Reykjavík á réttri leið

Page 1

xsreykjavik.is

Reykjavík á réttri leið

1


Klébergsskóli

Kjörstaðir í Reykjavík

Vesturbæjarskóli Ráðhúsið Frostaskjól Hagaskóli

Borgarskóli Laugalækjarskóli

Höfðatorg

Rimaskóli

Kjarvalsstaðir Menntaskólinn við Sund

Álftamýrarskóli Hlíðaskóli

Foldaskóli Dalskóli

Borgarbókasafn Breiðagerðisskóli

Ingunnarskóli

Árbæjarskóli

Breiðholtsskóli

Ölduselsskóli

E E E E

Kjörstaðir eru opnir frá kl. 09.00–22.00 á kjördag þann 14. maí næstkomandi. 2

E E E E

E E E E

E E E E

Íþróttamiðstöðin Austurbergi Norðlingaskóli


Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík og skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar. Hann hefur verið borgarstjóri frá því árið 2014 og vann áður í meirihluta með forvera sínum Jóni Gnarr. Dagur lærði læknisfræði en kom inn í pólitík þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, fékk hann til að vera fulltrúa ungs fólks utan stjórnmálaflokka á Reykjavíkurlistanum. Allir borgarbúar þekkja Dag og hann er dáður en líka umdeildur, vinsæll í öllum aldurshópum, oft skotspónn illskeyttra árása en þó óumdeilanlega einn af afkastamestu leiðtogum íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Fæddur og uppalinn í Árbænum en býr núna í Miðborginni með eiginkonu sinni Örnu Dögg Einarsdóttur yfirlækni á líknardeild Landspítalans, fjórum börnum á aldrinum 11 til 18 ára og kisu sem heitir Mummi.

Ég sæki margt af því sem ég brenn helst fyrir í borgarmálum í æskuárin í Árbænum. 3


hugmyndum og verkefnum sem mig dreymir um að hrinda í framkvæmd. Við köllum það einu nafni Græna planið, sem er fjárfestingaráætlun til tíu ára. Þar erum við að halda áfram að gera þessa hluti sem bæta umhverfið og lífið í hverfunum okkar og gera Reykjavík að betri borg.

Hvenær varðstu sósíaldemókrati?

Hvaðan ertu í grunninn? Ég er fæddur í Osló árið 1972, námsmannabarn, en flutti ungur í Árbæinn og var í Árbæjarskóla alla mína grunnskólagöngu. Það var frábært að alast þar upp – mikill hverfisandi, ótrúlega mikið af krökkum og lífi. En ég fann sterkt þegar ég var að skrifa bókina sem ég gaf út fyrir síðustu jól, sem heitir Nýja Reykjavík, að ég sæki margt af því sem ég brenn helst fyrir í borgarmálum í æskuárin í Árbænum. Það var að sumu leyti afskipt hverfi sem fékk ekki gangstéttir fyrr en eftir áratuga bið og við unglingarnir þrýstum á að fá íþróttahús í hverfið því að við sóttum allar innanhússíþróttir í önnur hverfi – og þar fram eftir götunum. Áherslan á að fjárfesta í hverfunum okkar, í stað þess að soga alla fjárfestingu í að byggja upp ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna – hún tengist því held ég að ég er alinn upp í hverfi þar sem vantaði ýmsa mikilvæga samfélagslega innviði. Þessar miklu fjárfestingar til dæmis í íþróttamannvirkjum í austurhluta borgarinnar sem við höfum ráðist í á síðustu árum og 4

áætlanir um uppbyggingu í hverfunum eru liður í að bæta þetta upp. En æskuárin í Árbænum voru mjög góð – mikill félagsauður og sterk tengsl milli fólks sem maður býr að enn í dag. Það þarf þorp til að ala upp barn.

Ég hef alltaf brunnið fyrir betra samfélagi og tekið virkan þátt, bæði í umræðu og félagsmálum, en ekkert af mínu fólki var í pólitík. Ég er uppalinn á svona samfélagslega meðvituðu heimili en foreldrar mínir voru ekki flokkspólitísk og sjálfur fann ég enga þörf til að ganga í stjórnmálaflokk þegar ég var ungur. Svo höguðu tilviljanir því þannig að mér var boðið sæti á lista hjá Reykjavíkurlistanum, sem var samstarf fjögurra flokka, og var þá óháður fulltrúi og í raun hugsaður sem fulltrúi þess stóra hóps ungs fólks sem var utan flokka. Þegar Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða ekki fram aftur var mín sýn orðin alveg skýr og það var í rauninni þessi norræna sýn, að áhersla á menntun, velferð fyrir alla og frjálst og öflugt atvinnulíf á sama tíma væri rétta blandan til að skapa sterkt samfélag. Jöfnuður skiptir gríðarlega miklu máli. Þar hafði

Hvaða breytingar í borginni ert þú ánægð- ýmislegt sem ég lærði í læknisfræðinni mikil áhrif á mig, til dæmis að læra um lýðheilsu og að astur með frá því að þú varst tvítugur? Reykjavík er miklu fjölbreyttari núna – kraftmeiri, skemmtilegri og alþjóðlegri. Miklu meiri lífsgæðaborg. Það er fjölbreyttara fólk sem býr hérna, fjölbreyttara framboð af menntun og meiri fjölbreytni í atvinnulífi hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum í nýsköpun, þekkingariðnaði, skapandi greinum, menningu, ferðamennsku, veitingarekstri og svo mætti lengi telja. Og miklu betur hlúð að íþróttum, aðbúnaði barna og aðbúnaði eldra fólks, innviðum, torgum og grænum svæðum. Í rauninni hefur langflest þróast í rétta átt í Reykjavík þó ég sé reyndar enn uppfullur af

kynnast þeim miklu neikvæðu áhrifum sem ójöfnuður getur haft. Og á sama hátt þeim ótrúlega sterku og jákvæðu áhrifum sem jöfnuður getur haft – á öllum aldursstigum og í öllum samfélögum. Veganestið sem ég fékk í læknisfræðinni styrkti mig mikið sem jafnaðarmann.

