Page 1

Skólar í fremstu röð 3

Ármann Kr. Ólafsson skipar 1. sætið

B l a ð

Ekki bara í skólamálum 8

Hugsar um næstu kynslóð

Margrét Friðriksdóttir skipar 2. sætið

6

s j á l f s t æ ð i s m a n n a

í

Guðmundur Geirdal skipar 5. sætið

K ó p a v o g I

Eldri borgarar fari frítt í sund 2

Stefnuskrá Sjálfstæðis­ flokksins í bænum mótuð

2. tbl. 64. árg.

Apríl 2014

Gleðilega páska! Þessir krakkar tóku þátt í páskaeggjaleit Eddu, félags sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, um síðustu helgi og fundu þessi fínu páskaegg. Sól fer nú stöðugt hækkandi, sennilega fer að verða óhætt að afklæðast hlýjustu vetrarfötunum og bjóða sumarið velkomið. Sumardagurinn fyrsti er 24. apríl nk.


2

Apríl 2014 frá 1950

Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára 19 Sími: 554 64 10 Netfang: xdkop@xdkop.is Ritstjórn: Geir A. Guðsteinsson Ábyrgðarmaður: Bragi Michaelsson Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Jón Ingi Stefánsson Dreifing: Pósthúsið Upplag: 12.500 þúsund eintök

Dreift á öll heimili í Kópavogi

Kjósum XD fyrir Kópavog 31. maí Leiðari

V

ið sem höfum búið lengi í Kópavogi og fylgst með bæjarfélaginu eflast og stækka erum hreykin af okkar bæjarfélagi vegna þess fyrst og fremst að það hefur um árabil veitt bæjarbúum góða og öfluga þjónustu. Umræða hefur staðið yfir í bæjarstjórn Kópavogs hvert starfshlutfall bæjarfulltrúa eigi að vera og hvort tímabært sé að starfið verði fullt starf. Bæjarfulltrúar eru kjörnir á fjögurra ára fresti og eiga að vera stjórn bæjarfélagsins á kjörtímabilinu sem er fjögur ár. Bæjarfulltrúum er ekki ætlað að vera starfsmen bæjarins í þeim skilning að það sé þeirra hlutverk að vera í daglegri stjórn þeirra. Hlutverk bæjarfulltrúa er að hafa eftirlit með og fylgja eftir pólitískum ákvörðunum um þau verkefni sem bæjarstjórn ákveður við gerð fjárhagsáætlunar á hverjum tíma. Það er þeirra hlutverk að vera fulltrúar allra bæjarbúa og tryggja að þjónusta bæjarins sé í samræmi við lög og skyldur sveitarfélagsins. Bæjarstjórn fundar tvisvar í mánuð og standa fundir frá tveimur upp í átta klukkustundir í senn. Vissulega verður bæjarfulltrú að undirbúa sig fyrir fundi og afla sér vitneskju um málefni sem til umræðu er á hverjum tíma. Að sitja í bæjarstjórn hefur alltaf verið hlutastarf og á vissan hátt samfélagsleg skilda íbúa í sveitarfélaginu sem til þess veljast á hverjum tíma. Hafa verður það í huga að ekki er hér um fullt starfa að ræða og erfitt er að hafa sannfæringu fyrir því að svo eigi að vera. Hinsvegar er eðlilegt að greiða sanngjarna þóknun fyrir þessa vinnu og ábyrgð sem henni fylgir. Bæjarfulltrúar sem aðrir verða þó að hafi í huga að síðastliðin sex ár hafa allir Íslendingar orðið að taka á sig miklar byrðar vegna efnahagshrunsins sem hér varð. Því verður bæjarstjórn Kópavogs að gæta aðhalds og hófsemi í greiðslu til bæjarfulltrúa fyrir þá vinnu sem þeir leggja að mörkum.

Sterkur framboðslisti

„Sjálfstæðis­ flokkurinn er reiðubúinn til þess að veita þessum verk­ efnum forystu“

Listi Sjálfstæðisflokksins er mjög frambærilegur, skipaður öflugum einstaklingum og eru þar öflugar konur í aðalsætum listans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forustu hér í bænum um árabil og á stóran þátt í þeim miklu framförum sem hér hafa verið. Skóla-og leikskólamál eru í miklu betra ástandi hér í Kópavogi ,en í nágrannasveitarfélögum og er áberandi í allri pólitískri umræðu hvað íbúar í Kópavogi eru miklu ánægðari með þessa þjónustu í Kópavogi en íbúar t.d. í Reykjavík. Á því kjörtímabili sem nú er senn á enda hefur bæjarstjórn Kópavogs lagt mikla áherslu á niðurgreiðslu skulda bæjarins og er það vel. Enn um sinn verður bæjarstjórn að leggja sömu áherslu á að skuldir bæjarins lækki og að rekstur bæjarins verði innan þeirra marka sem tekjur bæjarsjóðs leyfa. Sú hraða uppbygging sem hér var og gert hefur Kópavog að svo öflugu sveitarfélagi sem raun ber vitni gefur okkur Kópavogsbúum aukin tækifæri á komandi árum. Á komandi kjörtímabili verður lögð áhersla á þéttingu byggðar og þegar hefur verið lögð áhersla a nýja byggð. Þjónustustofnanir eru að mestu fyrir hendi til að mæta þjónustu fyrir grunnskólanna en byggja verður upp þjónustu fyrir leikskóla. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn til þess að veita þessum verkefnum forystu og tryggja að áframhald verið á góðri þjónustu fyrir alla bæjarbúa. Því verður auðvelt fyrir bæjarbúa að kjósa XD fyrir Kópavog 31. maí nk. Bragi Michaelsson formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi

Minningarsteinninn afhjúpaður, neðan við Digraneskirkju.

Drukknum systkinanna frá Hvammskoti minnst Um 150 manns tóku þátt í minningarathöfn við Kópavogslæk.

U

m 150 manns tóku þátt fyrir skömmu í minningarathöfn um systkinin frá Hvammkoti, en tvö systkinanna á unglingsaldri drukknuðu í læknum á leið sinni frá Reykjavík árið 1874. Þriðja systkinið, stúlka, sem var með í för komst af við illan leik. Við athöfnina var afhjúpaður minningarskjöldur um atburðinn. Við athöfnina las Arnhildur Jónsdóttir leikkona las kvæði Matthíasar Jochumssonar ,,Börnin frá Hvammkoti“, sr. Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju flutti ávarpsorð og fjallaði um atburðinn. Kópavogslækurinn tifar létt um máða steina og vekur að jafnaði litla athygli hjá þeim sem þeysast eftir Hafnarfjarðarveginum yfir lækjarósinn við Kópavoginn. Sigfús Halldórsson sem nýkjörinn heiðursborgari Kópavogs 27. mars 1994 hélt myndlistarsýningu sem snerist einvörðungu um Kópavogslækinn undir nafninu „Lækur tifar“. Lækurinn er vel brúaður og vatnasvið hans án efa breytt verulega frá því sem áður var vegna byggðar og framræslu. Kópavogslækurinn á

upptök sín í Breiðholtsmýri og rennur sunnan við Digraneshálsinn eftir Kópavogsdalnum út í Kópavog, um land hinna gömlu lögbýla Breiðholts, Fífuhvamms og Kópavogs og var á kafla landamerki Digraness og Fífuhvamms. Lækurinn hefur einnig verið kallaður Hvammkotslækur. Vitað er til þess að hann hafi verið kallaður Breiðholtslækur, Digraneslækur og Fífuhvammslækur. Á árunum 1863-1874 bjuggu í Hvammkoti í Seltjarnarneshreppi þau Árni Björnsson og Salvör Kristjánsdóttir. Búskap sinn hófu þau á móti föður Árna, Birni Pálssyni prófasti að Heiðarbæ í Þingvallasveit 1845 í tvö ár en þá reistu þau sér nýbýli að Fellsenda í sömu sveit 1847 og bjuggu þar í ellefu ár eða þar til þau fluttust að Brautarholti á Kjalarnesi þar sem þau bjuggu í fimm ár. Þaðan fluttust þau að Hvammkoti og bjuggu þar í ellefu ár. Sunnudaginn 1. mars 1874 fóru 3 ungmenni, börn Árna bónda Björnssonar á Hvammkoti í Seltjarnarneshreppi til kirkju í Reykjavík, meðfram til að fylgja Steinþóru Þorkelsdóttur frænku sinni sem var í

fóstri í Hvammkoti og gekk til prestsins. Þessi börn voru Þórunn (f. 27. 9. 1855), Sigríður Elísabet (f. 14. 6. 1857) og Árni (f. 17. 1. 1859). Leysing var áköf um daginn og hafði Kópavogslækur vaxið mikið. Þegar börnin komu að honum á heimleiðinni var mikill straumur í honum, orðið áliðið dags og dimmt. Freistuðust þau til að komast yfir hann á broti sem þeim þótti tiltækilegast og leiddust, pilturinn á undan, yngri stúlkan næst og eldri stúlkan síðust. Þau óðu lækinn í hné og drengurinn sem gekk á undan hafði staf í hendi, en í miðjum læknum missti hann fótanna og datt, því hált var í botninum. Straumurinn reif hann þegar með sér og ætlaði þá yngri stúlkan að grípa til hans, en missti þá einnig fótanna og að líkindum hin stúlkan eins. Samkvæmt Víkverja raknaði yngri stúlkan við og hafði hana þá rekið upp á lækjarbakkann 80 föðmum neðar en hún hafði lagt út í lækinn, en hún sá ekkert til hinna barnanna. Henni skolaði á grynningu og gat hún þar fótað sig segir í frásögn Þjóðólfs. Hún fór þegar heim og sagði hvað að hefði borið.

