Page 1

ÚTIVIS

TARS

K=5 .00

VÆÐI

OG F RÁGA

K=4 .20

N

K=5 .00 K=4 .20

K=5 .50

K= 5.0

0

K= 4.6

0

K= 4.6

rv ör

0

Ve stu

K=5.00 K=4.20

K= 5.0

Ve stu K= 4.8

K= 4.9

0

5

K=5.00 K=4.20

K= 4.2

0

K= 4.2

0

0

8

Sjálfstæðisfélagið Edda hefur verið starfandi í 60 ár.

B l a ð

2

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti verðlaun.

8

s j á l f s t æ ð i s m a n n a

Konur til áhrifa!

Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi var fyrir nokkru með fund í hádeginu í Hlíðarsmára 19, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi, þar sem boðið var upp á súpu og braut. Fundarstjóri var Sigríður Kristjánsdóttir formaður Eddu en framsögðu voru með þær Margrét Friðriksdóttir skólameistari MK sem jafnframt skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, Ásta Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Sinnum og Þórey Vilhjálmsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Fjölmennt var á fundinum, konur komu úr öðrum sveitarfélögum, og framsöguerindum tekið vel. Hér eru konur fyrir utan fundarstað á leið aftur til starfa.

Margrét Friðriksdóttir heilsaði upp á börnin.

í

K= 5.5

0

Ba kk

Útivistarsvæði á Kársnesi

ut

K= 4.8

0

K= 5.2

0

K= 4.8

Ha

rv ör

ut

Ve stu

0

ab ra

Ormadagar vöktu hrifningu

0

Ba kk

Framúrskarandi skólastarf

K= 4.7

A- br

Eddukonur fögnuðu afmæli

0

au t

Ve stu

K= 5.1

ab ra

rv ör

K=5.00 K=4.20

K= 4.9

0

rv ör

4

Uppfyllingin á Kársnesi sem spennandi útivistarsvæði

K ó p a v o g I

K= 5.4

4. tbl. 64. árg.

0

Maí 2014


2

Maí 2014

frá 1950

Útgefandi: Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna, Hlíðasmára 19 Sími: 564 64 10 Netfang: xdkop@xdkop.is Ritstjórn: Geir A. Guðsteinsson Ábyrgðarmaður: Bragi Michaelsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Dreifing: Pósthúsið Upplag: 12.500 þúsund eintök

Dreift á öll heimili í Kópavogi

Áfram Kópavogur 31. maí! Leiðari Kosningabaráttan fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar er nú kominn á lokasprett. Frambjóðendur hafa verið að kynna stefnumál flokka sinna og hitta kjósendur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt metnaðarfulla stefnuskrá undir heitinu „Áfram Kópavogur.“ Þar er að finna fjölmörg atriði sem flokkurinn vill vinna að á næstu fjórum árum. Það kjörtímabil sem nú er senn á enda hefur einkennst að því að leiðrétta skuldastöðu bæjarins eftir efnahagshrunið 2008, og hefur það tekist vonum framar. Góð afkoma síðust tvö árin er lykillinn að þeim góða árangi. Á síðast aldarfjórðungi hefur orði mikil uppbygging í Kópavogi og íbúum fjölgað. Ný hverfi voru byggð upp og samhliða byggðir leik -og grunnskólar í þessum hverfum ásamt því að einsetja eldri skólanna. Íþróttamannvirki hafa risið og blómlegt æskulýðsstarf er í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þessu tímabili verið forystuafl við stjórn bæjarins og hefur haft frumkvæði við uppbyggingu hans. Þótt margt hafi verið vel gert eru enn mörg verkefni sem vinna verður að. Kópavogur er enn að stækka og lagður hefur verið grunnur að nýrri byggð. Ný hverfi eru að rísa og þétting byggðarinnar nýtir betur þau þjónustumannvirki sem fyrir eru. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar bæjarstjórnarkosningar, „Áfram Kópavogur“ er skýr valkostur fyrir kjósendur. Hún tekur mið af þeirri staðreynd að koma verður skuldum bæjarins niður fyrir þau viðmið sem sveitarfélögum eru sett. Val kjósenda á kjördag er að halda áfram að gera Kópavog að enn betri bæ sem veitir íbúum Kópavogs þjónustu á traustum grunni. XD við lista Sjálfstæðisflokksins er rétta leiðin að þessu markmiði. Bragi Michaelsson

formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi

Framúrskarandi skólastarf í Kópavogi verðlaunað

F

jögur verkefni fengu viðurkenningu skólanefndar Kópavogs, Kópinn, fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Bergljót Kristinsdóttir sem sat í valnefnd Kópsins afhentu Kópinn að lokinni kynningu á verkefnunum.

Tálgarí í Snælandsskóla

Tálgarí í Snælandsskóla, sem stýrt er af Hönnu Dóru Stefánsdóttur þroskaþjálfa og Stefáni Gunnarssyni garðyrkjufræðingi, hefur það að markmiði að efla verkfærni, þekkingu og notkun handverkfæra.

Hafið í Kópavogsskóla

Þá fékk Hafið í Kópavogsskóla Kópinn, verkefni sem er í umsjón Guðmundar Ásmundssonar skólastjóra, Ermengu Björnsdóttur kennara og Joaquín Armensto Nuevo foreldra í skólanum. Í því verkefni fræðast nemendur um fiska, komast í snertingu við þá og verða upplýstari og jákvæðari í neyslu fisks.

Dægradvölin í Salaskóla

Dægradvölin í Salaskóla fékk Kópinn fyrir starf sem er fjölbreytt og til eftirbreytni en starfið hefur

Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, afhendir viðurkenningarnar.

að leiðarljósi að örva hugsun nemenda sem og að hvetja þau til framkvæmda. Forstöðumaður dægradvalarinnar er Auðbjörg Sigurðardóttir forstöðumaður.

Skemmtileg stærðfræði í Hörðuvallaskóla

Loks hlaut verkefnið stærðfræði er skemmtileg í Hörðuvallaskóla Kópinn en það er í umsjón Ingu Sigurðardóttur kennara og Þórunnar Jónasdóttur deildarstjóra. Tilgangur verkefnisins er að skapa jákvætt

viðhorf til stærðfræði og þróa óhefðbundin kennslugögn og leiðir. Auglýst var eftir tilnefningum til Kópsins í febrúar sl. og var falast eftir „tilnefningum til viðurkenninga fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs.“ Valnefnd sem skólanefnd Kópavogs tilefndi fór svo yfir tilnefningarnar og þóttu þessi fjögur verkefni standa upp úr. Í valnefndinni sátu Bragi Þór Thoroddsen, Bergljót Kristinsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir. n

Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, og Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri voru að vonum ánægð með hringsjána. Sjá má að einhverju marki útsýnið sem þarna er, þótt rignt hafi vel meðan á athöfninni stóð.

Kosningakaffi á kjördag Kosningakaffi verður í á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Bæjarlind 2 á kjördegi, 31. maí, frá klukkan 09:00 til 18:30, allir velkomnir. Boðið verður upp á akstur á kjördegi á kjörstað en hafa skal samband við kosningaskrifstofuna um það.

Símar a kosningaskrifstofu

551 4141 og 551 4142 Hringdu ef þú þarft akstur á kjörstað

564 6410 og 844 9976

Hringsjá vígð á Smalaholti Sunnudaginn 25. maí sl. var vígð hringsjá (útsýnisskífa) á bæjarmörkum

Kópavogs og Garðabæjar í Smalaholti, nánar tiltekið vestur af Austurkór 179 í Rjúpnahæð. Hringsjáin er sett upp á landamerkjastöpul í holtinu og er ákaflaga víðsýnt frá staðnum. Gerð hringsjárinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðabæjar. Jakob Hálfdánarson útbjó skífuna en bæjarfélögin tilnefndu örnefnafróða menn sem fulltrúa sína. Frá Kópavogsbæ kom Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur og Sigurður Björnsson verkfræðingur frá Garðabæ. Kostnaður við verkið skiptist jafnt milli bæjarfélaganna. Þetta er fyrsta hringsjá sem sett hefur verið upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969. Göngustígur hefur verið lagður frá enda Austurkórs að hringsjánni og heldur hann áfram niður að Vífilsstaðavatni og reyndar alla leið í Heiðmörk. Full ástæða er til að hvetja fólk til að fara upp á Smalaholt og njóta útsýnisins og fræðast um örnefni sem eru að finna á hringsjánni. Það er sannarlega ómaksins virði.


3

Maí 2014

Framúrskarandi

Margrét Friðriksdóttir skólameistari veitti 11 nemum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi en formaður skólanefndar, Flosi Eiríksson, og fræðslufulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, María Guðmundsdóttir, fluttu ávörp og óskuðu nemendum velfarnaðar. Björn Thoroddsen, gítarleikari lék nokkur lög við upphaf útskriftarinnar við góðar undirtektir.

MK útskrifaði 143 nema úr fullorðinsfræðslu og kvöldskóla Mikil aðsókn að öllum deildum skólans, að sögn Margrétar Friðriksdóttur skólameistara.

