Haraldur Sigurðsson

Page 1

Haraldur Sigurรฐsson


Eldfjallasafn Stykkishólmi

Vesuvius Andy Warhol (1928-1987) 99 x 81 cm. Silkiþrykk, 1985

Árið 1985 tók Andy Warhol þátt í sýningunni „Sterminator Vesevo” eða Ógnvaldurinn Vesúvíus í Napólíborg á Ítalíu. Hann hafði hrifist af eldgosinu í Saint Helens í Bandaríkjunum fimm árum áður og blandar hér saman áhrifum frá báðum þessum miklu eldfjöllum.

Merapi Soedjono Abdullah (1911-1993) 180 x 100 cm. Olía á striga, 1964

Eldfjallið Merapi á eynni Jövu í Indónesíu er eitt af virkustu og hættulegustu eldfjöllum landsins. Við rætur þess er borgin Jogyakarta, en þar bjó listamaðurinn Soedjono bjó. Hann málaði þetta stóra verk árið 1964, þegar glóandi heit gjóskuflóð streymdu niður hlíðar eldfjallsins, eyddu skóglendi og brenndu öll þorp og íbúar þeirra létust.

Eldgosið í Tambora 1815 Gede Susana 99 x 69 cm. Olía á striga, 2004

Stærsta eldgos sögunnar varð árið 1815. Þá gaus Tambora eldfjall í Indónesíu komu yfir 100 rúmkílómetrar af ösku. Yfir 117 þúsund manns fórust í heitum gjóskuflóðum umhverfis eldfjallið. Sprengigosið þeytti efnum upp í allt að 42 km. hæð og gosefnin endurköstuðu sólarljósi frá jörðu. Kólnun loftslags af völdum gossins varði í þrjú ár og orsakaði eitt mesta efnahagstjón sögunnar sem orðið hefur af völdum náttúruhamfara.

Volcan Parícutin David Alfaro Siqueiros (1896-1974) 31 x 31 cm. Piroxilina á tréplötu, 1962

Siqueiros var einn af fremstu málurum Mexíkó á byltingarárunum. Þegar nýtt eldfjall tók að gjósa upp úr miðjum kornakri árið 1943 þá heillaðist hann af stórbrotinni fegurð eldgosa. Gosinu lauk árið 1952 en þá var nýja eldfjallið Parícutin orðið yfir 400 metrar á hæð.


Sýning á 20 verkum úr safni Haraldar Sigurðssonar í höfuðstöðvum Arion banka 5. - 31. maí 2011.

Teide Rita Rogers 89 x 71 cm. Encaustic vax og litur á striga, 2005

Ameríska listakonan Rita Rogers kom til Kanaríeyja árið 2005 og hreifst af yfirgnæfandi magni eldfjallsins Teide, sem er hæsta fjall í Atlantshafi, 3715 metrar á hæð. Síðasta stórgos fjallsins var árið 1909.

Etna Athanasius Kircher 41 x 37 cm Eirstunga, 1664

Árið 1664 setti Kircher fram þá kenningu að eldur brenni undir eldfjöllum. Í stíl við þá röngu skoðun sýnir hann þverskurð af eldfjallinu Etnu eins og arinn þar sem eldur brennur. Myndin er merk ekki síst vegna þess að hún er ein allra fyrsta tilraunin til að sýna þverskurð af jörðinni.

Fuji Kamae Kanamura 27 x 20 cm. Þrykk á pappír

Eldfjallið Fuji í Japan er stærsta og jafnframt helgasta fjall Japana og hafa flestir listamenn landsins spreytt sig á að túlka það. Þótt fjallið hafi ekki gosið síðan árið 1707, verður það að teljast eitt hættulegasta fjall landsins, þar sem mikil byggð er í hættu frá gosum þess.

Asama Listamaður óþekktur 25 x 28 cm. Blek á pappír

Asama eldfjallið á Japan gaus árið 1783, á sama tíma og Skaftáreldar geisuðu á Íslandi. Þessi mynd er óvenjuleg undantekning í Japan vegna þess að hún sýnir eldgos. Yfirleitt eru túlkanir japanskra listamanna á eldfjöllum sínum fyrst og fremst tengdar hinni fögru boglínu fjallsins, en ekki gosum.


Graham Island Ackerman 23 x 28 cm. Handlituð koparstunga

Árið 1831 hófst eldgos í hafinu fyrir sunnan Sikiley í Miðjarðarhafi. Fyrst á staðinn var breskt herskip og skírðu Bretar nýju eyjuna Graham Island. Þeir settu flagg sitt á eyjuna og eignuðu hana heimalandi sínu. Gosið var af sömu gerð og Surtseyjargosið sem hófst árið 1963. Það er fróðlegt að bera þessa mynd saman við mynd Ítala af sama gosi og myndina af Surtseyjargosinu til hliðar.

Isla Volcanica Listamaður óþekktur 30.5 x 25 cm. Aquatint og eirstunga

Ítalir komu að nýju eldeyjunni fyrir sunnan Sikiley skömmu eftir að Bretar skírðu hana Graham Island árið 1831. Þeir voru útsendarar Ferdinands konugs í Napólí á Ítalíu og gáfu eyjunni nafnið Ferdinandea. Frakkar komu skömmu síðar og gáfu henni nafnið Julia. Það lá við að til átaka kæmi varðandi eign á nýju eyjunni. En málið leystist þegar brimið braut niður lausar vikur og öskumyndanir eyjunnar og hún hvarf í hafið.