Hvað er Nýja Reykjavík í þínum huga? Nýja Reykjavík er borg sem er á hraðri leið að þróast úr því að vilja vera grá iðnaðar- og bílaborg – sem var framtíðarsýnin sem var sett fram upp úr 1960 og hafði mikil áhrif – og vill í staðinn vera fjölbreytt, kraftmikil, spennandi, heilbrigði og græn borg. Sem tekur loftslagsmál


Bestu borgir í heimi eru borgir þar sem gott er að vera barn og þar sem gott er að eldast.

alvarlega, fjárfestir í lífsgæðum í hverfunum og leggur áherslur á umburðarlyndi, mannréttindi og að fólk geti elt drauma sína og látið þá rætast en fái stuðning ef hallar undan fæti. Í Nýju Reykjavík iðar allt af lífi því að það er borg með blómlegu menningarlífi og mannlífi, íþróttastarfi, almenningssundlaugum, almenningsbókasöfnum, almenningsgörðum, öflugum almenningssamgöngum. Margt af því sem ég brenn fyrir byrjar á forskeytinu „almennings-“. En margt af því var vanrækt, ekki síst á 8. og 9. áratugnum, þegar annar andi sveif yfir vötnum. Þessir sameiginlegu þættir þar sem við hittumst, almenningssvæðin, eru svo mikilvægir í því að gera góða borg. Að það sé hverfislaug í öllum hverfum, að við hirðum vel um grænu svæðin

okkar og að tækifæri til útivistar og hjólreiða og virkra samgangna séu eins góð og kostur er – það er allt hluti af Nýju Reykjavík í mínum huga.

Hvernig ætlar Dagur að njóta lífsins í borginni á efri árunum? Ég vona að ég muni eiga langt og gott líf með fólkinu sem mér þykir vænt um og að ég muni líka hafa heilsu og kraft til að kynnast nýju fólki og vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég held að þessi skörpu skil sem hafa lengi verið milli þess að vera á vinnumarkaði eða ekki – ég held að þau verði ekki eins skýr á komandi árum. Það eru kannski inngrónir í þessi skörpu skil ákveðnir aldursfordómar sem ég held að við þurfum að ræða sem samfélag. Fólk á auðvitað rétt á því að hætta að vinna og að fá mannsæmandi eftirlaun

en þau sem vilja eiga líka að geta haldið áfram á vinnumarkaði að einhverju leyti. Vonandi mun borgin okkar gera mér kleift að vera félagslega virkur samfélagsþegn á efri árum þannig að ég geti ræktað mín áhugamál eftir hjarta og höfði. Þannig er aldursvæn borg. Ætli maður muni kannski búa í einum af þessum lífsgæðakjörnum sem við erum að boða núna í þessari kosningabaráttu? Þar verður lögð áhersla á samveru og öryggi. Planið er að byggja þessa kjarna á þremur til fjórum stöðum í borginni á næsta kjörtímabili og við erum í góðu samstarfi við félög eldra fólks um þetta verkefni. Bestu borgir í heimi eru borgir þar sem er gott að vera barn og þar sem er gott að eldast. Þannig borg á Reykjavík að vera. 5


Reykjavík er á réttri leið Reykjavík er á réttri leið. Borgin okkar hefur breyst til hins betra á síðustu árum – og þar hafa borgarbúar notið góðs af traustri forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þann 14. maí verður kosið til borgarstjórnar. Samfylkingin í Reykjavík vill halda áfram að byggja borgina með áherslu á lífsgæði borgarbúa og gæta þess að lífsgæðin í borginni séu fyrir alla. Það skiptir máli.

Húsnæðissáttmáli — húsnæði fyrir alla Við gerðum samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú þurfum við húsnæðissáttmála. Síðustu 4 ár hafa verið mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt og aldrei hafa verið byggðar eins margar íbúðir í borginni. Árið 2019 varaði Seðlabanki Íslands meira að segja við offramboði á húsnæðismarkaði en nú er staðan gjörbreytt. Samfylkingin í Reykjavík vill tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir með því að byggja 10 þúsund íbúðir á næstu 5 árum. Þetta verður nýtt met – en það er mögulegt með samstilltu átaki. Með húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið viljum við tryggja framboð af húsnæði fyrir alla. Til þess þarf Reykjavík

að fá ríkið og nágrannasveitarfélögin til að feta í fótspor borgarinnar og ráðast í það verkefni að byggja félagslegt húsnæði og að fjölga íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga, svo sem fyrir tekjulægri hópa, stúdenta og eldri borgara. Það léttir á húsnæðismarkaðnum fyrir alla. Verkamannabústaðakerfið hefur verið endurreist í Reykjavík á síðustu árum með tilkomu íbúðafélagsins Bjargs. Á sama tíma hafa biðlistar eftir félagslegu húsnæði í borginni dregist saman um helming. Samfylkingin vill halda áfram á sömu braut og fá fleiri sveitarfélög og byggingarfyrirtæki með í verkið. Það skiptir máli.

Fjárfestum í hverfunum okkar Fjárfestingar í hverfunum okkar hafa aldrei verið meiri en á undanförnum árum. Nýir fótboltavellir hafa litið dagsins ljós og stór fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga, fjölgun hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir, hverfissundlaugar, endurgerðar skólalóðir, torg, græn svæði, hreystibrautir og grænni og fallegri borg hafa verið meðal þessara fjárfestinga. Þessu verðum við að halda áfram. Græna planið er fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum borgarinnar, þar með talið 6

byggingu nýrra grunnskóla og leikskóla á uppbyggingarsvæðum og stækkun skóla í grónum hverfum borgarinnar. Samfylkingin í Reykjavík vill halda áfram að vinna eftir Græna planinu og fjárfesta fyrir tugi milljarða í þeim hverfum sem við búum í nú þegar. Það er fjárfesting í lífsgæðum borgarbúa, umhverfi og aðgengi, skólum, menningu, grænum svæðum og hverfiskjörnum, aðgerðum í loftslagsmálum og betri loftgæðum – og svo mætti lengi telja. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan fjárfestingu í hverfunum sem þegar eru byggð. Það er nefnilega ekki hægt að gera bæði, setja tugmilljarða í gróin hverfi og leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Samfylkingin í Reykjavík vill frekar styrkja gróin hverfi. Það er Græna planið. Það skiptir máli.