Þ

ann 22. maí sl. fór fram útskrift allra nema í kvöldskóla- og fullorðinsfræðslunámi við Menntaskólann í Kópavogi, við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Útskrifaðir voru 21 nemi úr starfstengdu ferðafræðinámi, 44 leiðsögumenn, 13 nemar af Skrifstofubraut I og 14 rekstrarfulltrúar af Skrifstofubraut II, 23 matsveinar, 21 iðnmeistarar úr Meistaraskóla matvælagreina og 7 nemar úr bakaraiðn. Mikil og stöðug þróun hefur átt sér stað á þessu sviði innan Menntaskólans í Kópavogi. Skólinn var í fyrstu hefðbundinn menntaskóli en haustið 1987 hófst kennsla í ferðagreinum í kvöldnámi við MK. Á þeim rúma aldarfjórðungi sem liðinn er frá upphafi kvöldnáms við MK hefur fjölbreytni námsins aukist jafnt og þétt og í dag eru 11 mismunandi námsleiðir í kvöldskóla- eða fullorðinsfræðsluformi innan skólans auk fjölmargra styttri námskeiða. Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara, kom fram að mikil aðsókn er að öllum deildum og ekki hægt að verða við öllum umsóknum. Mikil áhersla er á að námið sé hagnýtt og í góðum tengslum við atvinnulífið.

Ferðamálanám

Nemendur í ferðafræðinámi fóru víða innanlands á skólaárinu og heimsóttu fjölda fyrirtækja í greininni auk þess sem þau fóru til Berlínar á eina stærstu ferðamálasýningu í heimi. Skólinn er í samstarfi við skóla í Finnlandi og Írlandi og þangað geta nemendur sótt hluta af starfsnámi sínu. Unnið

er að því að samræma einingakerfi í starfsnámi innan Evrópu til að auka frekar möguleika nemenda á að taka hluta af starfsmenntun erlendis í framtíðinni.

Leiðsögunám

Margrét Friðriksdóttir skólameistari ræddi um þær miklu kröfur sem gerðar eru til leiðsögumanna en auk mikillar þekkingar á landi og þjóð, þurfa þeir hæfni í mannlegum samskiptum og færni í að bregðast við óvæntum atburðum á vettvangi. Margrét gat um það að í síðustu viku útskrifuðust 30 leiðsögumenn frá símenntun Háskólans á Akureyri en námið var í samstarfi við MK. Þá var á haustönn svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum og Austurlandi einnig í samstarfi við skólann.

Margrét Friðriksdóttir skólameistari ásamt Ólöfu Ýr Atladóttur ferðamálastjóra sem útskrifaðist í gönguleiðsögn.

Skrifstofubraut

Stöðug þróun í upplýsingatækni gerir það að verkum að vinnuaðstæður þeirra sem starfa við almenn og sérhæfð skrifstofustörf breytast hratt. Skólinn tekur mið af þessari þróun í námi í skrifstofugreinum og hefur námið skipað sér sess sem öflugt starfstengt nám sem boðið er jafnt í dagskóla sem kvöldnámi. Margrét Friðriksdóttir skólameistari sagði það mikið fagnaðarefni að vel á annað hundrað einstakingar hefðu nýtt sér raunfærnimat sem í boði er við innritun á brautina.

Matsveinar, bakanemar og iðnmeistarar

Skólameistari gerði grein fyrir því að menntunarsaga matsveina spannar orðið fimm áratugi og að námið er sívinsælt, en matsveinar

sinna störfum um borð í fiskiog flutningaskipum og minni mötuneytum. Þá kom fram að til þess að öðlast réttindi iðnmeistara þarf nemi að ljúka ársnámi að loknu

sveinsprófi. Í gangi er tilraunaverkefni innan skólans með nýja námskrá og lotubundið nám sem mælst hefur vel fyrir hjá fagfólki í greininni. Sjö bakaranemar útskrifuðust

sem hefðu með réttu átt að útskrifast í dagskólaútskrift skólans 30. maí n.k. en þeir eru á leið í náms- og kynnisferð til Ítalíu þar sem þeir læra allt um ítalska brauð- og kökugerð. n


4

Maí 2014

KÁRSNES

KÓPAVOGSBÆR

ÚTIVISTARSVÆÐI OG FRÁGANGUR Á SJÓVÖRN - UMRÆÐUTILLAGA EFNISYFIRLIT * Tillaga K=5.00

* VesTurkanTur

K=4.20

* VesTurkanTur -

K=5.00 K=4.20

K=4.60

K=4.60

* úTsýnissTaður

á VesTurodda

* úTsýnissTaður

á VesTurodda

* norðurkanTur Vestur vör

* ausTurkanTur K=4.20

K=4.80

-

snið b-b

snið c-c

* ausTurkanTur

Vestur vör

00 K= 5. 4. 20 K=

K=5.00

snið a-a

* norðurkanTur

K=5.00

K=5.50

og úTskýringar

K=4.20

* áferð

gróðurs

* áferð

yfirborðsefna

* áferð

göTugagna

00 K= 5. 20 K= 4.

K=4.95

snið d-d

K=4.70

Hafna rbraut

K=4.80

Bakka braut

K=5.10

A-bra ut

00 K= 5. 4. 20 K=

Vestur vör

K=4.90

K=5.20

K=5.50

Bakka braut

Vestur vör

K=4.80

N

K=5.40

Frábærar hugmyndir um sjóvörn og útivistarsvæði á Kársnesi G uðmundur Geirdal, sem sæti á í skipulagsnefnd Kópavogsbæjar segir að róttækar tillögur liggi fyrir um útivistarsæði og frágang á sjóvörn á Kársnesi. M.a. verður landið tekið í 25-30% einhalla frá sjóvörn að byggð. Við það myndast hryggur eða mön meðfram aðliggjandi götum sem dregur úr hugsanlegum áhrifum umferðar og iðnaðar. Lagt er til að hjóla- og göngustígar séu aðskildir og að unnið sé með milda lýsingu meðfram þeim. Þéttur trjágróður deilir svæðinu í smærri rými ásamt því að veita skjól fyrir vindum. Tilteknir eru 6 áherslustaðir á svæðinu, sem lagt er til að gert verði hærra undir höfði í efnisvali og lýsingu.

Vesturkanturinn

Guðmundur Geirdal er í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Þéttur trjágróður deilir svæðinu í smærri rými ásamt því að veita skjól fyrir vindum. Yfirborð svæðisins er formað í lága, ávala og grösuga hóla. Til að auðvelda aðgengi niður að sjónum er varnargarðinum skáskotið á tveimur stöðum og í kverkarnar er komið fyrir tröppum og palli. Hér væri til dæmis upplagt að njóta nálægðar við sjóinn í skjóli fyrir norðlægum vindum og renna fyrir fisk. Lagt er til að útsýnispallur verði staðsettur á vesturodda Kársnessins. Gert er ráð fyrir að hann sé um 50-90cm hærri en aðliggjandi land. Hægt væri að koma fyrir hleðslu með bekkjum á austurjaðri svæðisins.

Kársnesbraut 112 (kjallari) · 200 Kópavogi Sími 555 3567 · 691 4567

Tilbrigði verða í halla sjóvarnarinnar á norðurkanti og toppur hennar dreginn inn og út á víxl. Myndar toppurinn með þessu móti mjög ákveðin form. Trjágróður deilir svæðinu í smærri rými og draga form sitt af sjóvörninni. Yfirborð svæðisins er formað í aflanga, grösuga hóla. Þrír áherslustaðir eru meðfram norðurkantinum. Hér væri hægt að staðsetja bekki og/ eða einföld upplýsingaskilti og gera yfirborðsfrágangi og lýsingu hærra undir höfði.

Austurkantur

Grasengi tengir nýtt útivistasvæði á austurkanti við núverandi strandlengju. Þéttur trjágróður

deilir svæðinu í smærri rými ásamt því að veita skjól fyrir vindum. Lagt er til að þar sem sjóvörn endar í austurhluta verði mótuð vík sem tengist náttúrulegri fjöru innar á nesinu. Gert er ráð fyrir að fjaran í víkinni verð lögð smáum hnullungum. Gert er ráð fyrir að norðaustur oddi landfyllingar komi til með að hækka töluvert þegar lagt verði í brúartengingu yfir til Reykjavíkur. Allar þessar hugmyndir eru mjög spennandi og stuðla að því að gera ysta odda Kársnesins að spennandi útivistarsvæði, sem það er því miður ekki í dag. En meðfylgjandi teikningar sýna best þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram. n


Maí 2014

Fiskidagurinn litli fjölsóttur

Í

náinni framtíð verður hafnarsvæðinu á Kársnesi breytt í yndishöfn þar sem fjölbreytt íbúðabyggð og þjónusta mun gera Kársnesið að einu mest spennandi íbúðahverfi á Íslandi. Laugardaginn 17. maí sl. bauð Guðmundur Geirdal, frambjóðandi í 5.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, sjómaður og aðalmaður í skipulagsnefnd Kópavogs, upp á sína víðfrægu fiskisúpu við smábátahöfnina og ræddi um framtíðarskipulagið. Guðmundur bauð svo börnum og fulltrúum í stutta sjóferð á bátnum sínum, sem var vel þegið af mörgum. Harmonikkusveitin ,,Gleðigjafarnir” nmætti á staðinn og hélt uppi góðri stemmningu. n

Fiskisúpan var lofuð af þessum hópi.

Börnin fengu sinn skerf, en blöðrur voru mótaðar á alls kyns vegu.

Haldið úr höfn á Gísla KÓ-10.

Nikkarasveitin „Gleðigjafarnir.“

Frambjóðendurnir Guðmundur Geirdal, Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson við súpupottana.

Guðmundur Geirdal og kona hans, Linda Jörundsdóttir, gefa frábæra fiskisúpu.

