Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi 2022-2026

Page 1

Stefnuskrá

Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi 2022-2026

Framtíðarsýn

Kosið verður til sveitarstjórna þann 14. maí næstkomandi. Hér

kynnir

Sjálfstæðisflokkurinn

í

Norðurþingi

helstu

stefnumál framboðsins. Þau eru bæði umfangsmikil og metnaðarfull. Framboð

Sjálfstæðisflokksins

hefur

verið

í

forystu

í

sveitarfstjórn um árabil. Margt hefur áunnist á þeim tíma

en ávallt má þó gera betur. Fjöldi stórra verkefna er í farvatninu sem brýnt er að halda utan um af festu til að framkvæmd þeirra verði farsæl. Framtíðin er björt í

Norðurþingi. Sveitarfélagið er vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem eru framundan og munu fylgja

eflingu atvinnulífs og fjölgun íbúa samhliða því. Við vonum að íbúar Norðurþings treysti okkur til góðra verka.

Á komandi kjörtímabili viljum við leggja áherslu á

jákvæðni, virðingu og samstarf, hvort heldur sem er í

samstarfi innan sveitarstjórnar, við nágrannasveitarfélög okkar eða úti í samfélaginu þar sem við öll höfum marga ólíka hatta.

Við viljum að þegar kastljósi heimsins er beint að íbúum og samfélaginu í Norðurþingi, sjái heimurinn okkur líkt og þegar "My hometown" ómaði á Oscarsverðlaunahátíðinni

af hafnarsvæðinu á Húsavík fyrir um ári síðan sem það kraftmikla og samheldna samfélag sem hér er, hvar við

öll leggjumst á eitt við að gera það besta fyrir Norðurþing og okkur öll.

#XDNORDUR

Okkar skilaboð Við þökkum íbúum í Norðurþingi sem veittu sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins brautargengi í kosningum 2018. Við teljum að við höfum komið því til leiðar sem við ætluðum okkur og sýnt að við vorum traustsins verð. Við óskum á ný eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum, reynslunni ríkar og sameinuð í öflugri liðsheild.


Samstarf

#XDNORDUR

Gott skipulag - Aukin lífsgæði

Sterkt atvinnulíf - öflugt samfélag

aðalskipulags fyrir sveitarfélagið, þar sem

iðngarða á Bakka til samræmis við þær tillögur

Það er forgangsatriði að lokið verði við gerð nýs aðalskipulag er undirstaða hvers samfélags. Í skipulagsvinnunni viljum við tryggja aðkomu íbúa með íbúafundum.

Við viljum bjóða hagstæðustu gatnagerðargjöld sveitarfélaga af áþekkri stærð og Norðurþing til að örva nauðsynlega uppbyggingu

íbúðarhúsnæðis. Samhliða viljum við tryggja nægilegt framboð lóða fyrir íbúðarhúsnæði víðsvegar innan sveitarfélagsins.

Áfram verði tilteknar íbúðalóðir við uppbyggðar

götur í sveitarfélaginu boðnar á afsláttarkjörum, gegn skilyrtum byggingartíma.

Skipulagðar verði lóðir á uppbyggðum svæðum

þar sem kostur er til að hámarka nýtingu á þeim innviðum sem hafa þegar verið byggðir upp. Þegar tækifæri gefast verði eignir sem

sveitarfélagið hefur ekki not fyrir seldar,

Aukin áhersla verði lögð á viðhald eigna sem sveitarfélagið á.

við teljum mikilvægt að horfa jákvæðum augum til þess hvort og hvar vindmyllugarðar gætu

rúmast innan sveitarfélagsins, að því gefnu að

slík uppbygging efli sveitarfélagið með beinum hætti.

Unnið verði að uppbyggingu og þróun grænna sem birst hafa í samstarfi Norðurþings við Landsvirkjun, Íslandsstofu og ráðuneyti

umhverfis, orku og loftslags. Markmið okkar er að orka í Þingeyjarsýslum verði nýtt á grunni sjálfbærni hér á svæðinu með tilheyrandi fjölgun starfa og fjölbreyttum atvinnutækifærum.

Tryggt verði að nægjanlegt framboð af lóðum fyrir fjölþætta atvinnustarfsemi og búnir til skipulagslegir hvatar til að byggja upp

iðnaðarsvæði og létta á svæðum sem betur færi að nýta til þjónustu eða íbúðarbyggðar. Stutt verði við nýsköpun á svæðinu meðal

annars með stuðningi við FabLab Húsavík og Hraðið.

Við munum beita okkur fyrir heilsársþjónustu Dettifossvegar.

Haldið verði áfram góðu samstarfi við aðila atvinnulífsins og stéttarfélög á svæðinu um rétta lögheimilisskráningu nýrra íbúa í

sveitarfélaginu til að tryggja að útsvarstekjur sveitarfélagsins skili sér frá starfsfólki sem sannarlega starfar í sveitarfélaginu.

