austur úr bænum. Nafnið Laugavegur er dregið af þvottalaugunum í Laugardal. Þangað fóru konur bæjarins til þvotta. Í fyrstu þurfti að ganga vegleysu með þvottinn á bakinu. Það var því mikil samgöngubót þegar Laugavegurinn var gerður vagnfær árið 1889. Í fyrstu einskorðaðist verslun og þjónusta mest við Kvosina en með stækkun bæjarins teygðist á þessari starfsemi eftir Laugavegi til austurs og Vesturgötu til vesturs. Tilkoma Reykjavíkurhafnar 1917 varð til að styrkja enn frekar Kvosina í sessi sem þungamiðju atvinnulífs í Reykjavík. Nær alla 20. öldina var mikil fólksfjölgun í Reykjavík og húsnæðisskortur var viðvarandi vandamál. Þéttbýlið var mikið og iðandi mannlíf í

Uppdráttur af Reykjavík 1876 sem Benedikt Gröndal málaði. 12 árum síðar, árið 1889, bjuggu í Reykjavík 3.751 íbúi.

8

miðbænum. Um miðja öldina bjuggu nær allir bæjarbúar í göngufæri við Kvosina og höfnina.

Kort til hægri frá árinu 1947


9


Suðurlandsbraut 1960-1961 Í forgrunni eru kartöflugarðar við Hátún

10

Laugavegur 1910 austan við Hlemm


Í kjölfar seinni heimstyrjaldar urðu til skil í byggðinni. Með hugmyndafræði módernismans, tækniframförum og bættum lífskjörum minnkaði áhugi á miðborginni og klassísku borgarumhverfi. Ekki var lengur byggt í anda eldri byggðar með vel afmörkuðum bæjarrýmum. Einkabíllinn var kominn til sögunnar og úthverfin tóku völdin með mun uppleystri byggð en fyrir var. Viðfangsefni skipulagsyfirvalda breyttust úr formun bæjarrýma í að finna lausnir fyrir nýjan tíma. Aðalatriðin voru svæðaskipting og umferðarmál. Borginni var skipt upp í mismunandi landnotkunarsvæði. Svæðin voru aðgreind í m.a. : íbúðarsvæði, opinberar stofnanir og iðnaðar- og vörugeymslusvæði. Nýr miðbær var einnig fyrirhugaður við Kringluna. Vaxandi bílaumferð í borginni varð til þess að gatnagerð, bílastæði og umferðaröryggi varð stærsta úrlausnarefnið ásamt því að reisa nýjar íbúðir. Við leiðina má sjá þessi skil í byggðinni við Höfðatún, við ofanverðan Laugaveg. Byggðin austan við skilin afmarkar ekki göturýmið á sama hátt og fyrir vestan. Húsin austan við eru einnig laustengdari götunni og hafa jafnvel aðalaðkomu annarsstaðar frá en greiða aðkomu fyrir bíla.

Austurstræti 1900-1909

11


Á áratugunum eftir seinni heimstyrjöldina stækkaði borgin mjög hratt og ný úthverfi byggðust. En nú á síðustu áratugum hefur áhuginn á miðborginni og þéttri borgarbyggð aukist. Þótt að úthverfin hafi sína kosti með friðsæld og góðu aðgengi að náttúrusvæðum eru ókostirnir líka margir, langur ferðatími til og frá vinnu/skóla, sums staðar er langt í alla þjónustu og skortur á mannlífi. Þétt borgarbyggð býður upp á styttri ferðatíma, öflugri þjónustu og fjölbreyttara mannlíf.

Snorrabraut og Hverfisgata 1916-1925 járnbrautalest á leiðinni með farm niður að sjó

12

Ljósmynd til hægri: loftmynd 1928


13


Örfirisey

Laugarnes

Vesturbær

Grandar

Lækir Miðbær

Melar

Sundahöfn

Laugarás Tún Austurbær

Teigar

Hlemmur

Laugardalur

Hagar Háskóli

Norðurmýri Holt Sund Klambratún

Háaleiti

Heimar

Hlíðar

Skerjafjörður

Vogar Skeifan NÝTINGARHLUTFALL REITA 0,00 - 0,10

Öskjuhlíð

Kringla Merkur

0,10 - 0,25 0,25 - 0,50 0,50 - 1,00 Gerði

1,00 - 1,50

ÞÉTTLEIKI 14

1,50 Fossvogur


2011

1986

1960

1920

1902

1876

1836

aldur byggðar

Örfirisey 1986 2011

1947

1960

Laugarnes 1960

1876 2011 1902 Vesturbær

Grandar

Miðbær 1836

1920

Lækir

1960

1876 Melar Austurbær

Tún 1920

Teigar

Hlemmur

1947 Laugardalur

Hagar 1960

Sundahöfn

Laugarás

1902

1947

Háskóli

Norðurmýri 1947

Holt 1960

1947

2011

1947

Sund 1947

Klambratún

1986

Háaleiti Hlíðar

Heimar

1960

1986

1960

1960 Skerjafjörður

Vogar 1947

Skeifan

1947 Öskjuhlíð

Kringla Merkur 1990

2011

Gerði

ÞRÓUN BYGGÐAR FRÁ 1836-2011

1960 1947

merking svæða vísar í kort og loftmyndir sem eru merkt eftir ártölum Fossvogur

15


Reykjavík 1875 horft niður Bankastræti og Austurstræti

16


Með auknum áhuga á þéttri borgarbyggð hefur umræða um húsvernd aukist. Verndunarmál miðborgarinnar er viðkvæmur málaflokkur og á honum ólíkar skoðanir og gildismat. Það sem er ónýtt drasl fyrir einum eru gersemar fyrir öðrum. Ljóst er að sagan eða minni Borgarinnar skiptir miklu máli fyrir upplifunina á umhverfinu. Söguleg tenging gefur umhverfinu dýpt. En það er ekki sjálfgefið að allt gamalt eigi að halda sér. Gömul mannvirki og umhverfi eru ekki öll jafn merkileg. Taka þarf tillit til fleiri þátta en varðveislusjónarmiða í borgarumhverfinu. Húsverndun er aðeins einn af mörgum liðum í heildarmyndinni. Verndun getur t.d. stangast á við hugmyndir sem auka og bæta mannlífið. Í miðborginni, sögulegri miðju Reykjavíkur er mikið af eldri mannvirkjum. Þar eru líka mörg illa nýtt svæði sem særa fegurðarskynið og hægt væri að bæta með hugmyndaauðgi, nýjum mannvirkjum og gróðri. Það verður því að gæta að því að hindra ekki sjálfsagða uppbyggingu með ofverndun. Til umhugsunar: Hvernig væri að styrkja betur göngu- og hjólaleið úr vesturátt frá Laugaveginum að Þvottalaugunum. Eiga hugmyndir, formfræði og handverk samtímans ekkert erindi við miðborgina. Þurfa öll mannvirki að líta út fyrir að þau séu gömul til að það sé almenn sátt um þau?

17


1940

38.308

677

FLUGVÖLLUR 1940

1950

55.980

3.357

1970 1980 1990

72.407 81.693 83.766

7.085

KLASSÍSKT BÆJARRÝMI HOPAR ÚR SKIPULAGI

MANNFJÖLDI 17.494

EYÐNIG HEILSUSPILLANDI HÚSNÆÐIS ÞJÓÐARSÁTTARSAMNINGAR 1964-1974 NÝR MIÐBÆR GRÆN SVÆÐI

32.692 HUNDAHALD LEYFT 1984

97.569

BÍLAR UMFERÐAR HNÚTAR

2000 KREPPA 2008-

2010

111.345

85.581

ENDURVAKNING MIÐBORGAR KRÖFUR UM MISLÆG GATNAMÓT ÍBÚALÝÐRÆÐI

118.427

HITAVEITA 1930

96.107

SJÁLFBÆRNI

LÝÐHEILSA

ÞÉTTING BYGGÐAR

Einar Sveinsson

Gunnar H. Ólafsson Peter Bredsdorff og félagar Aðalsteinn Righter Hilmar Ólafsson Guðrún Jónsdóttir

