Ársskýrsla LUF 2019

Page 1

ÁRSSKÝRSLA

2019


Landssamband Ungmennafélaga Landssamband ungmennafélaga (LUF) var stofnað árið 2004 sem regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 32 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum, talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi og hefur upplýsingaskyldu að gegna gangvart aðildarfélögunum sínum auk þess að þjónusta þau á margvíslegan hátt. LUF hefur það að markmiði að vernda og efla réttindi ungs fólks, stuðla að valdeflingu og þátttöku ungs fólks í samfélaginu, efla samstarf ungmennafélaga og stuðla að umræðu og þekkingarsköpun um málaflokkinn.

1

© Landssamband ungmennafélaga / The Icelandic Youth Council Starfandi framkvæmdastjóri / Secretary General: Sigurður Helgi Birgisson Rafstöðvarvegur 7, 110 Reykjavíkyouth@youth.is www.youth.is - 561-1100


EFNISYFIRLIT

46

25 6

JENNICA LEE, THE EXCLUSIVE INTERVIEW

ÁVARP FORMANNS

20

29

6. HAFIÐ: VINNUSTOFA UM LÍFFRÆÐILEGAN FJÖLBREYTILEIKA

31

7. ALÞJÓÐASTARF

1. SAMBANDSÞING LUF 2019 1.1 Stjórn LUF 1.2 Aðildarumsóknir

10

2. FULLTRÚARÁÐ LUF

17

3. LEIÐTOGASKÓLI ÍSLANDS

7.1 Alþjóðanefnd 7.2 Sendinefnd til Sameinuðu þjóðanna 7.3 Alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 7.4 COP25 7.5 European Youth Forum 7.6 Nordic-Baltic Cooperation 7.7 Advisory Council on Youth 7.8 NUBF 7.9 Fundur með forsætisráðherrum Norðurlandanna 7.10 European Youth Conference 7.11 Nordic Youth Summit on Social Inclusion 7.12 Enter! Youth Week 7.13 Det Nye Norden

2.1. Félagi ársins 2019

3.1. Innleiðing Heimsmarkmiðanna 3.2 Þjálfarateymi LUF

23

4. ÞÁTTTAKA UNGS FÓLKS Í STJÓRNUM FÉLAGASAMTAKA

27

5. SAMSTARF LUF OG FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTISINS 48

8. STAÐA FJÁRMÁLA 8.1 Ársreikningur 8.2 Fjármögnun 8.3 Skipting útgjalda

2


ÁVARP FORMANNS Kæru félagar. Þegar ég lít til baka yfir nýliðið stjórnarár fyllist ég stolti. Við höfum áorkað miklu á stuttum tíma og staða Landssambandsins breyst töluvert síðastliðna mánuði. Mörgum stórum markmiðum var náð á þessu ári og höfum við tekið eftir aukinni eftirspurn eftir samstarfi, frá stjórnvöldum, aðildarfélögum og öðrum félögum. Ég vil nefna nokkra áfanga sem náðust á árinu sem mér þykja standa upp úr. Í byrjun starfsárs settum við kraft í að tala fyrir heildstæðri stefnu í æskulýðsmálum endurskoðun á æskulýðslögum en sú vinna er hafin innan Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Unnið er að því að móta æskulýðsstefnu til ársins 2030, og verða æskulýðslög endurskoðuð meðfram þeirri vinnu. Eftir ítrekaðar kröfur LUF hafa stjórnvöld loksins tekið við sér og hafið endurskoðun á málaflokknum, sem hefur verið stefnulaus hingað til. Fjárhagur Landssambandsins er vænlegur, sem skilað hefur sér í aukinni virkni og framtakssemi. Á síðasta starfsári náðist fjárhagslegur stöðugleiki með undirritun þriggja ára rekstrarsamnings við Menntaog menningarmálaráðuneytið sem hefur auðveldað rekstur skrifstofu og viðburða á borð við Leiðtogaskóla Íslands og Félaga ársins á samningstímanum. Í sumar gátum við ráðið inn nýjan starfsmann, Sigurð Helga Birgisson. Tvö stöðugildi voru hjá sambandinu til októberloka þegar framkvæmdastjóri LUF, Tinna Isebarn fór í fæðingarorlof. Þá tók Sigurður við sem starfandi framkvæmdastjóri og mun sinna því starfi næstu mánuðina. Í janúar réðum við svo Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur tímabundið sem verkefnastjóra en hún hélt m.a utan um framkvæmd og skipulag ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika sem haldin var 21. febrúar sl. 3


Aukinn starfskraftur hefur skilað sér í öflugra starfi. Á árinu var mikil gróska í alþjóðastarfi félagsins og þar að auki hófum við tímamótasamstarf við Félagsmálaráðuneytið. LUF hélt áfram baráttu sinni gegn óréttmætri og ólöglegri geðþóttaákvörðun Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra (RSK) sem hamlar félagafrelsi og kemur í veg fyrir virka þátttöku ungmenna í starfi frjálsra félagasamtaka. Stofnunin neitaði að skrá breytta stjórn félagsins, sökum aldurs eins stjórnarmanns. Eftir langa málsmeðferð hjá RSK barst loks formleg ákvörðun þar sem staðfest voru lögleysa og mannréttindabrot stofnunarinnar. Stjórn LUF sá sér ekki stætt af öðru en að kæra þá ákvörðun og endaði því stjórnsýslukæra LUF á borði Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem Fyrirtækjaskrá RSK heyrir undir, en ráðuneytið úrskurðaði svo RSK í vil. Stjórn LUF sættir sig ekki við niðurstöðuna og mun funda með ráðherra 11. mars næstkomandi og halda áfram baráttu sinni gegn ólöglegri hindrun RSK á þátttöku og ákvarðanatöku ungs fólks í starfi frjálsra félagasamtaka. Leiðtogaskóli Íslands var haldinn í fjórða sinn. Haldið var í skipulag seinasta starfsárs þar sem öllum námskeiðunum var raðað á tvær helgar. Þjálfarar úr Þjálfarateymi LUF sáu um gerð námskeiða og kennslu. Líkt og í fyrra var sérstök áhersla lögð á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við mótun námskeiða og lutu öll lokaverkefni að innleiðingu þeirra. Fá þátttakendur með þessu færi á að kynnast Heimsmarkmiðunum og vinna með þau í framhaldinu. Leiðtogaskólanum lauk með útskrift og málþingi um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í ungmennastarfi, þar sem þátttakendur kynntu lokaverkefni sín.

4


Á árinu voru skipaðir tveir ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth delegates) og á sambandsþinginu verður sá þriðji kjörinn. Ísland hefur lengi vel verið eina Norðurlandið sem ekki hefur slíka fulltrúa og eitt fárra Evrópuríkja sem heldur ekki uppi sendinefnd ungmenna til Sameinuðu Þjóðanna. Stjórn ákvað að leita til Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um samstarf á síðasta starfsári og standa félögin tvö að verkefninu. Á starfsárinu kom LUF á lýðræðislegri skipun ungmennafulltrúa hjá SÞ eftir málefnasviðum, þ.e. á sviði mannréttinda í samstarfi við Utanríkisráðuneytið, á sviði loftslagsmála í samstarfi við Umhverfisog auðlindaráðuneytið og á sviði sjálfbærrar þróunar í samstarfi við Forsætisráðuneytið. Verkefnið hlaut mjög góðar viðtökur og hefur nú verið fært á næsta stig með undirritun samstarfssamnings við Utanríkisráðuneytið til þriggja ára um skipun ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Samningurinn er mikil viðurkenning fyrir LUF sem er falið að halda utan um skipanir ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og getur þar með veitt ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanatöku á æðsta samstarfsvettvangi alþjóðasamfélagsins.

Kæru félagar, ég er stolt af afrakstri starfsársins og sérstaklega þeim megináföngum sem ég nefndi hér að ofan. Mannauðurinn er driffjöður félagsins og án óeigingjarnrar vinnu stjórnar, fulltrúaráðs, þjálfarateymis og starfsmanna hefði fátt komist til framkvæmda. Auðmjúk held ég á sambandsþing og horfi til framtíðar með eftirvæntingu. Takk fyrir samstarfið. Una Hildardóttir, formaður LUF

5


1. SAMBANDSÞING LUF 2019 Sambandsþing LUF var haldið fimmtudaginn þann 28. febrúar í Háskóla Íslands (HT-101). Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi formaður félagsins 2016-2017, var kjörin þingforseti og stýrði þinginu. Una Hildardóttir, fulltrúi Ungra Vinstri grænna (UVG) var kjörinn formaður, en áður hafði hún gengt embætti varaformanns og var því að hefja þriðja kjörtímabilið sitt í stjórn. „Ég lít björtum augum á verkefnin framundan og hlakka til að takast á við þau ásamt nýrri stjórn,“ sagði Una Hildardóttir þegar hún tók við embættinu. Þá var Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar Ungliðahreyfingar Viðreisnar kjörinn varaformaður, Marinó Örn Ólafsson fulltrúi SHÍ hlaut endurkjör gjaldkera, Inger Erla Thomsen fulltrúi Ungra jafnaðarmanna (UJ) kjörin ritari en áður hafði hún gengt embætti varamanns og Sara Þöll Finnbogadóttir fulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) kjörin alþjóðafulltrúi en hún hlaut eitt mótframboð. Kosnir voru tveir meðstjórnendur, Enar Kornelius Leferink fulltrúi Ungra umhverfissinna (UU) og Rut Einarsdóttir, fulltrúi URKÍ. Tveir meðstjórnendur voru kosnir, þau Laufey María Jóhannsdóttir fulltrúi Ungra athafnakvenna (UAK) og Sigurður Helgi Birgisson, fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) og fráfarandi formaður LUF. Á þinginu var gert samstarfssamkomulag á milli Landssambands ungmennafélaga og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfandi framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna, Harpa Júlíusdóttur, var sérstakur gestur á fundinum og skrifuðu hún og Una Hildardóttir undir samstarfssamkomulagið. Tilgangur samstarfsins er að koma á fót Ungmennafulltrúum Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme). Harpa Júlíusdóttir ávarpaði þingið eftir undirritun. 6


Þingið samþykkti tillögur fulltrúaráðs að reglugerð Leiðtogaskóla Íslands, og verklagsreglur alþjóðanefndar. Þetta er umgjörð sem styrkir stoðir félagsins og auðveldar nýliðum að taka við verkefnunum. Eitt nýtt félag sótti um fulla aðild að LUF, Hugrún geðfræðslufélag. Starfsemi félagsins var kynnt og umsókn þess samþykkt. Skýrsla stjórnar var lögð til umræðu og ársreikningur var samþykktur. Tillaga að framkvæmdaáætlun var til umræðu og ákveðið hún yrði lögð fyrir til samþykktar á fyrsta fulltrúaráðsfundi nýrrar stjórnar. Fjórar lagabreytingatillögur voru settar fram að þessu sinni og voru þær allar samþykktar. Fyrst var samþykkt að enska nafn LUF breyttist úr „The Icelandic Youth Council“ í „National Youth Council of Iceland“. Önnur samþykktin sneri að fjölda félagsmanna, enn hún var lögð fram í því skyni að hvetja aðildarfélögin til að halda skrá yfir félagsmenn. Ástæður þess eru bæði þær að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur áður óskað eftir upplýsingum um fjölda félagsmanna og auk þess geta slíkar tölur, í sumum tilfellum verkað sem mælikvarði á virkni ungs fólks í félagsog hagsmunastarfi. Seinasta samþykktin sneri að því að breyta fyrirkomulagi fulltrúaráðsfunda með því að setja skýrari umgjörð utan um þá. Samþykkt var að halda fundina ársfjórðungslega og að setja reglur um dagskrá og niðurstöður dagskrárliða. Breytingin felur í sér valddreifingu og aukna ábyrgð fulltrúaráðs sem hefur síðustu tvö ár þróast á þann veg sem tillagan leggur til. Þá samræmist tillagan skuldbindingu félagsins gagnvart rekstrarsamningi við Menntaog menningarmálaráðuneytið.

