VOGAR KOP 1 TBL DESEMBER 2020 280x420 HIRES

Page 1

3

4

6

Margrét Friðriksdóttir: Ármann Kr. Ólafsson:

Ávarp bæjarstjóra

B L A Ð

17

Baðlónið á Kársnesi:

Stór verkefni fram­ undan í Kópavogi

Stærra verk­efni en margir gera sér grein fyrir

S JÁ L F S TÆ Ð I S M A N N A

Í

KÓ PAV O G I

Andrea Rán:

Tekur margt jákvætt frá 2020

1. tbl. 70. árg.

Desember 2020

Gleðileg jól

VOGAR ÓSKA LESENDUM SÍNUM GLEÐILEGRA JÓL A, ÁRS OG FRIÐAR


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

2

- D ES EM BER 2020 | BL S.

3

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar

Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára Ábyrgðarmaður: Andri Steinn Hilmarsson Umsjón með útgáfu og auglýsingasöfnun: Andri Steinn Hilmarsson Ritstjóri: Andri Steinn Hilmarsson Prentun: Landsprent Dreifing: Póstdreifing. Upplag: 13.000 eintök

Traustur grunnur er ekki sjálfsagður Enginn er fullkomlega undir það búinn að takast á við heimsfaraldur á borð við kórónuveiruna. En að vera búinn undir áföll er mikilvægt og þar skiptir mestu að grunnurinn sé traustur. Hjá Kópavogsbæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur svigrúmið sem skapaðist á uppsveifluárunum í íslensku hagkerfi árin eftir hrun verið nýtt til þess að greiða niður skuldir, losa um óhagstæð lán og lækka þannig vaxtabyrði sveitarfélagsins. Á vettvangi ríkisfjármálanna bar okkur einnig gæfa til þess að greiða niður skuldir. Þegar skuldir ríkissjóðs voru mestar voru þær 1.501 milljarðar króna árið 2012 en í byrjun þessa árs voru þær 913 milljarðar, en það er 39% lækkun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í öllum ríkisstjórnum frá 2013 og lagt ríka áherslu á að svigrúm sem t.d. skapaðist við afnám gjaldeyrishafta yrði nýtt til niðurgreiðslu skulda, þrátt fyrir kröfur vinstrimanna um að nýta hluta þess sem ríkið fékk í sinn hlut í samningum við erlendu kröfuhafana um aukningu útgjalda í hina ýmsu málaflokka. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa reynt að gera lítið úr þessum árangri í ríkisfjármálunum, og vísað til uppsveiflu í hagkerfinu máli sínu til stuðnings. Því fer fjarri að árangur líkt og sá sem hefur náðst í ríkisfjármálunum sé sjálfsagður enda skiptir máli hvernig haldið er á málum pólitískt eins og kristallast í samanburðinum á skuldastöðu Reykjavíkur og Kópavogs hér til hliðar. Fjárlaganefnd Alþingis gerir ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs á næsta ári verði neikvæð um 320 milljarða króna, eða sem nemur 10,4% af vergri landsframleiðslu. Ljóst er að þennan tímabundna hallarekstur þarf að greiða til baka á næstu árum og áratugum, og er verið að senda reikninginn á skattgreiðendur framtíðarinnar. Leiðarahöfundur telur þó viðbragð íslenskra stjórnvalda við efnahagsáfallinu til fyrirmyndar. Strax í vor kynntu stjórnvöld vel útfærðar lausnir til þess að bregðast við þessum tímabundnu erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu. Verulega var aukið í fjárfestingar- og uppbyggingarverkefni vegna veirufaraldursins.

Áhersla á hátt fram­kvæmda­ stig og grunnþjónustuna Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var samþykkt á fundi bæjar­stjórnar í síðustu viku og unnin í samstarfi allra flokka. Áætlunin gerir ráð fyrir 627 milljóna króna hallarekstri samstæðu bæjarins á næsta ári. Megin­skýring halla­rekstursins eru áhrif veiru­faraldursins, en

útsvars­t ekjur Kópavogs­b æjar dragast saman á sama tíma og útgjöld aukast sökum atvinnuleysis. Í fjárhagsáætluninni er áhersla á að verja grunnþjónustu bæjarins og draga ekki úr þjónustustigi, auk þess sem útgjöld verða aukin til velferðarþjónustu, eða

Skuldir Kópa­vogsbúa lækkuðu um 75 þúsund á mann en jukust um 294 þúsund á hvern borgarbúa Á árunum 2014 til 2020 hafa skuldir Reykjavíkurborgar í A-hluta aukist um 65% á hvern íbúa en í Kópavogi um 3% á íbúa, og skuldir samstæðu Reykjavíkurborgar, þ.e. A- og B-hluta, vaxið um 12% á íbúa sama tímabili, en lækkað um 6% á hvern íbúa í Kópavogi á sama tíma. Með öðrum orðum – skuldir Reykjavíkurborgar á hvern borgarbúa hafa vaxið tvöfalt meira en skuldir Kópavogsbæjar á hvern bæjarbúa hafa lækkað. Í krónum talið hafa skuldir á hvern borgarbúa vaxið um 294 þúsund krónur á árunum 2014 til 2020 en

lækkað um 75 þúsund krónur á hvern íbúa Kópavogsbæjar.

Skuldaukning á hvern borgarbúa 6,7 föld á við Kópavog 2014-2024.

Skuldir samstæðu Reykjavíkur­ borgar vaxa 6,7 sinnum meira á hvern borgarbúa miðað við skulda­ aukningu samstæðu Kópa­vogs­bæjar á hvern íbúa bæjarins á árunum 2014 til 2024. Útreikningarnir byggja á fjárhag beggja sveitarfélaga árin 2014 til 2019 og áætlunum 2020 til 2024 en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og

Skuldaaukning á íbúa 2014-2024 185%

Kosið verður til Alþingis í september á næsta ári. Aukin framleiðni hagkerfisins er forsenda þess að lífskjör verði áfram meðal þeirra bestu sem þekkjast. Fjárfesting hins opinbera í innviðum, menntun, nýsköpun og rannsóknum hefur þar mikil áhrif, en mestu skiptir að atvinnulífið taki við sér með kröftugum hætti um leið og heimsfaraldurinn gengur yfir. 42%

Nú rekur hver jákvæða fréttin aðra af bólusetningum við kórónuveirunni um heim allan. Bretland er þegar komið á fullt með bólusetningar og er dreifing á bóluefni hafin í fjölda ríkja. Fyrsta bóluefnið kemur til Íslands um áramót og bíður sveitarfélaganna verðugt verkefni við útfærslu bólusetninganna. Það skiptir miklu máli fyrir Ísland að vel takist til í þessum efnum, enda gera hagspár ráð fyrir að efnahagsbatinn verði einkum drifinn áfram af vexti í útfluttri ferðaþjónustu og einkaneyslu, til viðbótar við atvinnuvegafjárfestingu eftir áfall yfirstandandi árs. Sú ríkisstjórn sem tekur til starfa í haust og situr til 2025 þarf að vera ríkisstjórn framkvæmda. Ríkisstjórn sem lækkar álögur á fólk og fyrirtæki og örvar hagkerfið með því að skapa réttar aðstæður og hvata fyrir verðmætasköpun sem rennir styrkum stoðum undir samkeppnishæft þjóðfélag. Sjálfstæðisflokkurinn er augljós valkostur þegar horft er fram veginn. Í Kópavogi ganga hlutirnir vel og sótt er fram á ýmsum sviðum. Á Kársnesi rís nýtt baðlón sem mun verða mikið aðdráttarafl fyrir íslenska sem og erlenda ferðamenn, hjúkrunarrýmum verður fjölgað í Boðaþingi, framkvæmdir nýs grunn- og leikskóla eru að hefjast á Kársnesi, Fossvogsbrú verður brátt að veruleika, Hamraborg tekur stakkaskiptum, framkvæmdir við Arnarnesveg eru að hefjast og áfram mætti lengi telja. Það eru spennandi tímar framundan í Kópavogi. Vogar þakka Kópavogsbúum fyrir árið sem er að líða og óska lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

um 16%. Þá mun bærinn leggja áherslu á hátt framkvæmdastig. Fjárfest verður fyrir 3,9 milljarða króna á næsta ári og er stærsti útgjaldaliðurinn bygging nýs húsnæðis Kársnesskóla sem mun hýsa leikskóla og yngri deildir grunnskólans.

26% RVK A

KÓP A

12% RVK A+B

KÓP A+B

formaður borgarráðs, hvatti oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykja­vík til þess að líta sér nær í gagnrýni sinni á skuldasöfnun borgarinnar, og vísaði þá til ná­granna­sveitar­ félaga Reykjavíkur þar sem Sjálf­ stæðis­flokkurinn er alls staðar í meirihluta. Ef aðeins er miðað við A-hluta sveitar­félaganna aukast skuldir Reykjavíkurborgar 3,7 falt á hvern íbúa m.v. sömu útreikninga í Kópavogi, en A-hlutinn, sveitar­ sjóður, er aðal­sjóður sveitarfélags og er fjár­magnaður að hluta eða öllu leyti fyrir skatttekjur. Kópavogur og Reykjavík verða fyrir miklum fjárhagslegum áhrifum af völdum kórónu­veiru­ faraldursins eins og önnur sveitar­ félög á landinu, eins og kemur skýrt fram í fjárhags­áætlunum næstu ára. Sveitar­félögin verða bæði fyrir miklu tekjufalli miðað við áætlanir og útgjalda­aukningu vegna efna­ hags­áfallsins af völdum veiru­ faraldursins. Áætlanir Kópavogs­ bæjar gera ráð fyrir að skuldir sam­stæðunnar eigi eftir að vaxa um 18,65% á hvern íbúa frá 2020 til 2024 en hjá Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir að vöxtur skulda samstæðunnar á hvern íbúa verði 26,2%.

Það er þó ekki fyrr en ári síðar, eða 1951 að fyrsta tölusetta útgáfa Voga kom út, og er því eiginlegt afmælisár Voga ekki fyrr en á næsta ári enda segir í 1. tölublaði Voga sem er dagsett í desember 1951: „Í dag hefur göngu sína blaðið Vogar, blað sjálfstæðismanna í Kópavogshreppi.“

Voru því Vogar sem komu út 1950 áróðursblað fyrir kosningarnar framundan og í ávarpsorðum sagði m.a.: „Okkur sjálf­stæðis­mönnum þótti rétt að gefa þetta blað út. Til­ gangurinn er, meðal annars, að skýra línurnar og hnekkja á ádeilum þeim, sem komið hafa frá að­standendum A- og C-listanna í Tímanum, Þjóð­ viljanum, Alþýðu­blaðinu og Keili.“ Meðal stefnumála Sjálfstæðis­ flokksins sem birt voru í blaðinu voru að strax yrði komið á ferðum strætis­vagna og uppsetning bið­ skýla, stofnun sparisjóðs, heil­brigð skipu­lagning lóða í hreppnum, undir­búningur og lagning hol­ræsa­ kerfis, að stuðla að stofnun og/ eða aðflutningi iðnaðar- og fram­ leiðslu­fyrirtækja í hreppnum, að

Ávarp bæjarstjóra Heimsfaraldur kórónaveiru hefur sett svip sinn á stærstan hlut ársins 2020. Vegna faraldursins hefur árið verið afar óvenjulegt og óhætt að fullyrða að árið hefur fært okkur ýmis verkefni sem við sáum ekki fyrir. Efnahagslegar áskoranir sveitarfélaganna sem hafa fylgt í kjölfar faraldursins eru margvíslegar og þar er Kópavogsbær ekki undanskilinn.

taka mikið af lánum á vaxtakjörum sem helst mætti líkja við okurlán. Má segja að það hafi verið með ólíkindum hvað lánastofnanir leyfðu sér í þeim efnum í ljósi þess að áhættan við að lána bænum var engin eins og komið hefur á daginn. Skýringin á því að menn komust upp með þetta er sú að lánalínur þornuðu upp öfugt við það sem hefur gerst núna. Sem betur fer er bærinn langt kominn með að losa sig undan þessum óhagstæðu lánum sem hefur bætt rekstrarhæfni bæjarins til mikilla muna.

Við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt var nýverið í bæjarstjórn Kópavogs var því nauðsynlegt að rýna í reksturinn og hafa skynsemi að leiðarljósi. Fjárhagsáætlunin 2021 byggir því fyrst og fremst á því að standa vörð um grunnþjónustuna að viðbættu auknu framlagi til velferðarmála.

Traustur rekstur í Kópavogi

Hér er vert að árétta að skuldsetning borgarinnar er enn glórulausari þegar litið er til þess hversu miklu breiðari tekjugrunn Reykjavíkurborg hefur umfram önnur sveitarfélög. Fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði og opinberu húsnæði, tekjur af Orkuveitunni og Reykjavikurhöfn eru ríflega 13 milljörðum króna hærri en ef tekjugrunnurinn væri sá sami og hjá Kópavogsbæ. Þetta myndi þýða að rekstrarafgangur Kópavogs myndi hækka um þrjá og hálfan milljarð króna miðað við sömu forsendur.