Frítt í sund fyrir börn og eldri borgara Frambjóðendur eru nú í óða önn að vinna stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Góð stemning er í frambjóðendahópnum og mikill hugur í fólki. Að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra og oddvita flokksins verður lagt upp með að Kópavogur skari áfram fram úr á sem flestum sviðum. Aðspurðir sögðu frambjóðendur að traustur rekstur og niðurgreiðsla skulda væri að skapa ákveðið svigrúm í rekstri sveitarfélagsins. Ekki vildu þau að svo stöddu gefa upp stefnuskrána að öðru leyti en því að frítt yrði í sund fyrir eldri borgara og börn upp að 10 ára aldri.

Í Salalaug á sumardegi.


3

Apríl 2014

Skólar í fremstu röð

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og skipar 1. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

G

óður rekstur Kópavogssbæjar og niðurgreiðsla skulda er forsenda nýrrar sóknar í skólum bæjarins. Leikskólarnir eru fyrsta skólastigið og í þeim er lagður grunnurinn að þeim skólabrag sem á eftir að fylgja börnunum í gegnum allan grunnskólann. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að bærinn setji sér háleit markmið um faglegt starf í leikskólunum. Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leiksskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því á næsta kjörtímabili tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitarfélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leiksskólunum. Markmiðið til lengri tíma litið er að fjölga leiksskólakennurum. Einungis sex leikskólakennarar eru að útskrifast í vor og því er það mikið áhyggjuefni hversu lítil endurnýjun er í stéttinni. Það verður því að finna leiðir til þess að gera starf leiksskólakennara eftirsóknavert og þar mun Kópavogsbær leggja sitt lóð á vogaskálarnar.

Grunnskólar

Margumtöluð Pisa-rannsókn kom vel út fyrir Kópavog þar sem nemendur í grunnskólum bæjarins stóðu sig almennt mjög vel. Nemendur eru að bæta árangur sinn frá síðustu rannsókn sem gerð var 2009. Í kjölfar hagræðingar í rekstri þá eru þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýna að gæði skólastarfsins hefur haldist hátt og vel hefur verið haldið á spilunum bæði á skólaskrifstofunni sem og úti í skólunum. Við getum því verið

Kópavogi í samanburði við sambærileg sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og þá er lesskilningur í Kópavogi svipaður og í sambærilegum sveitarfélögum í Danmörku og Noregi. Rétt er þó að leggja áherslu á að Pisa rannsóknin er bara einn mælikvarði og því verður að horfa til fleiri mælinga eins og samræmdra prófa en þau hafa verið að koma vel út fyrir Kópavog. Síðast en alls ekki síst þá er fær viðhorf nemenda til skólaumhverfisins í Kópavogi hæstu einkunn og hefur samband nemenda og kennara verið að styrkjast. Því er hins vegar öfugt farið í sambærilegum sveitarfélögum á hinum Norðurlöndunum.

Ný sókn á traustum grunni Ármann Kr. Ólafsson

„Margumtöluð Pisa-rannsókn kom vel út fyrir Kópavog þar sem nemendur í grunnskólum bæjarins stóðu sig almennt mjög vel“ stolt af skólunum okkar og í samanburði við Norðurlönd þá stöndum við jafnfætis og jafnvel framar en þau. Stærðfræðiþekking er til dæmis hærri í Kópavogi en í sambærilegum sveitarfélögum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þegar litið er til lesskilnings þá er hlutfall þeirra sem geta lesið sér til gagns hátt í

Grunnurinn er því góður til frekari sóknar í skólum Kópavogs og munum við auka svigrúm þeirra til sérhæfingar og sóknar sem rúmast innan aðalnámskrár. Verkefni bæjarins er að tryggja góða umgjörð og má í því samhengi nefna að nú er verið að setja þráðlaust net í alla leik- og grunnskóla bæjarins. Með því er skólunum tryggt að þeir geta verið í fremstu röð að nýta sér upplýsingatækni í kennslu og ættu þar með að geta tileinkað sér hratt nýjungar í kennsluháttum. Við leggjum áherslu á skýrari markmiðasetningu ekki síst í undirstöðugreinunum; lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Sameiginlegt markmið okkar allra er að í Kópavogi séu skólarnir okkar áfram í fremstu röð. Til þess að svo geti orðið þarf að fylgja málum eftir af festu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa öflugu fólki sem hefur lagt áherslu á menntamál í sínum málflutningi. Sjálfstæðisflokkurinn heitir því að leggja áherslu á nýja sókn og taka forystu í eflingu skólastarfs á næsta kjörtímabili.

Þróun lesskilnings Sveitarfélög með 15–100 þúsund íbúa á Norðurlöndunum 540 530 520 510 500 490 480 470 460

PISA 2000

PISA 2003

PISA 2006

PISA 2009

PISA 2012

 Kópavogur  Reykjavík  Hafnarfjörður  Öll norðurlöndin

Þróun stærðfræðilæsis Sveitarfélög með 15–100 þúsund íbúa á Norðurlöndunum 540 530 520 510 500 490 480 470 460

PISA 2000

PISA 2006

PISA 2009

PISA 2012

 Kópavogur  Reykjavík  Hafnarfjörður  Öll norðurlöndin

Vortónleikar Karlakórs Kópavogs:

Norður sæfáka byrinn ber K

Jökull Máni Þrastarson, nemandi í 10. bekk Kópavogsskóla, sýnir gott fordæmi með því að nota hjálm undantekningalaust þegar hann kemur hjólandi í skólann.

Reiðhjólanotkun krefst hjálms

N

ú þegar vora tekur fjölgar reiðhjólum í umferðinni í Kópavogi sem og annars staðar á landinu. Um leið fjölgar því miður slysum á reiðhjólafólki. Nokkur brögð hafa verið að því að börn og unglingar hafi verið hjálmlaus á ferð á hjólum sínum og því þarf að breyta. Á hverju ári bjarga hjálmar reiðhjólafólki frá dauða eða alvarlegum slysum og því hvetur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu foreldra og forráðamenn til að sjá til þess að börn og unglingar séu ekki

hjálmlaus á ferð á reiðhjólum. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sína fordæmi og setja upp hjálma, því börn læra það sem fyrir þeim er haft. Einnig er bent á mikilvægi þess að geyma reiðhjól á eins öruggum stað og unnt er og alls ekki skilja þau eftir ólæst. Ef illa fer, og hjóli er stolið, getur komið sér vel ef eigandinn hefur raðnúmer þess tiltækt. Það auðveldar lögreglu að koma því til skila ef það á annað borð kemur í óskilamunadeild hennar.

arlakór Kópavogs var stofnaður 16. október 2002 og er því nú á sínu 12 starfsári og telur nú yfir 60 söngmenn en Garðar Cortes hefur stjórnað kórnum frá 2011. Vortónleikar kórsins verða 1. maí og 3. Maí nk. í Salnum og á efnisskrá eru hefðbundin karlakórslög í bland við önnur óhefðbundin lög, útsett fyrir karlakóra. Kórinn leitast við að túlka hljóma úr angurværum rómantískum ljóðum upp í tóna úr harmþrungnum hetju- og ættjarðaróðum. Frá hvísli þagnarinnar upp í tónstyrk sem aldrei væri morgundagurinn. Efnisskráin mun spegla þessar áherslur og vonandi skilja áheyrendur eftir með einstaka minningu um mátt söngradda 60 karla í hljómfalli. Er óhætt að segja að kórinn hafi dafnað vel undir stjórn Garðars og hafa tónleikar kórsins vakið vaxandi athygli. Hægt er að nálgast miða á vefsíðunni midi.is eða beint í miðasölu Salarins.

Samkórinn á afmæli Kópavogsbæjar

Samkór Kópavogs verður með tónleika sunnudaginn 11. maí í Digraneskirkju, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Sungin verða íslensk þjóðlög í bland við erlend lög, m.a. eftir Jórunni Viðar, John Rutter og Andrew Lloyd Webber. Í tilefni afmælisdags Kópavogsbæjar mun kórinn einnig synga utandyra, á torgum eða annars staðar, en sú dagskrá hefur ekki verið mótuð. Samkór Kópavogs verður 50 ára árið 2016.

Stjórnandi kórsins er Friðrik Kristinsson, en hann tók við stjórn hans haustið 2013.

Kvennakór Kópavogs, undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, var með sína tónleika fyrir nokkru síðan.


