Okkar fjölskylduvernd

Page 8

STARFSÖRORKUTRYGGING Bilið brúað Flest byggjum við afkomu okkar á launaðri atvinnu og flest okkar sem verða óvinnufær eiga rétt á fullum greiðslum frá vinnuveitanda í allt að sex mánuði. Þegar þeim sleppir blasir hins vegar umtalsverð tekjuskerðing við. Starfsörorkutrygging Fjölskylduverndar hleypur í slíkum tilfellum undir bagga og veitir fjárhagslega vernd þegar staðið er frammi fyrir tímabundinni eða varanlegri örorku vegna slysa eða sjúkdóma.

Mat á örorku Bætur eru greiddar þegar geta hins vátryggða til að afla tekna á vinnumarkaði skerðist verulega, eða a.m.k. um 50%. Við mat á skertri starfsorku er miðað við getu viðkomandi til að gegna starfi sem telst vera eðlilegt fyrir einstakling á svipuðum aldri með óskerta starfsorku og sambærilega starfsreynslu, menntun og verkkunnáttu.

Bætur Vátryggingarfjárhæð er valin á umsókn og er notuð til ákvörðunar mánaðarlegra bóta og örorkubóta vegna varanlegrar skerðingar starfsorku. Örorkubætur vegna umferðarslysa eru undanskildar í tryggingunni þar sem bætur úr ökutækjatryggingum greiða fullar bætur vegna afleiðinga þeirra.

Tímabundinn starfsorkumissir Verði vátryggður fyrir tímabundnum missi starfsorku eru umsamdar bætur greiddar mánaðarlega. Fyrstu sex mánuðirnir eru án bóta en síðan eru greiddar bætur í allt að 30 mánuði eða þar til ætla má að stöðugleika í heilsufari hafi verið náð eða varanleg örorka hefur verið staðfest.

Varanlegur starfsorkumissir* Valdi slys eða sjúkdómur vátryggðum varanlegri skerðingu starfsorku og fyrir liggur mat þess efnis greiðir félagið inn á séreignarsparnaðarreikning sjóðfélaga örorkubætur í formi eingreiðslu sem tekur mið af tímalengd samningsins og þeirri vátryggingarfjárhæð sem valin hefur verið.

*Sjá nánar skilmála félagsins nr. HA 1044


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.