Gerðasafn 20 ára:

Úrval verka eftir Gerði Helgadóttur og fleiri

Í Græðlingar Eftir að hafa gert holu með þar til gerðu verkfæri er græðlingurinn settur niður með svolitlum áburði. Svo geta börnin komið eftir einhver ár og séð árangurinn og sagt ,,þarna plantaði ég.“

Börn í 5. bekk Linda­ skóla í skógræktarferð

B

örn í 5. bekk Lindaskóla voru að planta græðlingum á svæði ofan Guðmundarlundar sem merkt hefur verið sérstaklega skólanum. Á hverju voru koma börn úr 5. bekk allra grunnskóla Kópavogs og planta græðlingum en alls eru það í ár um 1.400 plöntur. Þannig fá börnin svolitla tilfinningu fyrir landinu og hversu nauðsynlegt það er að huga að umhverfinu og vernda landið fyrir ágangi. Ekki var annað að sjá en börnin í Lindaskóla hefðu gaman af verkefninu þrátt fyrir að það rigndi svolítið á þau, enda er enginn verri þótt hann vökni eilítið. n

tilefni 20 ára afmælis Gerðarsafns var opnuð sl. laugardag sýning úrval verka eftir Gerði Helgadóttur, Barböru Árnasón, Magnús Á. Árnason og Valgerði Briem. Ennfremur eru sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Frá fyrstu tíð var viðleitni í Kópavpgi til að sinna listum og listamönnum bæjarins. Á 10 ára afmæli Kópavogs árið 1965 skipaði bæjarstjórn listaverkanefnd og samþykkti á afmælisfundi að stofna Lista- og menningarsjóð Kópavogs. Til hans skyldi árlega verja hálfu prósenti af útsvarstekjum bæjarins. Þegar Gerðarsafn tók til starfa taldi safn bæjarins um 350 listaverk sem höfðu verið keypt fyrir fé sjóðsins. Við opnun safnsins sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri m.a. Gerðarsafn hafi verið ein af skrautfjöðrum Kópavogsbúa og það væri vel við hæfi á afmælissýningu safnsins að leitað sé fanga í ríkulega safneign safnsins. Guðbjörg Kristjánsdóttir sagði við sama tækifæri að þegar hún léti nú af störfum minntist hún ómældra

Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sem opnaði sýninguna.

ánægjustunda í Gerðarsafni og henni væri efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að stýra safninu frá byrjun, móta starfsemina og sjá safnið vaxa og dafna. n Kjarval Kjarvalsverk er m.a. að sjá á sýningunni.

5


6

Maí 2014 Bláfáninn blaktir við hún

Hjá standa Bjarki Valberg um­ hverfis­­f ulltrúi á um­hverfis­sviði og skipulags- og byggingar­deild Kópa­ vogs­bæjar, Margrét Björnsdóttir forseti bæjar­stjórnar, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Katrín Magnúsdóttir hjá Landvernd.

Ýmishöfn hlaut Bláfánann Landvernd veitti útbreidda alþjóðlega umhverfisviðurkenningu.

B

láfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning, ein sú útbreiddasta sinnar tegundar í heiminum í dag. Á Íslandi er verkefnið rekið af Landvernd, en á heimsvísu er það rekið af Foundation for Environmetnal Education (FEE) sem eru alþjóðleg samtök um umhverfismennt. Til að fá Bláfánann þurfa handhafar að fara í gengum strangt umsóknarferli. Ýmishöfn hefur gengið í gengum þetta ferli og uppfyllt allar þær kröfur sem gerðar eru til handhafa. Kröfurnar snúa í megindráttum að fjórum þáttum. Hér að neðan er stiklað á stóru um það sem hafnirnar þurfa að uppfylla. Umhverfisfræðsla: Upplýsingar um Bláfánann, höfnina og

náttúrufyrirbrigði í grennd við höfnina þurfa að vera til staðar á upplýsingaskilti við höfnina. Höfnin þarf að standa fyrir a.m.k. þremur viðburðum sem snúa að umhverfisfræðslu. Umhverfisstjórnun: Mynda þarf stýrihóp sem sér um umhverfismál, bláfánamál og annað. Höfnin þarf að hafa skýra umhverfisstefnu. Móttökustöð fyrir spilliefni þarf að vera til staðar. Flokkunarílát með a.m.k. þremur flokkum þurfa að vera til staðar. Dælubíll til að taka á móti skólpi og kjölvatni þarf að vera aðgengilegur. Öryggismál: Allur nauðsynlegur öryggisbúnaður þarf að vera til staðar s.s. björgunarvesti, fyrstu hjálpar búnaður o.fl. sem stens íslenskar

reglugerðir. Neyðaráætlun vegna mengunar, eldsvoða og annars þarf að vera til staðar. Rafmagn og vatn þarf að vera til staðar. Á upplýsingaskilti þurfa upplýsingar um ofantalin atriði að koma fram. Vatnsgæði: Sjónrænt mat þarf að gefa til kynna hreinleika hafnarinnar, án ummerkja um mengun s.s. olíu, rusl, skólp eða annað. ,,Ýmishöfn hefur uppfyllt allar ofantaldar kröfur og fleiri til. Það er gaman að höfn eins og Ýmishöfn, þar sem yngri sjófarendur eru í meirihluta, hljóti þessa viðurkenningu. Þannig nær Bláfáninn og það sem hann hefur fram að færa til breiðari hóps,” sagði Katrín Magnúsdóttir hjá Landvernd við afhendingu Bláfánans. n

Bláfáninn Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tekur við Bláfánanum úr hendi Katrínar Magnúsdóttur hjá Landvernd.


FORSALA Tryggðu þér íbúð á þessum frábæra stað. Síðustu íbúðir sem byggðar verða á þessu svæði.

Þorrasalir 13-15 Íbúðir með miklu útsýni – við golfvöll GKG Glæsilegar íbúðir í fjölbýlishúsi með bílageymslu • Stærð íbúða 93 til 127 fermetrar • Húsið stendur við glæsilegan 18 holu golfvöll með miklu útsýni. • Stutt er í alla þjónustu, t.d . sundlaug, skóla og verslunarmiðstöð.

Teikningar og frekari upplýsingar á afhus.is

Byggingaraðili: ÁF-Hús ehf S. 534 1600


8

Maí 2014

Sjálfstæðar konur Myndarlegur hópur prúðbúinna kvenna var mættu til að

fagna afmælinu

Margrét Friðriksdóttir, sem skipar 2. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Anny Berglind Thorstensen sem er í 9. sæti og Hjördís Ýr Johnson sem er í 4. sæti.

Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA:

Fagnaði 60 ára afmæli með skemmtifundi

K

onum í Kópavogi var boðið á skemmtifund föstudaginn 23. maí sl. í Naustavör 20, félagsheimili siglingarklúbbsins Ýmis í Kópavogi til að fagna 60 ára afmæli Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu. Fyrirkomulagið var með hætti Káta kampavínsklúbbsins. Hver kona bauð méð sér góðri vinkonu og saman komu þær með eina freyði- eða léttvínsflösku. Boðið var upp á söngatriði, margrómað happdrætti var í gangi og ssölukynning var á snyrtivörum. Gestir kvöldsins voru Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK; Karen Halldórsdóttir, MA mannuðsstjórnun; Hjördís Johnson, kynningarstjóri og Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar. n

Ormadagar vöktu hrifningu

Börn úr leikskólanum Fífusölum búa til hljóðfæri úr pappír. Margrét Friðriksdóttir skólameistari MK fylgdist með ásamt fleirum gestum. Strákarnir framan við hana eru að sjálfsögðu í Polla-pönk galla.

Barnamenningarhátíð Kópavogs var haldin síðustu helgi.

Á

fimmta þúsund leikog grunnskólabörn í Kópavogi tóku þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum um síðustu helgi. Á Ormadögum mæta börn í Kópavogi á ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum Kópavogs á skólatíma, sækja tónleika, listasmiðjur og fræðslu. Ormadagar eru nú haldnir í

þriðja sinni en hátíðin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og nú. ,,Það er mjög mikilvægt og skemmtilegt fyrir barna- og fjölskyldumenningu að geta boðið upp á svo stóra og glæsilega hátíð með fjölbreyttum atriðum sem allir fá að njóta sér að kostnaðarlausu,” sagði Pamela De Sensi, stjórnandi hátíðarinnar. Ormadagar eru styrktir með myndarlegum hætti

af Kópavogsbæ og haldnir í samvinnu við menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu en þær eru: Tónlistarsafnið, Bókasafnið, Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarskólinn og Molinn. Eitt meginmarkmið hátíðarinnar er að börn í Kópavogi kynnist þessum stofnunum og upplifi dagskrá sem sérstaklega er miðuð við þeirra aldur. n


Spurningaleikur fjölskyldunnar

Réttum lausnum skal skila á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins að Bæjarlind 1 þann 30.-31. maí. Allir krakkar fá glaðning!

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurnýja og laga til á lóðum leikskólanna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið að uppbyggingu á Glaðheimasvæðinu.

1. Hvað heitir nýjasti leikskólinn í Kópavogi?

6. Hvað heitir vegurinn sem stefnt er að því að leggja sunnan við Glaðheimasvæðið og mun tengja saman Fífuhvammsveg og Reykjanesbraut?