Skoðaðu stefnu okkar nánar á xsreykjavik.is

Borgarlína — klárum dæmið Samfylkingin í Reykjavík vill klára Borgarlínu og gera það vel. Borgarlína er nýtt kerfi hágæða almenningssamgangna fyrir höfuðborgarsvæðið. Borgarlínuvagnar munu ganga fyrir umhverfisvænni orku og ferðast á sérakreinum. Með samgöngusáttmála tryggðum við fjármögnun samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu upp á 120 milljarða. Þar af fer um helmingur í Borgarlínu og uppbyggingu innviða fyrir hjólandi og gangandi.

Hönnun Borgarlínu er komin vel á veg og framkvæmdir hefjast innan árs. Samhliða þessu tengjum við Hlíðarnar á nýjan leik með því að setja umferðina á Miklubraut ofan í jörðina og búa til fallegt, grænt, rólegt og aðlaðandi borgarumhverfi á yfirborðinu. Á sama hátt tengjum við Vogahverfið við Vogana með því að setja Sæbraut í stokk og fáum spennandi borgarlíf á svæðin þar á milli. Samfylkingin í Reykjavík vill klára dæmið. Það skiptir máli.

Betri borg fyrir börn Þegar kemur að menntun, frístundastarfi og þjónustu við börn þá er Reykjavík í fararbroddi. En lengi má gott bæta. Samfylkingin í Reykjavík vill halda áfram á sömu braut og huga sérstaklega að því að skapa betri borg fyrir börn sem standa höllum fæti. Einu sinni voru engir frístundastyrkir. Samfylkingin í Hafnarfirði tók þá fyrst upp og Samfylkingin náði fram hækkun frístundakortsins í 50 þúsund í Reykjavík. Nú teljum við tímabært að hækka frístundastyrkinn enn frekar upp í 75 þúsund á ári og upp í 100 þúsund á ári fyrir börn sem koma af heimilum með lægri tekjur. Þá viljum við að ónýttir frístundastyrkir verði eftir innan hverfis og renni í verkefni til að auka þátttöku og stuðning við börn þar. Það hefur gefið góða raun í Breiðholti. Við viljum efla og innleiða verkefnið Betri borg fyrir börn í öllum hverfum borgarinnar. Það felur í sér að börn og

fjölskyldur fái fljótt markvissan stuðning í sínu nærumhverfi sem skili mælanlegum framförum. Við ætlum að ráða fólk úr fleiri fagstéttum í þjónustu við börn og fjölskyldur í borginni og auka þverfaglega samvinnu og notendasamráð. Við höfum aukið fjárframlög til skóla sem nú taka mið af félagslegum þáttum í hverfunum í auknum mæli en minna af klínískum greiningum. Við munum halda áfram að leita allra leiða til að styðja við nám, heimili og líf barna og fjölskyldna í borginni. Samfylkingin sagðist fyrir síðustu kosningar ætla að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á innan við sex árum. Nú stefnir í að við byrjum að taka á móti 12 mánaða börnum ári á undan áætlun og fjölgum leikskólaplássum um 1700 með nýjum leikskólum, viðbyggingum og nýjum leikskóladeildum. Til að gera þetta að veruleika og manna leikskólana af hæfu starfsfólki höfum við bætt kjör og starfsumhverfi í skólum borgarinnar og þar viljum við gera enn betur á næstu árum. 7


Ég vil sjá Reykjavík halda áfram að blómstra sem menningarborg. Við eigum að styðja við bakið á því spennandi menningarlífi sem er í borginni og auka aðgengi allra að því og þátttöku. Við hjá Samfylkingunni viljum jöfnuð fyrir alla. Það er grunnurinn að réttlátu og öruggu samfélagi.

I want Reykjavík to flourish as a city of culture. We should continue to support the vibrant cultural life in the city and ensure that everyone has access to it and can participate. We at Samfylkingin want equality for all. It is the foundation of a fair and safe society.

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, veitingamaður á Prikinu og tónlistarstjóri

Við erum öll jöfn sama á hvaða aldri og í hvaða stöðu við erum. Stefna Samfylkingarinnar er að huga að öllum, ungum sem öldnum og að við öll getum vaxið, dafnað og elst með reisn í borginni okkar.

We are all equal no matter what age or position we are in. One of the core values of Samfylkingin is to take care of everyone, all ages, so that we can all grow, prosper and grow old with dignity in our city.

Berglind Eyjólfsdóttir, formaður Öldungaráðs Reykjavíkur og fyrrum rannsóknarlögreglumaður

8


Borgarlínan er lykilverkefni í að binda saman ólík hverfi borgarinnar. Við verðum að halda áfram að þétta byggð og nýta þær fjárfestingar til að efla öll hverfi borgarinnar og þau ólíku samfélög sem þar eru. Ég vil meiri borg í alla borgina!

The Borgarlína City Line is key in connecting all the districts in the city. We must continue to build new homes within existing districts and invest in improving our established, diverse neighbourhoods. I want more city life in all districts of Reykjavík!

Birkir Ingibjartsson, arkitekt

Ég vil að Reykjavík verði skemmtileg borg sem er aðlaðandi að búa í. Aukin hlutdeild gangandi, hjólandi, þeirra sem ferðast um með almenningssamgöngum og minnkun bílaumferðar stuðlar að betri heilsu og betra borgarumhverfi.

I want Reykjavík to be a vibrant green city that is desirable to live in. Increased participation of cyclists, pedestrians, those traveling by public transport and a reduction in car traffic will contribute to better health and a better urban environment.

Ragna Sigurðardóttir, læknir og borgarfulltrúi

9


Ég lærði fljótt að vinna og sjá fyrir mér og hef í raun gert það alveg frá 16 ára aldri.