KVOSIN

BYGGINGARNEFND REYKJAVÍKUR 1839-1921 UNDIR BÆJARSTJÓRN

Þorvaldur S. Þorvalddson

Helga Bragadóttir Salvör Jónsdóttir Birgir Sigurðsson Ólöf Örvarssdóttir

BYGGÐ INNAN HRINGBRAUTAR

STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR 1931

HEILDARSKIPULAG 1928

AUSTURBÆR

NORÐURMÝRI MELAR

LAUGARNESHVERFI VOGARNIR SMÁÍBÚÐAHVERFI

AÐALSKIPULAG 1962-1983

ÁRBÆR FOSSVOGUR BREIÐHOLT KRINGLAN

100.000

418

SKIPULAGSNEFND RÍKISINS 1921-1938

28.052

HLÍÐARTÚN / VESTURGATA

ÞINGHOLT

SAMVINNUNEFND RÍKIS OG BORGAR

RAFMAGNSVEITA 1921

80.000

REYKJAVÍKURHÖFN 1917

1930

1960 KREPPA SÍLDAR HRUN 1972

100

UPPBYGGINGARSVÆÐI

LAUGAVEGUR

STÓR BRUNI Í KVOSINNI 1915 TIMBURHÚS BÖNNUÐ Í KJÖLFARIÐ

60.000

17.450

HEILDAR SKIPULAGSUPPDRÆTTIR

LÆKURINN LAGÐUR Í BUNUSTOKK 1911

U M F E R Ð A R M Á L

1920

BRUNAMÁL

SKORTUR Á LÓÐUM

11.449

VATNSVEITA 1909 GASSTÖÐ 1910

HOLRÆSI OG GANGSTÉTTAR

1910

HEILBRIGÐISMÁL

MALBIKUN GATNA

SEINNI HEIMSTYRJÖLD 1939-1945 HERSETA 1940-2006

6.321

40.000

KREPPA 1929-1939

1900

OPIN HOLRÆSI 1897

H Ú S N Æ Ð I S E K L A

GÖTULÝSING 1876

20.000

FYRRI HEIMSTYRJÖLD 19014-1918

BYGGINGARNEFND TEKUR TIL STARFA 1839

LÖGGÆSLA HAFNARLEYSI

LAUSAMENNSAKA LEYFÐ 1894 TOGARAÚTGERÐ 1905 KREPPA 1907

890

STAÐA SKIPULAGSMÁLA SKIPULAGSSTJÓRAR

SKIPULAG UNDIR BORGARVERKFRÆÐINGI

1839

10.000

YTRI AÐSTÆÐUR

BÍLAR

HELSTU VIÐFANGSEFNI VÖRÐUR

UNDIR BORGARSTJÓRN

ÁRTAL

MANNFJÖLDI

AÐALSKIPULAG 1984-2004 AÐALSKIPULAG 1996-2016 AÐALSKIPULAG 2001-2024

SELÁS

GRAFARVOGUR

GRAFARHOLT

UPPBYGGING BORGARTÚNS

NORÐLINGAHOLT ÚLFARSÁRDALUR


2011

1986

1960

1947

1920

1902

1876

1836

aldur byggðar 1986 2011

1960

Örfirisey

1876 1902

2011

Bráðræðisholt Vesturbær

Grandar 1986

1902

1902

Miðbær 1836 1902 1876 Melar

1947

1902 Austurbær

1920 Hlemmur

1902

Hagar

Tún

1920 1902 1960 Háskóli

ÞRÓUN BYGGÐAR FRÁ 1836-2011

Norðurmýri

1947

merking svæða vísar í kort og loftmyndir sem eru merkt eftir ártölum

1960

1947

19 Holt


Laugardalshöllin

Nóatún

Ánanaust a Vesturgat

ut

ra

r

ðu

Su

Laugavegur

Lögreglustöðin Arnarhóll

b ds lan

Steinahlíð

Elliðavogur

Hverfisgata

træti Bankastræti

Austurs

1965

Laugardalshöllin

Kringlumýrarbrautin ný

Nóatún

Ánanaust a Vesturgat

træti Bankastræti

Austurs

ut

ra

Glæsibær

r

u uð

Steinahlíð

Laugavegur

Lögreglustöðin

a Vesturgat

breytingar á götum

b ds lan

ut

ra

Laugardalshöllin

1984

götur farnar

Glæsibær

Suðurlandsbrautin orðin aftengd

r

u uð

S

Steinahlíð

Elliðavogur

Hverfisgata

træti Bankastræti

Austurs

breytingar á götum

ÞRÓUN OG BREYTINGAR Á GÖTUM, innrammaðir hlutar sýna breytingar 20

Elliðavogur

Laugavegur

Nóatún

Ánanaust

nýtt umferðarmannvirki

Hverfisgata

Engjateigur nýr

Arnarhóll

Skeiðarvogur nýr

S

Laugavegur

Lögreglustöðin Arnarhóll

b ds lan

2011


Áður fyrr var Suðurlandsbrautin ein meginleiðin inn í bæinn. Seinna tók Miklabrautin við því hlutverki og gerir enn. Árið 1997 var Suðurlandsbrautin aftengd Vesturlandsvegi við Elliðaárvog. Austasti hluti Suðurlandsbrautar, svæðið frá Steinahlíð til Skeiðarvogar, ber þess enn merki að hafa áður verið umhverfi þungrar umferðargötu.

Loftmynd frá 1946, ljósm. Sigurhans E. Vignir

Suðurlandsbraut við Gnoðarvog, 1958 - 1960, ljósm. Pétur Thomsen.

21


SKIPULAGSÁÆTLANIR OG AÐALSKIPULAG Óvenju snemma er tekið á skipulagsmálum í Reykjavík miðað við fámennið á fyrrihluta 19.aldar. Byggingarnefnd Reykjavíkur var formlega stofnuð 29. maí 1839. Fyrstu skipulagsákvarðanir bæjarins komu fljótlega í kjölfarið og þær voru að leyfa ekki byggingar á Austurvelli og Lækjartorgi. Árið 1866 voru lagðar áætlanir um byggð í landi Hlíðarhúsa sem bærinn hafði þá nýlega fengið umráð yfir. Það er svæðið sem Vesturgata liggur um. Ætla má að hér sé um að ræða fyrsta eiginlega skipulagssvæði Reykjavíkur. Á fundi byggingarnefndar Reykjavíkur 21. júní 1866 er bókað:

Vesturgata 1890

22


“Var fyrst tekið fyrir eftir þar til gefnu tilefni að skoða Hlíðarhúsalóðina og

skiptst í stærri heildir sem útilokist frá eldshættu annarsstaðar frá, en í þessu efni ætlar

útvísa þar stæði fyrir gótur. Nefndin ákvað, að Hlíðarhúsavegurinn (innsk. núverandi

nefndin sér ekki að taka neina beinlínis ákvörðun nú sem stendur, nje heldur um breidd

Vesturgata) ætti að lengjast vestur eftir í beinni línu svo langt, sem Hlíðarhúsalóðin

sjálfra gatnanna”......

nær(Innsk. að Framnesvegi), nú fyrst um sinn, að stefna vegarins verði hagkvæmust frá Hlíðarhúsum og á milli húss P. Gíslasonar í Ánanaustum og Jakobs Steingrímssonar.

........”Nefndin álítur, að eftirfylgjandi reglur eigi að gilda um byggingar meðfram

Álit þetta styður nefndin einkum við það tvennt, að með þessari stefnu virðist fáanlegt

Hlírjarhúsaveginum:

hæfilegt byggingarpláss fyrir neðan veginn, þegar við þarf, án þess að of mikið sje

1. Á eystri parti vegarins má ei byggja nema timburhús og skal byrja byggingarnar sem

tekið af túninu, og að með þessari stefnu verði hægara að lengja veginn á þann hátt, er

austast og halda áfram vestur eftir.

æskilegur má virðast, svo að hann nái út að Eiðsgranda”..........

2. Á vestri parti vegarins má byggja bæði moldarhús og timburhús eftir því sem byggjandinn sjálfur óskar, og byrja byggingar sem vestast og halda áfram austur eftir.

.........”Hvað þvergötur áhrærir á lóðinni álítur byggingarnefndin, að þá sé í alla staði

3. Engum verða útvísaðar meira en 30ál.(innsk. 30x0,628m = 18,84m) út til vegsins,

hentast, að þær sjeu strax markaðar niður og fastsettar, svo að byggt verði eftir vissu

nema hann með sérlegum ástæðum sanni, að hann þurfi meira lóðar út til vegsins.”

áformi, því að það geti sparast fyrir bæjarsjóðinn kostnaður, sem leiðir af því, að ekki er byggt eftir vissu plani. En byggingarnefndin lætur þess þó getið, að enginn þörf sé

(Byggingarnefnd Reykjavíkur 100 ára, Georg Ólafsson, Lesbók Morgunblaðsins

til nú strax að leggja þessar þvergötur, þó þær sjeu afmarkaðar, heldur ætti það að bíða

28.júlí 1940)

þangað til lóðin er nægileg byggð. Nefndin ályktar tvær þvergötur muni geta nægt frá Hlíðarhúsveginum niður að sjó(innsk. Ægisgata og Brekkustígur), hin austari meðfram Hlíðarhúsabænum vestanvert niður að sjó, og hin ytri fyrir vestan vestasta hjallinn i Mýrarholti. Þessar þvergötur þurfa að vera nokkuð breiðar, svo að byggingarstæðin geti

23


Samkvæmt gildandi aðalskipulagi (2001-2024) liggur leiðin Vesturgata-

Til umhugsunar:

Suðurlandsbraut um mismunandi landnotkun. Vesturgata er íbúðasvæði, Kvosin og neðri hluti Laugavegs með Hlemmi er miðborgarsvæði og austur

Megin forsendan til að efla miðbæinn hefur verið talin fjölgun bílastæða.

úr er blanda miðsvæðis, stofnana, íbúða og opins svæðis.

Er þessu kannski öfugt farið? Til að skapa eftirsóknarverðara umhverfi í miðbænum þarf frekar að draga úr bílaumferð, fækka bílastæðum í miðbænum á

Allt frá árinu 1997 hafa Miðborgarsamtökin og Reykjavíkurborg unnið

völdum stöðum og fegra umhverfið?

að þróunaráætlun og uppbyggingaráætlun fyrir miðborg Reykjavíkur til að taka á ýmsum vandamálum miðborgarinnar. Helstu úrlausnarefni

Vantar fleiri torg og garða í tengslum við leiðina?

