Hrafnkell Sigurðsson

Page 1

Hrafnkell Sigurรฐsson


Sýning á verkum Hrafnkels Sigurðssonar í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 8. nóvember 2014 til 20. febrúar 2015

Afhjúpun/Opinberun I 2014 bleksprautuprent 144 x 96 cm

Afhjúpun/Opinberun IX 2014 bleksprautuprent 144 x 96 cm

Afhjúpun/Opinberun VI 2014 bleksprautuprent 144 x 96 cm Í eigu Arion banka

Afhjúpun/Opinberun IV 2014 bleksprautuprent 144 x 96 cm

Með leyfi listamannsins og i8 gallerís


Steypugetnaรฐur a.,b.,c.,d.,e.,f. 2014 bleksprautuprent 55 ร 41.25 cm


Smíð 1 2013 bleksprautuprent 2x 76 x 116 cm

Hliðar V 2012 Bleksprautuprent (Diasec) 2x 156 x 125 cm

Hliðar III 2012 Bleksprautuprent (Diasec) 2x 156 x 125 cm

Með leyfi listamannsins og i8 gallerís


Autocast no. 01 - 10 2011 bleksprautuprent 29 x 39 cm


Eruption (2) 2010 Bleksprautuprent (Diasec), triptych 100 x 75 cm / 100 x 150 cm Í eigu Arion banka

Eruption (3) 2010 Bleksprautuprent (Diasec), triptych 100 x 75 cm / 100 x 150 cm

Upplyft (1) 2008 Bleksprautuprent (Diasec) 200 x 120 cm

Upplyft (2) 2008 Bleksprautuprent (Diasec) 200 x 120 cm

Áhöfn 13 2007 Bleksprautuprent (Diasec) 119 x 84 cm

Með leyfi listamannsins og i8 gallerís


Áhöfn 5 2006 Bleksprautuprent (Diasec) 119 x 84 cm

Áhöfn 1 2006 Bleksprautuprent (Diasec) 119 x 84 cm Í eigu Nauthóls

Áhöfn 3 2006 Bleksprautuprent (Diasec) 119 x 84 cm

Sixth Conversion 2007 Bleksprautuprent (Diasec), triptych 110 x 165 cm / 110 x 330 cm