Surtsey E. Jensen 1963 42 x 33 cm. Litir á pappír

Í nóvember árið 1963 hófst eldgos í hafinu sunnan Vestmannaeyja, þar sem hafdýpi var 128 metrar. Næsta dag hafði Surtsey skotið upp kollinum. Gosið einkenndist af nær stöðugum sprengingum, þegar glóandi heit hraunkvika blandaðist sjónum og hvítir mekkir af gufu og svartir eða dökkbrúnir mekkir af vikri og ösku risu upp af eyjunni. Gosið var á allan hátt samskonar og gosið í Miðjarðarhafi árið 1831, þegar Ferdinandea eða Graham Island myndaðist.

Titill óþekktur Ethers 1985 Þrykk 51 x 43 cm.

Glóandi hraunstraumur í Mexíkó og eldgos í baksýn.


Arenal Costa Rica Emilia Cersosimo (1944) 130 x 80 cm. Olía á tréplötu, 1997

Emilia Cersosimo er einn þekktasti listmálari Costa Rica í Mið-Ameríku. Hún býr við rætur eldfjallsins Arenal, en það hefur gosið nær stöðugt síðan 1968.

Vue du Vesuve 28 x 20 cm. Eirstunga

Eldgos í Vesúvíusi á Ítalíu, séð í rómantískri stemningu frá Napólí á nítjándu öld.

Enkeladus grafinn undir Etnu eldfjalli 1738 27 x 38 cm.

Í Grísku goðafræðinni var Enkelados einn af risunum, sem börðust við guðina á Olympus fjalli. Í orrustunni tapaði Enkelados og guðirnir grófu hann á Sikiley undir Etnu eldfjalli. Eldgos Etnu voru talin anda dráttur Enkeladosar, og jarðskjálftar einnig. Þannig mynduðu Forn-Grikkir þjóðsagnir sem skýrðu yfirnáttúrulega atburði, eins og eldgos og jarðskjálfta, sem afleiðingar af starfsemi risa og guða.

Eldfjallið Fuji á Japanskri rúllu 58 x 188 cm. Átjánda öld

Málað með bleki á pappír, með silkiumgjörð og fílabeinsstöng. Dýrkun Japana á eldfjallinu Fuji náði til skreytinga á húsakynnum, eins og þessi rúlla sýnir.


Japönsk rúlla með Fuji 58 x 188 cm. Nítjánda öld

Málað með bleki á pappír, með silkiskreytingum.

Eldgos á Ternate 32 x 43 cm. Eirstunga, um 1700

Eldfjallseyjan Ternate er í Maluku eyjaklasanum, austast í Indónesíu. Þar var lengi ein mesta ræktun á ýmsum verðmætum og sjaldgæfum kryddjurtum eins og pipar og negul sem voru mjög eftirsótt vara í Evrópu. Gígurinn Gamalama gýs oft en gosin eru flest fremur lítil sprengigos.

Etna gýs árið 1669 36 x 41 cm. Eirstunga

Stærsta eldgos Etnu á Sikiley var árið 1669, en þá streymdi hraun yfir borgina Catania.

Pico de Orizaba í Mexíkó 20 x 25 cm. Koparstunga eftir Arnold, úr verki Alexander von Humboldts 1812

Þjóðverjinn og landkönnuðurinn Humboldt ferðaðist um Mexíkó árin 1803 og 1804 og varð hugfanginn af eldfjöllum landsins. Hann taldi Orizaba fegursta fjall landsins, og það hæsta, enda er Orizaba 5640 metrar á hæð.


Haraldur Sigurðsson er forstöðumaður Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi. Hann hefur starfað lengi sem prófessor í Bandaríkjunum og gert rannsóknir á eldvirkni og jarðfræði um heim allan, bæði á hafsbotni og á eldfjöllum á landi. Rannsóknarsvið hans eru fyrst og fremst stór sprengigos og áhrif eldgosa á umhverfið og veðurfar. Meðal þekktustu verkefna hans eru rannsóknir á gosinu árið 79 e.Kr. í Vesúvíusi á Ítalíu, sem gróf borgirnar Pompei og Herkulaneum. Einnig hefur hann starfað um árabil við rannsóknir á gosum í Indónesíu, einkum Krakatau árið 1883 og Tambora árið 1815. Uppgötvun hans á 65 milljón ára gömlum glerperlum í Haíti í KaríbaHaraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur lýsir ævintýralegu lífshlaupi

hafi varpaði nýju ljósi á orsök útdauða risaeðlanna og annars lífríkis vegna mikils loftsteinsáreksturs á jörðu. Hann hefur safnað listaverkum og öðru efni sem snertir eldgos í fjölda ára um allan heim. Árið 2009 opnaði Haraldur Eldfjallasafn í samráði við Stykkishólmsbæ. Í safninu er einstök nálgun á túlkun listamanna um eldgos og mikill fróðleikur um allar hliðar eldvirkni á jörðu.


eldfjallasafn.is

ELD FJALLA

SAFN

Alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos, og einnig munir, forngripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðssonar prófessors, sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir fjörutíu ár um allan heim. Eitt af verkefnum Eldfjallasafns er fjáröflun til að vinna að uppsetningu tveggja jarðskjálftamæla á Snæfellsnesi, undir rótum Ljósufjalla og Snæfellsjökuls.

Eldfjallasafn - Aðalgötu 8 - 340 Stykkishólmur. Sími 433 8154 - safn@eldfjallasafn.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.