þróunaráætlunar miðborgarinnar hafa verið: Að stöðva fækkun verslana á svæðinu, óheft fjölgun veitingahúsa í stað

Hvernig á að vinna að endurbótum göturýmis?

verslana, ónógt framboð af heppilegu verslunarrými, ónógt framboð af heppilegu skrifstofurými, skortur á fjárfestingum, skortur á skýrri framtíðarsýn, skortur á bílastæðum, of lítil uppbygging íbúðarhúsnæðis og aukin samkeppni frá öðrum miðsvæðum.

24

Hversu þétt á að byggja við götuna og hvað eiga húsin að vera há?


hafnarsvæði Ánanaust

Fríkirkjuvegur Hlemmtorg

Hátún Snorrabraut Engjateigur

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

Háaleiti

Laugardalur

Kringlumýrarbraut

Hafnarsvæði Athafnasvæði Íbúðarsvæði Miðborg

Heimar

Miðsvæði Skeifan

Þjónustustofnanir Opin svæði til sérstakra nota

Grensásvegur Vogar Merkur

Blönduð landnotkun, þjónustustofnanir/ opin svæði til sérstakra nota

LANDNOTKUN, VESTURGATA, AUSTURSTRÆTI, BANKASTRÆTI, LAUGAVEGUR, SUÐURLANDSBRAUT

Skeiðarvogur Reykjanesbraut

Elliðaárdalur 25


ÞÉTTLEIKI Leiðin Suðurlandsbraut-Vesturgata liggur um mismunandi þéttleika og

Byggð á Laugavegi við Skúlagarð er allþétt á reykvískan mælkvarða.

byggðarmynstur. Hér á eftir eru sýndir níu reitir sem sýna mismunandi

Byggðin einkennist af sambyggðum steinsteyptum byggingum sem mynda

byggðarmynstur á leiðinni.

húsagarða ásamt einstaka stökum byggingum. Einingarnar eru flestar litlar og mynda skýr göturými.

Byggð við Vesturgötu er allþétt á reykvískan mælikvarða. Byggðin

Byggð á Laugavegi við Hátún er þétt á reykvískan mælkvarða. Byggðin

einkennist af stökum smáum einingum, aðallega timburhúsum á litlum

einkennist af margbreytilegum stakstæðum steinsteyptum byggingum.

lóðum. Göturýmið er skýrt, þó að nokkuð langt sé á milli húsa. Þau standa

Einingarnar eru af mismunandi stærð. Göturýmið er uppleyst.

flest við götulínu. Þar sem húsin standa inn á lóð afmarka lóðarveggir

Byggð við Suðurlandsbraut við Laugardal er þétt á reykvískan

göturýmið.

mælkvarða. Byggðin einkennist af stórum stökum einingum. Aðeins

Byggð í Kvosinni er þéttasta byggð Reykjavíkur, hún einkennist aðallega

er byggð sunnanmegin götu. Ekki er um að ræða afmarkað göturými.

af sambyggðum steyptum byggingum, borgarhúsum 3-5 hæða. Einingarnar

Húsalína sunnanmegin myndar eina heild þótt byggingarnar séu stakar.

eru flestar stórar á litlum lóðum. Nokkuð er um húsagarða með litlum

Byggð við Suðurlandsbraut við Heima og Skeifu er þétt á reykvískan

ljósgörðum. Göturýmið er skýrt, húsin standa við götulínu. Ingólfstorg er

mælikvarða. Byggðin einkennist af mjög stórum stökum einingum,

stórt bæjarrými sem leiðin liggur um.

mismunandi að hæð. Ekki er um að ræða afmarkað göturými. Ekki er um

Byggð á Laugavegi við Klapparstíg er einnig hluti af þéttustu byggð

eiginlega húsalínu að ræða.

Reykjavíkur, hún einkennist af sambyggðum byggingum, steyptum

Byggð við Suðurlandsbraut við Voga og Merkur er frekar gisin.

borgarhúsum í bland við einstaka timburhús. Einingarnar eru misstórar.

Vogamegin eru litlar einingar. En hinumegin við götuna við Mörkina eru

Göturýmið er skýrt og húsin standa nokkurnvegin í sömu línu.

stærri einingar Göturýmið er sundurlaust.

Byggð á Laugavegi við Snorrabraut er allþétt á reykvískan mælkvarða. Byggðin einkennist af sambyggðum steinsteyptum byggingum sem mynda húsagarða. Einingarnar eru flestar litlar og mynda skýr göturými.

26


27


Dæmi um mismunandi byggðarmynstur á 9 svæðum á ásnum gegnum Suðurlandsbraut, Laugaveg og Vesturgötu

Vesturgata

Miðbær,Kvosin

Stýrimannastígur

BYGGÐARMYNSTUR Suðurlandsbraut, Laugavegur, Vesturgata

Laugavegur

Laugavegur

Laugavegur

Laugavegur

Suðurlandsbraut

Suðurlandsbraut

Suðurlandsbraut

Klapparstígur

Snorrabraut

Skúlagarður

Hátún

Laugardalur

Heimar Skeifan

Vogar Merkur


Vesturgata

1. Vesturgata, Stýrimannastígur

Miðbær, Kvosin

Laugavegur, Klapparstígur

2. Miðbær, Kvosin

3. Laugavegur, Klapparstígur

Um miðja 19. öld fór byggð að teygja sig Vesturgata frá miðbænum til Suðurlandsbraut, Laugavegur,

Á korti af Reykjavík frá Laugavegur, árinu 1715 sést Víkurbærinn sem stóð Suðurlandsbraut, Vesturgata

Upphaf verslunargötunnar Laugavegar er Vesturgata að árið 1855 samþykkti Suðurlandsbraut, Laugavegur,

vesturs meðfram Vesturgötu. Gatan byggðist fólki úr öllum Ístéttum. þéttum bæ fólk að1900 faraeru gangandi, á hjóli eðaum með Um kýs aldamótin íbúar Reykjavíkur 6000. almenningssamgöngum freka að nota einkabíl. Þéttari bæir Þá er á svæðinu tiltölulega þétt er byggð þar sem heimili, atvinna þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem og samgöngur saman og byggðsémeð þýðir sparnað ífléttast orku- og efnisnotkun réttmargbreytilegum að staðið með húsgerðum og litlum ráðandi. Á Þéttur svæðinu er byggingaaðferðir og grunneiningum fyrirkomulagi lagnakerfa. bær getur örvað félagsog menningarstarfssemi og við gerir hann fjölbreytt byggð timburhúsa allt frá 19. öld í bland reisuleg efnahagslega sterkari. hús og fyrstu húsin klædd bárujárni, steinhús. “Mansardþak” að ógleymdum reisulegum “skipstjóravillum” í “schweitzerstíl” setja svið á umhverfið. Byggðarmynstrið þróaðist á grunni heildarskipulags Guðjúns Samúelssonar frá árinu 1927 og hafa nýjar byggingar verið felldar inn í það fram á þennan dag.

við sunnanvert Aðalstræti. Þar reisti Skúli fógeti verksmiðjuhús ÍInnréttinganna þéttum bæ kýs fólk að fara á hjóli Fógetahúsið, eða með á sjötta tug 18.gangandi, aldar og stendur almenningssamgöngum freka er þar að nota Þéttari íbæir Aðalstræti 10, elst húsa í borginni enn. einkabíl. Upphaf byggðar þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem Reykjavík er í Grjótaþorpi og með Innréttingunum jókst verslun þýðir sparnað í orku- og efnisnotkun sé rétt að staðið með og útgerð og lóðum úthlutað úr landi hjáleigunnar byggingaaðferðir ogvar fyrirkomulagi lagnakerfa. ÞétturGrjóta. bær getur örvað ásamt félags-tilhogginni og menningarstarfssemi og gerir hann Dómkirkjan byggingu Alþingishússins setti efnahagslega sterkari. sterkan svip á bæjarmyndina við Austurvöll á seinni hluta 19. aldar. Þetta umhverfi var styrkt í heildarskipulaginu frá 1927, en ásamt deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1985, hefur verið byggt samkvæmt því allar götur síðan. Eftir stórbrunann árið 1915 tók steinsteypan við af timbri sem helsta byggingarefnið. Bæjarrými mótuð af gömlum og nýjum misstórum byggingum og hið hefðbundna gatnakerfi einkenna miðbæinn, þar sem gangandi og akandi er gert jafn hátt undir höfði.