7


Breytingin felur einnig í sér aukið gagnsæi með lögbundinni skyldu stjórnar til þess að gera grein fyrir mælanlegum markmiðum í upphafi, greina frá framvindunni og árangursmeta þannig starfsemi félagsins á skipulagðan hátt ár frá ári. Enn fremur felur tillagan í sér aukið lýðræði m.a. með tilkomu kjörstjórnar. Að lokum voru önnur mál tekin fyrir og vakið var athygli á áhugaverðum viðburðum félagsmanna, á borð við „Framúrskarandi Íslendingur,” á vegum JCI og Loftslagsverkfallið, á vegum SHÍ.

1.1. STJÓRN LUF 2019 Stjórn annast daglegan rekstur LUF svo sem almenna stjórnsýslu, fjármál o.s.frv. í samráði við ákvarðanir sambandsþings og fulltrúaráðs. Stjórn fundaði 19 sinnum á kjörtímabilinu og náði 10 af þeim 14 metnaðarfullu markmiðum sem hún setti sér samkvæmt framkvæmdaáætlun stjórnar sem samþykkt var á fyrsta fulltrúaráðsfundi þann 26. mars 2019.

Una Hildardóttir / Formaður / Fulltrúi UVG Geir Finnsson / Varaformaður /Fulltrúi Uppreisnar Marinó Örn Ólafsson / Gjaldkeri / Fulltrúi SHÍ Laufey María Jóhannsdóttir / Ritari / Fulltrúi UAK Sara Þöll Finnbogadóttir / Alþjóðafulltrúi / Fulltrúi SÍF Rut Einarsdóttir / Málefnafulltrúi / Fulltrúi URKÍ Steinunn Ása Sigurðardóttir / Lýðræðisog mannréttindafulltrúi / Fulltrúi AFS á Íslandi Ásta Guðrún Helgadóttir / Varamaður / Fulltrúi UP Hreiðar Már Árnason / Varamaður / Fulltrúi Samfés

8


Á fundi fulltrúaráðs þann 14. ágúst 2019 voru gerðar breytingar á stjórn þar sem Inger Erla Thomsen fulltrúi UJ sem ritari stjórnar, Enar Kornelius Lefering fulltrúi UU sem meðstjórnandi stjórnar og Sigurður Helgi Birgisson fulltrúi SÍNE sem varamaður stjórnar höfðu sagt sig frá embættum. Laufey María Jóhannsdóttir fulltrúi UAK sem gengdi embætti varamanns stjórnar var kjörin í embætti ritara í stað Inger Erlu Thomsen, Steinunn Ása Sigurðardóttir fulltrúi AFS á Íslandi var kjörin meðstjórnandi í stað Enars Korneliusar Lefering. Ásta Guðrún Helgadóttir fulltrúi UP og Hreiðar Már Árnason voru kjörin varamenn í stað Sigurðar Helga Birgissonar og Laufeyjar Maríu Jóhannsdóttur.

1.2. AÐILDARUMSÓKNIR Ungmennaráð UNICEF hefur haft áheyrnaraðild að sambandinu frá árinu 2016. Ungmennaráðið er starfrækt á vegum landsnefndar UNICEF á Íslandi og situr oddviti ungmennaráðsins jafnframt í landsnefndinni. Ráðið hefur tekið virkan þátt í starfsemi LUF á undanförnum árum og hefur samhliða mótað starfsemi sína í átt að auknu sjálfstæði við ákvarðanatöku. Ungmennaráðið sótti um fulla aðild að LUF í byrjun árs og verður umsókn þeirra tekin til afgreiðslu á sambandsþingi LUF í febrúar 2020. Þann 20. janúar 2020 var haldinn fyrsti fundur í Ungmennaráði Þroskahjálpar. Ungmennaráðið er starfrækt af Þroskahjálpar og er ætlað að stuðla að samtali og aukinni þekkingu á helstu hagsmunamálum ungra einstaklinga með þroskahömlun. LUF hefur átt í samræðum við starfsmenn ráðsins um samstarf og hvatt ungmennaráðið eindregið til að sækja um aðild að sambandinu. Umsókn ungmennaráðsins um áheyrnaraðild er í vinnslu en verði hún samþykkt munu aðildarfélög LUF verða 32 talsins.

9


2. FULLTRÚARÁÐ LUF Hvert aðildarfélag skipar fulltrúa sinn í fulltrúaráð LUF, ráðið tekur við á þingi og starfar í eitt ár. Hlutverk fulltrúaráðs er að efla samstarf á milli aðildarfélaganna og vera tengiliður aðildarfélaganna við LUF. Ráðið fer með æðsta vald í málefnum LUF milli þinga og starfar í samráði við samþykktir síðasta þings. Fulltrúarnir sem skipaðir voru í ráðið á sambandsþingi 2019 voru eftirfarandi:

Fulltrúar aðildarfélaga 1. Petrína Sif Benediktsdóttir / AFS á Íslandi 2. Ragnhildur Einarsdóttir / Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) 3. Marit Kristine Arvik / AIESEC 4. Kolbeinn Arnaldur Dalrymple / Félag ungra jafnréttissinna 5. Anna Pálsdóttir / JCI á Íslandi 6. Olga Pokrovskaya / Núll prósent 7. Sóley Ómarsdóttir / Seeds 8. Ólafur Hrafn Halldórsson / Samband íslenskra framhaldsskólanema 9. Unnur Þöll Benediktsdóttir / Samband ungra framsóknarmanna 10. Guðmundur Haraldsson / Samband íslenskra námsmanna erlendis 11. Sonja Sigríður Jónsdóttir / Stúdentaráð Háskóla Íslands 12. Óskar Steinn Ómarsson / Ungir jafnaðarmenn 13. Pétur Halldórsson / Ungir umhverfissinnar 14. Ólína Lind Sigurðardóttir / Ung vinstri græn 15. Guðmundur Bjarnason / Samtök ungra bænda 16. Kristín Manúelsdóttir / Ungmennadeild norræna félagsins 17. Kristborg Þráinsdóttir / CISV 18. Starri Reynisson / Uppreisn - Ungliðahreyfing Viðreisnar 19. Svava Gunnarsdóttir / Samfés 20.Sigmundur Þórir Jónsson / Ungir Píratar 21. Eyþór Máni Steinarsson / Kóder 22. Ingi Hrafn Pálsson / URKÍ 23. Starri Reynisson / UE 24. Björgvin Freyr Þorsteinsson / Hugrún 10


Áheyrnarfulltrúar 25.Jökull Ingi Þorvaldsson / Ungmennadeild UNICEF 26.Tomasz Chrapek / Project Polska 27.Andri Bjarnason, Stamfélagið / Ungliðahreyfing Málbjargar Ekki fengust tilnefningar/svör frá: IOGT, UAK, Breytendum og Veraldarvinum.

Aðildarfélög gerðu nokkrar breytingar á fulltrúum sínum í fulltrúaráði LUF á starfsárinu og komu eftirfarandi fulltrúar inn í stað skipaðra fulltrúa: Lilja Guðmundsdóttir / AFS á Íslandi Sheni Nicole Buot Navarro / AIESEC Jóhanna

Steina

Matthíasdóttir

/

Samband

íslenskra

framhaldsskólanema Benedikt Traustason / Stúdentaráð Háskóla Íslands Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm / Ung vinstri græn Þórunn Dís Þórunnardóttir / Samtök ungra bænda Iris Dager / Ungmennadeild norræna félagsins Stefanía Reynisdóttir / Uppreisn - Ungliðahreyfing Viðreisnar Ólafur Hrafn Halldórsson / Ungir Píratar Björgheiður Margrét Magnúsdóttir / UAK

Fulltrúaráð fundaði fjórum sinnum á starfstímabilinu undir formennsku Geirs Finnssonar, varaformanns LUF. Fundirnir voru haldnir í takt við breytt lög LUF um fasta dagskrá og niðurröðun dagskrárliða. Á fyrsta fundi, þann 26. mars 2019, var framkvæmdaáætlun stjórnar og fjárhagsáætlun starfsársins samþykkt. Þar að auki kynnti nýkjörin stjórn LUF alþjóðaverkefni og ráðstefnur erlendis sem voru á döfinni.

11


Á öðrum fundi, þann 14. ágúst 2019, var gengið til kosninga á nokkrum sviðum. Kjörnir voru nýir stjórnarmenn, stjórnarmaður Leiðtogaskólans, fulltrúar í Alþjóðanefnd LUF og fyrsta embætti ungmennafulltrúa LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Esther Hallsdóttir, fulltrúi UE, hlaut kjör Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda en embættið fól meðal annars í sér að sækja allsherjarþing SÞ í september, 2019. Tinna Hallgrímsdóttir, fulltrúi UU, var næst atkvæðahæst og hlaut kjör varafulltrúa. Um var að ræða tímamót fyrir LUF sem hefur lengi barist fyrir aðkomu lýðræðislega kjörinna ungmennafulltrúa hjá SÞ.

Ester Hallsdóttir, Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda

12


Á fundinum voru einnig samþykktar breytingar á stjórn LUF og þrír nýir stjórnarmenn kjörnir. Laufey María Jóhannsdóttir, varamaður í stjórn tók við embætti ritara af Inger Erlu Thomsen. Fordæmi eru fyrir þessu fyrirkomulagi, að kjörnir varamenn taki við ef embætti losnar á miðju kjörtímabili og að lýðræðislegt umboð sé endurnýjað á fulltrúaráðsfundi. Auk þess var Steinunn Ása Sigurðardóttir, fulltrúi AFS, kosin meðstjórnandi og tók við af Enar Kornelius Lefering. Tveir varamenn voru kjörnir, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, fulltrúi UP og Hreiðar Már Árnason fulltrúi Samfés, en Sigurður Helgi Birgisson sagði af sér sæti varamanns vegna starfa hjá félaginu.

