Kjarninn - 46. útgáfa

Page 48

kjarninn 3. júlí 2014

01/01 spes

spes Aðdáandi Guillermo Ochoa vill ólmur halda markverðinum í sínu liði

selur fjölskylduna og húsið til að halda Ochoa

F

rammistaða Guillermo Ochoa, markvarðar mexíkóska landsliðsins, á HM í Brasilíu hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann sýndi mörg snilldartilþrif á milli stanganna á heimsmeistaramótinu, til að mynda á móti gestgjöfum Brasilíu, en lið hans féll óverðskuldað úr keppni á HM í vikunni er það tapaði fyrir sigurstranglegu liði Hollendinga. Fyrir heimsmeistaramótið spilaði Ochoa með franska liðinu Ajaccio, en samningur hans við liðið rann út skömmu áður en HM í Brasilíu hófst. 01/01 spes

Hæfileikar Ochoa hafa vakið athygli margra stórliða í Evrópu, sem renna nú hýru auga til markvarðarins, en þeirra á meðal ku vera ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Liverpool. Einn eldheitur stuðningsmaður Ajaccio hefur nú brugðið á það ráð að auglýsa fjölskylduna sína og húsið til sölu á netinu svo að markmaðurinn fari hvergi. Söluandvirðið, litlar sextán milljónir Bandaríkjadala, hyggst hann nefnilega láta renna til Ajaccio svo að liðið geti borgað Ochoa laun sem nema sextíu þúsund sterlingspundum á viku.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kjarninn - 46. útgáfa by Sameinaða útgáfufélagið - Issuu