Staðarandi Reykhóla

Page 1

Staðarandi Reykhóla Greining og tillögur Alta ehf, janúar 2014


Áhugavert þorp og einstök umgjörð Þorpið Reykhólar og nánasta umhverfi þess hefur að mörgu leyti sérstöðu á landsvísu. Það lætur þó ekki mikið yfir sér. Áhugi er á því að taka á móti fleiri gestum og nýta náttúruauðlindir með ýmsum hætti og styrkja þannig um leið forsendur búsetu í sveitarfélaginu. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér breytingar því ný starfsemi kallar á aðstöðu og hún hefur áhrif á það sem fyrir er og síðar verður.

að sérstaðan glatist ekki þótt hún sé nýtt á hóflegan hátt.

Vísbendingar eru um að sífellt fleiri hafi áhuga á að hefja starfsemi á Reykhólum og í nágrenni. Þá er hyggilegt að staldra við og skoða hvers þarf að gæta og hvar tækifærin liggja, með það í huga að það sem gert er rýri ekki möguleika annarra, núlifandi og ófæddra, til að njóta og nýta.

Staðhættir í stóru samhengi

Allt efnið sem hér er sett fram er á ábyrgð Alta. Það byggist á vettvangsskoðunum, efni frá íbúafundi, ýmsum aðgengilegum heimildum og frásögn Tómasar Sigurgeirssonar, Svanhildar Sigurðardóttur og Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur á Reykhólum.

Reykhólar eru við innanverðan Breiðafjörð, umluknir fjallhring í austri og suðri en til vesturs sést yfir fjölda eyja og að Snæfellsnesi. Ísaldarjökullinn hefur sorfið skásett hraunlög þannig að þau mynda fíngerð klapparholt og sker sem standa upp úr grunnum firðinum. Bakgrunnurinn er Reykjanesfjallið í norðri. Hvergi á Vestjörðum er meira láglendi.

Sveitarstjórn, í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og ráðgjafarfyrirtækið Alta, boðaði til fundar með íbúum sem haldinn var í Reykhólaskóla 10. mars 2013. Þar var til umræðu ýmislegt sem varðar atvinnumál og leitast við að draga fram það sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Í Reykhólasveit allri búa um 280 íbúar, þar af 120 á Reykhólum. Reykhólar eru eina þéttbýlið í sveitarfélaginu. Akstur frá Reykjavík tekur innan við þrjá klukkutíma og munar þar mikið um ýmsar HORNBJAR G

HORNST RANDI R

Tilgangurinn með þessu yfirliti er að draga fram auðlegð og sérstöðu svæðisins ásamt hugmyndum um það hvernig má styrkja hana til að skerpa ímynd Reykhóla út á við. Íbúar og fyrirtæki geta þá nýtt sér hana og áhugasamir fjárfestar geta betur glöggvað sig á kaupbætinum sem þeir fá. Ekki er tekin afstaða til einstakra verkefna eða hugmynda sem fram hafa komið en leitast við að færa sveitarstjórn grunn til að byggja á ákvarðanir um ráðstöfun lands og annarra gæða. Huga þarf að því

