Page 1

SNYRTI- OG NUDDMEÐFERÐIR


Andlit Aqua Spa Akureyri býður öllum þeim sem koma tímanlega í meðferð að slaka á í notalegu hvíldarrými, fá fótabað, te eða kaffi og hita á axlir. Einnig hafa viðskiptavinir Aqua spa aðgang að gufu, köldu kari og heitum potti sem staðsettur er á besta stað í bænum, á þaki hússins með yndislegu útsýni yfir pollinn og inn Eyjafjörð. Laugar Spa Royal Green andlitsmeðferð Í þessari andlitsmeðferð er unnið með Laugar Spa vörulínuna sem er 100% lífræn og án allra kemískra efna. Meðferðin er sérhönnuð fyrir allar húðgerðir. Hún stuðlar að heilbrigði húðar og gefur húðinni góða næringu, ljóma og mikla endurlífgun. Snyrtifræðingur Aqua Spa metur hvaða meðferð hentar þér. 50 mín. Kr. 11.900 Súkkulaðiandlitsbað Sætt og ljúffengt andlitsbað án allra hitaeininga! Þessi unaðslega meðferð er sérstaklega hönnuð fyrir gesti okkar. Notaður er 100% hreinn súkkulaðimassi auk sérvalinna krema og olía. Súkkulaði er einstaklega ríkt af andoxunarefnum og er sérlega gott fyrir húðina. Þú verður ekta súkkulaðimoli. 45 mín. Kr. 11.900 Laugar Spa Glow Andlitsmeðferð sem gefur húðinni einstakan ljóma og frískleika. Hreinsun og nudd með sérblönduðum öflugum skrúbbmaska sem inniheldur C, E og A vítamín ásamt lífrænum olíum sem gefur hinn fullkomna ljóma. 40 mín. Kr. 9.900 Comfort Zone Andlitsböð sem hreinsa, stinna og næra húðina um leið og unnið er gegn öldrun. Snyrtifræðingurinn þinn metur hvaða meðferð hentar þér. 80 mín. Kr. 18.900 Húðhreinsun Húðin er yfirborðshreinsuð og svo djúphreinsuð. Kreistun, hreinsandi og róandi maski borinn á húðina og síðan borið á andlitskrem. 50 mín. Kr. 9.990 Húðhreinsun fyrir 16 ára og yngri. Kr. 7.500 Murad ávaxtasýrumeðferð Öflug ávaxtasýrumeðferð fyrir þær sem hafa lítinn tíma en vilja sjá árangur strax. Meðferðin felur í sér yfirborðshreinsun, djúphreinsun og sýrumaska. 30 mín. Kr. 9.900 Förðun Dagförðun: Kr. 6.000 Kvöldförðun: Kr. 7.500


Litun og plokkun Meðferð

Verð

Plokkun / vax á brúnir

Kr. 3.500

Litun - augnhár / brúnir

Kr. 4.990

Litun og plokkun - augabrúnir

Kr. 4.990

Litun - augnhár og augabrúnir

Kr. 4.990

Litun og plokkun / vax augnhár og augabrúnir

Kr. 5.990

Litun, plokkun - augnhár, brúnir og brazilian vax

Kr. 11.990

Litun og plokkun - brúnir og brazilian vax

Kr. 10.990


Hendur Meðferð

Verð

Klassísk handsnyrting

50 mín.

Kr. 8.500

Með lökkun

60 mín.

Kr. 9.990

Með french lökkun

Kr. 9.990

Handadekur Neglur snyrtar, þjalaðar og lakkaðar. 30 mín. Kr. 7.900 Lúxus handsnyrting Handabað með olíu og djúphreinsun með silkimjúkum skrúbb. Neglur eru fínpússaðar og naglabönd mýkt og snyrt. Hendur nuddaðar þar sem notuð er lífræn olía. Meðferð lýkur með lökkun ef þess er óskað. 70 mín. Kr. 10.900


Fætur Meðferð

Verð

Klassísk fótsnyrting

50 mín.

Kr. 8.500

Með lökkun

60 mín.

Kr. 9.990

Með french lökkun

Kr. 9.990

Fótadekur Neglur og naglabönd snyrt, létt raspað á hælum - nærandi krem. 30 mín. Kr. 7.900 Lúxus fótsnyrting Meðferðin hefst á notalegu fótabaði. Neglur klipptar og mótaðar, naglabönd snyrt og sigg fjarlægt. Silkimjúkur skrúbbur notaður til að djúphreinsa og endurnæra húðina, nudd á fætur með sérvöldu kremi sem passar fyrir hvern og einn. Neglur lakkaðar sé þess óskað. 70 mín. Kr. 10.900