Uppbygging framundan

Til lengri tíma litið er sú fjármálastefna sem rekin hefur verið í Kópavogi öllum íbúum til góðs. Þessi stefna þýðir samt alls ekki að það Kópavogsbær sé draga saman seglin. Sem fyrr er lögð áhersla á hátt

Skuldir á íbúa

3.500,00 3.000,00 2.500,00 2.000,00 1.500,00

halda áfram fram­kvæmdum í skóla­málum og að skóla­lóðin yrði gerð sem vistlegust með tilliti til þroska, heilsu og leikja barna.

Loks má þess vænta að spennandi uppbygging á Hamraborgarsvæðinu muni hefjast á næsta ári. Þar er Borgarlínan mikilvæg forsenda en tveir „ásar“ hennar munu liggja í gegnum Hamraborgarsvæðið. Áætlanir miða við að Borgarlínu verði hleypt af stokkunum árið 2024. Þjónusta

Loksins sér fyrir endann á að klára Arnarnesveginn með tengingu við Breiðholtsbraut en þar er um löngu tímabæra og bráðnauðsynlega framkvæmd að ræða. Lúkning Arnarnesvegar mun þýða mikla breytingu til hins betri fyrir íbúða- og atvinnuhúsabyggð í austasta hluta Kópavogs.

Það er semsagt margt spennandi framundan sem gaman verður að fylgja úr hlaði.

1.000,00 500,00 0,00

mun aukast á Hamraborgarsvæðinu með uppbyggingunni og áhersla verður á að gera gott umhverfi fyrir fjölbreytt mannlíf. Þá er Kársnesið skammt undan og þar hefur mjög flott uppbygging átt sér stað sem styrkja mun bæjarfélagið enn frekar.

Í ljósi þessa er verið enn á ný að skoða staðsetningu nýrrar slökkviliðsstöðvar þar sem nú er kominn grundvöllur fyrir því að byggja hana í Hvörfum og mun ég leggja það til. Sú staðsetning yrði alger bylting í þjónustu við efri byggði Kópavogs, en staðreyndin er sú að viðbragðstími slökkviliðsins í efri byggðum er ekki ásættanlegur eins og sakir standa.

4.000,00

Fyrsta útgáfa Voga kom út 29. janúar 1950.

framkvæmdastig og er þar stærsta einstaka verkefnið bygging nýs Kársnesskóla. Þá verða fyrstu skref stigin í uppbyggingu á nýjum hluta Glaðheimahverfis og skipulag við nýtt hverfi í Vatnsendahvarfi verður kynnt, en þar verður lögð áhersla á sérbýli.

að víkja orðum að þessu óvenjulega ári og starfsemi bæjarins.

Tekist á við áskoranir

Það hefur komið í ljós í faraldrinum að Kópavogsbær hefur á að skipa frábæru starfsfólki sem hefur mætt breytingum af jákvæðni og útsjónarsemi. Sem dæmi hefur þurft að laga starfsemi leik- og grunnskóla að fyrirmælum stjórnvalda, oft með mjög stuttum fyrirvara. Þetta hefur gengið afar vel, og eiga foreldrar og börnin í bænum líka mikið hrós skilið.

Sumum borgarfulltrúum er mikið í mun að fegra þá stöðu sem Reykjavík stendur fram fyrir. Þar á bæ er talað um að þeir sem stýra borginni sýni mikið þor. Þetta mikla þor liggur í því að reka Reykjavíkurborg með miklum halla og gífurlegri lántöku sem langan tíma tekur að vinna sig út úr. Fyrir mér er þetta ekki þor heldur glannaskapur. Borgin kallar þetta „græna planið“ en það er óhætt að taka undir með þeim sem kalla þennan glannaskap „skulda planið“.

Við búum svo vel að rekstur Kópavogsbæjar hefur gengið vel undanfarin ár. Má ekki síst þakka því að útgjaldaukning hefur verið hófleg og mikið verið lagt upp úr því að greiða niður vaxtaberandi skuldir. Eftir bankahrunið þurfti Kópavogsbær að

70 ár frá fyrstu útgáfu Voga Í ár eru liðin 70 ár frá fyrstu útgáfu Voga, sem kom út í janúar 1950 fyrir kosningar sem fóru fram 29. janúar það ár. Kosið var bæði til hrepps­nefndar, þar sem Guð­mundur P. Kolka leiddi lista Sjálf­stæðis­flokksins, og til sýslu­nefndar­kosninga þar sem Alþýðu­flokkurinn og Sjálf­ stæðis­flokkurinn buðu saman undir merkjum B-listans.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

En það er líka nauðsynlegt að líta yfir farinn veg og mig langar að lokum til þess 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Áætlun Áætlun Áætlun Áætlun Áætlun 2020 2021 2022 2023 2024 RVK-A

KÓP A

RVK A+B

KÓP A+B

Þá hefur velferðarþjónustan unnið fábært starf við krefjandi kringumstæður. Félags­ miðstöðvar, menningarhús og sundlaugar, allar þessar stofnanir hafa þurft að laga sig að breytingum, og gengið frábærlega. Bæjarstjórn hefur ekki farið varhluta af ástandinu og fundað rafrænt. Við eins og margir aðrir í þjóðfélaginu erum orðin útskrifuð í rafrænum fundum, en mikið verður nú ánægjulegt að hitta fólk á nýjan leik. Ég er stoltur af því hvernig við höfum tekist á það óvænta verkefni sem heimsfaraldurinn er og þakklátur fyrir það hversu mikla jákvæðni og aðlögunarhæfni Íbúar og aðrir sem reiða sig á þjónustu Kópavogsbæjar hafa sýnt að laga sig að breyttri þjónustu bæjarins á óvenjulegum tímum. Það er fagnaðarefni að það eru bjartari tímar framundan, bóluefni væntanlegt snemma árs 2021 og í kjölfarið getum við vænst þess að lífið fari aftur að færast í eðlilegt horf. Ég óska íbúum Kópavogs góðrar aðventu, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


4

Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður menntaráðs

Stór verkefni framundan í Kópavogi

Nýtt ár, nýir straumar. Rafmagnaður Kia Niro.

- uppbygging og áherslur

Þrátt fyrir heimsfaraldur og minnkandi tekjur hjá Kópa­vogsbæ var tekin sú ákvörðun, við samþykkt fjárhags­áætlunar fyrir árið 2021, að halda áfram með þau fjöl­mörgu verkefni sem í undir­búningi hafa verið hjá meiri­hluta Sjálfstæðis­flokks og Framsóknarflokks í bæjar­stjórn. Hér mun ég stikla á stóru um það sem framundan er þó yfirlitið sé langt því frá tæmandi.

Á fundi bæjarstjórnar 10. nóvember s.l. var samþykkt heimild til útboðs í opnu útboði bygging Kársnesskóla við Skólagerði. Skólinn verður glæsileg bygging alls 5750 fm og mun hýsa bæði leikskóla og grunnskóla fyrir börn á aldrinum eins til níu ára. Bygging skólans verður reist með það fyrir augum að hún nýtist á marga vegu og verði „skólinn sem miðja samfélagsins“. Í skólanum á einnig að vera aðstaða fyrir tómstundastarf og tónlistarnám. Áætlað er að skólinn verði byggður úr timbureiningum og gert er ráð fyrir að hann hljóti umhverfisvottun Svansins. Verkefnið er eitt það umfangsmesta sem Kópavogsbær hefur ráðist í og er áætlaður kostnaður rúmir 4 milljarðar kr. Eldri skólabygging hefur verið rifin og hefur hönnun farið fram í nánu samstarfi við m.a. notendur og skólastjórnendur. Meðan framkvæmdir standa yfir hefur Kársnesskóli fengið lausar kennslustofur á Vallagerðisvöll en gert er ráð fyrir að skólinn verði tilbúinn til notkunar haustið 2023.

Fjölgun hjúkrunarrýma

Á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember s.l. samþykkti bæjar­stjórn Kópavogs samning þess efnis að Heilbrigðis­ ráðuneytið og Kópavogsbær standi saman að byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi. Hjúkrunarheimilið verður reist á lóð Kópavogsbæjar við Boðaþing og í byggingunni verða 64 rými. Heimilið verður tengt við þjónustumiðstöð og byggingu með 44 hjúkrunarrýmum sem fyrir eru á lóðinni. Kópavogsbær greiðir 15% af byggingarkostnaði sem áætlaður er um 3 milljarðar kr. Þá leggur Kópavogsbær til lóð að andvirði um 200 milljónir kr. Miðað er við að verklegar framkvæmdir hefjist í ársbyrjun 2022 og að taka megi heimilið í notkun á fyrri hluta árs 2024.

Uppbygging í Hamraborg

Nú liggja fyrir spennandi skipulagstillögur um uppbyggingu miðbæjarins í Hamraborg. Miðbærinn er einstaklega vel staðsettur á höfuðborgarsvæðinu með eina stærstu skiptistöð Strætó í Hamraborg. Gert verður ráð fyrir blandaðri byggð fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í skipulaginu er lögð áhersla á göngugötur og mannlífsás, sem er gata fyrir gangandi og hjólandi, sem mun liggja frá menningarhúsunum að Kópavogsskóla. Svæðið er skilgreint sem þéttingarsvæði, en gert er ráð fyrir allt að 550 misstórum íbúðum og áhersla verður á vistvænar samgöngur og breyttar ferðavenjur fólks. Tillagan hefur verið samþykkt í auglýsingu og kynningu en vinnslutillögur höfðu áður verið kynntar. Löngu var kominn tími á uppbyggingu í Hamraborginni sem nú er stefnt að á næstu misserum.

Reiturinn á milli skóla

Það er ekki aðeins að Hamraborgarsvæðið sé að taka stórkostlegum breytingum heldur nær sú endurnýjun upp að MK. Á milli Menntaskólans í Kópavogi og Kópavogsskóla standa í dag 8 íbúðarhús með 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952-1955. Í samþykktri tillögu í bæjarstjórn 11. nóvember sl. að nýju skipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir að þessi hús víki og að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með bílakjallara og inndreginni þakhæð. Þá er gert ráð fyrir 200fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Álftröð. Búaðst má við að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári.

Glaðheimasvæðið

Þegar hefur risið fallegt hverfi í fyrsta áfanga Glaðheimasvæðis þar sem mannlíf er gott og íbúar ánægðir

með hverfið sitt. Gerð var könnun í ágúst sl. meðal íbúa um upplifun þeirra af hverfinu þar sem fram kom ánægja með nálægð við þjónustu, lýsingu í hverfinu, útlit og skipulag hverfisins svo nokkuð sé nefnt. Næsti áfangi Glaðheimasvæðis er nú í undirbúningi og var skipulag hverfisins samþykkt í bæjarstjórn 27. október sl. Svæðið er um 8,6 ha að flatarmáli og er hugsað fyrir 270 íbúðir, leikskóla og opið svæði auk verslunar og þjónustu. Gert var ráð fyrir 32 hæða turni í jaðri hverfisins sem lækkaður var í 15 hæðir í lokatillögu. Svæðið verður vel tengt nærliggjandi íbúðabyggð og þjónustusvæðum og hefur alla burði til að verða eftirsótt og vinsælt hverfi. Lögð verður áhersla á hönnun, útlit og útfærslur húsa og lóða með lýðheilsu og fagurfræði í huga.

Almenningsbókasafn í efri byggðum

Í fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt að setja 200 milljónir kr. í uppbyggingu almennings- bókasafns í efri byggðum Kópavogs. Bókasafn Kópavogs hefur á undangengnum árum þróast á einstaklega skemmtilegan hátt og er nú orðinn vettvangur fyrir bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér fjölbreyttan safnkost. Það er von okkar að hægt verði að byggja upp sambærilega þjónustu í efri hluta Kópavogs. Af ofangreindu má sjá að verkefnin eru stór og spennandi og þá eru ótalin verkefni eins og geðverndarhús í Hressingarhælinu, uppbygging í Bláfjöllum, brúin yfir Fossvog, seinni hluti Arnarnesvegar, endurgerð skóla- og leikskólalóða, innleiðing Barnasáttmála og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sambýli við Fossvogsbrún, uppbygging á íþróttamannvirkjum, lýðheilsuátak eldri borgara og svo mætti lengi telja.

*Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd.

Kársnesskóli

www.kia.is

7 ára ábyrgð framleiðanda á öllum nýjum Kia bílum

**m.v. 50% innborgun og lán til 96 mán. Vextir 4,15%. Heildargreiðsla láns er 2.575.646 kr. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 5,23%

- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

27 mathús og bar

Opnaði viku fyrir samkomubann

- Vel tekið frá fyrsta degi

Þrátt fyrir að árið 2020 hafi reynst mörgum veitingamönnum erfitt sökum veirufaraldursins ber Hringur Helgason, framkvæmda­stjóri 27 mathús og bar, sig vel en staðurinn opnaði viku fyrir samkomubann í vor, þann 11. mars. „Það er mjög sérstakt að opna veitingahús á þessum tímum en okkur hefur verið mjög

vel tekið frá fyrsta degi,“ segir Hringur sem er einn af mörgum úr fjölskyldunni sem hafa látið hendur standa fram úr ermum til að koma þessu skemmtilega veitingahúsi á legg. Veitingahúsið er rekið af fjölskyldu Hrings og eru allnokkrir fjölskyldumeðlimir sem koma að rekstrinum. Foreldrar hans, þau Helgi Sverrisson og Arndís Þorgeirsdóttir, eiga staðinn og er Helgi yfirkokkur. Hann var áður yfirkokkur á sveitahóteli í Ölvusi. Bróðir hans starfar einnig á veitingahúsinu og mágkona Hrings hannaði markaðsefni og slíkt. Staðurinn hefur hlotið mikið lof fyrir innanhússhönnun frá þeim sem hafa þangað komið.