Laufey María

Steinunn Ása

Ásta Guðrún

Hreiðar Már

Fulltúaráð hefur einn fulltrúa í stjórn Leiðtogaskólans og var það Nicole Buot Navarro, fulltrúi AISEC sem hlaut kjör. Þar að auki kaus fulltrúaráð fjóra fulltrúa í Alþjóðanefnd LUF, þau Önnu Pálsdóttur fulltrúa JCI, Inga Hrafn Pálsson fulltrúa URKÍ, Irisi Dager fulltrúa UNF og Pétur Halldórsson fulltrúa UU. Á þriðja fulltrúaráðsfundi, þann 4. nóvember 2019, kynnti stjórn áfangaskýrslu sína fyrir ráðinu, samstarf við Félagsmálaráðuneytið og kjörinn var ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Það var Aðalbjörg Egilsdóttir, fulltrúi SHÍ, sem hlaut kjör og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, fulltrúi UU, næst flest atkvæði og hlaut því embætti varafulltrúa. 13


Samstarf við Félagsmálaráðuneytið var kynnt og gerð grein fyrir væntanlegum samningi LUF við ráðuneytið um þróun samstarfs um mótun aðkomu ungs fólks að málum gagnvart stjórnvöldum eða samráðsvettvang ungs fólks við stjórnvöld. Áfangaskýrsla stjórnar var samþykkt og gerð grein fyrir henni, settum markmiðum og stöðu hennar. Farið var yfir niðurstöður kærumáls LUF hjá atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytinu og ætlun stjórnar að vísa ákvörðuninni til Umboðsmanns Alþingis og óskað var eftir liðsstyrk aðildarfélaganna í áskorun til ráðherra. Auk þess var gerð grein fyrir breytingum á vinnureglum Alþjóðanefndar sem lagðar verða fyrir sambandsþing. Fjórði fulltrúaráðsfundur, þann 29. janúar, var tileinkaður undirbúningi fyrir sambandsþing og voru auk þess kynnt „Félagi ársins 2019” og vestnorræna ráðstefnu um líffræðilega fjölbreytni sem LUF vann í samstarfi við NORA, Norður Atlantssamstarfið. Ráðið samþykkti að leggja nýjar starfsreglur alþjóðanefndar og nýja reglugerð fyrir fulltrúaráð undir sambandsþing. Kjörstjórn var skipuð sem hefur það eina að hlutverki að tryggja að í hvert embætti sem kosið er í á sambandsþingi sé a.m.k. einn frambjóðandi. Að lokum var kallað eftir tillögum að áherslum fyrir framkvæmdaráætlun 2020-2021. Tillögurnar sem bárust voru að leggja aukna áherslu á tengsl líffræðilegrar fjölbreytni og loftlagsmála, efla stuðning við félög utan að landi og leggja áherslu á að meta fjárhagslega stöðu ungmennafélaga.

Aðalbjörg Egilsdóttir, Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála

14


2.1. FÉLAGI ÁRSINS 2019 Ákveðið var að skapa árlega hefð fyrir „Félaga ársins“ sem er tengslaviðburður og uppskeruhátið aðildarfélaga LUF. Á fulltrúaráðsfundi á starfsárinu 2018- 2019 lagði fulltrúi JCI til að bæta við markmiðinu „Sterk samvinna á milli aðildarfélaga“ sem felur í sér að LUF stuðli að því að aðildarfélög kynnist innbyrðis og að skipaður sé starfshópur sem vinnur að skipulagi tengslaviðburðar. Á fyrra starfsári var skipulagsnefnd skipuð af fulltrúaráði sem setti fram gott fordæmi fyrir hefðinni. Stjórn LUF tók verkefnið í sínar hendur og skipulagði „Félaga ársins 2019.” Tilgangurinn með viðburðinum er að félagsmenn kynnist, stuðla að samvinnu aðildarfélaga, umbuna fyrir vel unnin störf og hita upp fyrir sambandsþing. „Félagi ársins“ er viðurkenning fyrir sjálfboðastarf innan aðildarfélaga LUF og er heiðraður fyrir að hafa tekið óeigingjarna forystu og sýnt alúð í starfi í þágu ungs fólks á árinu. Hvert aðildarfélag gat tilnefnt einn framúrskarandi félagsmann til Félaga ársins. Viðburðurinn fór fram 27. febrúar 2020 á Loft hostel þar sem 4 tilnefndir einstaklingar tóku við viðurkenningu, þeir einstaklingar sem voru tilnefndir til Félaga ársins árið 2019 voru eftirfarandi:

Svava Arnardóttir / JCI Jóna Björg Hlöðversdóttir / SUB Aðalbjörg Egilsdóttir / SHÍ Gunnar Ásgrímsson / SUF

15


Í dómnefnd sátu þau Una Hildardóttir, formaður LUF, Tinna Isebarn framkvæmdarstjóri í orlofi og Þuríður Elín Sigurðardóttir fyrrverandi stjórnarmaður LUF. Dómarar litu einungis á þær tilnefningar sem sendar voru inn og skoðuðu ekkert utan þeirra. Sérstaklega var litið til þess árangurs sem einstaklingarnir sem voru tilnefndir höfðu náð á árinu 2019.

Aðalbjörg Egilsdóttir, tilnefnd af SHÍ, var valin „Félagi ársins 2019.“

16


3. LEIÐTOGASKÓLI ÍSLANDS INNLEIÐING HEIMSMARKMIÐANNA Í UNGMENNASTARF

LUF rekur Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) í Hinu húsinu. Skólinn er afrakstur samvinnu aðildarfélaga LUF sem vildu bregðast við eftirspurn eftir hagnýtu námi og heildstæðri þjálfun ungs fólks sem eru þátttakendur í félagastarfi. Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga LUF til að þjálfa persónulega hæfni, efla tengslanet, deila reynslu, auka getu og valdefla ungt fólk á Íslandi. Grunnþættir fræðslunnar á vegum LSÍ eru lýðræði og mannréttindi í verki – þar sem áætlun Evrópuráðsins um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindafræðslu er notaður sem leiðarvísir. Evrópuráðið viðurkennir skólann sem „gott fordæmi“ (e. best practice) í Evrópu. Skólinn var sameiginlega þróaður af aðildarfélögunum árið 2015. Hann var formlega stofnaður og þann 26. janúar 2016. Fyrsti árgangur skólans útskrifaðist þann 9. október 2016.

17


Í grunninn miðar LSÍ að því að innleiða samevrópsku ungmennaáætlunin um mannréttindafræðslu. Áætlunin miðar að því að óformleg fræðsla meðal ungmenna verði þróuð og viðurkennd sem fræðsla um mannréttindamál. Hlutverk ungmennafélaga er sérstaklega viðurkennt sem verðmætt framlag sem stuðlar að mannréttindafræðslu og eflingu lýðræðislegrar borgaravitundar. Jafnframt er mælst til þess að ungt fólk og ungmennafélög skapi grundvöll fyrir mannréttindafræðslu. LSÍ er sá grundvöllur og framlag LUF. Markmið LSÍ að efla leiðtogahæfni og valdefla ungt fólk í félagasamtökum með því að: Veita ungu fólki nauðsynleg verkfæri og hagnýta fræðslu til að þekkja, æfa, vernda og efla eigin réttindi; Virkja mannauðinn innan aðildarfélögum LUF og veita þeim stuðning í hagsmunastarfi, nýsköpun og láta hugmyndir verða að veruleika; Auka getu ungs fólks til þess að vinna með jafningjafræðslu; Auka starfshæfni og atvinnumöguleika ungs fólks með því að skapa tækifæri til þess að meta/viðurkenna óformlegt nám og stuðla að því að félagsstarf verði metið að verðleikum í námi og starfi; Hvetja til samstarfs aðildarfélaga, koma í veg fyrir tvíverknað og tryggja virkni smærri félaga sem stríða við auðlindaskort; Vera vettvangur fyrir ungt fólk utan félagasamtaka sem vill kynna sér starf ungmennafélaga og hvetja þá einstaklinga til að taka þátt í sjálfboðastarfi.

18


3.1. INNLEIÐING HEIMSMARKMIÐANNA Þema skólans árið 2019 var innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í ungmennastarf í samræmi við lið 2.3. um sjálfbæra þróun í stefnu LUF. Skólinn fór fram helgarnar 12.-13. og 19.-20. október 2019. Á milli helganna unnu þátttakendur að lokaverkefnum sem gat verið um hvað sem er, svo lengi sem það tengdist innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í ungmennastarf. Afurð verkefnisins gat jafnframt verið hvað sem er, svo lengi sem það myndi nýtast a.m.k einu aðildarfélagi LUF. Í tilefni af útskrift og kynninga á lokaverkefnum þátttakenda var efnt til viðburðarins „Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í ungmennastarf“ þann 20. október 2019. Fundinum var stýrt af Söru Þöll Finnbogadóttur, Alþjóðafulltrúa LUF og Sigurður Sigurðsson rektor LSÍ, flutti ávarp um skólann. Þátttakendur kynntu verkefni sín og tóku við skírteinum við hátíðlega útskriftarathöfn 4. árgangs leiðtogaskólans. Þeir 15 þátttakendur sem útskrifuðust úr skólanum voru eftirfarandi: Ástrós Kristjánsdóttir & Inga María Hjartardóttir Ungmenni innleiða heimsmarkmið 4,7 Bergur Arnar H. Jónsson Jöfn tækifæri í ungmennastarfi: aðgengi fyrir alla Dísa Svövudóttir Ungir bændur - búa um landið Erla Guðný Helgadóttir Náttúruupplifanir og andlegt jafnvægi ungs fólks Esther Hallsdóttir Sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum

19

Guðmundur Sigurður Stefánsson ReUsable Power Program - RUPP - Endurnýting náttúrulauðlinda


Jóhanna Steina Matthíasdóttir Vitundavakning og þátttaka framhaldsskólanema gegn tískuiðnaðinum. Laufey Magnúsdóttir & Stella Eðvaldsdóttir Adjusting to Iceland? Practical Guiding Evening Lessons Ragnheiður Matthíasdóttir Refugees of Reykjavik Rakel Ósk Þorgeirsdóttir #Lífið - vertu sjálfbær einstaklingur Ríkey Gunnarsdóttir Menntun fyrir alla eða hvað? Selma Rebekka Kattoll Virkjum kraftinn: Eldri borgarar sauma fyrir umhverfið Tómas Gunnar Thorsteinsson Impactive - Forrit sem hjálpar fyrirtækjum að verða samfélagslega ábyrg

Frá árinu 2016 hafa 125 þátttakendur á aldrinum 15-33 ára sótt námskeið á vegum Leiðtogaskóla Íslands og af þeim hafa 55 útskrifast. Stefnt er að því að opnað verði fyrir skráningu í leiðtogaskólann í ágúst 2020, með fyrirvara um að fjármögnun verkefninsins takist. Árið 2019 bættist heilmikið í reynslubankann og stefnt er að því að taka stærri skref í að þróa skólann áfram í samvinnu við þjálfarateymi LUF. Það er von fráfarandi stjórnar LUF að skólinn verði sjálfbær einn daginn og atvinnuskapandi fyrir ungt fólk.