BYGGÐARMYNSTUR

Suðurlandsbraut, Laugavegur, Vesturgata

bæjarstjórn að leggja götuna frá bæjarkjarnanum í Kvosinni

Íinn þéttum bæ kýs að fara gangandi, á hjóli eða í Laugardal aðfólk Þvottalaugunum. Byggð teygði sigmeð inn eftir almenningssamgöngum freka er nota einkabíl. Þéttari Laugavegi og þar reistu einkum húsaðíslenskir kaupmenn. Uppbæir úr þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem 1920 þegar Skólavörðuholtið norðanvert fór að byggjast upp eru þýðir sparnað í orku- og efnisnotkun sé rétt að staðið með íbúar í Reykjavík um í upphafi voru hús við Laugaveg byggingaaðferðir og 17.500. fyrirkomulagi lagnakerfa. Þéttur bær getur og gerir hann lítil umörvað sig ogfélagslágreistog ogmenningarstarfssemi gjarnan bakhús. Í heildarskipulaginu efnahagslega sterkari. frá 1927 sem aldrei náði fram að ganga í heild sinni var gert ráð fyrir 3ja hæða randbyggð við Laugaveginn. Fyrir vikið standa steinsteypuhús með gluggalausum brunagöflum inn á milli eldri timburhúsa. Uppbygging verslunarkjarna, einkum Kringlunnar og þörfin fyrir breytt verslunarrými á ólíkum tímum hefur haft mikil áhrif á Laugaveginn. Vegna þessa er götumyndin óvenju fjölbreytt þar sem lesa má hluta byggingarsögu Reykjavíkur með húsum frá flestum byggingarskeiðum. 29


Laugavegur, Snorrabraut

Laugavegur, Skúlagarður

Laugavegur, Hátún

4. Laugavegur, Snorrabraut

5. Laugavegur, Skúlagarður

6. Laugavegur, Hátún

Árið 1942 var Hringbrautinni breytt neðanVesturgata Landspítalalóðarinnar Suðurlandsbraut, Laugavegur,

Þarna eru ákveðin skil við Laugaveginn ogVesturgata Höfðatún. Suðurlandsbraut, Laugavegur,

og norðurhluti Hringbrautar fékk nafnið Snorrabraut. Mun þá Íbyrjunin þéttum ábæ kýs fólk fyrst að fara hjóli eða með Miklubraut hafagangandi, verið sett áopinberlega á blað og almenningssamgöngum freka er að nota einkabíl. bæir þá þegar álitið að þörf væri annarrar aðalbrautar út úrÞéttari bænum þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem en Suðurlandsbrautar. Tiltölulega heilsteypt randbyggð grunni þýðir sparnað í orku- og efnisnotkun sé rétt að staðiðað með samkvæmt heildarskipulaginu frá 1927 með vel afmörkuðum byggingaaðferðir og fyrirkomulagi lagnakerfa. Þéttur bær getur örvað einkennir félags- ogsvæðið menningarstarfssemi og gerir hann bakgörðum og afmarkar göturými.

Skúlagarðurinn, bæjarland og vin í miðborginni með leikvelli og Ídvalarsvæðum, þéttum bæ kýserfólk að fara gangandi, á hjóli með umlukinn randbyggð sem reisteða var á árunum almenningssamgöngum freka er að nota einkabíl. Þéttari bæir 1940 – 1945. Götu – og bæjarrýmið er í anda heildarskipulagsins þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem frá 1927, við jaðar miðbæjarins, en opnast til austurs að annars þýðir sparnað í orkuog efnisnotkun sé rétt að staðið með konar skipulagi, þarogsem byggð verður gisnari og Þéttur göturýmið byggingaaðferðir fyrirkomulagi lagnakerfa. bærfjarar getur örvað félagsog menningarstarfssemi og stórt gerirhlutverk hann í út. Umferðaræðin, aðkoma bíla og bílastæði leika efnahagslega sterkari. götunni.

Skipulag fyrir iðnaðarhverfi austast við Laugaveg er upphaflega Suðurlandsbraut, Laugavegur, Vesturgata frá árinu 1942. Á þeim uppdrætti, sem er elsti uppdráttur að Í þéttum bæ kýs fólk að fara gangandi, hjóli eða með nýskipulagi atvinnuhverfis í Reykjavík, eruáskiptin frá Laugavegi almenningssamgöngum freka er að nota einkabíl. Þéttari bæir yfir í Suðurlandsbraut við Höfðatún, en færðust síðar austur þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem að gatnamótum Kringlumýrarbraut. Atvinnusvæðið sunnan þýðir sparnað í við orkuog efnisnotkun sé rétt að staðið með Laugavegar hefur verið í byggingu allt frá árinu 1950, fram til byggingaaðferðir og fyrirkomulagi lagnakerfa. Þéttur bær getur örvað ogbreyst menningarstarfssemi og ígerir hann og dagsins í dagfélagsog hefur úr athafnasvæði yfir miðbæjarefnahagslega íbúðasvæði s.l. sterkari. áratug. Í suðri er randbyggð, fjær götu en áður og norðan götunnar eru byggingar stakstæðar og göturýmið verður enn opnara til austurs þar sem helgunarsvæði gatna við Kringlumýrarbraut var áhrifavaldur í skipulagi.

efnahagslega sterkari.

BYGGÐARMYNSTUR Suðurlandsbraut, Laugavegur, Vesturgata 30


Suðurlandsbraut, Laugardalur

Suðurlandsbraut, Heimar, Skeifan

Suðurlandsbraut, Vogar, Merkur

7. Suðurlandsbraut, Laugardalur

8. Suðurlandsbraut, Heimar - Skeifan

9. Suðurlandsbraut, Vogar - Mörk (Merkur)

Suðurlandsbrautin var aðalaðkoman til höfuðstaðarins fram á Suðurlandsbraut, Laugavegur, Vesturgata sjötta tug síðustu aldar. Samkvæmt heildarskipulagi frá árinu Í þéttum kýsmilli fólkSuðurlandsbrautar að fara gangandi,og á hjóli eða með 1957 fyrir bæ hverfin Bústaðavegar, almenningssamgöngum freka er að nota einkabíl. Þéttari austan fyrirhugaðrar Kringlumýrarbrautar að Grensásvegi, varbæir þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem Suðurlandsbrautin sunnan Laugardals akstursbraut, þar sem þýðir sparnað í orkuog efnisnotkun sé rétt að staðið með greið aðkoma einkabílsins var ríkjandi, með bílastæðum byggingaaðferðir og fyrirkomulagi lagnakerfa. Þéttur við bærinnri geturogörvað menningarstarfssemi og gerir hann götu háumfélagshúsum og með atvinnufyrirtækjum. Byggingarnar efnahagslega sterkari. mynda vegg í suðri við hið víðfeðma rými útivistarsvæðisins í Laugardal, en syðst í dalnum, norðan Suðurlandsbrautar gerir skipulag ráð fyrir frekari uppbyggingu.

Í Suðurlandsbraut, skipulagi Heimahverfis áLaugavegur, sjötta tug síðustuVesturgata aldar er farið inn á nýjar brautir í skipulagi og húsagerð. Úthverfi byggð eftir seinna Í þéttum bæm.a. kýsáfólk að fara gangandi, á hjóli með stríð byggðu hugmyndum um aðskilnað eftireða starfsemi almenningssamgöngum freka er að nota einkabíl. Þéttari og flokkuðu gatnakerfi. Svæðaskiptingin og dreifðari byggð áttibæir þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem að hindra árekstra á milliog mikilvægra þátta borgarskipulagi og þýðir sparnað í orkuefnisnotkun séí rétt að staðið með tryggja loft, dagsljósog ogfyrirkomulagi nálægð við græn svæði. Háhýsi, – 12 byggingaaðferðir lagnakerfa. Þéttur 8bær geturvoru örvað félagsgerir hann hæða nýmæli ogog svomenningarstarfssemi kölluð svalagangshús.og Verslunarog efnahagslega sterkari. þjónustumiðstöðin í Glæsibæ var meðal fyrstu þeirrar gerðar með yfirbyggðu sameiginlegt rými. Þjónustu- og verslunarhverfið Skeifan byggðist á sjöunda áratuginum og var fyrst hugsað fyrir iðnaðarlóðir (Iðngarðar). Útirými Skeifunnar hefur einkennandi yfirbragð bílaumhverfis. Beggja vegna Suðurlandsbrautar standa byggingar þvert á hana, annars vegar að norðan þar sem sólarljós ræður staðsetningu íbúðablokka og að sunnanverðu þar sem aðkoma og bílastæði við atvinnuhúsnæði er ráðandi.

Þrátt fyrir að Suðurlandsbrautin hafi verið felld niður sem Suðurlandsbraut, Laugavegur, Vesturgata aðalaðkomuleið úr austri í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962 – 1983 Í þéttum bæfærst kýs fólk að fara gangandi, á hjóli eða með og tengibraut á Skeiðarvog, er enn við götuna (vannýtt) almenningssamgöngum freka er að nota einkabíl. Þéttari helgunarsvæði við byggðina syðst í Vogunum. Á níunda áratugbæir þýða minni hjúpfleti húsa í hlutfalli af rúmmáli þeirra. Sem síðustu aldar voru unnarog tillögur að íbúðabyggð á því svæði sem þýðir sparnað í orkuefnisnotkun sé rétt að staðið með fallið var frá. Uppbygging hefur verið ílagnakerfa. Mörkinni alltÞéttur frá árinu 1985 byggingaaðferðir og fyrirkomulagi bær getur örvað félagsogumhverfið menningarstarfssemi og gerir hann og er enn í dag. Mótast töluvert af umferðaræðum efnahagslega sterkari. og mislægum aksturs- og göngutenginum í suðvestri, en Suðurlandsbrautin fær næstum yfirbragð húsagötu þar sem hún endar í botnlanga í austri á móts við Sæbraut. Breitt göturýmið einkennist af heildstæðum fjögurra hæða vegg stakra búðarhúsa í norðri við Gnoðarvog, að fjölbreyttari og gisnari byggð í Mörkinni.