10

Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkur, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins. Hún tók fyrst sæti í borgarstjórn árið 2015 og hafði þá verið virk í grasrót flokksins, meðal annars sem formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Heiða hafði forgöngu um það að íslenskar konur í stjórnmálum tóku sig saman og spyrntu fæti við kynbundinni áreitni og ofbeldi í pólitík undir merkjum MeToo. Þó Heiða sé fædd og uppalin á Akureyri þá hefur hún búið í Reykjavík frá því að hún var tvítug – hún hefur unnið ýmis störf og var deildarstjóri eldhúss og matsala á Landspítala áður en hún varð borgarfulltrúi. Það má líka nefna að hún hefur samið tvær matreiðslubækur. Heiða býr í Laugardalnum með manni sínum, Hrannari B. Arnarssyni, og þau eiga samtals fjögur börn.


Hvaða breytingar í borginni ert þú ánægðust með frá því að þú varst tvítug?

Hvaðan ertu í grunninn? Ég er alin upp af strangheiðarlegu og vinnusömu verkafólki fyrir norðan, á Akureyri. Mamma er þaðan og pabbi af Suðurlandi og hans fjölskylda bjó að mestu í Reykjavík svo ég kom hingað á hverju ári til að hitta ömmu og afa og þá fórum við gjarna í allskonar veislur hjá frændfólki. Þannig að ég hafði alltaf afar jákvæðar tilfinningar til borgarinnar og flutti hingað fyrst í níu mánaða verknám þegar ég var 18 ára gömul áður en ég kláraði stúdentspróf frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Svo bjó ég í Svíþjóð í fimm ár en þar fyrir utan hef ég alltaf búið í Reykjavík frá því að ég var tvítug. Sem elsta systkini af fjórum sá ég mikið um yngri systkini mín á meðan foreldrar okkar voru í vinnu og var í því að passa þau og elda kvöldmat og svona láta hlutina ganga upp. Ég held að það hafi mótað mig mikið. Ég lærði fljótt að vinna og sjá fyrir mér og hef í raun gert það alveg frá 16 ára aldri, þegar ég flutti að heiman vegna plássleysis í 88 fermetra íbúðinni okkar, sem mamma og pabbi búa reyndar ennþá í og smellpassar í rauninni loksins fyrir þau núna!

Það urðu ótrúlegar breytingar á borginni um leið og Reykjavíkurlistinn komst til valda árið 1994. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað borginni nær óslitið í 64 ár. Breytingarnar voru til dæmis uppbygging leikskólanna, sem var algjör bylting fyrir fjölskyldur í borginni. Hlutfall barna á leikskólaaldri í Reykjavík sem fékk heilsdagspláss á leikskóla fór úr því að vera 30 prósent árið 1994 og upp í 80 prósent árið 2002. Svo má nefna vatnaskil í umhverfismálum, hreinsun strandlengjunnar sem áður var bara ógeðsleg því að allt skólp borgarinnar fór út í fjöru óhreinsað. Mínu hjarta standa alltaf næst kvenfrelsismálin. R-listinn réði til starfa magnaðar konur en áður voru nánast bara hægrisinnaðir karlmenn sem stjórnuðu borginni. Málefni barna og kvenna voru loks rædd af alvöru á hinu pólitíska borði. Í dag er Reykjavík grænni og mannvænni í öllum skilningi. Og mér finnst það gríðarlega mikilvægt. Ég elska að geta hjólað um borgina okkar og notið náttúrunnar allt í kring, allan ársins hring. Mannlífið er fjölbreyttara og þjónustan hefur batnað alveg rosalega á síðustu árum og áratugum.

Hvenær varðstu sósíaldemókrati? Ég er að mörgu leyti skilgetið afkvæmi jafnaðarstefnunnar. Því að ég gat menntað mig og fékk tækifæri, þrátt fyrir kröpp kjör, sem jafnaðarfólk og verkalýðshreyfingin börðust fyrir að væru til staðar fyrir alla. Pabbi var virkur í verkalýðshreyfingunni og þau mamma bæði í Alþýðubandalaginu og ég er alin upp við að ræða um samfélag og stjórnmál; taka afstöðu og rökræða hvernig samfélagið getur orðið réttlátara og betra. Í fjölskyldunni er fólk úr öllum flokkum. Ég var snemma mikill femínisti og þaðan leiddist ég svo sjálf inn í pólitík. Svo var það auðvitað líka mikill jafnaðarmennskuskóli að búa í Svíþjóð og finna hvernig samfélagið þar studdi svo miklu

betur við fátækt stelpuskott í námi heldur en ég hafði upplifað hér á Íslandi.

Hvað er Nýja Reykjavík í þínum huga? Ég er að klára mitt fyrsta heila kjörtímabil sem borgarfulltrúi og það er ótrúlegur heiður að fá að taka þátt í að leiða þær miklu breytingar sem eru að verða á borginni okkar. Borgin okkar er loksins að fullorðnast og verða meiri alvöru borg. Ný og spennandi hverfi eru að byggjast upp innan borgarmarkanna, ný torg verða til og nýjar götur sem eru mun mannvænni en áður. Við búum í ungri borg sem er í örum vexti. Í Nýju Reykjavík er pláss fyrir okkur öll. Þar eru fjölbreyttir húsnæðiskostir, fólk hefur aukið frelsi til að velja sér ferðamáta, það eru fjölbreytt atvinnutækifæri í boði, þekkingarklasar, nýsköpun, menning og góð þjónusta. Borgin er græn og loftslagsvæn og byggir undir velferð og vellíðan íbúanna. Þannig á Reykjavík að vera. Og ég er í þessu til að berjast fyrir borg jöfnuðar og tækifæra fyrir okkur öll.

Hvernig ætlar Heiða að njóta lífsins í borginni á efri árunum? Ég hef ekki hugsað mikið út í það enda á ég vonandi eftir að vera á vinnumarkaði í allavega tuttugu ár í viðbót. En ef jafnaðarmennskan verður áfram höfð að leiðarljósi við stjórn borgarinnar þá verður borgin orðin þéttari og skemmtilegri og með enn fleiri valkostum til að efla heilsu, nálgast þjónustu, njóta menningar og samskipta við annað fólk. Við erum að vinna að því að gera borgina að heilsueflandi lífsgæðaborg þar sem fólk getur valið sér búsetu og ferðamáta og að þegar fólk þarf þjónustu þá sé hún aðgengileg og góð, í samræmi við þarfir og óskir fólks. Reykjavík er á réttri leið og ég er bjartsýn á að geta notið borgarinnar í botn á efri árum!

