1 minute read

Fulltrúar ÍSÍ í nefndum EOC

Þrír Íslendingar voru skipaðir í nefndir á vegum EOC kjörtímabilið 2021 –2025.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ var skipaður í EOC EU Commission en Lárus átti einnig sæti í nefndinni síðasta starfstímabil hennar. Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ, sem einnig situr í stjórn EOC, var skipuð formaður EOC EYOF Commission, yfirnefnd Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir var skipuð í EOC Gender, Equality and Inclusion Commission. Allar nefndirnar halda utan um mikilvæga málaflokka hjá sambandinu og er ÍSÍ afar stolt af því að eiga fulltrúa í þeim.  Nefndir EOC eru 9 talsins og innan sambandsins eru 50 Ólympíunefndir í Evrópu svo að fjöldi íslenskra nefndarmanna er eftirtektarverður og ekki síður formennska Líneyjar Rutar Halldórsdóttur í EOC EYOF Commission, en sú nefnd hefur stór, oft flókin og ábyrgðarmikil verkefni til úrlausnar.

Advertisement

Í frétt á heimasíðu ÍSÍ, eftir að tilkynnt hafði verið um skipan nefnda EOC, segir forseti ÍSÍ:

„Undanfarin ár þá höfum við verið sýnileg í starfi EOC, átt fulltrúa í