Við höfðum skoðað ýmsar staðsetningar og húsnæði undir veitingarekstur, en leituðum ekki lengra eftir að við fundum þetta hérna. Það er allt fullkomið við þetta hérna, staðsetningin, rýmið og útsýnið,“ segir hann. Þá eru fjölmenn hverfi allt í kring, efri byggðir Kópavogs, Norðlingaholt, Árbær og Breiðholt. „Stefnan hjá okkur er að þjónusta vel fjölskyldur, vini og hópa og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum,“ segir hann og vísar bæði til aldurs gesta sinna og mataræðis en þau hafa lagt sig fram við að bjóða upp á ríkt úrval rétta fyrir grænkera. „Við fáum til okkar fólk sem kemur langt að til þess að fá góðan grænmetismat,“ segir Hringur. Matseðillinn er ekki bundinn einni tegund matargerðar, en er undir áhrifum

frá Bandaríkjunum og Miðjarðarhafinu að sögn Hrings. „Hryggjarstykkið í eldhúsinu er náttúrulega reykofninn okkar, sem vegur 600 kíló og kemur til landsins frá Tennessee,“ segir Hringur. „Þar kann fólk að grilla og reykja.“ Inn af veitingastaðnum má svo finna litla sælkeraverslun þar sem er að finna ótrúlegt úrval af góðgæti. Má til dæmis nefna þeirra eigin framleiðslu af sósum, hummus, skírðu smjöri, grafinn silung, hreindýrapate, sultað grænmeti og jólaköku. Þá er alltaf eitthvað nýbakað í borðinu og góð espresso-kaffivél, segir Hringur. „Svo má ég til með að nefna að við bjóðum fólki að sækja til okkar mat sem er afgreiddur í gegnum búðina og erum við með sérstakan take away matseðil,“ segir hann.

100% rafmagn, ríkulega búinn og sportlegur. Vertu rafmagnaður með Kia Niro á nýju ári. Niro er einstaklega rúmgóður og vel búinn borgarjepplingur með allt að 455 km akstursdrægi og 80% hleðslu á 42 mínútum. Niro er fáanlegur sem 100% rafbíll, Plug-in Hybrid og Hybrid og við eigum eintök af öllum gerðum til afhendingar. Einnig fylgir Niro hin einstaka 7 ára verksmiðjuábyrgð Kia. Komdu í heimsókn og láttu sjá þig með Niro. Við tökum vel á móti þér.

Kia e Niro 39 kWh verð frá:

4.990.777 kr. Afborgun á mánuði 31.478 kr.**

Askja býður öflugar hleðslulausnir fyrir allar stærðir heimila. Nánar á hledslulausnir.askja.is

ASKJA · Krókhálsi 11-13 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

6

Veiruárið 2020

Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs og bæjarfulltrúi

Gleðileg jól

Efnahagslegar afleiðingar af Covid 19 verða miklar og alvarlegar. Við erum háð opnun landa­mæra okkar og annarra landa til þess að fá til baka það sem hefur tapast í fækkun ferðamanna. Við verðum að læra af fortíðinni og taka mið af breyttum tvísýnum heimi sem ein lítil, en skelfileg veira hefur nánast fellt flest hagkerfi heimsins og dregið marga til dauða. Langflestar þjóðir hafa tekið þá ákvörðun að vernda heilsu fólks frekar en efnahag og spurningin sem margir eru farnir að spyrja sig, hversu lengi ætli sé hægt að standa við þá ákvörðun og hverjar verða afleiðingarnar á samfélagið?

Fyrirtæki mörg hver hafa þurft að loka, fólk hefur misst vinnuna og ríkissjóður rýrnar. Ég er ánægð með viðbrögð ríkisstjórnarinnar en velti fyrir mér enn og aftur breyttri framtíð, rétt eins og eftir bankahrunið 2007. Íslendingar eru úrræðagóð þjóð sem undanfarið hefur blómstrað á ferðaþjónustu, nýsköpun og tækni ásamt því að afkoma útflutningsgreina heldur enn velli. Fjárhagur Kópavogs mun standa af sér áfallið og endurspeglar fjárhagsáætlun bæjarins þá stefnu að halda áfram framkvæmdum og hlúa að þeim sem standa höllum fæti. Mikilvæg skref hafa verið tekin til þess að vernda afkomu og heilbrigði Íslendinga í núverandi krísuástandi en hins vegar er ljóst að hlúa þarf að t.d geðheilbrigði þjóðarinnar eftir mikið álag undanfarinna mánaða.

Ástandið og ungt fólk.

Ótti greip um sig þegar veirunnar varð vart. Ástandið magnaðist og aðgerðir hertust. Sumarið gaf okkur örlítið frí en þá tóku ósköpin aftur við. Viðvarandi óttatilfinning og óvissa um framtíðina dregur þrek úr okkur öllum. Mestar áhyggjur hef ég af unga

fólkinu okkar sem á að vera njóta jafnvel bestu ára sinna núna. Ungt fólk sem hefur nú verið látið dúsa heima í fjarkennslu án sýnilegs stuðnings, margir detta úr skóla, úr rútínu og missa félagsleg tengsl. Ég tel að við sem erum eldri ættum lítið að kvarta nema þá bara rétt í hvert öðru. Við getum beðið, en unga fólkið okkar sem nú er að mótast til framtíðar þarf aukinn skilning og svigrúm. Það er óskiljanlegt hversu erfitt það hefur verið til dæmis fyrir framhaldsskóla og háskóla að halda ekki úti örlitlu skólastarfi. Slíkt hefði mátt hugsa sér með því til dæmis að nýta önnur húsnæði sem annars standa tóm á þessum veirutímum s.s. hótel, veitingahús og menningarstofnanir. Þetta hefði verið gott til þess að draga úr mögulegu brottfalli úr námi og virkja félagslega hæfni þeirra sem nú einskorðast við tölvu. Einnig hefði mátt draga línuna við 18 ára aldur en ekki 15 ára þegar kemur að íþróttaiðkun. Íþróttafélögin gegna mikilvægu hlutverki í lýðheilsu og geðheilbrigði ungmenna. Þar sem lögð er áhersla á aga, félagsstarf og reglulega hreyfingu.

Aukin tíðni ofbeldis- og barna­ verndarmála; Geðræktarhús! Í veiruástandi hefur heimilisofbeldismálum og tilkynningum til barnaverndar fjölgað. Slíkt vekur miklar áhyggjur. Einhverjir eru fastir inn á heimilum með ofbeldisfólki komast hvorki í vinnu né skóla, og hefur jafnvel neyðarskýlum og ýmsum vistunum verið lokað. Álagið á félagsþjónustu bæjarins er mikið og þurfum við að búa okkur undir mikla sáluhjálparþörf þegar þessu umsátursástandi veirunnar lýkur. Margir munu þurfa mikinn stuðning og hefur verið bent sérstaklega á tvo hópa sem munu líklega koma illa út úr þessu ferli, það eru konur og ungt fólk á framhaldsskóla- og háskólaaldri. Bæjarstjórn ákvað að að ljúka byggingu hressingarhælisins, sem nú verður Geðræktarhús. Stýrihópur lýðheilsu ákvað leið sem ég vona að verði endurskoðuð, það er að halda námskeið á vegum bæjarins fyrir börn á grunnskólaaldri og leigja út aðstöðu til sérfræðinga. Ég tel að í ljósi þess sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum mánuðum ættum við að opna

dyr þessa Geðræktarhúss fyrir frjálsum félagasamtökum sem eru sérhæfð í fyrstu aðstoð fyrir ólíka hópa. Slíkt væri í takti við þau kosningaloforð sem við gáfum fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar. Það er mikil þekking í slíkum félagasamtökum og eru þau öllum kunn fyrir sín mikilvægu störf. Í Geðræktarhúsi vil ég búa þeim aðstæður til að auka ennfrekar þá mikilvægu samfélagsaðstoð sem þau veita öllum sem til þeirra leita en ekki að Kópavogsbær fari í samkeppni við þau um geðheilsuaðstoð eða búi til stofnun með stöðugildum. Þó svo að með komu bólefnis getum við öll andað örlítið léttar, að þá þurfum við að búa okkur undir að það verða margir sem munu þurfa á aðstoð að halda hvort sem hún er fjárhagsleg eða andleg. Skipuleggja þarf því aðgerðir og huga að því fjármagni sem mögulega þarf til þess að takast á við afleiðingar veiruársins 2020.

Bygg óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Baðlónið á Kársnesi:

Miklu stærra verk­ efni en margir gera sér grein fyrir Ein stærsta framkvæmdin á Íslandi um þessar mundir er á vestast Kársnesinu í Kópavogi þar sem á annað hundrað iðnaðarmenn vinna nótt sem nýtan dag að opnun glæsilegs baðlóns, Sky Lagoon. Um er að ræða fjögurra milljarða króna fjárfestingu og koma alþjóðlegir aðilar að

verkefninu. Baðlónið mun auka lífsgæði íbúa Kársness, og höfuðborgarsvæðisins alls, til muna enda er hér á ferð baðlón í heimsklassa, og eru þar engar ýkjur á ferð. Vogar heimsóttu baðlónið á dögunum og fengu kynningu hjá Óttari Angantýssyni Kópavogsbúa sem er sölustjóri Sky Lagoon. Hann segir framkvæmdina ganga vonum framar og að bókunarskrifstofur um allan heim sýni verkefninu mikinn

áhuga. Rekstraraðilinn er einnig vel þekktur innan f e r ð a ­m a n n a ­i ð n a ð a r i n s , banda­r íska fyrirtækið Pursuit, en móðurfélag þess Viad Corp er skráð í kauphöllinni í New York. Félagið sérhæfir sig í ferðaþjónustu á framandi og spennandi hátt. Þetta er annað verkefnið sem Pursuit ræðst í hér á landi en fyrirtækið á og rekur einnig Fly Over Iceland. Baðlónið verður með 70 metra löngum óendanleikakanti sem gefur þá tilfinningu að lónið sameinist við sjóinn þegar horft er úr lóninu, og fléttast í Sky Lagoon orka jarðhitans og kraftar hafsins saman við hlýjar móttökur í notalegri umgjörð þar sem töfrandi hönnun á heimsmælikvarða orkar á öll skilningarvitin. „Þessi staðsetning er svo mögnuð. Gulur og bleikur himinn í sólsetri, sjór sem ber varnargarðinn, einstök kyrrð í góðu veðri og þessi óendanlega sýn; Keilir, Reykjanesið, Bessastaðir og Snæfellsjökull,“ segir Óttar. „Allt sést þetta héðan úr baðlóninu.“

Magnaðir klettar

Við uppsetningu á baðlóninu hafa verið fengnir erlendir sérfræðingar alls staðar að. Klettarnir og umgjörðin um lónið er sköpuð af fyrirtækinu Nassal, sem hefur unnið mikið fyrir skemmtigarða og dýragarða um heim allan, m.a. kom fyrirtækið að gerð töfraheims Harry Potter í Universal Studios í Bandaríkjunum. Segir Óttar að starfsmenn fyrirtækisins hafi komið hingað til lands og tekið prófanir úr íslensku grjóti

www.bygg.is

og klettum sem svo eru skapaðir og mótaðir uppá nýtt og er ásýnd og áferðin ótrúleg. Þetta eru listamenn. Þá eru staddir á landinu alþjóðlegir saunu-séfræðingar sem annast uppsetningu þurrgufunnar sem á án efa eftir að trekkja marga að. Útsýnið þaðan er stórfenglegt með rúðu sem vegur 2,7 tonn og annaðist sama fyrirtæki innsetningu hennar og sá um gler í höfuðstöðvum Apple, Apple Park í Kaliforníuríki. Framkvæmdum við lónið lýkur 1. mars næstkomandi og segir Óttar því baðlónið verða tilbúið þegar núverandi veiruástandi linnir. „Við hlökkum til að geta tekið á móti einstaklingum, en ekki síður fyrirtækjum og hópum strax í vor. Við höfum þegar fengið fyrirspurnir frá fyrirtækjum sem vilja gera sér glaðan dag með starfsfólki um leið og sóttvarnarreglur leyfa,“ segir hann en alls eru 550 skápar fyrir gesti í baðlóninu . Þá verður einnig boðið upp á aðildarkort og verður verðskrá fyrirtækisins kynnt á næstu mánuðum. Bar verður ofan í lóninu, og smakkbar fyrir gesti. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni, og mikil sérstaða í því að vera aðeins tíu mínútur á bíl úr miðbæ Reykjavíkur í þessa paradís. Þú ert í miðri borg, en samt í náttúrunni. Það er einstakt,“ segir Óttar.

Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 36 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

8

- D ES EM BER 2020 | BL S.

9

Hjördís Ýr Johnson Bæjarfulltrúi og varaformaður Skipulagsráðs

Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðvesturkjördæmis

Hagsmunir okkar allra

Glaðheimar - enn eitt glæsihverfið

Skynsamleg nýting orkuauðlinda þjóðarinnar hefur skipt sköpum fyrir uppbyggingu öflugs velferðar­samfélags á Íslandi. Nýting jarðvarma til húshitunar og raforkuframleiðslu gjörbreytti lífsskilyrðum og það ásamt nýtingu vatnsfalla skapaði nýjar víddir í atvinnu- og verðmætasköpun þjóðarinnar. Það eru því miklir hagsmunir undir þegar mörkuð er stefna um nýtingu og verndun orkuauðlinda okkar.

Glaðheimahverfið í Lindunum liggur rétt austan Reykjanesbrautar og hefur þá sérstöðu að vera í miðju höfuðborgarsvæðisins. Tenging við hverfið er mjög góð bæði við nærliggjandi íbúðarbyggð sem og þjónustusvæðin í kring. Austur hluti hverfisins er nær fullbyggður með um 340 íbúðum og á fundi bæjarstjórnar í lok október sl. var samþykkt tillaga að endurskoðuðu skipulagi á nýju hverfi í vestur hluta hverfisins. Þar eru ráðgerðar um 270 nýjar íbúðir ásamt lóðum fyrir verslun og þjónustu. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á svæðinu á fljótlega á nýju ári.

Vegna staðsetningar og ánægju núverandi íbúa Glaðheimahverfisins hefur hin nýja byggð alla burði til þess að verða eftirsótt og eftirtektarvert borgarhverfi. Þéttleiki hverfisins er meiri en gengur og gerist í efri byggðum bæjarins og þær væntingar sem skipulagsyfirvöld hafa haft til þessa nýja hverfis, um vandaða og góða byggð eru að skila sér í hönnun, útliti og útfærslu einstakra húsa og lóða innan þess.

og fremst nálægðin við þjónustu sem vóg hvað þyngst en 94% íbúa töldu að það hafi skipt mestu í ákvörðuninni um að flytja í hverfið. Helst þurfti bærinn að taka sig á varðandi leiksvæðin í hverfinu og er það mál í vinnslu.

Þegar ofangreind breyting var kynnt var ljóst að 25 hæða turn var ekki að falla í kramið hjá bæjarbúum. Fyrirhugaður turn var því lækkaður í 15 hæðir í lokaafgreiðslu tillögunnar hjá skipulagsráði og bæjarstjórn.

Dregið úr umfangi atvinnuhúsnæðis

Spennandi verslunar- og þjónustusvæði

Vestur hlutinn sem liggur næst Reykjanesbrautar er um 8.6 ha að flatarmáli og landið óbyggt. Í deiliskipulagi frá

Nú eru því ráðgerðar 13 lóðir, sem liggja næst Reykjanesbrautinni, fyrir 3ja til 4ja hæða verslunar-

Stofnun hálendisþjóðgarðs verður að skoða með tilliti til þessara hagsmuna sem og margra annarra, svo sem til þeirra sem stunda atvinnu­starfsemi tengda hálendinu t.d. bænda, útivistarfólks sem ferðast þar um að sumri sem vetri, veiðimanna og réttinda þeirra og svo má lengi telja.

Þjóðlendulög

Lög um þóðlendur voru sett 1998 og ollu nokkrum deilum. En með því að deila ábyrgð á ráðstöfun lands milli forsætiráðuneytisins og sveitarfélaga hefur skapast ágæt sátt um nýtingu og rétt heimamanna sem og annarra landsmanna. Það hefur ekki alltaf gengið átaklaust, en samt með þeim hætti að óhætt er að fullyrða að þjóðlendur sem ná yfir stóran hluta hálendisins, samspil þeirra við skipulagsvald sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu sem Alþingi sam­ þykkir, staðfestir að málefni hálendisins eru í traustum höndum og málefni þess í traustu regluverki.

Hálendið og náttúruvernd

Stefna forsætiráðuneytisins, landsskipulag og aðalskipulög sveitarfélaga byggja á að mikið tillit sé tekið til náttúrverndar. Það á því ekki að vera áhyggjuefni að á náttúruvernd sé hallað þegar ákvarðanir eru teknar um

Ánægðir íbúar

Í sumar stóðu bæjaryfirvöld fyrir viðhorfskönnun meðal íbúa Glaðheima. Tilgangurinn var að leitast við að vega og meta nýtt hverfi út frá viðhorfi íbúa þess og nýta niðurstöðurnar við áframhaldandi skipulagsgerð og framkvæmdir í vesturhluta hverfisins ásamt öðrum hverfum í bænum. Í könnuninni kom fram almenn ánægja með hverfið.

2009 var miðað við að á svæðinu risi eingöngu verslunarog þjónustuhúsnæði á um 90.000 m2 og húsin yrðu 5 til 8 hæðir. Nyrst á svæðinu var einnig gert ráð fyrir 32 hæða byggingu. Á þessum árum var því gert ráð fyrir að svæðið yrði eitt af öflugri þjónustusvæðum landsins og mynda miðkjarna höfuðborgarsvæðisins ásamt Smáranum, svæðinu við Dalveginn og Skógarlind.

Einnig kom í ljós að staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúarnir tóku ákvörðun um að flytja í hverfið. Flestir komu þeir úr Reykjavík og öðrum hverfum Kópavogs. Eins hafði útlit og ásýnd áhrif á staðarvalið og mikil ánægja var með lýsinguna í hverfinu. 66% íbúa Glaðheima sögðu að skipulag svæðisins hefði skipt máli við valið og 75% eru fremur eða mjög ánægðir með hjóla- og gönguleiðir í hverfinu og í nágrenni þess. En það var fyrst

Í endurskoðuðu skipulagi svæðisins var ákveðið að draga úr umfangi atvinnuhúsnæðisins og breyta hluta þess í íbúðir, breyta gatnakerfinu og auka til muna opin svæði þar sem annars yrði leikskóli fyrir byggðina umhverfis. Úr varð að um helmingi svæðisins var breytt og þar munu nú um 270 íbúðir rísa af ýmsum stærðum og gerðum fyrir þá ríflega 700 manns sem áætlað er að munu búa í þessu nýja hverfi. Jafnframt var 32 hæða turninn lækkaður niður í 25 hæðir.

Tónahvarf 9 | 203 Kópavogi | 564 5795

Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík

Bitruhálsi 1 | 110 Reykjavík | 590 5100

-fasteignafélag

Ákvörðun um stofnun Vatnajökuls­ þjóðgarðs byggðist á þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi. Þar lagði Alþingi línurnar varðandi uppbyggingu þjóðgarðsins. Engin slík umræða eða afgreiðsla hefur farið fram á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs sem á að ná yfir um 35% af landinu, landflæmi sem jafnast á við Danmörk að flatarmáli. Þegar taka á svo stóra ákvörðun verður að gera kröfu um vandaða málsmeðferð og greiningu á öllum hagsmunum. Árið 2018 skipaði ráðherra vinnuhóp til að fjalla um kosti hálendisþjóðgarðs fyrst og fremst út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Ekkert mat var lagt á aðra hagsmuni sem þó liggur í augum uppi að eru mjög miklir. Hverju

erum við að fórna með því að loka á alla aðra mögulega nýtingu á hálendinu? Eru ekki nauðsynlegt að gera málamiðlanir t.a.m. um að fara hægar í sakirnar og taka þessar ákvarðanir í fleiri og minni skrefum. Hagsmunir framtíðarkynslóða þessa lands eru undir, tækifærin til fjölbreyttrar nýtingar náttúruauðlinda til að skapa sterkan grunn undir verðmæta- og atvinnusköpun fyrir uppbyggingu velferðarsamfélags.

Áhrif þjóðgarðs

Umhverfisráðherra er tíðrætt um að stærsti þjóðgarður í Evrópu muni skapa mikil tækifæri til kynningar á landi og þjóð auk þess að gefa mjög jákvæða ímynd fyrir ferðaþjónustu. Höfum við ekki þegar náð þeim áfanga? Er ekki ímynd okkar mjög jákvæð einmitt t.d. vegna náttúrunnar og ábyrgrar nýtingar okkar á náttúruauðlindum? Ég tek undir með þeim sem óttast að hálendisþjóðgarður verði eins og ríki í ríkinu þar sem lýðræði sé meira og minna óvirkt, ákvörðunarvald verði hjá þröngum hópi fólks sem margt hvert hefur ekkert lýðræðislegt umboð sér að baki.

Tímamót

Við stöndum á tímamótum hvað varðar uppbyggingu í verðmæta- og atvinnusköpun

landsins. Við eigum mikil tækifæri umfram aðrar þjóðir í þeim efnum. Ísland getur orðið og á að vera í forystuhlutverki í loft­ lags­málum. Við eigum að vera fremst meðal þjóða í að draga úr notkun jarð­efna­ eldsneytis. Við eigum að stefna að því að verða útflutningsþjóð á orkugjöfum eins og t.d. vetni. Við eigum að leggja grunn að nýsköpun í atvinnulífi á grundvelli grænnar atvinnustarfsemi eins og t.d. í gagna­vera­ iðnaði. Við eigum að nýta þessi tækifæri í tengslum við öfluga byggðastefnu með því að dreifa slíkri starfsemi sem víðast um landið. Slíkar ráðstafanir myndu stuðla að styrkingu dreifikerfis raforku án þess að það hefði áhrif á raforkureikning heimila landsins. En grunnur að slíkri uppbyggingu byggir á nýtingu hagkvæmustu virkjanakosta okkar, en ekki þeirra óhagkvæmari. Samkeppnishæfni landsins mun ráðast af því hvar við stígum niður fæti í eflingu fjölbreyttari atvinnu- og verðmætasköpunar. Við getum ekki á þessum tímum tekið ákvarðanir sem binda svo mjög hendur komandi kynslóða. Við þurfum að taka allar ákvarðanir að vel athugðu máli, þar sem allir kostir eru skoðaðir. Sú flýtimeðferð sem umhverfisráðherra býður okkur upp á í þessu frumvarpi er óboðleg og lögfesting frumvarps um hálendisþjóðgarð getur aldrei orðið að veruleika á þessum vetri.

Félagsstarfið gengur vel í gegnum netið

Nú er hönnun gatna og veitukerfa á svæðinu að mestu lokið. Þá tekur við úthlutun lóða og í framhaldi af því fer enn eitt glæsihverfið í Kópavogi að rísa á einum besta stað höfuðborgarsvæðisins.

Hvalur hf.

Lundur

Málsmeðferð

og þjónustuhúsnæði. Nyrst á svæðinu verða tvær hærri byggingar fyrir atvinnuhúsnæði. Ein 5 hæða bygging ásamt umræddum 15 hæða turni sem verður kennileiti hverfisins. Svæðið er virkilega vel staðsett, með tengingu við Reykjanesbraut, Arnarnesveg og Fífuhvammsveg og því ljóst að ekki er bara um að ræða vel staðsett íbúðarsvæði heldur einnig um spennandi kost er að ræða fyrir verslunarog þjónustufyrirtæki.

Jakob Leó Bjarnason þjálfari HK.

Reykjavíkurvegi 48 | 220 Hafnarfirði

framkvæmdir á hálendinu. Verði frumvarp um hálendisþjóðgarð að lögum, færu stjórnir og umhverfisráðherra með eignarréttarlegar og skipulagslegar ráðstafanir til frekari reglusetninga. Það getur átt við um alla starfsemi innan þjóðgarðsins. Stjórnir þessar eru m.a. hugsaðar með þátttöku aðila sem ekkert lýðræðislegt umboð hafa, ásamt fulltrúum sveitarfélaga og ráðherra. Þannig færist ákvörðunarvald frá forsætisráðuneyti, Alþingi og nærliggjandi sveitarfélögum.

Arna Sól Sævarsdóttir leikmaður HK.

HK styrkir sig fyrir Lengjudeildina Kvennaliði HK í knattspyrnu hefur borist liðsstyrkur fyrir næsta sumar en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Jakob Leó Bjarnason verður þjálfari liðsins en hann er samningsbundinn HK til ársins 2022. Þá samdi HK um helgina við hina efnilegu Örnu Sól Sævarsdóttur sem kemur til HK frá Fram, en hún er uppalin hjá KA. „Ég er virkilega ánægð með að vera gengin til liðs við HK og get varla beðið eftir að hefja æfingar með stelpunum. Nokkur lið sýndu mér áhuga nú í haust en eftir nokkra fundi með forsvarsfólki HK var ég viss um að HK væri liðið fyrir mig,“ var haft eftir Örnu við félagsskiptin.