Framboðslisti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi 31. maí 2014

í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri

Kosið er í Hlíðarsmára 19, 8. febrúar kl. 08.00 - 18.00. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri og merkja við þá með tölustöfunum 1 til 6, eftir því í hvaða sæti frambjóðendur eru kosnir. 1

Margrét Friðriksdóttir skólameistari

Anný Berglind Thorstensen

Jón Finnbogason lögmaður

7

Andri Steinn Hilmarsson háskólanemi

Andri Steinn Hilmarsson

Áslaug Thelma Einarsdóttir verkefnastjóri

13

Ólafur Örn Karlsson viðskiptafræðingur

Hjördís Ýr Johnson

Jón Haukur Ingvason framkvæmdastjóri

19

Sigríður Kristjánsdóttir

lektor í skipulagsfræði

2

Karen E. Halldórsdóttir

Ms mannauðsstjórnun

Jóhann Ísberg

8

3

Hjördís Ýr Johnson kynningarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson

9

Anny Berglind Thorstensen

hjúkrunar-og viðskiptafræðingur

14

deildarstjóri

Aðalsteinn Jónsson

20

15

Ása Inga Þorsteinsdóttir

Stefán Runólfsson

fv. framkvæmdastjóri

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi

21

10

háskólanemi

heilsuhagfræðingur

Gunnsteinn Sigurðsson fv. bæjarstjóri

www.xdkop.is

sjómaður

16

háskólanemi

Jón Finnbogason

22

Margrét Björnsdóttir bæjarfulltrúi

6

11

Kjartan Sigurgeirsson kerfisfræðingur

12

Kjartan Sigurgeirsson

Þórir Rúnar Geirsson lögreglumaður

5

Lárus Axel Sigurjónsson

Rakel Másdóttir

Margrét Friðriksdóttir

Lovísa Ólafsdótttir

Margrét Björnsdóttir

Guðmundur Geirdal

Þóra Margét Þórarinsdóttir

Gunnlaugur Snær Ólafsson

Karen Elísabet Halldórsdóttir Gunnlaugur Snær Ólafsson

4

17

Þórdís Helgadóttir hárgreiðslumeistari

Guðmundur Gísli Geirdal

18


5

Apríl 2014

„Meirihlutinn hefur nálgast stjórn á fjármálum bæjarins með ábyrgum hætti“ –segir Andri Steinn Hilmarsson sem er í 8. sæti.

F

yrstu ár ævi minnar bjó ég í Vestmannaeyjum þar sem pabbi var að vinna hjá sýslumannsembættinu. Eftir um tvö ár flytur fjölskyldan í Kópavog þar sem ég hef búið síðan í foreldrahúsum. Fyrstu minningar mínar eru því úr Kópavogi. Ég er tvítugur og stunda nám í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þetta var eðlilegt skref þar sem ég hafði mikinn áhuga á verkfræði og mér sögðu félagar mínir í stjórn Týs, félag ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem höfðu útskrifast með þessa gráðu, að þetta væri mjög áhugavert nám, en ekki síður að atvinnumöguleikar eru nokkuð góðir,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, formaður Týs sem skipar 8. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Andri Steinn á kærustu, en þau búa bæði í foreldrahúsum. Andri Steinn segir að það lýsi nokkuð húsnæðismarkaðnum í dag að það teljist til undantekninga ef jafnaldrar hans séu fluttir í eigið húsnæði eða leiguhúsnæði og séu ekki enn í foreldrahúsum. Andri segir pólitíkina vera eitt helsta áhugamál hans í dag en auk þess fer hann líka í fótbolta einu sinni í viku í Kórnum með félögunum. Hann segir að stjórnmálaáhuga sinn hafi hann ekki drukkið í sig við eldhúsborðið heima en sú afdráttarlausa stefna og stuðningur Sjálfstæðisflokksins við einstaklingsfrelsi hafa strax hrifið hann, og svo auðvitað sjálf sjálfstæðisstefnan. Andri segir að auk

þess sé Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn sem hafi trú á einstaklingnum. ,,Ég er mikill skákáhugamaður og hef verið að keppa svolítið þegar það truflar ekki námið. Ég tefldi þegar ég var í grunnskóla og var Lindarskólameistari nokkur ár í röð. Þetta er afar skemmtileg en jafnframt krefjandi íþrótt. Það er nauðsynlegt að vera með sterka ungliðahreyfingu í Sjálfstæðisflokknum sem getur tekið við ungu fólki sem aðhyllist stefnu Sjálfstæðisflokksins en vill frekar starfa með fólki á þeirra aldri. Það var gert átak fyrir nokkru í að efla starfið og við það hefur fjölgað verulega í Tý, en skráðir félagar eru í dag um 1.000 talsins.“

Skipulagsmál spennandi málaflokkur

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogsbæjar hefur verið að nálgast alla málaflokka með mjög ábyrgum hætti, ekki síst hvað varðar stjórn á fjárhag bæjarins. Það er ekki hægt að safna skuldum, þar þurfum við að hugsa til framtíðarinnar, það mundi ég vilja hafa að leiðarljósi við stjórn bæjarins til framtíðar, ekki bara á næsta kjörtímabili. Ég mundi vilja hafa áhrif í skipulagsmálum og er um margt sáttur í dag þar. Það er verið að þétta byggðina sem er gott og eins að það eigi að byggja vestast á Kársnesinu, það er löngu tímabært að úthluta þar byggingalóðum.

Svo styð ég byggingu göngubrúar yfir Fossvoginn og þar með eru íbúar á Kársnesi komnir í göngufæri við miðbæ höfuðborgarinnar. Þá verður Kársnesið mun verðmætari og mikilvægari byggingareitur. En ég tel, eins og margt annað ungt fólk, að ástandið í húsnæðismálum sé ekki ásættanlegt, hvort sem þú vilt

eignast húsnæði eða leigja. Það þarf að breyta byggingareglugerðinni og um það þarf að ríkja þverpólitísk samstaða. Húsnæði er almennt of dýrt og lánamál í slæmum farvegi. Líklega skortir ungu fólki skorinortann og ákveðinn málsvara sem hvetur það til að láta til sín taka, láta sína rödd heyrast vafningalaust,“

segir Andri Steinn Hilmarsson sem segir mjög gaman að taka þátt í starfi á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Það sé mjög breiður listi þegar horft er til skipan hans og starfa þeirra sem eru á honum, þar er m.a. sjómaður, skólameistari, lögmaður, kynningarstjóri og svo auðvitað bæjarstjóri.

Þríhnúkagígur – náttúrugersemi í Kópavogi

Í

tilefni Kópavogsdaga vorið 2012 efndi Náttúrufræðistofa Kópavogs til gönguferðar á Þríhnúkagíg í Bláfjöllum í fylgd Hilmars J. Malmquist, þáverandi forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þríhnúkagígur er gíghellir af fágætri gerð, annar stærsti á jörðinni, og umhverfi hans stórfenglegt. Árni B. Stefánsson augnlæknir, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson stofnuðu árið 2004 félagið ,,Þríhnúka ehf“ með það að markmiði að vinna að frumathugun á raunhæfi þess að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi en jafnframt og ekki síður að tryggja að gígurinn og umhverfi hans verði varðveitt. Félagið fól VSÓ Ráðgjöf að stýra vinnu við frumathugun á raunhæfi og fýsileika verkefnisins. Markmiðið með vinnunni er að gefa út skýrslu sem svarar flestum þeim spurningum sem upp munu koma hjá væntanlegum framkvæmdaraðila eða fjárfestum s.s. varðandi skipulagsmál, leyfisveitingar, kostnað o.s.frv. Einnig er sérstök áhersla lögð á ör-

því að afmarka gönguleiðir við Þríhnúkagíg og reisa nauðsynlegar öryggisgirðingar umhverfis gígopið. Fjölmargir aðilar hafa lagt verkefninu lið auk Kópavogsbæjar, m.a. Reykjavíkurborg og ýmiss ráðuneyti.

Aðkomugöng inn í miðjan gíginn

yggismál s.s. hrunhættu, jarðskjálfta o.fl. að ógleymdum ýmsum álitaefnum varðandi umhverfismál og náttúruvernd. Gengið hefur verið frá samningi um verkefnið við bæjarráð Kópavogsbæjar. Samningurinn felur m.a. í sér leyfi til rannsókna á 40 ha svæði umhverfis Þríhnúkagíg

sem er innan lögsögu Kópavogsbæjar. Heimildir eru til rannsóknaborana vegna könnunar jarðlaga og grunnvatnsstöðu auk rannsókna með tilliti til aðgengis, öryggis og varðveislu. Með samningnum við Kópavogsbæ tóku Þríhnúkar ehf. að sér að auka öryggi göngufólks á svæðinu með

Í þeim tilgangi að varðveita gíginn og umhverfi hans hefur félagið jafnframt afmarkað gönguleiðir á og við gíginn til þess að koma í veg fyrir átroðning og ónærgætna umgengni á viðkvæmum jarðmyndunum og gróðri. Þá hefur félagið að eigin frumkvæði hannað og reist upplýsingaskilti um gíginn göngufólki til ánægju og upplýsinga. Tillögur um opnun gígsins, aðkomu og skipulag munu byggja á niðurstöðum náttúrufarsrannsókna, samráði við helstu hagsmunaaðila og úttektum sem gerðar hafa verið í tengslum við verkefnið. Forsendur innan Bláfjallafólkvangs hafa verið skoðaðar með tilliti til samnýtingar þjónustu og lagna, auk þess sem ferðamanna-

leiðir í nágrenni hafa verið kortlagðar. Markmið verkefnisins er að skilgreina hvernig stýra megi framkvæmdum við opnun Þríhnúkagígs þannig að sem minnst röskun verði á aðliggjandi landi og á hvern hátt koma megi mannvirkjum fyrir þannig að sem best falli að landslagi. Til að skaða náttúrufyrirbærið sem minnst, upplifa stærð og mikilfengleik sýna rannsóknir að aðkoma og upplifun ferðamannsins verði best útfærð með aðkomugöngum inn í miðjan gíginn.

