Kjarninn - 49. útgáfa

Page 24

Í ljósi þessa má spyrja hvort ávinningur orkufyrirtækjanna af sölu upprunaábyrgða sé í raun til hagsbóta fyrir Ísland. Tilgangurinn með sölu þeirra er skýr, að auka endurnýjanlega orkuvinnslu í heiminum, en Ísland er hætt að selja hreina orku á pappírum með tilkomu þeirra. Þá er spurning hvort það sé sanngjarnt að íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki þurfi að kaupa grænar ábyrgðir á móti mengandi raforkuframleiðslu til að „hreinsa“ rafmagnsreikninganna sína. Vel má vera að það skipti fjölskyldur landsins litlu máli, en hvað fyrirtæki landsins varðar, og aðdráttarafl Íslands, er ljóst að stærri hagsmunir eru í húfi. Eftir sem áður verður dýrara fyrir fjölskyldur og fyrirtæki á Íslandi að nota græna orku á pappírum, þó svo að Ísland framleiði nær einvörðungu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þannig þurfa fjölskyldur og fyrirtæki landsins að greiða sérstaklega fyrir vottaða græna orku.

08/08 neytenDamál


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.