20


3.2. ÞJÁLFARATEYMI LUF

Í markmiði 9 í framkvæmdaráætlun lofaði stjórn m.a. að leggja áherslu á jafningjafræðslu með frekari framþróun leiðtogaskólans í formi uppbygginar á þjálfarateymi (e. Pool of Trainers - PoT) - sem er aðferð sem notuð er víða í Evrópu til þess að byggja upp getu ungmennafélaga í að miðla óformlegu námi. Sótti LUF innblástur aðferðarinnar til Evrópuráðsins, Evrópska ungmennavettvangsins og fjölmörgum systursamtökum LUF erlendis þar sem um er að ræða afurð af „þjálfun þjálfara“ (e. Train the Trainers).

Markmiðið með Þjálfaraliði LUF er að: Efla leiðtogahæfni og valdefla ungt fólk í félagasamtökum; Styrkja innviði LUF, aðildarfélaganna og ungmennastarf í heild; Byggja upp getu ungmennafélaga og forystufólks með hæfni til að miðla þekkingu og reynslu; Innleiða hæfnislíkan (e. Competence model for trainers) Evrópusambandsins sem þróað var samhliða Evrópsku þjálfarastefnunni (e. European training strategy) til að gæta að gæðastjórnun.

21

ÞJ

E T A R A UF F ÁL L

YM

I

Jóhanna María Sigmundsdóttir / SUF/SUB Laufey María Jóhannsdóttir / UAK/LUF Margrét Helga Gunnarsdóttir / JCI Marinó Örn Ólafsson / SHÍ/LUF Pétur Halldórsson / UU Guðmundur Haraldsson / SÍNE Inga Auðbjörg K. Straumland / UJ


Þjálfarar þurfa að uppfylla eftirfarandi hæfniskröfur: Vera á aldrinum 16-35 ára. Því LUF leggur áherslu á jafningjafræðslu og miðar við aldurstakmarkið sem sett er félagsmönnum aðildarfélaganna í 21. gr. samþykkta LUF um kjörgengi til stjórnar. Vera félagsmaður aðildarfélags LUF. Hafa reynslu af ungmenna-, hagmunaog/eða félagsstörfum innan aðildarfélags LUF. Hafa reynslu af því að leiða vinnustofur og/eða námskeið. Hafa getu til að flytja fyrirlestur og/eða halda vinnustofu á einhverju sviði sem nýtist félagsmönnum aðildarfélaga LUF. Að hafa áður komið að námskeiðshaldi í LSÍ eða að hafa útskrifast úr LSÍ er metið sem kostur.

Þjálfarateymi LUF samanstendur nú af reyndum þjálfurum innan LUF og aðildarfélaganna. Teymið miðlar þekkingu og reynslu á milli félaga, styrkir innviði LUF, aðildarfélaganna og ungmennastarfs í heild, byggir upp getu ungmennafélaga og eflir leiðtogahæfni forystufólks innan félagasamtaka ungs fólks. Teymið er gagnagrunnur af hæfum þjálfurum sem aðildarfélögin geta óskað eftir námskeiðum frá eftir þörfum gegn vægu gjaldi. Leiðbeinendur námskeiða í Leiðtogaskóla Íslands samanstanda af meðlimum úr þjálfarateyminu. Auglýst var eftir umsóknum um stöður þjálfara í þjálfarateymi LUF fyrir leiðtogaskólan þann 22. júlí 2019. Bættust við fimm nýjir þjálfarar og er því Þjálfarateymi LUF nú skipað 21 fulltrúa frá 14 aðildarfélögum LUF.

Elín Kristjánsdóttir / JCI Nicole Buot Navarro / AIESEC Sigurður Sigurðsson / JCI Tinna Isebarn / LUF Fanney Þórisdóttir / JCI Geir Finnsson / Uppreisn/LUF

Steinunn Ása Sigurðardóttir / AFS Guðlaug Birna Björnsdóttir / JCI Una Hildardóttir / UVG/LUF Svava Gunnarsdóttir / Samfés Sigurður Helgi Birgisson / LUF Kristjana Björk Barðdal / UAK Sara Þöll Finnbogadóttir / SÍF/LUF

22


4. ÞÁTTTAKA UNGS FÓLKS Í STJÓRNUM FÉLAGASAMTAKA OG AÐKOMA AÐ ÁKVARÐANATÖKU Undanfarin ár hefur LUF barist fyrir viðurkenningu á rétti ungs fólks til að sitja í stjórnum almennra félagasamtaka í samræmi við réttindi félagsmanna, samþykktir félaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Það var markmið 6 í framkvæmdaáætlun stjórnar að berjast fyrir félagafrelsi ungmenna. Í áætlun segir: „LUF mun halda áfram baráttu sinni gegn óréttmætri og ólöglegri geðþóttaákvörðin Ríkisskattstjóra (RSK) sem hamlar félagafrelsi og kemur í veg fyrir virka þátttöku ungmenna í starfi frjálsra félagasamtaka.“ Eftir stjórnarskipti á sambandsþingi LUF 2017 sendi félagið tilkynningu um breytingar á stjórn til Ríkisskattstjóra (RSK); líkt og nýjum stjórnum er skylt. RSK neitaði að taka tilkynningu félagsins til greina af þeim sökum að einn stjórnarmanna væri ólögráða. Fulltrúi Ungra Pírata var réttkjörinn á þinginu í stjórn, þá 16 ára að aldri. Þegar stjórn LUF falaðist eftir frekari upplýsingum, tilvísun til laga og rökstuðningi fengust þau svör að ólögráða einstaklingum væri óheimilt að sitja í stjórnum félagasamtaka. Þá gat Ríkisskattstjóri ekki vísað á lagaheimild máli sínu til stuðnings, sagði að um vinnureglu væri að ræða og ráðlagði LUF að kjósa nýjan, lögráða, einstakling í stjórn.

„Þegar stjórn LUF falaðist eftir frekari upplýsingum, tilvísun til laga og rökstuðningi fengust þau svör að ólögráða einstaklingum væri óheimilt að sitja í stjórnum félagasamtaka.“

23


Neitun þessi gengur gegn lögum og brýtur þar að auki gegn mannréttindaákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 sem á jafnt við um börn sem og fullorðna, nánar tiltekið ákvæði um félagafrelsi og jafnræði. Réttindi barna til tjáningar og þátttöku í samfélaginu eru einnig sérstaklega tryggð í 12. til 17. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013. Eiga börn því sjálfstæðan rétt til þess að stofna og taka þátt í félögum. Enn fremur telur LUF félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar ná til fullrar þátttöku í almennum félögum og þar með ákvörðunarvalds og stjórnarsetu. Afstaða RSK um að neita ungmennum um þátttöku og að njóta réttinda í starfi almennra félaga telst því til mismununar á grundvelli aldurs, sem andstæð er jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar.

„Neitun þessi gengur gegn lögum og brýtur þar að auki gegn mannréttinda ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944...“

Stjórn LUF leit málið alvarlegum augum og sendi því áskorun um endurskoðun málsins til RSK. Áskorunin var unnin í samstarfi við Barnaheill, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Umboðsmann barna og UNICEF á Íslandi, en allir þessir aðilar rituðu undir áskorunina sem send var Ríkisskattstjóra þann 9. júní 2017. Ríkisskattstjóri hefur ekki enn brugðist við málinu þrátt fyrir ítrekun um svör. Í áskorun segir: að „almennum félögum er lögum samkvæmt í sjálfsvald sett að skipa stjórnir sínar. Að því gefnu að samþykktir slíkra félaga felli ekki beina fjárhagslega ábyrgð á ólögráða einstaklinga, hefur RSK ekki lagaheimild til afstöðu sinnar og synjunar á skráningu.“ Skorað var á RSK „að virða sjálfstæð réttindi barna og falla frá ólögmætum verkferlum svo félagasamtök, sem yfirleitt hafa lítið fjárhagslegt bolmagn, þurfi ekki að sækja rétt sinn annað.“ 24


Eftir óskiljanlega langa málsmeðferð hafnaði RSK áskoruninni og staðfesti afstöðu sína með ákvörðun. LUF kærði þá ákvörðun formlega til Atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytisins þann 14. júní 2018. Niðurstaða ráðuneytisins barst félaginu 25. september 2019. Mikil vonbrigði voru með niðurstöðuna og afgreiðslu ráðuneytisins sem staðfesti niðurstöðu RSK á grundvelli þess að ólögráða einstaklingar geta ekki gengist undir fjárhagslegar skuldbindingar persónulega samkvæmt lögræðislögum. Stjórn LUF telur þá aðstöðu ekki samræmast stjórnarsetu í almennum félögum þar sem einstakir stjórnarmenn geta ekki gengist undir skuldbindingar svo gilt sé að félagarétti. Hefur ráðuneytið því ekki tekið sjónarmið LUF með í reikninginn í afgreiðslu sinni. Ljóst er að LUF þarf að halda málinu áfram til að fá réttmæta úrlausn þess.

4.1. AÐKOMA UNGS FÓLKS AÐ ÁKVARÐANATÖKU Með lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld viðurkennt og fullgilt þau réttindi sem í honum felast. Þar að auki hafa stjórnvöld gengist undir þá skyldu að innleiða meginreglur hans í allri löggjöf sem lýtur að réttindum barna. Í sáttmálanum, nánar tiltekið 12. gr., felst réttur til stigvaxandi þátttöku og ákvarðanatöku í samræmi við getu barna til að mynda eigin skoðanir. Sé sáttmálinn skoðaður í samræmi við kosningalöggjöf felst í henni sú afstaða að ungmenni yngri en 18 ára séu ófær um að mynda sér sjálfstæða skoðun á kosningum, og þ.a.l. samfélagsmálum. Þessu er LUF fullkomlega ósammála. Líkt og sjá má, m.a. á niðurstöðum skuggakosninga seinustu ára, hafa þær verið í miklu samræmi við niðurstöðu kosninga og því er ekki að sjá að 16 og 17 ára einstaklingar séu síður færir til að taka þátt í kosningum en 18 ára einstaklingar. 25


Það er stefna LUF að berjast fyrir lýðræðisumbótum, styðja við lýðræðisþróun, hvetja til þátttöku ungs fólks í kosningum og stjórnmálum og stuðla að aðgengilegum upplýsingum. LUF tekur afstöðu með lækkun kosningaaldurs í 16 ára í kosningum til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Við 16 ára aldur eru einstaklingar skattskyldir, sakhæfir, skólaskyldu lýkur, við tekur val um framhaldsnám og fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin - með tilheyrandi tekjuskatti og stórauknu framlagi til samfélagsins. Að þessu sögðu þykir LUF alvarlegt að útiloka þennan aldurshóp frá ákvarðanatöku í samfélagi sem þau gefa af sér til og bera ábyrgð gagnvart, einkum og sér í lagi ákvarðanir sem hafa mest og langvarandi áhrif á þau fremur en aðra aldurshópa. Í því skyni að fylgja stefnu LUF eftir setti stjórn sér það að markmiði nr. 8 í framkvæmdaáætlun að fylgja eftir frumvarpi til laga um lækkun kosningaaldurs. Ekki lítur út fyrir að frumvarpið verði lagt fram aftur á næstunni en það kann að verða óþarft ef stjórnarskrá verður breytt. Mun LUF því halda markmiði sínu til streitu með því að berjast fyrir lækkun kosningaaldurs samhliða breytingum á stjórnarskrá.