BYGGÐARMYNSTUR Suðurlandsbraut, Laugavegur, Vesturgata

31


STARFSEMI/ LANDNOTKUN Starfsemi og notkun húsnæðis við leiðina Suðurlandsbraut-Vesturgötu

Frá Höfðatúni til vesturs tekur við miðborg Reykjavíkur sem er sambland

hefur verið fjölbreytt frá upphafi. Íbúðarhúsnæði, verslun og þjónusta

verslunar, þjónustu og íbúða. Miðborgin var lengi vel helsta verslunar-

hafa lengi einkennt leiðina. Vesturgata tengdist upphaflega sjósókn og

og þjónustusvæði borgarinnar. Þar var mikil fjölbreytni starfsemi,

hafnarstarfsemi. Austur hluti leiðarinnar frá Laugavegi og áfram austur

sérvöruverslanir, verkstæði og viðgerðaþjónusta. Í miðbænum voru

þróaðist úr íbúahverfi í verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum.

einnig mörg kvikmyndahús. Allir aldurshópar áttu erindi í miðbæinn.

Landbúnaður var stundaður lengi við austur og vesturhluta leiðarinnar. Í

Við breytingar í verslun, útþenslu borgarinnar, fjölgun íbúða og

Laugardal var lengst stundaður búskapur. Síðasti bóndinn, Stefnir Ólafsson,

samkeppni verslanamiðstöðva breyttist þetta. Sú fjölbreytni sem áður

Reykjaborg við Múlaveg, brá búi á 9. áratug síðustu aldar.

einkenndi miðbæinn er farin. Margar sérvöruverslanir eru horfnar og kvikmyndahúsunum hefur fækkað í eitt. Miðbærinn höfðar ekki lengur til

Ef farið er eftir leiðinni í dag úr austri þá er sunnanmegin atvinnusvæði

allra aldurshópa. Helsta starfsemin og vaxtasprotinn er verslun og þjónusta

með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum sem nær frá

við ferðamenn.

hjúkrunarheimilinu Mörkinni að mestu óslitið að Höfðatúni. Starfsemi Skeifunnar hefur ekki aðkomu frá Suðurlandsbraut. Svæðin norðan megin götunnar einkennist í fyrstu af íbúðum og grænum svæðum. Lítill verslunarkjarni er við Skeiðarvog og stór verslunarkjarni við Glæsibæ. Laugardalur norðanverður er að mestu opið óbyggt svæði og í vesturhluta hans eru íþróttamannvirki og þjónusta sem þeim tilheyrir. Aðkoma að þeim er ekki frá Suðurlandsbraut. Frá Reykjavegi að Kringlumýrarbraut er atvinnusvæði sem tilheyrir Engjateigi með verslunarog þjónustustarfsemi á jarðhæðum. Frá Kringlumýrarbraut að Höfðatúni norðan megin er sambland verslunar og þjónustu við íbúðarhúsnæði.

32


haf nar

svæ

Ánanaust

Ve

stu

ði

rga

ta

G

fin

Au

stu

Kvo

sin

Arn

rstr

arh

æti

Ba n

kas

óll

træ

ti

gre

La

ug

Fríkirkjuvegur

av

eg

ur

glu

stö

ðin

Hlemmtorg

atú

n Há

tún

Sóleyjargata Snorrabraut

La

ug

Engjateigur

Laugardalshöll

av

eg

ur

Suðurlandsbraut

Laugardalur

Háaleiti

Kringlumýrarbraut

Glæsibær

Heimar

Grensásvegur

Skeifan

íbúðir

Vogar

þjónusta og verslun

Steinahlíð Merkur

blönduð notkun

Skeiðarvogur

ÍBÚÐIR, ÞJÓNUSTA OG VERSLUN

Reykjanesbraut

Elliðaárdalur 33


VERSLUNARGLUGGINN

Hvað einkennir Laugaveginn og Bankastræti? Við fyrstu sýn er það ekki margt. Húsin eru mismunandi að allri gerð, stærð og aldri. Fyrirkomulag gatna og gangstétta er líka margbreytilegt enda gatan endurgerð í mörgum áföngum á mismunandi tímum. Samnefnarinn er verslunargluggarnir sem mynda eina samfellu frá Hlemmi niður á Lækjatorg. Gluggarnir og fjölbreytni þeirra gerir ferð um götuna að áhugaverðu ævintýri. Verslunargluggar hvers húss sýnir vegfarandanum þær vörur sem eru í boði og hverju hann megi eiga von á þegar inn er komið.

Hluti af Laugavegi 6, rifið 2008. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Fjöldi húsa við Laugaveginn hafa varðveislugildi. Ástand margra þeirra er þannig að endurbyggingar er þörf. Sjálfsagt þykir að endurgera húsin í upprunalegri mynd sinni. Flest voru þetta íbúðarhús óhentug til verslunarreksturs. Í tímans rás hefur þeim verið breytt og aðlöguð að verslunarstarfsemi með verslunargluggum. Upprunaleg mynd hússins hæfir því götunni ílla. Þegar húsum er breytt við Laugaveginn þarf að

34


huga að því að samnefnari götunar og einkenni hans, verslunarglugginn,

plastfilma hefur verið sett yfir gluggana þannig að hvorki sést út

hverfi ekki úr götunni.

eða inn. Nýir verslunarhættir eru sjálfsagt skýringin. Til að standast

samkeppni við stórmarkaði hafa eldri verslanir tekið upp verslunarhætti

Í íbúahverfum eldri hluta Reykjavíkur voru margar verslanir

staðsettar inni í hverfunum, oft á gatnamótum. Verslanirnar skáru sig

þeirra, reynt að líkjast þeim í einu og öllu. Í stórmörkuðum eru yfirleitt

úr annarri byggð með stórum verslunargluggum. Nú er ekki lengur

ekki verslunargluggar. Staðsetning þeirra og umhverfi með stórum

rekstrargrundvöllur fyrir öllum þessum verslunum. Húsnæðinu hefur því

bílastæðabreiðum krefst ekki tengsla innra og ytra umhverfis. Öðru

í mörgum tilfellum verið breytt og aðlagað að öðrum notum. Nýir minni

máli gegnir um kaupmanninn á horninu, aðstæðurnar kalla á tengsl ytra

gluggar hafa verið settir í stað þeirra sem fyrir voru. Þessar breytingar

og innra umhverfis með stórum verslunargluggum. Sérstaða þessara

eru yfirleitt til lýta fyrir húsin og gerir umhverfið einsleitara. Skipulags- og

verslana yrði meiri ef gluggarnir yrðu færðir í fyrra horf. Umhverfi

byggingaryfirvöld ættu að vera varfærnari í að leyfa þannig breytingar.

götunnar yrði líflegra og skemmtilegra sem hefur örugglega hefur jákvæð

Því að yfirleitt með útsjónarsemi er hægt að nýta fyrri gluggasetningu

áhrif á viðskiptin.

fyrir nýja starfsemi. Óhefðbundnar lausnir auka á fjölbreytileikan og geta jafnvel orðið betri en hefðbundnar. Í þeim verslunum sem eftir standa í eldri íbúðarhverfum Reykjavíkur er það orðin viðtekin venja að blinda verslunargluggana. Spjöld eða

35


Ánanaust

6 4

1

5 2

7

3 5 8 10

14 9

1 Ingólfstorg

12 11

2 Fógetagarðurinn 3 Austurvöllur

Laugardalur

13 Snorrabraut

4 Lækjartorg 5 Arnarhóll og garðar ofan Lækjargötu 6 Austurbakki, torgið við Hörpuna 7 Hljómalindarreitur

Kringlumýrarbraut

8 Bríetartorg 9 Baldurstorg 10 Óðinstorg 11 Káratorg

Grensásvegur

Sæbraut

12 torg við Hallgrímskirkju 13 Hlemmtorg

Steinahlíð

14 Skúlagarður útivistarsvæði og græn svæði Skeiðarvogur

TORG, GARÐAR OG ÚTIVISTARSVÆÐI 36

Elliðaárdalur


Ing贸lfstorg

37


AFBROT

Til að gott mannlíf þrífist í borgum og þéttbýli er öryggi borgaranna grundvallaratriði. Við upphaf þéttbýlis í Reykjavík var löggæsla fyrsta þjónustan sem var veitt borgurunum. Bæjarfógeti var strax skipaður í Reykjavík árið 1803 og hafði hann tvo lögregluþjóna sér til aðstoðar. Götulýsing, vatnsveita og annað kom ekki fyrr en löngu síðar. Jafnvel þótt að að löggæslu sé vel sinnt í Reykjavík eru alltaf einhver afbrot framin. Hverfi borgarinnar og einstök svæði verða mismikið fyrir barðinu á afbrotum. Skemmtistaðir og aðrir staðir sem tengjast næturlífi hafa mikil áhrif. Hér á hinni síðunni er samantekt á helstu afbrotum við Suðurlandsbraut-Vesturgata og skipting þeirra eftir götunni.

