Nokkrar skákir

Page 1

Nokkrar skákir í íslenskri myndlist


Nokkrar skákir í íslenskri myndlist í höfuðstöðvum Arion banka 23. febrúar til 30. apríl 2013

Prifessor „dr“ Vísa Bjarna H. Þórarinsson. Skákbendur 2012 Skákir Robert Fischer og Boris Spassky í einvígi aldarinnar 1972 Eigendur Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason




Kristján Guðmundsson 16. Skákhátíð 2006 2006 180 x 125 cm Prentun á striga Eigendur Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason

Kristján Guðmundsson 16. Skákhátíð 2006 2006 180 x 125 cm Prentun á striga Eigendur Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason

Halldór Pétursson Jafntefli 1972 53 x 67 Teikning Eigandi Marinó Tryggvason

Mathieu Mercier Púsluspil 2011 40 x 40 cm Nr. 777/1000 Eigendur Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason

Jón Gunnar Árnason Útitaflmenn 1981 Tré og ryðfrítt stál Eigandi Listasafn Reykjavíkur


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Bóndi 2013 80 x 57 Eign listamannsins

Kristinn E. Hrafnsson Skuggaskákborð 2013 28 x 26 cm Tölvugerð mynd Eign listamannsins

Goddur Skákbenda 2008 108 x 77 cm Eigandi Listasafn Reykjavíkur

Goddur Skákbenda 2008 79 x 77 cm Eigandi Listasafn Reykjavíkur

Goddur Skákbenda 2008 79 x 77 cm Eigandi Listasafn Reykjavíkur


Árið 1939 fór íslenska ólympíuliðið í skák í mikla og langa frægðarför til Buenos Aires í Argentínu. Ísland sigraði í b-keppninni og hlaut að verðlaunum þennan glæsilega bikar sem ber nafnið Copa Argentina. Er þetta merkilegasti verðlaunagripur sem íslenskt skáklið hefur unnið.

Verðlaunabikar 1937 62 x 35 x 35 Eigandi Skáksamband Íslands

Allir sýningargripirnir tengjast heimsmeistaraeinvíginu í skák sem haldið var í Reykjavík 1972. Áprentuð borðmotta með árituðum matseðli frá 1972. Matseðill frá lokahófi skákeinvígis aldarinnar í Laugardalshöll 1972. 23 tölublöð af tímaritinu Skák, sérútgáfa. Sérútgáfa af tímaritinu Skák, innbundin í kálfskinn. Aðgöngumiði nr. 2468. Miðarnir gengu kaupum og sölum manna á milli. Tvö fyrsta dags umslög, annað er árituð af Halldóri Péturssyni en hitt af Jens Enevoldsen.

Mótsskráin á íslensku, ásamt ensku útgáfunni. Der Spiegel og Newsweek. Veggspjaldið sem prentað var í tilefni heimsmeistaraeinvígisins. Bréfahnífur og silfurhúðuð einvígisskeið eftir Jens Guðjónsson gullsmið. Skyrskeið Fischers framleidd fyrir Skáksambandi Íslands. Eintak nr. 37. Barmmerki, framleitt af Skáksambandi Íslands. Einvígisskjöldur úr tré frá 1972. Þrjú fyrsta dags umslög árituð af heimsmeisturunum Spassky, Fischer og Smyslov. Munir eru allir úr einkaeign.


Það er ýmislegt sem tengir skák og myndlist. Líkt og skákmenn, setja myndlistamenn sér ákveðnar reglur til að fylgja en toga þær svo og teygja, reyna á þanþol hverrar hugmyndar í sífelldri leit að nýjum leiðum, nýrri hugsun. Á sýningunni eru þessi tengsl skoðuð í gegnum verk nokkurra íslenskra myndlistamanna. Þó eru fá dæmi jafnskýr og verk Bjarna H. Þórarinssonar. Í forgrunni á sýningunni er myndröð sem hann vann á síðasta ári þar sem hann tekur fyrir skákirnar í heims- meistaraeinvígi Robert Fischer og Boris Spassky í Reykjavík árið 1972. Myndröðin er afrakstur langrar rannsóknar sem Bjarni hóf veturinn 1987-88 og er enn ekki lokið. Upphaflega var ætlun hans að glöggva sig betur á eðli forma og myndflata en hann tók fljótlega við að útfæra hugmyndir sínar með aðstoð texta og flókinna reglna. Í táknmáli og hinum ritaða texta gat Bjarni útfært formkerfi sín og dregið fram skyldleika og líkindi orða og jafnvel hugtaka á skýran og stundum tæmandi hátt. Afurðir þessa starfs sem flestir kannast við eru Vísi- rósirnar, undurfagrar samhverfar teikningar þar sem orða- og hugtakakerfi þessara vísinda eru felld í myndrænt form. Með því að takast nú á við hinar frægu einvígisskákir Fischer og Spassky dregur Bjarni það fram hve margt er sameiginlegt með starfi hans í myndlistinni og leit skákmeistarans að nýjum fléttum og lausnum. Í myndröð hans má sjá hvernig þetta samhengi getur fært okkur nýja sýn á bæði myndlistina og skáklistina sjálfa.

Jón Proppé listheimspekingur

Ljósmyndun Guðmundur Ingólfsson. Bestu þakkir til Kristins E. Hrafnssonar fyrir aðstoðina.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.