ÍSAF JARÐAR DJÚ P

BOLUNGAR VÍK

SUÐ UR EYR I

DRANGAJÖ KU LL

S Sk

ÍS AFJ ÖRÐUR

FLA TEYR I

ag

GJÖG UR

Skagaheiði

ð

HÚNAFLÓI

ÞINGE YRI

SKAGAST RÖND

GLÁM A PA TREK SFJÖ RÐU R BÍLD U DALU R TÁLKNAF JÖ RÐU R PA TREK SFJÖ RÐU R

HÓLM AVÍK

DRANGS NES

BLÖND UÓS

LÁTRAB JARG

Hóp

REYK HÓLA R

Flatey

HVAMMST ANGI

Bl a

a nd

LAU GARB AKKI

BREIÐAFJÖRÐUR

BORÐ EYR I

STYKK ISHÓLMUR

BÚÐ ARDAL U R

Hvammsfjörður

RIF

Arnarvatnsheiði

GRU NDAR FJÖ RÐU R

ÓL AFSV ÍK

REYK HOLT

Hv

Eiríksjökull

LL

Snæfellsjökull

U

HELL ISSAND UR

an

di

lu m

JÖ G LA

N

lu r ra Hé

ð sf

i

Geysir

NESK AUPSTA ÐUR

gu

ri n

REYÐAR FJ ÖRÐUR

r

du

an

ESK IF JÖR ÐUR

REYÐ ARF JÖRÐ UR

Dyngjufjöll Askja

re

ng is

FÁSK RÚ ÐSF JÖRÐ UR

Sp

LL

lu r

U

K

BREI ÐDA LSVÍ K

Snæfell

DJÚ PIVO GU R

Þjó

rs

Eystrahorn

á

V

NA AT

STOK KSEYR I

H or HÖFN na fj ör ðu r

Þórisvatn

Lakagígar

HVOL SVÖL LU R

Skaftafell

g já

Öræfajökull Hvannadalshnúkur

Eld

Landmannalaugar

Vesturhorn

Skeiðarársandur KIRK JUB ÆJARKL AU STU R

Ingólfshöfði

HVOL SVÖL LU R

MÝR DALS JÖ KU LL

VESTMA NNAE YJA R Heimaey

VÍK

VESTMA NNAE YJA R Heimaey

Surtsey

1:3.000.000

Surtsey

600 m 200 m 0

Hekla

Papey

Hvítárvatn

STOK KSEYR I

0m

Búrfell

STÖÐ VARF JÖRÐ U R

Trölladyngja

Kjö

G

r

N

a lu

id

B rú á lsá ku EGILSSTAÐIR n

Ódáðahraun

LA

Ok

AKR ANE S Gullfoss ÞINGVE LL IR Geysir Hvalfjörður Esja LAU GARV ATN MOS FEL LSBÆR SELTJ ARN ARN ES Þingvallavatn vítá FLÚ Ð IR H KÓPAVOGUR ÁLF TANES GARÐ UR GA RÐABÆR LAU GARÁ S SAND GER ÐI Búrfell HAF NAR FJÖR ÐUR KEF LAVÍK VOGA R HVER AGER ÐI á rs HAFNI R jó NJAR ÐVÍK Kleifarvatn Hekla á SELF OSS Þ us GR IND AVÍK Ölf EYRAR BAKKI Reykjanes ÞORL ÁKSHÖ FN HELL A

1

Gullfoss

BORG ARF JÖRÐ U R

Tungnafellsjökull

Ka ld

Borgarfjörður

HVANNEYR I

Hvítá

ur

Lagar fljót

öl á Fj

fljót

a nd

BORGAR NES

örð

ÞINGVE LL IR

Grímsstaðir

Hveravellir

Eiríksjökull

Húsafell

FAXAFLÓI

Esja

fan da Sk jál

Bla

Arnarvatnsheiði

REYK HOLT

ls á

REYK JA HLÍÐ

MÝVATN

afj pn

VOPNAF JÖR ÐU R

Jöku

Goðafoss

ÁLF TANES GARÐ UR Eyvindastaðaheiði

BÚÐ ARDAL U R

GRU NDAR FJÖ RÐU R

Vo

Dettifoss

LAU GARV ATN MOS FEL LSBÆR SELTJ ARN ARN ES Þingvallavatn vítá FLÚ Ð IR H KÓPAVOGUR GA RÐABÆR LAU GARÁ S SAND GER ÐI HAF NAR FJÖR ÐUR KEF LAVÍK VOGA R HVER AGER ÐI sá ór HAFNI R HO FSJÖKU LL NJAR ÐVÍK Kleifarvatn Þj s á SELF OSS fu GR IND AVÍK Öl EYRAR BAKKI Reykjanes ULL ÞORL ÁKSHÖ J Ö K FN HELL A LAU GARB AKKI