26


5. SAMSTARF LUF OG FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTISINS Á starfsárinu hefur LUF átt í nánu samstarfi við Félagsmálaráðuneytið. Samstarfið hefur gengið út á samráð ráðuneytisins við LUF sem málsvara ungs fólks á Íslandi í vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu stjórnvalda fyrir börn og ungmenni. Á grundvelli samstarfsins kom LUF meðal annars að ráðstefnunni „Breytingar í þágu barna“ sem haldin var í Hörpu 2. október 2019 í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið. Þar var saman kominn fjöldi sérfræðinga sem starfa við ýmiss konar þjónustu við börn og ungmenni ásamt ungu fólki. Á ráðstefnunni var m.a. unnið í vinnustofum þar sem mótaðar voru tillögur að breytingum til að bæta þjónustu við börn og ungt fólk. Þann 12. desember 2019 var undirritaður formlegur samstarfssamningur milli LUF og Félagsmálaráðuneytisins vegna endurskoðunar á málefnum barna og ungmenna. Samstarfssamningurinn gerir ráð fyrir virku samstarfi LUF og Félagsmálaráðuneytisins ásamt stýrihópi stjórnarráðsins í málefnum barna á meðan yfirstandandi endurskoðun á þjónustu við börn og ungmenni stendur yfir. Gerir samningurinn m.a. ráð fyrir reglulegum fundum LUF, ráðuneytisins og stýrihópsins. Einnig felst í honum aðkoma LUF að þeim málum sem eru til vinnslu með því að rýna þau frumvörp sem unnin eru með tilliti til sjónarmiða barna og ungmenna. Markmið verkefnisins er að tryggja virkt samstarf stjórnvalda við ungmenni í yfirstandandi vinnu í málefnum barna og ungmenna. Þá er LUF enn fremur falið að móta tillögur að varanlegu fyrirkomulagi um virkt samráð við ungt fólk á landsvísu og aukinni aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku.

27


Nú þegar hefur LUF skilað af sér umsögn um drög að frumvarpi til laga um samþættingu velferðarþjónustu í þágu barna. Í þeirri umsögn var meðal annars lögð mikil áhersla á aðkomu ungs fólks að öllum nefndum og ráðum sem koma til með að fjalla um málefni ungs fólks og móta stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Sú áhersla er í samræmi við stefnu LUF um virka aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku og að óskað sé eftir áliti ungs fólks þegar um málefni þeirra er fjallað enda eru ungmenni helstu sérfræðingar í málefnum ungs fólks. Samstarfi LUF og Félagsmálaráðuneytisins er hvergi nærri lokið og mun það mótast enn frekar á næsta starfsári. Þá standa væntingar stjórnar LUF til þess að félaginu verði falið fastmótað hlutverk í samráði stjórnvalda við ungt fólk til frambúðar.

28


6. HAFIÐ: VINNUSTOFA LÍFFRÆÐILEGAN FJÖLBREYTILEIKA

UM

Á starfsárinu stóð LUF fyrir vestnorrænni vinnustofu um líffræðilegan fjölbreytileika fyrir „nýjan alþjóðasamning.” Yfirskrift ráðstefnunnar var Hafið, sem tengir þátttökulöndin einstökum böndum. Verkefnið er liður í norrænu samstarfi sem snýst um að koma röddum unga fólksins að í gerð nýrra alþjóðasamninga fyrir náttúru og fólk. En í október á þessu ári, 2020, verða ný markmið sett innan Sameinuðu þjóðanna fyrir verndun og varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika og vistkerfa heimsins. Til að fullnýta tækifærið enduðum við vinnustofuna á opnum pallborðsumræðum um líffræðilega fjölbreytni þar sem almenningi og ráðamönnum var boðið. LUF hlaut styrk frá NORA, Norður Atlanssamstarfinu, til að bjóða samtals 31 þátttakanda, 5 frá Grænlandi, 5 frá Færeyjum, 7 frá Noregi, 14 frá Íslandi, þar af 5 af landsbyggðinni. LUF hlaut einnig stuðning frá Norræna húsinu sem bauð upp á húsnæði og streymdi pallborðumræðum í beinni útsendingu á vefsíðu sinni.

29


Á vinnustofunni unnu ungmennin með sérstaka verkfærakistu sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin þróuðu í nánu samstarfi við ungt fólk á svæðinu. Verkfærakistan gerði þátttakendum kleift að koma frá sér kröfum og hugmyndum um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika sem síðan var send í norrænan gagnagrunn.Samskonar vinnustofur fóru fram víðs vegar á Norðurlöndunum og verður niðurstöðum þeirra safnað saman og afhentar Norrænu ráðherranefndinni í aðdraganda nýrra samninga. Eftir vinnustofuna var húsið opnað og áhugasömum boðið að taka þátt í samtalinu með pallborðumsræðum. Í pallborði voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisog auðlindaráðherra, Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur og forstöðumaður Landgræðsluskólans ásamt Elvu Hrönn Hjartardóttur, ungmennafulltrúa Norðurlanda á sviði líffræðilegrar fjölbreytni og Pétri Halldórssyni, formanni ungra umhverfissinna. Eftir viðburðinn bauð Sjávarklasinn ungmennum í móttöku í húsnæði sínu á Granda í Reykjavík.

30


7. ALÞJÓÐASTARF LUF leggur ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf. Þá er LUF aðili að Norðurlanda- og Eystrasaltsríkjasamstarfinu (e. Nordic Baltic Cooperation - NBC). Auk þess að vera í mjög nánu alþjóðlegu samstarfi við nágrannaríkin er LUF jafnframt aðili að Evrópska ungmennavettvanginum (e. European Youth Forum - YFJ): valdamestu alþjóðlegu regnhlífasamtökum ungs fólks í heiminum. YFJ er viðurkenndur lögmætur fulltrúi Evrópskra ungmennafélaga gagnvart alþjóðastofnunum á borð við Evrópuráðið, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar. Þar er LUF virkur þátttakandi sem hagsmunaaðili ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi. Á ensku heitir LUF „The National Youth Council of Iceland“ og innan þessarra alþjóðlegu heildarsamtaka koma saman öll „National Youth Councils“ (NYCs) í Evrópu, auk annarra evrópskra ungmennasamtaka. Þar hefur LUF áhrif á stefnumótun innan Evrópu og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi fyrir hönd Íslands. Uppbygging LUF er eins og annarra NYCs innan Evrópulandanna til að standast alþjóðlegar kröfur: Lýðræðisleg regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka þar sem einungis ungt fólk fer með allt ákvarðanavald.

Á ensku heitir LUF „The National Youth Council of Iceland.“

31


Þetta starfsár markaði tímamót í alþjóðastarfi LUF. Með auknu samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna og ráðuneytin hefur verið skipað í stöður ungmennafulltrúa Íslands á sviði mannréttinda og ungmennafulltrúa Íslands á sviði loftslagsmála hjá Sameinuðu Þjóðunum (e. UN Youth Delegation). Á Sambandsþingi LUF 2020 verður síðan skipað í stöðu ungmennafulltrúa Íslands á sviði sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er stór áfangi fyrir félagið og aðeins fyrstu skrefin í átt að því að færa rödd ungs fólks á Íslandi til annarra vettvanga en í Evrópu. Þá er alþjóðastarf LUF enn fremur að mótast í átt að aukinni þróunarsamvinnu með undirritun rammasamnings við Utanríkisráðuneytið um lýðræðislega skipun ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þau ráð og nefndir sem LUF átti sæti í á alþjóðavettvangi á liðnu starfsári eru: í Ráðgjafaráð Evrópuráðsins í málefnum ungs fólks (e. Advisory Council on Youth to the Council of Europe - AC), Norræna barnaog ungmennanefndin, (s. NORDBUK).

Á starfsárinu tók LUF þátt í um 15 erlendum viðburðum sem fjallað verður um sérstaklega.

32


7.1. ALÞJÓÐANEFND Alþjóðanefnd LUF var komið á fót í kjölfar Sambandsþings félagsins 2019 þar sem samþykktar voru formlegar vinnureglur Alþjóðanefndar LUF. Óskað var eftir framboðum úr fulltrúaráði LUF, líkt og samþykktar vinnureglur gera ráð fyrir, en alþjóðafulltrúi stjórnar LUF er sjálfskipaður formaður nefndarinnar. Alþjóðanefnd var formlega kjörin á 2. fulltrúaráðsfundi starfsársins, þann 14. ágúst 2019, en hana skipuðu: Sara Þöll Finnbogadóttir formaður Alþjóðnefndar Anna Pálsdóttir / JCI Ingi Hrafn Pálsson / URKÍ Iris Dager / UNF Pétur Halldórsson / UU

/

alþjóðafulltrúi

LUF

og

Störf Alþjóðanefndar á árinu fólust m.a. í því að leggja fram tillögur að breyttum vinnureglum Alþjóðanefndar sem gera ráð fyrir aðkomu Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að nefndinni og formfesta Sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum innan Alþjóðanefndar. Tillögur Alþjóðanefndar að breyttum vinnureglum voru lagðar fyrir 4. fulltrúaráðsfund starfsársins þann 29. janúar 2020 sem samþykkti þær til afgreiðslu á sambandsþingi. Þá fundaði Alþjóðanefnd með Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda, Esther Hallsdóttur, fyrir þátttöku hennar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þar var m.a. farið yfir helstu áherslur í málflutningi vegna þeirra málefna sem voru til umræðu á þinginu.

33


7.2. SENDINEFND ÞJÓÐANNNA

TIL

SAMEINUÐU

Utanríkisráðuneytið samþykkti beiðni stjórnar LUF og félags SÞ á Íslandi um skipan ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda. Óskað var eftir tilnefningum aðildarfélaga LUF þann 3. júlí 2019. Esther Hallsdóttir, fulltrúi UE, var kjörin fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ, á 2. fundi fulltrúaráðs þann 14. ágúst 2019. Varamaður hennar er Tinna Hallgrímsdóttir, fulltrúi UU, en hún hlaut næst flest atkvæði í kosningu. Alls voru 10 fulltrúar aðildarfélaga í framboði á fundinum. Utanríkisráðuneytið styrkti verkefnið með greiðslu flugfars og dagpeninga fyrir fulltrúan til að sækja aðalþing Sameinuðu þjóðanna (e. General Assembly of the United Nations). Esther sótti aðalþing SÞ fyrir hönd íslenskra ungmenna. Þar flutti hún ræðu fyrir 3. nefndinni þar sem hún brýndi fyrir mikilvægi raunverulegrar þátttöku ungs fólks við alla ákvarðanatöku. Einnig benti hún á vöntun heildstæðrar stefnu í málaflokki ungs fólks á Íslandi og valdbeitingu stjórnvalda gegn stjórnarsetu kjörinna stjórnarmanna undir 18 ára aldri.