_______________________________________________

_______________________________________________________

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að byggja nýjan og glæsilegan körfuboltavöll utandyra. 2. Hve hátt er frá golfi og upp í körfuhring í körfubolta? ___ A) 2,8 metrar ___ B) 3,05 metrar ___ C) 3,15 metrar

Kópavogur er sannkallaður íþróttabær með mjög fjölbreyttu íþróttastarfi. 3. Hvað heitir hestamannafélagið í Kópavogi? _______________________________________________ 4. Hvað eru margir leikmenn í fótbolta sem spila í einu fullskipuðu liði? ________________

Sjálfstæðisflokkurinn vill aukið faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði skólanna og að grunnskólar Kópavogs verði í fremstu röð með að nýta upplýsingatækni m.a. með því að allir nemendur á mið og elsta stigi grunnskóla fái spjaldtölvur til að nota í námi. 5. Hvað eru margir grunnskólar í Kópavogi? _________________

Sjálfstæðisflokkurinn ætar sér að veita eldri borgurum yfir 67 ára í Kópavogi ásamt börnum yngri en 10 ára frítt í sund. 7. Hve margir heitir pottar eru í sundlaugunum tveimur í Kópavogi? _________

Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja skólahljómsveit Kópavogs varanlegt húsnæði. 8. Skólahljómsveit Kópavogs á stórafmæli á næsta ári, hvað verður hljómsveitin gömul á árinu 2015? _____________

Sjálfstæðisflokkurinn vill efla starf Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar með nýjum glæsilegum golfskála sem mun sérstaklega ná til barna og unglingastarfsins. 9. Hvað er golfvöllur Kópavogs og Garðabæjar með margar brautir? ___________

Frístundastyrkurinn er mikilægur barnafjölskyldum. Sjálfstæðisflokkurinn vill hækka styrkinn og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort hann verður nýttur í eina eða tvær greinar, ásamt því að hægt verður að nota hann í tónlistanám. 10. Hversu hár mun frístundastyrkurinn verða á kjörtímabilinu? ________________

Réttar lausnir má auðveldlega finna á internetinu s.s.xdkop.is, google.is eða í Vogum


KAUPUMGULL.IS

Staðgreiðum allt gull, silfur demanta og vönduð úr! Hringa, hálsmen, armbönd, gullmynt, allt brotagull og nýtt gull.

VEÐLÁN

LÁNUM FRÁ KR 100.000 UPP Í 50.000.000 Á INNAN VIÐ 24 TÍMUM GEGN VEÐI Í PERSÓNULEGUM EIGNUM!

Kaupum gegn staðgreiðslu eða lánum út á eftirfarandi muni:

Til sölu

Vönduðum úrum

Skartgripum og demöntum.

Kaupi Rolex, Breitling Cartier, Patek Philippe ásamt öllum gullúrum.

Staðgreiðum skartgripi og demanta frá Bulgari, Georg Jensen o.fl

Gulli og verðmætum málmum Kaupum allt gull og verðmæta mála.

Frítt verðmat engin skuldbinding Hratt - Þægilegt - Öruggt

3. HÆÐ Í KRINGLUNNI (Hjá Læknastöðinni) Sími: 661-7000 // www.kaupumgull.is

Verðmætum bifreiðum Allar nýlegar bifreiðar, einnig verðmætir eldri bílar. Eingöngu veðlán.

Málverkum og antik munum Gunnlaug Blöndal, Jóhannes Kjarval, Svavar Guðnason, Flóka, Erró, Ásgrím Jónsson og fl.

HAFÐU SAMBAND

Í SÍMA 661-7000


Gallabuxur Kringlunni 4

|

Sími 568 4900

Fyllt súkkulaðiskál að hætti Jóa Fel – 40 bitar, þ.e. kransakonfekt, Sörur og jarðarber

Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut


12

Maí 2014

,,Stuðningur við barnafjölskyldur er eitt brýnasta verkefnið“ — segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sem leiðir framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi við bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí nk.

Á

rmann Kr. Ólafsson er fæddur á Akureyri 17. júlí 1966. Foreldrar hans eru Ólafur Þorsteinn Ármannsson húsasmíðameistari og búfræðingur og Anna Guðrún Árnadóttir f.v. bankastarfsmaður. Kona Ármanns er Hulda Guðrún Pálsdóttir og börn þeirra Hermann og Halla Lilja. Ármann er stúdent frá MA og BA í stjórnmálafræði frá HÍ. Stofnandi ENNEMM og aðstoðarmaður samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra. Bæjarfulltrúi í Kópavogi síðan 1998. Nú þegar yfirstandandi kjörtímabili er að ljúka er eðlilegt að horfa einnig til baka og velta vöngum yfir hvað stendur helst upp úr. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var því spurður þegar kjörtímabilinu er að ljúka hvað það er sem stendur upp úr í málefnum Kópavogs að hans mati? ,,Það sem stendur upp úr er að nýr meirihluti tók við völdum í Kópavogi þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. Við tók stefnufesta og stöðugleiki í stjórnkerfinu í stað 20 mánaða glundroða. Hvað mig persónulega varðar þá stendur upp úr að það kom í minn hlut að leiða þetta meirihlutasamstarf. Samstarfið við Framsóknarflokkinn og Y-listann, með Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttur í fararbroddi, hefur reynst traust og farsælt. Meirihlutinn lagði strax áherslu á að koma hjólum byggingaiðnaðarins í gang á ný þar sem neyðarástand var að skapast á húsnæðismarkaði. Það tókst því verktakar fengu trú á markaðinn á ný. Og fann ég strax að við meirihlutaskiptin varð viðhorfsbreyting þeirra á meðal og þeir ákváðu að hefja nýja sókn í Kópavogi. Þá var þetta ekki síður mikilvægt í ljósi þess að um leið og byggingakranarnir fóru að sjást á ný í Kópavogi skapaðist fjöldi nýrra starfa. Þetta ásamt fleiri þáttum hefur skilað okkur því að atvinnuleysi er einna minnst í Kópavogi á öllu höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ármann. Hvernig hefur bæjarstjórastarfið átt við þig? ,,Ég held að það sé heppilegt að ég hafi breiðan bakgrunn, átt heima í sveit , búið í sjávarþorpi og með reynslu af störfum því tengdu. Þá stofnaði ég auglýsingastofuna Nonna og Manna ehf. með Jóni Sæmundssyni eftir háskólanám, sem er farsælt fyrirtæki og mér þykir vænt um þó ég sé ekki eigandi að því lengur. Ég hef unnið í þremur ráðuneytum og átt sæti á Alþingi. Þegar allt þetta er tekið

„Við munum tvöfalda gamla íþróttaskyrkinn úr 27 þúsund krónum í 54 þúsund krónur og heimila að nýta allan styrkinn í eina íþrótt, tómstundir eða listgreinanám, svo sem tónlistarnám.“ saman þá bý ég yfir reynslu sem nýtist vel í starfinu en satt best að segja er bæjarstjórastarfið langskemmtilegasta starfið sem ég hef unnið. Þau fjölbreyttu verkefni sem maður er að kljást við á hverjum degi gefa manni mikið auk þess sem maður er í miklum samskiptum við fjölmennt starfsfólk Kópavogsbæjar og bæjarbúa.“

Samhentur hópur

Hvernig er Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi í stakk búinn til að leiða næsta meirihluta? ,,Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi stendur sterkt. Síðasta prófkjör tókst mjög vel þar sem þátttakan var mikil og niðurstaðan sú að við fengum mjög flottan lista þar sem gott jafnvægi er á milli kynja og mikil breidd í þekkingu. Hópurinn er samhentur sem skiptir miklu máli til að ná árangri í þeim málum sem við höfum sett á oddinn á næsta kjörtímabili. Ég geng því bjartsýnn til

Opnun listsýningar í Gerðasafni F.v. Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður

Listasafns Kópavogs - Gerðasafns, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Elísa Helga Sigurðardóttir og Karen E. Halldórsdóttir, formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs.

kosninga.“ Hvernig viltu sjá næsta kjörtímabil? Ármann segir að með nýju fólki komi nýjar áherslur og ef hann ætti að draga fram í fáum orðum hvernig áherslur flokksins í Kópavogi eru að breytast mundi hann segja að farið væri að hugsa miklu meira inn á við. ,, Við höfum nú þegar byggt skóla, leiksskóla, íþróttahús o.s.frv. Við þurfum því ekki að leggja sömu áherslu og áður á aðstöðuna eða það sem snýr út á við. Nú er kominn tími til að njóta og það er að hugsa inn á við. Við segjum að öll börn verða að fá tækifæri til þess að nota mannvirki bæjarins. Það er mjög lítið peningalegt svigrúm hjá mörgum

Vagga pönksins er í Kópavogi Að líta við og hlusta á pönkið er því ljúf skylda,

full eftirvæntingar og gleði.

fjölskyldum og við vitum að það er erfitt fyrir margar barnafjölskyldur að standa undir æfingagjöldum, tónlistarnámi o.s.frv. Ég tala nú ekki um þegar börnin eru fleiri en eitt. Við munum því taka upp nýja nálgun hvað varðar íþrótta- og tómstundastyrkina. Við leggjum áherslu á að öll börn og unglingar í Kópavogi hafi möguleika á að stunda íþróttir, listir og tómstundir óháð efnahag. Við munum með nýju íþrótta- og tómstundastyrkjunum tvöfalda gamla íþróttastyrkinn, úr 27.000 krónum í 54.000 krónur. Heimilt er að nýta allan styrkinn í eina íþrótt, tómstundir eða listgreinanám svo sem tónlistarnám.“

Best rekna sveitarfélag landsins

,,Hvað varða rekstur bæjarins þá hefur Kópavogur alla burði til þess að verða best rekna sveitarfélag á Íslandi í lok næsta kjörtímabils. Þegar ég segi þetta þá er ég ekki einungis að tala um góða niðurstöðu í ársreikningi bæjarins heldur að vel sé staðið að öllum málaflokkum sem undir bæinn heyra. Við Sjálfstæðismenn leggjum mikið upp úr öflugu skólastarfi og höfum sett menntamálin á oddinn í þessari

Spjallað við unga listunnendur í Salnum á Ormadögum.