ÓL AFSV ÍK

ói

HÚSAV ÍK

Hvalfjörður

HVAMMST ANGI

RIF

da

ur

AKUR EYR I

VARMAHL ÍÐ

di

jörð

ur

BLÖND UÓS

BORÐ EYR I

Hvammsfjörður

k

fl ka

Ka l

arf

ur

Flatey

BREIÐAFJÖRÐUR

Ba

SVALBAR ÐSEY RI

HÓLA R

Hóp

REYK HÓLA R

Snæfellsjökull

örð

DRANGS NES

ÞÓRSHÖ F N

HRÍSE Y GRE NI VÍ K

AKR ANE S

SAUÐAKR ÓKUR HÓLM AVÍK

LÁTRAB JARG

HELL ISSAND UR

DAL VÍK

jö tilf

ÁRSKÓ GSSAND UR HOF SÓS HAUG ANES

SKAGAST RÖND

PA TREK SFJÖ RÐU R BÍLD U DALU R TÁLKNAF JÖ RÐU R PA TREK SFJÖ RÐU R

STYKK ISHÓLMUR

afj

Skagaheiði

HÚNAFLÓI

Þis

KÓPASK ER

BAKKAF JÖR ÐU R

Borgarfjörður

ÓL AFSF JÖR ÐUR

ag

GJÖG UR

GLÁM A

jálf

Sk

SÚÐ AVÍK ÞINGE YRI

fjö

SIGL UFJÖR ÐUR

ÍS AFJ ÖRÐUR

FLA TEYR I

ARNARF JÖR ÐUR

RAU FAR HÖF N

MEL RAKKAS LÉTT A

Sk

DRANGAJÖ KU LL

ja Ey

SUÐ UR EYR I

HVANNEYR Irður Öx

BORGAR NES

FAXAFLÓI

BOLUNGAR VÍK

Ok

GRÍ MSEY

HORNBJAR G HORNST RANDI R

K

Húsafell

ÍSAF JARÐAR DJÚ P

ör

ARNARF JÖR ÐUR

afj

SÚÐ AVÍK

10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 km

1:3.000.000


Kortagrunnur: Landmælingar Íslands

vegabætur á undanförnum árum. Enginn þéttbýlisstaður á Vestfjörðum er eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og Reykhólar. Leiðin er greiðfær allt árið að undanskildum örfáum óveðursdögum á vetrum. Margvísleg þjónusta og aðstaða er á Reykhólum. Höfn er í Karlsey, um 2 km sunnan þorpsins og um 900 metra löng malarflugbraut er nánast inni í þorpinu norðanverðu. Sveitarfélagið rekur grunnskóla, dvalarheimili fyrir aldraða og sundlaug. Kjörbúð með bensínafgreiðslu sér íbúum og gestum fyrir daglegum þörfum. Reykhólar hafa um aldir verið miðstöð hlunnindanýtingar og jarðvarmi, sem staðurinn

dregur nafn sitt af, hefur verið beislaður til að styðja við nýtinguna. Á Reykhólum er að finna mesta jarðhita á öllum Vestfjarðakjálkanum. Undanfarna áratugi hefur Þörungaverksmiðjan vegið þyngst en hráefni hennar er þari og þang sem skorið er við strendur Breiðafjarðar, síðan þurrkað og mulið. Gestum standa til boða þaraböð til heilsubótar, grænmeti er ræktað í gróðurhúsum og nýlega hefur bæst við saltvinnsla, sem einnig nýtir jarðvarmann. Búskapur í nágrenni Reykhóla er blandaður og töluverð hlunnindi eru af dúntekju. Aukinn áhugi er á fjölbreytni í matvælaframleiðslu og hafa framtaksamir bændur komið sér upp myndarlegri aðstöðu til verkunar.

2


Íbúafundur í mars 2013

Íbúafundur

3


Þann 10. mars 2013 bauð sveitarstjórn til íbúafundar til að ræða atvinnumál á svæðinu. Um 30 þátttakendur komu saman í Reykhólaskóla og Ingibjörg Erlingsdóttir sveitarstjóri bauð þá velkomna. Fyrri hluti fundarins var á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og fjallaði um stefnumótun í atvinnumálum fyrir Strandir og Reykhóla. Kynnt var netkönnun um atvinnulíf á svæðinu og hópvinna miðaði að því að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri, auk forgangsröðunar. Seinni hluti fundarins snerist um svæðið umhverfis Reykhóla og þá tók ráðgafarfyrirtækið Alta við stjórninni. Til þess að afla upplýsinga var þátttakendum skipt í litla hópa og þeir beðnir um að tilgreina þá upplifun á svæðinu sem áhugaverðust væri fyrir gesti. Til gamans var látið sem stórstjarna væri um það bil að lenda á flugvellinum og það þyrfti að sjá til þess að hún gæti upplifað allt það besta. Eins og búast mátti við var margt sameiginlegt í niðurstöðum hópanna en þar var líka skemmtileg hugmyndaauðgi. Fram komu ýmsar hugmyndir um þjónustu og afþreyingu sem ekki verða tíundaðar hér heldur athyglinni beint að sérstöðunni sem slíkt myndi byggja á og hvernig hægt er að gera henni skil. Eins og áður var getið byggir efnið í þessu skjali meðal annars á upplýsingum sem fram komu á íbúafundinum.

4


Staðarandi Hver staður á sér sinn anda, sem ræður hughrifum þeirra sem þangað koma. Það er mikilvægt að draga fram og styrkja það jákvæða og heilnæma í staðarandanum til þess að heimsóknin verði minnisstæð og frásagnarefni. Síðan þarf að auðvelda íbúum og gestum að uppgötva og njóta þess sem fyrir ber. Hér er staðarandi Reykhóla leystur upp í fimm þætti sem hver um sig getur boðið upp á eftirminnilega upplifun. • Sagan og menningin vísar til þess að Reykhólar koma oft við sögu að fornu og nýju. • Lífríki og landslag vísar í fíngert samspil klapparholta, tjarna og mýrarfláka með lífinu sem þar þrífst, innrammað af fjallahring. • Orkan birtist sem sýnilegur jarðvarmi, bæði náttúrlegur og sem hagnýtt auðlind.

5

• Ströndin er þar sem sjávarföllin gerbreyta umhverfinu tvisvar á sólarhring. • Ævintýrin eru það sem gerist þegar íbúar og gestir uppgötva allan fjölbreytileikann þrátt fyrir að hann láti lítið yfir sér.