Sjálfstæðisfélag Kópavogs stendur fyrir öflugu félagsstarfi í Kópavogi. Einkum er félagið þekkt fyrir laugardagsfundi sem hafa verið vel sóttir í áranna rás. Signý S. Skúladóttir er formaður félagsins og segir hún það hafa verið ljóst þegar kórónuveirufaraldurinn skall á að ekki yrði fært að halda fundina með hefðbundnum hætti. „Við ákváðum strax að nýta okkur samfélagsmiðlana, og hafa laugardagsfundirnir því farið fram í gegnum beint Facebook-streymi flesta laugardagsmorgna,“ segir hún. „Beint streymi er frábært tæki fyrir félagsstarf sem okkar, og auðvelt fyrir okkur að ná til félagsmanna með þeim hætti,“ segir Signý. „Fyrsta beina útsendingin hjá okkur í vor var með Jóni Gunnarssyni, þingmanni okkar í Suðvestur­kjördæmi,“ segir Signý en aðrir gestir voru m.a. Ármann Kr. Ólafsson bæjar­stjóri, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir, nýsköpunar- og iðnaðar­ráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis­ ráðherra, og Óli Björn Kárason, þingmaður Suðvesturkjördæmis. „Ég ætla ekki að halda því fram að við höfum ekki gert nein mistök í þessari tæknibyltingu okkar,“ segir Signý og hlær. „En það góða við mistökin eru að af þeim má læra, og við höfum að minnsta kosti ekki gert sömu mistökin tvisvar hingað til.“

Síðasti fundur félagsins fyrir jól var afar vel heppnaður, og sannkölluð jólastund. Þau Ólafur Jóhann Ólafsson og Rut Guðna­ dóttir lásu upp úr bókum sínum. Ólafur Jóhann last upp úr Snertingu, sem er fjórt­ánda skáldsaga hans, og Rut, sem hlaut nýverið íslensku barnabókaverðlaunin 2020 í flokki barna- og ungmenna­ bókmennta, las upp úr sögunni Vampírur, vesen og annað tilfallandi. Fundurinn er aðgengilegur á Facebook-síðu félagsins, eins og öll þau erindi sem haldin hafa verið á rafrænu formi. Signý hvetur þá sem vilja taka þátt í flokksstarfinu til þess að hafa samband við Sjálfstæðisfélag Kópavogs á Facebook eða með því að senda tölvupóst á xdkop@xdkop.is. Fyrsti rafræni fundur á nýju ári verður 9. janúar.

Vertu með okkur! Til að skrá þig í Sjálfstæðisfélagið getur þú sent póst á xdkop@xdkop.is eða xd@xd.is. Eða skráð þig beint: https://xd.is/ganga-i-flokkinn Ef þú vilt fá fréttir og upplýsingar frá okkur, mundu að merkja við JÁ í skráningu á netfangi.

Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs Magnús Þorsteinsson, Ragnar Guðmundsson, Unnur Berglind Friðriksdóttir, Signý S. Skúladóttir, Anette Schou, Hannes Þ. Þorvaldsson og Kristján Friðþjófsson. Á myndina vantar, úr aðalstjórn Sigvalda Egil Lárusson og Þorvald Sigmarsson.


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

10

Reykjavík Roasters opna í Gerðarsafni fljótlega á nýju ári Kaffihúsið Reykjavík Roasters opnar fljótlega á nýju ári í Gerðarsafni. „Þetta er rosalega spennandi tækifæri,“ segir Torfi Þór Torfason, einn af eigendum Reykjavík Roasters. Fyrir rekur fyrirtækið þrjú kaffihús í Reykjavík; í Brautarholti, á Kárastíg og í Ásmundarsal. „Tengingin við listaheiminn er sterk hjá okkur. Við höfum mjög gaman að vinna innan þessa heims,“ segir hann. Kópavogsbúar hafa margir tekið tíðindunum fagnandi enda er mikið lagt upp úr góðu kaffi á stöðum þeirra, og flytja þau það sjálf inn til landsins. Ævintýrið á í raun rætur að rekja til Norðurlandakeppni í kaffigerð, þar sem Torfi keppti fyrir hönd Danmerkur en Þuríður Sverrisdóttir, einn eigendanna, fyrir Ísland. Þetta er ekki eina starfsstöð Reykjavík Roasters

í Kópavogi en kaffibrennsla fyrirtækisins er í Auðbrekkunni í Kópavogi. Spurður hvort það sé ekki ástæða til að breyta nafninu í Kópavogur Roasters í ljósi umsvifa þeirra í bænum hlær Torfi við og segir að það hafi margir grínast með það á undanförnum vikum. Það sé þó ekki á döfinni en þau hlakki mikið til opnunarinnar. „Við verðum með gott kaffi og smá mat til að styðja við. Þetta er ótrúlega skemmtilegt svæði, til að mynda er útisvæðið algjörlega frábært. Við hlökkum til að kynnast Kópavogi og Kópavogsbúum betur.“ Um þessar mundir eru framkvæmdir á kaffihúsinu, og segir Torfi að ekki liggi fyrir nákvæm dagsetning opnunar. Hann vonast til þess að það verði sem allra fyrst á nýju ári.

Hjúkrunar­ rými í Boða­þingi verða yfir hundrað eftir fjölgun

Jólasund

í sundlaugum Kópavogs Um jól og áramót er opið sem hér segir:

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson er ánægður með að samningur sé að komast á um byggingu 64 hjúkrunarrýma í Boðaþingi en samningurinn var lagður fyrir bæjarstjórn í lok nóvember þar sem hann var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

STERKARI LAUSNIR

Miklar tafir urðu á stækkun hjúkrunar­ heimilisins vegna dómsmáls um hver ætti rétt á að teikna bygginguna, en Kópavogsbær óskaði eftir því árið 2018 að taka verkefnið yfir vegna þeirra tafa sem urðu vegna dómsmálsins. „Það er búið að ganga á ýmsu sem hefur tafið framkvæmdina, en nú er loksins að komast á samningur um fjölgun hjúkrunarrýma.“ segir hann. Kostnaður er áætlaður rúmlega þrír milljarðar og greiðist 85% úr ríkissjóði en 15% af Kópavogsbæ auk þess sem bærinn leggur til lóð undir hjúkrunarheimilið að verðmæti 100 milljónir króna. Miðað er við að framkvæmdir við heimilið hefjist í ársbyrjun 2022 og að það verði tekið í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2024 en þá verða hjúkrunarrýmin alls 108 talsins.

BYRJAÐU NÝJA ÁRIÐ Í SUNDI!

Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur

Sundlaug Kópavogs

Sundlaugin Versölum

23. des. 24. des. 25. des. 26. des. 31. des.

06:30–20:00 08:00–12:00 Lokað 08:00–18:00 08:00–12:00

06:30–20:00 08:00–12:00 Lokað 08:00–18:00 08:00–12:00

1. jan.

10:00–18:00

10:00–18:00

06:30–22:00 08:00–18:00

06:30–22:00 08:00–18:00

Annars er opið sem hér segir: virka daga um helgar

kopavogur.is

Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut 17–19 Sími 570 0470

Sundlaugin Versölum Versölum 3 Sími 570 0480


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

12

- D ES EM BER 2020 | BL S.

Kópavogur er bestur í skák Kópavogur er orðinn Mekka skáklistarinnar á Íslandi og tók Breiðablik fimm af níu Íslands­ meistaratitlum á Íslandsmóti ung­menna sem fór fram á dögunum. Félagið hefur á undan­­förnum árum borið höfuð og herðar yfir önnur skákfélög á landinu, þökk sé dugnaði og framsýni Halldórs Grétars Einars­sonar sem færði barnaog unglinga­starf í skákinni í átt að því sem viðgengst í öðrum íþróttum barna og ungmenna með fleiri æfingum á viku og meiri þjálfun.

Breiðablik ungum skákmönnum upp á þrjár til fjórar skákæfingar í viku, en annað eins þekkist ekki hjá öðrum félögum í landinu. Iðkendum er skipt í flokka eftir aldri, en jafnframt eiga Blikarnir afreks- og framhaldshópa auk þess sem boðið er upp á stúlknaæfingar í samstarfi við Skákskóla Íslands sen stýrt er af Helga Ólafssyni stórmeistara. Grunnskólarnir í Kópavogi eru þar að auki margir með öflugt skákstarf innan skólanna, en um 300 krakkar tefldu á síðasta Meistaramóti Kópavogs.

Sigurðs­son, fyrr­verandi lands­ liðs­þjálfari ung­menna í Ástralíu, Björn Ívar Karlsson, fyrr­verandi landsliðs­þjálf­ari kvenna, og Lenka Ptácníková, sem er marg­faldur Íslands­meistari kvenna í skák, en alls koma sex skákþjálfarar að starfinu hjá Breiðablik. Kristófer segir árangurinn hafa vakið athygli og var hann spurður eftir síðasta Íslands­mót ung­menna hvort

Spurningar til Íslandsmeistaranna 1. Hvað æfir þú þig oft í viku? 2. Hver er uppáhalds byrjunin þín? 3. Áttu uppáhalds skákmann? 4. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? 5. Hvað finnst þér skemmtilagst að gera þegar þú ert ekki að tefla?

Kópa­vogs­búar gerðu ekkert annað en að tefla. Að sögn Kristó­f ers eru iðkendurnir um 60 talsins, frá fimm ára og upp úr. „Við erum að sjá fram á svona 60% aukningu frá því í fyrra,“ segir hann og svarar því neitandi spurður hvort veirufaraldurinn hafi haft neikvæð áhrif á starfið. „Alls ekki, þvert á móti hefur gengið vel á Covidtímum hjá okkur. Krakkarnir eru búnir að taka meiri framförum en þeir hefðu líklega gert, þau hafa verið að tefla mikið á netinu og mörg þeirra náð góðum árangri,“ segir Kristófer en æfingarnar hafa farið fram í gegnum Zoom og myndbönd, og fóru skákmót fram á netinu. „Covid kom að vísu í veg fyrir eina utanlandsferð sem við vorum búin að panta í sumar, og ýmis innlend skákmót féllu niður. En við stefnum á ferð næsta sumar til Danmerkur og vonumst auðvitað til að EM 2021 fari fram hér í Reykjavík eins og áætlanir gera ráð fyrir.“

13

Öðrum áfanga list­glugga­ viðgerðar að ljúka Annar áfangi listgluggaviðgerðar í Kópavogskirkju er að klárast. Viðgerðirnar hófust á suðurhlið hússins árið 2018 en í þessum áfanga er gert við austur- og norðurhlið kirkjunnar sem var vígð árið 1962. Á sumum gluggum hefur blýtenging milli glerja gefið sig sem þarf að laga. Betri aðferðir við blýtengingar hafa verið þróaðar á síðustu áratugum. Þá tærist blý einnig.

Kristófer Gautason formaður Skákdeildar Breiðabliks

hjá yngri kynslóðinni, heldur hefur fyrirspurnum fjölgað um hvort Breiðablik bjóði upp á skák fyrir fullorðna. Kveðst hann viss um að gríðarlegar vinsældir Queen‘s Gambit þáttanna á Netflix hafi þar mikil áhrif, en skákæði hefur gripið um sig um allan heim vegna þáttanna. Sem dæmi jókst sala á skákborðum og öðrum skákvörum um 215% hjá Ebay eftir að þættirnir komu út.

Helgihald með öðru sniði í ár

Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur Kópavogskirkju.

Guðrún Fanney Briem Íslandsmeistari U10

Birkir Hallmundarson Íslandsmeistari U8

Guðrún Fanney Briem Íslandsmeistari U10

Kristófer Gautason tók við keflinu af Halldóri og er formaður skákdeildarinnar. Hann byrjaði hjá skákdeildinni sem þjálfari og hefur starfið haldið áfram að vaxa undir hans góðu stjórn. Í dag býður

„Halldór lagði gunn að þeirri hugmyndafræði sem við störfum eftir, að færa skákina á hærra plan með fleiri æfingum og góðum þjálfurum,“ segir Kristófer en hjá Breiðablik þjálfa m.a. Birkir Karl

1. 4-7 æfingar. Tefli líka á netinu og stúdera mikið. 2. London system og Queen‘s gambit 3. Er ekki viss. Kannski Akobian. 4. Skákkona, fótboltakona, þjálfari eða söngkona. 5. Leika við vinkonur mínar, fótbolti eða bara chilla.

Birkir Hallmundarson Íslandsmeistari U8 1. Yfirleitt alla daga. 2. Réti. 3. Nimzowitsch. 4. Heimsmeistari í skák. 5. Leika með vinum mínum.