,,Dordingull hangir í vef sínum og skimar til allra átta“

Í tillögum arkitekta um aðgengi segir m.a. ,,Smæð mannverunnar í hrikalegu gýmaldi Þríhnúkagígs er undirstrikuð með því að skapa aðstæður á útsýnissvölum sem minna á kóngulóarvef sem gestir „dvelja í.“ Stálburðarvirki svalanna er mótað út frá þráðum kóngulóarvefjar sem skapa láréttan flöt þeirra en teygir sig jafnframt upp og myndar þannig handrið og „skyggni“ til verndar gestum.


6

Apríl 2014

„Ég mun aldrei taka afstöðu út frá mínum hagsmunum“ — segir Guðmundur Geirdal, sem skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.

F

ramboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí nk. er skipaður fólki sem kemur úr ýmsum starfstéttum þjóðfélagsins, margir með mikla reynslu af bæjarstjórnarmálum, aðrir eru nýliðar sem bera örugglega með sér nýjar og ferskar hugmyndir. 5. sæti listans skipar Guðmundur Geirdal sjómaður sem er húsnæðismál mjög hugleikinn og vill auðvelda ungu fólki að eignast eigið húsnæði. Guðmundur hefur bent á að Kópavogur eigi ónýttan möguleika til að taka þátt í þjónustu við verulega vaxandi ferðamannastraum til landsins, Kópavogur sé vel staðsettur til útsýnisferða, s.s. til fuglaskoðunar og skoðunar á hvölum og ferðaþjónustuaðilar hljóti í auknu mæli að beina sjónum sínum að Kópavogi. Guðmundur er giftur Lindu Jörundsdóttur hárgreiðslumeistara og börnin eru fimm talsins, þau elstu fædd 1987 sem þau áttu áður en þau kynntust, en fyrsta barnið þeirra saman er fætt árið 1995 síðan,99og2003. Ástæðan fyrir búsetu í Kópavogi er tilviljun, en hentugasta húsnæðið var einfaldlega í Kópavogi. En svo sáum þau hvað það er frábært að ala upp börn í Kópavogi, og þar koma íþróttirnar og skólarnir sterkt inn í. Guðmundur segir það ótrúlegan lúxus að ala upp börn í Kópavogi, þeir sem ekki hafa búið úti á landi geri sér kannski ekki grein fyrir því. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Grímsey, en flytur suður um þrítugsaldurinn, 1996. Guðmundur segir að ef þú ert strákur í Grímsey ferðu á sjóinn, annað er ekki í boði. Börninn byrjuðu að vinna um 10 ára aldurinn strákarnir á sjóinn og stelpurnar í fiskvinslu í landi. Að fá að alast upp á stað eins og Grímsey eru mikil forréttindi, mannlífið og tengslin við náttúruna hafa án efa gert mig að þeim manni sem ég er,,hvernig til hefur tekist er svo annara að dæma um .,Fermingarárið fór ég í framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal og eftir það er maður ekkert heima nema á sumrin og er þá á handfærum. Ég fer síðan suður og læri rafvirkjun en flyt aftir til Grrímseyjar og er það meira og minna allt til ársins 1996. Ég lærði rafvirkun til þess að læra einhverja iðngrein sem maður væri fljótur að læra en ég var þá kominn með konu og barn. Skólamál eru kanski ein helsta ástæða þess að ég flyt frá Grímsey. Við viljum jú öll að börnin okkar hljóti góða mentunn en á sama tíma erum við að menta þau til starfa sem ekki eru í boði í fámennari sveitarfélögumum. Þau setjast síðan að annarstaðar og við flytjum á eftir. Þetta er að fara með landsbyggðina. En það er ekki endilega neikvætt þótt byggð færist til, það var t.d. byggð í Aðalvík á Ströndum sem lagðist af. Við segjum ekki að það sé sorglegt að sú byggð hafi lagst af heldur merkilegt að það skuli ekki vera lengra síðan en raun ber vitni. Það hvarflaði alddrei annað að mér en að halda áfram á sjónum eftir að ég kom suður, ég hef ofboðslega gaman að þessu starfi. Ég hef einnig mikinn áhuga á fiskirannsóknum og hef verið í fiskimerkingum,í samstarfi við fyrirtækið Laxfiska, við þurfum að fylgjast vel með þróun þeirra fiskistofna sem við erum að nýta.”

„Ástæðan fyrir því að ég tek þátt í pólitík er fyrst og fremst sú að mér er ekki sama hvernig við þróum bæinn okkar.“ Á sjó með soninn með sér, Hjört Atla Guðmundsson.

anir. Ef sá stjórnmálaflokkur sem þú ert í beygir af þeirri leið sem þér hugnaðist á sínum tíma þá skiptir þú ekki um flokk, heldur reyndir frekar að hafa áhrif á stefnu hans. Sjálstæðisflokkurinn var stofnaður utan um hugsanir fólks með svipaðar skoðanir, stétt með stétt, og fólk á ekki þurfa að laga sig að honum til að vera þar innanborðs. Mínar skoðanir falla best að stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Hluti fjölskyldunnar, Bja rki Freyr, Sandra Dís og Axe l Örn.

Hefurðu lengi verið með ákveðnar pólitískar skoðanir? „Ég lít svo á að allar skoðanir manna séu pólitískar. Það að hafa áhuga á sínu samfélagi er pólitík Hvar þú stendur ræðst af því hvernig þú ert gerður og hvernig þú ert alinn upp. Umhverfið mótar þínar skoð-

Fjölskylduvæn hverfi

Í hvaða málaflokkum muntu helst beita þér ef þú verður kosinn bæjarfulltrúi í Kópavogi? „Ég mun segja mína skoðun í öllum málum. Ef ég lendi í vandræðum með að taka ákvörðun í einhverju máli þá hugsa ég það út frá næstu kynslóð. Þá verður ákvörðunin ekki svo erfið. Ég mun aldrei taka afstöðu út frá mínum persónulegu hagsmunum, mín áhugamál snúa að framtíðinni. Ástæðan fyrir því að

ég tek þátt í pólitík er fyrst og fremst sú að mér er ekki sama hvernig við þróum bæinn okkar. Ég hef því mikinn áhuga á skipulagsmálum og hvernig Kópavogsbær muni byggjast í framtíðinni og þjóni fólkinu sem í honum býr sem best. Hverfin verði fjölskylduvæn og íbúðirnar verði byggðar í kringum það sem börnin sækja mest í, þ.e. skólana, íþróttahúsin og íþróttavellina. Þó ég þurfi að fara eitthvað lengri leið til vinnu er það ekkert mál. Á Glaðheimasvæðinu er verið að gera í fyrsta skipti alveg einstakt hverfi, breyta áherslum í skipulagsmálum. Það er ekki bara verið að horfa til bygginganna heldur er einnig verið að gera kröfu um að hverfið verði aðlaðandi með fagurfræðilegu tilliti og með tilliti til þarfa þeirra sem þar munu búa og það verði skemmtilegt, gott og eftirsóknarvert að búa Það er nýlunda hérlendis að skipuleggja hverfi á þennan hátt. Ef vel tekst til munu næstu hverfi taka mið af þessu. Þema Glaðheimahverfisins verður því fagurfræði, það verður ætlast til þess að húsin verði falleg, ekki öll eins en heildrmyndin, torgin og gróðurinn í hverfinu skapi skemmtilega heildarmynd.Vinna í þessa átt hefur staðið yfir um nokkurt skeið og um hana hefur skapast þverpólitísk sátt, í góðri samvinnu við það ágæta starfsfólk bæjarinns sem starfar á skipulagssviði Kópavogsbæjar. Uppbyggingin á Glaðheimasvæðinu, ofan við Smáralindina og víðar á þessum stað mun verða til þess að miðær Kópavogs verður þarna í framtíðinni. Við þurfum einnig að hlú vel að eldri borgurunum, margt hefur verið gert í þeim málaflokki í Kópavogi, en betur má ef duga skal, því það er sú kynslóð sem hefur lagt grunninn og gert okkur að því sem við erum í dag. Því skulum við aldrei gleyma,” segir Guðmundur Geirdal.


Fasteignasalan Garðatorg hefur verið starfandi frá árinu 2000 á sama stað og með sömu kennitölu.

Kópavogstún 10-12 Um er að ræða vandað og vel staðsett fjölbýlishús með lyftu og sér inngangi af svölum, við Kópavogstún í vesturbæ Kópavogs. Íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum ásamt stæði í bílageymslu. n 18-25 fm suður og suð-vestur svalir með glerhandriði sem skyggir ekki á útsýni.

n Blöndunartæki og handlæðaofn frá Tengi, vönduð eldhústæki frá Siemens.

n Vandaðar eikarinnréttingar með steinborðplötum, eikar hurðum frá Axis, ásamt eikarparketi og vönduðum flísum í forstofu og votrýmum.

n Álklæddir trégluggar og hurðir.