Saga og menning


Lífríki og landslag

Ströndin

Orkan

Ævintýri

6


Þemasvæði


Saga og menning Orka Ævintýri

• Þorpið rís upp úr umhverfinu og þaðan er víðsýnt. Það sést að sama skapi vel frá nálægum svæðum. • Lifibrauð þorpsins er þangið, þarinn og heita vatnið. • Miðlæg staðsetning kirkjureitsins þar sem landið rís hæst og fíngerð byggð í boga í kring. Skóli og önnur þjónusta á sama reit. • Nálægð við heitt vatn allsstaðar í bænum, mest þó að vestan og sunnanverðu.

Þorpið

• Sögulegar minjar og sögustaðir við hvert fótmál.

Saga og menning Lifríki og landslag Ströndin Ævintýri

Milli þorps og eyjar

• Óvenjuleg samsetning klapparholta, tjarna, mýra, fjöru, skerja og sjávar sem býður upp á sérstaklega fjölbreytt lífríki og óvenjulega margbreytileg tækifæri til að upplifa lífríkið og fjölbreytt búsvæði. • Mikið útfiri og mismunur á flóði og fjöru. • Sögulegir staðir og minjar á svæðinu, sem tengjast t.d. Grettis sögu. • Svæðið er ósnert ef tóftir, sjávarhúsin, mastrið og vegurinn eru frátalin.

Orka Ströndin Ævintýri

• Sérstök staðsetning iðnaðar í nánd við hráefnisöflunina. Þörungavinnsla og saltvinnsla gætu verið undanfarar annarrar nýtingar í Karlsey. • Sérstæðir prammar setja svip á starfsemina. • Falleg, lítil höfn í sérstæðum skerjagarði. Lítil alda en þungir straumar. Flotbryggja fyrir smábáta.

Karlsey

• Varmaorka á staðnum vegna pípu sem lögð hefur verið frá Reykhólum. • Svigrúm til frekari uppbyggingar. 8


Saga og menning Vegna landkosta hafa Reykhólar verið höfuðból frá fornu fari. Þeirra er oft getið í fornritum og sögu miðalda. Hlunnindanýting er rauði þráðurinn í sögu og menningu, allt til nútímans.

9


„Eigi skal skuturinn eftir liggja...“ Hér er örstutt yfirlit yfir það hvernig Reykhólar snerta sögu og menningu þjóðarinnar: • Í landnámabók segir að Úlfur hinn skjálgi son Högna hins hvíta nam Reykjanes allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells. • Grettir Ásmundarson dvaldi veturlangt á Reykhólum hjá Þorgils Arasyni, sem var mikill höfðingi og örlátur. „Varð af þessu jafnan fjölmennt á Reykjahólum.“ Í sögunni er skemmtileg frásögn af því þegar Grettir fór með þeim fóstbræðrum Þorgeiri og Þormóði að sækja uxa út í Ólafseyjar. Allur 50. kafli sögunnar gerist á Reykhólum.

• Hlunnindanýtingin er efni í mikla sögu og hún er m.a. sögð á hlunnindasýningunni. Hún felur í sér verkþekkingu og skilning á náttúrunni sem einkennist af jafnvægi og sátt. • Verkþekkingin er ekki síst í bátasmíðinni en á Reykhólum er miðstöð þekkingar á því sviði. Þessi upptalning er engan veginn tæmandi en gefur hugmynd um þann sjóð sem sækja má í.

• Þorgils á Reykhólum er oft nefndur í Fóstbræðrasögu og að þar hafi Þorgeir eða Þormóður dvalið. • Í Sturlunga sögu segir frá því þegar Tumi Sighvatsson yngri féll í bardaga á Reykhólum 1244. Þar er einnig sagt frá mikilli brúðkaupsveislu árið 1119. • Ari Magnússon (Ari í Ögri) bjó um tíma á Reykhólum og var sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Hann er þekktur fyrir aðild sína að spánverjavígunum. Hann var grafinn á Reykhólum. • Guðmundur ríki Arason (f.1395) bjó á Reykhólum og var sýslumaður. Hann græddi fé á verslun við Englendinga. Launsonur Guðmundar, Andrés, byggði virki á Reykhólum 1482 og hafði þar útlenda menn undir vopnum um veturinn. Þar er í fyrsta sinn getið um skotvopn á Íslandi. • Jón Thoroddsen, skáld og sýslumaður, fæddist á Reykhólum 1818. • Ýmsar þjóðsögur tengjast Reykhólum, t.d. sagan um Gullhver, um stúlkuna frá Reykhólum sem fór á grasafjall, um stúlkubarn sem huldufólk nam á brott, sagan um Kötludraum, um hefnd Staðarhóls-Páls og öfuguggann í Grundarvatni.

