Veidislod 6. tbl 2011

Page 86

græjur ofl.

Eumer og Pro tube – nýjungar í hnýtingum Allt í fluguhnýtingarnar eftir áramótin. Í byrjun nýs árs hefst fluguhnýtingavertíðin. Veiðihornið mun hér eftir sem hingað til bjóða eitthvert mesta úrval af hnýtingaefni hér á landi. Meðal þess helsta sem Veiðihornið mun bjóða í fluguhnýtingaefni eru tvö vinsælustu skandinavísku túpukerfin. Annars vegar er það finnska kerfið frá Eumer en það kerfi byggir mest á þungum túpum. Í því kerfi eru fáanlegar

gulrótarlaga eirtúpur og passandi keilur sem tilvalið er að nota fyrir Frances og Snældu. Hins vegar er það hið frábæra kerfi frá ProTube en það kerfi sló í gegn hjá okkur í fyrra. Fjöldi stórlaxa lét glepjast af ProTube flugum liðið sumar þegar ýmsar nýjungar voru prófaðar af veiðimönnum um allt land. ProTube og Eumer túpukerfin verða fáanleg í góðu úrvali í Veiðihorninu Síðumúla 8 í janúar.

Jafnvel gáfuðustu gæsir falla fyrir þessu! Veiðiflugan, www.veidiflugan.is er með þessa vöru á boðstólum: Fluggæsirnar frá Sillosocks hafa sannað sig hér á landi undanfarin ár og eru að verða vinælli og vinsælli með hverri vertíðinni. Þessi viðbót við gervigæsaflóruna er í einu orði sagt alveg frábær og er það ekki nokkrum blöðum

86

um það að fletta að sú hreyfing sem er á þessum gerfifuglum er að nær athygli og áhuga innkomandi gæsa. Þær koma með stöng til að fljúga á og eru mun sterkari en ætla mætti við fyrstu sýn. Frábær viðbót í gervigæsaflóruna hjá öllum gæsaveiðimönnum. Gæsirnar eru seldar stakar og kosta aðeins 6.990 kr.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 6. tbl. 2011


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.