Áfram verði tryggðar staðbundnar bjargir til

atvinnuþróunar m.a. með því að halda áfram með störf atvinnufulltrúa á Kópaskeri og Raufarhöfn.

Störf á vegum Norðurþings verði auglýst

óstaðbundin innan sveitarfélagsins eftir eðli og tilgangi starfa.

Áfram verði sótt um byggðakvóta til sveitarfélagsins.

Samráð verði haft við Húsavíkurstofu og

Norðurhjara um uppbyggingu innviða sem mikilvægir eru fyrir ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.


Forysta Það skiptir máli hverjir stjórna

Við munum áfram sýna ábyrgð í rektsri með því að vanda alla umgjörð við gerð

fjárhagsáætlana og sinna reglubundnu eftirliti um framfylgd þeirra.

Við ætlum að finna skynsamlegar leiðir til að

lækka álögur á íbúa og fyrirtæki meðal annars með áframhaldandi lækkun á

álagningaprósentu fasteignaskatts.

Við teljum mikilvægt að einfalda og stytta

boðleiðir í stjórnsýslunni og munum beita okkur til að Norðurþing verði í fararbroddi

sveitarfélaga hvað varðar stafræna stjórnsýslu við lok kjörtímabils. Stafrænt umhverfi er

mikilvægt verkfæri til að ná markmiðum um

bætt aðgengi að stjórnsýslu Norðurþings og

þjónustu við íbúa. Stafræn stjórnsýsla getur á

mörgum sviðum lækkað kostnað við að sækja og veita þjónustuna og aukið gæði hennar. Við munum tryggja fagleg vinnubrögð við innkaup sveitarfélagsins t.d. með því að sveitarfélagið verði áfram aðili að

rammasamningi ríkiskaupa en mikilvægt er þó að endurskoða aðild að einstökum hlutum

rammasamnings við endurnýjum þeirra m.t.t. smæðar markaðarins.

Við ætlum að efla upplýsingaflæði frá stjórnsýslunni meðal annars með

aðgengilegum upplýsingum til íbúa um

raunkostnað þeirrar þjónustu sem verið er að

veita, svo sem raunkostnað við leikskólavist og sorphirðu.

Áfram munum við styrkja grunn hverfisráða og gæta samráðs við þau um málefni er snúa sérstaklega að þeirra nærumhverfi.

Við munum leggja okkur fram um að styrkja

pólitískt samtal og samstarf sveitarfélaga innan héraðs á grunni héraðsnefndar og í samstarfi

sveitarfélaganna um veitingu velferðarþjónustu.

#XDNORDUR

Öruggar hafnir - öruggur rekstur

Við viljum að hver atvnnustarfsemi fyrir sig, sem staðsett er á hafnarsvæðum Norðurþings, hafi tækifæri til að vaxa og dafna og því viljum við

ráðast í formlega stefnumótun um starfsemi og aðbúnað hafnanna.

Vinna þarf áætlun með siglingasviði Vegagerðarinnar sem leiðir til minni

rekstrarlegra erfiðleika sökum hreyfinga og strauma í Húsavíkurhöfn.

Ráðist verði í lagfæringar á yfirborði gatna og geymslusvæða á hafnarsvæðinu á Húsavík. Hafin verði endurnýjun flotbryggja í höfnum Norðurþings.

Tryggðar verði aðstæður til að nýta betur þá þjónustu sem höfnin hefur upp á að bjóða. Tryggt verði að gjaldskrá hafnanna sé samkeppnishæf við aðrar hafnir.

Hafnarsvæðin verði áfram lífæð atvinnulífs í

sveitarfélaginu og grunnþjónustan tryggð við notendur hafnanna.

Áframhaldandi uppbygging hafna Norðurþings taki mið af umsvifum hverrar hafnar fyrir sig og

uppbygging aðstöðu fyrir starfsemina á Húsavík verði tryggð.


Virðing Forgangsröðum í þágu íbúa

#XDNORDUR

Grunnur að velferðar til framtíðar

Við viljum tryggja faglega og jákvæða upplifun

Frístundastyrkur barna verði hækkaður í 30.000

okkur fram um að úrræði félagsþjónustunnar

þáttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.

íbúa af velferðarþjónustu Norðurþings og leggja gagnist með þeim hætti að allir íbúar geti tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum eigin

forsendum, séu styrktir til sjálfshjálpar og geti búið sem lengst í heimahúsi.

Búsetuöryggi aldraðra í Þingeyjarsýslum verði aukið m.a. með fjölgun búseturéttaríbúða og

stuðningur Norðurþings við uppbyggingu slíkra íbúða eða annarra leiða til fjölbreyttari

búsetukosta verði efldur á kjörtímabilinu.