38


Vesturgata

Vesturgata

1%

14% 1 2

20% Laugavegur N

VE

ST

UR GA

66% 22 89 3 155

0%

vesturg bankastr/kvosin sudurlandsbr laugav

Laugavegur

BA KV NKA OS ST IN RÆ TI/

2

Bankastræti/ 3 Kvosin

59%

4 Suðurlandsbraut

0 36 0 16

Suðurlandsbraut

1%

líkamsárás

Vesturgata

Vesturgata

LAU

8%

GAV

EGU

0%

Laugavegur

31%

1

R

SU ÐU

19 27 0 91

3 4

A RL

vesturg bankastr/kvosin laugav sudurlandsbr

1 2

2 Bankastræti/ Kvosin

33%

58%

Laugavegur

3

Bankastræti/ Kvosin 4

vesturg bankastr/kvosin sudurlandsbr laugav

þjófnaður/ nytjastuldur

TA

1

39%

Suðurlandsbraut

1%

0 13 1 9

Suðurlandsbraut

3

0%

69%

vesturg bankastr/kvosin sudurlandsbr laugav

4 Bankastræti/ Kvosin

ND

líkamsárás, meirihá.ar

U RA SB

eignaspjöll

T Vesturgata

Vesturgata

0%

14% 1 2

20% Laugavegur

66%

0%

Bankastræti/ 3 Kvosin

Laugavegur

1

39%

2 57%

4

3 Bankastræti/ Kvosin 4

Suðurlandsbraut

4% Suðurlandsbraut

þjófnaður/ nytjastuldur

SAMANBURÐUR AFBROTA Samanburður afbrota milli svæða á tímabilinu 1.01.2009 - 31.10.2011

líkamsárás, stórfelld

Heimild: Upplýsinga og áætlanadeild, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.


GÖTURÝMI

Bankastræti

40


Z Y X

V U T

S

R

Q P O N M L K

J

I H G

F E

D

C

SNIÐPÍLUR Í GEGNUM ÁSINN: VESTURGATA, AUSTURSTRÆTI, BANKASTRÆTI, LAUGAVEGUR, SUÐURLANDSBRAUT

B A 41


sneiðing

A

Sneiðing A

1

Miklabraut

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Suðurlandsbraut 7 173

143 315

sneiðing

Sneiðing B

B

Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut

Gnoðarvogur

7 38

58 96

sneiðing

Sneiðing C

C

Knr.05 2+2 19 91 72 50 2,16 47 34.832

Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut 19 25

66 91

C 42

B

A

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa


Hér er lítið sem styður götuna. Húsin við Gnoðavog standa fjarri götunni. Á milli húsanna og götunnar er tilviljanakennt gróðurbelti með göngustíg. Norðanmegin götunnar er hjúkrunarheimilið Mörkin. Bílastæði ná upp að götunni. Gangstétt vantar við götuna. Til umhugsunar: •

Ef halda á í gróðursvæðið milli húsa og götu má finna

því skýrara hlutverk. •

Skýrleika vantar í gönguleiðir og gangstéttir í

kringum hjúkrunarheimilið Mörkina. Úrbóta er þörf vegna eðlis starfseminnar.

43


sneiðing

D

Sneiðing D

1

Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut

Glæsibær

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Gnoðarvogur

22 64

25 89

sneiðing

Sneiðing E

E

Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Holtavegur

19 35

106 140

sneiðing

F

Sneiðing F Knr.05 2+2 19 91 72 50 2,16 47 34.832

Laugardalshöll

Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut 19 33

137 170

F

E D

44

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa


Blokkir við Gnoðavog standa fjarri götunni. Gróðursvæði er á milli götunnar og húsanna. Það er nýtt fyrir bensínstöð við gatnamót við Álfheima. Við Skeifuna standa húsin einnig fjarri götunni. Húsin báðum megin götunnar standa á ská gagnvart götunni og snúa vel við sólaráttum. Til umhugsunar: •

Mætti þétta byggðina við götuna?

Húsakostur og skipulag Skeifunar hentar illa þeirri

þjónustustarfsemi sem þar er. Væri hægt að endurnýja húsakostinn og byggja hagkvæm hús sem skapa fallegra umhverfi? Mætti hugsa sér íbúðabyggð á efri hæðum?

Laugardalur liggur upp að Suðurlandsbraut. Ekki er um eiginlega gangstétt að ræða norðan við götuna. Göngu- og hjólastígur liggur töluvert frá götunni og trjábelti á milli. Að sunnanverðu standa húsin töluvert frá götunni með bílastæðabreiðu á milli. Hægt er að ganga meðfram húsunum en leiðin er klippt í sundur af innkeyrslum og bílastæðum. Til umhugsunar: •

Mætti þétta byggðina við götuna?

45


sneiðing

Sneiðing G

G

1

Nordica

sneiðing

H

Suðurlandsbraut

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

20

44

74

Sneiðing H Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

119

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Hátún

16

31

35 Sneiðing I

66

I

Brautarholt

Knr.05 2+2 19 91 72 50 2,16 47 34.832

Laugavegur

28

Nóatún

18 30 58

46

10

Engjateigur

Laugavegur

sneiðing

5

I

H

G

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Hátún


Norðan götu standa húsin langt frá Suðurlandsbraut. Þau standa við aðra götu, Engjateig. Stór óbyggð svæði eru á milli byggðarinnar og götunnar. Göngu- og hjólaleiðin leiðin liggur meðfram götunni. Að sunnanverðu standa húsin töluvert frá götunni með bílastæðabreiðu á milli. Ekki er um eiginlega gangstétt að ræða sunnan við götuna, a.m.k. á köflum. Hægt er að ganga meðfram húsunum en leiðin er klippt í sundur af innkeyrslum og bílastæðum. Til umhugsunar: •

Mætti þétta byggðina við götuna?

47


sneiðing

J

Sneiðing J

1

Brautarholt

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Hátún

Laugavegur 16

27

34 61

sneiðing

K

Stakkholt

Sneiðing K Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Skúlagata

Laugavegur 8 10

7 17

sneiðing

L

Sneiðing L Knr.05 2+2 19 91 72 50 2,16 47 34.832

Skúlagarður

Laugavegur 13 66

LK

48

J

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa


Norðan götu standa húsin mislangt frá Laugaveginum. Þau standa við Hátún. Nokkuð er um auð svæði eru á milli byggðarinnar og götunnar. Göngu- og hjólaleiðin liggur meðfram götunni. Að sunnanverðu standa húsin töluvert frá götunni með bílastæðum á milli. Gangstétt er sunnan við götuna. Til umhugsunar: •

Mætti þétta byggðina við götuna?

Vestan við Höfðatún tekur við hefðbundin borgarbyggð með húsum sitthvorum megin við götuna og með gangstétt til beggja handa. Borgarrýmið er skýrt afmarkað þótt húsagerðirnar séu ólíkar.

49


sneiðing

M

Sneiðing M

1

Laugavegur

Hlemmur

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Hverfisgata

9 7

10 17

sneiðing

N

Sneiðing N Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Grettisgata

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Hverfisgata

Laugavegur 6 7 7 14

sneiðing

O

Sneiðing O Knr.05 2+2 19 91 72 50 2,16 47 34.832

Grettisgata

Laugavegur 3 4

O NM 50

13 17

Kjörgarður

Hverfisgata

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa


Verslunargluggarnir mynda eina samfellu frá Hlemmi niður Laugaveg og vestur á Vesturgötu. Gluggarnir og fjölbreytni þeirra gerir ferð um götuna að áhugaverða. Í verslunargluggunum er vegfarendum sýndar þær vörur sem eru í boði og þeir sjá hverju þeir megi eiga von á þegar inn er komið. Fjöldi húsa við Laugaveginn hafa varðveislugildi. Ástand margra þeirra er þannig að endurbyggingar er þörf. Mörg voru upphaflega íbúðarhús og óhentug til verslunarreksturs. Í tímans rás hefur þeim verið breytt og aðlöguð að verslunarstarfsemi með stórum verslunargluggum. Sjálfsagt hefur þótt að endurgera húsin í upprunalegri mynd sinni. Nokkur nýleg dæmi eru um þannig endurgerðir, þær hæfa verslunargötunni illa. Gatan, götugólf Laugavegar hefur verið endurnýjað í nokkrum áföngum á löngu tímabili. Við endurgerð götunnar hafa akreinar verið þrengdar og gangandi vegfarendum gefið stærra svæði og plantað trjám. Þetta hefur bætt götuna verulega. Áfangarnir eru þó ólíkir hver öðrum í útfærslum og efnisvali. Í framtíðinni ber að huga að götunni sem heild að götugólfið allt fái meiri heildarsvip. Til umhugsunar: Af hverju hræðumst við samtíma byggingarlist í miðbænum? Vantar fleiri nothæf torg við Laugaveginn?

51


sneiðing

P

Sneiðing P

1

Grettisgata

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Hverfisgata

Laugavegur 5 5

7 13

sneiðing

Q

Sneiðing Q Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Hverfisgata

Laugavegur

Arnarhóll

6 6

8 14

sneiðing

Sneiðing R

R

Knr.05 2+2 19 91 72 50 2,16 47 34.832

Austurstræti

Lækjartorg

4 8

50 58

RQ

52

P

Tryggvagata

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa


Laugavegur

“Árið 1855 samþykkti bæjarstjórn að leggja Laugaveg frá bæjarkjarnanum í Kvosinni inn í Laugardal að Þvottalaugunum sem gatan dregur af nafn sitt. Brátt fór byggð að teygja sig inn eftir Laugavegi. Það voru einkum íslenskir kaupmenn sem þar reistu hús sín, en flestar verslunarlóðir í miðbænum voru í eigu útlendinga. Við þann kafla Laugavegar sem leiðin liggur um má finna sýnishorn af verslunarhúsum í stílgerðum ólíkra tímabila.”