13

Maí 2014

„Ég vil að við séum í forystuhlutverki varðandi grunnskólana. Því munum við láta alla nemendur í 5.–10. bekk fá spjaldtölvur.“

kosningabaráttu. Eftir fjögur ár vil ég sjá enn fjölbreyttara skólastarf þar sem möguleikar upplýsingatækninnar eru nýttir til hins ýtrasta. Við erum að stíga mikilvægt skref þar sem verið er að setja upp öflugt þráðlaust net í alla skóla. En eins og ég segi þá vil ég að við séum í forystuhlutverki og því munum við láta alla nemendur í 5.-10. bekk grunnskólanna fá spjaldtölvur. Við viljum vera samanburðarhæf við það besta sem er að gerast erlendis og þetta er stór skref á þá átt. Við viljum

Við opnun Kópavogsdaga.

skóla þar sem börnunum líður vel og styrkleikar þeirra, hvar sem þeir liggja, fái að njóta sín.“

Kópavogur haldi forystunni í íþróttamálum

Ármann bæjarstjóri vill sjá að hjúkrunarrýmum hafi fjölgað í bænum og að staða Sunnuhlíðar verði orðin sterk á ný um leið og hjúkrunarrýmum í Boðaþingi verður fjölgað. ,,Þá vil ég að Kópavogur haldi forystu sinni í íþróttamálum á landinu hvað varðar árangur og aðstöðu. Í

sjálfu sér er of langt mál að telja allt upp enda kemur okkar heildarsýn fram í stefnuskránni. En til þess að ramma þetta inn þá höfum við Sjálfstæðismenn metnað fyrir bæinn okkar og viljum að hann sé í fremstu röð á öllum sviðum. Til þess að það geti gengið eftir þá verðum við að halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað í rekstri bæjarins því aukið svigrúm í rekstri hans gerir okkur kleift að bæta þjónustuna við íbúana. Hver eru brýnustu verkefnin framundan? ,,Stuðningur við barnafjölskyldur er eitt brýnasta verkefnið eins og ég undirstrikaði hér á undan. Þá er mikilvægt að halda áfram að greiða niður skuldir. Af hverjum milljarði sem við greiðum niður lán bæjarins þá spörum við árlega sjötíu til hundrað milljónir í vexti sem nýtist bæjarbúum til að bæta þjónustuna. Sem dæmi má nefna að ávinningurinn af niðurgreiðslu lána á síðasta ári stendur undir nýju íþrótta- og tómstundastyrkjunum. Leiðin til þess að greiða skuldirnar hratt niður er að tryggja gott framboð af byggingarlóðum í bænum, koma þeim í verð og fá nýja íbúa í bæinn. Nota síðan alla þá fjármuni sem við fáum af lóðarsölunni í niðurgreiðslu skuldanna. Nýir íbúar hjálpa okkur svo að gera rekstur bæjarins hagkvæmari.“

„Við munum haga skipulagi þannig að það hvetji til byggingu minni íbúða sem eitt og sér mun auðvelda kaup á eigin húsnæði. Þá munum við byrja á því að breyta gjaldskrá lóða með það að markmiði að lækka byggingakostnað minni íbúða. Það kemur sér vel fyrir unga fólkið en ég hef einnig fundið fyrir eftirspurn hjá eldra fólki eftir minni íbúðum.“ Eftirspurn eftir minni íbúðum

Hvaða stefnu mun næsti meirihluti taka í húsnæðismálunum ef Sjálfstæðisflokkurinn verður við stjórnvölinn? ,,Við munum haga skipulagi þannig að það hvetji til byggingu minni íbúða sem eitt og sér mun auðvelda kaup á eigin húsnæði. Þá munum við byrja á því að breyta gjaldskrá lóða með það að markmiði að lækka byggingakostnað minni íbúða. Það kemur sér vel fyrir unga

fólkið en ég hef einnig fundið fyrir eftirspurn frá eldra fólki eftir minni íbúðum. Þarna fara því hagsmunir þeirra yngstu og elstu á húsnæðismarkaðnum saman. Við munum einnig auðvelda núverandi íbúum í félagslega íbúðarkerfinu að eignast þær íbúðir sem þau búa í. Við munum engu að síður kaupa fleiri félagslegar íbúðir á kjörtímabilinu til þess að mæta brýnni þörf, segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. n


14

Maí 2014

Fjölmenni á útskriftar­ sýningu Listaháskólans Ánægja með samstarf Listaháskólans og Kópavogsbæjar.

M

argt var um manninn á útskriftarsýningu MAnema í myndlist og hönnun við Listaháskóla Íslands, LHÍ, sem opnuð var í Gerðarsafni laugardaginn 12. apríl og stóð til 11. maí. Sýningin markar tímamót því þetta er í fyrsta útskriftarsýning meistaranema frá Listaháskólanum. Alls sýna tíu nemendur verk sín á sýningunni og var góður rómur gerður að verkunum sem eru af mjög fjölbreyttum toga, myndir, innsetningar og skúlptúrar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri bauð gesti velkomna í ávarpi við opnun sýningarinnar, hann sagði sýninguna efla menningarlíf í bænum og óskaði nemendum til hamingju með áfangann. Útskriftarsýning meistaranema verður haldin næstu árin í Gerðarsafni en Kópavogsbær og LHÍ gerðu með sér samkomulag í október sl. þess efnis. Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor LHÍ minntist sérstaklega á samstarfið við Kópavog í ræðu sinni við opnun sýningarinnar og fagnaði því hversu vel bærinn tæki á móti Listaháskólanum. Þess má geta að í lok apríl verða útskriftartónleikar tónlistarnema við skólann haldnir í Salnum í Kópavogi. Þá sagði Sigrún Birgisdóttir deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ frá því m.a. hversu margir erlendir nemendur hafa sótt meistaranámið,

sem er alþjóðlegt. Á sýningunni í Gerðarsafni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að efla þekkingu og þróa rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Í náminu er árhersla lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á fagsviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi. Nemendurnir sem eiga verk á sýningunni heita Ásgeir Matthíasson, Björg Vilhjálmsdóttir og Gréta Guðmundsdóttir sem útskrifast af MA námsbraut í hönnun, Halldór

Ragnarsson, Katla Rós Völu- og Gunnarsdóttir, Kristín Helga Káradóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Pia Antonsen Rognes, Ragnar Már Nikulásson og Rán Jónsdóttir sem útskrifast af MA námsbraut í myndlist. Sýningarstjóri sýningarinnar er Birta Guðjónsdóttir. Í meistaranáminu fá myndlistarmenn og hönnuðir tækifæri til að dýpka og auka þekkingu sína í frjóu akademísku umhverfi. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á fagsviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi. n

Mannvit flytur í Kópavog Mannvit hf. sem hefur verið með starfsemi fyrirtækisins á Grensásvegi 1, flytur innan tíðar starfsemina að Urðarhvarfi 6. Húsnæði á þessu svæði hafa lengi staðið auð en með flutningi Mannvits í Urðarhvarfið aukast mjög öll umsvif á svæðinu sem ætti að virka hvetjandi á fyrirtæki að flytja starfsemi sína á svæðið. Nokkuð er um autt húsnæði á svæðinu og óinnréttuðum byggingum. Flutningur Mannvits í Kópavog er líka viðurkenning á því að fyrirtækið er mjög meðvitað um að þjónusta Urðarhvarf 6 Þar sem Mannvit mun Kópavogsbæjar er til fyrirmyndar innan tíðar flytja starfsemi sína. og slíkt ætti virka hvetjandi á fleiri fyrirtæki. Flutningi jafn öflugs fyrirtækis og Mannvits ættu því Kópavogsbúar að fagna. Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, ráðgjafar, stjórnunar, rekstrar og EPCM-verkefnastjórnunar. Mannvit er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu.Starfsemi Mannvits er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, umhverfis­stjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001. Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu. Þjónustan skiptist í eftirfarandi sérsvið: Iðnaður, endurnýjanleg orka, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir, raforkuflutningur og dreifing, byggingar, rannsóknarstofa, umhverfismál, mælingar og rannsóknir, verkefnastjórnun, samgöngur, veitur, skipulag og upplýsingatækni.

Mannvit Framúrskarandi fyrirtæki 2013

Mannvit er í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem fengu bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati Creditinfo 2013 sem birtur hefur verið. Creditinfo vinnur árlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa fengið bestu einkunn í styrk-og stöðugleikamati félagsins og telst rekstur þeirra því til fyrirmyndar. Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá verðskulda 462 nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2013“ samkvæmt mati Creditinfo, eða um 1.4% allra fyrirtækja. Mannvit er stolt af því að vera í hópi sterkustu fyrirtækja landsins sem stenst styrkleikamatið. n

Þóroddur S. Skaptason

hefur starfað við fasteignasölu í 25 ár. Lögg. fasteignasali og leigumiðlari Hann er Hafnfirðingur. Sími 868-4508 thoroddur@gardatorg.is

Fasteignasalan Garðatorg hefur verið starfandi frá árinu 2000 á sama stað og með sömu kennitölu.

