Kjarninn - 46. útgáfa

Page 38

kjarninn 3. júlí 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö spurningar

sigríður björg tómasdóttir Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar

með áráttuhegðun í að skoða fasteignavefi Hvað gleður þig mest þessa dagana? Það gleður mig fáránlega mikið að mér hafi tekist að ljúka Snæfellsjökulshlaupinu síðustu helgi með bros á vör. Sá það ekki fyrir mér þegar ég byrjaði á námskeiði í utanvegahlaupi í vor að ég myndi geta hlaupið 22 kílómetra í júnílok. Hvert er þitt helsta áhugamál? Samvera með vinum og fjölskyldu, fjölmiðlar, bókalestur, útivera og letilíf. Svo get ég ekki hætt að skoða fasteignavefi, en það síðarnefnda flokkast sennilega frekar undir áráttu en áhugamál.

Hvaða bók lastu síðast? Mamma segir eftir Stine Pilgaard. Skemmtileg bók um ástarangist, sem er líka ljómandi vel þýdd af Steinunni Stefánsdóttur vinkonu minni.

Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú fara? Mig hefur dreymt lengi um að fara til Nepal, ég myndi láta þann draum rætast.

Hvert er þitt uppáhaldslag?

Hvað fer mest í taugarnar á þér?

Ég hef haldið upp á you Said Something með PJ Harvey síðan ég heyrði það fyrst, fyrir næstum 14 árum síðan. Frábært lag.

Neikvæðni, hroki og húmorsleysi, fordómar og kvenfyrirliting. Annars er ég frekar jákvæð, nema þegar fólk ryðst fram fyrir mig í matvörubúðum og sælgætissölum í leikhúsum, þá sýður á mér undir fáguðu yfirborði.

Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Pass. 01/01 sjö spurningar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kjarninn - 46. útgáfa by Sameinaða útgáfufélagið - Issuu