10


Saga og menning Tækifæri Sögustaðir eru flestir í þorpinu og þar má segja margþætta og áhugaverða sögu á stuttum spöl. Þeim sem lengra vilja fara má benda á að ganga niður að Sjávarhúsum og í Hvalhaushólma, þar sem Grettir kom að landi með uxann. Segja má frá, t.d.: • Tilraunum með sauðfjárrækt hjá tilraunastöð ríkisins • Tóftunum • Jóni Thoroddsen og skáldskap hans • Gamla kaupfélaginu og mannlífi á Reykhólum meðan það var og hét • Örlögum Tuma Sighvatssonar og Ara í Ögri • Sögu höfuðbólsins gegnum aldirnar • Kirkjuhaldi á Reykhólum • Biskupsbrunni • Svæðinu öllu við útsýnisskífuna • Þjóðsögunni af Gullhver • Grettislaug og Grettistaki • Tittlingsstöðum • Sjávarhúsum • För Grettis og fóstbræðra eftir uxanum

Hugmyndir: • Hafa meira sögulegt efni á Reykhólavefnum til þess að íbúar og fyrirtæki geti sótt þangað efni í sína eigin frásögn eða kynningu. • Merkja áhugaverða staði og bjóða upp á stutta lesna frásögn í farsímanum, helst líka á algengu erlendu tungumáli. • Gera myndskreytt kort sem gestir geta stuðst við til að upplifa söguna. • Vísa á leiðsögumenn eða sögufylgjur sem geta aðstoðað gesti. • Bjóða listafólki að dveljast á Reykhólum með hvatningu um að gera sögunni skil í verkum sínum.

11


Upplifunarsvรฆรฐi


Lífríki og landslag Leirur, mýrar og tjarnir milli klapparholta eru heimkynni sérstaklega fjölskrúðugs fuglalífs.

13


Um 70 tegundir fugla Náttúran allt í kringum Reykhóla er margbreytileg og býður upp á ýmiss konar upplifanir. Á fáum stöðum á landinu er eins fjölskrúðugt fuglalíf og á Reykhólum. Ótalmargar tegundir finna sér kjörlendi á svæðinu enda lífríkið fjölbreytt. Fuglaskoðun er spennandi kostur, nálægðin við fuglana síbreytileg eftir árstíma og veðri, t.d. er dásamlegt að fylgjast með ástarlífi fuglanna í miðnæturbirtu á vorin. Reykhólar eru líka sá þéttbýlisstaður á Íslandi þar sem mestar líkur eru á því að sjá haförn á sveimi. Miklir möguleikar eru tengdir meiri fræðslu um fuglategundir, fuglahljóð og fleira þeim tengt. Fjaran er líka skemmtileg til útivistar; samspil sjós og lands með sjávarföllunum skapar einstakt landslag. Á leirunum er kjörlendi margra fugla og í fjörunni er þangið áberandi og víða má finna krækling. Útsýni yfir Breiðafjörð er tilkomumikið, sjóndeildahringurinn fagur og síbreytilegur eftir veðri. Eyjar, hólmar og sker eru óteljandi á Breiðafirði, þar á meðal Flatey, Skáleyjar, Sviðnur, Svefneyjar, Hvallátur og Oddbjarnarsker en þessar eyjar tilheyra allar Reykhólahreppi.

14


Lífríki og landslag Tækifæri Mikil tækifæri liggja í því að gera náttúrunni hærra undir höfði á Reykhólum og kynna hana gestum. Einfaldar lausnir eins og skilti með upplýsingum og kortum gætu auðveldað fólki að uppgötva náttúru svæðisins. Sumir koma gagngert til að sinna áhugamálum í náttúruskoðun, t.d. fuglaskoðarar. Áhugvert væri að leita samráðs við þá um hvernig aðstaða myndi henta best og vekja síðan athygli á því sem vel er gert í þeim efnum til að draga fleiri að. Aðrir gestir vilja kynnast náttúrunni án þess að sækjast eftir neinu sérstöku. Það mætti benda þeim á hvaða þættir í náttúrunni eru áhugaverðastir þá vikuna sem þeir eru á staðnum. Þeir mættu líka frétta af því hvað þeir gætu upplifað á öðrum árstímum. Það verður kannski tilefni annarrar ferðar á Reykhóla. Jarðsagan er líka áhugaverð. Segja mætti söguna af því hvernig landið hefur mótast, t.d. allar eyjarnar og klapparholtin. Fjallahringurinn býður upp á jarðfræðilega fjölbreytni, t.d. forna megineldstöð, Króksfjarðareldstöðina, ýmis merki um rof ísaldarjökulsins, breytta sjavarstöðu og margt fleira. Mynd: www.reykholar.is

Hugmyndir: • Birta fugldagatal og sjávarfallatíma á aðgengilegum vef. • Bæta fuglaskoðunaraðstöðu og leiðir að fuglaskoðunarstöðum. • Benda á staði þar sem skoða má smádýralíf. • Kynna mismunandi tegundir þangs og þara. • Vekja athygli á jarðfræðilegum fyrirbærum og landmótun, t.d. við hringsjána.