Fyrirspurnum frá fullorðnum fjölgaði eftir frumsýningu Queen‘s Gambit þáttanna

Að sögn Kristófers hefur skákáhuginn þó ekki aðeins aukist

Að sögn Sigurðar er viðgerðin gríðarlega mikið verkefni fyrir Kársnesöfnuð. „Við stöndum straum af kostnaðinum með framlögum úr jöfnunarsjóði Þjóðkirkjunnar og myndarlegum framlögum frá félagasamtökum og einstaklingum,“ segir Sigurður og bætir við að eins hafi sóknarbörn Kópavogskirkju í tvígang staðið fyrir kökubasar auk þess sem haldnir hafi verið fjáröflunartónleikar. „Þetta hleypur á tugum milljóna,“ segir hann en flytja þurfti gluggana til þýsku borgarinnar Linnich, til höfuðstöðva Oidtmanns-fyrirtækisins, til viðgerðar. Í næsta, og síðasta áfanga, verða gluggar vesturhliðarinnar endurbættir. „Við höfum fundið nú, sem áður fyrir miklum hlýhug og væntumþykju gagnvart Kópavogskirkju í þessum framkvæmdum.“

„Það varð ljóst fyrir nokkrum árum að ráðast þyrfti í viðgerðir vegna skemmda sem urðu á steinda glerinu vegna hitabreytinga. Steinda glerið var og nálægt rúðuglerinu og var ekki nóg loft á milli,“ segir séra Sigurður Arnarson sóknarprestur Kópavogskirkju í samtali við Voga. Gunnar Örn Rúnarsson, húsasmíðameistari, og fyrirtæki hans Fagsmíði annast viðgerðir á rúðugleri og umgjörð rammanna, en þýska fyrirtækið Oidtmann um steinda glerið. „Þetta fyrirtæki vann mikið fyrir Gerði, það var mikil vinátta milli Gerðar og Þjóðverjanna,“ segir Sigurður en Gerður Helgadóttir á heiðurinn að gluggunum í Kópavogskirkju. Sigurður bætir því við að sá sem annast viðgerð steinda glersins núna, Dr. Stefán Oidtmann, sé sonur þess sem setti glerið upp í Kópavogskirkju árið 1963. Með í för er svo sonur Stefáns, Michael, sem er sjötta kynslóð fjölskyldunnar sem starfar hjá fyrirtækinu sem er 160 ára gamalt.

„Við fylgjumst með þessari þróun og munum örugglega bjóða upp á einhverja þjónustu fyrir þennan hóp. Það er aldrei of seint að byrja að tefla,“ segir Kristófer léttur í bragði.

Helgihald þarf að fara fram með breyttu sniði í ár vegna faraldursins. „Við höfum notað okkur sóknarmöguleika í þessu ástandi og höfum verið með streymi á Facebook og Youtube frá helgihaldi á sunnudögum og á aðventunni alla daga utan laugardaga,“ segir Sigurður og hefur þátttakan verið góð, góður fjöldi hefur fylgst með í gegnum tölvu eða sjónvarp og fer áhorfið vaxandi.

„Maður finnur að marga langar til að mæta í messu í jólunum, en því miður er ólíklegt að það geti orðið vegna aðstæðna. Aðfangadagur verður eins hefðbundinn og hægt er, nema í gegnum streymisveitu,“ segir Sigurður. Hægt er að kynna sér dagskrá Kópavogskirkju yfir jólahátíðina á vefsíðu kirkjunnar, www.kopavogskirkja.is. Söfnunareikningur Kópavogskirkju er: 0130-15-375312 - kt. 6912720529.

Guðmundur Gísli Geirdal - Bæjarfulltrúi

Umhverfismálin eru mál Sjálfstæðisflokksins – Guðmundur Gísli

Umhverfismál eru ofarlega í hugum margra þessi misserin, og eru þar loftlagsmál efst á baugi. Íslendingar hafa skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og til greiðslu himinhárra sekta ef – og þegar þau markmið ekki nást.

Umræðan verður oft dálítið bjöguð. Eina stundina eigum við að hugsa um loftlagsmálin á Íslandi án samhengis við loftlagsmál heimsins, en þá næstu að hugsa um jörðina alla. Það kristallast til dæmis í umræðunni um álframleiðslu. Álframleiðsla er mengandi, en það ál sem er framleitt hér á landi er tíu sinnum umhverfisvænna en það ál sem framleitt er í Kína, þar sem kol eru nýtt til framleiðslu orkunnar. Ál er léttur málmur og dregur úr orkunotkun í samgöngum, s.s. með smíði lesta, bíla og flugvéla – og eins hægt að endurnýta það á hakvæman hátt. Ef til vill er álframleiðsla á Íslandi eitt stærsta framlag okkar til loftlagsmála heims, en þrátt fyrir það er okkur refsað í reikniformúlunum þannig að framlag landsins til umhverfismála yrði jákvæðara ef við framleiddum ekkert ál hérlendis.

Örplast og skaðleg efni í Faxaflóa Ísland stendur mjög framlarlega á sviði umhverfismála og getum við miðlað þeirri þekkingu til umheimsins sem hér hefur skapast við nýtingu jarðvarma til húshitunar og raforkuframleiðslu, enda væru loftlagsmál heimsins á betri stað ef fleiri ríki heims nýttu þá þekkingu sem Íslendingar búa yfir. Við þurfum þó víða að gera betur, svo sem í umgengni okkar við hafið sem umlykur okkar fallegu eyju. Nefni ég í því sambandi fráveiturnar sem í dag dæla lítthreinsuðu skólpi á haf út, nokkurhundruð metrum frá strandlengjunni. Meðal þess sem er að finna í skólpinu eru milljónir lítra af sápuefnum og plast, ásamt fjölmörgum öðrum efnum sem eru skaðleg fyrir umhverfið og lífríki hafsins. Þetta sá ég t.d. síðastliðið vor á grásleppuveiðum þegar netin sem ég dró við

eyjarnar í Faxaflóa voru löðrandi í þurrkum og annars konar plastúrgangi, en á sama tíma var verið að friðlýsa eyjarnar til þess að vernda þar fuglalíf. Fuglar sem hafa verið skoðaðir hér við strendur mælast nær undantekningalaust með örplast í sér.

Þurfum öfluga skólphreinsistöð fyrir höfuðborgarsvæðið

Almenningur getur lagt sitt af mörkunum með því að henda ekki því í salernin sem ekki á að fara út í sjó. Þurrkurnar eru með því versta sem við getum sturtað niður, þær setjast á dæluhjólin svo opna þarf skólphreinsistöðvarnar með þeim afleiðingum að allt sleppur ósíðar í sjóinn á meðan. Við þurfum að fara að huga að þessum málum og byggja almennilega skólphreinsistöð fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þetta yrði risa verkefni sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa að sameinast um að ráðast í, með aðkomu ríkisins. Nýtanleg afurð þessháttar stöðvar yrði forsfor sem nýta mætti til uppgræðslu lands ásamt metanframleiðslu. Við eigum sem þjóð allt undir hreinleika náttúrunnar, hreinum og ómenguðum fiskafurðum og hreinleika lands með tærum ám. Ég hef nokkrum sinnum viðrað þessa hugmynd og vil ég ráðast í undirbúning að þessu verkefni og kostnaðargreina það. Ég vona að hún hljóti hljómgrunn fyrr en síðar, því þess háttar framkvæmd yrði okkur Íslendingum mikið framfaraskref þegar við seljum okkar hreinu afurðir og okkar hreina land.


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

14

Jón Finnbogason Formaður �Þróttaråðs og fyrsti varabÌjarfulltrúi

Ă?ĂžrĂłttastarf Ă­ fyrsta gĂ­r ÞÌr aðstÌður sem nĂş eru uppi Ă­ tengslum við Covid-19 hafa haft umtalsverð ĂĄhrif ĂĄ allt Ă­ĂžrĂłttastarf. Við hĂśfum Ăśll orðið vĂśr við Ăžað. Ă? KĂłpavogi fer alla jafna fram mjĂśg umfangsmikið starf Ă­ fjĂślmĂśrgum mismunandi Ă­ĂžrĂłttafĂŠlĂśgum. Við finnum fyrir ĂžvĂ­ að daglegt lĂ­f okkar hefur tekið miklum breytingum. Æfingar og kappleikir hafa fallið niður. Sundlaugar hafa verið lokaðar og einnig lĂ­kamsrĂŚktarstÜðvar. Vissulega hafa einhverjar tilslakanir verið samĂžykktar nĂşna ĂĄ síðustu vikum en Þó er enn langt Ă­ land Ă­ að starfið fari fram með hefðbundnum hĂŚtti. Við Ăžekkjum Ăśll Ăžessa stÜðu ĂžvĂ­ við upplifum hana ĂĄ hverjum degi.

MĂĄlefni Ă­ĂžrĂłttafĂŠlaganna er að sjĂĄlfsĂśgðu rĂŚdd með Ă­tarlegum hĂŚtti ĂĄ vettvangi Ăžeirra sjĂĄlfra. Ă? stjĂłrnum Ăžeirra sem og mismunandi deildarstjĂłrnum Ă­ fjĂślgreinafĂŠlĂśgunum. Ă? KĂłpavogi erum við með fĂŠlag sem heitir Samstarfsvettvangur Ă?ĂžrĂłttafĂŠlaga Ă­ KĂłpavogi og gengur undir heitinu SĂ?K en Ă­ fĂŠlaginu eru Ăśll stĂŚrstu Ă­ĂžrĂłttafĂŠlĂśg KĂłpavogs, Ăž.e.a.s. Breiðablik, HK og Gerpla, GĂłlfklĂşbbur KĂłpavogs og GarðabĂŚjar o.fl. o.fl. Eysteinn P. LĂĄrusson er formaður SĂ?K en hann er einnig framkvĂŚmdastjĂłri Breiðabliks. SjĂĄlfur sit ĂŠg Ă­ stjĂłrn SĂ?K. Ă stjĂłrnarfundum SĂ?K hefur staðan verið til umfjĂśllunar. Þå hefur staðan einnig verið rĂŚdd Ă­ Ă­ĂžrĂłttaråði KĂłpavogsbĂŚjar sem og Ă­ BĂŚjarråði og BĂŚjarstjĂłrn. Ă fundi Ă­ĂžrĂłttaråðs Ă­ nĂłvember Þå var lagt fram minnisblað frĂĄ SĂ?K og mĂŚtti Eysteinn P. LĂĄrusson ĂĄ fund Ă­ĂžrĂłttaråðs og fĂłr hann yfir minnisblaðið. Var minnisblaðinu ĂŚtlað að draga saman stÜðu aðildarfĂŠlaga SĂ?K ĂĄ Ăžessum fordĂŚmalausu tĂ­mum Ă­ Covid 19 faraldrinum. Haft var samband við fĂŠlĂśg innan SĂ?K sem lĂ˝stu Ăžeim ĂĄskorunum sem fĂŠlĂśgin glĂ­ma við. Ăžað er viðeigandi ĂĄ vettvangi Voga að fara yfir helstu ÞÌtti sem minnisblað SĂ?K dregur fram um stÜðu Ă­ĂžrĂłttamĂĄla Ă­ KĂłpavogsbĂŚ ĂĄ Ăžessum fordĂŚmalausu tĂ­mum.

LĂ˝sing ĂĄ ĂžvĂ­ að allar ĂŚfingar hafi legið niðri og að mannvirkin hafi staðið tĂłm stĂłran hluta af ĂĄrinu eru lĂ˝sing sem enginn okkar ĂĄtti von ĂĄ Ă­ upphafi ĂĄrs. Við Ăžekkjum Ăśll vel að venjulega eru Ă­ĂžrĂłttamannvirki KĂłpavogsbĂŚjar stĂştfull af iðkendum. AðildarfĂŠlĂśg SĂ?K hafa reynt eftir fremsta megni að sinna ĂžjĂłnustu með rafrĂŚnum hĂŚtti Ă­ formi heimaĂŚfinga, fyrirlestra o.s.frv. Þå var einnig nefnt að sum fĂŠlĂśg hafi brugðið ĂĄ Ăžað råð að hringja Ă­ sĂ­na iðkendur og hvetja Þå ĂĄfram sem mĂŚltist mjĂśg vel fyrir hjĂĄ foreldrum og forråðamĂśnnum. Viðburðir og mĂłtahald hefur Ăžurft að fella niður Ă­ stĂłrum stĂ­l ĂĄ ĂĄrinu eða Ăžeir haldnir með mjĂśg takmĂśrkuðum hĂŚtti Ăžegar takmarkanir leyfðu slĂ­kt. Hefur Ăžað leitt til Ăžess að fĂŠlĂśgin hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. Ă?ĂžrĂłttafĂŠlĂśgin Ă­ KĂłpavogsbĂŚ eru með mismiklar fjĂĄrhagsskuldbindingar vegna rekstrar. DĂŚmi er um að fĂŠlĂśgin hafa nĂ˝tt sĂŠr Ăžau ĂşrrÌði sem Ă­ boði hafa verið en Ăžau ĂşrrÌði hafa ekki alltaf nĂ˝st Ă­ĂžrĂłttafĂŠlĂśgunum sem skildi. Þó hafa stjĂłrnvĂśld nĂ˝lega komið með nĂ˝tt ĂşrrÌði sem vonir standa við að muni gagnast. Ă? minnisblaðinu var tekið fram að fjĂĄrhagsstaðan heilt yfir vĂŚri ĂĄgĂŚt en mikið kapp var strax

lagt Ă­ að draga Ăşr kostnaði. Ăžað blasi Þó við að ef ĂĄstandið varir mikið lengur Þå sĂŠ ljĂłst að róðurinn mun Ăžyngjast verulega. ĂžvĂ­ er lĂ˝st að fĂŠlĂśgin hafi mĂŚtt miklum skilningur hjĂĄ iðkendum, foreldrum eða forråðamĂśnnum. Ăžað sĂŠu Þó allir orðnir spenntir fyrir ĂžvĂ­ að starf fĂŠlaganna fĂĄi að komast Ăşr fyrsta gĂ­rnum og taka af stað ĂĄ nĂ˝. Ăžannig viljum við hafa Ăžað. BlĂłmlegt Ă­ĂžrĂłttastarf. En fullur skilningur er hins vegar ĂĄ að ĂžvĂ­ að takmarkanir sem Ăžessar eru settar ĂĄ vegna Ăžess að brĂ˝n nauðsyn krefst Ăžess. Þå kom einnig fram að fĂŠlĂśgin Ăłttast að hluti iðkenda skili sĂŠr ekki til baka Ăžegar takmĂśrkunum verði aflĂŠtt. Aukið brottfall eru ĂžvĂ­ ĂĄhyggjuefni. Fylgst verður vel með Ăžeirri ĂžrĂłun. Við vonumst Ăśll til Ăžess að senn takist okkur að komast yfir ÞÌr ĂĄskoranir sem Covid hefur fĂŚrt okkur. Ă–ll sĂśknum við Ăžess að geta fĂŚrt lĂ­f okkar yfir Ă­ hefðbundinn farveg. Ăžar leikur Ă­ĂžrĂłttastarf lykilhlutverk og verður ĂžvĂ­ gaman Ăžegar Ăžað getur hafist aftur með hefðbundnu sniði.