11


Ég vil að Reykjavík sé borg þar sem börn fá að dafna og rækta sína styrkleika. Þau eiga að hafa frístundir í nærumhverfi sínu — helst innan 15 mínútna göngufæris. Stein Olav Romslo, kennari í Vesturbæ

Borgarlínan verður bylting fyrir háskólasvæðið. Í bland við vandað skipulag og sjálfbær hverfi mun hún auka jöfnuð og bæta lífsgæði. Ég vil búa í borg þar hægt er að treysta á öflugar almenningssamgöngur. Elísabet Unnur Gísladóttir, háskólanemi

12

The Borgarlína City Line will be revolutionary for the university campus. A combination of good planning and sustainable neighbourhoods will increase quality of life and ensure more equality. I want to live in a city where you can count on reliable public transport.

I want Reykjavík to be a city where all kids can flourish and develop their own strengths. Their hobbies and interests should be within reach — preferably within a 15 minute walking distance.


Ég elska að reka veitingahúsið mitt sem skipar fastan sess í lífi margra og ég vil að allir mínir viðskiptavinir hvaðan sem þeir koma eigi auðvelt með að komast til mín og njóta þess að fara um miðborgina sem iðar af lífi um þessar mundir. Ég vil að Reykjavík sé borg fyrir alla.

I love running my restaurant, Hornið, which has a place in the lives of many. I want all my customers, no matter where they come from, to be able to get here with good accessibility and be able to explore our vibrant city center. I want Reykjavik to be a city for everyone.

Ólöf Helga Jakobsdóttir, veitingakona á Horninu

Lifandi lífsgæðakjarnar fyrir eldra fólk snúast um öryggi og samveru. Kjarnar með góð tengsl við nærumhverfið og val um þá þjónustu sem skiptir máli. Ég vil að eldra fólk upplifi sig sem sjálfsagðan hluta af íbúum borgarinnar. Ekki sem sérstök eining heldur virkir þátttakendur í menningarlífi borginnar, íþróttastarfi og margvíslegu félagsstarfi.

Developing dynamic residential cores for senior citizens is about security and companionship. I want older people to feel that they are a natural part of society, not a separate group, but as active participants in the city’s cultural life, sports activities and various social activities.

Helgi Pétursson, tónlistarmaður og formaður Landssambands eldri borgara 13


Þitt heimili, þitt atkvæði Má ég kjósa? Já, þremur árum eftir að þú fékkst lögheimili á Íslandi. Ef þú ert frá Norðurlöndum máttu kjósa strax eftir það.

Hvar og hvenær? Kosningarnar eru 14. maí. Þú getur séð hvar á www.mcc.is. Þar eru líka meiri upplýsingar á ensku. Eða farðu bara í Holtagarða til að kjósa strax. Þar er opið milli klukkan 10 og 22. Vantar þig far á kjörstað? Láttu okkur vita: xsreykjavik@xs.is!

Af hverju á ég að kjósa? Þú átt heima hér. Hér er allt sem skiptir mestu máli — heimili þitt, skóli fyrir börnin þín og strætóinn sem þú notar, grænu svæðin til að labba um. Viltu ekki hafa eitthvað að segja um það?

Af hverju Samfylkingin? Við viljum að allir fái sömu tækifæri að eiga gott líf. Samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.

Viltu vita meira? Kíktu á www.xsreykjavik.is

Holtagarðar: 19.04–01.05 — 10:00–20:00 02.05–13.05 — 10:00–22:00 Kjördagur: 14.05 — 09:00–22:00 Sjá mcc.is fyrir kjörstaði

Holtagarðar

14


Your Home, Your Vote Where and when? Election Day is May 14th, check www.mcc.is for your polling station. Or just go to Holtagarðar to vote early any time between 10.00 and 22.00. Need a ride to the polling station? Contact us at xsreykjavik@xs.is!

Why should I vote? Because your community is about what matters most — the neighbourhood you live in, the school your child goes to, the bus you take, the park you walk in.

Why Samfylkingin? Social democracy is what inclusion is really all about. A community where no one is left behind. Real people, real equality. Social justice and inclusion for all. Empowering people.

Want to know more? Check out www.xsreykjavik.is

Jesteś u siebie, zagłosuj! Czy mogę głosować w wyborach samorządowych 2022? Tak, jeśli mieszkasz w Islandii od 3 lat lub dłużej (patrz data meldunku w Þjóðskrá)

Gdzie i kiedy? Wybory odbędą się 14-go maja 2022. Głosować można w dniu wyborów swoim lokalu wyborczym (sprawdź na www.mcc.is) lub wcześniej w pozaokręgowym lokalu wyborczym na Holtagarðar w godz. od 10:00–22:00 Nie masz jak się dostać do lokalu wyborczego? Potrzebujesz transportu? Skontaktuj sie z nami pod adresem xsreykjavik@xs.is

Dlaczego powinienem\powinnam głosować? Ponieważ w tych wyborach rozgrywają się losy Twojej społeczności, Twojej okolicy, szkoły, do której uczęszczają Twoje dzieci, autobusu, którym jeździsz czy parku, po którym najczęściej spacerujesz.

Dlaczego Samfylkingin? Socjaldemokracja opiera się na włączaniu wszystkich do społeczności. Społeczności, w której nikt nie jest pozostawiony sam sobie. W której imigranci mają takie same prawa do decydowania o jej kształcie, jak inni. Zwyczajni ludzie, prawdziwa równość. Sprawiedliwość społeczna oraz włączanie do niej. Wzmacnianie ludzi.

Chcesz dowiedzieć się więcej? Sprawdź na www.xsreykjavik.is 15


Ég vil að Reykjavík verði enn grænni og vistvænni borg þar sem loftslagsmál sitja ekki á hakanum heldur eru í fyrirrúmi. Borg þar sem þykir sjálfsagt að huga að umhverfinu í öllum ákvarðanatökum. Framtíðin gerir kröfu um að loftslagsmálin séu tekin alvarlega. Elva María Birgisdóttir, forseti nemendafélags MH

Við eigum að tryggja fyrsta flokks íþróttaaðstöðu fyrir krakkana okkar. Skipulagt faglegt íþróttastarf í öllum hverfum borgarinnar stuðlar að betri líðan, jákvæðari samskiptum og bættum námsárangri.