15


Upplifunarsvรฆรฐi


Orkan

Jarðvarminn setur svip á Reykhóla og gefur margvísleg tækifæri til nýsköpunar.

17


Reykhólar, sem í fornritum eru kallaðir Reykjahólar, draga nafn sitt af gufu frá heitum hverum. Í Reykhólaþorpinu og næsta nágrenni þess hafa verið boraðar fjölmargar holur til að nýta jarðvarmann. Nýtingin hefur breytt nokkuð flæði jarðhitavatns upp á yfirborðið en jarðhitinn er engu síður víða áberandi, ekki síst á köldum dögum þegar gufan sést vel. Margvíslegar hugmyndir hafa verið á lofti um hagnýtingu heita vatnsins, í sumum tilfellum í tengslum við þarann, t.d. fyrir heilsutengda ferðaþjónustu. Þari er ríkur af andoxunarefnum sem hægja á öldrun húðarinnar. Sumar þessara hugmynda hafa komið til framkvæmda, t.d. þaraböð Sjávarsmiðjunnar sem hafa starfað á sumrin undanfarin ár, þarapillur eru framleiddar sem fæðubótarefni og þaramjöl er framleitt sem plöntuáburður. Lífríkið í sjónum kemur þannig íbúum til góða vegna orkunnar úr heita vatninu. Vatnavinir Vestfjarða, sem eru samtök um böð og vatnstengda heilsurækt, hafa mótað ýmsar hugmyndir um hvernig bjóða mætti vatnstengdar upplifanir og heilsubót á Reykhólum. Einnig hefur forseti heilsulindasamtaka Evrópu sett fram hugmyndir um heilsuhótel. Um nokkurra ára skeið voru haldnir árlegir heilsubótardagar á Reykhólum. Nú þegar nýtir þörungaverksmiðjan um 35 l/s af 112°C heitu vatni en ekki er vel ljóst hve mikill jarðvarmi kann enn að vera ónýttur. Saltverksmiðjan nýtir afgangsvarma frá þörungaverkmiðjunni. Jarðvarminn nýtist einnig til húshitunar, í gróðurhúsum og í sundlauginni. Víða sést gufa frá affallsvatni, þ.e. vatni sem búið er að nýta mesta varmann úr en fer volgt út í umhverfið. Sundlaugin á Reykhólum, Grettislaug, er mjög góð, 25 metra löng og djúp í annan endann.

Sjávarsmiðjan

Helstu hverir heita sínum nöfnum frá fornu fari. Sumir þeirra hafa horfið eftir að boranir hófust meðan aðrir eru enn vel virkir.

18


Orkan Tækifæri Aðgangur að heitu vatni í þessu sérstæða umhverfi býður upp á margs konar tækifæri til að skapa nýjar upplifanir og njóta þeirra sem fyrir eru. Þaraböð Sjávarsmiðjunnar eru mikilvægt fordæmi sem sýnir vel hvernig nýta má náttúrugæðin. Með því að nota heitt vatn í flæðarmálinu má bjóða upp á áhugavert og heilsusamlegt samspil vatnsins og umhverfisins, t.d. bað eða ylströnd. Nokkrir hverir eru áhugaverðir skammt frá þorpinu. Stærstur og fallegastur er Einireykir við austurenda Langavatns en Gullhver, Kraflandi og Þjófahver eru suðvestan við þorpið. Borholurnar eru líka áhugaverðar. Af þeim má segja sögu um nýtingu vatnsins, benda á hvar vatnið er nýtt sem þaðan kemur og hvenær nýtingin hófst.

Hugmyndir • Bjóða aðstöðu til að sjóða egg í hver. Kjörbúðin gæti selt egg í stykkjatali til að auðvelda upplifunina. • Gera borholurnar áhugaverðar með því að hafa við þær skilti sem upplýsa um ártal borunar, dýpi, hita, hámarksrennsli o.þ.h. • Bjóða upp á volgt fótabað á heppilegum stað, gjarnan þar sem útsýni og fuglasöngur gleður augu og eyru. • Sýna hvernig hverirnir voru nýttir til þvotta, eldunar og baksturs.

19


Upplifunarsvรฆรฐi


Ströndin

Ströndin við Reykhóla er sérstök, með ótal sker og eyjar á grynningum og leirur í fjörunni. Mjög ólíkt er umhorfs á flóði og fjöru. Úthafsöldu gætir lítið en straumur er harður milli eyjanna.

