Magn CO2 (ppm)
• •
Ónæði frá hljóðum og ljósi innan úr húsinu. Viljum ekki fá börnin eða gæludýrin inn um miðjar nætur.
En hvernig er loftið inni hjá okkur á meðan við sofum? Mengun í svefnherbergjum stafar af nokkrum ólíkum þáttum: húsryki, rykmaurum, myglu, lífrænum leysiefnum úr byggingarefnum og efnum sem koma frá okkur sjálfum, til dæmis koltvísýringi, metani og ammóníaki. Þótt efnin sem líkaminn losar séu að jafnaði ekki beint hættuleg heilsu okkar hafa þau bein áhrif á líðan. Það fer að bera á ólykt, loftið verður þungt og staðið og við finnum fyrir þreytu og jafnvel höfuðverk ef ekki er loftað út4&5. Þar sem efnin sem koma frá mönnum eru mörg og áhrifin misjöfn eftir fólki er mjög erfitt að mæla hvenær mengunin er orðin óásættanleg. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að ef loftræst er nægjanlega til að halda koltvísýringsmengun innan tilskilinna marka eru áhrif annarrar lífefnamengunar líka ásættanleg. Koltvísýringur er því tiltölulega góður mælikvarði á gæði innilofts í svefnherbergjum. Styrkur koltvísýrings er mældur í ppm og í fersku útilofti er styrkurinn að jafnaði um 380400 ppm6. Mesta leyfilega magn í innilofti samkvæmt byggingarreglugerð er 1.000 ppm7 og mengunarmörk eru 5.000 ppm8. Banvænn styrkur er hins vegar mun hærri eða um 100.000 ppm (30 mínútur). Auðvelt er að gera líkan af því hvernig koltvísýringur hleðst upp í svefnherbergi ef vitað er hversu mikil loftræsing er til staðar. Erfiðara er að gera líkan ef loftræsingin byggir á náttúrulegri loftun út um opinn glugga eða dyr. Til að fá mynd af því hvernig loftræsing er nauðsynleg fékk ég nokkra vini og vandamenn í lið með mér og mældi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í svefnherbergjum þeirra við ýmsar aðstæður.
Lokaður gluggi Lokaðar dyr 2000
1500 Hámarksgildi skv. byggingarreglugerð 1000
500
Lokaður gluggi Opnar dyr
Opinn gluggi Lokaðar dyr
Grafið hér að ofan sýnir mælingu á koltvísýringi þar sem ein manneskja svaf. Mælt var yfir þrjár nætur og glugginn eða dyrnar ýmist höfð opin eða lokuð. Glöggt kemur fram að loftið verður mjög fljótt slæmt þegar allt er lokað. Koltvísýringurinn eykst stöðugt um nóttina og fer yfir 2.000 ppm undir morgun. Um leið og farið er á fætur og dyrnar opnaðar fram fellur styrkur koltvísýringsins hratt niður aftur. Þegar gluggi eða dyr voru opin hækkaði styrkur koltvísýrings hins vegar lítið og fór aldrei yfir 1.000 ppm.
08:00
07:00
06:00
05:00
04:00
03:00
02:00
01:00
0
Uppsöfnun á koltvísýringi (CO2) í 12m2 svefnherbergi með einni manneskju háð því hvernig loftræst er.
....................................
Til þess að bregðast við þessu má grípa til þess ráðs að hafa svefnherbergisdyrnar opnar til að auka það rúmmál lofts sem við höfum aðgang að yfir nóttina. Það er ekki jafn gott og opinn gluggi en skárra en algjörlega lokað herbergi. En aftur geta verið ástæður fyrir því að þetta ráð kemur ekki heldur að notum.
2500
00:00
• •
Vindur veldur trekk Snjór og regn berst inn Frjókorn, mengun og ryk berast inn Það verður of kalt og ofnarnir fara á fullt með tilheyrandi orkusóun Ónæði frá utanaðkomandi hávaða Flugur flækjast inn og trufla svefninn
23:00
• • • •
Margar heimildir sýna mun verri niðurstöður og í nýlegri danskri rannsókn á svefnherbergjum 500 barna kom fram að í 68% tilfella mældist styrkur koltvísýrings yfir 1.000 ppm, í 23% mældist hann yfir 2.000 ppm og í 6% mældist hann yfir 3.000 ppm9. Þetta sýnir að loftun svefnherbergisins er okkur öllum nauðsynleg. Hugsaðu til þess hve vel þú sefur í tjaldi. Auðvitað eru þar margir samspilandi þættir að verki en skyldi ferska loftið sem streymir stöðugt inn alla nóttina ekki vera stór áhrifavaldur? Ég mæli því sterklega með að þú gætir þess að loftræsing í svefnherberginu sé nægjanleg. Helst skaltu sofa við opinn glugga eða dyr. Ef hvorugt hentar er hægt að setja upp vélræna loftræsingu sem sér þér fyrir nægu fersku lofti yfir nóttina. Heimildir 1. Director: Martin W. Liddament. 2010. Bedroom Ventilation. Slóðin er: veetech.org.uk 2. Pálmi Jósefsson. 1962. Heilsufræði. Ríkisútgáfa námsbóka. 3. Florence Nightingale. 1859. Notes on nursing, what it is, and what it is not. New York. 4. N.Matson, M.H. Shermann. Why we ventilate our houses – a historical look. Lawrence Berkeley National Laboratory. Slóðin er: energy.lbl.gov/ie/pdf/pdf/LBNL-55107.pdf 5. Thad Godish Ph.D. Indoor environment Notebook. Ball State University. 6. Veðurstofa Íslands, Slóðin er: vedur.is/um-vi/frettir/nr/2250. 7. Byggingarreglugerð nr. 112/2012. 8. Reglugerð um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum nr. 154/1999. 9. Gabriel Bekö, Torben Lund, Jörn Toftum, Geo Clausen. 2010. Ventilation rates in the bedrooms of 500 Danish children. DTU.
9 Gangverk | Verkís