Þroski barnsins – skref fyrir skref

Page 16

16

Hvernig getur þú hjálpað mér? Foreldrar eru mikilvægustu manneskjurnar í lífi barnsins. Þeir skapa það umhverfi sem börnin vaxa og dafna í og þar sem þau öðlast sjálfstraust. Börn þurfa að fá tækifæri til að leika sér bæði innan- og utandyra við aðstæður sem hæfa aldri þeirra og þroska. Það er mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín, gefi þeim tíma, rými og sjái til þess að þau fái fjölbreyttan efnivið til að leika sér með. Foreldrar eru lykilpersónur varðandi það að taka eftir hvernig barnið þeirra er að þroskast. Þeir ættu að veita því athygli ef barnið þeirra sýnir eftirfarandi einkenni: • Heldur á leikfangi eða bók of nálægt augunum EÐA hallar höfði þegar það er að ná fókus • Sýnir engin eða ýkt viðbrögð við hljóðum • Notar aðra hlið líkamans oftar en hina • Vill ekki snerta hluti með ákveðinni áferð • Notar engin eða fá orð og/eða skilur ekki þegar talað er við það • Myndar ekki augnsamband; horfir ekki þangað sem það bendir • Kýs að leika eitt og/eða sýnir hörku í hegðun gagnvart öðrum Ef þú hefur áhyggjur af barninu þínu, skalt þú kynna þér snemmtæka íhlutun og leita frekari aðstoðar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.