We have to ensure proper sports facilities for our children. High quality sports programs in all city districts enable well-being, positive communication and better performance at school.

Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands

16

I want Reykjavík to become even greener and more sustainable where we take real climate actions. A city where thinking about the environment is a real part of all decision making. The future demands that climate issues be taken seriously.


Ég vil menntakerfi sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri - skólasamfélag þar sem engin er skilinn eftir. Jöfnum tækifærin og höldum áfram að byggja upp fyrirmyndarborg fyrir börn.

I want an education system that supports equal opportunities for all kids - a society where no kid gets left behind. Let’s continue to work towards equality and to build an exemplary city for kids.

Guðný Maja Riba, kennari í Breiðholti

Ég vil að Reykjavík fagni fjölbreytileika íbúa borgarinnar. Ég trúi því staðfastlega að Samfylkingin muni leiða þá stefnu á sama hátt og við höfum rutt brautina í baráttunni fyrir auknum mannréttindum, jafnrétti og velferðarmálum í borginni. Þeirri baráttu þarf að halda áfram.

I want Reykjavik to fully embrace the intercultural city that it is. I strongly believe that Samfylkingin will work towards that as we have successfully led human rights, equality and welfare initiatives in the city. I want that work to continue.

Alondra Veronica V. Silva Muñoz, markaðsstjóri í hugbúnaðargeira

17


Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík

2022

1. Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri

2. Heiða Björg Hilmisdóttir Formaður velferðaráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar

3. Skúli Helgason Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

4. Sabine Leskopf Formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkur

5. Hjálmar Sveinsson Formaður menningar-, íþróttaog tómstundaráðs Reykjavíkur

6. Guðný Maja Riba Kennari

7. Sara Björg Sigurðardóttir Breiðhyltingur og stjórnsýslufræðingur

8. Birkir Ingibjartsson Arkitekt

9. Ellen Calmon Borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður ÖBÍ

10. Ragna Sigurðardóttir Unglæknir og borgarfulltrúi

11. Helgi Pétursson Formaður Landssambands eldri borgara

12. Aron Leví Beck Myndlistarmaður, málarameistari og byggingarfræðingur

13. Alondra Veronica V. Silva Muñoz Markaðsstjóri

14. Pétur Marteinn U. Tómasson Lögfræðingur

15. Ólöf Helga Jakobsdóttir Matreiðslumeistari

16. Stein Olav Romslo Kennari

17. Berglind Eyjólfsdóttir Formaður öldungaráðs Reykjavíkur

18. Þorleifur Örn Gunnarsson Kennari

19. Thomasz Chrapek Tölvunarfræðingur og formaður ProjektPolska.is

20. Elva María Birgisdóttir Forseti Nemendafélags MH

21. Davíð Sól Pálsson Deildarstjóri á leikskóla

22. Valgerður G. Gröndal Bókmenntafræðingur og deildarstjóri á leikskóla

23. Brandur Bryndísarson Karlsson Frumkvöðull og framtíðarfræðingur

24. Aðalheiður Franzdóttir Framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

18


Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík

2022

25. Örn Kaldalóns Magnússon Formaður DM Félags Íslands

26. Hjördís Sveinsdóttir Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

27. Ingiríður Halldórsdóttir Öryrki

28. Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams Veitingamaður og tónlistarstjóri

29. Elísabet Unnur Gísladóttir Háskólanemi

30. Konráð Gylfason Framkvæmdastjóri

31. Frigg Thorlacius Lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun

32. Sigfús Ómar Höskuldsson Rekstrarfræðingur og knattspyrnuþjálfari

33. Ragnhildur Berta Bolladóttir Verkefnastjóri hjá Sjúkraliðafélagi Íslands

34. Rúnar Geirmundsson Framkvæmdastjóri

35. Ingibjörg Grímsdóttir Kjaramálafulltrúi á Eflingu

36. Jódís Bjarnadóttir Sérfræðingur í málefnum flóttafólks

37. Þóroddur Þórarinsson Þroskaþjálfi

38. Inga Auðbjörg Straumland Formaður Siðmenntar og KaosPilot

39. Margrét Pálmadóttir Söngkona

40. Hákon Óli Guðmundsson Rafmagnsverkfræðingur

41. Barbara Kristvinsson Ráðgjafi í málefnum innflytjenda

42. Gísli Víkingsson Sjávarvistfræðingur

43. Björk Vilhelmsdóttir Félagsráðgjafi og fyrrv. borgarfulltrúi

44. Oddný Sturludóttir Menntunarfræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi

45. Jón Gnarr Fyrrverandi borgarstjóri

46. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fyrrverandi borgarstjóri

19


Reykjavík er að verða fallegri og skemmtilegri Já, Reykjavík er á réttri leið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jón Gnarr skipa heiðurssæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þau eru jafnframt það stjórnmálafólk sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar hefur sagt að hann hafi litið mest upp til og lært mest af. Þetta kemur skýrt fram í nýútkominni bók Dags, Nýju Reykjavík. Samfylkingin í Reykjavík fékk Dag til að setjast niður með Ingibjörgu og Jóni og úr því kom þetta skemmtilega viðtal.

