Page 1

L-listi óháðra í Rangárþingi eystra L-listinn, framboð óháðra, býður nú fram fyrir sveitarstjórnarkosningar í annað sinn. Framboðslistinn er sérstaklega fjölbreyttur og öflugur, en um er að ræða kraftmikið fólk úr ólíkum áttum og með mikla reynslu á mörgum sviðum. Frambjóðendurnir eru búsettir vítt og breitt í sveitarfélaginu, sinna ólíkum störfum og eru hver á sínum stað í lífshlaupinu. Öll eigum við það þó sameiginlegt að gefa kost á starfskröftum okkar til að gera gott samfélag enn betra. ÓLÍK EN STERK SAMAN Undanfarnar vikur höfum við unnið hörðum höndum að stefnumótun fyrir framboðið. Vinnan hefur verið mjög skemmtileg og hefur það sannað sig enn og aftur að pólitík er lifandi: í opinni umræðu fær hugmyndaraflið vængi, en eftir nokkrar vangaveltur hefur oftast allur hópurinn geta sammælst um aðalatriðin. Hjá Llistanum, framboði óháðra, geta allir átt heiðurinn af hugmyndinni saman. Þessi upplifun styður okkar skoðun að hefðbundin flokkapólitík á ekki heima í sveitarstjórnarmálum, en hver og einn ætti að geta látið heyra í sér á þeim vettfangi. Þar sem við viljum aðgengilegri stjórnsýslu munu flestar upplýsingar um okkar framboð vera aðgengilegar á netinu, bæði á heimasíðu x-l.is og á fésbókarsíðu okkar. Við munum líka

stilla prentuðu efni í hóf enda umhverfismál ein okkar aðaláherslna. Í kosningabaráttunni munum við leggja áherslu á persónulegt samtal við íbúana, en þar sem fólk þarf í síauknum mæli að sækja alla þjónustu í þéttbýliskjarna, þá viljum við ekki bara vera á Hvolsvelli heldur komum líka í sveitirnar til að kynna okkar framboð. KYNNINGARFUNDIR L-LISTANS Við viljum hvetja ykkur kæru sveitungar til að mæta á auglýsta fundi í ykkar nágrenni, rekja úr okkur garnirnar og bæta við ykkar sjónarmiðum. Ef þið eigið ekki tök á að mæta, þá getiði sent okkur hugleiðingar ykkar og fyrirspurnir á netfangið hugmyndir@x-l.is. Við hlökkum til!

www.facebook.com/xlframbod/ - hugmyndir@x-l.is


L- listinn framboð óháðra í Rangárþingi eystra vill skapa betra samfélag fyrir alla, óháð aldri, uppruna, stöðu eða búsetu innan sveitarfélagsins, bæði í dag og í framtíðinni. Við leggjum áherslu á jafnrétti, fagleg vinnubrögð, fjölbreytt atvinnulíf, jafnt aðgengi að þjónustu auk þess að huga að umhverfi og uppbyggingu samfélagsins.

UMHVERFISMÁL - GRÆN SKREF L-listinn, framboð óháðra, vill að Rangárþing eystra verði grænt sveitarfélag. Ísland hefur tekið að sér ákveðnar alþjóðaskuldbindingar í loftslagsmálum þar sem allir þurfa að leggja hönd á plóg og viljum við leggja metnað í það að gera Rangárþing eystra leiðandi á sviði umhverfismála. o

Minnka skal sorp til urðunar og finna leiðir til að auka moltugerð

o

Auka uppgræðslu og skógrækt, til að hefta sandfok og binda kolefni

o

Stofnanir sveitarfélagsins verði í fararbroddi í umhverfismálum

o

o

Auka sorphirðu og bjóða oftar upp á gáma fyrir brotajárn og opna gámavelli

Fylgja eftir þeirri ákvörðun sveitarstjórnar að það sé á hennar hendi að losa rotþrær í sveitarfélaginu

MENNTA- OG MENNINGARMÁL L-listinn, framboð óháðra, leggur áherslu á áframhaldandi metnaðarfullt skólastarf í sveitarfélaginu og að leitað verði úrbóta þar sem þörf er á. Uppeldi og menntun barna er mikilvæg fyrir alla þætti samfélagsins og grunnurinn að góðri framtíð er lagður í leik- og grunnskólum. Mikilvægt er að tryggja rétt hlutföll faglærðra leikskólakennara til að uppfylla lagaskilyrði um leikskóla. o

Undirbúa byggingu nýs leikskóla

o

Efla starfsemi félagsmiðstöðvarinnar

o

Vinna deiliskipulag til framtíðar fyrir íþróttasvæðið á Hvolsvelli

o

Ákveða fyrirkomulag sýningar Njálurefilsins

o

Tryggja áframhaldandi stuðning við íþrótta- og tómstundastarf

o

Bæta almenningssamgöngur, m.a. til að auðvelda þátttöku í námi og íþróttum

SKIPULAGS- OG HÚSNÆÐISMÁL L-listinn, framboð óháðra, telur þörf á því að endurskoða gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra, einkum með tilliti til eftirfarandi þátta. o