34


Þá samþykkti umhverfis- og auðlindaráðuneytið beiðni stjórnar LUF og félags SÞ um skipan ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála. Var auglýst eftir tilnefningum aðildarfélaga LUF þann 18. október 2019. Kosið var á milli frambjóðenda á 3. fulltrúaráðsfundi þann 4. nóvember 2019 og var Aðalbjörg Egilsdóttir kosinn ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði loftslagsmála. Hún tók þátt í störfum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (e. Conference of the Parties to the United Nations Framework Convention on Climate Change (COP25)) í desember 2019. Umhverfisog auðlindaráðuneytið styrkti verkefnið með greiðslu flugfars og dagpeninga fyrir fulltrúann til þess að sækja ráðstefnuna. Í janúar samþykkti Forsætisráðuneytið beiðni um skipan ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði sjálfbærrar þróunar. Á aðalþingi verður kjörinn fulltrúi sem sækir ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna (e.UN High-level Political Forum on Sustainable Development (HLPF)) á næsta ári. Í lok starfsárs sendi stjórn LUF beiðni til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skipun ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði menntamála. Verður farið þess á leit að ráðuneytið samþykki að kosta þann fulltrúa til að sækja aðalþing UNESCO (e. Session of the General Conference of UNESCO). Er því gert ráð fyrir að ungmennafulltrúar Íslands hjá SÞ verði fimm talsins, skipaðir eftir sérsviðum og sækja viðeigandi viðburði á sínu sviði. Munu þessir fjórir fulltrúar skipa sendinefnd LUF hjá SÞ. Alþjóðanefnd LUF endurskoðaði verklagsreglur alþjóðanefndar með það í huga að móta umgjörð um starfsemi ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ og þar með mótun sendinefndar LUF hjá SÞ. Tillögur alþjóðanefndar gera ráð fyrir að kjörnir ungmennafulltrúar taki sæti í alþjóðanefnd LUF. Einnig er gert ráð fyrir hlutverki þeirra innan alþjóðanefndar eftir að skipunartíma lýkur svo nýta megi reynslu þeirra við undirbúning þegar nýr fulltrúi tekur við.

35


7.3. ALLSHERJARÞING ÞJÓÐANNA

SAMEINUÐU

Esther Hallsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, sat Allsherjarþing SÞ sem haldið var 17-24. september í New York. Allsherjarþingið er árlegur vettvangur ríkja til að koma saman og ræða sameiginleg heimsmálefni. Þingið sækja þjóðhöfðingjar en auk þess markar það upphaf málefnavinnu sem fram fer í nokkrum nefndum og stendur yfir til loka árs, en í þeim situr starfsfólk ríkja sem vinnur hjá Sameinuðu þjóðunum allt árið um kring. Aukin aðkoma ungs fólks að vinnu Sameinuðu þjóðanna hefur hlotið aukinn hljómgrunn síðustu ár og er ungmennafulltrúaprógrammið sem Sameinuðu þjóðirnar halda utan um hluti af því. Sem ungmennafulltrúi Íslands sótti fulltrúi LUF sérstaka ungmennaráðstefnu um loftslagsmál sem blásið var til í fyrsta skipti, ráðstefnu um loftslagsmál, General Debate ásamt því að taka þátt í fyrstu viku nefndarvinnu í þriðju nefndinni sem fjallar um mannréttindi. Tilgangurinn var að koma á framfæri hagsmunum ungs fólks og þrýsta á ríki að taka tillit til málefna sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir ungt fólk. Fulltrúi LUF hélt ræðu fyrir hönd Íslands fyrir Þriðju nefnd Allsherjarþingsins, sem er sú nefnd sem fjallar um mannréttindi. Þar sitja fulltrúar allra landa og taka mikilvægar ákvarðanir á sviði mannréttinda sem hafa víðtæk áhrif. Ræðan fjallaði um mikilvægi þess að ungt fólk hafi aðkomu að ákvarðanatöku, hættuna á sýndarsamráði og jafnréttismál. Auk þess sótti fulltrúi LUF fund um ályktun sem fór síðar fyrir þriðju nefnd um málefni ungs fólks, þar sem ungmennafulltrúar komu á framfæri athugasemdum og sjónarmiðum, ásamt fjöldanum öllum af fundum um hin ýmsu málefni sem ungmennafulltrúi.

36


7.4. COP25 Aðalbjörg Egilsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála, tók þátt í 25. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP25) dagana 2.-14. desember í Madríd, sem fulltrúi LUF. Síðan Parísarsáttmálinn var samþykktur 2015 hefur aðalmarkmið loftslagsráðstefnunnar verið að semja og samþykkja verklagsreglur um sáttmálann auk þess að þrýsta á þjóðir að setja sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum sem og að styðja við þær þjóðir sem illa hafa orðið úti vegna loftslagshamfara. Samningaefni á COP25 voru verklagsreglur um 6. grein Parísarsáttmálans, sem fjallar um kolefnismarkaði, tap og skemmdir vegna loftslagshamfara, landbúnað og loftslagsmál, og kyn og loftslagsmál. Yfirskrift ráðstefnunnar var aukinn metnaður. Auk þess var lögð áhersla á hafið (Blue COP). Þrátt fyrir metnaðarfull markmið í aðdraganda COP25 og von um samvinnu, í ljósi þess að Chile hætti við að halda ráðstefnuna á síðustu stundu og Spánverjar tóku hana að sér, er samt ekki hægt að treysta á það að þjóðir heimsins, og þá sér í lagi þær ríku, standi við þann metnað sem þær lofa. Niðurstöður ráðstefnunnar voru mjög mikil vonbrigði og var margt sem náðist ekki að semja um, þ.á m. tvö stærstu mál hennar, verklagsreglur um 6. grein og tap og skemmdir vegna loftslagshamfara. Að sama skapi fannst mörgum áherslan á hafið ekki vera nógu mikil, jafnvel þótt að það væri yfirlýst markmið ráðstefnunnar. Fulltrúi LUF á ráðstefnunni var óopinber partur af íslensku sendinefndinni. Fulltrúinn fékk að sækja samningaviðræður, hliðarviðburði og viðburði í skálum sem voru á ráðstefnusvæðinu. Fulltrúinn vann einnig náið með ungmennum frá hinum Norðurlöndunum og mótaði m.a. sameiginlegar kröfur til Norðurlandanna sem félagasamtök ungmennafélaga studdu.

37


Einnig var hann virkur þátttakandi á ýmsum viðburðum tengdum Norðurlöndum, loftslagsmenntun, ungmennum og aktivisma, heimskautunum og hafinu. Það er mjög mikilvægt að hafa ungmennafulltrúa fyrir hönd Íslands á ráðstefnu líkt og COP25 og öðrum ráðstefnum tengdum Sameinuðu þjóðunum, bæði til að ungt fólk fái aukna rödd við samningaborðið (þá í gegnum sendinefndina) og til að vinna með öðru ungu fólki víða að.

38


7.5. EUROPEAN YOUTH FORUM Í ár lagði alþjóðafulltrúi LUF, Sara Þöll, mikla áherslu á virka þátttöku LUF í starfi Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum – YFJ). Ásamt því að taka þátt í könnunum og samráðsgáttum vettvangsins, sóttu Sara og aðrir stjórnarmeðlimir viðburði á vegum YFJ. Fyrsti viðburður starfsársins var sambandsþing YFJ sem fyrrum stjórnarmeðlimur LUF, Inger Erla, sótti í apríl 2019. Á því þingi fóru fram kosningar í ráðgjafaráð Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Annar viðburður starfsársins var samráðsfundurinn: „Strategic Plan Consultation,“ sem Sara Þöll sótti í september 2019. Á samráðsfundinum voru lagðar línur að nýju ,,Strategic Plan’’ YFJ 2020-2023. Fulltrúar aðildarfélaga YFJ ræddu um helstu áhersluatriði sín og unnu að málefnum sem YFJ getur einblínt á næstu 3 ár. LUF gafst tækifæri á koma sínum markmiðum á framfæri og ræða beint við aðildarfélög og stjórnarmenn YFJ. Þriðji viðburður starfsársins var sambandsþing YFJ, sem Sara Þöll sótti í nóvember 2019. Þar var samþykkt nýtt „Strategic Plan“ til ársins 2023. Var þetta stór áfangi fyrir vettvanginn og telur alþjóðafulltrúi LUF það mikilvægt að hafa tekið virkan þátt í að móta og mynda áætlunina. 39


7.6. NORDIC-BALTIC COOPERATION LUF er hluti af Nordic- Baltic Cooperation (NBC) ásamt 7 systurfélögum sínum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Félögin vinna saman að ýmsum málefnum, s.s. réttindum ungs fólks. NBC er einnig samstarfsgrunnur LUF þegar kemur að Evrópska ungmennavettvanginum (e. European Youth Forum- YFJ). Saman undirbúa félögin sig fyrir þing YFJ, fara yfir breytingatillögur og vinna að því að láta rödd ungmenna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum heyrast. LUF leggur mikið upp úr því að vera í góðu sambandi við systurfélög sín í NBC og hefur samtals sótt 5 NBC fundi á síðastliðnu starfsári.

