Járngerður // afmælisblað Grindavíkur 2014

Page 1

A P ÁN .JS KR NN PP GS A /A DA SÍM .IS ÐU T Í IK FÁ EIN DAV B IN GR W. W W

GRINDAVÍKUR­ BÆR 40 ÁRA Afmælisblaðið er unnið í samvinnu við Víkurfréttir og dreift um allt Reykjanes og víða á suð-vesturhorni landsins. Góða skemmtun og verið hjartanlega velkomin til Grindavíkur!

sjoarinnsikati.is

40 ára afmælisblað Grindavíkurbæjar

KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG Í HÁTÍÐARBÚNINGI Grindavíkurbær fagnar 40 ára kaupstaðarafmæli í ár með ýmsum viðburðum allt árið. Glæsileg menningarvika var haldin í mars, afmælisdagurinn sjálfur var haldinn með pompi og pragt 10. apríl síðastliðinn og helgina 30. maí til 1. júní verður bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarinn síkáti, haldin með glæsibrag. Þá verða fleiri viðburðir seinna á árinu. Í þessu kynningarblaði, sem unnið er í samstarfi við Víkurfréttir, er sameinuð dagskrá Sjóarans síkáta og útgáfa 2. tölublaðs Járngerðar, fréttabréfs Grindavíkurbæjar, með ítarlegri umfjöllun um menn og málefni, kynningu á fyrirtækjum, þjónustuaðilum, starfsemi bæjarins og stórskemmtilegu mannlífi Grind-

víkinga sem eru landsfrægir fyrir lífsgleði sína og skemmtanagildi! Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru hornsteinn atvinnulífs í okkar landmikla bæjarfélagi, Grindavík er þekktur íþróttabær og hér hefur menningin blómstrað undanfarin ár. Grindavíkurbær stendur vel fjárhagslega, nú standa yfir miklar framkvæmdir þar sem verið er að byggja upp nýju íþróttamannvirki, tónlistarskóla og bókasafn án þess að taka krónu í lán! Vonandi gefur þetta kynningarblað einhverja mynd af því kraftmikla samfélagi sem við búum í. Hér er ýmislegt að sjá Nánari upplýsingar um Grindavíkurbæ er að finna á www.grindavik.is

GLÆSILEG DAGSKRÁ Á SJÓARANUM SÍKÁTA Allir velkomnir til Grindavíkur Sjómannadagshelgina

Í tilefni 40 ár kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar verður sérstaklega mikið lagt í dagskrá Sjóarans síkáta í ár, bæjarhátíð Grindvíkinga, sem verður 30. maí til 1. júní nk. Þar verður rjóminn af bestu skemmtikröftum landsins alla sjómannadagshelgina

og dagskráin er metnaðarfull og fyrir alla aldurshópa. „Við vildum auka þátttöku heimafólksins og í leiðinni fá góða gesti í bæinn þessa helgi sem er orðin að eins konar grindvísku ættarmóti með tilheyrandi gestum sem hafa verið til mikillar fyrirmynd-

ar. Aðsóknin hefur verið frábær undanfarin ár og allir eru velkomnir til Grindavíkur. Við erum ákaflega stolt af Sjóaranum síkáta,“ bæjarhátíð okkar Grindvíkinga segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístundaog menningarsviðs. Nánar er fjallað um

Sjóarann síkáta í þessari afmælisútgáfu af Járngerði, fréttabréfi Grindavíkur. Dagskrá Sjóarans síkáta er hægt að nálgast á www. sjoarinnsikati.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.