Heimild: Byggingarlist í Reykjavík, AÍ, Árbæjarsafn, Borgarskipulag Reykjavíkur, Guðmundur Gunnarsson, Helga Bragadóttir, Nikulás Úlfar Másson, K. Torben Rasmussen, 1996.

53


sneiðing

S

Sneiðing S

1

Kirkjustræti

Austurvöllur

Vallarstræti

Austurstræti

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Tryggvagata

Hafnarstræti

6 6

8 14

sneiðing

T

Sneiðing T Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Kirkjustræti

Vallarstræti

Ingólfstorg

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

T

Hafnarstræti

5

3

4

6 55 76

sneiðing

U

Sneiðing U Knr.05 2+2 19 91 72 50 2,16 47 34.832

Fischersund

Vesturgata 7 6

5 11

UT S

54

Tryggvagata

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Geirsgata


Allt frá sumrinu 1973 hafa verið gerðar tilraunir með Austurstræti sem göngugötu. Þegar þessar tilraunir hófust var Kvosin enn aðal miðpunktur mannlífs í Reykjavík. Verslunar- og þjónustustarfsemi var bæði vestur eftir Vesturgötu og austur eftir Laugaveginum. Þróunin varð að verslunar- og þjónustustarfsemi flutti af svæðinu. Mikil fækkun á atvinnuhúsnæði var vestan megin Kvosarinnar sem leiddi til þess að Austurstæti var ekki lengur miðpunktur sem allir áttu leið um. Með vaxandi ferðaþjónustu og tengslum við Reykjavíkurhöfn hefur verslun og þjónusta vaxið að nýju vestanmegin Kvosarinnar og Kvosin orðið að nýju eðlilegur miðpunktur mannlífs.

55


sneiðing

V

Sneiðing V

1

Ránargata

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Geirsgata

Vesturgata 7 6

5 11

sneiðing

X

Sneiðing X Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Ránargata

Vesturgata 7 6

6 12

X V

56

Nýlendugata

Mýrargata

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa


57


sneiðing

Y

Sneiðing Y

1

Ránargata

Vesturgata

Nýlendugata

5

10

20m

Veg.knr.05 1+1 7 315 308 30 2,16 47 34.832

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Mýrargata

7 12

6 19

sneiðing

Z

Sneiðing Z Knr.05 1+1 7 96 89 30 2,16 47 34.832

Vesturgata 7 7 23

ZY

58

6

Ánanaust

Nesbraut (49) Akreinar Breidd götu í m Götukassi í m Mismunur á breidd umf.götu og götukassa Hámarkshraði Slysatíðni 2008 á vegkaþa Fjöldi slysa 2008 á vegkaþa ÁDU 2008 á vegkaþa

Mýrargata


Vesturgata

“Um miðja síðustu öld fór byggð í Reykjavík að teygja sig út frá miðbænum til vesturs meðfram Vesturgötu. Gatan byggðist fólki úr öllum stéttum en sjómenn (tómthúsmenn) og iðnaðarmenn voru fjölmennastir. Timburhúsin við Vesturgötu bera vott um ýmsar breytingar í smíði timburhúsa á fyrri hluta 19. aldar. Farið var að gera hærri sökkla undir húsin og skapaðist þar með rými fyrir kjallara. Til að þakhæðir nýttust betur til íveru voru hliðarveggir milli efra gólfs og þaks hækkaðir (portbyggð hús) og kvistir settir á húsin. Í sumum tilvikum var halli þaksins minnkaður og risið gert að heilli hæð. Svonefnd brotaþök (mansard) urðu algeng á minni timburhúsum eftir 1880. Upp úr 1870 hófst innflutningur bárujárns frá Englandi og var það í fyrsta sinn notað á reykvískt húsþak árið 1874 (Vesturgata 7).”

Heimild: Byggingarlist í Reykjavík, AÍ, Árbæjarsafn, Borgarskipulag Reykjavíkur, Guðmundur Gunnarsson, Helga Bragadóttir, Nikulás Úlfar Másson, K. Torben Rasmussen, 1996.

59


SAMANBURÐUR GÖTURÝMA Bæjarrými er óbyggða rýmið utandyra sem er á milli húsa og annara mannvirkja í borgum og bæjum. Þetta er það umhverfi og umgjörð sem við flest lifum og hrærumst í daglega. Göturými er bæjarrými sem er afmarkað af húsum sitthvorum megin götu, nær frá húsvegg yfir forgarða, gangstéttir og götu að húsvegg. Göturými Suðurlandsbrautar-Vesturgötu er mjög margbreytilegt, allt frá því að vera uppleyst og sundurlaust við Suðurlandsbraut í það að vera skýrt og afmarkað á Laugavegi, í Kvosinni og á Vesturgötu. Hér eru sýnd nokkur dæmi frá nokkrum borgum til samanburðar við sneiðingu P á Laugaveginum, Champs Èlysèes í París, Frakklandi, Avenue Molière í Brussel, Belgíu, Nordre gate í Þrándheimi, Noregi og Voskresenskaya ulitsa í Arkhangelsk, Rússlandi.

60


Reykjavík, breiddargráða: 64º 08′ N Íbúafjöldi : 119.108

París, breiddargráða: 48º 51′ N Íbúafjöldi : 10.413.386 (2009)

Um 80.000 bílar á sólarhring

Champs Èlysèes, París, Frakklandi verslunargata

Laugavegur 5 5

7

21

28

21

13

sneiðing

P

70

SNEIÐING, samanburður Reykjavík - París 61


Brussel, breiddargráða: 50º 34′ N Íbúafjöldi : 1.119.088 (2011)

Avenue Molière, Brussel, Belgíu íbúðagata 5

2

4.5

7

4.5

30

SNEIÐING 62

Brussel

2

5

Þrándheimur, breiddargráða: 63º 25′ N Íbúafjöldi : 179.123 (2012)

Nordre gate, Þrándheimur, Noregi Verslunargata, göngugata 20 20

Þrándheimur


Arkhangelsk, breiddargráða: 64º 34′ N Íbúafjöldi : 348.783 (2012)

Reykjavík, breiddargráða: 64º 08′ N Íbúafjöldi : 119.108

Voskresenskaya ulitsa, Arkhangelsk, Rússlandi Verslunar- og íbúðagata

Laugavegur 5 5

7 13

sneiðing

P

5

6

7

2

7

33

3.5 3.5

5

7

4

83

SNEIÐING, samanburður Reykjavík - Arkhangelsk 63


Mesta breidd göturýmis 315 m 50m

Sneiðing A

Rauðagerði

Sneiðing A

Sneiðing B Sneiðing B

Rauðagerði

Miklabraut

Suðurlandsbraut

Miklabraut

Suðurlandsbraut

Sneiðing C

Sneiðing D

Gnoðarvogur

Suðurlandsbraut

Sneiðing C

Sneiðing D

Steinahlíð

Grensásvegur

Gnoðarvogur

Suðurlandsbraut

Glæsibær

Gnoðarvogur

Ljósheimar

TBR

Sneiðing E Sneiðing E

Ármúli

Suðurlandsbraut

Holtavegur

Engjavegur Laugardalur

Sneiðing F Sneiðing F

Ármúli

Laugardalshöll

Suðurlandsbraut

Engjavegur

Sneiðing G Nordica

Sneiðing G

Suðurlandsbraut

Engjateigur

Sneiðing H Sneiðing H

Skipholt

Hátún

Laugavegur

Sneiðing I Sneiðing I

Skipholt

Brautarholt

Laugavegur

Hátún

Nóatún

Sneiðing J Sneiðing J

Brautarholt

Laugavegur

Hátún

Sneiðing K Sneiðing K

Brautarholt

Stakkholt

Laugavegur

Skúlagata

Sneiðing L Sneiðing L

SNEIÐINGAR GEGNUM ÁSINN

Stórholt

Laugavegur

17 m Minnsta breidd göturýmis

Skúlagarður 5 10

20m 50m Rauðagerði


Mesta breidd göturýmis 75 m

Sneiðing M Laugavegur Hlemmur

Grettisgata

Sneiðing N

Grettisgata

Sneiðing N

Hverfisgata

Laugavegur

Hverfisgata

Sneiðing O Grettisgata

Hverfisgata

Laugavegur Kjörgarður

Sneiðing P Grettisgata

Sneiðing P

Laugavegur

Hverfisgata

Sneiðing Q Amtmannsstígur

Sneiðing Q

Sneiðing R

Austurstræti Lækjartorg

Tryggvagata

Austurvöllur Vallarstræti Austurstræti

Hafnarstræti

Sneiðing R

Sneiðing S

Kirkjustræti

Sneiðing T Sneiðing T

Hverfisgata

Laugavegur

Kirkjustræti

Vallarstræti Ingólfstorg

Arnarhóll

Geirsgata

Tryggvagata

Geirsgata

Tryggvagata

Hafnarstræti

Geirsgata

Sneiðing U Fischersund

Sneiðing U

Vesturgata Tryggvagata

Geirsgata

Sneiðing V Sneiðing V

Geirsgata

Ránargata

Vesturgata

Ránargata

Vesturgata

Ránargata

Vesturgata

Nýlendugata

Vesturgata

Ánanaust

Sneiðing X Sneiðing X

Nýlendugata Mýrargata

Sneiðing Y Sneiðing Y

Sneiðing Z Sneiðing Z

11 m Minnsta breidd göturýmis

Mýrargata

Mýrargata

5 10

20m 50m

65 Rauðagerði


BÍLAUMFERÐ Umferðarmagn/umferðarhraði Markmið aðalskipulags (2001-2024) í samgöngumálum er: Að byggja upp öruggt og skilvirkt gatnakerfi. Draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á umhverfið. Auka skilvirkni vöruflutninga. Og að lokum efla vistvænar samgöngur. Samkvæmt flokkun Vegagerðarinnar eru vegir flokkaðir í stofnvegi, tengivegi, safnvegi og landsvegi. Innan borgarmarkanna gildir að flokkun vega er á öðrum forsendum en samkvæmt vegalögum, s.s. umferðarmagni, fjölda akreina, hönnunarhraða ofl. Leiðin Suðurlandsbraut-Vesturgata er skilgreind sem tengivegur frá Skeiðarvogi að Höfðatúni.