40


7.7. ADVISORY COUNCIL ON YOUTH Síðan stofnunar ungmennadeildarinnar (e. Youth Department - Council of Europe) árið 1972 hefur ungt fólk tekið beinan þátt í ákvarðanatöku Evrópuráðsins. Í Ráðgjafaráði Evrópuráðs um málefni ungs fólks (e. Advisory Council on Youth) sitja 30 ungmenni sem funda reglulega með 50 fulltrúum stjórnvalda varðandi málefni ungs fólks í Evrópu. Rut Einarsdóttir tók við stöðu Laufeyjar í Ráðgjafaráði Evrópuráðs um málefni ungs fólks (e. Advisory Council on Youth). Þar mætti hún á fundi í Búdapest og Strasbourg. Á fyrri fundinum, sem fór fram í European Youth Centre Budapest dagana 18. - 20. mars, voru rædd ýmis málefni er varða ungt fólk í Evrópu og haldið uppá 70 ára afmæli Evrópuráðsins. Meðal annars voru rædd málefni fatlaðra, niðurskurðir innan Evrópuráðsins og hvernig þeir munu hafa áhrif á málaflokkinn, og stefnumótun til 2030 þar sem m.a. var lögð áhersla á æskulýðsstarf og aukna þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku. Evrópuráðið (Council of Europe) sá fram á töluverðan niðurskurð vegna pólitísks ágreinings. Viðbragðsáætlun framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gerði ráð fyrir algjörum niðurskurði á ungmennadeildinni. Ungmennadeild Evrópuráðsins hefur leikið gríðarlega stórt hlutverk í því að efla réttindi og frelsi ungs fólks um alla Evrópu og því hefði þessi niðurskurður valda óafturkræfum skemmdum á það starf sem unnið hefur verið. LUF fordæmdi þessa áætlun og vonast til þess að íslensk stjórnvöld styðji við ungmennadeildina og ungt fólk bæði á Íslandi og víðar í Evrópu í komandi samningaviðræðum. Herferðir voru haldnar til þess að vekja athygli á niðurskurðum Evrópuráðs á ungmennastarfi í heild sinni og vöktu þær mikla athygli. 41


Þegar á reyndi varð ekkert úr niðurskurðinum vegna þess að ágreiningurinn var leystur. Mikilvægt er þó að halda áfram að vekja athygli á ungmennastarfinu. Á seinni fundinum, sem fór fram í Strasbourg, voru ákvarðanir teknar um forgangsmál 2020-2021, og “Youth Sector Strategy 2030” var samþykkt, þar sem lagðar eru línurnar fyrir næsta áratuginn. Þá var ákveðið að áherslumálefni næsta fundar verði hamfarahlýnun og áhrif hennar á mannréttindi. Einnig var lögð rík áhersla á mikilvægi ungmennageirans og að honum verði viðhaldið, sérstaklega í ljósi neyðarástandsins sem ríkti síðastliðið vor. Einnig fór Rut fyrir hönd ráðgjafaráðsins til Strasbourgar til þess að mæta á “World Forum for Democracy”. Þar var hún í viku til þess að vera hluti af þjálfarateymi Evrópuráðsins og gefa þeim ráðleggingar. Einnig kynnti hún Ráðgjafaráðið fyrir ungmennafulltrúunum og leiðbeindi þeim á ráðstefnunni sjálfri. Þar voru helstu málefni um “Digitalization” og lýðræði. Þá fór Rut til Kölnar í Þýskalandi til þess að sitja vinnuhóp um “Quality Learning Mobility.” Þar voru næstu skref rædd og mikil áhersla lögð á að kynna “Quality App” og “the Quality Handbook”.

42


7.8. NUBF Systursamtök LUF í Danmörku, Dansk Ungdoms Fællesråd (DUF), munu reka styrktarsjóðinn NUBF á vegum Menntamálaráðuneytis Danmerkur næstu þrjú árin en með honum er ætlunin að efla milliríkjasamstarf Norðurlandanna með áherslu á sjálfbær samfélög. Sjóðurinn mun styrkja verkefni ungs fólks á Norðurlöndunum sem gerir ráð fyrir ungum þátttakendum frá tveimur eða fleiri Norðurlöndum. LUF þáði samstarfsbeiðni DUF um rekstur sjóðsins og er hann nú orðinn samstarfsverkefni allra landssambanda ungmennafélaga á Norðurlöndunum. LUF á því tvo fulltrúa í stýrihópi sjóðsins. Stjórn skipaði Unu Hildardóttur, formann LUF og Sigurð Helga Birgisson, starfandi framkvæmdastjóra, sem sína fulltrúa. Þá kemur LUF einnig til með að tilnefna fulltrúa í úthlutunarnefnd sjóðsins. Sigurður Helgi Birgisson sótti fyrsta fund stýrihópsins sem haldinn var í Kaupmannahöfn 4. febrúar 2020. Á þeim fundi var farið yfir hugmyndir og markmið sjóðsins og óskað eftir tillögum stýrihópsins að frekari mótun hans. Einnig var farið yfir tillögu að regluverki og úthlutunarreglum sjóðsins og það uppfært í samræmi við hugmyndir og áherslur stýrihópsins. Þar að auki var farið yfir hugmyndir að vinnustofu sem haldin verður á vegum sjóðsins í Kaupmannahöfn í júní 2020. Þar mun ungt fólk í félagasamtökum og óformlegu starfi í þágu ungs fólks hafa tækifæri til að sækja þjálfun og hugmyndir ásamt því að efla tengslanet sitt innan Norðurlandanna.

43


7.9. FUNDUR MEÐ FORSÆTISRÁÐHERRUM NORÐURLANDANNA Una Hildardóttir, formaður LUF, sat sameiginlegan fund fulltrúa ungmenna á Norðurlöndunum og forsætisáðherrum landanna um Agenda 2030, áform Norðurlandanna. Tilgangur fundarins var að gefa ungu fólki tækifæri til þess að segja sína skoðun á Agenda 2030 og koma með tillögur um hvernig sé hægt að gera betur. Farið var yfir forgangsröðun NCM og aðgerðir Norðurlandanna í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Fundinn sátu fulltrúar allra landssambanda ungmennafélaga, formaður UNR og fulltrúi Regeneration 2030. Una sat undirbúningsfund í gegnum skype 24. október og vinnufund 29. október í Stokkhólmi. Hún setti áherslu á að skýr krafa væri um samráð stjórnvalda við ungt fólk með lýðræðislegt umboð, t.d stjórnir landsambanda ungmennafélaga. Ungmennafulltrúar skrifuðu sameiginlega yfirlýsingu þar sem áhersla var lögð á að bregðast við hlýnun jarðar og samráð við ungt fólk í allri ákvarðanatöku og stefnumótunarvinnu á vettvangi Norðurlandasamstarfs. Yfirlýsingin var send til allra forsætisráðherranna, en einnig var farið yfir kröfur ungmenna á fundinum og fengu ungmennafulltrúar tækifæri til þess að spyrja forsætisráðherrana spurninga.

44


7.10. EUROPEAN YOUTH CONFERENCE Una Hildardóttir sat European Youth Conference í Búkarest, Rúmeníu, dagana 25.-28. mars 2019. Þema fundarins var „Quality employment for all”. Tilgangurinn var samtal við ungt fólk og að vinna nánar með „EU youth goals“ og „EU youth strategy“. LUF fékk tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum að og taka virkan þátt í samtali ungs fólks við leiðtoga í Evrópu og Evrópusambandsins. LUF tekur með sér þann lærdóm að miklar áherslur eru lagðar á stefnumótunina „EU youth goals“: Stefnumótandi markmið sem unnin voru í samvinnu við ungt fólk og unnið er eftir á evrópsku stjórnsýslustigi, eitthvað sem LUF ætti að þrýsta meira á að gert verði fyrir Ísland. Unnið var með samtvinningu EU youth goals í vinnuhópum. Í hverjum hópi var unnið með markmiðið “quality employment of all” og eitt af hinum markmiðunum og undirmarkmiðum. Einnig var kynning á “best practices” frá verkefnum í Evrópu sem tengdust markmiðinu og voru skipulagðar umræður um þær. Einnig var farið yfir samtal ungmennafélaga við embættismenn frá Evrópu og ráðuneytum allra landa sem senda fulltrúa. Óánægja var með skipulagið og fyrirframákveðnar niðurstöður skipuleggjenda. Var ákveðið að samþykkja plagg lokadaginn með tillögum um hvernig megi bæta samskiptin og samstarfið.

45


7.11. NORDIC YOUTH SOCIAL INCLUSION

SUMMIT

ON

Sara Þöll Finnbogadóttir, alþjóðafulltrúi LUF, og Geir Finnsson, varaformaður LUF, sátu fund um „social inclusion“ ungs fólks á Norðurlöndunum. Meginmarkmið fundarins var að kafa dýpra í skýrslu sem ber heitið „Nabo – Social inclusion of youth“ og koma með tillögur sem ráðherrar á norðurlöndunum geta fylgt til að sporna gegn eða takast á við félagsleg vandamál ungs fólks. Farið var yfir helstu styrk- og veikleika ungs fólks hvað varðar félagsmál. Einnig var farið yfir ábyrgð hagsmunasamtaka, ríkisstjórna og samfélagsins þegar kemur að því að vinna að lausnum er málið varða. Tillögurnar sem voru myndaðar voru sendar ráðherrum í Svíþjóð og öðrum hagsmunaðilum.

7.12. ENTER! YOUTH WEEK Enar Kornelius Leferink, þáverandi meðstjórnandi í stjórn LUF, sat Enter! Youth Week í Strasbourg, Frakklandi, dagana 7.-12. júlí 2019. Yfirskrift viðburðarins var „Our Rights, Our Lives” og var fjallað um stöðu ungs fólks í bágstaddri stöðu (e. disadvantaged positions). Tilgangur vikunnar var að endurskoða tillögur „Joint Council on Youth” um aðgengi ungs fólks í bágstaddri stöðu að félagslegum réttindum. Einnig var unnið að tillögum frá ungu fólki alls staðar að í Evrópu um hvað þurfi að bæta og hvernig þegar kemur að framkvæmd tillaganna. LUF fékk tækifæri til að deila reynslu ungmenna á Íslandi og læra af öðrum fulltrúum um ýmis vandamál, einnig var lært um hvernig ungt fólk alls staðar að getur unnið saman að því að bæta stöðu ungs fólks í bágstaddri stöðu.

46


7.13. DET NYE NORDEN Rut Einarsdóttir og Geir Finnsson fóru út fyrir hönd LUF. Norræna verkefnið "Det nye Norden" er skipulagt af menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Finnlandi í samstarfi við Norrænu sendiráðin og er tilgangur þess að þróa sameiginleg markmið fyrir Norðurlöndin og velta fyrir sér helstu áskorunum næstu ára. Tengslanetið samanstendur af ungu fólki á aldrinum 25-35 ára, 3-4 einstaklingum frá hverju landi sem hafa það sameiginlegt að hafa unnið verkefni sem tengist Evrópsku samstarfi, sem var meginþema verkefnisins. Leitast var eftir því að svara hvernig við getum byggt upp norrænt samfélag þar sem allir eiga sér stað óháð uppruna, félagsog efnahagslegri stöðu eða menningarlegum bakgrunni. Helsti ávinningur fulltrúanna var að hlusta á fyrirlestra frá jafnöldum sínum sem starfa í sama geira á Norðurlöndunum og heyra hvað þau eru að gera. Þá hlaust einnig mikilvægt tækifæri til að efla tengsl okkar við ungmenni frá nágrannaþjóðum okkar og læra frá reynslu hvers annars. Fulltrúar LUF tóku þátt í mismunandi vinnuhópum og gátu þannig deilt reynslu LUF, og Íslands, um ólík málefni. Einnig héldu þau kynningu, í samstarfi við Viktor Lorange sem var í hópnum fyrir hönd SUS, um Ísland. Þá var lokaverkefni ferðarinnar að starfa í vinnuhópum og kynna lokaverkefni fyrir stjórnmálafræðiprófessorum frá Háskólanum í Helsinki.