21


Ströndin við Reykhóla býður upp á sérstaka og síbreytilega upplifun þar sem leirur taka við af mýrarflákum milli klapparholtanna. Á stórstraumsfjöru kemur mikið landflæmi upp úr sjónum. Ströndin snýr á móti suðri svo sólin glampar á leirur og tjarnir og lengra í burtu er fjallahringur Gilsfjarðar, Skarðsstrandar og Snæfellsness. Hvergi á Íslandi eru áþekkir staðhættir. Ríkidæmi hins forna höfðubóls byggðist að hluta á fjöru- og sjávarnytjum en á tuttugustu öldinni breyttust forsendur. Þá fóru tengingar með vegum og strandflutningum að skipta meginmáli fyrir vöxt þéttbýliskjarna. Ströndin býður ekki upp á höfn fyrir stærri skip og vegtenging er úrleiðis. Það hallaði því undan fæti upp úr miðri tuttugustu öldinni. Fjöru- og sjávarnytjar hafa tekið á sig nýja mynd á síðustu árum. Þörungaverksmiðjan tók til starfa árið 1975 og þá var lagður vegur og gerð höfn í Karlsey. Háreist mjölsíló verksmiðjunnar eru áberandi kennileiti. Þangskurðarprammarnir eru sérkennilegir útlits og setja svip á ströndina. Nýlega var athafnasvæði í Karlsey stækkað og þar er nú risin saltverksmiðja.

22


Ströndin Tækifæri Ströndin er vel aðgengileg og það er auðvelt að bjóða gestum að upplifa sjávarföllin, landslagið og útsýnið. Það má hins vegar gera upplifunina auðveldari með því að merkja gönguleiðir með fram ströndinni og hugsanlega gera lítið bílastæði á hentugum stað. Ströndin býður upp á fjölbreytilegar upplifanir: • Það er full ástæða til að gera söguna af sjávarnytjum nútímans sýnilegri. Þangskurðurinn er forvitnilegur, bæði vegna hráefnisöflunarinnar og hvernig jarðhitinn er nýttur. • Þörungaverksmiðjan getur gert samfélaginu á Reykhólum heilmikið gagn með þvi að segja þessa sögu á lifandi og áhugaverðan hátt. Sama gildir um saltverksmiðjuna en þar munu vera áform um að bjóða inn gestum. • Við Sjávarhúsin má setja fjörunytjar fyrri alda í samhengi við nútímann og gera grein fyrir því hvernig farið var að áður fyrr. • Það má hjálpa gestum að sjá það fyrir sér þegar Grettir bar uxann. • Tittlingsstaðir gætu verið viðkomustaður á leið um ströndina.

Hugmyndir • Hafa árabát við Sjávarhúsin ásamt fræðsluskilti. Segja sögu staðarins og sjávarnytja. • Fjarlægja fjarskiptamastrið og setja búnaðinn sem þar er á mjölsílóið. • Setja áningarborð og bekki á góðan stað þar sem njóta má strandarinnar og útsýnisins. • Fá myndhöggvara til að túlka Gretti með uxann á bakinu. • Stækka enn frekar athafnasvæði í Karlsey og laða þangað fyrirtæki sem vilja stunda sjávarnytjar á áþekkan hátt og þau sem fyrir eru. Svæðið verði skipulagt sem áhugaverður viðkomustaður gesta eftir því sem starfsemin leyfir. • Höfnin í Karlsey verði nýtt fyrir skoðunarferðir í Breiðafjarðareyjar. • Hafa ylströnd eða volga vaðlaug í fjörunni.

23


Upplifunarsvรฆรฐi


Ævintýri

Með samstilltu og skipulegu átaki má gera Reykhóla að þekktum viðkomustað. Þeir hafa sannarlega upp á margt að bjóða.

25


be r

Októ

ber

Matur ra Uppske la a m S

nu r

ar

Ap

ríl

M

ús Júlí

Ág

Da

gin n le ngi Ás r Eg tarl í Kr gja f fu æ ta gla kl in ka gu r lir

se

Ga n Fug ga lalíf

ki be r

nd

Kr æ

My rku r

Stjör

ar

er

emb

La

er áb l B

ur

rgöng Vetra

Mars

t

Sept

em

Ró víld H

Fe b

óv

Ja n ú

N

Júní

• Bæta aðgengi að upplifunum. Smám saman má leggja stíga og stika leiðir, setja palla til að verja viðkvæm svæði, bílastæði á heppilega staði, bæta hafnaraðstöðu fyrir afþreyingarsiglingar o.s.frv. Huga þarf að takmörkunum vegna öryggis og viðkvæms lífríkis, t.d. á varptíma. Best er að stígar falli vel í landslagið og krefjist ekki mikilla efnisflutninga. Hönnun miðist við þarfir fatlaðra, t.d. blindra og hreyfihamlaðra, þar sem það er mögulegt.