Án titils 2003 Bleksprautuprent (Diasec) 85 x 125 cm


Án titils 2004 Bleksprautuprent (Diasec) 91 x 125 cm

Án titils 2004 Bleksprautuprent (Diasec) 91 x 125 cm Í einkaeigu

Nýbygging 11 2001-2004 C-prent 120 x 140 cm Í einkaeigu

Nýbygging 3 2001-2004 C-prent 120 x 140 cm Í einkaeigu

Nýbygging 5 2001-2004 C-prent 120 x 140 cm

Með leyfi listamannsins og i8 gallerís


Nýbygging 9 2001-2004 C-prent 120 x 140 cm Í eigu Friðþjófs K. Eyjólfssonar

Án titils 2000 Bleksprautuprent (Diasec) 74,5 x 110 cm

Án titils 2001 Bleksprautuprent (Diasec) 110 x 163 cm Í eigu Arion banka

Án titils 2001 Bleksprautuprent (Diasec) 96 x 140 cm

Án titils 2001 Bleksprautuprent (Diasec) 96 x 140 cm


Fjall 1 1997 bleksprautuprent 47 x 70 cm

Fjall 2 1997 bleksprautuprent 47 x 70 cm

Fjall 5 1997 bleksprautuprent 47 x 70 cm

Speglað landslag 2 1996 Bleksprautuprent (Diasec) 220 x 120 cm

Speglað landslag 3 1996 Bleksprautuprent (Diasec) 196.6 x 128 cm

Með leyfi listamannsins og i8 gallerís


NÁTTÚRA OG LIST, EN EINNIG RUSL Meginviðfangsefni Hrafnkels Sigurðssonar er samband manns og náttúru. Ljósmyndaröðin, Speglað landslag, frá 1996, sýnir okkur hraunmyndir líkar þeim sem voru Kjarval og fleiri íslenskum málurum á síðustu öld svo hugleiknar. Þar með lýkur þó samanburðinum vegna þess að þær kynjamyndir sem við sjáum í hrauninu eru ekki af náttúrunnar hendi heldur af manna völdum og af tæknilegum toga, myndefninu er speglað um lóðréttan ás og hraunið umbreytist í eitthvað allt annað og ónáttúrulegra. Í þeim myndaröðum sem eftir komu – Fjöll, Tjöld, og Nýbyggingar - er náttúran ekki lengur í forgrunni. Áður en við náum að gefa okkur á vald víðerni landslagsins er alltaf eitthvað sem þröngvar sér inn á milli áhorfanda og landslags og truflar útsýnið, eitthvað mannlegt og forgengilegt. Í staðinn fyrir fjallasýn í fjarska er snjóruðningur á bílaplani, á frosinni auðninni eru litrík tjöld úr gerviefnum og á holtum standa hálfbyggðar nýbyggingar. En svo er líka rusl. Í mörgum myndaröðum Hrafnkels - Fylling, Conversion, og Upplyft - er rusl og sorp ekki aðeins gert sýnilegt í litríkum hrúgum, heldur verður það yfirþyrmandi í endalausri iðandi breiðu. Hvernig kemur rusl inn í myndina? Hvaða hlutverki gegnir rusl í sambandi manns við náttúru? List og rusl eru hvort á sínum enda á litrófi menningarinnar. List, sem er þegar best lætur einstök og ódauðleg, er pólandstæðan við rusl, einskis nýtan úrgang sem enginn lítur við. Rusl er stöðug áminning til okkar um hversu ónáttúruleg tilvera okkar er, því er þröngvað upp á náttúruna, sem tekur við því að lokum. Rusl myndar annars konar snertiflöt milli menningar og náttúru; allt sem er afgangs og úr sér gengið, sem þarf að losna við og láta hverfa er grafið í jörðu, hent í sjóinn eða brennt út í andrúmsloftið. Í einhverjum skilningi endar öll menning, og list þar með talin, sem rusl. Og ruslið hverfur aftur til náttúrunnar. Í myndaröðinni Conversion, sem getur ýmist þýtt umbreyting eða sinnaskipti, er ljósmynd af ruslabreiðu speglað á tveimur vængjahurðum, þar sem formlaus kös úrgangs brotnar sundur og eyðist. Þegar vængirnir eru opnaðir blasir við tær og köld sýn ofan af heiði, í kyrrð og þögn. Sömu umskipti er að finna í nýjustu myndaröð Hrafnkels, Opinberun eða Revelation, sem má bæði skilja sem opinberun og afhjúpun. Úr fjarlægð gefur að líta undurfögur silfurlituð klæði sem blakta í blágrænni móðu. Það er ekki fyrr en myndirnar eru skoðaðar náið að sést að klæðið með silkiáferðinni er í raun kúluplast sem flýtur og bylgjast í vatni. Ekki er allt sem sýnist, gæti maður hugsað með sér, ekki aðeins vegna þess að fljótandi rusl getur búið yfir svo náttúrulegri og eðlilegri ásýnd, heldur vegna þess hve línan er þunn á milli upphafinnar fegurðar og formlausrar óreiðu. Opinberunin, sem titill myndaraðarinnar vísar til, felst ef til vill í því að uppgötva að ef list hefur einhverju hlutverki að gegna í málefnum manna og náttúru, þá er það að afhjúpa kyrrðina á bak við óreiðuna og viðkvæmt jafnvægið í síkvikulli óreglunni, hvort sem er í mannlegri tilveru eða náttúrulegri skipan. Gunnar J. Árnason



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.