Við sýnum þegar þér hentar Kópavogstún 10-12 Perla rétt við sjávarsíðuna

Um er að ræða vandað og vel staðsett fjölbýlishús með lyftu og sér inngangi af svölum, við Kópavogstún í vesturbæ Kópavogs. Íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum ásamt stæði í bílageymslu. 18-25 fm suður og suð-vestur svalir með glerhandriði sem skyggir ekki á útsýni. Vandaðar eikarinnréttingar með steinborðplötum, eikar hurðum frá Axis, ásamt eikarparketi og vönduðum flísum í forstofu og votrýmum. Blöndunartæki og handlæðaofn frá Tengi, vönduð eldhústæki frá Siemens. Álklæddir trégluggar og hurðir. Myndavéladyrasímar.

Sigurður Tyrfingsson

hefur starfað við fasteignasölu í 15 ár. Framkvæmdastjóri Hann uppalinn Kópavogsbúi og húsasmiður að mennt, Sigurður klárar nám til löggildingar fasteignasala í vor. Sími 898-3708 sigurdur@gardatorg.is

Steingrímur A. Jónsson

Steinar S. Jónsson

Hann er Húsvíkingur og Iðnaðartæknifræðingur að mennt. Sími 863-7499 steingrimur@gardatorg.is

Hann er fæddur og uppalinn Kópavogsbúi. Sími 898-5254 steinar@gardatorg.is

er nýr starfsmaður Garðatorgs. Sölufulltrúi

Örugg fasteignasala er okkar fag.

hefur starfað við fasteignasölu í 20 ár. Sölustjóri / Löggiltur leigumiðlari


Full búð af flottum flísum

Full búð af flottum flísum

Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Komdu og skoðaðu allt það nýjasta í flísum í dag. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


2.126

1.198

198

kr./kg

kr./kg

kr.

FjallalaMBs sirloin sneiðar krydd.

svínahnakki

verð áður 2.465 kr./kg

verð áður 1.598 kr./kg

hunts tóMatsósa 680g

verð áður 258,-kr.

2.393

1.598

2.200

kr./kg

kr./kg

svínalundir

kr./kg

FjallalaMBs lærisn. kryddaðar

verð áður 2.398 kr./kg

verð áður 2.769 kr./kg

FjallalaMBs skyndigrill

verð áður 2.549 kr./kg

FJAR-DARKAUP

helgartilboð

1.998 kr./pk.

piCColinis sMÁpizzur

27. - 31. maí

verð áður 2.565 kr./pk.

1.298 kr./kg

148 kr.

Myllu pylsuBrauð

verð áður 184 kr.

1.998

1.298

kr./pk.

kr./kg

BaMBo Bleian er oFnæMispróFuð og veldur hvorki ÚtBrotuM nÉ oFnæMi kryddaðar svínakótilettur

verð áður 1.398 kr./kg

998 kr.

kryddaður grísahnakki

verð áður 1.398 kr./kg

198 kr./stk.

898 kr./pk.

BaMBo nr. 3 5-9kg BaMBo nr. 4 7-18kg BaMBo nr. 5 12-22kg BaMBo nr. 6 16-30kg

verð 1.998 kr./pk.

BaMBo nr. 1 2-4kg BaMBo nr. 2 3-6kg

verð 898 kr./pk.

Coke dósir 12x 0,33l

verð áður 1.548 kr.

hunts BBQ sósur

verð áður frá 216 kr./stk.

- Tilvalið gjafakort OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

aBena grisjur 10x10CM BaMBo Blautþurrkur

verð 198 kr.

verð 298 kr.


17

Maí 2014

,,Lífskjör aldraðra og réttindi er eitt helsta forgangs­verkefni næstu ára” —segir Margrét Björnsdóttir sem skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.

B

æjaryfirvöld í Kópavogi hafa lengi verið fremst í flokki sveitarfélaga landsins hvað viðkemur skipulagi og uppbyggingu. Skipulagsmál eru eitt af mikilvægustu umhverfismálum hvers sveitarfélags og mikilvægt að vel takist til. Öll viljum við sjá falleg hverfi í bænum okkar og er það að lokinni skipulagningu á ábyrgð bæjaryfirvalda og íbúanna sjálfra að vel takist til. Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar, segir að reiðhjólið hafi ekki verið tekið sérlega alvarlega sem samgöngutæki hér á landi fram til þessa. Þó eru ýmis merki um að á þessu sé að verða breyting. Til að auka hlut hjólreiða í samgöngum þurfi að gera ráð fyrir hjólum og hjólreiðafólki í skipulagi. Rannsóknir sýni að vel skipulagt grunnnet hjólaleiða hefur mikla þýðingu fyrir framgöngu hjólreiða. ,,En hvað er gott grunnnet og hvernig verður það til? Þeim spurningum verður ekki svarað nema að fyrir liggi rannsóknir. Skortur er á rannsóknum á hjólreiðum og stöðu þeirra í samgöngum á Íslandi. Ekki síst þarf að okkar mati að fá betri upplýsingar um reynslu „venjulegs“ hjólreiðafólks og hugmyndir þess um aðstæður til hjólreiða Samkvæmt henni stefnir Kópavogur að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta þannig að þær verði aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti.”

Hverfaskipulag

„Samráð við íbúa er mikilvægur liður í góðri hverfaskipulagsvinnu. Með öflugu samráði við íbúa er hægt að vinna að betri hverfum, m.a. með samráðsfundum. Íbúar geta komið með ábendingar á heimasíðu hverfaskipulagsvinnunnar en útbúin hefur verið sérstök síða um verkefnið á heimasíðu Kópavogsbæjar. Allar hugmyndir sem berast verða síðan settar á heimasíðuna. Á skipulags- og byggingadeild bæjarins er nú hafin vinna við hverfaskipulag. Hlutverk hverfaskipulags er m.a. að efla samkennd og samráð við íbúa, þekkingu og hverfisvitund. Það hjálpar til við að fylla í götin á forsendum íbúa og hverfisins. Ásamt því að vera leið að fallegra og heilbrigðara hverfi í sátt við íbúa. Með hverfaskipulagi mun íbúum

„Réttur til sjálfs­ákvörð­ unar er í senn grund­völlur mann­réttinda og mann­legrar reisnar.“ gefast frekari kostur á að fylgjast með og taka þátt í að móta sitt nánasta umhverfi (nærumhverfi) og þróun þess. Reynslan sýnir að með samráði má ná betri árangri en ella og góður árangur undirstrikar mikilvægi þess að ákvarðanir séu teknar í samráði við íbúana. Með góðu og virku samráði geta íbúar komið að ákvörðunartökuferlinu, sett sína skoðun fram og mótað umhverfi sitt í samstarfi við bæjaryfirvöld. Íbúar þekkja best og hafa mestan áhuga á sínu nánasta umhverfi og skoðanir þeirra á því og væntingar um mótun þess og eðlilegt að þeir vilji fá vitneskju um hvað er að gerast í kring um það í hverfinu, t.d í umferðarmálum, frágangi svæða og fleiru. Samráðið á að virka hvetjandi, vera vettvangur til skoðanaskipta og uppspretta hugmynda og tillagna. Hlutverk hverfaskipulags er að kveða nánar, en gert er í aðalskipulagi, á um helstu þætti hvers bæjarhluta, með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Í hverfaskipulagi er fyrst og fremst fjallað um byggð, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa. Hverfaskipulag er mitt á milli aðalog deiliskipulags. Það nær til minna svæðis heldur en aðalskipulag en stærra svæðis heldur en deiliskipulag. Það markar stefnu hvers hverfis, heildarsýn og þverfaglega hugsun. Þar kemur fram virk þátttaka íbúa og er hugsað til þess að upplýsa íbúa um atriði í nánasta umhverfi þess. Hverfaskipulag er unnið á grunni stefnumótunar sem sett er fram í samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 en þar kemur fram að Kópavogur skiptist í fimm hverfi; Kársnes, Digranes, Smára, Fífuhvamm og Vatnsenda. Hverfaskipulag er unnið í samvinnu við skipulagsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og framkvæmdaráð.”

Ferðaþjónusta í Kópavogi

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Hefur þeirri atvinnugrein verið sýnd nægileg athygli í Kópavogi? „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem getur skapað miklar gjaldeyristekjur og það er fullt af sóknarfærum á því sviði í Kópavogi. Með uppsetningu fróðleiksskilta vítt og breitt um bæjarlandið er markvisst verið að hlúa að menningarverðmætum og auka fræðslu um náttúruog söguminjar. Við getum líka bætt möguleika til afþreyingar fyrir ferðamenn með því að skapa betri aðstöðu fyrir smáog skemmtibáta við höfnina í Kópavogi og nýta önnur

tækifæri tengdum hafinu eins og hvalaskoðun, stangveiði, útsýnisferðum og sjávardýrasafni.”

Brýnt að öldruðum verði gert kleift að búa á heimili sínu Eldri borgurum fjölgar stöðugt. Þurfa hagsmunir þeirra ekki að njóta vaxandi athygli á komandi árum? „Lífskjör aldraðra og réttindi er eitt helsta forgangsverkefni næstu ára. Síversandi kjör eldri kynslóðanna er mál sem snertir okkur öll. Leiðrétting til ellilífeyrisþega vegna kjaragliðnunar undanfarinna ára er enn óbætt og bendir margt til þess að komið sé að þolmörkum hjá vaxandi fjölda þeirra. Nægir í þessu sambandi að

benda á nýlegar kannanir sem sýna hvernig hátt hlutfall eldri borgara, sem sparar við sig í læknisþjónustu, sker sig úr í samanburði við aðra aldurshópa. Þá er ekki síður brýnt að sjálfsákvörðunarréttur aldraðra verði virtur í reynd. Eins og málum er háttað, getur þessi mikilvægi grunnréttur beinlínis orðið velferðarkerfinu að bráð, eins og skert sjálfræði og fjárræði þeirra sem dvelja á öldrunarstofnunum er til marks um. Þá er ekki síður brýnt að öldruðum verði gert kleift að búa á heimili sínu eins lengi og vilji hvers og eins og afl stendur til. Réttur til sjálfsákvörðunar er í senn grundvöllur mannréttinda og mannlegrar reisnar,” segir Margrét Björnsdóttir. n

Aukin lífsgæði varða okkur öll Gunnlaugur Snær Ólafsson skipar 10. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.

