Kia ábyrgð & viðhald

Page 16

Takmörkuð ábyrgð á varahlutum

Það sem ábyrgðin nær ekki til

Að nálgast ábyrgðarþjónustu

• Tjón eða ryðskemmdir af völdum slysa, vanhirðu, ófaglegra viðgerða, lagfæringa, misbeitingar, breytinga eða árekstra.

Viðkenndur þjónustuaðili KIA metur hugsanlegan galla varahlutar. Þín skylda er að framvísa öllum nauðsynlegum gögnum sem sýna rekjanleika varahlutakaupa og viðgerðar.

• Tjón eða yfirborðsryð af völdum umhverfisþátta. Dæmi um það er súrt regn, ofanfall (t.d. eiturefni, trjákvoða), steinkast, salt, ætandi efni, slæmir vegir, stormur, eldingar, flóð eða önnur náttúrufyrirbrigði.

Takmörkuð ábyrgð Samkvæmt ábyrgðarskilmálunum ber Kia eingöngu ábyrgð á viðgerðum á varahlutum sem búa yfir efniseða framleiðslugalla eða útskiptingu þeirra fyrir aðra varahluti hjá viðurkenndum þjónustuaðila Kia. Kia er ekki ábyrgt vegna kostnaðar sem kann að hljótast af því að koma bifreiðinni til þjónustuaðila eða kostnaðar sem hlýst af því að vera án bifreiðarinnar meðan ábyrgðarviðgerð stendur.

• Eðlilegt slit eða rýrnun eins og upplitun, fölnun, aflögum o.fl. • Varahlutir í Kia ökutæki með kílómetrateljara sem hefur verið breytt eða sem er í því ástandi að ekki er hægt að lesa kílómetrastöðuna. • Varahlutir sem notaðir eru í öðrum tilgangi en þeir voru hannaðir fyrir. • Varahlutir sem skemmast vegna rangrar ísetningar af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila Kia. • Varahlutir sem ekki er hægt að sanna hvenær voru keyptir eða settir í Kia bifreiðina. • Varahlutir og efnavara sem ekki eru viðurkenndir af framleiðanda. 14


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.