Þóroddur S. Skaptason

hefur starfað við fasteignasölu í 25 ár. Lögg. fasteignasali og leigumiðlari Hann er Hafnfirðingur. Sími 868-4508 thoroddur@gardatorg.is

Sigurður Tyrfingsson

hefur starfað við fasteignasölu í 15 ár. Framkvæmdastjóri Hann uppalin Kópavogsbúi og húsasmiður að mennt, Sigurður klárar nám til löggildingar fasteignasala í vor. Sími 898-3708 sigurdur@gardatorg.is

n Myndavéladyrasímar.

Steingrímur A. jónsson er nýr starfsmaður Garðatorgs. Sölufulltrúi

Hann er Húsvíkingur og Iðnaðartæknifræðingur að mennt. Sími 863-7499 steingrimur@gardatorg.is

Örugg fasteignasala er okkar fag.

Steinar S. Jónsson

hefur starfað við fasteignasölu í 20 ár. Sölustjóri / Löggiltur leigumiðlari Hann er fæddur og uppalinn Kópavogsbúi. Sími 898-5254 steinar@gardatorg.is


8

Apríl 2014

„Hef markvisst sett mig inn í fleiri málaflokka en skólamálin“

–segir Margrét Friðriksdóttir skólameistari sem skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

M

argrét Friðriksdóttir skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Margrét er fædd árið 1957 norður í Skagafirði þar sem hún er alin upp. Þar var hún í skóla þar til leiðin lá í Verslunarskóla Íslands þegar hún var 15 ára gömul en leið flestra skólafélaga hennar lá hins vegar í MA. Margrét var harðákveðin í því að sækja um skólavist í Verslunarskólanum en segir að það hafi ekki legið nein sérstök ástæða þar að baki önnur en sú að vaknað hafði áhugi hennar á því að mennta sig á viðskiptasviðinu eftir einn áfanga í bókfærslu í grunnskóla. ,,Þegar maður er unglingur þarf oft ekki mikið til að hrífast. Á þessum tíma náði minn viðskiptaáhugi þó ekki lengra, enda snéri ég við blaðinu eftir stúdentspróf frá Versló og innritaði mig í íslensku í Háskóla Íslands. Það sem olli því var að í Verslunarskólanum á þessum tíma var afar góð íslenskukennsla og áhugi minn á bókmenntum vaknaði. Ég las ógrynni af bókum og kynntist mörgum af perlum íslenskra bókmennta á þessum tíma. Ég held að þá hafi það legið í loftinu að ég stefndi á að verða íslenskukennari. Það átti ég kannski ekki langt að sækja, móðir mín er grunnskólakennari og mitt uppeldi mótaðist af því. Það verður hins vegar að segjast að ég bý vel að því sem ég lærði í Verzlunarskólanum, enda ekki verra að kunna svolítið í bókhaldi og uppgjöri í starfi stjórnenda“.

Hestamennska, laxveiði, matar- og vínmenning og lestur bóka

Margrét segir að fjölskyldan hafi verið sátt við þá ákvörðun henn-

skipti af stjórnun í MK. Skólinn var upphaflega niðri í Kópavogsskóla en flytur árið 1983 í Víghólaskóla en um þá ákvörðun voru nokkur átök. Á þessum árum var verið að taka upp fjölbrautakerfið, upplýsingatæknin að hefja innreið sína, ferðafræðinámið að hefjast, svo það var margt skemmtilegt að gerast á þessum árum. Nemendur voru róttækari á þessum tíma, hér störfuðu ungliðahreyfingar frá öllum stjórnmálaflokkum og nemendur settu sig jafnvel upp á móti ákvörðunum stjórnenda. Það var stundum fjör við eldhúsborðið heima þann vetur sem Bjarni Þór sonur minn var formaður nemendafélagsins. En út úr þessu komu margir öflugir einstaklingar. Margrét verður skólameistari 1991, fyrst í veikindaforföllum Ingólfs A. Þorkelssonar skólameistara en er fastráðin skólameistari um áramótin 1993 – 1994.

Fastráðin skólameistari MK frá ársbyrjun 1994

Hestamennska hefur fylgt Margéti frá barnæsku, enda Skagfirðingur! Eiginmaður hennar, Eyvindur Albertsson, sem er Sunnlendingur, deilir því áhugamáli með henni.

ar að taka þátt í bæjarmálapólitíkinni. Í dag eru Margrét og eiginmaður hennar Eyvindur Albertsson endurskoðandi orðin ein í heimili og Margrét segir að hann sé vanur því að hún vinni mikið. Í hans starfi eru líka álagstímar svo þau hjónin eru vön því að vera mikið í vinnunni, en þess á milli taka þau sér góðan frítíma. Einkasonurinn er læknir og býr í Skotlandi og segir Margrét að hann hafi hvatt móður sína eindregið til að fara í bæjarmálin,

enda sjálfur mjög pólitískur og var virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins um tíma. Margrét á mörg áhugamál og sem Skagfirðingur var hún alin upp við hestamennsku og eru þau Eyvindur með hesthús á Kjóavöllum. Eyvindur var líka alinn upp við hestamennsku en hann er frá Skógum undan Eyjafjöllum. Í áraraðir var farið í vikulanga útreiðatúra víðs vegar um landið, m.a. upp á hálendið, í hópi góðra vina. Laxveiði stunda þau hjón-

in líka á hverju sumri og er Langá þeirra uppáhaldsá. Svo hefur áhugi á matreiðslu, matarmenningu og vínmenningu farið vaxandi með árunum, ekki síst eftir að kennsla í þessum fræðum varð hluti af starfsemi Menntaskólans í Kópavogi. Margrét tekur fram að sem móðurmálskennari hafi hún gaman af því að lesa góðar bækur, en á því sviði segist hún vera nokkur alæta. Þó nefnir hún Gerði Kristnýju sérstaklega sem henni finnst vera afburðagóður rithöfundur.

Kenndi vélritun jafnhliða íslensku

Margrét var reyndar ekki alveg búinn að ljúka háskólanáminu þegar hún byrjaði að kenna við Menntaskólann í Kópavogi haustið 1982, en þá fyrst sem vélritunarkennari. ,,Ég lærði vélritun hjá Þórunni Felixdóttur í Versló og mig minnir að ég hafi kennt vélritun í ein 10 ár. En samhliða vélritunarkennslunni kenndi ég íslensku. Það var afar skemmtilegt að kenna vélritun, það var skylduáfangi, en mörgum strákunum fannst þetta mikill óþarfi enda var þetta fyrir tíma tölvutækninnar og þeir komu ekki auga á notagildið. Mér finnst það hins vegar skemmtilegt þegar ég hitti þessa fyrrverandi nemendur mína að þeir segja að vélritunarnámið hafi verið eitt það allra gagnlegasta sem þeir lærðu, rétt fingrasetning komi að miklum notum í dag.” Margrét tók við starfi aðstoðarskólameistara haustið 1987 en kenndi samhliða því starfi einnig í nokkrur ár. Þetta voru miklir umbrotatímar þegar ég fór að hafa af-

Þegar Margrét er fastráðin sem skólameistari í ársbyrjun 1994 var nemendafjöldinn um 400 nemendur en þeir eru um 1.400 í dag. Skólahúsnæðið var 4.200 fermetrar en er í dag rúmir 10.000 fermetrar. Námsbrautirnar voru fjórar en eru í dag 23 talsins. Það er líklega ekki neinu saman að jafna? „Þetta er alls ekki sami skólinn í dag. Þá var talað um að MK væri lítill og þægilegur menntaskóli, ég þekkti alla nemendur með nafni og vissi flest um þeirra hagi og fjölskyldur, en því miður er það ekki svo í dag þó maður reyni að hafa góða yfirsýn yfir nemendur skólans.” Er það tímafrekt starf að vera skólameistari og eitthvað sem þú tekur með þér heim? ,,Það koma álagstímar, fyrst á haustin og í tengslum við útskriftir. Mér finnst þetta afskaplega skemmtilegt starf, en í svona stórum og fjölþættum skóla er sífellt hægt að huga að frekari þróun í skólastarfinu, svo segja má að þú sért aldrei búin í vinnunni. Vinnudagurinn er oft langur, ég er vön því að vera hér fram að kvöldmat og stundum lengur, en þegar ég er komin heim, þá er ég heima. Svo hef ég verið gríðarlega heppin með kennarahópinn hérna, sem er mjög öflugur. Það hefur vissulega gengið misjafnlega vel að fá kennara og það er þekkt vandamál að fá stærðfræðikennara inn í framhaldsskólana. Því veldur að mjög fáir útskrifast með háskólapróf í stærðfræði og þeir eru eftirsóttir. Svo spila launamál kennara auðvitað sitt hlutverk í því.”