Skerpa á breyttri landnotkun vegna stærri gististaða til að gefa íbúum færi á athugasemdum

o

Auka framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu

o

Bæta umferðaröryggi í sveitarfélaginu öllu

o

Skapa ramma um skipulag vindmylla og vindmyllugarða

o

Gera heildarúttekt á lagna- og veitumálum og jafna aðstöðu íbúa í dreifbýli og þéttbýli

www.facebook.com/xlframbod/ - hugmyndir@x-l.is


ATVINNA OG FERÐAÞJÓNUSTA L-listinn, framboð óháðra, vill stuðla að fjölbreyttum atvinnumöguleikum í sveitarfélaginu. Til þess að hægt sé að laða fyrirtæki inn á svæðið þarf framboð á íbúðar- og skrifstofuhúsnæði að vera tryggt. Forgangsmál er að ljúka við lagningu ljósleiðara um allt sveitarfélagið en háhraða nettenging er forsenda þess að unnt sé að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að unnt sé að stunda fjarvinnu. Ferðaþjónusta og landbúnaður eru stærstu atvinnugreinar sveitarfélagsins og er brýnt að styðja við þær greinar. o

Tryggja lóðir og húsnæði vegna atvinnuuppbyggingar

o

Gera markaðsátak í ferðaþjónustu

o

Öfluga upplýsingamiðstöð ferðamanna

o

Styðja við nýsköpun

o

o

Gjaldtaka á ferðamannastöðum ætti að miðast við þá innviði sem eru til staðar

Setja skýrari reglur um skammtímaútleigu í þéttbýli

o

Katla Geopark verði sjálfbær eining

o

Skerpa hlutverk markaðs- og kynningarfulltrúa

VELFERÐARMÁL L-listinn, framboð óháðra, telur mikilvægt að allir geti búið í sveitarfélaginu okkar óháð aldri, kyni, uppruna eða starfsgetu. Við viljum styðja við þá sem þurfa á stuðningi að halda. Þetta á jafnt við fatlaða, aldraða, sjúklinga og fólk sem skortir peninga og/eða félagslegt net. Velferðarmál snúast hins vegar ekki bara um að hlúa að þeim sem minna mega sín, heldur líka um að fyrirbyggja slíkar aðstæður. o

Stefna að heilsueflandi samfélagi, tryggja góða aðstöðu og gott aðgengi til íþróttaiðkunar

o

Fjölga þarf búsetuúrræðum fyrir fatlaða

o

Tryggja fjármagn frá ríkinu vegna reksturs allra rýma á Kirkjuhvoli

o

Klára móttökuáætlun fyrir nýbúa og hvetja alla til að sækja námskeið í Íslensku

STJÓRNSÝSLA OG FJÁRMÁL Rangárþing eystra er stór rekstrareining og sveitarfélagið rekur nokkrar stofnanir og þjónustuveitur sem hafa ólík viðfangsefni. Slíkt fyrirtæki þarf öflugan framkvæmdastjóra. Sem framkvæmdastjóri ber sveitarstjórinn ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins en pólitískar ákvarðanir eru í höndum sveitarstjórnar. o

Sveitarstjóri á að vera ráðinn á faglegum forsendum

o

Sækjast skal eftir jafnlaunavottun eins og lög gera ráð fyrir og jafna laun eftir því

o

Endurskoða rekstur sveitarfélagsins og yfirfara verksvið starfsfólks þess

o

Efla íbúalýðræði

o

Vandaða stjórnsýslu

o

Yfirmenn fagsviða hjá sveitarfélaginu hafi sérþekkingu á sínum málum

o

Frekari samvinnu við nágrannasveitarfélög

o

Nota fjárhagsáætlun sem stjórnunartæki

www.facebook.com/xlframbod/ - hugmyndir@x-l.is


3. sæti Anna Runólfsdóttir, bóndi og verkfræðingur

4. sæti Guðmundur Ólafsson, lífrænn bóndi

5. sæti Þuríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari

6. sæti Guðgeir Óskar Ómarsson, leiðbeinandi á leikskólanum Örk

1. sæti Christiane L. Bahner, lögmaður og sveitarstjórnarfulltrúi

7.

Eyrún Guðmundsdóttir, íþróttaþjálfari og bóndi

8.

Tómas Birgir Magnússon, leiðsögumaður

9.

Sara Ástþórsdóttir, bóndi

10. Magnús Benónýsson, öryrki 11. Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, íþróttafræðingur 12. Kristján Guðmundsson, fyrrverandi lögreglumaður 2. sæti Arnar Gauti Markússon, leiðsögumaður og meðeigandi Midgard

13. Sigurmundur Páll Jónsson, verkefnastjóri 14. Hallur Björgvinsson, ráðgjafi

www.facebook.com/xlframbod/ - hugmyndir@x-l.is

L-listi óháðra í Rangárþingi eystra - Stefnuskrá  
L-listi óháðra í Rangárþingi eystra - Stefnuskrá  
Advertisement