Úts el Mat ur ur

r mbe Dese

• Sveitarfélagið gæti kallað reglulega saman þá sem koma að móttöku gesta til þess að þeir geti stillt saman strengi. Þannig fæst betri samhljómur í kynningu og mögulega hugmyndir um samstarf.

Himinn Venus er Júpít

• Nýta venjulegar kynningarleiðir til að láta vita af því að fyrrgreindar upplifanir eru í boði.

Ólíkar upplifanir í náttúru Reykhóla eftir mánuðum.

r atu M tur ks sla Ba inn V

Ævintýrin vísa til þess að á Reykhólum getur margt komið skemmtilega á óvart eins og fram hefur komið hér á undan. Reykhólar eru ekki mjög þekktir sem viðkomustaður en þó er þar frá mörgu að segja að margs að njóta. Á hinn bóginn þarf að hjálpa þessum ævintýrum að gerast og það má gera á ýmsan hátt:

Hér hafa erlend skilti verið staðfærð til að gefa hugmynd um gagnlega leiðsögn á vettvangi.

• Bæta leiðsögn, t.d. með skiltum og annarri miðlun upplýsinga um það sem í boði er. Leiðsögnin þyrfti helst að vera þannig að eitt vísi á annað og þegar komið er á einn stað sé gefið til kynna að fleira megi uppgötva í grenndinni. Sjálfsagt er að nýta tæknina og það að fjarskipti á svæðinu eru auðveld, til að gera miðlunina ódýrari í framleiðslu og viðhaldi. • Hugsanlega mætti nýta skólahúsið betur á sumrin fyrir móttöku gesta, t.d. sem upplýsingamiðstöð um svæðið og jafnvel bjóða þar að bragða á mat úr héraði. • Allir geta lagt sitt af mörkum nú þegar með því að leggja metnað í sitt nánasta umhverfi og ganga vel um.

26



Reykhólar - frá hugmynd að veruleika Hér hefur verið bent á hvernig gera mætti Reykhóla að þekktum viðkomustað með því að bjóða upp á upplifun og frásögn. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar slíkar hugmyndir eru gerðar að veruleika. • Sveitarstjórn þarf að gangast fyrir kynningu og umræðu um áformin til þess að tryggja að sátt sé um þau í samfélaginu. Þótt aukinn gestagangur geti verið mikilvægur fyrir ýmsa atvinnustarfsemi er ekki sjálfgefið að það henti öllum og útfærslan þarf að taka tillit til þess. Hafa ber í hugað að koma gestanna er ekki eina gagnsemin heldur líka fjölbreytilegur óbeinn ábati sem fæst af því að Reykhólar „komast á kortið”. • Gera þarf áætlun um hvernig aðgengi verður bætt og hvernig sagan verður sögð. Mikilvægt er að þegar komið er á Reykhóla (og á vef sveitarfélagsins) sé augljóst að þangað séu gestir velkomnir og þar sé margt áhugavert. Áætlunin getur tiltekið staðsetningu upplýsingaskilta og gróflega hvað stendur á hverju þeirra, hvaða miðlun fer fram eftir öðrum leiðum, t.d. á vefnum, hvaða umbætur þarf að gera á vettvangi með stikun gönguleiða, smíði

trépalla o.þ.h. • Skipta þarf verkum samkvæmt áætluninni í forgangsraðaða áfanga. Gera þarf ráð fyrir því að hvert verk sé „fóstrað” hjá aðilum sem vilja gera samfélaginu gagn með því að leggja fram fé eða vinnu. Þar geta hópar áhugasamra einstaklinga eða félagasamtök komið að. Tryggja þarf að það sem gert er sé í samræmi við áætlunina og að samræmis sé gætt í yfirbragði. Við lok hvers verks sé árangurinn kynntur og þeim þakkað sem lagt hafa hönd á plóg. Smám saman verða þessi stöku verk að heildarmyndinni sem að er stefnt. Hugsanlega má sækja um styrki vegna vinnu við tiltekna áfanga og þá er gagnlegt að hafa þá þegar skilgreinda í áætluninni og geta sýnt fram á að þeir séu liður í stærra framtaki. • Eðlilegt er að festa sýn um upplifanir og frásögn í sessi með því að fella hana inn í skipulagsáætlanir. Aðalskipulag gæti tilgreint opin svæði eða jafnvel hverfisvernd og deiliskipulag gæti útfært nánar hvernig aðgengi og upplýsingamiðlun er háttað, auk nauðsynlegra ráðstafana til að vernda náttúru og menningarminjar.

28


Unni冒 af Alta ehf fyrir Reykh贸lahrepp www.reykholar.is www.alta.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.