Framboð til sveitarstjórnar hefur áður borið á góma

Nú eru að verða nokkrar breytingar á þínum högum, þú skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Var sú ákvörðun tekin


9

Apríl 2014

skyndilega sem varð til þess að þú tókst þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem skilaði þér í 2. sætið á framboðslistanum? ,,Þetta hefur áður borið á góma en á þessum 20 ára skólameistaraferli mínum hef ég alltaf tekið því fjarri. Ég hef haft nóg að gera í MK, miklar byggingaframkvæmdir, nýjar námsbrautir og fleira sem hefur tekið allan minn tíma. En sem forstöðumaður stofnunar í sveitarfélaginu fylgist ég vel með hvað er í gangi á hverjum tíma þrátt fyrir að skólinn sé ríkisrekinn. Það er reginmunur á því að fylgjast vel með eða vera virkur þátttakandi. Mér fannst núna vera réttur tímapunktur, ég hef verið óánægð með þróun mála í pólitíkinni í bænum sem einkennst hefur af átökum og ósætti. Það er kominn tími á breytingar og nýja stjórnunarhætti og ég hafði áhuga á að koma að því. Þá er nauðsynlegt að stíga út fyrir þægindarammann öðru hverju og kynna sér ný málefni. Ég er ekki að hætta í MK, ég er afskaplega ánægð í því starfi sem er afar skemmtilegt. Það hefur verið virkilega gefandi að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustunni og hótel- og matvælagreinunum. Þetta eru ,,heitu” greinarnar í dag, þegar ferðaþjónustan er að verða okkar aðal atvinnuvegur.”

Spáð er gríðarlegri aukningu í fjölda ferðamanna til landsins. Nær skólinn að anna þörf fyrir menntað fólk á þessu sviði? „Flestir í matvælagreinunum fara beint til starfa í sinni grein og atvinnulífið býður eftir okkar glæsilega unga fólki. Nokkrir halda áfram námi og sækja sér menntun og starfsreynslu erlendis. Þá er nokkuð um eldri nemendur í kvöldskóla á ferðamálabraut og flestir þeirra fara beint til starfa á sviði ferðamála, s.s. á ferðaskrifstofur, hótel, bílaleigur, ævintýraferðamennsku og hvað eina. Það vantar alltaf fólk sem er menntað á þessu sviði.”

Kópavogur hefur ekki verið virkur þátttakandi í ferðaþjónustu

Er Kópavogsbær virkur þátttakandi í því að taka við þessum aukna ferðamannastraumi? ,,Það er því miður trú margra að þetta snúist fyrst og fremst um 101 Reykjavík eða þá náttúruperlur okkar á landsbyggðinni. Kópavogur hefur ekki verið mjög virkur þátttakandi en því má þó ekki gleyma að hér starfa öflug fyrirtæki á þessu sviði. Bærinn þarf að vera virkari í uppbyggingu þessarar atvinnugreinar, ekki síst vegna þess að Kópavogur hefur svo margt að bjóða. Hér þyrftum við að efla sérhæfingu, vera

öðruvísi og bjóða upp á aðra afþreyingu en nágranninn. Það er ekki beint hlutverk sveitarfélagsins að byggja það upp en við getum stuðlað að því að hingað komi fyrirtæki sem vilja bjóða upp á nýja og spennandi hluti í ferðaþjónustu. Hér er t.d. risin glæsileg reiðhöll sem er ánægjulegt því áhugi á íslenska hestinum fer stöðugt vaxandi.” Verða skólamálin þitt helsta áhugamál í bæjarstjórn? ,,Auðvitað verða skólamálin það, annað væri óeðlilegt, á því sviði liggur mín sérhæfing. En ég hef líka áhuga á ýmsu öðru og hef markvisst sett mig inn í fleiri málaflokka en skólamálin. Ég hef mikin áhuga á skipulagsmálum enda er það svolítið kjarninn í starfsemi hvers sveitarfélags auk þess sem það er málaflokkur sem flestir bæjarbúar hafa skoðun á. Ég hef einnig kynnt mér málefni fatlaðra enda hafa sveitarfélögin nýlega tekið yfir þann málaflokk. Það er ýmislegt óunnið í tengslum við þá yfirtöku. Svo eru málefni aldraðra mér hugleikin. Upplifunin síðustu vikur þar sem ég hef verið að undibúa kosningarnar með mínum samherjum er mjög jákvæð. Það hefur hins vegar komið mér á óvart hversu víðfeðmt það er að stjórna bæjarfélaginu, margir málaflokkar, mörg svið.

MKA_FA13_4 - 225x285 - Klukkan Michael Kors


10

Apríl 2014

,,Stefnuskráin endurspeglar þá mikilvægu málaflokka sem settir verða á oddinn“

F

ramundan eru spennandi tímar. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru nú að vinna að stefnuskrá flokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Flétta þarf saman bæði fólki og áherslum til þess að stefnuskráin endurspegli þá marga mikilvægu málaflokka sem settir verða á oddinn í kosningunum. Vinnunni miðlar vel og hafa almennir flokksmenn einnig fengið tækifæri til þess að koma hugðarefnum sínum að. Svo að stefnuskráin verði ekki of ýtarleg þarf að grisja þau mál frá sem við helst teljum að þurfi að ná fram á næstu árum. Vitanlega verður eitthvað eftir sem þarf að huga að, en það þýðir auðvitað ekki að það verði ekki unnið að þeim málum á næstu árum. Þar sem að í þessum rituðu orðum

er ekki búið að kynna stefnuskrána vil ég þess í stað koma á framfæri því sem Lista og menningaráð er að vinna að þessa dagana vegna Kópavogsdaga. Kópavogsdagar, menningarhátíð Kópavogs, verða haldnir í ellefta sinn dagana 8. til 11. maí, vorið 2014. Tilgangur hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum færi á að njóta á fáeinum dögum afraksturs alls þess menningar- og listalífs sem fram fer í bænum allan ársins hring. Undanfarin ár hefur verið dregið úr umfangi hátíðarinnar vegna aðhalds og hagræðingar hjá Kópavogsbæ en nú er mikill vilji til að efla hana enn á ný. Sem fyrr verður miðpunkturinn á menningartorfunni svokölluðu þar sem eru menningar- og safnahús Kópavogsbæjar. Í þessum

húsum verða ýmsir viðburðir og sýningar sem lífga upp á dagana. Skólar; grunnskólar og leikskólar verða líka með uppákomur sem og félagsmiðstöðvar eldri borgara og unglinga. Kórar í Kópavogi sem fá rekstrarstyrki úr lista- og menningarsjóði taka einnig þátt, Sögufélag Kópavogs og síðast en ekki síst listamenn í Auðbrekku sem ætla að opna vinnustofur sínar upp á gátt. Í ár hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að auglýsa eftir listamönnum til að vera með viðburði á hátíðinni. Þegar hefur verið auglýst eftir listamönnum eða viðburðum og fjöldi umsókna hefur borist. Eins og sjá má verður hátíðin ár fjölbreytt og skemmtileg og vona ég að sem flestir Kópavogsbúar komi og njóti þessara daga. Framundan eru miklar breytingar

á bæjarstjórnarhópinum. Kjörtímabilið hefur verið á köflum skrautlegt og hávært en niðurstöðu hefur verið náð í mikilvægum málum. Sama hvernig tölur verða að loknum kjördegi er ljóst að endurnýjunin verður mikil í bæjarstjórn með nýjum framboðum og nýju fólki. Fráfarandi meirihluti getur samt stigið sáttur frá borði eftir að hafa átt þátt í að rétta af erfiðan fjárhag bæjarsjóð sem enn þarf þó að gæta að. Ég vona að komandi kosningabarátta verði á málefnalegum nótum og að Kópavogsbúar kynni sér stefnuskrá og einstaklinga framboðanna ýtarlega með hag Kópavogs að leiðarljósi. Ég hlakka til að takast á við það verkefni að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í Kópavogi. Áfram Kópavogur!

Karen E. Haldórsdóttir

,,Ég vil hafa áhrif, þess vegna tek ég sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins“

Á

sa Inga Þorsteinsdóttir skipar 15. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ása Inga er uppalin í Reykjavík og hún segir að það hafi í raun verið fjölskyldubrandari að fjölskyldan hafi verið búsett í röngu bæjarfélagi því pabbi hennar hafi starfað í Hjálparsveit skáta í Kópavogi, móðir hennar skólastjóri í einum grunnskólanna og þær systurnar stundað fimleika með Gerplu, fyrst á Skemmuveginum og síðan í nýja fimleikahúsinu í Versölum. Ása Inga hóf sitt nám í Húsaskóla í Grafarvogi og síðan í Menntaskólann við Sund og loks í Kennaraháskóla Íslands. ,,Ég byrjaði fimm ára í fimleikum og þá var Auður eldri systir mín byrjuð í fimleikum, mín ein helsta fyrirmynd, en hún er framkvæmdastjóri Gerplu í dag. Mamma var í stjórn Gerplu svo þetta var okkar annað heimili, þarna varði ég mínum tíma og þarna voru margir af mínum bestu vinum og eru enn. Þessi vinskapur er mér afar kær. Þegar ég var 15 ára byrj-