M

ikilvægustu verkefnin sem þarf að sinna á næsta kjörtímabili snúast um það að bæta lífsgæði Kópavogsbúa,“ segir Gunnlaugur Snær Ólafsson, sem skipar 10. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. „Þegar litið er til framtíðar mun áframhaldandi vinna að því að lækka skuldir skila sér í bættri þjónustu og enn frekari lækkun skatta og gjalda. Markmið okkar sjálfstæðismanna er að gera Kópavog að fyrirmyndarsveitarfélagi fyrir alla Kópavogsbúa. Við viljum við tryggja betri skóla, fjölga

leikskólaplássum, bæta þjónustu við fatlaða, efla íþróttir og tómstundir, ásamt því að fjölga tækifærum íbúa til þess að njóta útivistar á þessum frábæru útivistarsvæðum sem við Kópavogsbúar búum yfir.“ Gunnlaugur Snær segir að það sé eingöngu Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur boðað raunhæf loforð í þessari kosningabaráttu, sem er vegna þess að sjálfstæðismenn viti að aukin lífsgæði eru háð því að við höldum áfram að lækka skuldir og bæta rekstur. Enda hafi hann sýnt það í verki. „Ég trúi því að grunnurinn að heilbrigðu og vaxandi bæjarfélagi

verði byggður á grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um víðsýna og þjóðlega umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi. Með þínum stuðningi viljum við sjálfstæðismenn auka lífsgæði allra Kópavogsbúa.“ n

Gunnlaugur Snær Ólafsson

„Ég trúi því að grunnurinn að heilbrigðu og vaxandi bæjarfélagi verði byggður á grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins.“


Húsvirki hf. kynnir nýtt hús í byggingu í Boðaþingi 1-3 í Kópavogi

Íbúðirnar eru fyrir 55 ára og eldri og hefst sölumeðferð í sumar

Sími 530 6500 • heimili.is

Steypustöðin óskar Hildi og Rúnu til hamingju með bekkinn Klett The Re yk j

rapevine D es ík G av

Klettur er steinsteyptur útibekkur sem hentar vel í almenningsrými og einkagarða

PRODUCT OF THE YEAR

Awards ign

Grapevine, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð og dómnefnd sem skipuð er aðilum frá Listaháskóla Íslands, Hönnunarmiðstöð, verslunareigendum í Reykjavík og fleirum, veitti Rúnu Thors vöruhönnuði og Hildi Steinþórsdóttur arkitekt viðurkenninguna Award of Excellence fyrir hönnun Kletts.

2013

Runner Up

• Bekkur með tvær setstöður • Styrkur, ending og falleg hönnun • Klettur er til í þremur steypulitum • Hægt er að fá Klett sérmerktan sveitarfélagi • Íslensk hönnun

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

4 400 400 4 400 600 4 400 630

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is


NÆR ALDARFJÓRÐUNG Í REKSTRI Lakkhúsið ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki í Kópavogi. Það hefur verið starfrækt allar götur frá 1988. Stofnendur voru þrír, Hilmir Þorvarðarson ásamt sonum sínum, Kjartani og Jóni Bergi. Markmið fyrirtækisins alla tíð hefur verið að bjóða viðskiptavinum vönduð vinnubrögð og góða þjónustu.

ÖLL TJÓN MEÐHÖNDLUÐ Lakkhúsið ehf sinnir öllum tegundum tjóna. Allt frá réttingum, plastviðgerðum, rúðuskiptum og auðvitað málun. Í seinni tíð höfum við bætt við viðgerðum tjóna á húsbílum og vögnum, og náð góðum árangri og sérhæfingu í þeirri grein. Lakkhúsið er í nánu samstarfi við öll tryggingafélögin á markaðnum, sem tryggir það að viðskiptavinurinn verður fyrir sem minnstu raski ef hann verður fyrir tjóni, og má sinna öllum hliðum málsins frá Lakkhúsinu.

5 STJÖRNU VERKSTÆÐI MEÐ GÆÐAVOTTUN Í dag er Jón Bergur Hilmisson, yngstur þeirra feðga, eigandi og framkvæmdastjóri Lakkhússins ehf. Trúr markmiðum fyrirtækisins, hefur hann nú fengið gæðavottun frá Bílgreinasabandinu, og vottun Sjóvár upp á fimm stjörnu verkstæði.Því er það ljóst að þér ætti að vera óhætt að láta Lakkhúsuið ehf sjá um bílinn þinn ef eitthvað kemur upp á.

Vertu hjartanlega velkomin/n.


20

Maí 2014

Fjölmenni

Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi:

Virkt starf árið um kring A

ðalfundur Sjálfstæðis­ félagsins í Kópavogi árið 2014 var haldinn þann 20. mars sl. Formaður félagsins til síðustu tveggja ára, Ragnheiður Dagsdóttir, var endurkjörinn. Aðalmenn í stjórn voru kjörnir Andrés Gunnlaugsson, Guðrún Eyþórsdóttir, Jón Haukur Ingvason, Ólafur Örn Karlsson, Sigurður Sigurbjörnsson og Vignir Steinþór Halldórsson. Sigurður gegnir hlutverki varaformanns og Ólafur Örn hlutverki gjaldkera. Í varastjórn voru kjörnir Árni Þorsteinsson, Áslaug Thelma Einarsdóttir og Linda Jörundsdóttir. Linda er ritari stjórnar. Eitt meginhlutverk Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, sem og annarra sjálfstæðisfélaga um landið, er að halda uppi virku félagsstarfi og vinna með grasrót Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi hefur um árabil staðið að félagsfundum á laugardagsmorgnum á milli kl. 10:00 og 12:00 í Hlíðarsmára 19. Virkni þessara funda hefur stóraukist á undanförnum tveimur árum, samfara vinnu stjórnarmanna að fá á fundina áhugaverða fyrirlesara á sviði stjórnmála, málefna líðandi stundar og stjórnendur úr hinu opinbera og einkarekna atvinnulífi. Fjölgun félagsmanna sem sækir þessa fundi sést enda vel. Á starfsárinu haust 2013 til vors 2014 hafa komið á fundi félagsins sem fyrirlesarar bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, sem og nokkrir bæjarfulltrúar flokksins; menntaog menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, og innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir;

formenn hagsmunasamtaka, t.d. Svana Helen Björnsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) og Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtaka heimilanna; og alþingismenn kjördæmisins eins og Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Athafnamaðurinn Heiðar Már Guðjónsson hélt áhugaverðan fyrirlestur um Ísland og Norðurslóðasókn, og nafnarnir Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson um íslensku krónuna og gjaldeyrishöft. Sjálfstæðisfélagið hefur einnig staðið að almennum félagsfundum á laugardagsmorgnum þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast, „stefnumót“ við bæjarfulltrúa þar sem félagsmenn fengu tækifæri til að spyrja bæjarfulltrúa flokksins spurninga um stefnumál og framgang verkefna, og nýkjörinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins kom einnig á laugardagsfund félagsins til þess að gera grein fyrir starfseminni í Valhöll og sínum áherslum. Haldin var þriggja funda fundarröð þar sem frambjóðendur í prófkjör flokksins héldu framsögur og kynntu sín stefnumál. Á einn nýlegasta fund félagsins kom inn geðlæknirinn Óttar Guðmundsson með mjög áhugavert og kraftmikið erindi sem bar yfirskriftina Geðhöfn stjórnmálamanna. Framundan í maímánuði er síðan fundir þar sem verðandi bæjarfulltrúar flokksins fá tækifæri til að hitta félagsmenn og svara þeirra fyrirspurnum. Á þessum laugardagsfundum félagins er ávallt boðið upp á eðalkaffi og góðar veitingar.