47


8. STAÐA FJÁRMÁLA Í stefnumótun Æskulýðsráðs ríkisins 2014-2018, sem ekki hefur verið uppfærð, var það eitt af markmiðunum að fjármögnun æskulýðsstarfs sé trygg og gætt sé jafnræðis við úthlutun fjármagns. Ljóst er að því markmiði var ekki náð, þar sem lítið hefur breyst frá árinu 2014 og sama ójafnræðis gætir enn þann dag í dag. UMFÍ hefur í gegnum árin hlotið meira en helming fjárúthlutana og fékk 130 m.kr árið 2019. Heildarframlög til málaflokksins voru 251,2 m.kr. fyrir árið 2019. Á eftir fylgir Bandalag íslenskra skáta sem fékk 39 m.kr. og KFUM og KFUK sem fengu 38 m.kr. árið 2019. Til samanburðar fékk LUF 12,4 m.kr. fyrir árið 2019.

48


Framlög til Æskulýðssjóðs hafa síðustu ár numið á bilinu 7,3 - 12,2 m.kr. og árið 2019 nam framlagið 10 milljónum króna. Skiptingu úthlutana eftir regnhlífarsamtökum má sjá hér að neðan. Æskulýðsvettvangurinn, félög sem tilheyra honum eða undirfélögum (UMFÍ, Bandalag íslenskra Skáta og KFUM og KFUK) þeirra hlutu 54% úthlutana úr sjóðnum á árunum 2008 - 2019 eða 70 m.kr. LUF og félög með aðild að LUF hlutu 30% úthlutana á tímabilinu eða um 38,7 milljónir króna, sem er lítið miðað við að 31 félag á aðild að LUF en aðeins 4 félög mynda Æskulýðsvettvanginn. Þau félög sem fá mest úthlutað af fjárlögum fá einnig meirihluta úthlutana frá Æskulýðssjóði, sem er samkeppnissjóður. Því er erfitt fyrir ungmennafélög sem eru leidd af ungu fólki í sjálfboðastarfi að keppa við félög sem hafa nægt fjármagn til að hafa mjög hæft fólk í vinnu við fjármögnun. Af þessum ástæðum ýkir Æskulýðssjóður ójafnræðið.

49


Ef úthlutanir úr Æskulýðssjóði og skipting þeirra eru skoðuð eftir árum má sjá talsverða stefnubreytingu á undanförnum árum. Úthlutanir til LUF og aðildarfélaga þess fara vaxandi og voru á árunum 2018-2019 63% allra úthlutana úr Æskulýðssjóði. Vera má að þetta sé til marks um árangur af starfi LUF og aðildarfélaga þess á fjármögnunarhlið félagasamtaka ungs fólks.

8.1. ÁRSREIKNINGUR LUF hefur haldið uppi miklu starfi í ár líkt og síðustu ár þó áhersla hafi verið lögð á að byggja upp fyrirliggjandi verkefni frekar en að ráðast í ný. Tekjur og gjöld félagsins eru vegna þess svipuð á milli ára þó nokkurrar hagræðingar hafi gætt þar sem það var hægt. Með gerð þriggja ára rekstrarsamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur færst meiri stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í rekstur félagsins þó svo að framlög samkvæmt þeim samningum dugi ekki að öllu leyti fyrir þeim öfluga rekstri sem félagið vill standa undir.

50


Eins og ársreikningur félagsins ber með sér er hagnaður ársins um 1 m.kr. Samanborið við 720 þ. kr. á síðasta ári en þessi hagnaður skýrist þó af því að einhverjir styrkir vegna verkefna seinasta árs fengust greiddir á árinu en að mestu eru þessir fjármunir bundnir við verkefni sem kemur til framkvæmda á næsta starfsári. Kostnaður vegna einstakra verkefna lækkar töluvert frá fyrra ári en þau verkefni sem mest áhersla var lögð á voru annars eðlis og kemur helst fram í auknum starfsmannakostnaði en kostnaður verkefnanna kemur ekki inn í bókhald félagsins. Á árinu hefur þar að auki verið lögð mikil vinna í að tryggja áfram stöðugan rekstur félagsins og auka umfang hans enn frekar og mun það koma bersýnilega í ljós á næsta ári. Stjórn LUF hefur lagt sig alla fram við að koma á fót metnaðarfullum verkefnum til lengri tíma í samstarfi við fleiri aðila. Er það einlæg trú stjórnar að með þessu móti geti félagið sinnt hlutverki sínu betur en nokkru sinni fyrr og veitt ungu fólki á Íslandi ný og spennandi tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á samfélagið, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi.

51


8.2. FJÁRMÖGNUN Tekjur LUF á árinu 2019 námu 14 m.kr. samanborið við 14,2 m.kr. árið 2018. Þrátt fyrir það eru stór verkefni á vegum félagsins sem koma ekki fram í ársreikningi þess. Er þó um sambærilegar fjárhæðir að ræða sem má m.a. rekja til viðbótarframlags Menntaog menningarmálaráðuneytisins við rekstrarsamning þess við félagið. Tekjur ársins 2018 mátti að miklu leyti rekja til aukins framlags ríkissjóðs ásamt einu umfangsmesta verkefni sem LUF hefur staðið fyrir, þ.e. #ÉgKýs. Verkefni á borð við skipanir ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sem kröfðust töluverðs vinnuframlags koma þó ekki fram í beinum tekjum félagsins þar sem tilnefning ungmennafulltrúa á sviði mannréttinda var styrkt af utanríkisráðuneytinu og tilnefning ungmennafulltrúa á sviði loftslagsmála var styrkt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Beinn kostnaður verkefnanna var því greiddur milliliðalaust af hvoru ráðuneyti um sig. Verkefnastyrkir sem fengust á starfsárinu voru m.a. vegna Vestnorrænnar vinnustofu og ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika sem styrkt var af NORA að upphæð 3,8 m.kr. og vegna Skuggaþings sem styrkt er af Æskulýðssjóði að upphæð 1,8 m.kr. Koma þessir styrkir þó ekki fram á almanaksárinu 2019 þar sem þeir eru greiddir eftir framkvæmd verkefnanna og skil á lokaskýrslum. Tekjur vegna rekstrarsamnings við menntaog menningamálaráðuneytið jukust úr 7,7 m.kr. árið 2018 í 8 m.kr. árið 2019 á grundvelli þriggja ára samnings en þar að auki fékk félagið viðbótarframlag við samninginn upp á 4 m.kr. á grundvelli ákvæðis í samningnum um endurskoðun þar sem félagið færði haldbær rök fyrir viðbótarframlagi, m.a. vegna verkefna á borð við Leiðtogaskólann, #ÉgKýs og Félaga ársins sem eru orðin reglubundin og því ekki lengur styrkt af samkeppnissjóðum. 52


Viðbótarframlagið var þó aðeins í formi eingreiðslu og hugsað til eins árs svo ekki var um hækkun á framlögum til loka samningstímans að ræða. Var því heildarframlag ráðuneytisins til LUF 12 m.kr. á árinu 2019. Hefur það framlag verið nýtt vel til að byggja upp enn sterkari rekstrargrundvöll ásamt því að halda föstum verkefnum félagsins gangandi. LUF fundar árlega um samninginn við mennta- og menningarmálaráðuneytið, síðast þann 6. nóvember 2019. Í kjölfar fundarins óskaði LUF aftur eftir endurskoðun samningsins um rekstrarframlag á grundvelli liðar 7.2., um endurupptöku einstakra ákvæða séu færð rök fyrir því. Röksemdarfærsla LUF byggðist á sama grunni og fyrra ár þar sem hún á enn fyllilega við ásamt töluverðum kjarahækkunum á vinnumarkaði sem hafa óumflýjanlega áhrif á rekstur og samkeppnishæfni félagsins. Ráðuneytið brást skjótt við og í ársbyrjun 2020 barst jákvætt svar þar sem ráðuneytið féllst á að veita félaginu viðbótarframlag upp á 3 m.kr. vegna reksturs ársins 2020. Verður því heildarframlag ráðuneytisins 11 m.kr. fyrir árið 2020. Stjórn LUF kom einnig á tveimur nýjum samstarfssamningum á starfsárinu sem ekki koma fram í tekjum félagsins almanaksárið 2019. Þann 12. desember 2019 var undirritaður tímabundinn samstarfssamningur milli LUF og félagsmálaráðuneytisins sem gengur út á samráð ráðuneytisins við ungt fólk og mótun frekara samráðs stjórnvalda við ungt fólk til frambúðar. Heildartekjur LUF á grundvelli samningsins nema 2,5 m.kr. en þær munu koma fram á næsta reikningsári. Einnig var undirritaður samstarfssamningur LUF og utanríkisráðuneytisins til þriggja ára vegna skipunar Ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum þann 27. febrúar 2020, sem gerir ráð fyrir framlagi til LUF upp á 3 m.kr. Er honum ætlað að tryggja að verkefnið nái fótfestu hér á landi og stuðlar að nauðsynlegum fyrirsjáanleika við rekstur verkefnisins. 53


8.3. SKIPTING ÚTGJALDA Rekstrargjöld LUF námu 12,8 m.kr. árið 2019 samanborið við 13,3 m.kr. árið 2018. Laun og launatengd gjöld eru stór hluti útgjalda félagsins. Stjórn álítur nauðsynlegt að geta greitt samkeppnishæf laun til framkvæmdastjóra til að hafa hæft og reynslumikið fólk við störf í þeirri stöðu. Auk þess telur LUF mikilvægt að sýna fordæmi og greiða fólki sem starfar í þágu ungs fólks laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið felur í sér. Þá var einnig bætt við stöðugildi verkefnastjóra félagsins og voru því tvö stöðugildi hjá félaginu í fjóra mánuði sem óumflýjanlega skilar sér í hækkun launa og launatengdra gjalda. Húsnæðiskostnaður félagsins lækkaði þó frá fyrra ári sem er m.a. tilkomið vegna flutninga skrifstofu félagsins með flutningum Hins hússins úr miðbæ Reykjavíkur upp í Elliðaárdal. Einnig lækkuðu útgjöld til liða sem falla undir stjórnun og umsýslu að miklu leyti vegna hagræðinga á því sviði rekstrarins. Jafnframt lækkaði skrifstofukostnaður félagsins að nokkru en áhöld og tæki standa nokkurnveginn í stað.

54


Aftur á móti hækkaði kostnaður undir liðnum verkefni en þar innan falla verkefni á borð við Félaga ársins, þátttöku í YFJ, Leiðtogaskóla Íslands, Sambandsþing og ráðstefnur og fundir erlendis. Er það meðal annars tilkomið þar sem LUF hefur fengið aukið fjármagn til að standa undir kostnaði reglubundinna verkefna sem fást ekki lengur styrkt af samkeppnissjóðum. Þessi hækkun er þó lægri en sú hagræðing sem fengist hefur af lægri húsaleigu.

55


1