Ása Inga Þorsteinsdóttir

aði ég að vinna sem aðstoðarþjálfari með skóla og vinn svo sem þjálfari samhliða námi í menntaskóla og háskóla. Þegar ég útskrifast úr háskólanum tók ég við sem deildarstjóri en

var þá einnig byrjuð að þjálfa meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum. Eftir Evrópumótið í hópfimleikum 2012 fór ég að leita mér að nýjum markmiðum og langaði að finna leið til að nýta mér þá reynslu sem ég nú bjó yfir á nýjum vettvangi og skráði mig því í MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík síðastliðið haust. Íþróttafélög í dag eru orðin flókin og mikið utanumhald sem á sér þar stað, það hefur vakið athygli mína hvað í raun margt er líkt meðan þess sem við erum að gera í íþróttunum og þess sem er að gerast innan fyrirtækjarekstrar eða í viðskiptalífinu í dag.“ Nú ertu komin í stjórnmál, átt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Hefur fjölskyldan mótað þínar stjórnmálaskoðanir að einhverju marki? ,,Vissulega að einhverju leiti. Afi var mikill sjálfstæðismaður og ég var oft hrifinn af hans skoðunum en ég er þeirra skoðunar að maður eigi fyrst og fremst að skapa og móta sínar skoðanir sjálfur, gefa eigi einstaklingnum tækifæri sem hann síðan nýtir sér,

og það finnst mér passa mjög vel við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég hef reynt að fara eftir því. Ég vil líka hafa áhrif, það er ekki síst ástæða þess að ég vil og skipa sæti á framboðslistanum, þá get ég haft áhrif út á við. Það er margt jákvætt í stjórn Kópavogsbæjar en auðvitað er alltaf hægt er að gera betur og ég tel mig hafa marga eiginleika sem þar geta hjálpað til.“ Ef þú hefðir val, hvaða málaflokkum mundir þú helst vilja beita þínum áhrifum og hafa markvissar skoðanir á? ,,Það kemur kannski ekki á óvart að það eru helst félags- og íþróttamál. Þar kemur mjög sterkt inn að í Gerplu erum við með um hundruð barna á biðlista sem við getum ekki þjónað, Kópavogsbær á að standa sig betur í þeim málum. Það er mjög sárt að þurfa að neita börnum um að fá að æfa fimleika en sum hafa jafnvel beðið í 3 ár. Þetta mál snýst ekki síst um jafnrétti stúlkna og pilta til að velja sér íþrótt. Fimleikar er langvinsælasta íþróttagrein landsins fyrir

stúlkur. Biðlisti Gerplu samanstendur að mestu af ungum stúlkum sem fá ekki að stunda þá íþrótt sem þær óska. Á sama tíma og við getum ekki tekið af löngum biðlista þá er Gerpla auk þess að greiða stórfé í leigu á fimleikasölum í öðrum sveitarfélögum s.s. Garðabæ og Keflavík ásamt því að leigja danssali hjá einkafyrirtækjum. Bæjarstjórn þarf að hugleiða gaumgæfilega forgangsröðun þegar kemur að framkvæmdum. Ég tel að það liggi miklir möguleikar í meira samstarfi íþróttafélaganna í bænum, þó svo að þau séu ólík að mörgu leyti og í samkeppni þá er það líka svo að vettvangur til samvinnu og þess að styrkja hvort annað er einnig mjög mikill. Ég vil líka hafa áhrif í skólamálum, en allt þetta snýr fyrst og fremst að börnunum okkar og fólkinu sem er að starfa með og fyrir þau. Ég hef lengi verið að starfa með börnum en næsta skref mitt á vinnumarkaðnum felst í því að nýta mér það nám sem ég er að stunda nú í HR,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir.


ENNEMM / SÍA / NM62093

Við bjóðum góðar Fermingargjöf framtíðarhorfur fyrir framtíðarfólk Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við. Framtíðarreikningur ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því góður valkostur fyrir langtímasparnað.

Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka.

Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.* *Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


12

Apríl 2014

„Nemendur hafi meira val í náminu“ –segir Hjördís Ýr Johnson sem skipar 4. sætið Smiðjuvegi 12, sími 510-1400

N

ý nöfn, mörg hver ung að árum, eru á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí. Fjórða sæti listans skipar Hjördís Ýr Johnson kynningarstjóri sem vill gera Kópavog að enn betra bæjarfélagi með auknum valkostum fyrir bæjarbúana. Áherslur Hjördísar eru ekki síst tengdar fjölskyldu- og menntamálum. Æska hennar var í Garðabænum, þar gekk hún í grunnskóla áður en hún tók stúdentspróf í Kvennaskólanum. Þaðan fór hún til Bandaríkjanna að læra sjónvarpsþáttagerð og vann til fjölda ára sem dagskrárframleiðandi bæði á Stöð 2 og Skjá einum. Í seinni tíð hefur hún starfað meira við markaðstengd mál ásamt því vera þjálfari hjá Dale Carnegie. Þar þjálfar hún m.a. unga fólkið en Dale Carnegie býður uppá námskeið fyrir bæði unglinga og fullorðna. ,,Allir sem koma á námskeið eru að sækjast eftir að bæta sig á einhverju sviði, það er eitt af því sem heillar mig hvað mest við námskeiðin að allir geta verið á sínum forsendum. Sumir hafa átt erfiða æsku og vilja efla sjálfstraustið á meðan aðrir vilja efla t.d. markmiðasetninguna og leiðtogahæfnina ” segir Hjördís. Hjördís býr með Árna Friðleifssyni varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og saman eiga þau 5 börn, tvö 17 ára, tvo 15 ára stráka og eina stelpu á 12 ári. Árni starfar í umferðardeildinni og er oftar en ekki á mótorhjóli í vinnunni. Að auki á hann sjálfur Harley Davidson hjól. ,,Mér fannst það nú ekkert leiðinlegt að hann væri mikill hjólamaður, ég hef haft áhuga á mótorhjólum frá því að ég var unglingur. Þegar ég var 15 ára vorum við vinkona mín búnar að finna okkur skellinöðru sem við ætluðum að fjárfesta í saman. Það var búið að semja um kaup og kjör þegar foreldrar mínir komust á snoðir um þessa áætlun okkar og málið var snarlega tekið af dagskrá,” segir Hjördís kímin. „Seinna eignaðist ég torfæruhjól en það entist stutt því hjólinu var stolið einn veturinn úr geymslunni. Þegar við Árni kynntumst ákvað ég að láta slag standa, tók mótorhjólaprófið og keypti mér Kawasaki götuhjól. Okkur finnst báðum mjög gaman að ferðast saman á hjólunum og höfum verið dugleg að fara um landið, bæði tvö saman og eins í stærri hóp. Það

Þau Hjördis og Árni eiga það sameiginlega áhugmál að aka um landið á mótorhjólum. Hér standa þau við fákana.

Hjördís Ýr Johnson

er oftast ágætt að vera með lögguna á undan sér í umferðinni!” segir Hjördís og brosir. Hjördís og Árni fara einnig saman í laxveiði þegar tækifæri gefst en hún segir Árna alveg forfallinn veiðimann sem stundi líka í skotveiði. „Þarna liggur klárlega hans áhugasvið,” segir hún hlægjandi. Þú skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Hefurðu lengi verið pólitísk? „Já ég kem frá frekar pólitísku heimili þar sem Sjálfstæðisflokkurinn

BLIKI BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR LUN BLIKI OG RÉTTINGAR BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR SMIÐJUVEGI 38E – SÍMI 567 4477 SMIÐJUVEGI 38E – SÍMI 567 4477

Fjölskyldan.

átti fylgi fjölskyldunnar og stjórnmál voru mikið rædd. Ég hef því alltaf verið dugleg að fylgjast með þjóðmálunum og hef haft gaman af því að taka þátt í umræðunni. Ég flutti í Kópavoginn í byrjun árs 1999 og hef verið aðeins viðloðandi stjórnmálin hér í Kópavog, sat i í mannréttinda- og jafnréttisnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var á lista flokksins í síðustu sveitastjórnakosningum. Ég dró mig þó aðeins í hlé þar sem stjórnmálaþátttakan stangaðist iðulega á við kvöldvinnuna mína hjá Dale Carnegie. Nú aftur langar mig að koma meira að bæjarmálunum og það er spennandi að fá tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir nærsamfélagið.” Hjördís segir að vinnan að undanförnu, m.a. við mótun stefnuskrár, hafi verið nokkuð í takt við það sem hún átti von á, umræðan hafi bæði verið málefnaleg og skemmtileg. „Þessi vinna hefur verið mjög áhugaverð enda einstaklega skemmtilegt fólk sem er að vinna hér saman. Einnig væri gaman að virkja hinn almenna borgara enn frekar þegar kemur að málefnum sveitarfélagsins. Það hafa allir skoðun á nærsamfélaginu og það er um að gera fyrir fólk að láta þá skoðun sína í ljós.“

Meiri sveigjanleika í skólamálum

Skólamál hafa verið þér hugleikin. Þú vilt m.a. gefa skólayfirvöldum meira svigrúm til að auka val innan síns skóla og frelsi til að skapa sér sérstöðu. Er það raunhæf framtíðarsýn í skólamálum? „Já ekki spurning. Sú grunnhugsjón sjálfstæðisstefnunnar, að hafa frelsi til að velja, hefur alltaf heillað mig hvað mest. Öflugt bæjarfélag þarf að geta boðið uppá valkosti þegar kemur að grunnskólunum. Þarfir nemenda og styrkleikar liggja á mismunandi sviðum. Með því að auka fjjölbreytileikann í menntakerfinu okkar og tryggja að nemendur séu að fá áskornir við hæfi erum við að auka sjálfstraust og styrkja sjálfsmyndina þeirra. Með auknu svigrúmi skólayfirvalda skapast ekki bara möguleiki fyrir nemendur að velja heldur hafa foreldara einnig aukið val um hvað hentar þeirra barni. Almennt er íslenska menntakerfið að hlúa ágætlega að þeim krökkum sem fylgja meðalkúrfunni en sitthvoru megin við kúrfuna er stór hópur sem hægt er að sinna betur. Það má líka ekki gleyma því að fæstir fylgja meðalkúrfunni á öllum sviðum og það eflir ekki einstaklinginn að þræla honum gegnum fag sem hann ræður illa við. Skólarnir hér í Kópavogi eru góðir og þar starfar frábært starfsfólk. Í samvinnu og af virðingu við það fagfólk getum við bætt bæði líðan og árangur í skólanum,” segir Hjördís Ýr Johnson.


