1 minute read

AfturElding í HöllinA

Afturelding hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik. Afturelding mætir Stjörnunni í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 16. mars kl. 20:15. Fram og Haukar eigast við í hinum leiknum og munu sigurliðin keppa til úrslita á laugardeginum.

Advertisement

Gengi Aftureldingar á tímabilinu hefur verið gott og útlit er fyrir að allir leikmenn liðsins verði klárir og heilir fyrir eina mest spennandi bikarhelgi síðari ára. Afturelding hefur einu sinni orðið bikarmeistari í handknattleik en það var árið 1999 þegar liðið vann þrefalt.

Kvíslartunga

60 - endaraðhús

Fallegt og bjart 240,2 m2 endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr, gufuhúsi og frábæru útisvæði á einstökum stað. Bakgarður í suðurátt með heitum potti, köldum potti o g garðhúsi með saunu og sturtu. V. 149,5 m.

Mosfellingurinn Margrét Guðjónsdóttir lögmaður og fasteignasali f ylgStu með oKKur á facebook

Mosfellingur

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:

Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is

Ritstjórn:

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is

Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is

Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is

Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.

Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.

Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265

Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út mánaðarlega.

Barnapr F Varm Rsk La 1964

Barnaskólinn að Varmá var á þessum tíma 8 mánaða skóli og prófum lokið 30. maí. Vorferð þeirra sem luku barnaprófi var dagana 5. og 6. maí og lá leiðin um þekkta sögustaði á Suðurlandi. Gist var í skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal en Sigurður sagði fróðleiksfúsum Mosfellingum m.a. frá sögu Haukadals og hverasvæðinu. Myndin er tekin í lok ferðar á Þingvöllum.

Nöfn frá vinstri: Þorsteinn Guðmundsson Þormóðsdal, Brynjar Viggósson Skógum, Kjartan Jónsson Hraðastöðum, Reynir Óskarsson Hlíðartúni, Páll Árnason Reykjalundi, Jóel Kr. Jóelsson Reykjahlíð, Bryndís Erla Eggertsdóttir Álafossi, Valgerður Hermannsdóttir Helgastöðum, Sigríður Halldórsdóttir Gljúfrasteini, Eygló Ebba Hreinsdóttir Markholti 6, Signý Jóhannsdóttir Dalsgarði og Þórunn Bjarnadóttir Mosfelli.

Framar: Helga Haraldsdóttir Markholti, Helga Marta Hauksdóttir Helgafelli, Guðbjörg Þórðardóttir Reykjaborg og Sveinn Þórður Birgisson Brúarlandi.

Mynd: Birgir

Heimild: Dagbók

This article is from: