Page 1

xdreykjanes.is

Veljum Árna Sigfússon – sterkan leiðtoga til forystu

Árni Sigfússon er einn reynslumesti bæjarstjóri landsins. Á undanförnum árum hafa margar jákvæðar breytingar átt sér stað hér í Reykjanesbæ, t.d. á sviði umhverfis- skipulagsmála og með breyttum áherslum í menntamálum eru nemendur okkar nú í fremstu röð. Árni hefur leitt þessar breytingar í samfélagi sem er í sífelldri þróun. Atvinnumálin eru í forgrunni og nú sem aldrei fyrr er þörf á sterkum leiðtoga sem við treystum til að klára málin og koma atvinnulífinu í höfn.

Tryggjum okkur sterka forystu og setjum X við D á laugardaginn.

Kosningakaffi

Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins verður haldið í Stapa frá kl. 14.00 á kjördag, laugardaginn 31. maí. Allir hjartanlega velkomnir.

Akstur á kjörstað

Boðið verður upp á akstur á kjörstað sem má panta í síma 848-2424.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ

Vinnum áfram

Xd leidtogi