HÖF UM ÁRS OPN TÍÐ AÐ ADE GLÆ ILD SILE Í BY GA KO BRE IDD

BYKO BREIDD

facebook.com/BYKO.is


ENNEMM / SÍA / NM62232

Háhraðatenging fyrir kröfuhörð heimili Míla tengir heimili landsins við Ljósveituna. Við nýtum nútímatækni, fyrirliggjandi

Nú skilar Ljósnetið allt að 70 Mb/s og eru 20 Mb/s frátekin fyrir sjónvarpsstreymi.

leiðslur og rými til að koma Ljósveitunni til heimila vítt og breitt um landið.

Á þessu ári ná heimilistengingar allt að 100 Mb/s og innan þriggja ára stendur til að

Þannig á mikill fjöldi íslenskra heimila kost á háhraðatengingu á fljótlegan hátt í

1 Gb tengingar verði komnar í gagnið.

stað þess að þurfa að bíða í mörg ár eða áratugi eftir kostnaðarsömum framkvæmdum. Kynntu þér stöðugar háhraðatengingar Ljósveitunnar á www.ljosveitan.is

snerpa

Hafðu samband við eftirtalda aðila til að kaupa þjónustu um Ljósveituna

rétta leiðin

Lífæð samskipta Colour: Pantone 2623 C C 70% M 100% Y 30% K 15%


15

Apríl 2014

,,Mig langar að hafa áhrif og koma skoðunum mínum á framfæri“

R

akel Másdóttir er tvítugur háskólanemi og skipar 11. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi við bæjarstjórnarkosningarnar í lok maímánaðar. Rakel er uppalinn Kópavogsbúi en bjó eitt ár með foreldrum sínum á Mallorca þegar hún var barn að aldri en faðir hennar fékk vinnu þar. Rakel gekk í Lindaskóla og síðan í Verslunarskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist með stúdentspróf. Nú stundar hún nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Rakel segir að áhugi á stjórnmálum hafi lengi blundað í henni en hún hafi nú öðlast betri skilning á um hvað bæjarpólitík snýst og henni langi til að láta að sér kveða á þeim vettvangi, ekki bara vera áhorfandi sem kemur á kjörstað á fjögurra ára fresti. Með árunum hafi áhuginn farið vaxandi og í ættinni sé margt sjálfstæðisfólk en hún hafi ákveðið að taka sjálfstæða ákvörðun, og stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sé næst hennar eigin skoðunum um bæjarpólitík og þjóðmál. ,,Ég þjálfa og æfi hópfimleika með Gerplu, hef metnað að ná þar langt, og þessi metnaður nær raunar til alls sem ég tek mér fyrir hendur. Mér finnst ég eiga mörg ár eftir í fimleikunum. Næsta Evrópumót verður hérlendis og ég stefni að því að verja Evróputitil Gerplu á heimavelli með mörgum öðrum frábærum stelpum.“ Nú ertu komin á framboðslista, hvað olli því? ,,Mig langar að hafa áhrif og koma mínum skoðunum á framfæri sem svipar mjög til þess sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyr-

Rakel Másdóttir

ir. Það var eftirspurn eftir yngra fólki á framboðslistann, sérstaklega konum, og nokkru áður en ég fékk þetta boð að taka sæti á listanum skráði ég mig í Tý, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ég ætla að taka þátt í kosningabaráttunni eins og ég meðfram því að stunda mitt nám og mæta m.a. að fundi Sjálfstæðisfélags Kópavogs á laugardagsmorgnum. Mér hugnast ýmsir málaflokkar, þó helst íþrótta- og tómstundamál en eftir að hafa tekið þátt í málefnafundum með öðrum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins langar mig að láta gott af mér leiða í menntamálum.“

Virkja þarf ungt fólk betur

Sjálfstæðisflokkurinn er nú í meirahlutasamstarfi um stjórn Kópavogsbæjar. Er eitthvað í störf-

um þessa meirihluta sem þér finnst að hefði mátt gera betur? ,,Ekkert sérstakt, en þó finnst mér að ungt fólk sé ekki að taka nógu virkan þátt í stjórn bæjarins þegar og ef það hefur til þess tækifæri. Það þarf að virkja ungt fólk betur, vekja meiri áhuga þess að stjórn bæjarfélagins, ekki bara fylgjast hlutlaust með hvað er að gerast á hverjum tíma og kannski bara ræða þetta við eldhúsborðið heima fyrir, ef það er þá gert. Mörgu ungu fólki finnst ekki að það eigi að taka þátt, það komi seinna þegar það eldist. Kannski er það ekki nógu vel kynnt fyrir þeim. Ákvarðanir bæjarstjórnar á hverjum tíma snertir það líka og framtíð þess strax nú, ekki bara einhvern tíma seinna. Ég ber vonir til að yngra fólk verði betur virkjað í nefndarstörfum, það þarf að vera fjölbreytni í skipan nefndanna, ekki síst hvað varðar aldur og kyn en ekki síður að þær endurspegli sem best þjóðfélagið, sem flestar atvinnugreinar eigi þar fulltrúa, sem flestar skoðanir komi þar fram.“ Ertu bjartsýn á gengi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum sem eru framundan, kannski ekki síst í ljósi þess að það hafa verið vissar deildur innan flokksins í Kópavogi og milli bæjarfulltrúa? ,,Ég held að það mun i ekki hafa áhrif, og ég byggi það ekki síst á samtölum við fólk, og það er ekki bara fólk á mínum aldri. Baráttan næstu vikurnar verður málefnaleg, a.m.k. er það stefna okkar sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins og ég tel að stefnuskrá okkar muni höfða til Kópavogsbúa,“ segir Rakel Másdóttir.

Frá leiknum.

Léku til styrktar Bjarka Má

F

immtudaginn 3. apríl síðastliðinn fór fram styrktarleikur í knattspyrnu í Kórnum á milli Kópavogsliðana HK og Breiðabliks. Allur ágóði leiksins rann til fjölskyldu Bjarka Más Sigvaldasonar sem hefur undanfarin ár barist af krafti við krabbamein. Bjarki er uppalinn Kópavogsbúi og lék upp alla flokka í HK við góðan orðstý. Í hálfleik komu SamSam systur, þær Hólmfríður og Gréta Mjöll Samúelsdætur fram og skemmtu áhorfendum. Heiðursgestir á leiknum voru bæjarstjóri Kópavogs, formenn HK og Breiðabliks auk að sjálfsögðu Bjarka Más. HK og Breiðablik sýndu þarna mikla samstöðu. Á leikinn mættu um 1.000 manns og skemmtu sér vel. Leikurinn endaði 2:0 fyrir Breiðablik, en úrslitin voru að sjálfsögðu aukaatriði. Frjálst framlag var á leikinn, en þeir sem komust ekki geta styrkt

Bjarki Már Sigvaldason.

fjölskylduna með því að leggja inn á reikning 536-14-400171 kt. 6309810269.

ÚRVAL ÚTSÝN SUMAR 2014

UU.IS/SUMAR

Tenerife - Almería - Alicante borg - Albir - Benidorm Barcelona - Madeira - Costa Brava

Þau eru ávallt fín, fríin með

ÚRVAL ÚTSÝN Skoðaðu sumarið á uu.is

Skoðaðu Sumarbæklinginn Farðu á uu.is/sumar til að skoða bæklinginn á netinu, eða skannaðu inn kóðann hér að neðan með snjalltækinu þínu.

Sendu okkur póst á info@uu.is með nafni og heimilisfangi og við sendum þér eintak.


RAV4

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 68224 03/14

ÆVINTÝRIÐ BÍÐUR

Uppgötvaðu ævintýrin í lífi þínu á ný. Það er innblásturinn að endurhönnun RAV4 sem gerir hann fullkominn félaga á skemmtiferðum með vinum og fjölskyldu. RAV4 hefur burði til að koma þér þangað sem hugurinn leitar með nægu rými fyrir farþega og farangur. Njóttu þess að rata í ný ævintýri á hljóðlátum og öruggum farskjóta með framúrskarandi akstureiginleika. Komdu og reynsluaktu alveg nýrri kynslóð af RAV4. Ævintýrið bíður. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi Verð frá: 5.440.000 kr.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

GÆÐALÁN TOYOTA

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Bíllinn á myndinni kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. RAV4 2.2l dísil var prófaður og fékk fimm stjörnur á öryggisprófi Euro NCAP. 40% vaxalaus lán miðast við verðlistaverð án afsláttar. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.