Bílaumferð á Lækjartorgi 1944

66


Ve Ánanaust

stu

rga

ta

Au

stu

Arn arh óll æti

rstr

Ba n

kas

træ

ti

gre

La

ug

Fríkirkjuvegur

av

glu

eg

stö

ðin

ur

Nó Hle

atú

mm tor

n

g

Snorrabraut

Hrin

La

Engjateigur

ug

av

Laugardalshöll

eg

ur

Laugardalur

Suðurlandsbraut

gbr

1 akrein

aut Kringlumýrarbraut

Glæsibær

2 akreinar 3 akreinar 4 akreinar 5 akreinar

Mik

lab

rau

t

Grensásvegur

6 akreinar 7 akreinar

Steinahlíð

8 akreinar Skeiðarvogur

FJÖLDI AKREINA

Reykjanesbraut

Elliðavogur

67


Ve

Ánanaust

stu

rga

ta

Au

stu

Arn arh óll æti

rstr

4

Ba n

kas

træ

ti

1 Lö

1

La

ug

gre

Fríkirkjuvegur

av

eg

ur

glu

stö

ðin

2

Hle

mm tor

2

atú

n

g

Snorrabraut

Hrin

La

ug

av

3

eg

ur

Engjateigur

Laugardalshöll

5

Laugardalur

Suðurlandsbraut

gbr

aut Kringlumýrarbraut

Glæsibær

umferðaróhöpp með slysum á fólki árið 2008 30 km hámarkshraði

Mik

lab

rau

t

Grensásvegur

1

50 km hámarkshraði 60 km hámarkshraði

Steinahlíð

80 km hámarkshraði Skeiðarvogur

AKSTURSHRAÐI 68

Reykjanesbraut

Elliðavogur


Til umhugsunar: Mætti lækka hámarkshraðann? Ber gatan ennþá þess merki að hafa áður verið aðal aðkomuleið borgarinnar?

69


Fólksbílaeign miðað við íbúafjölda eftir póstnúmerum í Reykjavík 2011 Tölur frá Umferðarstofu og Hagstofunni.

107

112

104

105 101 103

113

108 110

109

111

bílar á hverja 1.000 manns 700

640 536 449

552 475

547

585

560

581

570

600 500

444

400 300 200 100

101

103

70 póstnr. í Reykjavík

104

105

107

108

109

110

111

112

113

0

Fólksbílaeign er meiri eftir því sem hún er fjær miðbænum. Undantekningin er póstnúmer 103.


50 Ánanaust

0

Ve

stu

rga

2.0 00

ta

Au

Bræðraborgarstígur

stu

1.2

Arn arh óll æti

rstr

00

3.0 0

Ba n

0

kas

træ

ti

Ka

4.0

00

gre

La

ug

Fríkirkjuvegur

trín

Lö av

eg

ur

glu

4.6

00 Hle

Skólavörðustígur

stö

ðin

4.700 mm tor

g

Snorrabraut

art

ún

(H

öfð

atú

n)

10. 700

atú

Reykjavegur

n

17

.40

La

0

ug

av

Engjateigur

20.100

eg

ur

Laugardalshöll

Suðurlandsbraut

23 .60

Laugardalur

0

0 - 2.500 Hrin

gbr

aut

Vegmúli Kringlumýrarbraut

00

5.000 - 7.500

.3 22

2.500 - 5.000

Glæsibær

7.500 - 10.000

19

10.000 - 12.500

.00

15.000 - 17.500 17.500 - 20.000

0

12.500 - 15.000 Mik

lab

rau

t

Grensásvegur

2. 10 0

20.000 - 22.500

Steinahlíð

22.500 - 25.000 Skeiðarvogur

ÁRDAGSUMFERÐ

Heimild: Reykjavíkurborg, Umhverfis- og skipulagssvið tölur frá 2001 - 2012

Reykjanesbraut

Elliðavogur

71


UMFERÐ GANGANDI OG HJÓLANDI Suðurlandsbraut-Vesturgata er sjálfsögð göngu- og hjólaleið í gegnum borgina. Göngu og hjólaleiðin er nokkuð samfelld en nokkrir hnökrar eru á leiðinni. Norðan megin er samfelld leið eftir leiðinni endilangri. En sunnan megin er leiðin slitróttari. Meðfram hjúkrunarheimilinu Mörk vantar stíg. Frá Grensásvegi að Hallarmúla vantar samhangandi stíg sunnan megin Suðurlandsbrautar. Meðfram fjölförnum gönguleiðum eru bekkir nauðsynlegir fyrir aldraða og þá sem eru þollitlir, þeir þurfa að geta hvílt sig með reglulegu millibili. Bekkirnir eru einnig nauðsynlegir þeim sem vilja setjast niður og njóta umhverfisins. Austurhluti Suðurlandsbrautar að Reykjavegi er vel settur með bekki norðan megin. Á milli þeirra eru að jafnaði um 250m, þó vantar bekk við Glæsibæ. Bekki vantar frá Reykjavegi að Hlemmi um 1,5km. Næsti bekkur frá Hlemmi er á milli Barónsstígs og Vitastígs um 350m leið. Þaðan að Grófinni eru margir bekkir og fjarlægðin á milli þeirra er mest um 150m. Frá Grófinni að síðasta bekk leiðarinnar við Brekkustíg er um 500m. Enginn bekkur er staðsettur sunnan megin leiðarinnar.

72

vegfarendur og fólk á hjólum í vanda


S Ánanaust

S

S S S S S

S S

Sóleyjargata

Laugardalur

S S

Snorrabraut

Kringlumýrarbraut

S

bekkir

S

biðstöð strætisvagna

S Grensásvegur

Sæbraut

hjólabraut S

gangstétt

Steinahlíð

göngu- og hjólastígur ófullkomin gönguleið meðfram verslun og þjónustu Skeiðarvogur

UMFERÐ GANGANDI OG HJÓLANDI

73 Elliðaárdalur



SKEIFAN Hverfishlutinn Skeifan í samanburði við Kvosina

75


TIL UMHUGSUNAR

Akandi umferð í forgangi við Suðurlandsbrautina.

Er þetta svæði einungis fyrir bíla? Hvar er gróðurinn?

Gangstéttin endar skyndilega þar sem biðstöðin er.

76

Húsin norðan megin við Suðurlandsbraut eru dreifð og langt frá götunni.


Hjólabraut á stuttum kafla á Laugaveginum.

Eru þessar breytingar til batnaðar?

Er Lækjartorg og umhverfi þess í núverandi mynd það umhverfi sem við viljum hafa til frambúðar?

Vannýtt þjónusturými við götuhliðar á besta stað í miðbænum.

77


ÓBYGGÐ OG VANNÝTT SVÆÐI: 365.000m² (36,5ha) HELGUNARSVÆÐI OG ÓBYGGÐ SVÆÐI VIÐ EÐA NÁLÆGT GÖTU

MALBIK: 180.000m² (18ha) GÖTUR, GATNAMÓT OG BÍLASTÆÐI VIÐ GÖTU

Ónýtt og vannýtt svæði ásamt malbiki í samanburði við Kvosina.


Ánanaust

Sóleyjargata Laugardalur Snorrabraut

Kringlumýrarbraut

Grensásvegur

Sæbraut

Steinahlíð

svæði meðfram götunni með möguleika til uppbyggingar Skeiðarvogur

VANNÝTT SVÆÐI

79 Elliðaárdalur


HEIMILDIR Byggingarnefnd Reykjavíkur 100 ára, Georg Ólafsson, Lesbók Morgunblaðsins 28.júlí 1940 Byggingarlist í Reykjavík, AÍ, Árbæjarsafn, Borgarskipulag Reykjavíkur, Guðmundur Gunnarsson, Helga Bragadóttir, Nikulás Úlfar Másson, K. Torben Rasmussen, 1996. Hagstofa Íslands, hagstofan.is Umferðarstofa, umferdarstofa.is Borgarvefsjá, borgarvefsja.is



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.