Heimasíða Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, www.xdkop.is

Endurhönnun heimasíðunnar

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins ákvað í ársbyrjun 2013 að fara í endurhönnun og gerð heimasíðu félagsins. Traustur og faglegur aðili á sviði heimasíðugerðar var ráðinn til verksins sökum mikillar þekkingar og getu sem er Wedo. Heimasíðan var endurgerð og tengd virki síðu félagsins á Facebook. Bæjarfulltrúar voru hvattir til að koma sínum erindum, greinum og tilkynningum þarna inn. Síðan var kynnt frambjóðendum í prófkjöri flokksins í vetur og þeir hvattir til að nýta sér hana til kynningar. Sú nýbreytni var einnig notuð í því prófkjöri að frambjóðendum stóð til boða að taka upp efni á video þar sem þeir settu fram sínar áherslur og þekkingu

í tilteknum málaflokkum og klippurnar voru settar á heimasíðuna þar sem hinn almenni félagsmaður gat sótt þær, þess vegna aftur og aftur, til að kynna sér viðkomandi frambjóðanda betur. Lén síðunnar er xdkop.is – stjórn hvetur alla félagsmenn til að kynna sér síðuna vel og nota til upplýsingaöflunar. En eins og allir vita krefst starfsemi félags eins og þessa fjármagns til síns reksturs. Sú nýbreytni var tekin upp með endurhönnun heimasíðu félagsins að þar var komið upp tengingu við greiðslusíðu (gátt til Borgunar). Þar gefst félagsmönnum kostur á að greiða félagsgjaldaaðild sína sem samkvæmt samþykkt síðasta aðalafundar félagins er kr. 2000.-

Laugardagsfundir Sjálfstæðisfélagsins eru ætíð vel sóttir. Allir eru velkomnir.

eða að gerast styrktarfélagi félagsins með föstu framlagi hvern mánuð. Á aðalfundi félagsins í marsmánuði sl. var eftirfarandi grein samþykkt inn í lög félagsins: ,,Einungis fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi sem greitt hafa félagsgjöld geta gegnt trúnaðarstörfum í stjórnum, ráðum, nefndum, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, eiga rétt á setu á landsfundi og að gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið.“ Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi hefur þegar sent gíróseðla vegna greiðslu félagsgjalds á þá aðila innan flokksins og félagins sem gegna ofangreindum störfum. Á allra næstu vikum mun öðrum félagsmönnum vera sendur sambærilegur gíróseðill. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þakkar öllum félags­ mönnum mjög góða mætingu á okkar félagsfundi sem og bæjarfulltrúum flokksins, alþingismönnum kjördæmisins og öðrum fyrirlesurum fyrir tíma þeirra og áhuga á að koma inn með erindi. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur stillt upp sterkum og frambærilegum lista fram­ bjóðenda, baráttan er núna að fara af stað af fullum krafti og væntingar okkar til árangurs eru miklar. Við hvetjum félagsmenn til að mæta á laugardagsfundi félagsins út maímánuð og taka þátt í því og öðru sem upp á verður boðið af hálfu Sjálfstæðisfélagsins, Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu, og Týs, félags ungra sjálfstæðismanna; sem og heimsækja kosningaskrifstofu flokksins að Bæjarlind 1 í Kópavogi. Áfram Kópavogur! n


Auglýsing um framboðslista við sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi 31. maí 2014 Þessir listar eru í kjöri:

T-listi Dögunar og umbótasinna

B-listi Framsóknarflokksins

D-listi Sjálfstæðisflokksins

S-listi Samfylkingarinnar

Birkir Jón Jónsson Sigurjón Jónsson Guðrún Jónína Guðjónsdóttir Kristinn Dagur Gissurarson Ólöf Pálína Úlfarsdóttir Helga María Hallgrímsdóttir Sigurbjörg Björgvinsdóttir Gunnleifur Gunnleifsson Alexander Arnarson Sigurbjörg Vilmundardóttir Sigmar Ingi Sigurðarson Linda Wessmann Íris Lind Verudóttir Marlena Anna Frydrysiak Kristján Matthíasson Björg Baldursdóttir Trausti Marel Guðmundsson Björg Eyþórsdóttir Einar Baldursson Hulda Salómonsdóttir Einar Kristján Jónsson Willum Þór Þórsson

Ármann Kr. Ólafsson Margrét Friðriksdóttir Karen E. Halldórsdóttir Hjördís Ýr Johnson Guðmundur Geirdal Margrét Björnsdóttir Jón Finnbogason Andri Steinn Hilmarsson Anný Berglind Thorstensen Gunnlaugur Snær Ólafsson Rakel Másdóttir Kjartan Sigurgeirsson Áslaug Thelma Einarsdóttir Ólafur Örn Karlsson Ása Inga Þorsteinsdóttir Lovísa Ólafsdóttir Þórir Rúnar Geirsson Þórdís Helgadóttir Jón Haukur Ingvason Sigríður Kristjánsdóttir Stefán Runólfsson Gunnsteinn Sigurðsson

Pétur Hrafn Sigurðsson Ása Richardsdóttir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz Hannes Friðbjarnarson Kristín Sævarsdóttir Ingimundur Ingimundarson Bergljót Kristinsdóttir Kolviður Ragnar Helgason Svava Skúladóttir Sigurður M. Grétarsson Hlín Bjarnadóttir Þráinn Hallgrímsson Benedikt Kristjánsson Berglind Vignisdóttir Einar Gísli Gunnarsson Ýr Gunnlaugsdóttir Guðmundur Örn Jónsson Helga Elínborg Jónsdóttir Árni Gunnarsson Þórunn Björnsdóttir Hafsteinn Karlsson Guðríður Arnardóttir

Árni Þór Þorgeirsson Jónína Björk Erlingsdóttir Ágústa Sigrún Ágústsdóttir Baldvin Björgvinsson Hans Margrétarson Hansen Clara Regína Ludwig Ólafur Víðir Sigurðsson Rúnar Sigurðsson Ólafur Garðarsson Sigurður Haraldsson Margrét V. Tryggvadóttir

V-listi Vinstri grænna og félagshyggjufólks

X-listi Næst besta flokksins

Þ-listi Pírata

Æ-listi Bjartrar framtíðar

Hjálmar Hjálmarsson Donata H. Bukowska Ásdís Helga Jóhannesdóttir Nadia Borisdóttir Sigrún Sif Jóelsdóttir Einar R. Þórhallsson Angelina Belistov Ágúst Valves Jóhannesson Hafsteinn Már Sigurðsson Hinrik Ólafsson Valgeir Skagfjörð Margrét E. Kaaber Daníel Þór Bjarnason Bjarni Steinar Kárason

Ingólfur Árni Gunnarsson Einar Páll Gunnarsson Gunnar Þór Snorrason Bjartur Thorlacius Auður Eiríksdóttir Birgir Örn Einarsson Hörður Sigurðsson Andri Már Einarsson Þórir Már Ingólfsson Arnfinnur Finnbjörnsson Friðfinnur Finnbjörnsson Sindri Már Ágústsson Steinar Þór Guðleifsson Egill Óskarsson

Theódóra S. Þorsteinsdóttir Sverrir Óskarsson Hreiðar Oddsson Ragnhildur Reynisdóttir Andrés Pétursson Rannveig Bjarnadóttir Auður Sigrúnardóttir Vilhjálmur Einarsson Anna María Bjarnadóttir Eiríkur Ólafsson Sturla Gunnar Eðvarðsson Hulda Hvönn Kristinsdóttir Sigursteinn Óskarsson Rannveig Jónsdóttir Bergþór Skúlason Ragnheiður Bóasdóttir Héðinn Sveinbjörnsson Erla Karlsdóttir Kristinn Sverrisson Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir Jón Ingi Ragnarsson Kjartan Sigurjónsson

Ólafur Þór Gunnarsson Margrét Júlía Rafnsdóttir Sigríður Gísladóttir Arnþór Sigurðsson Signý Þórðardóttir Gísli Baldvinsson Hreggviður Norðdahl Hulda Margrét Erlingsdóttir Helgi Hrafn Ólafsson Svala Jónsdóttir Þuríður Backman Amid Derayat Hrafnhildur Helgadóttir Egill Ásgrímsson Margrét Sigríður Sigbjörnsdóttir Andrés Magnússon Agnes Jóhannsdóttir Guðbjörg Sveinsdóttir Magnús Jakobsson Helga Margrét Reinhardsdóttir Sveinn Jóhannsson Þóra Elfa Björnsson

Kjörfundur hefst kl. 9 árdegis og lýkur kl. 22 síðdegis. Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í íþróttahúsinu Smáranum og þar fer talning atkvæða fram að kjörfundi loknum.

PIPAR\TBWA • SÍA • 141485

Yfirkjörstjórnin í Kópavogi 11. maí 2014 Snorri G. Tómasson, Elfur Logadóttir, Una Björg Einarsdóttir

kopavogur.is


Málarameistarar kunna sitt fag.

80% þeirra* velja okkar vörur.

ÍSLENSKA SIA.IS MAL 69256 05/14

Þú getur treyst fagmönnum.

*Hlutfall málarameistara sem eru í viðskiptum við Málningu hf.

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BAUHAUS • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Málningarbúðin Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • Ormsson Vík, Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun, Grindavík


PIPAR\TBWA • SÍA • 131408

Velkomin í Kópavog lifandi menning allt árið um kring BÓKASAFN KÓPAVOGS | Hamraborg 6a | Sími 570 0450 | bokasafnkopavogs.is GERÐARSAFN | Hamraborg 4 | Sími 570 0440 | Frítt inn á miðvikudögum, lokað mánudaga | gerdarsafn.is TÓNliSTARSAFN ÍSlANdS | Hábraut 2 | Sími 570 1693 | tonlistarsafn.is SAlURiNN TÓNliSTARHÚS | Hamraborg 6 | Miðasala 5 700 400 | Fjölbreytt dagskrá | salurinn.is NÁTTÚRUFR ÆÐiSTOFA KÓPAVOGS | Hamraborg 6a | Sími 570 0430 | Aðgangur ókeypis | natkop.is

kopavogur.is


Áfram Kópavogur! Við munum • Tvöfalda íþrótta- og tómstundastyrkinn í 54.000 kr. og gera fólki kleift að nýta styrkinn á einum stað, þar með talið í tónlistarnám • Bjóða spjaldtölvur fyrir alla 5.-10. bekkinga • Hafa frítt í sund fyrir eldri borgara og börn 10 ára og yngri • Skapa skilyrði fyrir ódýrari og minni íbúðir Kynntu þér stefnumálin okkar á xdkop.is


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.