Vax Meðferð

Verð

Að hnjám

Kr. 5.900

Að hnjám og í nára

Kr. 8.900

Að hnjám og brazilian

Kr.12.500

Í nára

Kr. 4.900

Brazilian

Kr. 8.500

Undir höndum

Kr. 4.100

Efri vör

Kr. 2.500

Efri vör og vangi

Kr. 3.800

Andlit

Kr. 4.000

Handleggir

Kr. 7.900

Fótleggir að nára

Kr. 9.300

Fótleggir með nára

Kr. 12.500

Fótleggir með brazilian

Kr. 13.700

Læri

Kr. 4.990

Aftan á læri

Kr. 2.000

Allur líkaminn

Kr. 25.500

Fótleggir, brazilian og undir hendur

Kr. 16.500

Að hnjám, brazilian og undir hendur

Kr. 13.990

Að hnjám og aftan á lærum

Kr. 8.200

Að hnjám, aftan á lærum og brazilian

Kr.13.900

Að hnjám, nára og aftan á lærum

Kr. 10.900


Fyrir dömur

Aqua Spa Akureyri býður öllum þeim sem koma tímanlega í meðferð að slaka á í notalegu hvíldarrými, fá fótabað, te eða kaffi og hita á axlir. Einnig hafa viðskiptavinir Aqua spa aðgang að gufu, köldu kari og heitum potti sem staðsettur er á besta stað í bænum, á þaki hússins með yndislegu útsýni yfir pollinn og inn Eyjafjörð.

Draumur prinsessunnar Hverja dreymir ekki um að upplifa dásamlegt baknudd með heitri Laugar Spa olíu og geta síðan velt sér yfir í himneskt andlitsbað sem er sérvalið fyrir þig af Aqua Spa snyrtifræðingnum þínum. Dásamlegt baknudd og himneskt andlitsbað. 75 mín. Kr. 17.900 Lúxus greifynjunudd Lúxusnudd þar sem líkaminn er nuddaður með ilmolíum, ásamt heitum og köldum steinum. Meðferðin er ein sú besta sem í boði er hér í spainu. 80 mín. Kr. 17.400 Dömudekur Dömudekur er tilvalið fyrir árshátíð eða önnur tækifæri þar sem þú vilt skarta þínu fegursta. Innifalið er lúxus Laugar Spa andlitsbað sem er sérsniðið að þínum þörfum. Paraffín maski fyrir hendur sem gerir þær silkimjúkar. Litun og plokkun fyrir augnhár og augabrúnir. 130 min. Kr. 24.500 Meðgöngunudd Einstaklega gott nudd fyrir þungaðar konur þar sem hver og ein fær mjúkt og millidjúpt nudd. Gott fyrir þær sem eiga við bjúg á fótum, þreytu í mjóbaki, grindargliðnun að stríða eða almenn ónot vegna þungunar. Góð slökun. 50 min. Kr. 12.900


Fyrir herra

Aqua Spa Akureyri býður öllum þeim sem koma tímanlega í meðferð að slaka á í notalegu hvíldarrými, fá fótabað, te eða kaffi og hita á axlir. Einnig hafa viðskiptavinir Aqua spa aðgang að gufu, köldu kari og heitum potti sem staðsettur er á besta stað í bænum, á þaki hússins með yndislegu útsýni yfir pollinn og inn Eyjafjörð.

Laugar Spa Royal Green andlitsmeðferð Í þessari andlitsmeðferð er unnið með Laugar Spa vörulínuna sem er 100% lífræn og án allra kemískra efna. Meðferðin er sérhönnuð fyrir allar húðgerðir. Hún stuðlar að heilbrigði húðar og gefur húðinni góða næringu, ljóma og mikla endurlífgun. Snyrtifræðingur Aqua Spa þinn metur hvaða meðferð hentar þér. 50 mín. Kr. 11.900 Húðhreinsun Húðin er yfirborðshreinsuð og svo djúphreinsuð. Kreistun, hreinsandi og róandi maski borinn á húðina og síðan borið á andlitskrem. 50 mín. Kr. 9.990 Lúxus greifanudd Lúxus herranudd, heilnudd með ilmolíu ásamt heitum og köldum steinum. Meðferðin er ein sú besta sem boðið er upp á og fær greifann til að svífa út. 80 min. Kr. 17.400 Draumur golfarans Dekrið hefst á endurnærandi og mýkjandi fótadekri þar sem fætur eru skrúbbaðir með saltskrúbbi og nuddaðir með vönduðum olíum og kremum. Að lokum slappar golfarinn af í góðu baknuddi þar sem notuð er heit 100% lífræn Laugar Spa olía til að mýkja og losa vöðvaspennu. Tilfinningin eftir dekrið er vel undir pari. 75 min. Kr. 17.900 Draumur herrans Herrann slakar vel á í endurnærandi andlitsmeðferð sem sérvalin er fyrir hvern og einn. Herrann svífur svo um eftir austurlenskt höfuðnudd og frábært baknudd þar sem notuð er heit 100% lífræn Laugar Spa olía til að mýkja og losa vöðvaspennu. 75 min. Kr. 17.900


Herrameðferðir Hendur og fætur

Verð

Klassísk hand- eða fótsnyrting

Kr. 8.500

Lúxus hand- eða fótsnyrting

Kr. 10.900

Vaxmeðferðir Allt bakið

Kr. 10.900

Efra eða neðra bak

Kr. 5.500

Öll bringan

Kr. 10.900

Efri eða neðri bringa

Kr. 5.500

Handleggir

Kr. 7.900

Efri líkami, bak og bringa

Kr. 19.900

Allur líkaminn

Kr. 25.500


Líkamsnudd

& skrúbbmeðferðir

Aqua Spa Akureyri býður öllum þeim sem koma tímanlega í meðferð að slaka á í notalegu hvíldarrými, fá fótabað, te eða kaffi og hita á axlir. Einnig hafa viðskiptavinir Aqua spa aðgang að gufu, köldu kari og heitum potti sem staðsettur er á besta stað í bænum, á þaki hússins með yndislegu útsýni yfir pollinn og inn Eyjafjörð.

