Bæjarstjórnarfundur nr. 1220

Page 1

Bæjarstjórn - 1220 FUNDARBOÐ 1220. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18, 13. október 2015 og hefst kl. 17:00

Dagskrá: Almenn erindi 1.

1502041 - Stefnumörkun í menningarmálum (skipulagsbreyting í menningar- og safnamálum) Tillögur bæjarráðs um breytingar í menningarmálum á Akranesi og nýtt skipurit Akraneskaupstaðar voru lagðar fram til samþykktar í bæjarstjórn Akraness þann 22. september síðastliðinn. Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunum til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 13. október.

2.

1509146 - Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8B Skipulags- og umhverfisráð vísar umsókn Helga Más Halldórssonar hjá Ask arkitektum, f.h. HB Granda sem sækir um deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis til bæjarstjórnar Akraness. Breytingin felst í því að HB Grandi áformar að sameina og stækka starfsemi fiskþurrkunar félagsins við Breiðargötu.

3.

1507088 - Deilisk. - Krókatún - Vesturgata Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja deiliskipulagstillögu vegna Krókatúns - Vesturgötu og að hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar. Deiliskipulagstillagan tekur til breytinga á staðsetningu dælustöðvar og var hún auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 12. ágúst til og 27. september sl. Engar athugasemdir bárust.

4.

1504030 - Baugalundur 20, byggingarleyfi Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja deiliskipulagsbreytingu við Baugalund 20 og auglýsa hana í B-deild Stjórnartíðinda. Verið er að breyta bindandi byggingarlínu til samræmis við næsta hús og hafa nágrannar samþykkt hana samkvæmt grenndarkynningarbréfi.

5.

1508105 - Reglur um umgengni á lóðum Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því við bæjarstjórn Akraness að samþykkja reglur um umgengni á lóðnum.


Fundargerðir til kynningar 6.

1501211 - Fundargerðir 2015 - bæjarráð 3263. fundargerð bæjarráðs frá 29. september 2015.

7.

1501099 - Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð 20. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. september 2015.

8.

1501125 - Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð 18. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 28. september 2015. 19. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5. október 2015.

9.

1501105 - Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð 22. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. september 2015. 23. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 24. september 2015. 24. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. október 2015.

10. 1501218 - Fundargerðir 2015 - OR 219. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. ágúst 2015.

9. október 2015 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.