Aðgengi fólks með fötlun um bæinn og að

lykilstofnunum sveitarfélagsins verði bætt með því að leggja fram heildstæða, tímasetta

framkvæmdaáætlun um úrbætur og að hún verði komin vel af stað um mitt kjörtímabil.

Fjármögnun og framgangur á uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis verði tryggður og mótuð verði stefna um nýtt hlutverk húsnæðis

Dvalarheimilisins Hvamms á Húsavík í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

Fundnar verða leiðir til að bjóða upp á

kr. á kjörtímabilinu til að jafna tækifæri þeirra til Áfram unnið að uppbyggingu skíðasvæðis á Reyðarárhnjúk til samræmis við hönnun á

svæðinu sem er í gangi. Tryggja þarf húsnæði undir vélar á svæðinu.

Áfram verði stutt við starfsemi íþróttafélaga innan sveitarfélagsins.

Á kjörtímabilinu verði lokið við betrumbætur á leikvöllum sveitarfélagsins með það til

hliðsjónar að þeir verði betur tækjum búnir en þeim að sama skapi fækkað.

Hafin verði að nýju þarfagreining fyrir íþrótta-

og tómstundaaðstöðu í sveitarfélaginu og sett fram stefna og aðgerðaáætlun um

uppbyggingu á íþrótta- og tómstundaaðstöðu til framtíðar.

Skipuð verður afmælisnefnd vegna 100 ára afmælis Völsungs 12. apríl 2027, sem mun

safna saman hugmyndum, útfæra og gera

tillögu að afmælisgjöf Norðurþings til félagsins.

félagsstarf fyrir fullorðið fólk frá 18 ára aldri. Virk þátttaka í félagsstarfi lífgar upp á daginn og stuðlar að betri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu.

Við ætlum áfram að styðja við öflugt starf félaga eldri borgara í sveitarfélaginu.

Tryggður verði nýr samstarfssamningur

þingeyskra sveitarfélaga svo Norðurþing geti

áfram leitt velferðarþjónustu á sviði félags- og skólaþjónustu með kröftugum hætti á grunni hinna nýju farsældarlaga sem tryggja eiga

farsæld barna. Nýr samstarfssamningur tryggi að Norðurþing verði leiðandi í að skapa

XDNORDUR

líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum,

www.facebook.com/xd.nordurthing

aðstæður sem færa börnum skilyrði til að ná siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Unnið verði að undirbúningi fleiri sértækra búseturúrræða fyrir fatlaða.

Þú finnur okkur á samfélagsmiðlum


Reynsla

#XDNORDUR

Menning er mikilvæg

Mennt er máttur

samfélagið með kröftugu starfi

verði eflt enn frekar og unnið að góðri

viðbótar við það góða starf sem þegar er unnið

íþróttafélaga um samfellt skóla-, íþrótta-,

Mikilvægt er að styrkja tengsl nýrra íbúa við

Samstarf allra skólastiga innan sveitarfélagsins

fjölmenningarfulltrúa Norðurþings. Við viljum til

samvinnu milli skólastiga, æskulýðs- og

koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í

tónlistar- og tómstundastarf til samræmis við

samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaog félagasamtaka.

Stutt verður við framgang uppbyggingar Heimskaustsgerðisins.

VIð viljum tryggja að áfram verði haldnar

bæjarhátíðir svo sem Mærudagar, Hrúta- og menningardagar og Sólstöðuhátiðin og að dagskrá slíkra hátíða verði fjölskyldumiðuð umfram allt.

Við viljum leggja áherslu á að þátttaka og leikur barna tengdur árlegum viðburðum líkt og

bæjarhátíðum, 17. júní og tendrun jólatrjáa sé

ekki fjárhagslega íþyngjandi fyrir fjölskyldufólk. Unnið verður markvisst að því að fá meira líf í menningarhúsnæði sveitarfélagsins.

Áfram verði stutt við Leikfélag Húsavíkur og það öfluga starf sem þarf fer fram.

niðurstöður úr skýrslu KPMG ásamt því að

samstarf skóla og atvinnulífs verði styrkt t.d. í gegnum FabLab og Hraðið.

Við munum útfæra mismunandi útfærslur á

sumarlokunum leikskólanna og taka ákvörðun sem leið til fjölbreyttari lausna til

samverustunda fjölskyldufólks yfir sumartímann.

Áfram verður unnið með það viðmið að öllum

börnum sem hafa náð eins árs aldri verði boðin vistun á leikskólum.

Faglegri hönnun skólalóðar Borgarhólsskóla verði lokið og skipuleg uppbygging hennar tímasett og hafin.

Unnið verði að uppbyggingu skólalóðarinnar í Lundi til samræmis við fjölgun nemenda.