20


Hver var innkoma ykkar inn í borgarmálin? Ingibjörg: Það á sér langan aðdraganda sem byrjaði fyrir kosningar 1978 en þá tók ég þátt í tveimur verkefnum sem beindust að þáverandi borgarfulltrúum. Annars vegar safnaði ég undirskriftum til að fjölga leikskólaplássum og hraða uppbyggingu leikskóla – Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir því. Hitt var að gefa út blað sem við kölluðum Vinaminni sem var um hús í Reykjavík sem höfðu verið rifin eða voru í hættu á að vera rifin. Við vorum að berjast fyrir því að þau fengju að standa og lifa. Kvennavinkill og húsverndarvinkill varð því til þess að ég nálgaðist borgarmálin. Við höfðum verið að ganga á milli Heródusar og Pílatusar að standa fyrir umbótum í tengslum við börn. Ekkert hafði gengið. Leikskólamálin voru í algjörum ólestri. Við ákváðum í stað þess að leyfa öllu að halda áfram eins og það var að gera þetta bara sjálfar og bjóða fram. Þannig kem ég inn í þetta. Dagur: Það er bara beinn þráður inn í Reykjavíkurlistann. Ingibjörg: Já, svo kem ég inn sem borgarfulltrúi 1982 og sit eitt og hálft kjörtímabil fyrir Kvennaframboðið – því við vorum með útskiptareglu og buðum fram í hálfum kjörtímabilium. Þannig að ég sagði af mér á miðju kjörtímabili. Svo töldum við ljóst að ef flokkarnir sem voru í minnihluta í borgarstjórn myndu starfa saman, sem Reykjavíkurlistinn, þá gætum við unnið. Og það gerðum við. Jón: Það er rosa mikil della hvernig ég kem inn í þetta og mikill umbrotatími í mínu lífi. Hrunið og fall bankanna var mikill áhrifavaldur á þessum tíma og hafði djúpstæð áhrif á mig. Ég hafði pólitískar skoðanir, sannfæringu og réttlætiskennd

...fyrir mig og mörg af okkur var Kvennaframboðið fyrirmyndin að Besta flokknum.

en hafði aldrei séð mig fyrir mér blandast í pólitík en síðan kemur hrunið. Það hafði ýmis áhrif, bæði persónuleg áhrif og önnur áhrif. Ég var í einhverri vinnu og missti hana, pabbi minn dó og hann var gríðarlega pólitískur maður. Honum fannst svo erfitt að vera að kveðja í öllu þessu havaríi og var mikið að biðja mig um að gera eitthvað. „Þú verður að gera eitthvað í þessu Jón,“ sagði hann – og ég bara: „já já“. Besti flokkurinn verður til sem að hluta til einhver listrænn gjörningur, að hluta til sem hreyfing, en fer svo að taka á sig mynd sem pólitískur flokkur fyrir röð tilviljana. Það var ekki eiginlegur ásetningur minn í upphafi en fyrir mig og mörg af okkur í Besta flokknum þá var fyrirmyndin að Besta flokknum Kvennaframboðið. Við erum öll á unglingsárum þegar þessi miklu hvörf verða í pólítik sem höfðu ekki sést áður. Í æsku minni

voru þetta allt kallar við hringborð sem reyktu vindla, það var pólítík og ofboðslega óspennandi og leiðinlegt. Mér finnst svo gaman að segja frá því að þegar það var ljóst að ég yrði borgarstjóri hringdi ákveðin manneskja í mig hérna frá skrifstofunni, óskaði mér til hamingju og sagði við mig: „Þú verður ekki settur í embætti strax en þér er velkomið að koma og kíkja á skrifstofuna.“ Ég hugsaði: „Ég veit alveg hvernig skrifstofur líta út” og sagði: „Fallega boðið en það er algjör óþarfi sko.“ „Það eru samt allir spenntir að hitta þig,“ sagði þessi aðili þá og ég bara: „Ó, er eitthvað annað fólk á skrifstofunni?“ Ég hélt að þetta væri bara herbergi með síma og málverki af einhverjum kalli. Ég sagði bara: „Já ókei, ég kíki þarna við“ og átta mig þá á því að það vinni fullt af fólki á skrifstofunni. 21


Ég er stoltust af uppbyggingunni í leikskólamálum. Það varð algjör bylting í þeim málum.

Þannig að Besti flokkurinn kemur til af svo mörgum elementum. Þarna er fólk sem er mjög pólitískt og heldur áfram í pólitík eins og Óttarr Proppé og verður ráðherra og síðan er þarna fólk sem kemur með bara til að vera með í einhvers konar fjöri.

Hverju eruð þið stoltust af? Jón Gnarr: Það sem ég fyllist miklu stolti yfir er Orkuveita Reykjavíkur en það er erfitt að útskýra það af því að þetta verður svo tæknilega flókið að útskýra fyrir fólki hver staða OR var og hvað við gerðum. Þær erfiðu ákvarðanir sem við tókum voru margar mjög óvinsælar og ég er mjög stoltur að hafa haft vit og traust og hugrekki og gæfu til að fara þessa leið með OR. Það er það sem fyllir mig mestu stolti og alltaf þegar ég sé fréttir um OR þá finn ég smá stolt og hugsa: „Ég á eitthvað smá í þessu“. 22

Ingibjörg: Ég er stoltust af uppbyggingunni í leikskólamálum. Það varð algjör bylting í þeim málum. Eitthvað sem fólk gleymir kannski því það líta allir á þessa þjónustu sem sjálfsagða en hún var það ekki. Fólk gleymir því að maður þurfti að vera námsmaður eða einstæð móðir til að fá heilsdagspláss í leikskóla, annars fékk maður bara hálfan daginn fyrir barnið. Fólk sem var vinnandi, báðir aðilar að vinna úti, var í stöðugum vandræðum. Ég talaði um druslubílarallí – fólk keyrði í hádeginu til mömmu eða dagmömmu, þetta voru algjörlega óviðunandi aðstæður í þessum málum. Við ákváðum að fara í þetta átak að byggja upp þessa leikskólaþjónustu þannig að öll börn ættu þennan kost. Svo er ég stoltust af hreinsun strandlengjunnar. Leikskólarnir voru eitthvað sem fólk skildi

en hreinsun strandlengjunnar var erfiðara verkefni, fólk skildi það ekki alveg og það þurfti að finna fjármuni í það. Þetta var rosalega stórt og mikið verkefni sem krafðist þess að við settum milljarða í lagnir og pípur. Það þurfti að fjármagna með nýrri skattlagningu sem var kölluð „skítaskatturinn“ af Sjálfstæðismönnum. Það var rosalegur slagur að ná þessu í gegn. Við opnuðum strandlengjuna fyrir borgarbúum því fram að því hafði verið klóak þar, bara klósettpappír í fjöruborðinu. Þannig að þetta eru tvö atriði sem ég er stoltust af – leikskólamál og umhverfismál. Dagur: Þið settuð svo margt á dagskrá. Ég nefni þetta oft sem dæmi – fyrstu tölurnar um kynbundinn launamun í borginni eru frá fyrsta ári þínu sem borgarstjóri og þá mældist hann mjög