MINNI HAR�SPERRUR STYRKIR ÓNÆMISKERFI�

HåÞróuð nÌring til endurheimtar líkamans og eflingar ónÌmiskerfisins, með hraðri upptÜku nÌringarefna. Notað af afreksíÞróttafólki um allan heim til håmarks årangurs. EinstÜk afurð úr ferskum laxi sem er ríkur af virkum innihaldsefnum: 25 fríar amínósýrur, allar nauðsynlegu amínósýrurnar, BCAA, dí- og trípeptíð, 11 vítamínum og steinefnum. Nånari upplýsingar å unbroken.is Heimsending eða sótt hjå SportvÜrum Kópavogi eða CrossFit Akureyri.


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

16

- D ES EM BER 2020 | BL S.

Hamraborg

- miðbær sem iðar af mannlífi Miklar breytingar eru handan hornsins í Hamraborg en nýlega voru samþykktar breytingar á aðal- og deiliskipulagi. Áhersla verður lögð á að skapa aðlaðandi umhverfi fyrir gangandi og hjólandi, enda henta fá svæði á höfuðborgarsvæðinu eins vel fyrir slíka uppbyggingu og Hamraborgin sökum nálægðar við eina helstu miðstöð almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan fer þaðan í allar áttir og möguleikarnir því miklir.

Núverandi miðbær Kópavogs var hannaður í áföngum á áttunda áratug síðustu aldar, og hafa þarfir og venjur fólks breyst mjög frá þeim tíma. Fyrirhugaðar eru 550 íbúðir á Hamraborgarsvæðinu og mun liggja svonefndur mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, allt frá menningarhúsunum að Kópavogsskóla. Gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð og verða öll bílastæði neðanjarðar. Íbúðir verða í fjölbreyttum stærðum, en hægt verður að kaupa minnstu íbúðirnar án bílastæðis og geymslu sem tilheyrandi lækkun byggingar­kostnaðar. Með þétt­ingu byggðar gefst einnig kostur á að nýta betur þá innviði sem fyrir eru, s.s. skóla, veitu­kerfi, gatna­ lagnir og sömu­leiðis þá þjónustu sem fyrir er veitt á borð við snjó­ mokstur, götulýsingu og fleira. Hamraborgin á vafalaust eftir að vera ofarlega í hugum margra sem velja sér svæði til búsetu þegar upp­byggingunni verður lokið.

17

Róleg jól í Hlégerði eru uppáhalds Þau Ólafur Evert Úlfsson, lögfræðingur hjá Skattinum, og Auður Ýr Jóhanns­dóttir, sér­fræð­ ingur hjá Ríkisendur­skoðun, búa í Hlé­gerði á Kársnesi í Kópa­vogi og eiga tvo syni, þá Evert Marinó, fimm ára, og Emil Óla, eins og hálfs árs. Auður Ýr er Akureyringur í húð og hár, en Ólafur Evert flutti norður á unglings­árum eftir að hafa búið í Reykja­vík bernskuárin. Fyrstu árin eftir að þau fóru að búa bjuggu þau í Hlíðunum í Reykjavík en fluttu skömmu síðar á Kárs­ nesið. Þau kunna mjög vel við sig á Kárs­nesinu og segjast hvergi annars staðar vilja vera. Það sést líklega best á því að fjöl­skyldan hyggst stækka við sig og er leitin á fasteigna­vefjunum afmörkuð við Kárs­nesið. „Það er allt hérna í grenndinni,“ segir Ólafur. „Í tíu mínútna radíus við okkur eru þrjár verslanir, bakarí, sundlaug, líkams­rækt, menningar­ húsin, grunn­skóli og leik­skólar,“ segir Ólafur Evert. Auður tekur í sama streng. Hún segir að fyrir

nokkrum árum hefði hún ekki séð annað fyrir sér en að flytja aftur norður til Akureyrar eftir nám, enda mjög heimakær Akureyringur, og því komi það henni sjálfri líklega mest á óvart að hún sé ekki tilbúin að fara af Kársnesinu. Hún kveðst mjög hrifin af menningarhúsunum og umhverfinu þar í kring. Ekki síst í kringum jól þegar eitthvað sé þar um að vera. „Það er svolítið akureyrsk stemning þá,“ segir hún og brosir. Þau segja marga spennandi hluti að gerast á Kársnesinu og mið­bæjar­ svæðinu í Hamraborg með nýju skipu­lagi. „Við erum mjög spennt fyrir uppbyggingunni í Hamra­ borg sem getur orðið skemmtilegt svæði, mið­stöð verslunar og þjónustu á svæð­inu. Það er kominn tími á breytingar þar,“ segir Óli. Auður Ýr segir líka skemmtilegt að fylgjast með endur­nýjuninni, og endur­bótum, á Kársnesinu. „En við vonum að Kársnesið verði áfram rólegur staður,“ segir hún og undir­strikar mikil­vægi þess að

almennri um­ferð verði ekki hleypt yfir Foss­v ogs­ brú, heldur verði hún aðeins fyrir gangandi, hjól­andi og almennings­ samgöngur. Skýtur Ólafur því inn í að þau segi oft að Kársnesið sé eins konar sveit í borg. „Það eru svo mikil rólegheit yfir öllu hérna.“ Synir þeirra eru báðir á leikskólanum Undralandi og líkar þeim vel á leikskólanum. „Við erum aðdáendur númer eitt að Undralandi,“ segir Ólafur. „Við erum mjög þakklát þeim leikskóla og starfsfólkinu þar. Það er séð frábærlega um strákana okkar,“ bætir hann við. Þau segja það skipta miklu máli að hafa leikskólamálin í lagi, og þar finni þau mikinn mun á Reykjavík og Kópavogi. „Þegar Evert var lítill fluttum við í Kópavoginn en þá var útlit fyrir að hann kæmist

ekki inn í leikskóla í Reykjavík. Eftir að við fluttum komst hann strax inn á leikskóla og þau mál eru í allt öðrum farvegi í Kópavogi en í Reykjavík,“ segir Óli og bætir við að af þeirri ástæðu kæmi Reykjavík líklega ekki til greina ef þú ákvæðu að fara af Kársnesinu. Nefna þau líka að leikskólinn hafi reglulega staðið fyrir viðburðum til þess að láta foreldra barna á leikskólanum hittast, og þannig hafi þau kynnst öðrum foreldrum í hverfinu. „Við erum mjög vanaföst um jólin. Við viljum alltaf vera heima hjá okkur á aðfangadag með strákunum að opna pakka. Jólin eru tími mikillar tilhlökkunar,

sér­staklega hjá þeim eldri,“ segir Ólafur. Auður tekur í sama streng og segir að þeim líði mjög vel í rólegheitum heima um jólin. Ólafur er mjög ástríðufullur í eldhúsinu að eigin sögn og segir hann það hálfgerða hátíð fyrir sig að stússast í eldhúsinu allan daginn á aðfangadag að gera klárt fyrir jólamatinn. „Við höfum alltaf reynt að fara á viðburðina í Gerðarsafni í kringum jól, en það verður líklega minna af því um þessi jól,“ segir Auður. „En þá er það bara sleðabrekkan á Rútstúni. Það er í miklu uppáhaldi hjá strákunum.“

Tekur margt jákvætt frá 2020

Gleðin kemur innanfrá Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

Árið sem er að líða hefur verið viðburðarríkt hjá Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, en hún greindist smituð af Covid-19 tveimur dögum eftir leik Breiðabliks og KR í úrvalsdeild kvenna, og var nafn hennar komið í fjölmiðla seinna sama dag og hún fékk fréttirnar. Fjölskylda hennar kærði nafnbirtinguna til Persónuverndar og Blaðamannafélags Íslands og komst siðanefnd Blaðamannafélagsins að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaður og ritstjórar fjölmiðilsins hefðu gerst brotlegir við siðareglur félagsins. Hún hefur ekki enn fengið afsökunarbeiðni frá fjölmiðlinum. „Ég fékk símtal og vissi strax hvað væri um að vera,“ segir Andrea Rán en hún hafði greinst neikvæð í landamæraskimun þegar hún kom heim frá Bandaríkjunum. „Ég fer í algjört sjokk. Það fer allt af stað í hausnum á mér, ég náði ekki að hugsa en það var einhvern veginn allt í gangi á sama tíma.“ Andrea hringdi strax í fjölskylduna og sitt nánasta umhverfi þegar hún fékk fréttirnar, og skömmu síðar var hún byrjuð að kortleggja ferðir sínar með rakningadeild almannavarna. „Skömmu síðar fæ ég skilaboð á Facebook frá vinkonu minni þar sem er skjáskot af frétt. Þar er búið að nafngreina mig, og ég var ekki búin að tala til dæmis við Breiðablik og stelpurnar í liðinu,“ segir hún og bætir við að nafnbirtingin hafi tekið sinn toll. „Ég vissi að ég væri búin að setja Íslandsmótið á hliðina, á þessum tíma var sóttkvíin 14 dagar, og Covid-19 stórt mál. Ég vissi strax að áður en langt um liði yrði þetta komið á aðrar fréttasíður,“ segir hún.

Íslandsmeistaratitli með Breiðablik. „Þetta var mjög skrýtið ár. Tímabilið var af og á til skipts. Það komu pásur, en svo hélt það áfram. Áhorfendur leyfðir og svo áhorfendur bannaðir. Maður var alltaf að aðlagast og þetta var langt frá því að vera venjulegt sumar,“ segir Andrea. Hún segir þó að faraldurinn hafi þjappað leikmanna­ hópnum betur saman. „Mér fannst viðhorfið hjá stelpunum mjög jákvætt eftir sóttkvína. Við náðum alltaf að snúa mótlæti í eitthvað jákvætt og ég held að það hafi hjálpað okkur með að ná markmiðunum. Ef þetta ár hefur kennt manni eitthvað er það að þótt á móti blási þýðir ekki að gefast upp,“ segir Andrea. „En súrast er örugglega að hafa ekki getað klárað bikarinn. Við vildum vinna tvöfalt,“ segir Andrea en Breiðablik var komið í undanúrslit í bikar þegar mótið var blásið af. „Og svo hef ég prófað að verða Íslandsmeistari í gegnum Zoom. Það eru ekki margir sem geta státað sig af því,“ segir hún og hlær.

Varð Íslandsmeistari í gegnum Zoom ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali.

Andrea segir að henni þyki magnað hvað hún geti þó tekið margt jákvætt úr úr þessu á endanum. „Ég fékk ótrúlega mikinn stuðning, og er mjög þakklát fjölskyldunni fyrir að hafa staðið þétt við mig í gegnum þessa furðulegu tíma,“ segir hún. En þrátt fyrir þetta leiðindamál var 2020 gott ár fyrir Andreu. Hún útskrifaðist í vor sem viðskiptafræðingur frá University of South Florida og fagnaði

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikmaður Breiðabliks.