Komið verður til móts við þarfir nemenda með fjölbreyttum starfsháttum og góðri

sérfræðiþjónustu þar sem áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun á vegum Keldunnar.

Við ætlum að búa starfsfólki og nemendum skólanna góð vinnuskilyrði með bættum aðbúnaði.

Við ætlum að koma á systkinaafslætti í gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið vinni náið með

Framhaldsskólanum á Húsavík að eflingu skólans.

Við viljum standa vörð um tónlistarnám barna og unglinga í Norðurþingi með það að markmiði að enn fleiri leggi stund á

tónlistarnám í eldri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla.

Nýbygging sem mun hýsa frístund og

félagsstarf verði tekin í notkun eigi síðar en 2024.


Jákvæðni

#XDNORDUR

Umhverfið er okkar allra Okkar vilji er að kanna til hlýtar hvort hagkvæm staðsetning finnist í landi sveitarfélagsins fyrir

uppsetningu vindmylla, gefið að slík uppbygging hafi bein jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins og atvinnulíf á svæðinu.

Vinnu við umhverfisstefnu sem hófst á kjörtímabilinu verði lokið og sett fram

aðgerðaáætlun til samræmis við áherslur stefnunnar.

Haldið verði áfram breytingum á götulýsingu yfir í LED sem miðar að minni orkunotkun, minna viðhaldi og þar með lægri kostnaði.

Lagður verður nýr stígur með lýsingu út á iðnaðarsvæðið á Bakka.

Göngu- og hjólastígur að Víðimóum verði byggður upp.

Árangur áfram Vissir þú að...

Heildartekjur sveitarfélagsins á árinu 021 námu 5,6 milljörðum króna.

Heildarskuldir og skuldbindingar Norðurþings nema alls 7,2 milljörðum króna.

Norðurþing skilar 79 milljón kr. afgangi á

samstæðureikningi sveitarfélagsins árið 2021. Veltufé frá rekstri er 818 milljón kr.

Fjárfestingar hljóðuðu uppá 285 milljón kr.

Engin ný langtímalán voru tekin á síðasta ári.

Langtímaskuldir við lánastofnanir lækkuðu um 161 milljónir kr. milli áranna 2020 og 2021.

Skuldahlutfall A og B hluta lækkaði úr 90% í 77%. Handbært fé í lok árs var 927 milljón kr.

Aðalsjóður (málaflokkarekstur sveitarfélagsins)

skilaði 221 milljón kr. afgangi, en áætlaði að skila

Kosningaskrifstofa

163 milljón kr. í afgang.

Sjálfstæðisfélögin í Norðurþingi eru með

þjónustumiðstöð) skilaði 46 milljón kr. í afgang,

kosningaskrifstofu að Hafnarstétt 25, Húsavík. Gengið inn frá Garðarsbraut.

A-hluti (aðalsjóður, eignasjóður og

en áætlaði að skila 36 milljón kr. í afgang.

Hafnarsjóður skilaði 74 milljón kr. halla, en gert var ráð fyrir 86 milljón kr. halla.

Orkuveita Húsavíkur skilaði 72 milljón kr. afgangi, Félagslegar íbúðir skiluðu 6 milljón kr. afgangi, en áætlaðar voru 15 milljón kr. í afgang.

Leigufélag Hvamms ehf. skilaði 30 milljón kr. afgangi, en áætlað var að félagið skilaði 5 milljón kr. halla.


Framtíð

1. Hafrún Olgeirsdóttir lögfræðingur

#XDNORDUR

3. Kristinn Jóhann Lund húsasmiður

2. Helena Eydís Ingólfsdóttir verkefnastjóri

6. Arna Ýr Arnarsdóttir 7. Þorsteinn Snævar Benediktsson fjármála- og skrifstofustjóri bruggmeistari

4. Kristján Friðrik Sigurðsson fiskeldisfræðingur

5. Birna Ásgeirsdóttir skrifstofumaður

8. Sigríður Þorvaldsdóttir héraðsfulltrúi

9. Hilmar Kári Þráinsson bóndi

ÞAÐ BESTA FYRIR

NORÐURÞING

10. Sigurgeir Höskuldsson matvælafræðingur

11. Kristín Þormar Pálsdóttir verkakona

14. Steinþór Friðriksson 15. Karolína Kristín Gunnlaugsd. bóndi vIðskiptafræðingur

12. Ívar Sigþórsson verkamaður

16. Bjarki Breiðfjörð teymisstjóri

17. Jóhanna S. Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur

13. Ásta Hermannsdóttir næringarfræðingur

18. Reynir Jónasson fyrrverandi kaupmaður


Það besta

#XDNORDUR

ÞAÐ BESTA FYRIR

NORÐURÞING