Sjúkranudd Sjúkranudd á að lina verki og óþægindi í mjúkvefjum líkamans sem stafað geta af streitu, misbeitingu, álagseinkennum, meiðslum, sjúkdómum eða áverkum. Djúpt nudd sem tekur vel á vöðvabólgu og þreyttum líkama. Í nuddinu er leitast við að mýkja vöðva og örva blóðflæði í líkamanum. 50 mín. Kr. 12.900 Sogæðanudd Örvar blóðflæði til stífra vöðva. Eykur virkni sogæðakerfisins og þar af leiðandi losun úrgangs- og eiturefna. Nudd af þessu tagi vekur upp taugakerfið og framkallar slökun. Við þetta nudd er einungis unnið á yfirborði húðar með mjúkum og hægum strokum. Milt nudd, hjálpar hreinsikerfinu, losar bjúg. 50 min Kr. 12.900 Svæðanudd Svæðanudd byggir á þeirri kenningu að í fótum séu svæði sem samsvari til ákveðinna líffæra og hafi þar með áhrif á ákveðna líkamsstarfsemi. Með svæðanuddi getur nuddið dregið úr spennu og þannig stuðlað að endurnýjun líkamsþróttar. Aðalávinningur er slökun og vellíðan. 50 min. Kr. 12.900 Slökunarnudd Millidjúpar notalegar strokur sem gefa djúpa slökun og vellíðan. Gott fyrir þá sem eru undir mikilli pressu og eiga erfitt með að sofa. 50 min. Kr. 12.900 Meðgöngunudd Einstaklega gott nudd fyrir þungaðar konur þar sem hver og ein fær mjúkt og millidjúpt nudd. Gott fyrir þær sem eiga við bjúg á fótum, þreytu í mjóbaki, grindargliðnun að stríða eða almenn ónot vegna þungunar. Góð slökun. 50 mín. Kr. 12.900


Bak og axlanudd Sérstaklega gott eftir miklar æfingar. Losar um vöðvaspennu sem safnast oft fyrir. 30 min. Kr. 8.900 Lúxus greifanudd Lúxus herranudd, heilnudd með ilmolíu ásamt heitum og köldum steinum. Meðferðin er ein sú besta sem boðið er upp á og fær greifann til að svífa út. 80 min. Kr. 17.400 /~[XVgUHLI\QMXQXGG Lúxusnudd, þar sem líkaminn er nuddaður með ilmolíum, ásamt heitum og köldum steinum. Meðferðin er ein sú besta sem í boði er hér í spainu. 80 min..U Laugar Spa saltskrúbbur og heilnudd Saltnuddið fjarlægir dauðar húðfrumur, hreinsar svitaholur, vekur háræðakerfi húðarinnar og örvar sogæðakerfið. Saltið er einstaklega ríkt af magnesíum og hefur yfir 300 ensím sem skipta líkamann máli. Það er sérlega gott að fá nudd í framhaldi af saltskrúbbnum og því fylgir gott slökunarnudd í kjölfarið. Þessi meðferð gefur aukna orku og er sérlega góð við lið- og gigtarverkjum. 75 min. Kr. 18.900 Laugar Spa saltskrúbbur Laugar Spa saltskrúbburinn (Lemongrass) fjarlægir dauðar húðfrumur, hreinsar svitaholur, vekur háræðakerfi húðarinnar, örvar sogæðakerfið og er einstaklega gott við lið og gigtarverkjum. Saltið er einstaklega ríkt af magnesíum og hefur yfir 300 ensím sem skipta líkamann máli. 25 min. Kr. 8.900 Laugar Spa súkkulaðiskrúbbur Laugar Spa saltskrúbburinn er hrærður saman við 100% hreinan súkkulaðimassa. Súkkulaði er alveg einstaklega ríkt af andoxunarefnum og er sérlega gott fyrir blóðrásina. Skrúbburinn örvar og endurnærir húðina og gerir hana silkimjúka. Stútfullt af samviskulausum hitaeiningum. 25 min. Kr. 8.900 Laugar Spa kaffiskrúbbur Laugar Spa saltskrúbburinn er hrærður saman við nýmalað aromakaffi. Kaffið er alveg einstaklega örvandi og er talið vera hinn eini sanni “appelsínuhúðarbani”. Skrúbburinn örvar og endurnærir húðina og hefur góð áhrif á blóðrásina. Hressandi kaffisopi fyrir líkama og sál. 25 min. Kr. 8.900

Verðlisti Aqua Spa  
Verðlisti Aqua Spa  
Advertisement