Skólastefna Akraneskaupstaðar

Page 15

15

SKÓLASTEFNA

Leikskólinn Teigasel

Leikskólinn Vallarsel

Laugarbraut 20 / www.teigasel.is

Skarðsbraut 6 / www.vallarsel.is

Teigasel er þriggja deilda leikskóli með um 72 nemendur og um 19 starfsmenn. Skólinn tók til starfa 1998. Í Teigaseli er boðið upp á opinn efnivið í þeim tilgangi að hvetja barnið til gagnrýnnar hugsunar og örva um leið sköpunar- og leikgleði þess.

Vallarsel er fyrsti leikskólinn á Akranesi sem byggður var sem slíkur en hann tók til starfa 1979 sem þriggja deilda leikskóli. Nýbygging við leikskólann var tekin í notkun 2004 og starfar hann sem sex deilda leikskóli með um 140 nemendur og um 32 starfsmenn. Vallarsel leggur áherslu á tónlist og heimspekilegar samræður í allri þemavinnu.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.