hár. Áður hafði hann ekki einu sinni verið mældur. En með því að halda skýrum fókus og grípa til aðgerða er hann er kominn niður í 0,4 prósent. Ingibjörg: Já, algjörlega sammála – við settum þetta á dagskrá. Svo var það fjöldi kvenna í borgarkerfinu. Þegar ég gekk hérna fyrst inn þá voru bara tvær konur í stjórnunarstöðum í borginni auk mín og aðstoðarkonu minnar. Embættismannastéttin var full af köllum í stjórnunarstöðum og allt borgarkerfið. Yfirleitt lögfræðingar. Einsleitur hópur. Ágætir menn en þetta var alltof einsleitur hópur sem stjórnaði borginni. Þetta var viðhorf sem ég er stolt af því að hafa átt þátt í að breyta. Að borgin væri stjórnvald – ég hamraði á því að borgin er ekki stjórnvald heldur þjónustufyrirtæki til að þjónusta fólkið.

Er eitthvað sem þið saknið? Eða finnst þið eiga ógert? Ingibjörg: Það er alltaf eitthvað ógert. Alltaf eru verkefni sem eru óunnin og maður hefði viljað gera öðruvísi. Jón: Ég náði ekki að sprengja brúna yfir Skothúsveginn, segir hann, horfir út yfir Tjörnina og hlær. Ég reyndi með ísbjörninn, það gekk ekki. Ég var fljótur að átta mig á því. En það sem ég sakna mest… Gjarnan tengir fólk við að sakna valdsins sem maður hafði en það er stórlega ofmetið. Oft þegar ég keyri hérna framhjá þá sakna ég fólksins sem ég vann með og andlitanna sem ég sá. Þú ert að vinna svo djúpt á málum, oft að ná miklum tengslum við fólk en svo allt í einu er það búið. Ég verð alltaf rosa glaður þegar ég hitti fólkið sem ég hef verið að vinna með í borginni – það eru eiginlega bara góðar minningar um það. Ingibjörg: Það er farið að fenna aðeins yfir sporin en það eru 20 ár síðan ég gekk hér út.

Það sem ég sakna er þessi aðgangur sem maður hafði í gegnum borgarmálin að mismunandi hópum. Maður fékk svo mikla þekkingu og innsýn inn í heim sem maður var ekki partur af sjálfur. Eins og íþróttahreyfingin – ég hafði ekkert verið partur af henni en allt í einu áttaði maður sig á því hvernig hún vinnur og hugsar. Sem borgarstjóri hefur maður aðgang að alls konar geirum í samfélaginu sem gerir mann svo miklu ríkari eftir að hafa fengið að kynnast hugsanaganginum og hvað fólk er að gera. Mér fannst það rosalega mikilvægt. Þetta fær maður bara í gegnum borgarmálin, ekki landsmálin. Það er alveg tvennt ólíkt.

Hvernig finnst ykkur Reykjavík hafa þróast sem borg? Ingibjörg: Reykjavík er að verða fallegri og skemmtilegri. Þegar ég hugsa um Reykjavík æsku minnar og Reykjavík unglingsáranna, þá er þetta allt annað samfélag í dag, allt annar heimur. Það er margt mjög jákvætt í þróun borgarinnar og mér finnst það mjög gaman. Þetta er svo frjótt og ríkt menningarlíf, borið saman við aðrar borgir sem ég hef búið í. Og það sem skiptir öllu máli er þjónusta við fólkið, hún er númer eitt, tvö og þrjú. Ef sú þjónusta er í lagi þá dregur það að sér fólk. Jón: Mér finnst Reykjavík vera á réttri leið og er mjög sáttur við hana sem borg og að búa í. Mér finnst hún vera borg tækifæra – það eru mörg tækifæri í henni og margt gott og margt sem má bæta og gera ennþá betur og ég er fullviss um að það verður framhaldið. Reykjavík í dag er miklu betri borg en sú Reykjavík sem ég fæddist inn í – að öllu leyti.

börnin sín inn á leikskóla. Þá voru líka að bætast við frístundaheimili, heitur matur í hádeginu, klúbbastarf fyrir 10 til 12 ára – þessar hægfara breytingar sem hlaðast upp í umhverfi barna eru ekkert annað en bylting. Örfáum árum áður hafði Vigdís Finnbogadóttir verið eini stjórnmálamaðurinn sem mátti tala um börn því að börn voru ekki í pólitík – en það er ljóst núna að málefni barna og umhverfi þeirra stýrist svo sannarlega af pólitík. Ingibjörg: Svo er annar stór munur á að nú er hægt að fara hjólandi um borgina. Fólk hugsar ekki að fyrir kannski tíu árum þá var ekkert hægt að hjóla í Reykjavík. Það var talið að þetta væri bara fyrir sérvitringa af því að það væri svo kalt, svo hvasst og svo vont veður. Jón: Ég bjó upp í Grafarvogi en vann á Flókagötu og hjólaði þarna mikið á milli, meira að segja á veturna. Á Höfðabakkanum hjólaði maður bara í umferðinni og stærsta ógnin þar var ekki færðin heldur bílaumferðin. Það er náttúrulega orðin bylting að það sé hægt að komast á milli staða öðruvísi en á bíl. Ingibjörg: Mikil gæði í því fólgin. Jón: Ég sé svo mikinn mun á því í Reykjavík og í öðrum bæjarfélögum. Dagur: Ef Reykjavík gerir þetta þá gerist það annars staðar. Ingibjörg: Reykjavík setur tóninn fyrir önnur sveitarfélög.

Dagur: Ég nefni það stundum að þegar ég er að byrja þá er þetta stóra átak í leikskólamálum komið á þann stað að hjónafólk er komið með 23


24