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

18

Nokkur orð um Arnarnesveg Það er kaldhæðnislegt að fáeinum mánuðum eftir að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér samgöngu­ sáttmála um stórbættar samgöngur á höfuð­borgarsvæðinu fari Reykjavíkurborg gegn tillögu Vegagerðarinnar um hag­ kvæmustu og bestu tillögu að gatnamótum Arnarnes­vegar og Breiðholtsbrautar. Einhvers­staðar teldist það til tíðinda að póli­tíkin hlustaði ekki á sérfræðingana og raunar er það umfjöllunarefni út af fyrir sig af hverju Reykjavíkurborg

skuldbindur sig til þess að tryggja greiðar, hagkvæmar og skilvirkar samgöngur á höfuð­borgarsvæðinu, með uppbyggingu innviða allra samgöngumáta sem er eitt af höfuðmarkmiðum sam­komulagsins, en gengur svo á bak orða sinna áður en blekið nær að þorna á sáttmálanum. En svona er víst lífið og það verður í öllu falli spennandi að fylgjast með framkvæmd samgöngusáttmálans þegar sveitarfélög túlka sáttmálann hvert með sínu nefi.

Intense Dijon

Andri Steinn Hilmarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar og varabæjarfulltrúi.

Ljósastýringin ekki á helstu leiðum fólks

En við viljum Arnarnesveg strax og tillagan sem er á borðinu er ekki eins slæm og hún kann að hljóma í fyrstu, enda gerir hún ráð fyrir mislægum gatnamótum. Bara ekki eins afkastamiklum og besta tillaga Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir. Það er ljósastýring á hluta gatnamótanna, en ekki á helstu leiðum fólks í og úr efri byggðum. Þannig getur sá sem keyrir frá heimili sínu t.d. í Álfkonuhvarfi ekið til vinnu vestur í bæ án þess að lenda án ljósum fyrr en komið er að gatnamótum Jaðarsels og Breiðholtsbrautar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Flöskuhálsar á helstu leiðum fólks sem aka Arnarnesveginn verða í Reykjavík. Þetta kom m.a. fram í máli sérfræðinga Vega­gerðarinnar á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Kópa­vogsbæjar á dögunum.

Klárum þessa framkvæmd

Eftir á að hyggja hefði auðvitað átt að fá útfærslur hverrar framkvæmdar sem heyrir undir höfuðborgarsáttmálann skriflegar fyrirfram. Samgöngusáttmálinn var gerður í góðri trú og var því ekki talin þörf á slíku enda koma markmið samgöngusáttmálans skýrt fram, þ.e. uppbygging greiðra og skilvirkra samgangna, um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag og um aukið umferðaröryggi. Ég tel farsælast fyrir Kópavogsbúa og höfuðborgarsvæðið allt að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið hið snarasta. Vegagerðin hefur ekki áhyggjur af afköstum gatnamóta þeirra sem nú liggja fyrir, og það áratugi fram í tímann. Mín skoðun er að skoða þarf betur umferðarflæði inn og úr hverfinu ásamt fyrirhuguðum ljósastýringum við Breiðholtsbraut. En það þarf að gerast hratt og vel. Klárum þessa framkvæmd.

Kæru Kópavogsbúar, við bjóðum ykkur velkomna í nýju verslunina okkar að Dalvegi 32b

Síðumúla 22 og Dalvegi 32b | Sími 517 0404 | serefni.is | Opið kl. 8-18 virka daga og kl. 10-16 á laugardögum á Dalvegi


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

20 Halla Karí Hjaltested - Vara bæjarfulltrúi

Eru ungabörnin okkar á réttum stað? Rannsóknir sýna að fyrstu tvö árin í lífi barns hafa ótvíræð áhrif á framtíð þess. Kærleiksrík samskipti á þessum viðkvæmu árum leggja mikilvægari grunn að framtíðar heilbrigði einstaklinga en nokkurt annað æviskeið. Ungabörn gera kröfur til foreldra sinna allan sólarhringinn og þau þurfa einstaklingsbundna umönnun frá fólki sem þykir vænt um þau, enginn getur sinnt því hlutverki betur en foreldrar þess eða forráðamenn.

Meðalævilengd á Íslandi er á bilinu 80-84 ár og ef við veltum þessum tölum fyrir okkur í stóra samhenginu, þá er ekki óeðlilegt að þessi tvö ár fari í að sinna ósjálfbjarga barni sem við sjálf ákváðum að eignast? Því miður hefur ekki verið tekið nægilega mikið tillit til þarfa barna hvað varðar ákvarðanir og umræðu um fæðingarorlof undanfarna áratugi. Nýjasta dæmið er starfshópur félags- og barnamálaráðherra sem skilaði tillögum nýverið varðandi lengingu orlofs í 12 mánuði. Í hópnum voru hinir ýmsu hagsmunahópar vinnumarkaðarins en hvergi var að finna sérfræðinga í málefnum barna, t.d. ungbarnavernd heilsugæslunnar, forsvarsmönnum leikskóla eða sérfræðingum í málefnum barna eða foreldra.

Hver eru langtímaáhrif af fjarveru ungra barna frá foreldrum?

Ítrekaðar kröfur um ungbarnaleikskóla og lægri inntökualdur barna eru háværar og telja

margir að sú ráðstöfun að koma níu mánaða gömlu barni inn á stofnun í 8 klukkustundir á dag geri samfélagið okkar betra. Ég leyfi mér að efast stórlega í þeim efnum og finn satt að segja til með þessum litlu, ómálga krílum sem eru fjarri móður-og föður armi svo stóran hluta dagsins. Starfsfólk reynir allt sem í þeirra valdi stendur en óneitanlega fer barnið á mis við óskipta athygli, augnatillit, rólegheit og uppörvun foreldra, sem eru jú helstu aðdáendur barnsins. Leikskólinn hefur margt gott fram að færa en spurning hvort fullur vinnudagur séu full mikil byrði fyrir litlar sálir. Í ljósi þess að mikið er rætt um vanlíðan barna í skólum landsins er líklega kominn tími til að hugsa upp á nýtt. Gæti það verið að of mikil fjarvera frá foreldrum á mótunarárum valdi þeim kvíða og öryggisleysi seinna á æviskeiðinu? Þar til að fæðingarorlofsréttur verður orðin um tvö ár þurfum við að huga að lausnum í málefnum ungbarna. Kostnaður við eitt leikskólabarn á mánuði fyrir utan

framlag foreldra er í kringum 300 þúsund krónur á mánuði. Stjórnvöld gætu komið til móts við foreldra með því að taka upp svokallaðan heimastyrk til foreldra með raunhæfum upphæðum svo að þær séu raunverulegur valkostur fyrir fjölskyldur. Vinnumarkaðurinn getur einnig tekið þátt í þessum aðgerðum með sveigjanlegum vinnutíma og áframhaldandi styttingu vinnuvikunnar sem ætti t.d. einungis við í tilfelli foreldra sem eru með börn yngri en tveggja ára.

Fjölskyldan á að ráða skiptingu fæðingarorlofsins milli foreldra

Mín skoðun er sú að börn undir tveggja ára aldri ættu aldrei að eyða stórum hluta dagsins í umsjá annarra, og lýsi ég þó engu vantrausti á þá sem annast börnin á leikskólum. Mín tilfinning og viðmið veita mér fullvissu um að við erum ekki á réttri leið í þessum efnum. Ég hef starfað mikið með börnum í gegnum tíðina og tel mig hafa

ágætis innsæi í hugarheim þeirra og þarfir. Nýtt frumvarp um fæðingarorlof hefur nú verið lagt fram á Alþingi. Samkvæmt því hefur foreldrum verið gefin jafn langur réttur til fæðingarorlofstöku eða 6 mánuðir á hvort foreldri, þar sem einungis einn mánuður er framseljanlegur. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að ekki henti fjölskyldum að deila orlofi jafnt á milli foreldra, heldur geti það þjónað hagsmunum barnsins betur að annað foreldrið taki lengar orlof. Þar af leiðandi finnst mér mikilvægt að foreldrar eigi að hafa frelsi til þess að ráðstafa orlofi sínu á þann hátt sem það telur þjóna hagsmunum fjölskyldunnar og barnsins sem best. Við þurfum að hlúa betur að framtíð landsins og það gerum við með því að styðja við bakið á fjölskyldum og veita þeim tækifæri til þess að annast börnin sín í meira mæli en nú tíðkast.


- DE S E M B E R 2 0 2 0 | BLS.

22

Fyrirliðinn gerir laufa­ brauð á gamla mátann Ásthildur Helgadóttir Kristín Egils­dóttir sviðs­stjóri umhverfissviðs. sviðs­stjóri fjár­mála­sviðs.

Pálmi Þór Másson sviðsstjóri stjórn­sýslu­sviðs.

Sviðsstjórar ráðnir til Kópavogsbæjar Pálmi Þór Másson hefur verið ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar og Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs. Bæjarstjórn samþykkti tillögurnar á bæjarstjórnarfundi síðasta þriðjudag. Kristín var valin úr hópi 65 umsækjenda og kemur frá Nóa Síríus þar sem hún hefur verið fjármálastjóri frá árinu 2013 en þar áður var hún fjármálastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Pálmi var ráðinn úr hópi 65 umsækjenda en hann hefur starfað hjá Kópavogsbæ frá 2012. Fyrst um

sinn sem bæjarlögmaður en frá 2019 sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. Þar áður var Pálmi hjá Álftanesi, fyrst sem bæjarlögmaður og starfsmannastjóri, en síðar sem bæjarstjóri, á árunum 2009 til 2012. Þá var Ásthildur Helgadóttir ráðin sviðsstjóri umhverfissviðs í október. Hún var valin úr hópi 87 umsækjenda. Ásthildur er með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og með B.E. gráðu í verkfræði frá Vanderbilt háskólanum í Bandaríkjunum.

„Viðtökurnar hafa verið vonum framar,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í knattspyrnu, sem stofnaði á dögunum laufabrauðsgerð undir merkinu Gamli bakstur. „Mig langaði að bjóða upp á laufabrauð í upprunalegri mynd, bæði í útliti og bragðgæðum,“ segir hann. Hugmyndin kviknaði á aðventunni í fyrra og ákvað Höskuldur þá að næstu jól skyldi hann verða klár með sína eigin framleiðslu að uppskrift frá ömmu hans heitinni frá bænum Eiði á Langanesi. „Hún fékk uppskriftina frá ömmu sinni þannig þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldunni í marga ættliði,“ segir Höskuldur. Það kemur því ef til vill lítið á óvart að foreldrar hans hafi verið mjög áhugasöm og hjálpsöm þessi fyrstu jól fyrirtækis hans í rekstri. Laufabrauðið fæst í Hagkaupsverslunum um allt land. „Ég er búinn að fá mjög góð viðbrögð við laufabrauðsbitunum en mér heyrist flestir sem keyptu hátíðarlaufabrauðið vera að spara það alveg fram á aðfangadag,“ segir Höskuldur en hátíðarlaufabrauðið er aðalsmerki framleiðslunnar og er handgert, þunnt, skorið og flett laufabrauð eins og það gerist best að norðlenskum hætti. Höskuldur segist þegar hafa ákveðið að færa út kvíarnar fyrir næstu jól og auka við framleiðsluna. „Ég ætla að bíða með að fara í framleiðslu allt árið um kring á meðan allt er á fullu í fótboltanum og skólanum, og tíminn af skornum skammti, en ég ætla að auka við framleiðsluna á hátíðarlaufabrauðinu og eins bjóða upp á ósteikt laufabrauð,“ segir hann.

t r o k r a d vil Allir kaupendur og seljendur fá

Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í knattspyrnu

hjá eftirfarandi fyrirtækjum

Vogar mæla með

Hægri hliðinni

- hlaðvarpi Sjálf­ stæðis­flokksins

Hægri hliðin Frá því í apríl á þessu ári hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið úti öflugri hlaðvarpsrás. Undir hlaðvarpsrásinni má finna ýmsa þætti sem ýmist eru í umsjón þingmanna, félaga eða starfsmanna Sjálfstæðisflokksins og fjallað er um stjórnmálin frá ýmsum sjónarhornum. Hægt er að nálgast alla þættina frá upphafi á öllum helstu hlað­varps­ veitum – auðvitað að kostnaðar­ lausu, þ.á.m. á Spotify og Youtube en á síðarnefndu efnisveitunni er hægt að horfa á hlaðvarpsþættina í mynd. Meðal þáta sem heyra undir Hægri hliðina er Pólitíkin, umræðuþáttur um stjórnmál, Gjallarhornið, umræðuþáttur á vegum Heim­ dallar, Loftlagsráð á vegum Loftlags­ráðs Sjálfstæðis­flokksins, Verka­lýðsarmurinn í umsjón Jóns Ragnars Ríkharðssonar, for­ manns Verkalýðsráðs og þættir í umsjón þingmannanna Óla Björns Kárasonar, Bryndísar Haralds­ dóttur, Njáls Trausta Friðbertssonar og Vilhjálms Árnasonar.

Bæjarlind 4 - Sími: 510 7900 fastlind.is - nyjaribudir.is


AF HVERJU STOPPA? NÝR TOYOTA YARIS HYBRID

Yaris verð frá: 3.240.000 kr. Yaris Hybrid verð frá: 3.770.000 kr.

Nýr Hybrid = 100% afsláttur af lántökugjöldum. Sjá nánar á toyota.is

3+4 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

SPORLAUS

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 570 5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 460 4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 420 6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 480 8000

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 7 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Gildir eingöngu um bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Birt með fyrirvara um villur.