Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu

Page 3

SKRÍMSLASÖNGURINN Viljir þú eiga í vini gott skjól, vertu þá sannur og traustur. Enginn vill vin sem er frekja og fól: já, fantinum neitaðu hraustur! Sáttir tveir! Þá syngjandi leikum vel saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Ef næðir í hjartanu sorg eða sút og sjáir þú eintóma galla: Vert’ ekki leiður og vintu þinn klút, að vininum skaltu þér halla! Vinir tveir! Úr vandanum ráðum við saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Ef leynast í myrkrinu dularfull dýr og dapur þú skelfur af ótta: Við óhræddir sýnum hvað í okkur býr og ófétin rekum á flótta! Snjallir tveir! Ef snúum við bökunum saman. Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman! Texti: Áslaug Jónsdóttir Lag: Kristinn Gauti Einarsson

Þú getur hlustað á Skrímslasönginn á heimasíðu eða Facebook-síðu Þjóðleikhússins og sungið með!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.